Heimskringla - 06.11.1940, Side 1

Heimskringla - 06.11.1940, Side 1
The Moilern Honsewífe Knows QnaUty That ls Why She Select* “CANADA BREAD” The Quality Goes in Before the Name Goes On” Weddlng Cakes Made to Order PHONE 39 017 ALW’AYS ASK FOB— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD, LV. ÁRGANGUR_________________WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN,, 6. NÚV. 1940_______ NÚMER 6. FRANKLIN D. R00SEVELT FORSETI BANDARÍKJANNA I ÞRIÐJA SINNI FRANKLIN DELANO ROOSEVELT forseti WENDELL L. WILLKIE f forsetaefni Republikana Þó fullkoiriin kosninga-úrslit hafi ekki verið birt þegar blað- fer í pressuna, er svo mikið víst, að Franklin D. Roosevelt verður næsti forseti Bandaríkj- anna — í þriðja sinni — sem er nýtt í sögu landsins. Roosevelt er á undan í 37 ríkjum er 433 electoral atkvæði hafa (af rúmum 600 alls), en Wendell L. Willkie, forsetaefni rePublika, er á undan í 11 ríkj- úm með 98 electoral atkvæð- úm. Mr. Willkie virðist hafa borið minna úr býtum en ætla hefði mátt, eftir hina hörðu og bitru sókn hans og fylgis- ^úanna hans, peningamanna og iðjuhölda og flestra dagblaða iandsins. Frá því sjónarmiði °g niður í kjölinn skoðað, er hinn mikli sigur Roosevelts eftirtektaverður á borð við ýmsa stórviðburði sögunnar. Um útkomuna í hverju ríki er ekki neitt hægt að segja úákvæmlega. Roosevelt vinn- Ur í sínu “heimaríki”, New ^ork. En á atkvæðum var bar samt sem áður ekki mikill úiúnur. lítlitið er nú það, að demó- hratar muni hafa jafnvel fleiri 1 fulltrúadeildinni en fyrir hosningarnar. í ríkjum sem um úrslitin er ekki að villast eru 9 demokrata senatorar kosnir, en 4 repúbli- kanar. Rikisstjórar hafa verið kosn- lr: ^ af demókrötum, en 3 af reÞublikunum. John L. Lewis, foringi iðn- Verkamanna samtaka (C.I.O.), úet því fyrir kosningarnar að ^egja foringjastöðu sinni ausri, ef Rossevelt yrði kos- |ún. Samtök hans ná til eitt- hvað fjögur miljón manna. — Hann ber nú eftir kosningarn- úr ekki eins brattan halan og . Sar hann hét ^Willkie fylgi Slnu og vonandi sálnanna, sem ann hélt hann ætti ráð á. — úann er þögull um stöðu sína. Eftir fregn að dæma frá Lon- °n í morgun, virðist þar litið a kosninga-úrslit Bandaríkj- anna sem kjaftshögg á Hitler og Mussolini. Þetta getur ver- ið að þeim hafi orðið kosning- arnar vonbrigði. En að því er kjósendum yfirleitt í Banda- ríkjunum viðkemur, ætlum vér utanríkismálin ekki hafa komið mikið til greina. Það eru einstakir menn, sem slíkt gæti náð til, en af þeim er fásinna að dæma fjöldann. Persónu- lega var ekki að villast um skoðun Willkies í því efni. Nei — úrslitin eru í öðru fólgin. Viðreisnarstarf Roose- velts hefir ekki reynst allra meina bót. En það er það skársta, sem í umbótaáttina hefir orðið vart í Bandaríkjun- um um lengri tíma. Atkvæð- isbærum almenningi geðjast betur að því en nokkru, sem hann telur sér kost á í stjórn- málunum. Samsteypustjórn komin á laggirnar í Manitoba Flokksstjórnarskipulagið var jarðsungið í Manitoba í gær. í stað þess hefir verið mynd- uð samsteypust jórn, stjörn, skipuð öllum aðal-stjórnmála- flokkunum á fylkisþinginu. Ekki hafa fylkisbúar eða kjósendur neitt verið um þessa breytingu spurðir. Bracken- stjórnin og þingmenn annara flokka, hafa soðið þetta með sér. Þörfin á þessu, er talin stríð- ið og nauðsyn á allri samvinnu vegna þess. Það er nú það sem það er. Nýju ráðgjafarnir tóku em- bættiseið sinn í gær á skrif- stofu fylkisstjórans, His Honor R. F. McWilliams, K.C., í stjorn- arhöllinni. Alls eru nýju ráðgjafarnir 5. Stjórna þrír af þeim deild, en tveir eru án skrifstofu. Hon. Errick L. Willis verður verkamálaráðgjafi. Hann var foringi íhaldsmanna. Hon. Jas. McLenaghen lög- fræðingur verður heilbrigðis- málaráðgjafi. Hann var þing- maður fyrir Kildonan-St. An- drews kjördæmi og fylgdi í- haldsflokkinum. Hon. J. S. Farmer verður verklýðsráðgjafi (labor).Hann var foringi verkamanna eða C. C. F. flokksins á þingi. Hon. A. R. Welsh, verður ráð- herra án skrifstofu. Hann er þingm. frá Turtle Mountain, Brackenstjórnarsinni og hefir verið framsögumaður eða “keyri” (whip) fylkisstjórnar- innar um mörg ár á þingi. Hon. N. L. Turnbull verður einnig ráðgjafi án skrifstofu. Hann er einn af fimm úr þjóð- eyrisflokknum (Social Credit) og þingm. fyrir Hamiota. Eins og sjá má af þessu hafa nokkrir ráðgjafar Bracken- stjórnar rýmt sess fyrir nýlið- unum. Einn þeirra er Hon. W. R. Clubb, er verið hefir verka- málaráðherra síðan 1922. Hann hefir verið skipaður formaður vínsöluráðs Manitoba; við starfi því tekur hann um nýár. Stjórnardeild sú er Mr. Far- mer veitir forstöðu, er ný. — Verklýðsmálin heyrðu áður til deild Mr. ClubbTs. Nú eru þau deild útaf fyrir sig. Hon. I. B. Griffiths, er var heilbrigðismálaráðgjafi, hefir vikið fyrir Mr. McLenaghen, en hér eftir verður hann for- maður bændalánsnefndar. Hvernig þetta nýja fyrir- komulag reynist, er nú eftir að vita. Það er ýmislega spáð fyrir því. Það er ekki annað látið uppi, en að kosningar verði á næsta ári. Til hvers þær eru ef öll flokkaskifting er úr sögunni og eftir hverju þá verð- ur kosið, er ekki gott að segja um. — Samsteypuflokkurinn verður auðvitað við Bracken kendur. Og þá verður gaman að heyra Mr. Willis og Mr. Farmer, verja Bracken-flokk- inn, ef allir skyldu ekki verða jábræður hans og aðrir sækja á móti honum* Svo getur auð- veldlega farið, þegar á frelsi kjósenda er gengið, og svo mun en fara. ^Komi þetta ekki í ljós með vorinu, eru samsteypu- menn í meira lagi lánsamir. Stríð ítala og Grikkja Það er nú meira en vika síð- an Italir héldu suður fyrir landamæri Albaníu með herlið sitt og réðust á Grikki. f fyrstu skorpunni sóttu þeir nokkuð á, en óvíst er þó að það hafi af öðru verið en því, að Grikkir kusu sér betri stað til varnar. Þegar til átektanna kom, virt- ust ítalir orka litlu og Grikkir hrekja þá til baka, og reka ílóttan rösklega því í gær var sagt í fréttunum, að þeir væru seztir um borg fyrir norðan landamæri Albaníu, sem Kor- itza heitir, en þar hafa ítalir herstöðvar með um 30,000 her- mönnum. Á þessari borg dynja þessa stundina skotin, hvort sern Grikkjum tekst eða ekki, að taka hana og þetta lið alt. ftalir eru betur búnir að flugvélum og eflaust skrið- drekum. En vagnliðinu er ílt að koma við í fjalllendinu í norðvestur Grikklandi. Á öðr- um stað er talið að Grikkir hafi tekið 4,000 ítali fanga. En sigrar sem þetta gera Musso- lini að líkindum lítið til, því hann hefir miklu liði á að skipa og kvað vera að hrúga því til vígstöðvanna, til þess að stöðva hrakfarir hers síns. ítalir hafa gert fulgárásir á margar borgir í Grikklandi, en einkum Salonika, austur við haf. Bana hafa 3 menn af því hlotið til þessa. Bardaginn sýnist ekki enn nema lítillega byrjaður. Hefir Grikkjum kom- ið vel það seinlæti ítala; þeir hafa haft þeim mun meiri tíma til að búa sig út í bardagann. Churchill um stríðið í ræðu sem Churchill, for- sætisráðherra Breta hélt í þinginu í gær, gat hann meðal annars þessa: Að floti Breta væri kominn til Kríteyjar og þaðan væri hægra um vik, að senda Suður- ítölum fáeinar sprengjur. — Sagði hann gert ráð fyrir að auka slíkar árásir. Að öðru leyti væri það vernd Grikk- lands eða aðstoð, sem flotastöð þarna gerði auðveldari. En frá því kvaðst hann ekki mega segja frekar. Kafbáta Þjóðverja kvað hann nú verið að eltast við á Atlanzhafinu. Þeir hefðu ný- lega gert meiri óskunda en fyr. En það sem erfitt gerði með að uppræta þá í hasti, væri það að Bretar hefðu ekki leyfi til flotastöðva á Suður-írlandi. — Að virða sjálfstæði Ira væri Bretum dýrt spaug. Útlitið í stríðinu sagði hann bæði heima fyrir og á Miðjarð- arhafinu eða á Egyptalandi mikið hafa breyzt til batnaðar frá því sem það var fyrir fjór- um eða fimm mánuðum. í Norður-Afríku kvað hann Itali hafa tapað tuttugu sinn- um fleiri mönnum en Breta, í stríðinu þar. Að árásirnar á England færu minkandi, sagði Churchill byrj- unarvott þess, að Hitler væri að tapa stríðinu. í þessum flugárásum hefði hann nú um skeið tapað 10 flugförum á móti hverju einu brezku. Bretum kvað hann óðum bætast herlið frá Suður-Afriku, Ástralíu, Indlandi og Canada. Stríðsreksturinn væri að kom- ast á þann grundvöll, að stríð- ið ætti að geta haldið áfram uppihaldslaust til 1944. Metaxas-virkin Eitt af því sem Grikkir gera sér von um að þeim verði styrk- ur að í stríðinu gegn ítölum, eru Metaxas-varnarvirkin á norður landamærum Grikk- lands öllum. Varnarvirki þessi eru kend við John Metaxas, forsætisráðherra Grikkja, er lét gera þau. Fyrst voru þau gerð á landamærum Búlgaríu og Júgóslavíu á 100 mílna löngu svæði eins og fuglinn flýgur, en þegar ítalir fóru að eiga í seli í Albaníu, var við varnarvirkin bætt á þeim landamærum einnig. — Hvar virki þessi eru, vita menn ekki. Sumstaðar eru fjöllin notuð þannig, að vegur um þau er að- eins á einum stað. Er með því hægt að verjast stóru liði með fáum mönnum, eins og Leonid- as forðum. Viðbótin ein við virkin er sagt að kostað hafi $6,000,000. Af þessu mun ekki veita. All- ur herafli Grikkja mun ekki vera yfir 600,000 menn. Flug- för skortir þá illa; tala þeirra er þeir hafa, er um 150. Og sjó- flotinn er sagður lélegur. En þar sem Bretar munu bæta úr því hvorutveggja, er ómögu- legt að segja hvað fyrir kann að koma. Sambandsþingið opnað Samgandsþingið var sett í gær eins og til stóð í Ottawa. Hásætisræðuna las Sir Lyman P. Duff, aðstoðar-landstjóri. — Efni ræðunnar laut mjög að stríðsmálunum og á þinginu, sem nú kæmi saman, væri aðal umhugsunarefnið, að veYða Bretlandi sem mestur styrkur GRÍMUR LAXDAL DÁINN Á mánudagsmorguninn í þessari viku, lézt Grímur Lax- dal, að heimili læknishjónanna í Árborg, en þar hafði hann og kona hans, Sveinbjörg Torfa- dóttir Laxdal, átt heima síðari árin. Mrs. Björnsson, kona dr. S. E. Björnssonar, er dóttir þeirra. Grímur Laxdal var 76 ára. Fæddur var hann á Akureyri, en kom vestur um haf 1907. Mun hann hafa lengst af heima haft verzlunarstörf eða stjórn með höndum, en hér vestra lagði hann aðallega stund á bú- skap í íslenzku bygðunum í Saskatchewan. Grímur var farinn að eldast er hingað kom, en hitt varð eigi síður ljóst, er menn kynt- ust honum, að í honum hafði búið og bjó dugur og dáð. — Hann var manna hressilegast- ur á velli og í framkomu allri, ungur í anda og bráðskemti- legur í viðkynningu. Það var eitthvað stórmyndarlegt og höfðinglegt við hann. List- fengur var hann eflaust sem bróðir hans Jón Laxdal tón- skáld; til dæmis skrifaði hann svo fagra rithönd að eg hefi ekki aðra fegurri séð; og svo mun með fleira hafa verið. Börn þeirra Gríms og Svein- bjargar, á lífi, eru þessi og nefnd eftir aldursröð: Rann- veig Lund, Raufarhöfn, Islandi; Mrs. S. E. Björnsson, Árborg; Thórður, Kuroki, Sask.; Mrs. Jóna Thorlacíus, Kuroki, Sask.; Ólafur, The Pas, Man.; Mrs. Á. Eggertsson (lögfræðings) Win- nipeg; Jón, kennari, Gimli; Mrs. Kristín Tait, Miami, Fla. Fyrir tveim árum var þeim hjónum haldið 50 ára gifting- arafmæli, mjög f jölment og bar skírann vott um, hve vinátta gullbrúðhjónanna stóð víða fótum. Jarðarför Gríms heitins fer fram miðvikudaginn, 6. nóv. í Árborg. í stríðinu. Þingmál voru engin rædd og það sem eftir var dagsins fór í að kynna þing- menn. Frh. á 8. bls. Sigurður Vilhjálmsson Einn á ferðalagi löngu leiðir tróð hann svifrúms-þröngu. Hrjúfyrtur, en hjarta-góður. Heim kominn til sinnar móður. Sínar eigin áttir þræddi eins, þó bitur stormur næddi gegnum fötin ferða-snjáðu fram á lífs síns hinstu gráðu. Göngu-mæddu manna-barni mörgu’ á slóðarlausu hjarni bágstöddu, í brigðum vina bauð hann inn í fátæktina. Æfi-fanna undir hengjum ylur bjó í klökkum strengjum. Mér finst sem þeir endurómi upp að Drottins helgidómi. Jón Jónatansson

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.