Heimskringla - 11.12.1940, Síða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 11. DES. 1940
“This Advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not
responsible for statements made as to the quality of products advertised.”
SAMSÆRIÐ
En nú hafði hann næði til að finna hve
hungraður hann var. Hann hafði ekki borðað
neitt nema brauðsneiðarnar, sem hann tók
frá ferðamönnunum og tók nú hungrið að
pína hann. Með því að kveikja á einni eða
tveimur eldspýtum, fann hann hið fallega,
litla eldhús, og sér til mikillar ánægju fann
hann þar rafmagnshitunartæki með katli
yfir, á hillu einni fann hann te og könnu með
mjólk í. Þetta sannaði honum það, sem hann
hafði hálfvegis óttast, að gamli fiskimaður-
inn kæmi þarna á hverjum degi. Hann hitaði
sér nú vatnið og bjó sér til te. Þetta hresti
hann mikið auk þess fann hann blikkkrukku
með niðursoðnu kjöti í, hann settist að þess-
ari fæðu, sem ásamt sneið af þurru brauði
var einhver besta máltíðin, sem hann hafði
smakkað.
Hann var tæplega búinn að hreinsa alt
upp og láta alt á sinn stað, þegar síminn
hringdi. Hann greip áhaldið.
“Hallo,” heyrði hann rödd, sem hann
þekti vel segja. “Er þetta nr. 15 í Helworthy?”
“Já,” svaraði Mollison. “Ert það þú
Philip? Við hvern heldur þú að þú sért að
tala. Getur þú ekki getið þér þess til?”
Hann heyrði að hinum hnykti við af
undrun og nú varð löng þögn.
“Ó, þetta er alveg rétt. Manstu eftir
Mollison?” sagði Mollison.
“En minn kæri vinur----”
“Æ, þegiðu nú bara. Eg á við náung-
ann, sem lenti í klandrinu út af árásinni, sem
hann átti að hafa gert. Þér þótti einu sinni
mjög vænt um hann.”
“Já, það þótti mér og þykir enn,” svaraði
hin karlmannlega rödd. “Eg mundi gera alt,
sem eg gæti fyrir hann. Eg er sannfærður
um sakleysi hans, en segðu mér meira um
hann. Hefir nokkuð komið fyrir hann?”
“Það er nú einmitt ógæfan,” sagði Molli-
son glaðlega, því að nú var hann öruggari.
“Eins og þú veist er eg Jíka vinur Mollisons
og nú sem stendur dvel eg í húsi Sir Marstons
hér í Marston; eg ætlaði sem sé að reyna að
fá að tala við Mollison hér í fangelsinu, en í
morgun þegar hann var að vinna að vegagerð
með félögum sínum uppi á Böðulsberginu
féll hann fram af brúninni og ofan í sjó og
beið auðvitað bana af. Þú þekkir þann stað
alveg eins vel og eg.”
“Já, eg þekki vel þá strönd.”
“Já, þetta var mjög raunalegt,” svaraði
hinn. “Manstu ekki eftir þegar þessi vesal-
ings vinur okkar klifraði upp á kollinn á
Böðulsberginu og niður aftur. Það er skrítið
að hann skyldi láta líf sitt á þeim stað.”
“Já, það finst mér líka,” svaraði Trevor,
“en er Sir Marston þarna?”
“Ó nei, eg er aleinn í húsinu. Enginn
veit að eg ér hér. Eg hefi nú verið að hugsa
um hvort þú gætir ekki komið hingað yfir
um á morgun og komið með fáeina hluti
handa mér. Þú skilur við hvað eg á.”
“Ö, eg skil vel hvað þú meinar. Biddu
svolítið, eg ætla að líta eftir þessu í ferða-
áætluninni . . . ertu þarna? Eg sé að eg get
komið yfir um klukkan sex. Eg ætla að aka
frá Helworthy og heimsækja þig í sumar-
húsinu.”
“Það er gott,” svaraði Mollison, “en
komdu ekki fyr en dimt er orðið, því að eg
verð máske úti. Hvernig væri að þú biðir í
veitingahúsinu niður við ströndina, og kæmir
svo í kring um kl. tíu.”
“Já, það get eg auðveldlega gert,” sagði
Trevor. “Vertu þá sæll á meðan.”
Er Mollison sneri sér frá símaáhaldinu
stóð hann andspænis ungum manni með gáfu-
legt andlit. Hann var prúðbúinn. Hann
horfði á Mollison í fangafötunum og athugaði
hann frá hvirfli til ilja, og því næst rétti hann
Mollison hendina, sem gerði hann ekki lítið
undrandi.
“Komið þér sælir,” sagði hann. “Komið
þér blessaðir og sælir. Eg er vissulega allra
manna lánsamastur. Eg er sem sé í bansettri
klípu og féll þá rétt í fangið á manni, sem
getur hjálpað mér út úr henni. Mig langar
ekkert til að særa tilfinningar yðar, en nauð-
synin, sem brýtur öll lög neyðir mig til að
leggja fyrir yður fremur ósvífna spurningu
og hún er þessi: Eruð þér dulbúinn, eða er sú
skoðun mín rétt að þér séuð í raun og veru
glæpamaður?”
“Fyrst þér spyrjið svona blátt áfram,”
svaraði Mollison gremjulega, þá er eg í raun
og veru glæpamaður. Þér virðist að vera
herramaður,” bætti hann við, “og eg er alger-
lega á valdi yðar. Alt sem eg bið yður um
er að þegja í sólarhring yfir því að eg er
hérna.”
Ókunnugi maðurinn brosti á sinn vin-
gjarnlega hátt.
“Það megið þér reiða yður á að eg geri,
félagi góður,” svaraði hann. “En eg skal
gera eina uppástungu, oghún er einföld mjög.
Ef þér viljið skifta fötum við mig, er leynd-
armál yðar vel geymt hjá mér. Viljið þér
gera það?”
10. Kapítuli.
“Skifta fötum við yður?” át Mollison
eftir honum, “skifta—” Hinn maðurinn hló
hjartanlega og hafði sá hlátur góð áhrif á
Mollison.
“En kæri herra, það er einmitt það, sem
eg sagði.”
“En eg get ekki skilið þetta,” sagði Mol-
lison. “Eg var rétt í þessu að segja yður, að
eg væri glæpamaður, og að eg hafi flúið frá
Slagmoor fangelsinu.”
“Já, auðvitað eruð þér það. Þessvegna
er þetta svona ágætt og spaugilegt. Annars
er þetta víst ekkert spaug frá yðar sjónar-
miði. Því að það getur ekki verið neitt
spaugilegt fyrir mann, sem er fæddur og upp-
alinn sem herramaður eins og þér, að hann
skuli vera undir merki hinnar breiðu örvar.”
Þessi hluttekning í orðum mannsins
snertu réttan streng í huga Mollisons.
“Finst yður ekki réttara að við reynum
að skilja hvor annan,” sagði hann. “Fyrst
og fremst býst eg við að þér hafið rétt til að
vera hér, en eg ekki.”
“Ó, því ættum við að tala um það,” svar-
aði hinn brosandi. “Eg skil þetta ofur vel.
Yður hefir tekist að flýja úr fangelsinu —
sem annars var f jári vel af sér vikið — og eg
býst við að þér séuð að leita að einhverskon-
ar dulargerfi, nú vill svo einkennilega til að
eg þarfnast þess líka. Gefið mér þennan
raunverulega einkennisbúning yðar og í stað-
inn gef eg yður þessi föt, sem klæðskeri einn
í Band stræti hefir sniðið, auk þess fylgir
veskið mitt, en í því eru tíu pund sem yður er
velkomið. Þegar við höfum skift fötunum,
farið þér leiðar yðar og eg mína, og ef við
skyldum hittast aftur, sem er næsta óliklegt,
þá verður það sem ókunnugir menn ef það er
ósk yðar. En mér líst vel á yður, vel á and-
lit yðar og framkomu. Mér er óhætt að
spyrja yður hvert þér eigið nokkra vini, sem
vilja hjálpa yður síðar meira.”
“Já”, svaraði Mollison. “Það vill svo-
leiðis til að eg þekki Marston mjög vel og
eg vissi að húsið hans Sir Manleys Marstons,
stóð autt um þennan tíma ársins. Eg hefi
símað vini mínum einum í Plymouth og
kemur hann hingað til mín annað kvöld. Þér
sjáið að eg gef mig yður algerlega á vald.”
“Eg mun heldur ekki bregðast trausti
yðar,” svaraði hinn. “Þér þurfið ekki að
bera neirtn kvíða út af því. Það er mjög
heppilegt að eg á hér heima.”
Nú dettur Mollison eitt í hug.
“Það skyldi þó aldrei vera að þér séuð
Roy Gillette?”
“Hamingjan góðasta. Þér skylduð þó
ekki vera Raymond Mollison?”
“Já, eg er Raymond Mollison eins áreið-
anlega og eg veit að þér eruð Roy Gillette.”
Hinn maðurinn rétti fram hendina mjög
innilega og einkennilegur Ijómi skein úr aug-
um hans.
“Þetta er mjög furðulegt,” sagði hann.
“Þegar eg sagði áðan að þér væruð sak-
laus, þá vissi eg hreint ekki hve nálægt sann-
leikanum eg komst. En góði vinur. Eg veit
að samsæri, svívirðilegt samsæri hefir verið
gert gagnvart yður og þetta síðasta ár hefi
eg varið öllum mínum kröftum til að rann-
saka það. Mér hefir ennþá ekki hepnast að
skilja þetta til fulls, en eg er á réttri leið.
Hafið þér nokkru sinni heyrt nefndar mann,
sem heitir Argo Marne?”
“Nei, aldrei á æfi minni,” svaraði Mol-
lison.
“Nei, líklegast ekki. En hafi eg ekki
rangt fyrir mér er hann frændi yðar. Lítið
þér nú á, Mollison. Eg datt ofan á nokkuð í
ákærunni, sem gerð var gagnvart yður, og
þessvegna fór eg til Argentinu. Eg var ekki
eins heppinn ogieg bjóst við, en mér er óhætt
að segja yður, að mér miðar áfram og þegar
því er öllu Ijóstað upp, verður málið leitt yfir-
völdunum fyrir sjónir sem hin fyrsta mikla
tilraun leikflokks míns. En ennþá er mikið
ógert og eg þarfnast hjálpar. Ennþá eru
sérstakir þræðir, sem eg hefi ekki hand-
samað ennþá, en eg næ kannske í þá hvenær
sem er. Það getur kannske orðið í kvöld, því
sjáið þér til Marne ætlar að hafa grímudans
heima hjá sér, og þessvegna þarf eg að fá
fötin yðar lánuð.
“Þér hafið þá sjálfur engin föt?”
“Jú, það hefi eg, en kistan mín með þeim
hefir lent í óskilum. Svo fór eg hingað því að
eg vissi að frændi minn hefir fjölda alls-
konar búninga til og frá um húsið. Eg braust
því inn hér til þess að ná í einn þeirra.”
“En yður hefir ekki verið boðið.”
“Það má vel vera, en eg hefi hérna
spjald, sem vinnur sama gagn. Sjáið þér nú
til. Núna eru sumir bestu leikendurnir mínir
úti á heiðinni nælægt Chilstone kastalanum.
Þar hefi eg sjálfur vagn, sem eg borða og sef
í, og þegar eg frétti í dag að Marne ætlaði að
hafa þennan grímudansleik, ákvað eg að vera
þar líka. Eg handtók því einn gestinn, sem
var á leið til kastalans og sefur nú sá aumi
unglingur í vagninum mínum og er undir á-
hrifum svefnlyfja, sem honum voru gefin.
Yður finst nú þetta kannske ósvífinn fram-
gangsmáti, en eg á í höggi við háskalegan
fant. Eg verð að vera í Chilstone höllinni í
kveld og vera í grímubúningi, svo að Marne
þekki mig ekki ef hann sér mig. Lánið mér
nú fötin yðar og hjálpið mér til að komast í
þau. Eg held eg hafi snöggklipta rauða hár-
kollu og liti svo andlitið dökkleitt, svo að
bestu vinir minir gætu ekki þekt mig. Komdu
nú og hjálpaðu mér. í nafni Júpíters!”
Gillette þaut á fætur, því að honum hafði
! dottið snjallræði í hug. “Þetta er ágætis
hugmynd,” hrópaði hann. “Því komið þér
ekki þangað líka?”
“Eg að fara þangað líka?”
“Einmitt,” svaraði Gillette rólega. “Minn
kæri vinur. Þér gætuð orðið mér til ómet-
anlegs gagns. Við finnum eitthvert nafn
handa yður og þér komið þangað sem vinur
minn, og hvað grímubúninginn snertir þá
eru eitthvað um hundrað þeirra undir þessu
þaki. Fyrirmyndirnar hans frænda míns nota
þá, er hann málar ýmsar hetjur úr fortíð-
inni. Hér er búningur pilagríms, það er
ágætt. Síð skikkja og fáránlegur hattur og
andlit yðar alt hulið í skeggi. Þá verðið þér
ágætur Robin. Nú hvað segið þér um þett?”
Mollison hristi höfuðið.
“Það er mikil áhætta, Gilette. Ef eg verð
þar sem eg er þangað til annað kvöld og
Trevor kemur, kemst eg áreiðanlega út úr
landinu án nokkurra vandræða. Þér sjáið
hvað eg á við.”
“Já, en hvað svo? Yður mundi aldrei
líða vel. Þér verðið að fara huldu höfði í
framandi landi, en eg efast um að yður líði
þar vel. Eg skal nú segja yður nokkuð.
Peggy Ferris er hér í þorpinu ásamt Hetty
Bond og móður hennar og eg veit þær koma
á dansleikinn í kvöld. Og ef það dregur yður
ekki þangað hefi eg engu við að bæta.”
Mollison leit upp og áugu hans ljómuðu.
“Eg kem,” sagði hann. “Segið ekkert
meira.”
11. Kap.—Á réttri slóð.
Á svipstundu breytti Gillette um fram-
komu sína. Andlit hans varð alvarlegt og
svipur hans lýsti þungum þönkum.
Eins og þér sjáið get eg ekki að því gert,
þótt eg sé gáskafullur, en eg skal reyna að
vera alvarlegur yðar vegna. Fáið yður nú
sæti og reykið einn vindling enn. Við höfum
nógan tíma og engin hætta ógnar okkur hér.
Og ef þér hafði ekkert á móti því ætla eg að
leggja einar tvær spurningar fyrir yður.”
“Eins margar og yður sýnist,” svaraði ;
Mollison brosandi.
“Jæja þá, segið mér þá fyrst. Hvað getið
þér munað um föður yðar?”
“Ekkert,” svaraði Mollison. “Hann dó
þremur mánuðum áður en eg fæddist.”
“Haldið þér að þér gætuð sannað þetta.
Þér gætuð það auðvitað með því að leita í
skýrslum stjórnarinnar, en eg vil ekki að
neinn viti um þetta. Þetta verður að gerast
á laun og fljótt líka.”
“Það veit eg vissulega ekki,” svaraði
Mollison. “Jú, það getur verið að eg geti það.
Fóstra min ætti að vita það. Hún heitir Elsie
Doride. Við vorum vön að kalla hana Elsie,
en hún heitir í raun og veru Eleva. Hún er
útlendingur.”
“Alt þetta kemur vel heim,” svaraði Gil*
lette.” Þarna höfum við lifandi vitni, sem ef j
mjög þýðingarmikið þegar til þess verður
tekið. Lítið nú á vinur minn, hvernig stend-
ur á því að fóstra yðar skuli vera útlend-
ingur?”
“Það er nú auðvelt því að móðir mín var
ekki ensk.”
“Ó, svoleiðis. En gerið svo vel og leið-
rétta mig ef það er ekki rétt að móðir yðar
var fædd í Argentínu.”
“Hvernig í ósköpunum getið þér vitað
um það?” spurði Mollison. “En Sir Marston
hefir auðvitað sagt yður frá því.”
“Já, upphaflega fræddi hann mig um
þetta. Þá sá eg ekkert þýðingarmikið við
það. En eftir fyrstu heimsókn mína í Argen-
tínu og æfintýri eitt sem eg lenti þar í, er eg
farinn að leggja tvo og tvo saman. En hirðið
ekkert um það. Faðir yðar var að minsta
kosti enskur.”
“Já, faðir minn var Mollison höfuðsmað-
ur í riddaraliðinu. Eftir því sem eg veit best
giftist hann móður minni er hún var á ferð
hér í Englandi. Hann sagði þá af sér stöðú
sinni í hernum og lifði á eignum sínum, sem
voru litlar og á eftirlaunum sínum. Þremur
mánuðum áðr en eg fæddist hálsbrotnaði
hann á veiðum.”
“Já, þetta kemur alveg heim við það sem
eg hefi heyrt. Ef upplýsingar þær, sem eg
hefi fengið eru réttar. þá reiddist móður faðir
yðar mjög yfir því að hann var ekki spurðuf
leyfis er móðir yðar gifti sig. Hann vaf
Spánverji og ættgöfugur mjög. Hann flutt-
ist til Argentínu í æsku sinni og varð þaf
stóraúðugur.”
“Þetta er alt saman nýjar fréttir,” svar-
aði Mollison. “Eg hélt altaf að faðir minU
hefði látið eftir sig nógu mikið til að ala mig
upp og menta mig.”
“Það er röng hugmynd hjá yður,” svar-
aði Gillette. “Frá þeirri stund, sem móður
yðar giftist, heyrði hún aldrei neitt frá föður
sínum. Ættardramb hans var nokkurskonar
sjúkdómur. Hann var aðalsmaður og hafði
ætíð alið þá ósk, að dóttur hans giftist inn í
einhverja spönsku aðalsættina. Ef þér hittið
hina gömlu fóstru yðar mun hún sanna sögU
mína. Mig langar til að þér talið við hana
þótt það verði auðvitað ekki núna, sé annarS
hægt að reiða sig á hvað hún segir?”
— —
for the MEN!
O’COATS SUITS FURNISHINGS Easy
Alpine, Chinchillas, English Worsteds SHIRTS, TIES,
Fleeces, Elysians, and Tweeds SOCKS, SCARFS Terms
etc. many with two pants and
Sg^.SO to $42-50 $20.50 and up FANCY SETS
PCDRTAGE Ave. KING’S Ltd. =5