Heimskringla - 20.11.1940, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.11.1940, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. NÓV. 1940 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA arnir bera þeim, sumir lesa dagblöðin, einstöku skrifa sendibréf en aðrir virðast dotta og er þó einn mælskugarpur- inn að halda ræðu — ræðu sem hann fastlega vonar að kjósendur sínir munu lesa i blöðunum, eða minsta kosti út- drátt hennar. Hann dregur ekki af sér og svitin bogar af honum svo hann er búin að væta fjögur handlín og drekka feiknin öll af ísvatni. Hann er nð halda hernaðarræðu og sparar sízt stóryrðin: “Texas blæðir, Texas stendur í ljósum logum,” segir hann. “ósiðaður villumanna skari, mexikanskra bynblendinga fer eldi og stáli Uni frumbýlinga héruðin hinna amerísku brautryðjanda, í Tex- as. Konur biðja um hjálp, börn- in æpa í angist sinni og mæð- Urnar segja þeim sögur af frændum sínum í norðrinu er niunu koma þeim til hjálpar, hinir hraustu, göfugu ameri- kanar munu reka þennan ó- bjóðalýð aftur heim til sín. Guð mun senda þeim hjálp frá Bandaríkjunum því þeim mun renna blóðið til skyldunnar. Og við munum ekki bregðast þess- um vonum, ,við munum enda gera meir en reka ræningja heim til sín, við munum fylgja þeim heim til sín og létta ekki þessu stríði fyr en þeir eru gersigraðir og hinn þríliti fáni blakta yfir allri Norður-Ame- riku frá hinum snækrýndu Canada fjöllum suður til Pan- ama-eyðis og enda lengra suð- ur.” Þannig farast þingmann- inum orð og ræðunni er tekið dynjandi lófaklappi upp á á- heyrenda pöllunum. Þingmenn- irnir létu sér fátt um finnast, vissu að svona ræður eru að- eins til sjálfs auglýsingar en hafa þess utan alls enga þýð- ingu. Ræðumaður gengur til smtis, brosandi, ánægður. Annar þingmaður rís úr sæti °g biður um orðið. Forsetinn hallar hárri röddu: “Hinn heiðraði þingmaður Abraham Lincoln frá Illinois hefir orð- ið.” Flestir líta upp. Hvað hemur nú, sknngileg skemti- saga, einhver leikaraskapur eða glamurræða svipuð þeirri síðustu? Áhorfendurnir teygja fram hálsinn til að horfa á þennan einkennilega mann. — Hann stingur svo í stúf við aðra þingmenn. Hann er langur, ^njór og beinaber, með úfið hár í óstroknum hversdags fötum. Hann virðist framandlegur í þessum þingheim, minnir á eitthvað frumrænt, sterkt og ósveigjanlegt eins og kvistótt- an meið eða stuðlabergið í Klettafjöllunum. Hann gæti verið námumaður frá Pennsyl- Vaníu, skipstjóri utan af fljót- unum eða fjárhirðari vestan Ur fjöllum, en sem þingmaður? *iá, hvernig í ósköpunum hafði hann komist hingað inn. Fyrstu setningarnar eru ekki áheyrilegar; orðin koma strjált °g hikandi, málrómurinn ó- þarflega hár og hvellur. En ^haðurinn og málrómurinn tek- úr breytingum. Hann er að S0ekja í sig veðrið. Röddin Verður þyngri, bassakendari °rðin koma viðstöðulaust. Það er eins og endurvakin sam- vizka þjóðarinnar hafi tekið 411 máls. Menn leggja frá sér ^agblöðin, hætta að skrifa og hálfsofandi þingmenn hrinda v®rðum. Hér er ekkert munn- flapur heldur rökfastar sann- anir. Hér kemur stuttur út- ^ráttur úr ræðunni: Liðsmenn stjórnarinnar halda því fram að þetta stríð sé sjálfsvarnar stríð frá okkar hálfu. Þetta er vana viðbára. En ef herinn Var sendur til Texas til að reka ^texikanana af höndum sér, hvernig stendur þá á því að fyrstu orusturnar eru háðar á h^exikanskri grund. Eg legg th að þingnefnd sé útnefnd til rannsaka upptök þessa stríðs til þess. að þjoðin megi vita hið sanna, í þessu efni. En á meðan verður ekki við komið vil eg benda þinginu á það, sem frá mínu sjónarmiði virðist sennilegast um upptök þess. Herinn er sendur inn í Mexikó til að vekja stríð af því stjórn- in vildi stríð, ætlaði sér að fara í stríð. Og hversvegna vill stjórnin stríð? Hún girn- ist ófrið til að leiða athygli þjóðarinnar frá innanlands- málum, frá innanlands vand- ræðum, frá innanlands óstjórn, frá eigin úrræðaleysi til að bæta vort böl. Þegar þolin- mæði þjóðarinnar virðist að þrotum komin, sérsjbaklega eft- ir að Bandaríkin hafa gefið Bretum fimm tólftu af því sem þeir kröfðust af landi, en frá upphafi tilheyrði Maine og Massachusetts ríkjum, með Ashburton-Websters samning- unum, hyggst hún að bjarga sér með því að sameina þjóðina í ófriði við útlent vald. Við höfum gefið Bretum land, segja þeir. Vel og gott, við skulum vinna meiri lönd frá Mexikön- um. Til hvers skal það svo notast? Til að gróðursetja þrælahald frá Potomac til Yucatan skaga — kannske lengra. Hinn þríliti frelsisfáni skal innleiða þrælahald þar sem því er nú útrýmt svo þrælahalds ríkin verði fleiri og geti ráðið lögum og lofum í allri Norður-Ameríku. Þau lönd sem ynnust frá Mexikó áttu að verða nýlendusvæði fyrir þrælahalds ríkin. Lin- coln gerir svo stutt yfirlit yfir þróun þrælahalds og fríríkj- anna. Þegar Missouri samn- ingarnir voru gerðir voru 22 ríki í bandalaginu en með þess- um samningi var þrælahald forboðið fyrir norðan Missouri riki. Þegar svo Missouri og Maine voru gerð að ríkjum ár- ið 1820 varð hið fyrra þræla- halds ríki en hið síðara fríríki. Ennþá helst talan jöfn en svo gat þó ekki til lengdar gengið, þar sem nú voru aðeins tvær nýlendur (territories) Arkans- as og Florida, eftir í suðurrikj- unum en ótal mörg í Norður- ríkjunum. Það var því sjáan- legt að fríríkin myndu verða fleiri með tímanum. Þegar Texas var tekið inn í sam- bandið, árið 1845, sem þræla- haldsríki, var hlutur Suður- ríkjanna að nokkru bættur og þetta vakti þá hugmynd hjá þrælahöfðingjunum að með því að ná meira landi frá Mexikön- um (Texas heyrði Maxikó til í fyrstu) gætu þeir elft vald sitt innan Bandaríkjanna.” Þegar hér var komið tóku þingmenn Suðurríkjanna held- ur en ekki að ókyrrast. Nokkr- ir reyndu að snúa ræðumann- inum út af laginu með spurn- ingum. “Vill þingmaðurinn lofa Mexikönum að myrða fólk- ið í Texas,” spurði einn. “Eg vil engan feigan og til engra víga stofna, að þarf- iausu. Þar sem tvær ólíkar þjóðir byggja landið verða stundum skærur en Texas hef- ir sinn ríkisher og sína ríkis- lögreglu. Við segjum ekki New York ríki stríð á hendur þótt þar verði negra uppþot. Engin veit heldur, í þesusm þingsal, hvað mikið hefir kveð- ið að óeirðum í Texas en ef herinn var sendur til að friða landið hvernig stendur þá á því að herlið okkar þarf að fara yfir Neuces ána og inn í Mexikó til að skjóta fyrstu skotunum á þá Mexikönsku. Eftir beztu upplýsingum var Nueceselfan hin forna landa- merkjalína milli Texas og ann- ara ríkja í Mexikó. Aðrir þykj- ast vita betur, en alt er hér bygt á sögusögnum og ágisk- unum. ,Eg sting upp á þing- nefnd til að rannsaka málið.” Þannig svarar Lincoln þessari spurningu. Framh. SIGURÐUR VILHJÁLMSSON Með Sigurði Vilhjálmssyni er genginn til moldar einn af hinum einkennilegustu Vestur- Islendingum, sem eg hefi kynst. Hann var einn af þess- um mönnum, sem maður á erfitt með að gera sér grein fyrir, sjaldgæf persóna, sem var undarlegt sambland af viti og heimsku, geðofsa og góð- mensku, þekkingarlöngun og taumlausri tilhneigingu til að ýkja. Fundum okkar Sigurðar bar fyrst saman í Winnipeg fyrir nærri fjörutíu árum. Eg var þá nýkominn frá íslandi. Sig- urði fanst víst, og það eflaust með réttu, að það væri full þörf á að fræða mig um margt, sem eg bar sorglega lítið skyn á. Hann tók mig tali einn sunnudag. Við gengum lengi saman um göturnar og sátum heima hjá honum og töluðum, eða réttara sagt, Sigurður tal- aði en eg hlustaði. Hann var að útskýra fyrir mér efnið, það er að segja, hið raunverulega efni . . . ekki efnisheiminn, eins og hann kemur okkur fyrir sjónir, heldur hið eina, óeyði- leggjanlega efni. Og því leng- ur sem hann útskýrði, því ó- skiljanlegra varð það, sem hann var að segja, eða öllu heldur, það, sem hann vildi segja. Sigurður gat ekki útskýrt neitt, hann gat ekki gert sig skiljanlegan, gat ekki klætt sugsanir sínar í neinn þann búning, sem gerði þær aðgengi- legar fyrir nokkurn mann, sem á hann hlustað. Og það frem- ur en nokkuð annað var ef til vill orsökin til þess, að mörg- um fanst Sigurður vera heimskur maður. Samvera okkar þennan dag endaði með því, að við fórum til kvöldguðsþjónustu hjá ein- hverjum ofsatrúarsöfnuði, sem hélt samkomur sínar uppi á lofti í húsi einu á Ross-stræti neðarlega. Þar sagðist Sig- urður ætla að sýna mér trúar- lega heimsku og heilög fífla- læti á sínu hæsta stigi. Og það var orð að sönnu. Eg hafði aldrei fyr séð fólk velta sér á gólfinu og veina ámát- lega af eintómri trúarbragða- legri hrifningu; og þótt eg skildi minst af því sem sagt var, gat eg ekki að því gert að brosa að ósköpunum. En Sig- urður var alvarleikinn sjálfur og sagði, að hér mætti maður ekki hlægja. En þegar út á götuna kom, bölvaði hann í sand og ösku öllu þessu at- hæfi hinna frelsuðu sálna og sagði, að svona væru allir prestar og alt trúað fólk . . . eintómir vitleysingar, sem all- ir heilvita menn hlytu að hafa megnustu andstygð á. Mörgum árum seinna kynt- ist eg Sigurði betur. Hann var þá að mestu leyti hættur við iðn sína, sem var skósmíði, og farinn að gefa sig mikið við lestri. Hann las bækur um vísindi, heimspeki og félags- fræði, annað mun hann ekki diafa lesið til muna. Og það var furða, hvað hann gat kom- ist niður í þessu, jafn illa og hann var undir búinn. Hann var alveg óþreytandi við lest- urinn, og löngunin til að vita meira virtist fara vaxandi með aldrinum. Nokkrar tilraunir gerði hann til að halda fyrir- lestra og gefa út smárit um hugðarmál sín, en þær tilraun- ir báru alls engan árangur, meðfram af því, að hann gat aldrei komið orðum að því, sem hann vildi segja, svo nokk- urt lag væri á. Hann var gífuryrtur og harð- ur í dómum um alla, sem höfðu aðrar skoðanir en hann, og hann var allra manna ó- lægnastur á að sannfæra aðra, Iþví að um leið og einhverju, sem hann sagði, var mótmælt, ýfðist skapið, og þá varð tal hans venjulega svo þjösnalegt, að fáir gátu á hann hlustað lengur. Oft tók hann til máls á mannfundum, þar sem um- ræður fóru fram. Og flestir hættu að hlusta, þegar Sigurð- ur tók til máls. Það var sama sagan, hugsunin var óijós og málið stirfið. Uppáhaldshöfundar Sigurð- ar í heimspekinni voru efnis- hyggjurithöfundar frá miðri nítjándu öld, Buechner og , fleiri. Eg held hann hafi skilið þá furðu vel, og hann bar tak- markalausa virðingu fyrir viti þeirra og þekkingu. Væri hon- um bent á, að sumt í skoðun- um þeirra væri orðið úrelt og æði vafasamt, þá helti hann úr skálum bræði sinnar yfir hausamótunum á þeim, sem gerðust svo djarfir að and- mæla nokkru, sem þessir meistarar hefðu sagt. Hann reyndi af alefli að kafa til botns í hugmyndunum um eðli efnisins, útskýringum vísindanna á atómum, elek- trónum og rafmagni. Hann las, og hann setti saman á alveg óskiljanlegu máli heila stafla af athugasemdum og útskýr- ingum frá sjálfum sér um þessi efni. Hann bað kunningja sína að lesa þessi skrif sín, en flestir gáfust upp á því, þegar þeir höfðu litið yfir tvö eða þrjú fyrstu blöðin. Hann tók lang- ar klausur upp úr bókunum, sem hann las, og hélt að hann hefði samið þær sjálfur. Hjá honum varð alt að þoku og reyk, og þó var ávalt undir niðri löngunin til að vita meira og meira. Hvað lundarfar snertir, átti Sigurður mikið skylt við ofsa- trúarmennina, þá menn, sem ávalt eru vissir í sinni sök, sem halda, að þeir hafi fundið allan sannleikann, eru ókrítiskir og þola ekki mótspyrnu. Hann hafði það, sem á ensku er kall- að “one track mind”, einstreng- ingsskapur og viss tegund af þröngsýni voru yfirgnæfandi hjá honum. Við enga menn var honum jafn illa og presta, eða svo talaði hann. Og samt gekk hann stöðugt í kirkju og hlust- aði á ræður presta; og tók bet- ur eftir þeim en margur annar. Hann var vanur að segja, að hinir frjálslyndu prestar væru ofurlítið skárri en aðrir stétt- arbræður þeirra, en furðulega væru þeir samt skilnings- og þekkingarlausir. Undir niðri hafðí hann ekki svo lítið uppá- hald á sumum prestum, þó hann bölvaði ræðum þeirra og þeim sjálfum fyrir heimskuna. Hann var náttúrlega ekki ávalt sjálfum sér samkvæmur frem- ur en flestir aðrir. A Það er til dálítil saga um annan Vestur-sllending, sem líka er einkennilegur maður, ofsatrúarmaður, sem h'efir rit- að hið óskiljanlega rugl um trúmál. Vel getur verið að sagan sé tilbúningur, en hún er góð fyrir því. Þessi maður var eitt sinn á ferð og kom til ensks bónda, sem bjó í grend við ís- lenzka bygð. Bóndi þessi var alþektur fyrir trúaráhuga, en hann þótti miður gestrisinn og hafði venjulega úthýst, er menn báðu hann gistingar. — Bóndinn talaði mikið um það, hversu miklir orðhákar sumir Islendingar væru og óguðlegir menn frá hans sjónarmiði, og lét í ljós þá skoðun, að það væri meira en lítið vafamál, hvort að slíkir menn ættu vísa sáluhjálp. Þá svaraði hinn . . . “En þeir úthýsa aldrei” . . . Sigurður Vilhjálmsson var fá- tækur maður og hús hans var fátæklegt, en þar mun aldrei hafa verið vísað á bug þeim, sem leituðu þar skjóls. Og margir gistu þar lengur eða skemur; og léttvæg mun borg- unin, sem húsráðandinn fékk, hafa stundum verið. Mesta góð- menskan er stundum falin í smáum verkum, sem ekki er mikið tekið eftir, en þau verk sýna innrætið. Og þrátt fyrir hinn hrjúfa skráp, bar Sigurð- ur í brjósti sér samúbarkend, sem ekki gat visað mönnum út á gaddinn. Tvö vestur - íslenzk skáld hafa minst Sigurðar fallega i ljóðum. Það er vel farið. Við, sem þektum hann nokkuð vel, minnumst hans hlýlega, þó að maðurinn væri einkennilegur og raun væri stundum á hann að hlusta. G. A. SAMBÚÐ ÍSLENDINGA OG SETULIÐSINS Rœða forsœtisráðherra Islands á skólastjórafundinum Hermann Jónasson forsætis- og kenslumálaráðherra boðaði fyrir nokkru skólastjóra gagn- fræðaskóanna, alþýðuskólanna og ýmsra annara skóla til fund- ar og hófst þessi fundur kl. 10 árdegis í dag. Setti forsætis- ráðherra hann með ræðu og fer útdráttur úr henni hér á eftir. — Eg býð ykkur alla vel- komna til þessa fundar, sagði forsætisráðherra. Eg hygg, að okkur Islendingum, sem höfum tekið upp svo mikið af nýung- um í skólamálum á seinni ár- um væri þörf á því að skóla- menn hefði tækifæri til þess meir en verið hefir, að koma saman til funda og bera saman ráðin. Þótt þessi fundur sé boð- aður vegna sérstakra ástæðna mætti vel svo fara, að hann yrði upphaf þess að slík mót skólastjóranna yrði upp tek- inn. Enda á engan hátt svo að skilja, að ekki verði rætt á þessum fundi, ef þörf þykir, fleiri mál en það eitt, sem er tilefnið til fundarins. Forsætisráðherra vék síðan að því, að hann hefði boðað til fundarins til að ræða við skóla- stjórana um sambúðina við hinn útlenda her, sem dvelur um þessar mundir í landinu. 1 landinu væru nú tvær þjóðir, íslendingar og útlendur her. Það myndi nú vera meiri her á landi í hlutfalli við tölu landsmanna en í nokkru öðru landi. Þessu sambýli fylgdi mikill vandi — meiri en við höfum gert okkur fulla grein fyrir. Nokkur reynsla væri nú komin á sambúð Islendinga og herliðsins. Hinir brezku að- komumenn hafa yfirleit komið vel fram — með fáum undan- tekningum eins og verða vill í fjölmennum liðssafnaði. — Brezka herliðið sem heild hefir áreiðanlega fullan hug á, að mistök í því efni eigi sér ekki stað. Forsætisráðherra mintist á þær veilur, sem hefðu verið á framkomu íslendinga sjálfra. Fyrstu vikurnar hefði borið á því, að ýmsir unglingspiltar — oftast undir áhrifum víns — hefðu sýnt Bretum nokkra ó- kurteisi. Þetta hefði leitt ti nokkurrar óánægju. En eftir- lit með drukknum mönnum Kjósendur í 2. deild—kjósið til framfara, einingar og hagnaðar í bœjarstjórn FLOKKSLEYSINGJA FYRIR FULLTRÚA Fyrir bæjarráðsmenn C. RHODES SMITH GARNET COULTER Fyrir skólaráðið MARY E. JENKINS JAMES BLACK VERK ÞEIRRA ÁÐUR TALA FYRIR ÞA Greiðið snemma atkvœði A FÖSTUDAGINN “Hvernig get eg bezt látið í ljósi traust mitt á fulltrúa- stjórn? Hvernig get eg sýnt einlægni mína í verkinu? — Með því að greiða atkvæði í hvert skifti sem mér gefst tækifæri til þess.”—Life. Civic Election Committee 218 Curry Bldg. Simar 97 932 — 97 934 hefði verið aukið og eins reynt að gæta þess vandlega, að Is- lendingar kæmu í hvívetna kúrteislega fram við setuliðið. Drukknir menn væru “teknir úr umferð” og valda því ekki lengur árekstrum. Því væri jafnframt treyst, að enskir her- menn væru ekki drukknir á al- mannafæri. Fleiri veilur hafa komið í ljós, hélt forsætisráðherra á- fram. Ýmsir slæpingjar og auðnuleysingjar hafa við öll tækifæri reynt að hanga í her- mönnum, oft til þess að sníkja vindlinga og áfengi. Sumir bíl- stjórar hafa líka reynt að gera hermenn að féþúfu í sambandi við bifreiðaakstur, brennivíns- kaup og kvenfólk. I sambandi við áfengið myndu bráðlega verða gerðar sérstakar ráðstaf- anir. Síðast en ekki sízt hefði framkoma nokkurs hluta kven- þjóðarinnar verið með þeim hætti, að til stórrar vansæmd- ar og stórrar ógæfu horfir. Mikið af þessum mistökum, sagði forsætisráðherra, stafar af lélegu uppeldi og skapgerð- arbrestum. Þjóðin er líka á menningarlegu gelgjuskeiði, þar sem mikið af henni hefir á örskammri stund farið að búa í bæjum í stað þess að vera í sveit. Því verður heldur ekki neitað, að það hefir verið gert alt of lítið til að leiðbeina al- menningi, sérstaklega ung- mennum, og skapa almenn- ingsálit, stefnu og aðhald í þessum málum. Þótt undarlegt sé, sagði for- sætisráðherra, er sambúðin öðrugri viðfangs vegna hins rótgróna vinfengis, sem verið hefir um langan aldur milli Is- lendinga og brezku þjóðarinn- Framh. á 7. bls. JOHN S. BROOKS LTD. DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bæði vörugæðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður iyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.