Heimskringla - 16.04.1941, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.04.1941, Blaðsíða 1
The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 39 017 1 \ \ii íil ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” # The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BKEAD CO. LTD. LV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. APRIL 1941 NÚMER 29. Karlakórs samkoman í kvöld - - - María Markan syngur hér í síðasta sinni < - HELZTU Stríðið á Grikklandi Stríðinu á Grikklandi er þar komið, að nazistar hafa tekið Saloniki, gríska hafnborg í norðausturlandinu. Gera þeir nú harðar árásir þaðan og suð- vestur með ströndinni til Koz- ane. Inn í miðju landi eru þeir komnir lítið eitt inn fyrir norð- urlandamæri Grikklands, þó sögðu nazistar í gærkveldi, að borgin Phlorina væri tek- in, sem er 30—40 mílur sunnan landamæranna. Áreiðanleg frétt er það þó ekki. En þarna, eða í Suður-Júgóslavíu hefir her nazista og Itala tekið hönd- um saman. Að norðvestan sækja því ítalir í Albaníu á Grikkland, en að norðan og norðaustan Þjóðverjar. Bretar hafa komið talsvert miklu liði fyrir á Norður- Grikklandi. Hafa þeir staðið af sér stórfengleg áhlaup af hálfu nazista. Þýzkum og enskum sveitum hefir því sleg- ið saman, en að sjá á milli hvernig fara mun, er enn ekki kostur. — Nazistar hafa stóreflis her þarna, en Bretar eru einnig að efla sinn her. Loftför Breta eru sögð að hafa verið mjög skæð nazistum og af völdum þeirra er sagt, að mannfall hafi orðið mikið af Þjóðverjum. Þarna mun því ein af höfuð orustunum í þessu striði standa. Veita menn henni því hina mestu og al- varlegustu athygli. Stríðið í Afríku Þjóðverjar virðast hafa kom- ið talsverðum her til Lybíu eða Norður-Afríku; hefir hann haldið austur og tekið mikið aftur af Lybíu, sem Bretar voru áður búnir að leggja undir sig. Þjóðverjarnir eru þar með stóra skriðdreka og hafa á 10 dögum sótt austur um 300 mílur, og eru nú komnir að landamærum Egyptalands. Þetta er alt býsna alvarlegt. Her Breta hefir verið önnum kafinn í Blá- landi og það af honum sem þar hefir ekki verið, hefir farið til Grikklands. Það hefir því ekki verið mikið lið til varnar Þjóðverjum í Lybíu. En hversu sterkir þeir eru mun nú senn sannast, þegar Bretar geta far- ið að sinna þeim þar. Hvernig Þjóðverjar komu liði þessu til Lybíu, er ekki kunn- ugt um. En blöð á Englandi eru harðorð í garð Vichy- stjórnarinnar frönsku, og telja hana hafa stutt Hitler í að koma hernum suður; sérstak- lega eru sakirnar bornar á Darlan, vara-forsætisráðherra, hinn þekta nazista sinna. GREIÐIÐ ÍSLENDINGI ATKVÆÐIN Það getur skeð að spá hinna bjartsýnu rætist um það, að koma þeim þremur íslending- unum, sem sækja í Winnipeg á fylkisþing. Ekkert væri ákjós- anleg'ra en það. En jqifnvel þó svo langt verði ekki komist, er annað víst, að vert er að gefa því fylsta gaum, að atkvæði Is- lendinga falli þeim ríflega í FRÉTTIR - < hlut. ,Þó allir séu ekki sam- mála um hverjum þeir gefi sitt fyrsta atkvæði, er hægt að gefa þeim annað og þriðja atkvæðið í þeirri söð, sem æskt er. Með því geta atkvæðin komið ein- hverjum landanna að góðu gagni, þó allir verði ekki kosn- ir. Það gæti að minsta kosti orðið til þess, að einn Islending- ur í Winnipeg yrði kosinn. Þetta skoðum vér íslending- um gott að hafa í huga. Auð- vitað kemur hér fyrst til greina, að velja þeim kjör- númerið, sem kjósendur skoða, að þjóðfélagi þessa fylkis verði til sem mests gagns og þjóð vorri til heilla og sóma. En að því efni er vikið á ritstjórnar- síðu þessa blaðs svo út í það skal ekki frekar farið hér. FRÉTTA-MOLAR Af fréttum að dæma frá sam- bandsþinginu í Ottawa, eru nú 26 fleiri miljónamæringar í Canada, en voru fyrir einu ári. Þetta kom í ljós í svörunum, er spurt var um hve margir menn í Canada hefði yfir $50,- 000 tekjur á ári. Þeir voru á síðast liðnu ári 457, en eru nú 483. Af hverjum 24,000 manna, á því Canada einn miljónmær- ing. • * • Undir umsjón mentamála- ráðs Canada (National Council of Education) verður stórkost- leg samkoma haldin í Winni- peg Auditorium 24 apríl, af öll- um þjóðabrotum þessa lands. Af hálfu íslendinga mun Karla- kórinn syngja þar. Samkom- an er nefnd “Salute to Britain” og á að sýna að allar þjóðir þessa lands, séu í hug og verki með þeim í stríðinu. * * * Norðmönnum í þessu landi, svíða eigi síður en öðrum fólskuverk Htilers í heima- landinu. Býr þeim nú í huga, að heilsa upp á Hitler með sprengjuflugvél, “Spitfire”, sem þeir eru að safna fé fyrir. Norðmenn eru hér fámennir, sem íslendingar. Það væri bæði drengskaparbragð og bróðurlegt af Islendingum, að aðstoða frændur sína við sam- skotin eftir getu. Þeir sem aðstoð vildu veita í þessu, geta snúið sér til ritstjóra Norröna, Magnus Tolgöy. Öll aðstoð verður bróðursamlega þegin. • * • Herinn í Júgóslavíu berst ekki lengur sem heildar her, heldur verst hann sem einstak- ar, ósamstæðar herdeildir. — Hann hefir tekið upp þetta sem kallað er Guerilla-hernaður, sem er að vinna Þjóðverjum alt það tjón sem hægt er leynt og ljóst. Herdeildir þessar munu hafast við uppi í fjöllum. — Stjórnin flúði til Grikklands fyrir nokkrum dögum og sagði hernum að stríðinu héldi hann áfram á eigin spýtur. Stríðið má því heita illa komið þar. • * * ítalir sækja um vopnahlé í Blálandi. Þessi frétt barst í morgun. Ávarp til íslenzkra kjósenda í Winnipeg Eins og þegar er vitað, verða tveir íslenzkir stuðnings- menn samvinnustjórnarinnar í kjöri í Winnipeg við fylkis- kosningar, sem fram fara á þriðjudaginn þann 22. yfir- standandi mánaðar; menn þessir eru þeir Paul Bardal bæjarfulltrúi og G. S. Thorvaldson lögfræðingur. Mr. Bardal hefir um langt skeið átt sæti í bæjarstjórn, og getið sér í hvívetna hinn bezta orðstír; hann hefir ávalt, og á öllum sviðum komið þannig fram, að íslenzka mannfélag- inu í þessu landi hefir orðið til nytsemi og sæmdar; hann á sérstakt erndi á fylkisþing vegna reynslu sinnar og víð- tækrar þekkingar á þeim málum, er hagsmuni borgarinnar mest varða. Mr Thorvaldson er ungur lögfræðingur, sem nýtur góðs álits sakir skyldurækni og prúðmannlegrar framgöngu; að hann verði liðtækur maður á þingi verður eigi efað, því bæði er það, að hann er maður hámentaður, prýðilega máli farinn, og fylginn sér vel. Við fylkiskosningar er Winnipegborg eitt kjördæmi, sem kýs 10 þingmenn; hlutfallskosningar eru um hönd hafðar, og skulu kjörseðlar merktir tölu í þeirri röð, er kjós- endur telja æskilegast. Islenzkum kjósendum í borginni er það vitanlega kappsmál, að báðir íslendingarnir, sem í vali eru, nái kosningu, og til þess að tryggja slíkt, að svo miklu leyti sem í valdi íslenzkra kjósenda stendur, er um að gera að þeir, sem setja töluna 1 við nafn Bardals merki 2 við nafn Thorvaldson, og eins að hinir, sem gefa Thor- valdson nr. 1 merki 2 við nafn Bardals; með þeim hætti verður það trygt, að báðir fslendingarnir verði tilætlaðs stuðnings aðnjótandi. Vér hyggjum að það sé eigi ofmælt, þó staðhæft sé, að öllum öðrum ólöstuðum, að þeir tveir Islendingar, sem hér um ræðir, standi í fremstu röð þeirra frambjóðenda, er í vali eru í Winnipeg. Það ætti að vera oss öllum metnaðar- mál, að vinna af alefli að kosningu þeirra, og fyrirbyggja að nokkur mistök á þeim vettvangi, geti með nokkrum hætti átt sér stað. íslenzkur metnaður krefst þess, að íslenzkir kjósendur fylki liði um landana á kosningadaginn, sem einn maður, sem ein sál! Virðingarfylst, Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs Stefán Einarsson, ritstjóri Heimskringlu ÚR VIÐTALI VIÐ S. THORKELSSON í síðasta blaði lofuðum vér lesendum Hkr. að segja þeim meira en þá var kostur á, af viðtalinu við Mr. S. Thorkels- son, sem nýkominn er vestur, eftir ársdvöl á íslandi; skal hér sýna lit á því. í fréttinni í síðustu viku var á sjóslysin af völdum ófriðarins minst. Við hana er litlu að bæta nema því, hvað drápsýki Þjóðverja virtist mikil. Sögðu tveir menn, af nítján alls, á skipinu “Reykjaborg”, sem björguðust eftir þriggja sólar- hringa hrakninga, að skotið hefði verið á björgunarbáta og fleka, sem skipshafnirnar voru að reyna að bjarga lífi sínu á, eftir að skipið sjálft var sokkið. Heima fyrir kvað Mr. Thor- kelsson þjóðinni farnast mjög vel. Bretinn hefði þúsundir manna í vinnu um alt land; kaup væri ágætt. En svo væri verðlag hátt orðið. Við því væri ekki hægt að sporna. — Fiskur seldur til Englands væri mörgum sinnum verðhærri en áður. Flutningar landa milli tíu sinnum kostnaðarsamari. Alt aðkeypt væri því dýrt. Með háu kaupi og mikilli eftirspurn eftir vöru framleiddri í land- inu, hækkaði sú vara einnig í verði. Þegar eg legg þetta alt saman til þess að gefa hug- mynd um verðhækkunina heima, held eg það verði rétt mat, að segja að fyrir 15 krón- ur þar, fáist jafnmikið af mat- vöru og fatnaði, eins og fyrir 1 dollar í Winnipeg. En þetta vinnur svipað og á stríðstímunum hér vestra — 1914-1918. Þá hækkaði alt í verði, en það var sem öllum liði betur fyrir það. Þessu virðist nú svipað farið heima. Þjóðin hefir margfalt meira fé handa á milli til þess að veita sér þarfir sínar þessa stundina, en hún hefir líklegast nokkru sinni haft síðan Island bygðist. Með gjaldeyri til Englands eru nú engin vandræði. ísland á orð- ið um 70 miljón krónur inni.hjá Englendingum, sem er meira en það skuldar erlendis. Gengið í New York mætti því fyllilega búast við að betra væri á ísl. peningum en það er. Ef til vill á það eftir að lagast. Ferðin vestur gekk slysa- laust. Um farþega var enga að ræða nema mig. Það hafði frézt af slysförum íslenzkra skipa heim áður en Dettifoss lagði þaðan af stað. Ferðin stóð yfir 13 daga, sem er lengra en vanalegt er, en á það ber að líta, að nú verður heldur ekki siglt eftir vanalegustu leiðum. Frá 26 marz, að skipið kom til New'York og þar til 6. apríl, að Mr. Thorkelsson kom til Winnipeg, var hann að hitta ýmsa landa í New York og öðr- um bæjum. Ársdvölin heima var hin skemtilegasta nema að því leyti, sem Mr. Thorkelsson var ekki ávalt frískur. En ekki taldi hann það breytingu loft- lags að kenna. Hann kvað loftslag á íslandi eiga mjög vel við sig. 1 Reykjavík var mestu af tímanum eytt. Yfir sumarið fór Mr. Thorkelsson þó norður til æskustöðvanna í Svarfaðar- dalnum. Spurðum vér hann hvort þar væri ekki enn reimt sem forðum? Svaraði hann með því, að setja upp nokkurn reiði- svip og toga mig inn í aðra stofu, og benti þar á málverk af dalnum, sem var svo fagurt, að erfitt var að trúa, að nokk- urs staðar væri slíkt landslag til. Létum vér það í ljósi, eftir að hafa séð myndina. Rann Mr. Thorkelsson þá reiðin og bætti við, að mynd þessi væri af dalnum sínum kæra og væri máluð af Svarfdæling og gefin sér af samsveitungum sínum. Sáum vér ekki til neins, að spyrja nokkuð frekar um reim- leika. Voru nú allir svona góðir við þig? spurðum vér. ' Það er mér óhætt að segja, að mér voru undantekningar- laust allir góðir. Vestur-íslend- ingum er sýnd hin bróðurleg- asta velvild. Áhugi landa heima fyrir samvinnu við okk- ur, er meira en orðin tóm. Þeir þrá ekki annað meira og hugsa líklega um fátt meira, en hvernig við getum sem bezt treyst bræðrabandið. Já, eg kunni vel við mig í Reykjavík. En eitt vildi eg segja þeim sem til Islands fara eftir að hafa dvalið hér um 35 til 50 ár. Þeir finna ekki það ísland, sem þeir kvöddu. Sitt andlega Island, landið sem þá hefir dreymt um daga hér vestra, munu þeir ekki finna. En þeir finna annað ættland, nýtt fsland, með nýrri frænd- þjóð, gerbreyttu athafnalífi úti og inni, land breytt að öllu nema ytri svip náttúrunnar. — Hann er auðvitað sá sami og áður; “Esjan er hin sama” eins og skáldið kvað. Og gæti ekki skeð að það hafi verið að hugsa um þetta sama efni, er það mælti þessi orð. Á þessa leið fórust Mr. Thorkelssor^>rð. Iðnaðarlífið sagði Mr. Thor- kelsson að hefði þroskast hrað- ara en menn hefðu getað gert sér nokkura von um. Þáð mætti heita orðið til stóriðnað- ur heima í ýmsum greinum. Og með eflingu og umbótum í bún- aði og við sjávarútveginn, vildi hann kalla fsland efnalega svo sjálfstætt að bjargast mundi nokkur ár, jafnvel þó hörmung- ar af völdum stríðsins gengu svo langt, að samgöngur tept- ust að og frá landinu. Því fylgdu erfiðleikar og í mörg- um skilningi nýtt líf; þjóðin yrði að fara margs á mis, sem hún nú er sólgnust í. En svelta þyrfti hún ekki. Auðslindir landsins eru meiri en það. Og eins og nú er farið að nota þær, getur líklegast mikið fleira fólk lifað á íslandi en þar er nú, jafnvel að brezka herliðinu meðtöldu. Hvernig bær er nú Reykjavík frá sjónarmiði erlendra gesta? Þessari spurningu vorri svaraði Mr. Thorkelsson á þá leið, að þar væri enginn munur á og á öðrum borgum jafnstórum er- lendis. Og þó væri hún mörg- um borgum fremri, einkum í húsagerðarlist. Framför og smekkvísi þar leyndust ekki út- Karlakór íslendinga í Win- nipeg, heldur samkomu í söng- höll Winnipeg Auditorium í kvöld (miðvikudag) kl. 8.30. Þetta er aðalsamkoma kórs- ins á árinu. Hún mun í þetta sinn verða ein af hinum merki- legustu viðburðum í þjóðlífi okkar íslendinga eins og hún hefir verið undanfarin 11 ár. Það sem vér viljum ennfrem- ur draga athygli að, er að söng- konan María Markan syngur þarna í síðasta sinni í Winni- peg fyrst um sinn. Þeir sem neitað geta sér um að hlýða á list hennar er þess er kostur, eru úr “skrítnum steini”. Söngurinn þetta kvöld verð- skuldar það, að íslendingar troðfylli salinn. Aðgöngumiðar verða seldir við dyrnar. lendum gestum. — Listhneigð þjóðarinnar væri að koma þar fram í verki. Eitt af því, sem vakti sér- staklega eftirtekt mína, er lífs- gleði þjóðarinnar. Ef til vill er hún öllum auði hennar eða landsins hennar betri. Hún er sérstök ef til vill af því í mín- um augum, að hún ber vott um lifsstefnu, sem alls staðar er ekki að finna, en sem er í fylsta máta heilsusamleg. Bjartsýnið gerir heiminn bjartari. Félagslífið í höfuðstaðnum var eftir því sem eg fékk hug- mynd um, fjörugt og frjálst. Skemtanir á hverju kvöldi í hverjum einasta samkomustað bæjarins. Á almennum dans- skemtunum mátti ávalt sjá hinn unga prúða Breta skemta sér og auka gleðina. Þegar hér var komið, fór Mr. Thorkelsson að snúa sér að verki, sem hann var byrj- aður á þegar vér komum inn. En það var að opna bókakassa, fullan af nýjum bókum. Var nú hætt að spyrja almennra frétta og farið að líta á þessar fallegu bðekur. í bókmentalífi Islendinga er blóma-öld. Á hverju ári hafa um skeið verið gefnar út fleiri bækur og stærri en nokkru sinni fyr. Blaðsíð- urnar kunna nú að vera full- margar í sumum bókunum, en yfirleitt kennir í þeim svo mik- illar fjölbreytni, að áður hefir aldrei verið neitt því líku að kynnast. En þessi f jölbreytni nær ekki einungis til bókmentanna. Hún er mjög áberandi og eftirtekta- verð í þjóðlífinu öllu — sér- stök að því er mér virðist, fyrir svo fámenna þjóð, segir Mr. Thorkelsson. fSx bréfi frá Gimli: . . . Alt bærilegt að frétta. Vorið sýnist nú vera komið, þoka og súld undanfarið þar til að nú í dag virðist ætla að verða sólskin. Snjór óðum að hverfa; höfðum mikið af hon- um. Ef stöðugar frostleysur haldast verður hann ekki lengi til baga. Beztu óskir til þín og blaðsins. S. S. * • • Spurt um skyldmenni Guðmundur Sigurðsson frá Ásmúla í Holtum, er beðinn að skrifa dóttur sinni Guðnýju, sem nú er búsett á Tungugötu 25, Siglufirði, íslandi. Greiðið G. S. Thorvaldson lögfræðingi atkvæði yðar 22. apríl

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.