Heimskringla - 16.04.1941, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.04.1941, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. APRIL 1941 MYNDARFÓLK II. “Eyvindur hét hann og hann grét þegar hann fæddist” . svona byrjar norska skáldið Björnstjerne Björnson söguna sína “Kátur piltur”. . . Hún Guðrún Drewsen er norsk, en eg er viss um, að hún grét ekki þegar hún fæddist. . . Eg get auðvitað ekki fært neinar sönn- ur á þessa staðhæfingu og þótt hún Guðrún sjálf hafi ótrúlega gott minni, þá man hún ekki lengra aftur í tímann en til tveggja ára aldurs, en þá seg- ist hún hafa séð hvítann hest á hlaðinu og pabba sinn á hestinum . . . það er alveg ótrú- legt, að hún geti munað þetta, en hún Guðrún er líka ótrúleg kona. Það er eins og að setjast að borði, sem hlaðið er margskon- ar kræsingum, að skrifa um hana Guðrúnu Drewsen . . . maður veit ekki hvar á að byrja. Á þessu herrans ári 1941 er hún Guðrún ekki lengur neitt unglamb, en hún vinnur frá morgni til kvölds og tíminn hrekkur ekki til. . . það er alls- konar félags- og góðgerðastarf- semi í þarfir Norðmanna í heimalandinu, sem hún starfar að . . . og stjörnufræðisfyrir- lestrarnir á háskólanum í Kerkeley, sem hún sækir . . . og svo er hún að “fríska upp” frönskuna sína með frönsku- tímum tvisvar í viku . . . að eg nú ekki tali um barnabörnin og barnabarnabarnið, sem hún helst þarf að gera eitthvað fyr- ir á hverjum degi . . . þegar kunningjarnir í San Francisco og umhverfinu hafa boð inni, þá bjóða þeir altaf henni Guð- rúnu fyrst, því komi hún, þá er vissa fengin fyrir því, að boðið verður skemtilegt. . . já, svo er hún tilkomumikil, aðlaðandi og KALT ELDjHUS heitu veðri! ✓ 1 Enga konu fýsir að standa við heita eldavél eða vinna í plássi, sem ofhitað er. Þess þarf heldur engin kona, ef hún hefir rafmagns- eldavél. Nútíðar raf-eldavélar eru svo útbúnar, að hitinn fer út, svo að húsið ofhitnar ekki við matsuðuna á máltíðum. Ef þér óskið kalds eldhúss á öllum tímum, þá sjáið um að elda- vélin sem þér fáið næst sé MOFFAT RAFMAGNS ELDAVÉL Hafið ávalt þessu: gætur á Synchrochime Control Red-Spot Elements Improved Oven Warming Ovens Modern Styling fyndin, að það gildi einu hvað margar ungar og fallegar kon- ur eru viðstaddar, allir karl- mennirnir safnast utan um hana Guðrúnu Drewsen . . . þegar maður þekkir hana, skil- ur maður það vel, að heims- spekingurinn mikli, Georg Brandes skrifaði framan við bók, sem hann sendi henni einu sinni, þegar hann kom heim til Danmerkur úr Ameríkuför: “Til Guðrúnar Drewsen, en vin- átta hennar var það besta, sem mér áskotnaðist í Ameríku” . . . að stórskáldið Holger Drachmann orti ljóð til hennar og óteljandi önnur skáld og listamenn dáðust að henni. Moffat rafeldavélar eru fáanlegar með g f" HQ auðveldum mánaðarlegum afborgunum og niðurborgun er nemur aðeins Þar er áhald fyrir hvert heimili. CITY HYDRO Portage at Edmonton 55 Princess Street — Phone 848 131 — Phone 848 182 Guðrún var fædd á búgarði foreldra Isinna í námunda við Þrándheim. . . Faðir hennar, Herman Löchen gósseigandi á Sundnes, var mikilsmetinn maður og ættin ein af merk- ustu ættum Noregs. . . Við vöggu hennar sátu völvur . . . ein þeirra gaf henni fegurð . . . önnur gaf henni miklar gáfur . . . sú þriðja gaf henni sterka lund . . . sú fjórða gaf henni listgáfu . . . en sú fimta gaf henni léttlyndið og leikandi fyndnina . . . þegar Guðrún var ung blómarós, lærði hún að mála hjá fræga, norska málar- anum Christian Krogh ... síðar stundaði hún list sína í París .. . Eg hefi séð mörg fögur mál verk eftir hana, en síðustu árin hefir hún lagt list sína á hill una. . . Hún hefir gefið sig að ýmsu um dagana. . . Hún hélt ræður á götuhornunum í New York og gekk í fylkingum þeim árunum, þegar hún barð ist fyrir kosningarétti kvenna .. . Árið 1902 var hún meðlimur á fyrsta alþjóðafundinum um kosningarétt kvenna í Wash ington, D. C. . . Hún hélt þar ræður um réttindi norskra kvenna, bæði fyrir nefndum þingsins og á opinberum fundi fyrir mörg hundruð manns. Árið 1911, þegar kvenréttinda konurnar héldu fyrstu fylk ingagöngu sína í New York var konum af öllum hérlendum þjóðflokkum boðið að taka þátt í göngunni, en auk amerísku kvennanna voru það bara norsk ar konur, sem buðu sig fram til þátttöku — 16 í alt — og broddi þeirra gekk Guðrún Drewson. . . Hún starfaði ó þreytandi árum saman fyrir ameríska dýraverndunarfélag ið. . . Hún hefir altaf skrifað mikið í blöðin . .. og hún skrif- Greiðið LIBERALA atkvæði Það er borgurum þessa bæjar mikill hagur, að hafa sem bezta fulltrúa á þingi Manitoba. Mr. BARDAL, bæjarráðsmaður, hefir: REYNSLU ÞEKKINGU HÆFILEIK Hann segir “WINNIPEG FIRST” Styðjið önnur liberal þingmannsefni í þeirri röð sem þér óskið. SMITH — McDIARMID — DICK — REGNIER Ald. PaulfBardal er fæddur í Winnipeg af íslenzkum for- eldrum, sem til bæjarins komu fyrir 60— 70 árumt Hann hefir verið í 10 ár í bæjarráð- inu, hin 10 erfiðustu ár í sögu bæjarins. Var síendur-kosinn í annari deild, með stöðugt vaxandi atkvæðafjölda. Sem stendur er hann: Aðstoðar borgarstjóri Forseti heilbrigðisnefndar Meðlimur fjármálanefndar Forseti fjármálanefndar í Parks Board Meðlimur lögreglunefndar. Fulltrúi bæjarins við þessar stofnanir: Winnipeg General Hospital Rural Rehabilitation Commission Við atvinnuleysisráðið Margaret Scott Mission Family Bureau. Fyrrum formaður: Atvinnuleysisráðs Spítala nefndar Það sem bent er á hér að ofan sýnir að Bardal er vel hæfur maður til þess opinbera starfs er hann sækir nú um. Hann lofar að gera það bezta, sem honum er unt fyrir almenning. L Phone 28 595 BARDAL ELECTION COMMITTEE, 687 SARGENT AVE. aði endurminningarnar sínar, sem komu út á norsku fyrir nokkrum árum síðan, ágæta og skemtilega bók, eins og við mátti búast. . . Guðrún giftist ung. . . Maður hennar var Dr. Viggo Drewsen, afkomandi Drewsens þess, er átti fyrstu pappírsverksmiðj- una í Danmörku. . . Ætt sú er mikilsmetin þar í landi. . . Afi Dr. Drewsens var mikill vinur Hans Christian Andersens og æfintýraskáldið mikla hossaði oft drengnum Viggo á hné sér og um hann orti hann barna- rímuna “Viggo litli”. . . Dr. Drewsen var efnafræðingur og mikilsmetinn maður í pappírs- framleiðslu Bandaríkjanna þau hjónin komu hingað til lands árið 1894 og áttu lengst af heima í New York eða um hverfi þeirrar borgar. . . Dr. Drewsen dó fyrir nokkrum ár- um síðan, en þrjú börn þeirra hjóna eru á lífi, 2 fríðar dætur og einn sonur og eiga þau öll heima hér i álfu. Guðrún Drewsen var í tutt- ugu ár í stjórn American Scandinavian og vann fyrir það félag með óþreytandi elju og dugnaði . . . og mörg voru þau samsætin, sem haldin voru fyrir fræga Norðurlandamenn í New York, þar sem hún sat við hliðina á heiðursgestinum og hélt aðalræðuna við borðið, en eg þekki fáa, sem eru meiri ræðuskörungar en hún. . . Þeg- ar jkonungur Noregs sæmdi Guðrúnu Drewsen stóru gull- meðaliunni á árunum, þá sæmdi hann að verðleikum glæsilegustu norsku konuna Bandarikjunum. Skömmu eftir að Guðrúnu hlotnaðist þessi heiður, fór hún í heimsókn til Noregs . . . og það er gaman að heyra hana segja frá samtalinu, sem hún hafði við Hákon konung, þegar hún fékk áheyrn og þakkaði fyrir orðuna... Um þær mundir voru Norðmenn önnum kafnir að breyta þeim borgarnöfnum sínum, sem þeim fanst hafa danskan keim... Kristianíu var breytt í Oslo og Þrándheimur, sem Guðrún Drewsen alla æfi hafði þekt og elskað sem “Throndhjem”, var nú kallaður “Trondheim”. . . Konungi þótti breytingin góð, en Guðrúnu fanst lítið til um og var ekkert smeik við að láta þá skoðun í ljósi . . . þetta var þó næstum því goðgá, því það kvað ekki vera leyfilegt, að vera á öðru máli en Hátignin. . . Því er nú ver og miður, að við gátum ekki verið viðstödd við það tækifæri. . . Eg þori að veðja, að það var skringilegt samtal Að hún sat við sinn keip, :>að veit eg, því sá konungur er ekki í heiminn borinn, sem get- ur fengið hana Guðrúnu Drew- sen til þess að láta af því, sem ienni ekki finst jákvæðisvert. Stundum hefi eg óskað mér, að eg hefði séð hana Guðrúnu jegar hún var ung . . . það er til málverk af henni, þar sem hún lítur út eins og okkur dreymir að sögukonan hafi litið út. . . Sambland af Hallgerði og Guðrúnu ósvífrsdóttur eitthvað af henni Unni djúpauðgu, tölu- vert af Gunnhildi konungamóð- ir og ögn af henni Hrefnu. . . Og enn er hún falleg, há og tiguleg, augun tindrandi og gáfuleg . . . hún ber sig eins og drotning og þaðleynir sér ekki, að þarna er mikilhæf kona. . . Hér heyrir maður oft hinar og jessar konur kallaðar “inter- esting”, þar sem sú lýsing á hvergi heima . . en hún Guð- rún er í sannleika “interesting” og altaf mun eg vera forsjón- inni þakklát fyrir, að eg átti því láni að fagna að kynnast henni og eignast vináttu henn- ar ... það er eins og hver stund með henni sé orðin minnisstæð. . . . Eg gleymi henni aldrei á einu afmælinu hennar . . . þá var hún umkringd af ættingj- um og vinum og símskeytin John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta VOTE 1 for WARRINER Mark Your Ballot thus: Worthy to WIN WARRINER, F. E. 1 streymdu inn úr öllum áttum . . . frá merkum Norðmönnum víðsvegar um heiminn og eins frá ýmsum lítilmögnunum, sem hún hafði gert gott, því hún er framúrskarandi hjálpsöm og ör á fé. . . Guðrún er vön aðdáun frá barnæsku, en í þetta sinn var dýrkunin svo mikil, að henni fanst nóg um. . . Guðrún Drewsen hefir nú bækistöð sína í Oakland í Cali- forníu. . . Bréfaskifti við hana eru kostuleg. . . Stundum líða tveir og jafnvel þrír mánuðir, að maður fær ekki línu frá henni . . . þá er hún ef til vill í New York eða kanske í Kína. . . . Svo kemur bréf, langt og skemtilegt og daginn eftir kem- ur annað bréf . . . og ef maður ekki svarar um hæl, þá kemur þriðja bréfið, loftleiðis: “hvað hefir komið fyrir, hversvegna svararðu ekki, ertu veik, ertu reið”, o. s. frv. o. s. frv. Nei, ef þú þekkir hana Guðrúnu Drew- sen, þá hefirðu blátt áfram ekki tíma til að láta þér leiðast. . . Og ekki lái eg Norðmönnum, að þeir eru hreyknir af henni . eins mynduð þið vera, ef þið þektuð hana. . . 1 hvert skifti sem eg sé hana, miklast eg af frændsemi okkar Islendinga við Norðmennina! Rannveig Schmidt TIL KJóSENDA I ST. GEORGE KJÖRDÆMI Þar sem nú standa kosningar fyrir dyrum hér í fylkinu, finst mér viðeigandi að senda kjós endum í St. George kjördæmi stutt ávarp um leið og eg leita stuðnings þeirra fyrir næsta kjörtímabil. Eg býð mig fram undir merkjum Social Credit flokks- ins eins og áður. Eg hefi nú í fimm ár eytt bæði kröftum mínum og efnum í það að reyna að halda þeirri stefnu uppi, því það er sannfæring mín að það sé besta leiðin út úr þeim fjár hags vandræðum sem landið er nú komið í. Með þeim aðferð- um sem Social Credit flokkur inn heldur fram, væri fljótt hægt að laga hagsmuni fylkis- búa og bæta úr brýnustu þörf- um. Eins og kjósendum er kunn- ugt, slógu þingflokkarnir sér saman og mynduðu nýja stjórn sem samanstendur af mönnum úr öllum flokkum sem þá áttu sæti á þingi. En ekki var sam- þykkis kjósenda leitað við þessa stjórnarmyndun eða flokkasamsteypu. Eru þó slík samtök sem þessi ein árás á grundvallaratriði þingræðis, og miða að því að útiloka rétt- mæta gagnrýni á gerðum þings og stjórnar. Eg var þeim ó- samþykk, og skarst þá úr flokki hinna kjörnu Social Credit þingmanna, og eg leita nú stuðnings kjósenda sem á- kveðinn andstæðingur sam- steypustjórnarinnar. Samsteypumenn halda því fram að þeir hafi slegið sér saman til þess að koma á ein- ingu um stríðsmálin. En um það mál voru einmitt allir flokkarnir samdóma frá upp- hafi. Mér er það fullljóst að á þessum tímum verða allir að leggja sig fram af fremsta megni til að hjálpa til að ráða fram úr stríðsmálúnum, og þær fórnir leggja allir fram með glöðu geði. En varanleg ein- ing og samvinna fást aðeins með því að eitthvað sé gert til að jafna og bæta lífskjör manna. Fjármálastefna hinna gömlu flokka leiðir að mínu áliti til enn meiri efnalegs ójafnaðar, og þar af leiðandi til enn meira sundurlyndis og innbyrðis ó- friðar. Þeir sem greiða atkvæði fyr- ir samsteypu stjórnina greiða atkvæði með framhaldandi ó- jafnaði og sundurþykkju, en þeir sem greiða Social Credit flokknum atkvæði greiða at- kvæði bæði fyrir jöfnuði og friði. Og undir því merki bið eg um stuðning kjósenda í St. George kjördæmi. Salóme Halldórson TIL ÍSLENZKRA KYENNA Þar sem fylkiskosningar standa nú fyrir dyrum, finst mér viðeigandi að minna ís- lenzkar konur á, að dugleg og mentuð íslenzk kona, sem náin kynni hefir að högum og þörf- um alþýðu, býður sig fram til þingmensku hér í borg. Leyfi eg mér að skora á alla fslend- inga og þá sérstaklega kon- urnar, að greiða Mrs. Ástu Odd- son atkvæði sitt, hún mun verða ótrauð að vinna að hverju því er miða má til þess að bæta hag þeirra, og leysa vandamál þau er nútíð og fram- tíð eiga úr að ráða. Mrs. Oddson er, sem kunnugt er einbeitt og vel máli farin og líkleg að halda sínu í hverri snerru og við hvern sem hún æ'tti að etja eins og hún á kyn til. Hafið Mrs. Oddson fyrsta á kjörseðlinum hvar sem þið eig- ið heima í borginni. Halldóra Thorsteinson Enda þótt götunöfn hafi ver- ið notuð í yfir 2000 ár hafa þó verið til borgir, sem ekki not- uðu þau. Þannig var Konstan- tinopel orðin 1600 ára gömul er hún fyrir minna en 20 árum tók upp nöfn og númur á hús- um. • • • Um víða veröld getur að líta fleiri og færri karlmenn, sem ekki leggja mikið upp úr kven- egum yndisþokka í návist sinni. Þektasta dæmi þess eru íbúarnir á Suður-Georgia, ey einni í Suður-Atlantshafi. Þar búa 6000 karlmenn og 1 kona.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.