Heimskringla - 16.04.1941, Blaðsíða 8

Heimskringla - 16.04.1941, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. APRÍL 1941 Hver tegund yfirhafnar sem er POLO'S REEFERS BOXIES Navy Blue, Beige, Camel, Mixtures 14-95 19-75 24-75 :: Auðveldir skilmálar :: KING’S Ltd. 396 PORTAGE AVE. FJÆR OG NÆR VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- Iausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, sDept, 160, Preston, Ont. MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANBSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Við guðsþjónusturnar í Sam- bandskirkjunni í Winnipeg n.k. sunnudag verður umræðuefni prestsins “Freedom to Wor- ship God” — kl. 11 f. h. og “Framtíðarhorfur kl. 7 e. h. Allir eru ætíð velkomnir í Sambandskirkjuna! * * * Séra Guðm. Árnason messar á Oak Point 20. apríl. * * * Pétur Anderson, kornkaup- maður, kom heim um síðustu helgi sunnan frá Florida ríki. Hann hefir verið þar um tveggja mánaða skeið. , * * * Kvenfélag Sambandssafnað- ar efnir til mikillar samkomu á sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Skemtiskráin er birt í þessu blaði. Minna skal á það, að þar flytur frú E. Stein- þórsson ræðu og sýnir myndir heiman af Islandi. Munið eftir samkomunni í Sambandskirkj- unni, fjölmennið á sumarfagn- aðinn þar. 24. apríl 24. apríl SUMARMÁLASAMKOMA Undir umsjón Kvenfélags Sambandssafnaðar í SAMBANDSKIRKJUNNI A BANNING OG SARGENT — SKEMTISKRÁ — 1. O Canada 2. Söngflokkur Sambandssafnaðar: Vorið er komið............ .0. Lindblad Vel er mætt til vinafundar....Wetterling Nú yfir heiði háa........August Kiefer Stormur lægist stríður..:....Oscar Borg 3. Upplestur................Ragnar Stefánsson 4. Einsöngvar.....ví.......Miss Lóa Davidson 5. Myndir frá Islandi.......Mrs. E. Steinþórsson (Með skýringum) 6. Einsöngur....................Mr, P. Magnús 7. Double Quartette 8. Ó Guð vors lands. God Save the King Inngangur 25c Byrjar kl. 8.15 e. h. — Veitingar ókeypis — * Young People The Loung People of the First Federated Church are holding a Bowling Party next Tuesday evening, april 22, at the Saratoga Bowling Alleys. They will meet at 8.30 sharp at the Bowling Alleys, play two exciting games, and then re- turn to the church for refresh- ments and social. The last bowling party was thoroughly enjoyed byall. This one will be even more enjoyable. All young people are invited! * * * Mrs. ól. Hallsson frá Eriks- dale, Man., er stödd í bænum. Hún verður á söngskemtun Karlakórsins í kvöld. * * * Laugardagsskólin og árshátið hans Að laugardagsskóla Þjóð- ræknisfélagsins beri virðingar- sess í starfslífi íslendinga í Winnipeg verður eigi efað, þó hitt sé víst, að færa hefði mátt sér betur kensluna í nyt, en raun hefir á orðið, að því leyti sem aðsókn hefði átt að vera jafnari t»g meiri; þó verður ekki um það vilst, að skólinn vinni ómetanlegt gagn og eigi vafa- laust eftir að færa út kvíarnar. Sá maðurinn, sem drengileg- ast og kappsamlegast hefir unnið að starfrækslu og við- gangi skólans, er Ásmundur P. Jóhannsson byggingameistari, enda verður þá jafnan eitthvað undan að ganga þar sem hann legst að verki. Kennarar skól- ans hafa sannað við málstað íslenzkunnar ást og einlægni með óeigingjörnu og fórnfúsu starfi í þágu skólans. Árshátíð Laugardagsskólans hin næsta, verður haldin í Fyrstu lútersku kirkju á laug- ardagskveldið þann 26. þ. m., og er það hrein og bein skylda íslendinga, að sækja svo vel samkomu barnanna, að hvert sæti í kirkjunni verði skipað. * * * Guðsþjónusta í Concordia kirkju sunnud. 20. apríl kl. 1 e. h. S. S. C. THORVALDSON Hinn fyrsti við útnefninguna á fundi íhaldsmanna Látið hann verða fyrstan 22. apríl HANN ER MEÐ SAMVINNUSTJÓRN MEÐAN STRÍÐIÐ STENDUR YFIR HVERNIG MARKA SKAL ATKVÆÐASEÐILINN: THORVALDSON, G. S. 1 Gefin saman í hjónaband af; sr. Sigurði Ólafssyni að prests- heimilinu í Selkirk, þann 14. apríl, Gilbert Alfred Sigurgeirs- ■ son, Gimli, Man., og Halldóra Jacobson, sama staðar. Fram- tíðarheimili ungu hjónanna verður að Gimli, Man. * * t Mrs. Jakobína D. Fáfnis dó í gærkveldi á General Hospital. Jarðarförin verður á föstudag- inn kemur, kl. 2 e. h. frá Fyrstu lút. kirkju. Hún var 66 ára, ættuð frá Grenjaðarstöð- um í Suður-Þingeyjarsýslu. — Börn hennar eru tvö á lífi hér vestra: séra Egill Fáfnis, Glen- boro, Man., og ungfrú Bjarney Fáfnis í Winnipeg. * * * Veitið athygli Útvarpsræður til stuðnings við S. V. Sigurðson, frambjóð- anda í Gimli kjördæmi' verða haldnar sem hér segir yfir CJRC útvarpsstöðina: Fimtu- dagskveld þann 17. þ. m. kl. 8.30 og á laugardagskveld þann 19. þ. m. kl. 10.30. * * * Fimtudaginn 3. apríl voru þau Joseph James Sneddon og Unnur Ólöf Sædal, bæði frá Winnipeg gefin saman í hjóna- band af séra V. J. Eyjands að heimili hans. Eftir giftinguna sátu brúðhjónin og nánustu ættingjar rausnarlega veislu hjá systur brúðarinnar, Mr. og Mrs. H. Hopkins, 409 Toronto St. * * * Tilkynning Dr. Eggert Steinþórsson frá íálandi, flytur erindi í neðri G. T. salnum annað kvöld (fimtudag) á fundi stúkunnar “Skuld”. Öllu íslenzku bind- indisfólki í borginni er boðið ásamt bindindisvinum. Komið kl. 9 og njótið góðrar skemti- stundar og kaffibolla með okk- ur á eftir. Nefndin * * * C. Rhodes Smith Maður sá sem hér um ræðir er liberali og sækir í kosning- unum 22. apríl, undir merki samvinnustjórnar; hann er einn af hinum þektustu borgurum [ þessa bæjar. Hann hefir verið í bæjarráði í sex ár og fyrirles- ari við lögfræðiskóla Manitoba um nokkur ár. * * * Mrs. Konrad Jóhannesson, assisted by Mrs. Victor Jónas- son are the general convenors of the Annual Spring Tea to be held by the Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran church, Victor St., on Friday aftemoon and evening April 18. The table convenors are Mrs. J. Eager, Mrs. L. Summers, Mrs. H. Baldwin. Handicraft convenor, Mrs. J. G. Snidal. Home cooking, Mrs. A. H. Gray and Mrs. H. Benson. Candy, Mrs. Ed Stephenson and Mrs. F. Thordarson. A feature attrac- tion is planned for the evening. * * * Messur í Gimli lúterska prestakalli Sunnud. 20. apríl: — Betel, morgunmessa. Víðines, messa kl. 2 e. h. Gimli, íslenzk messa kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli Gimli safnaðar kl. 2 e. h. Fermingarbörn á Gimli mæta föstud.' 18. apríl kl. 3 e. h. á prestsheimilinu. B. A. B. * • * 2 herbergi til leigu að 511 Maryland St. • * * Dánarfregn Sunnudagsmorguninn 6. þ.m. andaðist á General Hospital í Winnipeg, Helgi Sigurðsson, rúmlega sextugur að aldri. — Mörg undanfarin ár hafði hann átt heima að 709 Simcoe St., hér í Winnipeg. Hann var ættaður úr Austur- Skaftafellssýslu. — Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Sigurðsson og Margrét Þor- Látið kassa í Kœliskápinn Wv#ioIa 5c m GOOD ANYTIME SARGENT TAXI and TRANSFER SÍMI 34 555 eða 34 557 724i/2 Sargent Ave. Contracts Solicited steinsdóttir. Systkini hans, að best er vitað eru systur tvær, sem nú búa á Glæsibæ í Vopna- firði, Þuríður og Margrét, og systir sem á heima á Bæ í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Hálf- systir átti hann einnig er Guð- rún Jónsdóttir hét og sem er nú fyrir skömmu dáin, og hálf- bróður, Jón Jónsson Dalman, myndasmið í Reykjavík. Nokkuð eftir aldamótin flutti Helgi hingað vestur og átti heima ýmist í North Dakota eða hér í Winnipeg. Árið 1908 kvæntist hann Sigurlaugu Sig- ríði Jónasdóttur, á Mountain, N. D., og nokkru seinna fluttu þau til Winnipeg og áttu hér heima úr því, en Sigurlaug kona hans dó 1934. Þau áttu tvær dætur, Octavía Anna Margrét og Sigurrós Jónassína, sem eru báðar giftar hérlend- um mönnum, Mr. H Clancy og Mr. J. West. Miðvikudaginn 2. apríl varð Helgi heitinn snögglega veikur, og var fluttur á spítalann. Þar andaðist hann sunnudagsmorg- uninn 6. apríl. Útför hans fór fram þriðjudaginn 8 apríl frá útfararstofu Bardals. Séra P. M. Pétursson jarðsöng. Jarðað var í Brookside grafreitnum. P. M. P. MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Messur: ó hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngœfingar: Islenzkri söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju föstudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. * /ftVf Mf .M* Mf tjVf /jVf M* M* /JV* Mf'/fV* M Þarfnastu fjár? PRÍVAT LAN ER SVARIÐ. Þér getið samið um lán við félag vort sé fyrirtæki yðar nokkurs vert, greitt það til baka mánaðarlega. Vextir eru lægri hjá oss en nokkrum öðrum í Win- nipeg, þar sem við höfum starfað í 20 ár. Komið, símið eða skrifið oss. Commercial Securities CORP. LTD. C. H. McFadyen, stjórnandi 362 Main St. Sími 93 444 mmmmrmmmmrmmmmm KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið GREIÐIÐ ATKVÆDI S. V. SIGURÐSS0N ÓHAÐU ÞINGMANNSEFNI GIMLI KJÖRDÆMIS I FYLKISKOSNINGUNUM 22. APRÍL 1941 S. V. SIGURÐSSON Stefna hans er: verum sameinaðir í félagsmálum, fylkismálum og síðast en ekki sízt í landsmálunum. Aldrei hefir meiri þörf verið á starfi en nú, starfi bygðu á samvinnu allra borgaranna, hvað sem áður hefir skift oss. Sameinaðir stöndum vér; sundraðir föllum vér.” Gimli kjördæmi þarfnast vakandi og starfandi manns á fylkisþinginu; sá maður er S. V. Sigurðsson. Það er hinn helgi réttur hvers manns í lýðfrjálsu landi, að greiða atkvæði á kosningadaginn. Bregðist nú ekki þeirri skyldu. KOSNINGIN ER 22. APRÍL 1941. Vinnið og greiðið atkvœði með S. V. SIGURÐSS0N á kosningadaginn 22. apríl 1941

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.