Heimskringla - 04.09.1940, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.09.1940, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 4. SEPT. 1940 FISKIÖRNINN En augu hans voru þó einkennilegust. Gill- more gat ekki litið af þeim. Augasteinarnir voru mjög stórir, þótt bjart væri — var það merki, sem herforinginn hafði áður séð og þóttist geta skýrt. Gat þetta verið guli maðurinn, sem Aleut- ingurinn hafði talað um við Nansen? Það var vel hugsanlegt. Andlit Gillmores gaf ekkert til kynna, en hjarta hans sló örara, og hann ákvað að veita því eftirtekt hvert þessi maður reyndi að gefa sér nokkuð merki. Hinn niðurbyrgði hlátur hans virtist reitá félaga hans var auðsæilega ekki trygt á meðal þeirra. Ef til vill óttuðust þeir að hann mundi ljósta upp hinu sanna erindi þeirra þar á eyjunni erindi, sem Kúbli hafði reynt að leyna méð sögunni um bilaða vél. “Hvað gengur að þér Fú?” spurði Kúbli og rödd hans var snögg eins og svipuhögg. Fú flissaði á ný. “Herra, eg hlæ af því að eg ber áhyggju fyrir vinum vorum,” sagði hann einlægnislega. Hann leit á Maríu. “Þeir ekki að hafa unga stúlku til að elda fyri sig. Eg hugsa hún eldi púdding, kökur, þeir aumingjarnir éta kínverja mat. Þeir bara fá bleikt kjöt, kaffi-” “Eg er ekki matreiðslukona Fú,” svaraði unga stúlkan vingjarnlega og rólega. “Snjó- bolti þarna,” og hún benti á svertingjann frá Georgíu, “býr til matinn handa okkur. "Og þegar við minnumst á mat,” sagði Kúbli, “þá væri víst best að þú færir að búa hann til, og næsta skiftið sem þú talar án þess að vera kvaddur til þess, verður það þér sjálfum fyrir verstu.” “Eg bið fyrirgefningar,” sagði Fú án þess að líta af Maríu. “Þetta gerir hreint ekkert til,” sagði hún í skyndi. “Mig veit þú ekki reið.” Hann kinkaði kolli og brosti við ungu stúlkunni. “Þú koma inn í mitt eldhústjald, og eg sýna þér hvernig eg elda.” Fú leit óttasleginn á Kúbli og vogaði svo burtu. Skipstjórinn hóf á ný samtal sitt við Gillmore. Það voru ungir Aleutingar þar, sem þektu kannske fiskimiðin sagði hann, en hið versta var að þeir skildu ekki ensku. Þeir gátu samt sem áður skilið rússnesku og hann kvaðst gjarnan skyldi túlka fyrir þá. “Eg tala aleutiska tungu,” sagði Michael. Kúbli horfði hvast á hann. Þetta augna- tillit lengdist, og hann starði á hann og augu hans kreistust saman undir loðnum brúnunum. Hinn hái og lotni skrokkur hans virtist réttast eins og ósjálfrátt, rétt eins og hermaður, sem sér yfirmann sinn koma álengdar. En ef hann kannaðist við einhverja drætti í gula andlitinu hans Michaels, var hann fljótur að leyna því. Hann rendi augunum yfir á Gillmore og sagði rólega: “Eg held að það sé best, að eg sé túlkur. Eg veit betur en þessi þjónn yðar hvað þér þurfið að fá að vita,” Hann sneri sér við og benti fáeinum Aleutingum að koma. María notaði tækifærið til að fylgja öðru spori. “Frændi, vilt þú að eg skrifi þér til minnis það sem mennirnir segja?” spurði hún hátt og greinilega. Gillmore leit í augu hennar. “Nei, það held eg ekki, en hversvegna?” “Af því að mér þætti gaman að líta inn til gamla Kínverjans.” “Farðu bara, eg skal kalla á þig þurfi eg þín með.” En Kúbli lét ekki fara í kringum sig. Hann sneri sér að ljósskeggjuðum manni, sem stóð fyrir aftan hann. “Farðu með ungfrúnni, Staritza,” sagði hann. “Hún þarf kannske á hjálp þinni að halda til að vekja Fú.” “Vekja hann?” spurði hún. “Já, bíðið þér bara og sjáið til. Hann sefur óaflátanlega eins og flestir landar hans. En hann er góður matreiðslumaður, ef maður spark- ar í hann við og við svo að hann vakni.” María gekk í áttina til tjaldsins, sem Fú var í. Hún lét ekki svo lítið sem að líta á Star- itza, sem gekk fast á eftir henni. En þegar hún leit inn í tjaldið varð hún fyrir miklum von- brigðum. Hún skildi nú hversvegna Fú svaf oftast nær. Hún skildi nú líka hversvegna augasteinar hans voru svona stórir. Hvernig gat þessi mað- ur hjálpað henni í leit hennar? Hann hafði sjálfsagt nú þegar gleymt henni og var nú kominn inn í heima, sem voru ennþá undar- legri, en þessi undarlega eyja, sem lá í þessu ein- manalega hafi. Hann lá á dýnu í tjaldi sínu og rekti ópíumspípu. Hún sneri sér við í þungu skapi, er hann leit upp og kallaði á hana. “Ungfrú!” “Já, Fú.” “Eg rís upp. Eg reykja I annað sinni. Eg ekki dreyma nú — þú koma inn og sjá eld- húsið.” Fú lagði frá sér stuttu pípuna og stóð upp. í rökkrinu þá glóðu augu hans eins og svartar stjörnur. Breitt bros ljómaði á útlærðu andliti hans. Hann ætlaði að sækja eldavélina sína, pott- ana sína og pönnurnar. Hann tók lokið af ein- um pottinum og lagði upp úr honum ilmandi lykt af einhverskonar kjötstöppu. Tvisvar á dag bjó hann til mat handa sextán manns, sagði hann. En Staritza horfði á hann tortrygnislega frá dyrum tjaldsins. “Hvar lærðir þú að matreiða Fú?” spurði unga stúlkan. Það var fyrsta spurningin, sem hún spurði hann síðan hún kom inn, og beið nú svarsins með eftirvæntingu. En hvaða ástæðu hafði hún til að ætla, að þessi auðmjúki matreiðslumaður og ópíumæta gæti verið sambandsmaður hennar? Og samt vonaði hún það. í fyrsta lagi voru boðin, sem Gilmore hafði fengið frá gulum manni, auk þess var uppástunga hans að hún heimsækti hann í eldhúsið ekki ástæðulaus, en bending, sem hún strax skildi. “Eg lærði að elda mat löngu, löngu síðan á skipi,” svaraði Fú. “Mig elda á tveimur, nei, fjórum og fjörutíu skipum á æfi minni.” Hann leit ekki á hana, en horfði ofan í pott- ana og pönnurnar sínar. Hún skildi ekki þýð- ingu tölunnar, sem hann hafði nefnt, enda þótt hún vissi að talan hefði þýðingu. Gillmore mátti nú sjá eftir, að hann hafði ekki trúað henni fyrir öllu. Hún hafði aldrei séð leyni- skeyti Hamiltons, sem var undirritað með þessu númeri, sem hann var skrásettur með í spæjara- liði Bandaríkjanna. Fú leit loksins upp. “Þér finst eg tala ensku vel?” spurði hann. “Já, mjög vel.” “Eg elda mat á amerísku skipi. Og ame- rískur háseti, hann kenna mér lesa enskar bæk- ur. Mig alt af lesa þegar eg bý til mat.” “Hvað lest þú Fú?” spurði unga stúlkan og lækkaði röddina ósjálfrátt. Hún vissi að nú var hún komin inn á nýja braut. “Míg lesa mannkynssögu, kvæði, biblíu, en mig heldur mest af sögum. Mig þykja mest gaman að sögunni um marglita lúðurþeytarann, sem spilar svo vel að allar rottur hlaupa eftir honum og drukna í fljóti. Á þann létta hátt, mig gjarna verða laus við rottur. Skipsrottur éta matinn fyrir mér.” Nú varð löng þögn og loksins bætti hann við: “Sú saga heitir “Róttu- veiðarinn frá Hamlin.” Hamlin! Unga stúlkan skildi strax sam- líkinguna milli hinna tveggja nafna. Hún var ekki í minsta vafa um að hún var nú komin á slóð Páls Hamiltons. Hann beið eftir svari hennar. Hún varð að gefa honum bendingu um að hún hefði skilið hann. “Þegar þú lest líka biblíuna, þá þykir þér kannske vænt um sumar sögur hennar,” sagði hún rólega. “Hefir þú lesið bréf Páls postula?” Fú hneigði sig. “Já, eg lesa þau,” svaraði hann og beið á ný. Og nú ákvað unga stúlkan að tefla á tvær hættur. Hún vissi að nú varð hún en ekki Fú að halda uppi samtalinu. Guli maðurinn gat svarað spurningum hennar, en hann mátti ekki spyrja sjálfur, því að það gat vakið grun Staritza. “Sagan um marglita lúðurþeytarann er mjög skemtileg,” sagði hann. “Mér þætti líka mjög gaman að henni. En hvar er Hamlin, Fú? Heldur þú að það hafi í raun og veru verið bær? Heldur þú — að hann — sé ennþá til?” “Já, það eg held. Mig vera þar á amerísku skipi. En sá bær mjög breyttur síðustu árin. Þú — aldrei — trúa — hann vera sá sami.” “Þú heimsóttir hann — horfðu vel á hann, þú aldrei trúa — hann vera sá sami,” endurtók hann. María fékk ákafan hjartslátt. Hún þorði ekki að svara strax af ótta fyrir því, að rödd hennar birti geðshæringu hennar. Hún reikaði um tjaldið og lést horfa á eldhúsáhöld Fús, en orð hans bergmáluðu í eyrum hennar. “Þú heimsækja hann — horfa vel á hann — gætir aldrei trúa — hann vera sá sami,” endur- tók hann. Hún gat ekki gripið þetta. Páll Hamilton var amerískur. Hörund hans var hvítt — með þeim áreiðanlegu einkennum, sem einkenna hvíta mannflokkinn. Þessi maður, sem hún horfði nú á var án alls efa, eins áreiðanlega gul- ur og hinn var hvítur. Alveg gulur! Gulur eins og sítróna! frá hvirfli til ilja! Ef þetta var Páll Hamilton, án þess að hún þekti hann, þá var þetta breyting, sem átti ekki sinn líka. Hamingjan vissi að pardusdýrið breytir ekki flekkjum sínum. Ef þetta var Hamilton, þá hafði hann skift um hörund. Hún varð að ná jafnvæginu og leika hlutverk- ið til enda. Tíminn var kannske naumur. Ef hin þýðingarmikla för Gillmores átti að hepn- ast, varð að láta þetta ganga fljótt. Hún leit á Starit^a. Hingað til hafði hann ekki hirt um samtal þeirra Fús. Hann skildi vel ensku, en þekking hans á enskum bókmentum var tak- mörkuð mjög og honum leiddist umræðuefnið. Honum leiddist þetta alt saman yfir höfuð og langaði til að komast til félaga sinna. Ef einhverjar skærur yrðu, mundu þær tæplega gerast í eldhúsinu. Staritza leit svo á að þær mundu miklú fremur gerast meðal amerísku há- setanna ,sem stóðu á bak við Gillmore. Það var ekki slæmur blóðdropi til í gamla Fú. Hann var lítilfjörlegur Kínverji, gamall skipsmat- reiðslumaður, sem þeir höfðu tekið um borð í Bladivostok, rétt þegar skipið var að fara. Ein- kennileg matreiðsíubók og ræma af kvikmynd hafði fundist í fórum hans, en hann hafði gefið fullnægjandi skýringar á hvorttveggja, og hinn stöðugi grunur, sem Kúbli hafði á honum var hreinasta heimska. Staritza var hlýtt til gamla mannsins. Hann kunni að baka svart súrbrauð eins og Moskóvítunum líkaði best.--------- Nei, Staritza var ekki mjög hræðilegur hugsaði María. Hún dró nú andann léttara á ný og albúin að halda þessum leik áfram. “Auðvitað getur maður eigi ætlast til að bær- inn sé eins í útliti og þegar margliti lúðurþeyt- arinn var þar,” sagði hún við Fú. “Eg býst við að hvítu húsin, sem sagt er að hafi verið þar, séu orðin gul af elli.” Hún stóð á öndinni af eftirvæntingu. Fú kinkaði ákaft kolli. “Alveg gul nú,” sagði hann hægt, “alveg eins og þau hefðu haft — hvað kallar maður það nú — “hepatic carciiíoma”.” “Hepátic carcinoma!” Nú hafði María ' leyst gátuna og hún var náföl í framan. María mintist reynslu sinnar frá skólaárum sínum í Alaska spítala einum. Sjúklingur einn hafði verið fluttur á spítalann viðþolslaus af kvölum; og vegna þess að hann var ennþá svo ungur og elskaði lífið, hafði enginn getað feng- ið sig til áð segja honum nafnið á sjúkdómi hans, en einn læknanna hafði nefnt hann þessu nafni. Með því hafði hann kveðið upp dauða- dóm sjúklingsins. Það var engin von að hann gæti komist yfir meinsemdina, sem var í lifur hans. Á þessari jörð voru engin meðöl til handa honum nema deyfandi lyf, sem hjúkrunarkona gat gefið honum til að lina þjáningarJrans. Og María mundi að á síðasta stigi þesssa sjúkdóms, sem er alt of almennur, varð hörund mannsins í heiðgult. María fór ekki að gráta. Lind tára hennar var þur. Hún horfði með opnum og þurrum augum á þennan ættjarðarvin, þennan Pál Ham- ilton, sem þótt dauðadæmdur væri leitaðist við að ljúka erindi sínu. Hún furðaði sig á því, að hún hefði ekki þegar strax séð hvernig í öllu lá. Ekki litarhátturinn eingöngu, heldur og hið tærða útlit mannsins lýstu ástandi hans, þegar hún vissi hvað það var. Hún vissi að þekking hennar hefði ekki verið vakandi. Hún hafði leitað eftir gulum manni og fundið hann. Undir hinni heiðgulu grímu hafði hún ekki séð það, sem nú var greinilegt — hvítan mann, sem ekki var einungis hvítur á hörund, heldur mjallhvít- ur hvað lífsstefnu og hugrekki snerti. Síðar meir heyrði hún hin einstöku atriði í æfisögu Páls Hamiltons. í dimmum fangelsis- klefanum í ríki rauðliðana hafði hann komist að raun um hvaða sjúkdómur að honum gekk. Hann vissi að dauðadómurinn, sem hann sjálfur hafði kveðið upp yfir sér var miklu harðari en dómur rússneska dómstólsins. Hér var engin björgun möguleg. En hann gat ekki dáið rólegur og í friði, og svæft kvalirnar með morfíni þangað til dauðinn gerði enda á þeim. Einkennilegt og djarfmannlegt ráð kom honum í hug. Hann þekti breytinguna á útlitinu, sem sjúkdómurinn hafði í för með sér. Hann ætlaði að láta út síðasta spilið sitt á þann hátt, sem væri honum samboðið. Hann ætlaði að nota sjúkdóm sinn til að flýja frá Rússlandi og láta síðasta kafla lífs síns lýsa stærsta afreki æfi sinnar. Nú rann upp hin viðburðaríka nótt. Fanga- vörðurinn dó, lagðurl gegn með skeið, sem hníf- ur hafði verið búinn til úr. Yfir alt hið rauða Rússland var hrópað, að hinn þýðingarmesti fangi stjórnarinnar væri flúinn úr fangelsinu. Hver höfn var undir gæslu, verðir settir á öll landamæri nótt og dag. Þúsundir stjórnarþjón- ar fengu loforð um stór laun ef þeir handsöm- uðu hann dauðan eða lifandi. Öll önnur áhuga- mál bolsévíkanna voru látin eiga sig á meðan á leitinni stóð eftir þessum mikla manni — til þess að ná honum áður en hann kæmist til Ame- ríku og ljóstaði upp hinu mikla leyndarmáli þeirra. En Hamilton gerði enga tilraun til að kom- ast burt úr Rússlandi. Hann þekti aðferðir. rauðliðanna til fullnustu. Hann leitaði trausts hjá keisara sinna einum, og beið þar þrjá hræði- lega mánuði, á meðan hann beið eftir að guli liturinn breiddist yfir allan líkama sxnn. Mundi þessi ljóta gríma hylja hann nógu snemma? Eða mundi dauðinn hremma hann áður? Hann skoðaði sjálfan sig í speglinum, og sú stund kom að hann varð gulur frá hvirfli til ilja alveg eins og Kínverji. Megurðin í andliti hans lét kinnbeinin standa út og gerði hann ennþá torkennilegri. Loks fékk hann rakara einn til að gera hár sitt torkennilegt. Er hann hafði fengið sér reyklituð gleraugu og sett upp, svo að gulu augun sáust ekki, hvarf hvert merki um að hann væri vesturlandamaður. Loks lagði hann leið sína yfir Síberíu — flækings Kínverji, sem reykti ópíum er venjuleg sjón í Austur- löndum. Flokkur rauðra sendisveina átti að sigla frá Bladivostok, undir forustu Kúblis höfuðsmanns úr flugliðinu. Þeir áttu að rannsaka fáeinar eyjar í aleutiska fjallgarðinum og voru á vissan hátt hluti af leyndarmálinu, sem þjóðhöfðingjar Asíu hvísluðu um sín á milli. En hvert leyndar- málið var vissi Kúbli ekki sjálfur. — Hann var bara undirtylla, sem ekki var trúað fyrir slíkum hlutum. En hann vissi að hann átti að gera mælingar á Akamak eyjunni og nokkrum fleiri eyjum. Hann átti að finna stað, þar sem loft- för gætu lent og farið af stað án þess að kúlur frá fjandmanna skipum gætu gert þeim mein. Morguninn sem “Bering”, skip Kúblis átti að sigla af stað, vantaði einn hásetanna. Mað- urinn, sem ráðinn var fyrir matreiðslumann kom ekki í vistina. Var það af góðum og gild- um ástæðum. Því að hann lá í hliðargötu einni í Bladivostok með kúlu í gegn um hjartað. Hvað var þá eðlilegra, en Kúbli réði í hans stað gaml- an mann frá Suður Kína — gulan eins og tungl hitabeltisins og áköf ópíumsæta, er reyndi að fá sér vinnu? Leynd þessa leiðangurs hjálpaði Hamilton til að leynast. Hið fífldjarfa ráð bans — að ná sínu eigin landi í för með njósnurum — var líka honum í vil. Engum manni gat dottið í hug að Páll Hamilton mundi nota stjórnarskip til að sleppa frá Rússlandi, þess vegna var þetta öruggasta og heppilegastá leiðin fyrir hann. Samt sem áður var þessi ferð eins og mar- tröð fyrir hann. Án hins ósigrandi viljakraftar og einlægu föðurlandsástar, hefði hann steypt sér fyrir borð áður en skipið fór framhjá Attu. Þarna var þrældómur og erfiði, sem hinn þjáði líkami hans gat tæpast þolað. Hinir illmann- lega innrættu félagar hans skömmuðu hann og spörkuðu í hann, kvalirnar, sem hann gat að- eins deyft að litlu leyti, og meðalið, sem var vegna kaldhæðni forlaganna einn hlutinn af dulargerfi hans, hjálpaði honum til að leynast. Og nú stóð María augliti til auglitis við manninn sjálfan. Hann brosti við henni hinu rólega brosi Austurlandabúans. Og ekkert nema verkefnið, sem fyrir henni lá varnaði henni frá að bresta í grát. Til þess að ná jafn- væginu fór hún að skoða hin og þessi ílát, þar sem maturinn var geymdur í. Heili hennar vann eins og frekast var unt. Þessi rannsókn hennar leiddi hana að ópíum pípu Hamiltons, er hann hafði lagt frá sér þegar hún kom inn. “Fú,” sagði hún, “eg er hrædd um að þú reykir meira en þú lest. Hún sagði þetta til að fylla inn hina óþægilegu þögn í samtalinu. Páll Hamilton svaraði henni og lék hlut- verk kínverska mannsins, sem hann gleymdi ekki eitt augnablik. “Eg reykja mikið,” sagði hann, eg reykja ópíum.” “Það er háskalegt,” svaraði hún í sökunar- rómi. Fú, horfði ofan í rjúkandi pottinn á hlóð- unum. Og nú hafði María gert ráð sín. Ef ham- ingjan var með þeim, var hægt að koma þeim í framkvæmd og síðasta þrekvirki Páls Hamil- tons mundi hepnast. “Eg sé að þig skortir margt,” sagði hún blátt áfram, er hún rannsakaði matarforðann, “þú hefir ekkert grænmeti, bara saltað kjöt. Það er skammarlegt þegar maður hugsar til þess að um borð í “Chelsea” höfum við meira en við þurf- um. Hún sneri sér snögglega að Staritza, sem stóð óþolinmóður við dyrnar. “Spyrjið skipstjórann yðar hvort þér og Fú og hann sjálfur ef hann vill, vilji ekki róa út í skipið og fá þar þann mat, sem ykkur vantar. Eg býst við að ykkur verði að minsta kosti boðið um borð áður en við förum héðan.” Nú vildi svo til að Staritza var hinn-mesti sælkeri. Á þessu augnabliki gat hann ekki hugsað sér neitt kostuglegra en breytingu á hinu tilbreytingarlausa fæði þeirra. Brosandi sneri hann sér frá þeim, gekk fáein spor frá þeim og hrópaði eitthvað til skipstjórans. Fáein augnablik voru þau ein í tjaldinu. Þau urðu að nota þann tíma eins vel og auðið var, en þau þurftu að segja hvort öðru svo margt, að þau fundu ekki orð til að byrja samtalið. Það var Hamilton sem rauf þögnina. “Ráð yðar getur kannske orðið framkvæm- anlegt,” hyíslaði hann að ungu stúlkunni. Kín- verja hlutverkið var horfið og María sá bara hvítan mann. Augu hans leiftruðu í djúpum augnaholunum. Þetta var áhrifamesta augna- blikið, sem hún hafði lifað á æfi sinni. “Ef við getum komið yður um borð í skipið eruð þér frelsaður,” sagði hún.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.