Heimskringla - 18.09.1940, Blaðsíða 1
The Modern Housewlfe Knows
Quallty That Is Why She Selects
“CANADA
BREAD’’
"The Quallty Goes in
Before the Name Goes On”
Wedding Cakes Made to Order
PHONE 39 017
ALWAYS ASK FOR—
“Butter-Nut
Bread’’
The Finest Loaf In Canada
Rich as Butter—Sweet as a Nut
Made only by
CANADA BREAD CO. LTD.
LIV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 18. SEPT. 1940
NÚMER51.
HELZTU FRÉTTIR
Árásirnar á Buckingham
Á Buckingham höllina hafa
nazistar nú beint árásum sínum
undanfarna daga. Byrjuðu þeir
með því, 8. sept., að þeir köstuðu
sprengju, er allnærri höllinni féll
niður en sprakk ekki og lá þar
til 11. sept. Við sprenginguna
varð 35 feta víð gröf að þvermáli
og 12 feta djúp ofan í balann.
Flugu grjót og moldarhnausar
yfir nokkurn hluta hallarinnar
og inn í hallargarðinn (The
Courtyard). Gluggar brotnuðu
margir og horn á byggingunni
þar sem lesstofa konungsins var
fyrir, skaddaðist eitthvað. Sund-
höllin, aðal skemtistaður barn-
anna, varð og fyrir skemdum.
Konungsf jölskyldan og alt vinnu
fólk yfirgaf höllina, meðan
sprengjan lá þarna, svo við
sprenginguna varð ekkert mann-
tjón.
Síðan þetta skeði hafa þrjár á-
rásir verið gerðar á konungshöll-
ina. Hafa skemdir orðið nokkr-
ar á henni hið ytra, en þó minni
en ætla mætti. Voru konungs-
hjónin í höllinni er önnur árásin
var gerð, en þau sakaði ekki.
Umhverfis höllina er því að
líta margt á rúi og strúi, þessa
stundina, sem er óvanalegt, um
þann fagra stað.
Buckingham höllin hefír verið
konungssetur í 100 ár, en hún er
þó miklu eldri en það. Hún var
reist 1703, á stað þeim sem hét
Mulberry Gardens, af John Shef-
field, hertoga af Buckingham-
shire. Árið 1762 keypti George
III hana, en konungssetur varð
hún ekki fyr en Victoría drotn-
ing tók við völdum 1837. Á tíð
hennar var höllin stækkuð og
prýdd og hún lét gera hinn mikla
garð (Courtyard), sem nú er
innan hallar veggjanna.
Umhverfis höllina eru margar
ekrur af landi eða mikið af hinu
forna St. James Park; er höllin
því ekki vandfundin.
“Jlf!
Nýtt sprengjuflugskip
Nýtt flugskip til sprengju
hernaðar var reynt nýlega í
Bandaríkjunum. North Ameri-
can Aviation félagið lét smíða
það. Það er knúð 2 vélum og
hraði þess er 400 mílur á klukku-
ötund. Er það því 100 mílum
hraðara en nokkurt sprengjuskip
sem nú er notað í Evrópu. Þetta
nýja skip er af þeirri gerð sem
kölluð er B—25. Af sprengju-
flugskipum er ekki efi á að önn-
ur betri getur ekki.
Nazi stjórn í Danmörku
í Danmörku kvað róið að því
með lævísi, sem nazistum er svo
eiginleg, að koma Kristjáni kon-
ungi frá völdum. Konungur hef-
ir forðast eins og hægt hefir
verið árekstur við nazista. En
í Berlín ríkir ótti við Kristján,
er stafar af hinum takmarkalausu
vinsældum hans hjá danskri al-
þýðu. Telja nazistar því þýzka
leppstjórn ákjósanlegri. Með
undirferli og brögðum hafa þeir
verið að rægja konunginn og
hafa jafnframt því fundið merk-
ustu menn Dana að máli og lofað
þeim fé, stöðum og fullri vernd,
fyrir samvinnu við sig um að
reka hann frá ríki.
Stuðningsvon Breta
Blöð í Bandaríkjunum leggja
þann skilning í sölu herskipanna
(destroyers) til Englands, að
henni muni fylgja frekari stuðn-
ingur í þessu stríði af hálfu
Bandaríkjanna. Nú þegar segja
Iþau að á orði sé að senda eitt-
hvað af herflugskipum austur
yfir haf. Flugför þau eru ekki
neinir “útjaskaðir dallar”, eins
og sagt var um herskipin, heldur
ný, sum að minsta kosti. Er tal-
ið æskilegt að reyna þau á þann
hátt. Ennfremur er rætt um að
veita ungum canadiskum mönn-
um kost á að nema flug við
bandaríska flugskóla. Hvorugt
þessara atriða er enn nema hug-
mynd, segja blöðin, en þess mun
ekki verða langt að bíða, að
bæði þau og margt annað, sem
að stuðningi Breta lítur í stríð-
inu, verði að framkvæmd.
Nöldur í Rússum
Kynning Rússa af Finnum og
Pólverjum í stríðinu, hefir haft
aðrar afleiðingar en vænst var
eftir. Að fulltrúum rússnesku
stjórnarinnar undanteknum,
höfðu Rússar eða rússnesk al-
þýða ekkert saman við erlendar
þjóðir að sælda um 20 ára skeíð.
Mönnum var bannað að flytja úr
landi. Allan þann tíma var al-
menningur á því fræddur, að ves-
öld og hungur, svo að við hallæri
lægi, ríkti um allan heim. Ný-
lega hafa nú tugir þúsunda her-
manna verfð að koma heim úr
Póllandi, Finnlandi og Eystra-
saltslöndum. Hafa þeir sagt frá
því, sem þeim þótti veruleg ný-
ung, en það var, að hinir “kúg-
uðu Pólverjar” og “öreiga lýður
Eystrasaltslandanna” átti hreint
ekki við ilt líf að búa, og að hin-
ir “vesælu Finnar” voru svo góð-
um efnum búnir, að þá rak í roga
stanz að sjá það. Frétt þessi
breiddist óðum út um alt Rúss-
land. Hefir hún kveikt mikið
nöldur þar. Bandarísk kona, sem
um mörg ár hefir búið í Rúss-
landi en er nýkomin vestur, segir
sögu þessa. Þegar hún var spurð
um hvernig hún hefði að þessu
komist, sagði hún: “Eg heyrði
fólk er það beið í röð úti fyrir
kjötsöluhúsunum, kvarta óspart
við yfirmennina og segja þeim,
að fólk í öðrum löndum þyrfti
ekki að standa þannig og bíða
heila og hálfa daga eftir að fá
munnfylli keypta. Yfirmennirn-
ir, eða lögreglan svaraði að þeim
væri bið þessi ekki að kenna. Og
um afkomu annara þjóða út um
heim, hefir alveg eins verið logið
að okkur sem ykkur sögðu þeir.
w|u*i ■
Frumvarp um herskyldu
samþyki í Washington
Herskylda hefir verið samþykt
í Bandaríkjunum. Þingið lagði
sína síðustu hönd á frumvarp um
þetta s. 1. laugardag og sendi lög-
in til Hvíta hússins. Hér er um
að ræða lög, er krefjast, að allir
menn á aldrinum 21 til 35 ára,
stundi æfingar eða nám í hern-
um, ákveðinn tíma á ári. Mun
bráðlega fara fram skráning
manna á þessum aldri. Tala
þeirra er hún nær til er áætluð
16,500,000.
Bandaríkin eru ekki í stríði
ennþá við nokkra þjóð, svo þetta
hernaðarnám, sem farið er fram
á, er ekki í því fólgið, að kallá
menn í stríð, heldur að skylda
menn til að kunna eitthvað til
hermensku, að minsta kosti enn
sem komið er.
Empress of Asia
verður fyrir sprengju
Skip C. P. R. félagsins, Em-
press of Asia, varð fyrir
ÚR BRÉFI FRÁ THOR
THORS
(Eins og áður hefir verið skýrt
frá í þessu blaði, hefir Thor
Thors alþm. verið skipaður aðal-
ræðismaður af hálfu íslands í
Bandaríkjunum. Óska Vestur-
fslendingar honum alls góðs í
stöðunni. Með örstuttri dvöl á
meðal þeirra fyrir einu ári, ávann
hr. Thors sér óskifta virðingu
og vináttu þeirra. Og undir orð
hans í eftirfarandi bréfi: “Það
má telja að eg sé kominn í hóp
Vestur-fslendinga”, taka þeir
með því að segja: Velkominn!
Bréfið er að vísu prívat-bréf til
ritstj. Hkr., en í því er svo margt
er til Vestur-íslendinga yfirleitt
nær, að vér leyfum oss að birta
það hér að nokkru.—Ritstj.Hkr.)
Fuller building,
Madison Ave. at 57th St.
New York City
Hr. ritstj. Stefán Einarsson:
Þakka ánægjulega viðkynn-
ingu síðastliðið sumar. Eg mun
aldrei gleyma hinum indælu
stundum meðal Vestur-íslend-
inga.
Það má telja að eg sé kominn í
hóp Vestur-íslendinga. Frá 1.
september síðastliðnum hefi eg
verið skipaður aðalræðismaður
fslendinga í Bandaríkjunum og
verð búsettur hér í New York.
Þetta er vandasamt verk og mörg
mikilvæg verkefni geta komið
hér upp nú á þessum tímum, en
eg fagna því að mega eiga sam-
starf og njóta liðsinnis minna á-
gætu landa hér í Vesturheimi.
Eg tel það eitt af mínum höfuð
viðfangsefnum að vinna í þágu
þjóðræknismálanna hér vestra og
leitast við að treysta böndin milli
fslendinga beggja megin hafsins.
Það er hryllilegt að hugsa til
þess að hin canadiska þjóð skuli
nú eiga í geigvænlegum ófriði.
Vonandi lýkur honum með full-
um sigri frelsis og mannréttinda.
Með bestu kveðjum til allra
íslendinga.
Þinn einlægur,
Thor Thors
sprengju, s. 1. laugardag. Skipið
var í grend við Oshima Island
og sprengjunni kastaði japanskt
flugskip. Það varð fjórum Kín-
verjum að bana; skemdir á skip-
inu urðu ekki miklar.
Japanir kváðu þetta stafa af
yfirsjón. Þeir voru að reyna
nýjar sprengjur, er þannig fór.
Stjórnin sendi fulltrúa um hæl
út í skipið og bað fyrirgefning-
ar; hún sendi einnig lækna.
Skipið er 16,909 smálestir að
stærð. Það var notað í síðasta
stríði til flutninga herliðs á Mið-
jarðarhafinu. Og 1919 flutti það
canadiska hermenn frá Evrópu.
Kallaðir til heræfinga
Stjórnin í Ottawa hefir gefið
út tilkynningu þess efnis, að
allir á aldrinum frá 21 til 24 ára
(að báðum árum meðtöldum)
verði hvað af hverju kallaðir til
þess, að taka upp heræfingar inn-
an Canada. Æfingarnar standa
yfir í 30 daga fyrir hvern mann á
ári. Þegar menn fá bréf frá
stjórninni þessa efnis, er vonast
eftir að hver og einn láti læknir
skoða sig. Eigi maðurinn ann-
ríkt við eitthvert starf sem ger-
ast verður, eins og t. d. þresking
eða aðra bændavinnu, er honum
veitt undanþága um tíma. En
áformið er, að allir á þessum
aldri, verði við heræfingar, í 30
daga, einhvern tíma innan 12
mánaða.
Ný stefna orsökin
Orsökin til þess hve páfinn er
nú þögull um stríðs og utanrík-
ismál, er ekki neinni þvingun
ítölsku stjórnarinnar að kenna,
heldur er orsökin sú, að hann
hefir tekið upp nýja stefnu. All-
ar vonir páfans um skjótan frið,
hafa nú brugðist. Til þess að
geta orðið sem mest stoð og
styrkur kaþólskum mönnum í
Þýzkalandi og hinúm sigruðu
löndum, skoðar páfinn nauðsyn-
legt, að samkomulagið við Hitler
skáni. Þessvegna hefir hann
hætt öllum árásum á nazista fyr-
ir framkomu þeirra í trúmálum
eða ofsóknir á kaþólska, og hefir
jafnvel varað ármenn sína við, að
sýna hvorki Bretum né Banda-
ríkjiamönnum ofmikla vináttu.
Páfaveldið sér ekki aðra leið sér
færa eins lengi og Þýzkaland
hefir alt í sinni hendi.
Nazistar í Suður-Ameríku
Á móti samtökum nazista er
unnið af krafti í Argentínu, Bra-
zilíu og Chile. Samt eru fróðir
menn í Washington um þessi
mál syðra, hræddir um að illa
gangi að uppræat eða útrýma
moldvörpum Hitlers þar. Halda
þeir fram, að ef Þýzkaland sigr-
aði Bretland, myndi lið nazista
innan mánaðar verða farið á stúf-
ana í þessum þremur ríkjum.
Þjóðverjar hafa hugsað gaum-
gæfilega hvernig að öllu skuli
fara, verði Hitler ofan á í Ev-
rópu. Lið þeirra í Suður-Ame-
ríku, verður bíött kallað saman í
einn hóp í einhverju þessara
landa og með því verður Banda-
ríkjunum ögrað til þess að að-
hyllast hagfræðis-uppástungur
þær er dr. Schacht hefir samið
og sem gilda fyrir allan heim.
Þetta byrjar ekki með stríði. —
Þjóðverjar bíða þess tíma að
þeir eru búnir að fá nægan stuðn-
ing frá föðurlandssvikurum,
fimtu herdeildinni, sem kölluð
hefir verið, bæði í Suður-Ame-
ríku og Bandaríkjunum til þess
að koma þessu í framkvæmd. í
Bandaríkjunum eru sumir þess-
arar fimtu herdeildar manna í
tölu auðugustu borgaranna og
þeirra, er nú ala mest á málum
um að halda sig við Monroe-
kenninguna, eða fara ekki í
stríðið með Bretum. Að Hitler
geti því þrengt kenningu sinni
upp á Bandaríkin, er ekkert fyrir
að taka, hversu fjarstætt og vit-
laust, sem það kann í fyrstu að
sýnast. Það hefir tekist annar
staðar!
Úr bréfi frá Mrs. H. E.
Lindberg í New York
Steingrímur kennari Arason og
frú frá Reykjavík komu nýlega
með Dettifoss til New York. —
Gera þau ráð fyrir að dvelja hér
í vetur. Með sama skipinu kom
ungfrú Þórunn Jensen vestur.
Hún er dóttir Guðmundar Jen-
sen leikhússtjóra við Nýja Bíó í
Reykjavík. Stundar hún nám í
New York í vetup.
Vilhjálmur Þór og frú lögðu
af stað heim til fslands fyrra
laugardag (7. sept). Kvaddi
hann með mjög veglegu sam-
sæti á Savoy Plaza gistihúsinu
og þakkaði öllu starfsfólki ís-
lenzku sýningarinnar fyrir sam-
vinnuna. Var um 60 manns við-
statt, flest íslendingar úr New
York, en einnig nokkrir aðrir t.
d. Árni Helgason frá Chicago og
Thor Thor;s og frú hans, er ný-
komin voru vestur og sem V. Þór
bauð velkomin. Voru margar og
góðar ræður haldnar og skemtun
hin bezta.
Skóli fullur af börnum
verður fyrir sprengju
í austurhluta Lundúnar hitti
þýzk sprengja skóla s. 1. mið-
vikudag og lagði hann í rústir. í
skólanum voru um 500 manns,
börn og fullorðnir, er flestir fór-
ust.
Frú Sigríður Unset
í Bandaríkjunum
Hver einasti Þjóðverji, hvar í
heiminum sem hann er, er spæj-
ari fyrir Þýzkaland og óvinur
jafnvel þeirra þjóða sem hann og
forfeður hans hafa búið á meðal
svo mannsöldrum skiftir. Þannig
farast Sigríði Unset orð, sem nú
er stödd í Bandaríkjunum á fyr-
irlestraferð. Svo árum skiftir,
höfðu Þjóðverjar ferðast um
Noreg. Þeir létu sem þeir væru
að taka sér hvíld. En sannleik-
urinn var sá, að þeir voru að
mæla landið og gera af því landa-
bréf, unz þeir vissu orðið meira
um það, en Norðmenn sjálfir.
íbúarnir voru gæðin og gestrisn-
in ein í þeirra garð og grunlausir
um tilgang þeirra. Þeir opnuSu
þessum náætum allar dyr og
komu fram við þá sem heiðurs-
gesti sína, en reyndu síðar að
þeir voru rán- og óargadýr. —
“Framkoma þeirra var ægileg”,
segir frú Unset um innrásina;
“þeir brendu, umturnuðu og
lögðu í eyði blómlega staði og
bygðarhluta, þá sem þeir höfðu
áður skemt sér á sem gestir vor-
ir.” Þessa sömu sögu hefir nú
Holland að segja, sem tók börnin
af Þjóðverjum til uppeldis, er
fóstrið launuðu með því, að
steypa sprengju-eldi yfir hin
fyrri gestrisnu heimili. Andlega
eru nazistar þannig gerðir, að
þeim verður ekki treyst. Kenn-
ingin um yfirburði þeirra, hefir
svo lengi verið hömruð inn í
meðvitund þeirra, að þeir hafa
mist sjónar á öllu öðru en því,
að fullnægja valdafrekju sinni
og drotnungargirni. Hvaða að-
ferðum sem beita þarf til þess, er
ekki horft í. Það gerir þeim
ekkert til, þó þeir með því rjúfi
öll heit og samninga eða launi
velgerðir með fullkomnum f jand-
skap. Þannig lítur frú Unset á
Þjóðverjann. Og hún er kona,
sem veit hvað hún talar um.
Frú Sigríður Unset kom 26.
ág. til San Francisco með skip-
inu President Cleveland frá Jap-
an. Hún varð að flýja Noreg,
eftir að árásin var hafin. Misti
hún elzta son sinn í því stríði.
Til Japans komst hún með því
að ferðast austur yfir þvert
Rússland, með Trans-Siberian
Railway. “í Noregi var ekkert
framar fyrir mig að gera,” sagði
hún. “Hugsanafrelsi mitt var
tekið af mér. Eg hljóp því burtu
í þeirri von, að það gæti ein-
hversstaðar komið að gagni.”
Frú Unset hlaut Nobels-verð-
launin 1928. f för með henni er
sonur hennar, Hans.
Hambro í Winnipeg
Hinn ókrýndi konungur Norð-
manna, Hon. Carl J. Hambro,
forseti Stór-þingsins og þing-
forseti Þjóðabandalagsins, er
staddur í Winnipeg. Flutti hann
erindi í Grace-kirkjunni í gær-
kvöldi, sagði frá árásinni og
stríðinu í Noregi. Dróg hann
upp hina skírustu mynd af því
æfintýri. Norska þjóðin var við
öllu óviðbúin, treysti því, að við-
skiftasamningur sá, er Noregur
gerði þrem mánuðum áður en
innrásin hófst, við Þjóðverja óg
Breta og undirskrifaður var í
Noregi af báðum þessum þjóð-
um. væri í gildi og fullkomin
Minnisvarði K. N.
afhjúpaður
Minnisvarði skáldsins Kristj-
áns N. Júlíus, var afhjúpaður s. 1.
sunnudag. Við athöfnina, er fram
fór úti við Eyford kirkjuna, þar
sem minnisvarðinn stendur, var
fjölment. Athöfninni stjórnaði
dr. Richard Beck og flutti hann
skörulega ræðu við þetta tæki-
færi. Aðrir sem töluðu voru séra
Haraldur Sigmar, séra Steingr.
Þorláksson, Guðm. dómari
Grímsson, Mrs. Flora Benson,
bróðurdóttir skáldsins, er jafn-
framt afhjúpaði varðann, Ólafur
Pétursson, Mr. Johnson, lögfræð-
ingur. Ræðu, sem dr. Sig. Júl.
Jóhannesson hafði samið, en gat
ekki verið syðra til að flytja, las
Thorlákur Thorfinnsson. Þá
flutti E. P. Jónsson ritstjóri Lög-
bergs, kvæði. Á milli ræðanna
söng Karlakór Norður Dakota,
undir stjórn Mr. T. Björnssons.
Eitt af því sem sungið var, var
kvæði eftir skáldið, er Tryggvi
Björnsson hafði ort lag við.
Vegna örðugleika á að komast
suður, voru aðeins fáir frá Win-
nipeg við athöfnina. Ferðaleyf-
ið þarf að fá frá Ottawa, en f jöldi
manna hafði ekki athugað það
fyr en um seinan. Þessi eru nöfn
þeirra .er frá Winnipeg voru:
Mrs. B. S. Benson, Ólafur Pét-
ursson, Mr. og Mrs. Friðrik
Kristjánsson, Mr. og Mrs. E. P.
Jónsson.
Veður var hið ákjósanlegasta,
sólskin, hlýja og birta og var sem
það minti á ylinn og bjartsýnið í
ljóðum hins framliðna skálds.
Varðinn þótti þeim er hann
sáu, hið veglegasta minnismerki
og munu blöðin síðar birta mynd
af honum.
trygging fyrir friði. En með
þann samning fór sem Munchen
samninginn og aðra samninga
Hitlers. Það sem gerði Norð-
mönnum alla vörn ókleifa var að
Þjóðverjar komu að þeim fyrir-
varalaust, komu að nóttu með
flug og herlið til Oslo, svo mikið
að þeir höfðu alt í sinni hendi.
Her höfðu Norðmenn sama sem
engan og að kalla menn saman
til landvarnar, var óframkvæm-
anlegt, þegar útvarp, símar, póst-
ur og allir flutningar voru komn-
ir í hendur Þjóðverja. En þetta
tóku þeir alt í sínar hendur
fyrsta morguninn, sem þeir komu
til landsins.
Norðmenn kvað hann hafa
staðið einhuga saman og varist
langt fram yfir allar vonir. —
Stríðið var vonlaus barátta frá
byrjun. Að einstaklingar hefði
setið á svikráðum við norsku
þjóðina, kvað hann sögu Þjóð-
verja; það átti aðeins að sýna, að
þjóðin væri óánægð með stjórn-
skipulag sitt og stykki fegin 1
faðm Hitlers.
Milli 60 og 70 þúsund kvað
hann hafa farist af Þjóðverjum
í norska stríðinu. Iið þeirra í
Noregi kvað hann nú um 300,000.
Að vörn var ekki komið við í
öðrum bæjum en Oslo, stafaði
af því sama, að Þjóðverjar höfðu
þar alt í sinni hendi áður en
þjóðin vissi af því.
Þegar norska stjórnin flúði til
Hamar, og bað um alt það lið sem
þar væri, sagði yfirmaður héraðs-
ins við Hambro, að hann væri
daga viltur, þetta væri 9. apríl,
en ekki sá fyrsti. Svona litla
hugmynd hafði þjóðin um það
sem var að gerast.
Að nokkrir Bretar komust á
land í Noregi til hjálpar, kvað
Frh. á 5. bls.