Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 8

Heimskringla - 26.03.1941, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MARZ 1941 FJÆR OG NÆR MESSUR 1 ÍSLENZKU SAMBANBSKIRKJUNUM Messur i Winnipeg Útvarpsmessa fer fram í Sambandskirkjunni n.k. sunnu- dagskvöld, 30. þ. m. kl. 7 e. h. undir umsjón hins Sameinaða Kirkjufélags íslendinga. Séra Guðmundur Árnason messar. Söngurinn verður undir stjórn Péturs Magnús, sem syngur einnig. Sólóistinn verður Miss Lóa Davidson, og Gunnar Er- lendsson spilar á orgelið. Út- varpað verður yfir CKY út- varpsstöð og eru menn beðnir sérstaklega að muna það, að sveifluhraða og bylgjulengd þeirrar stöðvar verður breytt næstu helgi og verður 990 kilo- cycles samkvæmt lögum skrif- að undir í Havana fyrir þremur árum, af öllum Vesturheims þjóðum. Við morgunguðsþjónustuna messar prestur safnaðarins, og tekur sem umræðuefni: “Look- ing to the Future”. Fjölmennið við báðar guðsþjónustur. * * t Við undirskrifuð viljum hér með láta vini og kunningja for- eldra okkar vita, að það sé inni- leg ósk okkar, að þeir láti sjá sig og fagni með okkur 50 ára giftingarafmælis foreldra okk- ar, Mr. og Mrs. Kristján Hann- esson, 716 Lipton St., laugar- daginn 5. apríl — frá kl. 2 til 5 e. h. og frá 7 til 9 að kvöldinu Börn Hannesson’s hjónanna * * ♦ Jakob Vopnfjörð og kona hans, frá Blaine, komu til bæj- arins s. 1. föstudagskv. Verða þau hér mánaðartíma í kynn- isför. Þau dvelja meðan hér er staðið við hjá Mrs. Ásu Jónas- son, dóttur sinni, 215 Kensing- ton St., St. James. * * * Junior Icelandic League News A general meeting of the Junior Icelandic League will be held in the Antique Tea Rooms, 210 Enderton Bldg., on Sunday evening, March 30th, commenc- ing at 8.30 p.m. Rev. V. J. Eylands will be the guest speaker. Anyone who has not as yet procured a mem- bership card for 1941 is re- minded that these can be had from any member of the ex- ecutive, the annual fee being $1.00. Skírnarathöfn S. 1. sunnudag fór fram skírn- arathöfn að heimili Mr. og Mrs. Roger Johnson, 878 Sherburn St., er séra Philip M. Pétursson skírði son Mr. og Mrs. Roy Mc- Neill, sem var skírður nafninu Roger Alexander. Mr. McNeill er sonur Mrs. Johnson. Guð- feðgin voru Mr. og Mrs. Kline. * • • Ársfundur The Lake Mani- toba Fish Packers and Fish Producers félagsins var hald- inn undir stjórn Björns Eg- gertssonar, Vogar, föstudaginn 21. marz í McLaren Hotel í Winnipeg. Viðstaddir félags- menn voru 81. Er fundurinn einn sá bezti og heillavænleg- asti, sem félagið hefir haldið. 1 stjórnarnefnd voru þessir kosnir: Björn Eggertsson, Vog- ar, endurkosinn forseti. F. E. Snidal, Steep Rock, endurkosin vara-forseti. Nýir nefndarmenn kosnir: Kári Byron, Lundar; L. H. Olson, Oak Point; Steve Johnson, Langruth. Mörg mikilsverð mál voru rædd og samþykt; á meðal þeirra voru þessi: um möskva- stærð neta; um leyfi fiskikaup- manna; um flokkun fiskjar eft- ir gæðum; um vernd og viðhald fiskjarins; eyðileggingu eggja hrafns-anda; um umsjónar- manns eftirlit á Manitoba-vatni árið um kring. * * * Þorsteinn G. Isdal frá White Rock, B. C., lagði af stað heim til sín s. 1. fimtudag. Hann hafði verið hér eystra um þriggja mánaða skeið að heim- sækja frændur og gamla kunn- ingja. Ferðaðist hann bæði norður til Nýja-fslands og bygðanna við Manitoba-vatn. Bað hann Hkr. er hann kvaddi, að færa vinunum hlýjar kveðj- ur. Hann dvaldi meðan staðið var við í Winnipeg hjá sr. Phil- ip M. Péturssyni. Endurfundanna munu kunn- íngjar Þorsteins hér minnast sem hinna ánægjulegustu, því hann er maður viðkunnanleg- ur, skýr og skemtinn. Karl A. Kórsson brýnir raustina fyrir 16. april ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir fslendingar í Ame- riku ættu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. 1 '♦'♦'♦l*'#'*'#'#^'#'#'*'#'#'#^#'#'#S#'##'#^#S##'#v#y##>## Richard Beck vinnur pianosamkepni Richard sonur Mr. og Mrs. J. T. Beck á Ingersoll St., hér í bæ varð hlutskarpasti keppandinn í Intermediate Piano er fram fór í morgun í sambandi við Manitoba Music Festival. — Heimskringla óskar hinum unga sigurvegara til hamingju með heiðurinn og kennara hans R. H. Ragnar. McCURDY SUPPLY CO., LTD. COAL & WOOD Hafa kolin og viðin sem þú hefir verið að óska eftir • "Winneco" Coke “Semet Solvay" Coke Foothills Pocahontas • Þeir hafa reynsluna fyrir sér, og eru áreiðanlegir í öllum sínum viðskiftum og þeir þekkja eldiviðinn sem þið þarfnist. Símið 23 811—23 812 Guðm. H. Bárðarson frá Hnausa og Evelyn Björg John- son, einnig frá Hnausa, voru gefin saman í Winnipeg á heim- ili sr. Valdemar J. Eylands, 776 Victor St., 17. marz s. 1. Þessi mynd var tekin af Karl A. Kórssyni seint að kveldi, þar sem húsfreyja hans, Ragna, var að kenna honum hið undur- þýða lag: “Eg vagga þér barn mitt, blessaða barn”. Litli hnokkinn er sérlega hrifinn af þessu lagi, og syngur það af mikilli raust, og svo hátt, að allir í nágrenninu “Vakna og spyrja sem fyr” “Hvaðan ber að þessi hressandi hljómur” og jdfnskjótt eru þeir á staðinn komnir. En Gunna, aðstoðar húsfreyjan, heyrir skurk fyrir utan dyrnar og hugsar með sjálfri sér, að nú séu grannarn- ir mikið reiðir, og hafa risið úr rekkjum í ekki neinum góðum tilgangi. Hún stefnir á móti þeim, ein á móti hundrað, til að friðmæjast við þá, og þess vegna er hún ekki á myndinni. En svona getur misskilningur- inn oft verið og hvernig gat Gunna vitað að þessir góðu menn og konur voru komnir til að dást að söngnum. K. A. K. söng mörg fleiri lög fyrir gest- ina og glaðnaði mikið yfir Rögnu þegar hún sá hvað hrifn- ing gestanna var mikil. “Já, og það var meir en kurteisis bros, sem lék á vörum þeirra” sagði hún við Gunnu þegar Kalli litli var sofnaður. “Því þeir trygðu sér allir sæti í Auditorium söngsalnum þann 16. apríl, þar sem hann verður i “S”-inu sínu. Við skulum snyrta hann vel til fyrir það kvöld, því margra hluta vegna, getur það orðið sú mesta sig- ursför, sem hann hefir nokkru sinni farið á æfinni.” “Heyrðu Gunna mín”, hélt hún áfram, “heldurðu að hann yrði feim- inn ef við segðum honum, að heimsfræga söngkonan, María Markan, ætlaði að syngja á samkomu hans?” "Anon" Jón Sigurðsson (I.O.D.E.) Jóns Sigurðssonar félagið heldur fund n. k. þriðjudagskv. 1. apríl kl. 8 e. h. að heimili Mrs. B. S. Benson, 757 Home St. * * * Karlakórs hljómleikar Ssem undanfarin ár efnir Karlakór Islendinga í Winni- peg til hljómleika í Auditorium Concert Hall. Verður sú sam- koma miðvikud. 16. apríl n. k. og þá fá íslendingar síðasta tækifæri að hlusta á hina besta. Aðgöngumiðar kosta aðeins $1.25 í fyrirfram trygð- um sætum, önnur sæti $1.00. Aðgöngumiðar eru nú til sölu hjá öllum Karlakórs mönnum og Björnson’s Book Store að 702 Sargent Ave., og ætti utan- bæjarfólk að skrifa sem fyrst til D. Björnson, Björnson’s Book Store, 702 Sargent Ave., og sendir hann aðgöngumiða gegn borgun út í hönd eða gegn póstkröfu. * * * Tímatal Lögbergs Ruglaður í ríminu, Reynist Lögbergs ritstjórinn, Átta vikum er hann seinn Að hann Þorra leiða inn. —8— • * * 58. ársþing stórstúku Mani- toba og N. W. verður haldið í Good templara húsinu, Sargent frægu söngkonu Maríu Mark-1 Ave., mánud. og Þriðjudagskv an. Þessir árlegu hljómleikar 21. og 22. april n. k. Utanbæjar kórsins hafa ætíð verið ágæt- lega sóttir seinni árin og margt ágætt listafólk aðstoðað kór- inn með hljóðfæraslætti og ein- söng við þau tækifæri, en þetta er í fyrsta sinn er kórinn hefir ráðist í að fá sér til aðstoðar eina af núlifandi ágætustu söngkonum. Karlakórinn hefir æft í vetur mörg ágæt lög og mun vanda þessa samkomu hið LEIKFÉLAG SAMBANDSSAFNAÐAR symr 0LDUR Leik í 3 þáttum eftir séra Jakob Jónsson í Samkomusal Sambandskirkju MANUDAGSKVÖLD 31. MARZ og ÞRIÐJUDAGSKVÖLD 1. APRIL Leikstjóri: Ámi Sigurðsson Byrjar kl. 8.30 Inngangur 50tf wSW*WSW»W»W *w áWmi stúkur eru beðnar að athuga þetta. • * * Lúterska kirkjan í Selkirk 30. marz, 5. sd. í föstu. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f.h. íslenzk messa, kl. 7 e. h. Messur á heimilum safnaðarfólks í mis- munandi hverfum bæjarins, á miðvikudagskvöldum, um föst- una, byrja kl. 7.30 e. h. S. Ólafsson * * * Förumenn — 3. bindi Eg hefi nú fengið allgóða sendingu af þessu þriðja og síðasta bindi af Förumenn, eft- ir frú Elinborgu Lárusdóttir. Er það 330 bls., og þrjú bindin alls 936 bls. Má slíkt heita mikið afrek fyrir önnum kafna hús- móðir. Þetta síðasta bindi kost- ar $2.50. Allar bækurnar eru í fallegu bandi. Yfir höfuð hef- ir þessu skáldverki verið mjög vel tekið, og hlotið bestu með- mæli frá þeim er hafa lagt á það dómsorð. Magnús Peterson —Horace St., Norwood, Man. Bœkur til sölu á Heimskringlu Endurminningar, 1. og II. hefti, alls 608 blaðsiður, eftir Friðrik Guðmundsson. Verð upphaflega $2.50, báðar bæk- urnar; nú $1.00. Hetjusögur Norðurlanda, um 200 blaðsíður að stærð, eftir Jacob A. Riss. Islenzkað hefir Dr. Rögnvaldur Pétursson. — Verð 35c. Upplag þessara bóka er lítið. Þeir sem eignast vilja þær, ættu því að snúa sér sem fyrst til ráðsmanns Hkr. * íslenzk guðsþjónusta Það verður messað á feðra- tungunni ylhýru og kæru í Westside skólahúsinu næsta sunnudag kl. 2 (M.T.). Allir íslendingar fyrir austan Elfros eru beðnir að koma. Allir eru boðnir og velkomnir. Vinsamlegast, Carl J. Olson i Að snæðingi. — Það er ekki kurteislegt af þér að taka stærra stykkið, þegar þér er boðið fyrst. i — Hefðir þú tekið það minna? — Já, auðvitað! — Jæja, þá kemur það í sama stað niður! * * * Skraddarinn: Hvenær má eg senda reikninginn? Viðskiftamaðurinn: Á hverj- um miðvikudegi. • * * — Hafið þér vit á hljóðfæra- slætti? — Já. — Hvað var leikið núna? — Á pianó. * * * — Hvar eigum við að hitt- ast? — Hvar sem þú vilt! — Og hvenær? — Hvenær sem þú vilt! — Jæja, það er þá ákveðið mál! • • * Forstjórinn: Hvað er faðir yðar? Umsækjandi: Hann er dáinn. Forstjórinn: En hvað var hann, áður en hann dó? Umsækjandi: Lifandi! MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: islenzkri söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. SARGENT TAXI and TRANSFER SÍMI 34 555 eða 34 557 7241/2 Sargent Ave. Contracts Solicited JUMBO KALHÖFUÐ { þau stœrstu 30-40 pd.' JUMBO KÁLHÖFUÐ Stœrsta kálhöfðategund sem til er, vegur 30 til 40 pund. Óviðjafnanleg í súrgraut og neyzlu. Það er ánœgju- legt að sjá þessa risa vaxa. Árið sem leið seldum vér meira af Jumbo kál- höfðum en öllum öðrurr^káltegund- um. Skýrsla viðskiftavina sýna vigt ált að 44 pundum. Pakkinn 12c, únza 40c, póstgjald 3c. FRI—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1941 Betri en nokkru sinni fyr DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario Móðirin: Ef þú verður góður drengur, kemstu í himnaríki. Sonurinn: En hvað þarf eg að gera til þess að komast í bíó? * * * Pabbi! Hvað hafði fólk áður fyr, þegar það hafði ekki radio? — Ró og næði, drengur minn! HITT OG ÞETTA Margar sögur eru sagðar um rósemi og dugnað Viktoríu Englandsdrotningar, þegar vanda bar að höndum. í byrjun Búastríðsins, er Bretum vegnaði illa fyrst í stað, kom Balfour dag einn á fund drotningarinnar, sorg- mæddur á svip og ætlaði að byrja langa raunarollu. Þá tók drotningin fram í fyrir honum og sagði þurlega: “Skiljið, að hér í þessu húsi er enginn hryggur yfir hrakförum. Ósigur kemur auðvitað ekki til mála. • • * A: — Hvernig finst þér hún syngja? B: — Stundum syngur hún alveg ægilega hreint, og stund-1 um alveg hreint ægilega! * * * —Tannlæknirinn sagði, að tönnin, sem hann dró úr mér, væri einskis virði, og þó tók hann tíu krónur fyrir hana! SAMKOMA HNAUSA, Man. - - - 4. apríl 1941 Samkoma sett kl. 9 e. h. Forseti—James H. Page 1. Minni landnemanna—Ræða..Sveinn Thorvaldson 2. Sýndir þrír mismunandi skóladagar: 1. Séra R. Marteinsson og börn Ávarp frá séra R. Marteinsson 2. Mrs. Guðný Pálson og börn Ávarp Mrs. Valgerður-Sigurðson 3. Skólabörnin—skólakennari J. Magnús Bjarnason Marteinn M. Jónasson les ávarp frá J. Magnús Bjarnason Þessa 3 skóladaga skýrir Gísli Sigmundson Skólabörnin syngja nokkra söngva Jóhannes og Lilja Pálson stýra alþýðusöngvum OLD TIME DANCE Hannes Kristjánson and His Orchestra Veitingar seldar á staðnum Inngangur fyrir fullorðna 35?! — fyrir börn 15?! NEFNDIN. r ll say ; Já, herra, “KAR-EAL fyrir Kaffi" gerir kaffið bragðbetra og drýgra— konan min segir það einnig ódýrara. KAR-EAL fyrir kaffi er frægt um 100 ár—kaupið pakka í dag og hafið betra kaffi á morg un.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.