Heimskringla - 06.11.1940, Side 7

Heimskringla - 06.11.1940, Side 7
WINNIPEG, 6. NÓV. 1940 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA “MILLI STAFS OG HURÐAR” Framh. frá 3. bls. Fréttaritarar útvarps og blaða sáu svo þetta tæki og sagði eg þeitn frá, hvernig gjöf- in var til komin og til hverra hluta nytsamleg. Hitt er al- gert mishermi hjá Vilmundi Jónssyni, að eg hafi nokkurn- tíma sagt að gjöfin væri gefin Landsspítalanum af mér, held- ur tók eg það skýrt fram, að Dr. Macintosh hafi boðið mér “stállungað” sem gjöf, en þar sem eg hafi bent honum á, að heppilegra væri að það gengi til Landsspítalans þá hafi hann vitanlega gefið það beint til Landsspítalans. Þetta atriði tók eg svo skýrt fram, að hvert meðalgreint fermingarbarn hefði mátt skilja. Fréttaritur- unum virðist hafa þótt ástæða eins og mér að um gjöfina væri ritað, því daginn eftir birtu þau langar frásagnir um hana. Mér var ókunnugt um deilur þær, sem út af þessu spunnust, því eg fór til Ameríku eftir miðjan maí og kom ekki aftur fyr en í júlílok. Eg varð ekki lítið undrandi við heimkomu mína, þegar mín bíður þriðja skuldakrafan frá Englandi vegna vanrækslu heilbrigðis stjórnarinnar á greiðslu fyrir umbúðir og flutn- ing “stállungans” til Reykja- víkur. Var hún dags. 11. júlí s. 1. Þótti mér þessi langi dráttur, að greiða sjálfsagða smáskuld, alveg ófær, og sendi eg því peninga frá sjálfum mér ; til Englands, með afsökun á I drættinum. Þegar eg kom heim, biðu mín líka greinar Vilmundar Jónssonar í sjö tölublöðum Al- þýðublaðsins, þar sem hann ber fram tvö deiluatriði gagnvart! mér: 1 fyrsta lagi fullyrðingu J um, að mér hafi aldrei verið í boðið “stállungað” að gjöf, og í öðru lagi að það hafi verið ó-1 afsakanleg framhleypni af mér : að sýna “stállungað”, þar sem | eg hafi aðeins verið aðstoðar- læknir á Landsspítalanum. Því til sönnunar að fyrra at- riðið sé algerlega rangt vil eg , taka fram eftirfarandi: í fyrsta . lagi hefir Dy. Macintosh aldrei neitað því, að hann hafi boðið að útvega mér “stállungað”. 1 öðru lagi er eg fús til að stað- festa það, sem eg sagði við blaðamennina 7. maí, með eiði. I þriðja lagi sýnir það óvið- kunnanlega fáfræði hjá land- lækni, að halda að slíkar gjafir séu aldrei gefnar einstökum læknum og mætti hann í því efni muna gjöfina til Lárusar Einarssonar frá Rockefeller- stofnuninni. Það voru rann- sóknartæki, sem ætlast var til I að hann notaði í þágu almenn- I ings. 1 fjórða lagi hafa heil- brigðisstjórn og landlæknir sannarlega éngan þátt átt í því, að gjöf þessi var gefin, en hins- vegar sýnir allur gangur máls- ins, að gjöfin kemur til spítal- ans eingöngu fyrir mína kynn- ingu og milligöngu við Dr. Mac- intosh. 1 fimta lagi var gjöfin send á mitt nafn, merkt mér og eg þrisvar sinnum krafinn um borgun fyrfr áfallinn kostnað við flutning hennar, sem mér auðvtiað bar ekki að greiða, heldur heilbrigðisstjórninni, en sem gefandinn leggur mér á herðar, af því að í huga hans er gjöfin algerlega tengd við mig. 1 sjötta lagi býður Dr. Macintosh mér að senda ungan lækni til framhaldsnáms við Oxford háskóla. Að réttu lagi hefði átt að senda gjöfina til - NAFNSPJÖLD - | Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg BkrUstofnsiml: 23 <74 Stund&r aántaklees lunxnujúk- dóma. Cr að flnnl k akrlfatofu kL 10—12 t. h. o» 2—4 e. h. Helmlli: 44 Alloway Are. TaUimi: ií lSt Thorvaldson & Eggertson Lög-fræSingar 300 Nanton Bldg. Talsimi 97 024 Omci Pboiu Rn. pion 87 208 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 100 USDIOAL ART8 BUILDINO Omci Houbb : 12 - 1 4 P.M. - 8 p.x. um bt APPonrrMEirr M. HJALTASON, M.D. ALUENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugatjúkdómar Laetur útl meSðl < vlðlðgum Vlðtalstlmar kl. 2—4 •. k. 7—8 aU kveldlnu Slmi 80 857 643 Toronto Si. Dr. S. J. Johannesðon 806 BKOADWAT Talatml 80 877 VlðtalaUmi kl. S—S a. h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annaat nm ötfar- lr. Allur útbúnaður sá beetl. Knnfremur selur hann a.n«k<-w.f|T minniavarða og legsteina. 843 SHERBROOKB 8T. Phone: 8« 807 WINNIPEO J. J. Swanson & Co. Ltd. B.EALTOR8 Rental. Innirance and rtnancial AgenU Sími: 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg- Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Phone 27 989 Vreah Cut Flowers Dally Planta ln Seaaon We specialike In Weddlng A Concert Bouqueta A Funeral Designa Icelandlc apoken H. BJARNASON —TRANSFER— Baogage and Tumiture Uoving 691 SHERBURN ST. Phone 36 909 Annaat allskonar flutnlnga fram og aftur uzn bœinn. MARGARET DALMAN TEACHBR or PIANO 854 BANNINO 8T. Pbone: 28 420 DR. A. V. JOHNSON DENTIST 606 Someraet Bldg. Office 88 124 Rea. 27 702 410 Medical Arts Bldg. Dr. K. J. AUSTMANN Stundar eingöngu Augna, eyma, nefa og kverka ajúkdóma 10 tíl 12 f.h.—3 tU 5 eii. Skrifstofusími 80 887 Heimasimi 48 551 yfirstjórnar Ríkisspítalanna, en ekki til mín og sömuleiðis senda yfirstjórn heilbrigðls- málanna boðið um Oxford, en ekki mér. En hvorttveggja er sent til mín. Enda finst land- lækni bersýnilega skygt á sig með þessu, þar sem hann rýkur upp og skrifar auðvirðilegan þvætting ekki eingöngu um mig, heldur og bræður mína og ágætan forföður. Um annað atriði ásakana Vilmundar Jónssonar í minn garð er þetta helst að segja: Saga málsins sýnir, að mér kom málið það mikið við, á eftir öllu því, sem á undan var gengið, að það hefði verið ó- sæmilegt af mér, að þetta dýr- mæta lækningatæki værí a. m. k. ekki tekið úr umbúðunum, og í öðru lagi að þjóðin, sem á að njóta gjafarinnar, fengi ekkert að vita um hana, þar sem það lá opið fyrir, að yfir- stjórn Ríkisspítalanna van- rækti gersamlega alt, sem kom þessari gjöf við. Það, sem mest einkennir þessi skrif Vilmundar Jónsson- ar, eru mótsagnir hans og rang- færslur. Eitt dæmi af mörgum um þetta er, að hann í smjað- urslegu bréfi til Dr. Macintosh kallar “stállungað” “stórkost- lega gjöf”, en á sama tíma lýs- ir hann þessu verkfæri fyrir lesendum Alþýðublaðsins sem ómerkilegu og hættulegu á- haldi, sbr.: “ef rafmagns- straumur til lungans stöðvast í bili, væri manninum þegar THL WATCH 8HOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watcheg Marrtage Llcenaea Issued 699 Sargent Ave. búinn köfnunardauði. Hvernig mundi honum líða, ef ljósin inni hjá honum tækju að dofna? Mundi hann nokkurn- tíma geta sofið rólegur af ótta við straumrof?”, o. fl. í þessum dúr. Það er auðséð af þessu, að landlæknir virðist aðallega þekkja lækningatæki þetta af lestri myndablaða, þar sem honum er bersýnilega ókunn- ugt um, að “stállungað” er venjulega aðeins notað um stutta stund í senn, eins og t. d. við lífgunartilraunir. Meðal þeirra mörgu smá- atriða í grein landlæknis, sem eg læt liggja á milli hluta, er aðdróttun frá honum um, að eg sé mjög illa að mér í enskri tungu, og eg hafi fengið lélega framhaldsmentun í Ameríku. Til að gefa landlækni tæki- færi til að staðfesta þetta í verki, vil eg hér með skora á hann að taka þátt í samkepn- isprófi við mig í læknisfræði við einhvern af helstu hásköl- um Englands, Bandaríkjanna eða Canada. Á þann eina hátt getur hann sannað það tvent, að hann sé mér fremri í þekk- ingu á enskri tungu og í lækn- isfræði.—Mbl. 17. sept. FISKIÖRNINN Frh. frá 6. bls. °g hægt sigraði jötunafl finnans og hann níddi Chianga yfir borðstokkinn. Þumlung eftir þumlung þokaðist hann og Abó fylgdi á eftir. Og loks hurfu þeir með háu öskri, sem var eins og frumkraftarnir grenjuðu, út fyrir borðstokkinn og sukku báðir í djúpið. Sjórinn laukst yfir þeim og kæfði óp þeirra. Fiskimennirnir þutu út að borð- stokknum til að hjálpa Abo, en enginn hvít- Ur likami glitraði í bláu vatninu. Ekkert gult hár flaut sem þang á hafinu. Abó og óvinur hans voru horfnir og eina merkið um þá voru greinilegar loftbólur á yfirborðinu, eins og hinar tvær ófreskjur berðust í dimmu djúpinu. Er nokkru meira við að bæta? Engu, uema að safna saman öllum hinum lausu þráðum. Nansen hélt loforð sitt við Chianga. Mennirnir af “Bering” fengu leyfi til að fara í friði á brotnu skipinu sínu. Eigur rauðliða- foringjans voru sendar með þeim til ástvina hans í hinu fjarlæga ríki. Gimsteina hans tók fiskiörninn og skifti þeim síðar með mönnum sínum. Vélar “Chelsea” tóku að renna. Skrúfan lamdi sjóinn og skipið stefndi suðaustur. Þeir fóru ekki beina leið til Ket- chikan. Þeir höfðu engan fisk til að selja, heldur farþega að flytja. Líf hans hékk á veikum þræði og því stefndi Nansen til Seattle. Lífsljós hins fræga manns logaði dauft, en María vildi ekki láta það slokna fyrir vöntun á aðhjúkrun. Hún virtist vita það ná- kvaemlega hve mikla skamta af ópíum hann þyrfti til að deyfa þjáningar hans og svæfa hans þreytta likama. Henni voru það nægi- leg laun að geta haldið í honum lífinu — og að honum skánaði svolítið — og að hann niundi geta, ef ekkert kæmi fyrir, komist lif- andi til Seattle og sagt þar fréttirnar. Hamilton talaði lengi við Gillmore og sagði honum hvað hann ætti að gera ef sér entist ekki aldur til að ná höfn. Hann út- skýrði ýmislegt í málinu, sem ofurstinn hafði ekki skilið. HversVegna stóð á þeim fyrir- skipunum, að hann skyldi sóttur af fiskiskipi, en ekki herskipi. Hann sagði að matreiðslu- hókin og kvikmyndin hefðu fundist hjá sér og þótt Kúbli hefði ekki látið á því bera, hefði hann samt alt af haldið að hann væri njósn- ari og óvinur Sovétsins. Hann hafði því gætt hans vandlega og dæmt hann til dauða þegar til kæmi. Hann hafði reyndar aldrei haft hugmynd uni, að hann væri hvítur maður. En það var ekki ætlan hans að láta nokkurn njósnara, gulan eða hvítan segja óvinum Rússlands frá tiugvélastöðvum þeirra í Aleuteyjum. En hvers vegna hafði hann þá ekki drepið Fú strax? Það var af hinum smámunalegu ástæðum, sem dutlungar forlaganna láta stundum koma til greina í hinum þýðingar- mestu málum. Fú var góður matreiðslumaður, og eng- lnu í liðinu gat gert verk hans þrátt fyrir heilsuleysi hans og ópíum fýsn. Og menn bera alveg eins mikla umhyggju fyrir maganum °g föðurlandinu. Gamli Kínverjinn var því undir ströngu eftirliti og átti að varpa honum tyrir borð á leiðinni heim. Ef fallbyssubátur eða eitthvert annað herskip sást út við sjóndeildarhringinn átti Eú að verða fyrsta bráðin. Það átti að sjá Urn það að hann segði ekkert um fyrirtæki Eússanna. Verzlunarskip hefði orðið að hafa góða ástæðu til að koma þarna, ef Fú hefði eigi orðið að gjalda fyrir komu þess. Ef Gillmore hefði komið þangað á strandvarn- arbáti eða haft það með sér, hefði það sést frá einhverri eyjunni og verðirnir, sem þar Voru hefðu sagt Kúbli til. Hamilton hafði beðið um húkrunarmann en ekki læknir. Hann vissi að enginn læknir a þessari jörð gat bjargað honum, og ef að iæknir hefði verið með mundi það hafa vakið grun Kublis. Hamilton hafði tekið alt með í reikning- mn. Það eina sem hann athugaði ekki var að þeir kæmu með rússneskan njósnara með Ser. °g sá njósnari væri eins öflugur maður °g hann var. Hann hefði átt að hugsa um hina áfjáðu leit, sem eftir honum var gerð, og hiðja ofurstann að velja samferðamenn sína með gætni. Og nú var þetta mikla æfintýri senn að l°kum leitt. Ein tylft ameríkumanna hafði með hugrekki sínu sigrað hina kænustu menn frá austrinu. “Chelsea” nálgaðist Seattle. . Enginn gortaði af þrekvirkinu. Skipið S1gldi tafarlaust að takmarkinu. Enginn sig- Urfáni blakti frá siglu þess. Skipin sem fram hjá sigldu fengu ekkert að vita um afreks- Verk þeirra. Ekkert bar vott um að þeir hefðu gert landi sínu þægt verk. Er þeir áttu eftir dægursiglingu í höfn, Var farþeginn tekinn frá þeim á óvæntan hátt °g ábyrgðin að halda lífinu í honum tekin af inum grönnu herðum Maríu. En það var ekki dauðinn, sem tók sjúkling hennar af henni. Það var skip sem sigldi í veg fyrir “Chelsea” og gerði Nansen því boð um að stansa. Skip þetta var ekki rússneskt heldur eitt af strandvarnarskipum Bandaríkjanna og blakti fáni þeirra af siglu þess. Fiskimennirnir höfðu barist fyrir þennan fána. Nú horfðu þeir á hann með hrifningu. Þeir voru þreyttir orðnir á að gæta sjúklings* ins, og þeirri ábyrgð, sem það fól í sér — því var fáni þessi þeim eins og ljós í myrkr- inu. Á meðan hann blakti hátt á stöng gátu engir gulir herskarar vaðið yfir strendur þeirra. Áhöfnin á “Chelsea” gat tæplega setið á sér að hrópa ekki húrra. Eftir beiðni Nansen sigldi skipið nær. Mennirnir á því furðuðu sig sjálfsagt á hvað þessi fiskiskúta vildi þeim. Venjulega sneiddu slík skip úr vegi þeirra. Gillmore talaði fáein orð við skipstjórann. Bátur með bláklæddum sjóliðum lá brátt við hliðina á “Chelsea” og biðu þess að Páll Hamilton færi með þeim yfir á þeirra skip. Þar var læknir til að líta eftir honum, og í einum af hinum þægilegu klefum gat hann komist fljótlega til Seattle. Menn með hlöðn- um skambyssum mundu halda vörð um hann, þangað til hann gat hitt hina miklu leiðtoga frá Washington og sagt þeim sögu sína. Hann studdi sig upp við borðstokkinn og kvaddi hvern um sig af hásetum “Chelsea”. Hann þakkaði þeim ölluni. Þessir óbrotnu fiskimenn mundu aldrei gleyma honum á meðan þeir lifðu. Fáein orð af vörum Páls Hamiltons voru meira virði fyrir þá, en hin hæstu heiðursmerki. Þau voru meira virði en gull og gimsteinar. Tærður, gulbleikur og dauðþreyttur og á grafarbarminum — þá var hann samt mikill maður. Þeir horfðu á hann með tindrandi augum. Hann hrósaði Nansen sérstaklega. Hann sá í honum hugsjón amerískrar karlmensku — krafta sem ennþá gátu lagt undir sig heilt meginland, eða tamið vilta mannflokka. Hann átti hugrekki, föðurlandsást og hugsjónir. Hreinar hugsanir, hreinan huga. Virðing og siðgæði. Lotningu fyrir hetjum föðurlands- ins, erfikenningum þess og stofnunum þess. Hann kvaddi Maríu Hunter síðasta allra. Hann talaði um hreysti hennar og hugrekki. “Og María — fyrirgefið gömlum manni, að hann blandar sér í einkamál yðar. En leyfið mér að gefa yður gott ráð.” Hann talaði svo vingjarnlega að hún gat ómögulega reiðst honum. “Og hvaða ráð er það?” “Ráð mitt er það að þér látið ekki þótta yðar koma á milli yðar og hamingju yðar. Eg veit að þér hafið sett fram hótun, og lítið svo á, að þér verðið að standa við hana. Oft og tíðum hefi eg látið hótanir mínar falla niður óefndar. Gleymið því ekki, María, að hversu mjög, sem karlmaður elskar yður, getur hann samt ekki annað en sært hjarta yðar, er þér standið hugsjónum hans í Ijósi — jafnvel þótt þær hugsjónir séu heimska að yðar dómi — þá mun hann víkja yður úr vegi og tár yðar orka þar engu um. Það er að segja sé hann maður sem er yðar verður. María brosti. “Þér óskið þá að eg fyrirgefi Kris?” “Já, eg óska þess. Hann er hæfilegur maður handa yður. Og þér eruð hæf kona handa honum. Látið ekki tóman skugga for- myrkra hina ungu og hreinu ást ykkar.” Hann laut niður og kysti á vanga hennar. Hún kysti hann afur og augu hennar fyltust tárum. Augnabliki síðar reru sjóliðarnir brott með hann, hann var horfinn henni til síðustu viðburðanna í sinni löngu æfiför. Hann sneri sér við og gaf henni merki. Hið gulbleika andlit hans var uppljómað af brosi. Grátandi veifaði hún aftur til hans. Þessi handahreyfing var tvent í senn: Hún var kveðja til vinar, sem hún aldrei mundi aftur sjá og virðingarmerki til manns, sem með hugrekki sínu gat örfað þrek hennar alla hennar óförnu æfi. Hún vissi að hið sólbjarta haf, sem hann sigldi eftir var ekki bjartara né fegurra en hin hrausta sál hans. Og var María nú alein eftir? Var hún nú ein eftir, og átti hún eftir að sjá hina félaga sína hverfa út fyrir sjóndeildarhringinn á sama hátt? Já, nema hún tæki til skjótra ráða, nema hún yfirynni dramb sitt, sem var eins og múr milli hennar og hefndar hennar. Annars yrði hún ein eftir. Kris Nansen kom til hennar, tók í hendi hennar og dró hana með sér inn í stýrishúsið. Hann var á verði þessa stund og dálitla stund leit hann ekki á hana og hendur hans snertu hana ekki en héldu um stýrið. f sál hennar ríkti djúp kýrð. Henni fanst forlög sín fulj- komnuð, að hún stæði við hlið hans og sjá hann stýra eftir sólbjörtu hafinu. “Vilt þú sigla með mér áfram, María skipstjóri?” spurði hann. Hún brosti blíðlega. “Jú, eg vil sigla með þér Kris skipstjóri,” svaraði hún. Þetta var útkljáð! Hún ætlaði að sigla með Nansen skipstjóra, hjálpa honum að stýra skipinu, standa við hlið hans á stund hættunnar, með sínu óþrotlega konu hug- rekki og fyrirgefa honum þær syndir, sem hann hafði að erfðum fengið. f staðinn gefur hann henni til stuðnings sinn hrausta hand- legg og sitt trygga hjarta til að flýja til á stund raunanna og í gleði ástarinnar, sem var eins og áttavitinn hans. Hrein ung ást! Eng- inn skuggi mátti á hana falla eins og Hamil- ton hafði sagt. Nansen stýrði skipinu með vinstri hendi og dró hana að sér með hægri hendinni. Hann laut niður og kysti hana. Það var höfn hamingjunnar, sem þau stefndu að. ---ENDIR--------

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.