Heimskringla - 20.11.1940, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.11.1940, Blaðsíða 1
Modern Housewlfe Knows HuaUty That ts Why She Selecto “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On’’ Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 LV. ÁRGANGUR ALWAY8 ASK FOB— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet aa a Nut Made only by CANADA BREAD OO. I/TD. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 20. NÓV. 1940 NÚMER 8. 4' HELZTU FRÉTTIR - - Manitoba-þingið sett Fylkisþing Manitoba kom« saman um kl. 3 e. h. s. 1. mánu- Þingsetningunni stjórn- aði nýi fylkisstjórinn, His Hon- °f F. McWilliams, K.C., er tjáði sér það ánægju, að koma til móts við þingmennina í tyrsta sinni. Hann las og há- sastisræðuna. Fjallaði hún um bessi mál aðallega: að biðja sambandsþing að kalla fylkin til fundar til þess að íhuga Sir- °is-nefndarálitið um meira eða t*etra samstarf fylkja og ríkis, serstaklega til hagsmuna fyrir fylkin; að fara fram á við sam- bandsstjórnina, að hún jög- ieiði aftur skuldalánveitingu til bænda; að þingið íhugi um lagabreytingar-frumvörp; að aðstoða sambandsstjórnina 1 hermálum, sem þegnhollum ^önnum sæmi. Nýi landstjórinn, jarlinn af Athlone og Alice prinsessa y°ru boðin velkomin af þing- lnu. Ennfremur var fráfar- andi fylkisstjóra, Hon. W. J. Tupper, K. C., er af starfi lét L nóv., þökkuð samvinna hans við þingið. Að hásætisræðunni lokinni, yan þingi frestað til kl. 3 e. h. a Þriðjudag. Nýju samsteypunni sýndist j^yma saman eins og nýgiftum hjónum. Kindra hjálp til Breta Berlínar. Frá brezku sjónar- miði segir blaðið, hefir póli- tíska útlitið skánað upp á síð- kastið. Tyrkir gera gis að óförum Mussolinis fyrir Grikkjum, seg- ir fregnriti vor í Ankara. ttalir höfðu nægan her, sl<ip, byssur og loftskip, en skorti hernaðar- áhuga. Tyrkir halda því og fram, að Molotoff hafi ekki skrifað undir neina samninga í Berlin og ástæðan hafi verið ófarir Itala fyrir Grikkjum og Bretum. Svíþjóð næst? Joachim Joesten fregnriti og flóttamaður frá Þýzkalandi, kom til San Francisco s. 1. mánudag með japanska linu- skipinu Ginya Maru. Hann kvað í sínum huga engan efa um að Þýzkaland hremdi Sví- þjóð næst. Kvað hann svo mikið bera á ofríki nazista þar, að þeim væri hætta vís, er á móti þeim mæltu. Fylkisbankamál Alberta John Blackmore, foringi Nýju-Demókratanna frá Al- berta á sambandsþinginu, hreyfði því í gær, að sam- bandsstjórnin yrði beðin um leyfi til stofnunar fylkisbanka í Alberta. Forsætisráðherra kvaðst skyldi skipa nefnd i málið, að hásætisræðunni sam- þyktri. Martin Dies, demókrati frá lexas, er formaður þingnefnd- ar er skipuð var til að rann- ^aka framkomu manna í sam- bandi við stríðið (un-American affairs) í Bandaríkjunum. — ^agði hann s. 1. laugardag, að nefndinni dyldist það ekki, að náin samvinna ætti sér stað milli Þjóðverja, Itala, Jap- ana og Rússa, um að hindra Pað, að Bandaríkin aðstoðuðu ®retland á nokkurn hátt í Þessu stríði. Dies kvaðst fara fram á að Pingið veitti $1,000,000 til að afa hendur í hári landráða- ^annanna. 1 afarstórri skýrslu e efir birt, er órækur Pess gefinn, að þýzka ^anrrsstofan í Bandaríl yy i samvinnu við svik: ð^sana. Um stríðið á Grikklandi Lm stríðið á Grikklandi far- ast blaðinu Times í Lundúnum Pannig orð s. 1. mánudag: j ^rikkir halda sókninni á- ram til Koritza, þar sem her- \ ftala hefir aðsetur. Hefir jj°kkuð af liði Mussolinis flúið Paðan norður til Yugóslavíu, an verið tekið þar sem fangar. 0 hinn nýi herforingi Itala, °ddu, hafi reynt að safna ,aíhan leifum hersins í Alban- hafa Grikkir gert honum ^ Jög erfitt fyrir og Koritza frðist vera í mikilli hættu. uglið Breta aðstoðar Grikki smf hrjóta brýr og 1 la Vegum. Við Epirus virð- as| ftalir á flótta. Aþenu er haldið, að Jugo- jj ayía muni ekki leyfa þýzkum e ítölskum her leið um landið. við°7n'n * ^eiSrade er að bæta '00,000 manna herinn, sem ag er nú. Búlgaría er einnig ^ efla sinn her. Tyrkir er je að að fengið hafi viðunan- Hú °^or® um hlutleysi frá ssum, eftir för Molotoff til Meira fallbyssufóður Hitler segir konum á Þýzka- landi, að eiga fleiri börn til þess að fylla skarðið, sem af mannfallinu í stríðinu leiðir. Hánn lofaði þjóð sinni því, ef stríðið ynnist, að hefja húsa- smiði í stórum stíl. “Mig getur enginn stöðvað” Benito Mussolini sagði í dag í fyrstu ræðunni sem hann hefir haldið síðan stríðið hófst, að Grikkland væri slægur ó- vinur. ítalía mundi samt bera sigur úr býtum, sagði Musso- lini, vegna þess að “þegar eg er einu sinni farinn á stað, skal enginn stöðva mig!” Grikk- landsstríðinu kvað hann Breta hafa komið af stað, til þess að loka Þýzkaland inni. En hann varaði þjóð sína við því, að þetta gæti, þrátt fyrir yfirburði möndulríkjanna, samt orðið langt stríð. Hernaðarhreiður Hitlers Víst er nú talið, að Hitler hafi farið fram á það við Molo- toff, 4 Berlínarfundinum, að fá stöðvar í Rússlandi bæði fyr- ir herskipa -og flugbátasmíðar. Flugárásir Breta á Þýzkaland eru að verða svó svæsnar, að Hitler skoðar sér hvergi vært orðið fyrir þeim. Lewis steypir stömpum John L. Lewis, foringi C. I. O. verkamanna félagsins í Banda- ríkjunum, sagði stöðu sinni lausri á fundi félagsins í gær í Atlantic City. Honum féll þetta þungt, en svo varð þó að vera. Það hlaut að verða af- leiðingin af makki hans við Willkie. Hann æskti þess að eining ríkti innan félagsins og bað svo félagsmenn að kjósa hvern sem þeim sýndist í sinn stað. Skaðar 50 sinnum meiri Yfir síðustu helgi, hóf flug- lið Breta eina hörðustu árásina sem það hefir nokkru sinni gert á borgir um alt Þýzkaland og á vesturströndinni. Segir Arthur Greenwood einn af ráðherrum Breta, að skaðarnir af þessum árásum hafi verið 50 sinnum meiri á Þýzkalandi en skaðar Breta af árásum nazista. Halifax ekki örugg í borginni Halifax var út- býtt miðum s. 1. mánudag, er segja borgarbúum hvað gera skuli ,ef árás verði gerð á borgina. Nefnd, sem verið hef- ir að rannsaka möguleikana fyrir árásum, telur allan var- an góðan, og þeirra geti verið von með sprengjum úr lofti eða frá skipum utan af sjó. Enn- fremur geti verið reynt til að koma her á land á ströndinni. Miðarnir fræða um hvert ör- uggast sé að leita, ef svo ber undir, og ýmislegt fleira. 4 skip koma ekki fram Þjóðverjar sögðu þá útvarps- frétt um miðja síðast liðna viku, að þeir hefðu eyðilagt heilan flutningaflota (eða 38 skip) fyrir Bretum og Banda- ríkjunum á Atlanzhafinu, er var á leið til Englands. Flot- anum fylgdi beitiskipið Jervis Bay. Lenti það í orustu við þýzkt 10,000 tonna herskip og átti í glímu við það nógu lengi til þess, að “flotinn” komst undan allur nema 4 skip, er ekki hafa enn komið fram. En Jervis Bay fórst og eflaust ein- hverjir af áhöfninni þó 65 væri bjargað af öðru skipi. Þetta er nú talið hið sanna um þessa þýzku sigurfregn. Bæ j arkosningarnar Næstkomandi föstudag (22. nóv.), fara bæjarkosningarnar fram í Winnipeg. Margir fram- bjóðendur auglýsa í þessu blaði og skal þar vísað til stefnu þeirra. Þess er æskt nú sem fyr og sem er raunar skylda hvers manns, að sem flestir greiði atkvæði. Það er ekki með því verið að segja mönn- um hverjum þeir eigi að fylgja, heldur að vera virkur þátttak- andi í því hvers konar stjórn við höfum. Greiðið atkvæði n. k. föstudag allir sem réttinn hafa til þess. Ráðstefna í Vín í gær var Hitler og sumir ráðgjafar hans, ásamt Ciano, ítalska utanríkismálaráðherr- anum í Vín. Þar var og með Suner, utanríkismálaráðherra Spánar. Ennfremur forsætis- ráðherra Ungverja og Rú- maníu, Belgíu konungurTnn sæli o. fl. Það sem ugglaust þykir að vaki fyrir möndul- ríkjunum, er að gera áhlaup á Breta bæði á Grikklandi og á Spáni til þess að reyna að koma þeim út úr Miðjarðar- hafinu. Suner þessi frá Spáni, er svo ákafur fasisti, að útlit er fyrir að hann sé að reyna að- taka ráðin af Franco, er viðskiftin við Breta og Banda- ríkin skoðar meira verð, en vináttu Hitlers. Grikkir taka Koritza . Eftir frétt að dæma frá Aþenu, tóku Grikkir borgina Koritza í Albaníu kl. 1 e. h. í gær. í borginni voru um 30,- 000 hermenn, er voru að reyna að verja vopnabirgðir ítala er þar voru geymdar. Fréttin er óstaðfest. Erindi Molotoffs Það hefir lítið annað frézt um erindi Molotoffs til Berlínar en það, að Hitler hafi lofað hon- um mörgum löndum og mikl- um, ef Rússar höguðu sér um skeið eins og hann fýsir. Lönd- in fyrir austan Tyrkland og alla leið austur til Indlands, að því meðtöldu, voru í kaup- unum. Það vantar ekki Hann hefir stórar hugsjónir hann Mangi minn, sagði móðir hans. Floti ítala Iamaður í flugárás sem Bretar gerðu á ítalska sjóflotann s. 1. fimtu- dag, er sagt að þeir hafi eyði- lagt 3 herskip og 2 tundur- spilla og eitt beitiskip fyrir ítölum. Flotinn var heima fyr- ir, hann þorir aldrei út fyrir landsteinana. Er talið að með þessu sé helmingur sjóflota þeirra úr sögunni. % Ófundnir í Quebec fóru s. 1. mánudag sex hermenn i flugliði Canada í flugbát áleiðis til Montreal. Þéir fengu skeyti um að koma þangað, er þeir voru að fljúga eystra og lögðu af stað án þess að lenda áður eða búa sig út. Þegar skamt var komið, urðu þeir þess varir, að þá brást ejdsneyti. Fleygðu sér þá 5 hermenn út úr flugbátnum í fallhlífum, en einn hélt áfram 10 mínútum lengur í flugfarinu og fleygði sér svo út. Þeir sem í fallhlífunum fóru úr bátnum hafa ekki fundist. Á meðal þeirra var einn Islendingur, Elmer Johnson, sonur Mr. og Mrs. C. Johnson á Agnes St. í Winnipeg. Árásir Þjóðverja Á bæ sem Coventry heitir, um 70 mílur frá London, var gerð mjÖg hörð árás s. 1. viku. Fórst f jöldi manna, og skemdir urðu eftir því. I morgun herm- ir útvarpsfrétt, að Birmingham hafi orðið fyrir mjög harðri á- rás síðast liðna nótt. Er eigna- og manntjón talið af því hið mesta. Góður maður í skólaráðið í annari kjördeild sækir maður um skólaráðsstöðu, er James Black heitir. Hann hef- ir verið í skólaráðinu í tvö ár. Erum vér honum persónulega kunnugir og höfum fylgst með starfi hans í mentamálum. — Hann hefir þar í stuttu máli sagt barist fyrir öllu því, er til heilla má verða. Þar er áhrifa- mikill maður með heilbrigðar skoðanir. Enda þótt honum sé endurkosning vís, vildum vér benda löndum á, er í þessari kjördeild búa, að vér skoðum hann flestum verðari stuðn- ings til þessarar stöðu af þeim er sækja um hana. Vér bend- um aðeins á þetta án þess að hafa verið beðnir um nokkur meðmæli. Mrs. Ingibjörg Sigurðsson frá Lundar, Man., dó á General Hospital í Winnipeg s. 1. sunnu- dag. Hún var kona um sjötugt. Hana lifa eiginmaður, Guðm. Sigurðsson bóndi á Lundar og tveir synir. Hún var ættuð úr Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Líkið verður flutt til Lundar til greftrunar. “LUNDARMÓT” í Reykjavík á íslandi hefir það alllengi verið eitt meðal skemtilegustu atriða félags- lífsins að fólk sem þangað hef- ir flutt úr einhverju sérstöku héraði, hefir safnast saman til þess að heilsast, endurkynnast og skeggræða um liðnar stund- ir og viðburði í fornátthögum sínum. Þetta hafa verið nefnd “mót” t. d. Austfirðingamót, Eyfii^ð- ingamót, Borgfirðingamót o. s. frv. Hefir oft verið glatt á hjalla á þessum mótum og þar margt borið á góma. Þangað hafa menn og konur sótt gagn og gleði; hefir fólk yngst þar upp og endurlifað marga glaða stund; hefir það minst orða Þorsteins Erlingssonar þar sem hann sdgir: “Bænum mínum heima hjá, hlíðarbrekkum undir er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir. | Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir.” Hér á hvert orð og hver setn- ing við Lundar og Lundarbúa nema “hlíðarbrekkan”, en þá er ýmislegt annað í staðinn og “fleira er matur en feitt kjöt.” Þessi mót voru um eitt skeið vakin upp hér í Vesturheimi; voru þar, að minsta kosti hald- in Borgfirðingamót, Eyfirð- ingamót, og ef til vill fleiri. Skemti fólk sér vel við þessi tækifæri og flutti heim með sér góðan gleðiforða sem það geymdi í huga sínum lengi á eftir. Um undanfarin ár hefir verið lítið um skemtanir af þessu tagi hér vestra; öll slík mót svo að segja fallin í dá. En nokkrir menn í Winnipeg hafa nú tekið saman höndum til þess að stofna hér “Lundar- mót”. Var fyrst vakið máls á því þar sem nokkrir kunningjar mættust (allir gamlir Lundar- búar) að hingað til Winnipeg væru komnir svo margir það- an að hundruðum skifti. Lundar er, eins og flestum mun kunnugt, allra íslenzkasti bær á jarðríki utan íslands. Munu þar nú vera um 600 manns og svo að segja allir íslenzkir. Lundarmenn hafa skapað það andrúmsloft i bænum og bygðinni að þar ríkir friður, farsæld og fraiftkvæmdir. Síð- asta framkvæmd þeirra er nú að þeir hafa nú reist sér afar s’tórt og vandað samkvæmis- hús sem er sameiginleg eign allra bygðarbúa. Þriðja (3.) desember næst- komandi hefir verið ákveðið að bjóða öllum þeim, sem heima hafa átt að Lundar eða í Lundarbygðinni, að mæta í Goodtemplarahúsinu. Verða þar skemtanir jafnt fyrir yngri sem eldri. Þess er vænst að ekki einn einasti maður (eða kona) — jafnvel ekki einn einasti ungl- ingur, láti það spyrjast þegar minst verður á þennan við- burð, síðar, að hann eða hún hafi ekki verið á “Lundarmót- inu” þriðja desember 1940. S. J. J. FJÆR OG NÆR Gifting Laugardagskvöldið 16. þ. m. fór fram giftingarathöfn að heimili séra Philip M. Péturs- son er hann gaf saman í hjóna- band Bjarna Árna Bergthór- son og Violet Irene Weberg. — Brúðguminn er sonur þeirra hjóna Kristjáns Guðmundar Bergthórson og önnu Svardal í Wynyard, Sask., en brúðurin er af norskum ættum, og er frá Saskatoon, Sask. Miss Hulda Kristjánsson og Mr. Val- ur Blöndal stóðu upp með brúð- hjónunum. Framtíðarheimili þeirra verður hér í Winnipeg. * * * Mrs. Sigríður Árnason, kona séra G. Árnasonar, Lundar, gekk undir uppskurð á General Hospital fyrir tveim vikum. — Henni heilsast vel og gerir ráð fyrir að fara heim eftir eina eða tvær vikur. * * * Næsta mánudagskveld, 25. nóv. kl. 8.15, heldur Jóns Sig- urðssonar félagið samkomu í Fyrstu lút. kirkju til arðs fyrir þann sjóð sem notaður er fyrir stríðsvinnu, og er innifalin í því að senda drengjunum okk- ar íslenzku ýmsar nauðsynjar svo þeim geti liðið svo vel sem má þó leið þeirra liggi nú langt frá átthögunum. Nýlega voru sendir, þeim sem frá Canada eru farnir, jólakassar, 75 að tölu frá félaginu. Indælir kassar með sokkum, treflum, peysum og cígarettum. Alt þetta er kostnaðarsamt, en verður að gerast hvað sem það kostar. Á þessari samkomu hefir fé- lagið verið svo lánsamt að geta fengið hinn góða íslandsvin, Francis Stevens, til að koma og tala um ferð sína og veru á Is- landi með Canada hermönnun- um, og fleira sem hann á ferð sinni um stríðslöndin kann frá að segja. Francis Stevens er þegar orðin svo kunnur Vest- ur-íslendingum fyrir hans fróðlegu frásögur og hlýleik gagnvart Islandi og öllu ís- lenzku að hann þarf helst eng- in meðmæli. Hin velþekta söngkona, Mrs. B. H. Olson, sem er meðlimur J. S. fél. hefir tekið að sér skemtiskrána, svo allir vita hvers má vænta. Félagið von- ar að húsfyllir verði, og að þegar diskar eru bornir í kring og samskota leitað, þá hafi fólk í huga drengina okkar sem eru svo þakklátir fyrir kassana sem sendir eru við og við. Fjölmennið, góðu landar, og munið eftir að $1.00 kaupir 300 cigarettur. Látið diskana vera græna þetta kveld! Mánudagskveld, kl. 8.15 jí Fyrstu lút. kirkju. Frjáls sam- skot. Kaffi og kleinur á eftir. Fyrir hönd J. Sig. félagsins, M. Stepensen Sími 48 685 * * * Árni Jónsson (Johnson), bóndi á Langruth, Man., dó s. 1. föstudag (15. nóv.), 77 ára gamall. Hann var ættaður frá Bygðarholti í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu, sonur Jóns Jónssonar hreppstj<jra og Ragnhildar Gísladóttur. Hann kom til þessa lands 1890 og hef- ir lengst af búið í Langruth- bygð. Kona hans, Ólöf, dó fyr- ir mánuði síðan (14. október). Ein stjúpdóttir og þrjú fóstur- börn lifa þau. Hins látna verð- ur nánar getið síðar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.