Heimskringla - 29.01.1941, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.01.1941, Blaðsíða 1
 The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” ‘The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 Í ALWAYS ASK FOR— | “Butter-Nut ! Bread” ; The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. 1 LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 29. JANÚAR 1941 NÚMER 18. 4' HELZTU FRETTIR - - ^rá Rúmaníu Byltingin í Rúmaniu hefir hú, eftir fráttum að dæma, verið stöðvuð. Að hún hafi Verið meiri og alvarlegri en úr hefir verið gert, er ekki vafi á. í Búkarest einni, höfuðborg- mni, hafa verið husluð full 2000 lík eftir uppþotið. Það hiun um skeið hafa litið svo út, Sem byltingamenn ætluðu að sigra. Þeir voru ein 30,000 að tölu og höfðu margar borgir í ftúmaníu orðið á valdi sínu. En her nazista, sem þarna er ann- aðhvort að bíða eftir því að stökkva á Grikki, eða til að fá sér að éta, kom stjórn Anton- eseu til bjargar. Fyrir honum hrukku uppreistarmenn og eru pú annað hvort úr sögunni eða i felum uppi í fjöllum. Á byltingu þessari stóð þann- að rúmenski herinn (The Iron Guards), þoldi ekki yfir- S&ng nazista hersins í Rúman- lu- Almenningi hefir auðvitað einnig verið ofboðið með þv. En stjórn Ion Antonescu reyndi að ^hiðla málum til að afstýra stríði. Fyrir þetta reis hans eigin her upp á móti honum. Byrjun þessarar sögu er skrítin. Þjóðverjar mynda á laun þennan landvarnarflokk Búmaniu, í því einu skyni að steypa Carol konungi og stjórn hans. Það var gert til þess að únaga úr áhrifum Breta í land- lnu. Þetta hepnast nazistum með þessum landvarnarflokki, rUmensku nazistunum. Og þá kusu þeir Antonescu til að stjórna. En nú rísa þesir ná- Ungar upp á móti sinni stjórn °S þýzkum nazisma, sem þeir Unnu áður að, að gróðursetja í ^úmaníu. Nazisminn er ekki 1 raun og veru það sem hann Var sagður að vera. Það sáu heir nú og voru búnir að kenna u og ætluðu að bylta honum af Ser- En það var nú um seinan; sJálfra þeirra býður nú öxin e^a að flýja land. Að baki upp- reistarflokkinum er sagt að staðið hafi Horia Sima, aðstoð- arforsætisráðherra í Rúmaníu. ■^tla menn hann hafast við á laun uppi í fjöllum, með leifar úppreistar-hersins. Það hefir úla borgað sig fyrir þessa menn að svíkja land sitt og hjóð og gerast sprautur Hitlers. Tyrkir hvergi smeykir Um miðja síðast liðna viku, :Gt stjórnarformaður Tyrkja, úönu, það mjög ákveðið í ljós 1 útvarpsræðu, að ef Hitler héldi ijneð her sinn inn í Búl- fúnu, yrði Tyrkjum að mæta. Áyað hann mikið af her Tyrk- junds nú kominn til Þrakíu og íða þar átekta. Menn hafa lengi óttast, að Bitler mundi á þennan hátt feyna að koma Mussolini til íargar í Grikklandi. Það hefir ekki verið sjáanlegt, hvað hann meinar annað með því að hrúga Sv° miklu herliði til Rúmaníu Sem raun er á. Stígi Hitler fæti inn í Búl- fariu, munu öll Balkan-löndin efjast handa og standa á móti j • (Balkan-löndin eru Tyrk- únd, Grikkland, Júgóslavía og úlgaría). Til samans hefðu á að skipa. Hann verður að hafa nokkurt lið í Rúmaníu til að halda öllu þar í skefjum. Og reyni Hitler að ná í Bret- ann með því að fara yfir Tyrk- land, getur hann reitt sig á að við berjumst. Tyrkir missa ekki móðinn við að frétta um að Hitler og Mussolini eigi fundi með sér á ónefndum stöð- um upp í Alpafjöllum. Þeir verða að koma nær oss en það. Við börðumst á 8 vígvöllum í síðasta stríði. Á einum yrði það ekki erfiðara. Annars er- um vér ekki farnir að sjá það, að Hitler fýsi að draga Tyrk- land og Júgóslavíu inn í þetta stríð. Það væri óðs manns æði af honum. En hann um það. Við erum að auka mikið út- flutning á nautpeningi og hveiti til Grikklands, auk ann- ars, sem þá vanhagar mest um.” ToÍiruk fallin hau úm 100 hersveitir, segir S0etisráðherrann, og í ofan- fluglið Breta. ^ann bætir við: t apríl getur Hitler í mesta agi haft þarna 16 herdeildum Tobruk, næsta stórborgin við Bardía, í Libyu, gafst upp s. 1. miðvikudag. Um 30,000 manns var í borginni. Voru 14,000 teknir fangar. Er ætlað að 110,000 ítalskir hermenn hafi nú alls verið herteknir í Afríku. Einar 200 byssur af öllum teg- undum og urmul skriðdreka, mótorhjóla og vagna komust Bretar þarna yfir. Er þvi nú spáð, að í Afriku fari að þverra mótstaða ítala, nema því að eins að Hitler reyni að koma flugher sínum suður. En ekki virðast Bretar mjög bángnir út af því; þeir segja það dreifa flugher Hitl- ers. Egyptar fagna þessum sigri Breta og telja víst að í apríl í vor verði borgirnar Derna og Bengasi komnar í hendur Breta og með því öll Libya. 1 Eritrea eru Bretar komnir lum 80 mílur inn í landið að J vestan. ítalir eru einnig þar á i flótta. I Hepburn vill láta prenta 480 miljón dollara Eitt af því sem Hepburn, for- sætisráðherra Canada hreyfði á ráðherra fundinum í Ottawa, var að stjórnin gæfi sjálf út 480 miljón dollara í peningum í við- bót við það sem nú er gert. Kvað hann ekkert betra ráð til að bæta hag landsins. Hann sagði auðsuppsprettur nægar til að vinna, mannafla nógan, en féð skorti, vegna þess að lánfélög og bankar settu ofháa vexti á lánin. Þessvegna stæði nú hnífurinn í kúnni fyrir sam- bandsstjórn með alt hennar herstarf, að hún vildi ekki gera það peningavaldinu á móti, að hafa þennan gróða af því. Út af þessu standa nú öðru hvoru napuryrði í blöðunum milli Hepburns og Mr. Usley, fjármálaráðherra sambands- stjórnar. Telur Mr. Usley þetta verðfall á peningum í Canada sem af þessu leiði, verða vatn á myllu óvinaþjóðanna, en Mr. Hepburn svarar með því að ekkert hafi fært óvinunum meiri sálarfrið en að King- stjórnin skyldi vera við völd er stríðið skall á og sé það enn! Að öðru leyti styður Hep- burn mál sitt með því, að verð- fall verði ekki á peningum fyr- ir þetta, því nýjar athafnir hafi skapast með stríðinu, er meira en bæti upp viðbót þessa veltu- fjár landsins. Hitler giftur Júðakvinnu? I British Calumbia er maður, George Kluck að nafni, er held- ur því fastlega fram, að Hitler hafi eitt sinn verið giftur konu af Gyðingaættum. Hann segir konuna hafa verið frá Wos- ciska í Galizíu. — Kluck er Úkraini og æfði Hitler, er hann var kallaður í herþjónustu 1905. j Hitler segir hann hafa verið skapillan og seinan að nema. Samt hefði hann orðið korpór- al. Audre Kluck, frændi George, er á skóla gekk með Hitler, sagðist hafa með eigin augum séð 1924, konu Hitlers á lífi. Hann heldur og fram, að Hitler sjálfur sé af Gyðing- um kominn og þurfi ekki langt að rekja ætt hans til hreinna Gyðinga. Þessi Kluck kom til Canada eftir stríðið, var um skeið tré- smiður í Winnipeg, en stjórnar nú verkstæði, er þakspón fram- leiðir. Bandaríkin hafa afnumið bannið á sölu á flugvélum til Rúslands. Það var löggilt, er Rússar börðust móti Finnum. Þetta er talið vináttuvottur meira en nokkuð annað, því flugför þau er Bandaríkin geta framleitt og verið án, eru pönt- uð af Bretum. Hitt er vís£, að bæði Bretar og Bandaríkja- menn hafa verið að reyna að vinna vináttu Rússa um langt skeið. * * * Það er nú enginn draumur, að Hitler er búinn að senda nokkurt fluglið til Italíu og Al- baníu til aðstoðar Mussolini. En betur má ef duga skal segja Bretar, því þeir segjast geta haft nægan flugflota að taka á móti Hitler á Miðjarðarhafinu, án þess að saki vörnina heima fyrir. Öxul-fóstbræðurnir gerðu harðar árásir á eyjuna Malta, við suðurodda ítalíu í þrjá daga nýlega, en unnu sama og ekkert á. En 39 flugskip þeirra voru skotin niður. Menn efast um að Hitler hafist mikið að fyrri en með vorinu. * * * Wendell L. Willkie lagði af stað í flugvél frá New York til Englands s. 1. miðvikudag. — Hann fór að sjá sig um á Eng- landi og finna Churchill, að sagt er og í fullu umboði Roose- velts forseta. Willkie hefir lýst yfir fullu fylgi við her- málastefnu Roosevelts og er með aðstoðinni til Breta. Hann hefir lagt ágreiningsmálin í kosningunum síðustu á hilluna, sem er ærlegt og sýnir vel ein- kenni vestræns frelsis. 1 blöð- um s. 1. mánudag, sagði það af ferð Willkies, að hann ætlaði að heimsækja Eire. Geta menn sér til að hann hafi ætlað að tala við DeValera um stríðs- málin og þörf Breta á flugstóð á Suður-frlandi. * * * Morgenthau, fjármálaritari Bandaríkjanna, sagði í efrimál- stofu þingsins í gær, að Bret- land, Grikkland og Kina gætu ekki haldið áfram að berjast, ef þau fengju ekki vopn frá Bandarikjunum. Hann mintist á að 2000 flugvélar, sem Bret- um hefðu verið ætlaðar, væru ekki sendar af því peningarnir kæmu ekki fyrst fyrir þær. Einn senatorinn (Conally, demókrat frá Texas) spurði, hvort satt væri, að Bandaríkin hefðu ekkert enn gert fyrir stríðið og hvort Bretar hefðu greitt í peningum fyrir alt sem þeir hefðu fengið til þessa dags. Morenthau svaraði ekki spurningunni. Hélt þá Connally áfram: “Sannleikurinn er, að Bandaríkin eru ekki að veita Bretum neina hjálp í stríðinu. Verksmiðjuhöldar vorir selja Bretum alt sem þeim er sent með fullum hagnaði eða gróða.” “Þetta er hið sanna”, sagði Morgenthau. Eg veit það,” sagði Connal- ly. “Þeir eru margir, sem álíta aðstoð til Breta fólgna í þessu einu en ekki öðru. * * * Rodolfo Graziani, yfirhers- höfðingi ítala í Libyu, kvað hafa verið rekinn frá stöðu sinni. Eftir fyrstu ófarir Itala við Sidi Barrani, kvartaði Graziani undan því við ítölsku stjórnina, að herinn hefði engin nútíðar vopn og hermennirnir hefðu ekki einu sinni stál húf- ur á höfðinu. Stjórnin reiddist þessu ofan á ófarirnar. Því er Graziani nú léttvægur fundinn. * * * í Albaníu hafa veður dálítið skánað og er meira hafst að í stríðinu vegna þess en áður. ítalir hafa þar nú orðið mikið af skriðdrekum og flugliði, er flýgur með jörðu og gerir Grikkjum óskunda. Samt er heldur um sókn að ræða af Grikkja hálfu. En Italir eru að gera hvert varnarvirkið fyrir aftan annað og ætla sjáanlega ekki að láta hrekja sig lengra. Segja þeir öftustu virkin bezt og þaðan verði sótt að Grikkj- um, er timar líði. Þórhallur Ásgeirsson tlR SUÐRINU (Fréttamolar) ÍSLANDS-FRÉTTIR Frézt hefir að Þórhallur Ás- geirsson, sonur Ásgeirs Ás- geirssonar fyrverandi forsætis- ráðherra íslands, hafi verið ráðinn til að halda ræðu á Frónsmótinu 25. febrúar í Win- nipeg. Hann er í Minneapolis í vetur við nám. Ræðu hélt hann þar á ensku um ísland og þótti mönnum mikið til hennar koma. Hann hlakkar til að sjá Winnipeg-lslendinga og mun dvelja fjóra daga hér nyrðra. Þá hefir heyrst, að Chicago- íslendingar haldi goðablót sitt föstudaginn 7. febrúar. Höfum vér fyrir satt, að Thor Thors frá New York flytji þar ræðu. Þetta mun vera árs-samkoma Vísis. Hún er haldin í norska klúbbnum vlð Kedzie Boule- vard í Chicago. Eitt sem lesendum Heims- kringlu kann að þykja einhver frétt í, er að Vilhjálmur Stef- ánsson, sem nú er á fyrirlestra- ferð um landið, flytur ræðu á samkomu í Minnesota-háskóla fimtudaginn 6. febrúar, kl. 11.30 f. h. Klukkustundin er tekin fram af því, að ræðum við þetta tækifæri verður út- varpað yfir WLB stöðina; bylgjulengd er 760. Þó stöð þessi sé ekki nema 5000 vatta, er mér kunnugt um að heyrst hefir vel frá henni til Winni- peg. Svo var t. d. um söng kvennakórsins hér 4. des. er söng undir stjórn Hjartar Lár- usson. Þessi stöð er oft tengd KSTP stöðinni, sem Valdimar Björnsson flytur fréttir frá^kl. 9.30 á hverjum morgni. Þessa er hér getið ef Islendingar skyldu vilja reyna að ná í þess- ar fréttir. Vilhjálmur Stefánsson skrif- aði forsætisráðherra Macken- zie King út af greininni í “Time” um íslendinga um leið og hún birtist. Hann benti á hve mikið væri undir því kom- ið á þessum tímum, að vinátta væri góð milli Canada og ís- lands og taldi rétt, að krafist væri, að Canada-menn væru ekki bornir fyrir óhróðri í Bandaríkjablöðum um Island. Hann benti og á að forsætis- ráðherra gæti fengið fullkomn- ar upplýsingar um fsland frá íslenzka þingmanninum Joseph Thorson. “Time’L skrifaði hann einnig. Það hafa einnig gert, auk þeirra, sem áður hefir verið getið um Valdimar Björnsson í Minneapolis og Thor Thors í New York. Bréf Mr. Thors var 5 vélritaðar síð- ur og fróðlegt fyrir ritstjóra “Time” um ísland og íslend- inga. Hann svaraði og bréf- inu, er “Time” reit honum og hélt sér við kröfu sína um birt- ingu einhverra leiðréttinganna, serrv ritinu hefði borist út af greininni um fsland. “Time” fer að verða þetta minnisstætt. Þetta atvik kom fyrir í strætisvagni ný- lega: Brezkur hermaður var að fara út úr vagninum við eitt af íbúðarþorpum hersins. Um leið og hann steig út úr vagninum sagði hann brosandi til þeirra er í vagninum voru, en hann var þéttsetinn fólki: “Góða nót aller skrokkar.” Þessi kveðja kom mönnum mjög á óvart, en er þeir skyldu að hermaðurinn var að bjóða góða nótt, tóku þeir brosandi undir. (Englend- ingar segja “Good night every- body.” —: Góða nótt allir; every: allir — body: líkami, og þá líka kroppur, skrokkur!) —Alþbl. 19. nóv. * * * Á 15. hundrað manns við vígslu Akureyrarkirkju Hin nýja kirkja á Akureyri var vígð síðastliðinn sunnudag með mikilli viðhöfn. Biskup landsins, herra Sigurgeir Sig- urðsson, framkvæmdi vígsluna. Auk biskukpanna tveggja voru viðstaddir vígsluna 10 prestar og á fimtánda hundrað manns. Hófst athöfnin kl. 12.30 í gömlu kirkjunni. Var gengið þaðan í skrúðgöngu til nýju kirkjunnar. Biskup flutti vígsluræðuna, en Friðrik J. Rafnar flutti prédikun. Kan- tötukór Akureyrar söng. Um kvöldið var samsæti að Hótel Gullfoss fyrir forgöngu sóknarnefndar og Kvenfélaga Akureyrar. Sátu hófið um 70 manns.—Alþbl. 19. nóv. * * * Bandalag ísl. skáta fœr jörðina Úlfljótsvatn Samþykt var á bæjarstjórn- arfundi í gær, að heimila raf magnsstjóra að leigja Banda lagi ísl. skáta jörðina Úlfljóts- vatn, í samræði við borgar- stjóra. Var ekki minst á það í tillög- unni, að skátar þyrftu að greiða neina leigu fyrir jörðina. Vildi Haraldur Guðmundsson að þeim yrðu einhver skilyrði sett um jarðabætur, er samsvöruðu leigunni. En ekki bar hann fram beina tillögu um það. En að Skátar hafa hug á að leigja þessa jörð, er í sambandi við það, að þeir ætla að reka þar búskap, með þeim hætti, að félagsmenn skátafélaganna geti þar kynst sveitavinnu, um styttri eða lengri tima, lært al- geng ræktunarstörf og fengið af því bæði andlega og líkam- lega hollustu. Er hér um merkilegt uppeldismál að ræða. —Mbl. 6. des. * * * Fangabúðir í Noregi Norska fréttastofan í London skýrði frá því í gær, að Ruge yfirhershöfðingi Norðmanna hefði verið settur í fangabúðir í Þýzkalandi. í fregn frá London er skýrt frá því, að það hafi nú verið opinberlega viðurkent í Oslo, að fangabúðir hefðu verið sett- ar upp í Noregi.—Mbl. 13. des. * * * Hafsteinn'* bjargar 6000 tonna ensku skipi Fregnir hafa borist um það, að togarinn “Hafsteinn” hafi bjargað 6000 tonna vöruflutn- ingaskipi ensku, fyrir norðan Skotlandsstrendur. Þessar fregnir hafa borist með togurum, sem hingað hafa komið frá Englandi. Þessi björgun átti sér stað á föstu- daginn í hinni vikunni. Haf- steinn var á leið til Englands með fisk, og heyrðu skipsmenn þá neyðarkall frá skipi, sem var í sjávarháska. Þetta var enskt vöruflutningaskip, 6000 tonn að stærð og mun hafa verið hlaðið vörum. Skipið var neyð, rak stjórnlaust fyrir sjó og vindi; það hafði mist stýrið. Hafsteinn mun hafa bjargað skipinu, en nánari fregnir eru- ekki komnar um það, hversu víðtæk sú björgun hefir verið. Sennilegt er, að Hafsteinn hafi dregið skipið til hafnar og er lá hér um fullkomna björgun að ræða. Bæði skipin eru kom- in til hafnar. Eigandi Hafsteins er h.f. Mars í Hafnarfirði; útgerðar- stjóri Loftur Bjarnason. Stýri- maðurinn Oddur Kristinsson, var með Hafstein þessa ferð. —Mbl. 13. des. * * * Lifandi Örn til sýnis i Rvík. Undanfarna daga hefir lif- andi örn verið til sýnis á Laugavegi 18 í Reykjavík. Fundu gangnamenn úr Bisk- upstungum örninn í haust í þriðju göngum uppi í Kjal- hrauni. Lá örninn þar upp í loft í klettaskoru, skorðaður, og kominn að dauða. Var ó- mögulegt að sjá, hvernig hann hafði komist í þessa sjálfheldu. Vöfðu leitarmenn örninn í flíkur, reiddu hann til bygða og hréstu hann við. —Alþbl. 25. nóv. * * * Bókin um Winston Churchill komin út Nýlega kom bók á markað- inn, sem líklegt er að veki mikla athygli, en það er æfi- saga Winston Churchills eftir Lewis Broad. Vafalaust mun mörgum leika forvitni á að kynna sér æfi- sögu þess manns, sem hefir verið trúað fyrir því að halda um stjórnartauma brezka Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.