Heimskringla - 16.04.1941, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.04.1941, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA 6. SIÐA WINNIPEG, 16. APRÍL 1941 •>3IIIIIIIIIIIIE3IIIIIIIIIIIIC3lllllillllllC]llllllllllllE3lllllll1HIIC3llllllllllllC3IIIIIIIIIIIIE3llllllllllllC3lllllllli:0 I Æfintýri ritarans | ....... Henni þótti gaman af að sjá hvar hún var stödd og reyndi að átta sig. Guntersted hafði sagt henni að gatan fyrir framan þetta hús héti Fulcher stræti, og þegar hún hafði fundið það, sá hún að bakhlið hússins sneri út að garði, sem byggingarnar voru bygðar í kring um. Þarna var Croft stræti, þaðan kom maður að dyrunum sem lágu að lyftunni, sem hún hafði notað. Og þarna var Purchase stræti, sem aðaldyrnar sneru út að. Þarna var Croft strætið, þar sem leigubíllinn beið eftir henni. Og nú — nú heyrði hún að ein- hver var að læðast upp litlu tröppuna að kjallaradyrunum. Sér til mestu ánægju fann hún að hún var róleg nú og reiðubúin að gera hlutverk sitt. Hún taldi nákvæmlega höggin, sem barin voru á hurðina. Strax og fyrstu höggin voru barin, slökti hún gasljósið og gekk út í koldimm göngin með bréfakröfuna í hendinni. Átta högg — átta stafir í stafrofinu, sem enduðu á h. Síðan komu fimm högg sem enduðu á e. Þetta voru kannske stafirnir í einhverju nafni. Ennþá komu þrjú högg, svo opnaði hún gætilega hurðina. Maðurinn sem stóð úti fyrir dyrunum, stóð í dimmum skugga, svo að hún gat næst- um ekki séð hvort það var karlmaður eða Köna. Hann hafði ekkert ljósker með sér. Trefillinn var vafinn um niðurandlitið hans og hatturinn ofan fyrir augu, og minti hann Alfrey helst á fant úr einhverri kvikmynd og henni lá við að hlægja. Án.þess að mæla orð frá vörum, tók hann upp böggul á stærð við pappaöskjur þær, sem eru utan um skó. Hún tók við bögglinum og sá að hann stakk hend- inni niður í töskuna á ný, og tók upp minni böggul. Hann rétti henni þriðja böggulinn og er hún hafði tekið við honum, veifaði hann með hendinni — eins og til að segja henni frá að nú væri ekkert eftir. Og áður en hún vissi af því sneri hann sér við og gekk burtu. Hún heyrði bara dauft fótatak er hann gekk niður tröppurnar. En það gat ekki heyrst langt, því að hann hafði toglegur hæla á skónum. Hún lokaði hurðinni næstum hávaða- laust, og sneri lyklinum tvisvar áður en hún gekk aftur inn í litla herbergið til að sækja vasaljóskerið. Nú varð hún að fara aftur upp með þennan dýrmæta farangur sinn, en þótt und- arlegt væri var hún ekkert hrædd. Rétt í því sem hún hafði farið fram hjá göngunum og ætlaði að ganga upp stigann upp á annari hæð, heyrði hún hávaða — eitt- hvað sem glamraði um leið og það datt á gólfið. Henni fanst það helst líkjast því, sem einhver hefði mist lykil ofan á gólfið þar uppi í ganginum. Þetta gerði hana óttaslegna. Það var þá ekki autt þetta hús eftir alt saman. Hún stansaði snöggvast og beindi ljósinu frá vasa ljóskerinu upp stigann. En ekkert sást né heyrðist framar. Samt fanst henni hún heyra einhvern læðast þar uppi en mjög gætilega. En þegar hún hlustaði stansaði fótatakið. Fyrst var hún sannfærð um, að einhver annar var í húsinu, en svo sagði hún við sjálfa sig, að hávaðinn sem hún hefði heyrt, kynni að hafa komið utan að. Hún heyrði það greinilöga að einhver gekk úti á götunni og þaðan gat hávaðinn sem hún hafði heyrt stafað. Hvað sem því leið þurfti hún að fara upp, og það gerði hún líka mjög ákveðin. Allar hurðir á hlið hennar voru lokaðar og alt var hljótt. Hún gekk hægt upp næsta stigann, og litaðist um við hvert fótmál til þess að sjá hvort nokkur kæmi á eftir sér. En enginn sást. Náði hún því heilu og höldnu upp á loftið og hélt fast utan um böggulinn, og um leið og hún komst inn um dyrnar að loftinu læsti hún þeim á eftir sér. Leynistiginn var í sömu skorðum og hún hafði skilið við hann. 1 skrifstofunni var alt eins og hún hafði skilið við það. Ljósið logaði ennþá. Hún tók upp lykilinn að fjár- hirslunni, lét bögglana, sem henni höfðu verið fengnir í hana og læsti henni svo. En nú var aðeins eitt eftir og var hún í efa um hvað gera skyldi. Ef hún skildi dyrnar fram í ganginn læstar og slagbrandana fyrir, gat næturvörðurinn ekki komist inn, en ef hún tæki þá frá, gat skeð að sá, sem reynt hafði að komast inn um kvöldið, reyndi það á ný, og tækist að brjótá upp fjárhirsluna, sem geymdi hina dýrmætu böggla. Hún hugsaði lengi hvað gera skyldi, en ákvað loks að láta slagbrandana vera kyrra fyrir hurðinni. Næt- urvörðurinn gat komist inn um hinar dyrnar í gegnum skrifstofuna hennar. Sagði hún við sjálfa sig. Hann gat þá ákveðið hvort hann léti slagbrandana vera eða ekki. Hún var ekki eins örugg lengur. í huga sinum var hún sannfærð um að hávaðinn, sem hún hafði heyrt í auða húsinu kom innan að, en ekki frá götunni. Hún hefði samt ekki heyrt til lykilsins í skránni, ef sá sem var að opna hefði ekki mist hann á gólfið. En samkvæmt fyrirmælunum varð hún að fara niður leynistigann og út í gegnum auða húsið. Hún varð auk þess að renna stiganum upp er hún var komin niður á loftið, læsa hurðinni að loftinu og taka með sér lykilinn. Alt þetta gerði hún og flýtti sér svo niður eins og hún gat. Hún lýsti sér með ljósker- inu og fann hroll fara um sig er hún sá alla þessa leyndardómsfullu skugga, sem ljósið skapaði í kringum hana. En ekkert bar til tíðinda. En er hún steig í fyrsta þrepið í kallara stiganum, heyrði hún aftur einhvern hávaða og hélt að einhver væri að læðast á eftir sér. Hún vildi samt ekki láta óttann yfirbuga sig, heldur gekk rólega niður koldimman stigann til kjallara hurðarinnar, sem hún opnaði og læsti á eftir sér og stakk lyklinum í veskið sitt. Hún þakkaði hamingjunni fyrir að þessu var öllu lokið. Hún var komin undir bert loft. Stórrign- ingin var hætt og nú var salla rigning. Gatan var hljóð og húsið stóð mitt meðal tveggja Ijóskera. Alfrey læddist eins og skuggi niður riðið og yfir blettinn fram að hliðinu. Hún opnaði það og læsti því líka. Er hún vár komin út í litlu þvergötuna var hún hugrökk eins og ljón. Hún gekk léttum skrefum og var harla ánægð með sjálfa sig. Leigubíllinn beið eftir henni og hún kom út að Dorflade án frekari æfintýra. Bæði faðir hennar og bóðir voru heima þegar hún kom. Móðir hennar var eins og venjulega að sauma barnaföt handa barni May dóttur sinnar, og dóttirin lét fallast niður í stól við hlið hennar. “Veit Deb að þú ert komin? Hún hefir haldið súpunni þinni heitri, þótt þú gerðir boð að þú kæmir ekki heim.” “Nei, mig langar ekki í mat, en gott þykir mér að fá heita súpu í þessari rign- ingu,” svaraði Alf. Þú ert hálf föl í framan,” sagði faðir hennar. “Hvaða eftirvinna er það, sem þú þarft að gera?” “Sama vinnan og á daginn í þarfir fé- lagsins sagði Alf hlægjandi. Mrs. Carr lagði saumaskapinn í kjöltu sína og horfði á Alf. “Þú ert heldur en ekki leyndardómsfull yfir þessari vinnu þinni, Alf.” “Eg er líka einkaritari móðir góð, svo að það dugar ekki fyrir mig að masa um verk mitt. Og pabbi minn er svo slæmur, þótt hann þekki vel allar reglur í viðskiftaheim- inum, að hann er alt af að leggja snörur fyrir mig, bara til að sjá hvert eg geng í þær. Ó, eg þekki þig svo sem refurinn þinn,” sagði dóttir hans og tók handfylli í þykka, gráa hárið hans. “Þú hefir rangt fyrir þér, Alf. Eg er mik- ill vinur Guntersteds og þótt þú talaðir við mig um vinnu þína mundi það ekki saka neitt. Eg gæti meira að segja trúað, að hann ætlaðist til að þú gerðir það.” Alfrey varð mjög alvarleg á svipinn. Hún settist niður og horfði á föður sinn. Henni þótti sem hún heyrði fyrirmæli Sala á ný, og það sem faðir hennar hafði sagt snerti hana óþægilega. “Mr. Guntersted hefir að minsta kosti ekki gefið mér neinar skipanir þessu viðvíkj- andi, að eg eigi að tala við þig um einkamál hans,” sagði hún að síðustu. “Á eg að segja honum að þú reynir ávalt að veiða upp úr mér, það sem kemur fyrir á skrifstofu hans og spyrja hann hvort eg eigi að fræða þig um það?” “Nei, hreint ekki,” svaraði Mr. Carr, og dóttir hans varð ennþá alvarlegri, er hann bætti við: “Þú ert dóttir mín Alf, og sumir segja mér að margt undarlegt komi fyrir hjá Guntersted, svo það er engin furða, að eg reyni að hafa auga með þér. Eg vil ekki að þeir láti þig vinna neitt það, sem brýtur í bága við lögin,” sagði hann, og ljósið af eld- spýtunni, sem hann kveikti á brá bjarma yfir hið fríða andlit hans. “En pabbi,” það varst þú, sem útvegaðir mér þessa vinnu!” svaraði Alf undrandi. “Rétt er það, og einmitt þessvegna er eg svona spurull. Mér finst að á mér hvíli sér- stök ábyrgð.” Þótt undarlegt mætti virðast, datt dóttur hans nú fyrst í hug, að hún hefði kannske hjálpað húsbónda sínum til að svíkja toll- lögin. Hún hrinti þeirri hugsun frá sér sam- stundis. Það gat ekki verið. Þetta voru sjálf- sagt einhverjir skartgripir, sem hún hélt að Guntersted hefði ekki þorað að bera með sér í London eða hafa í bílnum sínum, nema að hafa lífvörð með sér. Það var því‘ bæði ein- faldara og ódýrara að láta hana taka á móti gripunum frá þessari hliðargötu. En það gat samt ekki verið ódýrt að setja þénnan leyni- stiga og leigja tómt hús o. s. frv., bara til að hafa aðgang að skrifstofunni sinni. Guntersted hafði sagt að einu sinni hefði hann haft ágætan ritara, sem nú væri dáinn. Nú fór hún að hugsa um hvernig hann hefði dáið. Það hlaut að hafa verið af slysi, hugs- aði hún, því að þetta hlaut að hafa verið ung- ur maður fyrst hann var einkaritari Sala. Á meðan Alfrey át súpuna hugsaði hún um þetta fram og aftur. Hún var hár viss um, að foreldrum hennar mundi hreint ekki falla eftirvinnan, sem hún hafði haft í kvöld, ef þau vissu hver hún væri. Hún var svo niðursokkin í hugsanir sínar að hún heyrði ekkert af því sem þau voru að tala um. Alt í einu heyrði hún móður sína segja: “Jæja, eg vona að Alf eyði ekki allri æfinni á skrifstofu. Hún fær sjálfsagt tæki- færi til að sleppa þeirri vinnu ef hún vill. En heyrðu Alf. Vinur þinn Stanning kom hérna í kvöld. Það er ekki langt síðan hann fór.” “Jæja, er hann kominn aftur? Hann hefir verið í burtu, sjáið þið til,” svaraði Alf- rey; og talaði eins hirðuleysislega og hún gat, þótt hún væri alt annað en róleg með sjálfri sér. Var það Stanning, sem hafði reynt að brjótast inn á skrofstofuna? Og þegar hon- um hepnaðist það ekki, hafði hann þá flýtt sér heim til hennar, til að vita hvað hún hefði fyrir stafni? “Hvað sagðir þú honum mamma?” “Eg sagði honum bara að þú værir ekki heima. Eg sagði ekki að þú þyrftir að vinna eftirvinnu. Hélt að þú kærðir þig ekkert um það.” “Alveg rétt. Honum kemur ekkert við um hvað eg geri.” “Það var eitthvað viðvíkjandi tennis- leiknum sem hann ætlaði að tala um,” svaraði móðir hennar rólega. “Hann sagði að ef þið væru saman í leiknum, mundi alt ganga vel fyrir Dorfalds, en að^þið Chawles gætuð ekki búist við að sigra. ^ “Jæja, ætli að þeir verði svo fræknir, sem koma frá Gowerlands?” “Svo segir hann. Hann hafði ásett sér að þið skylduð bera sigur út býtum, og finst honum nú að þú bregðist klúbbnum.” “Það er rétt að eg má ekki vera að því að æfa mig mikið,” svaraði Alf og geispaði. “En samt hugsa eg að við Chawles verðum engir eftirbátar. Honum hefir farið mikið fram í vor. Evan hefir verið í burtu. Hann hefir því ekki séð hve Chawles leikur orðið vel.” “Þú ert þreytt barnið mitt,” sagði móðir- in blíðlega. “Er ekki best fyrir þig að fara að hvíla þig?” Alfrey kinkaði kolli, geispaði á ný, bauð þeim góða nótt og hvarf til herbergis síns. “Eg er að efast um hvort hún hugsar um nokkurn þeirra,” sagði móðir hennar er Alf var farin. “Það er örðugt að segja,” svaraði maður hennar. “Hún líkist ekki May. May hefði gifst fyrsta fríðleiksmanninum, sem hefði orðið ástfanginn í henni, en það er örðugra að ganga í augun á Alf. Hún er ekki eins falleg og May en í mínum augum er hún mörgum sipnum meira aðlaðandi.” 9. Kap.—Leyndardómur lykilsins. Alt var óvenjulega hversdagslegt næsta morgun þegar Alfrey kom inn til Guntersteds. Henni fanst að alt, sem skeð hafði kvöldið áður, hefði ekki getað verið neitt annað en draumur. Hún hafði sofið illa og hana hafði dreymt að lögreglan hefði tekið hana fasta með böggul undir hendinni og í bögglinum væri pakkinn, rétt þegar hún var að rétta Eccott böggulinn yfir girðinguna hjá Rid- ways. En henni var ómögulegt að trúa því að Sali væri að smygla kókaini. Hversvegna hún var viss um það, vissi hún ekki. En hún var viss um að hann væri ekki svo vondur maður, að hann gæfi ungri stúlku slíkt hlutverk, sem hún hafði haft kvöldið áður, ef hlutverkið væri svo hættulegt. Hún hélt fast við þá skoðun, að gamli herramaðurinn hefði verslað með gimsteina í stærri stíl en margan grunaði. Einnig hafði hún heyrt að nú væri mikið um gimsteina- þjófnað í borginni, og að það væri ekki örð- ugt að finna markað fyrir þá vöru þótt stolin væri. Henni fanst það sannsýnilegt að Sali væri of alþektur til að keyra um með slíka dýrgripi, en hann gat sjálfsagt hafa fengið skilvísan mann til að flytja þá til bankans fyrir sig. En það virtist sem þeir ættu ekki að fara í neinn banka, en ættu að seljast á laun. Hún hugsaði um þetta á leiðinni, og hugsaði um það þegar hún hengdi hattinn sinn og kápuna upp, og bjó sig undir að byrja dagsverkið. Eins og venjulega gekk hún inn í skrifstofu Saia til að taka þar til. Þvotta konurnar höfðu í eitt skifti fyrir öll fengið fyrirskipanir um það, að snerta ekkert á skrifborði Guntersteds. Það var breitt yfir það dúkur á meðan skrifstofan var þvegin, og átti Alfrey að taka hann af er hún kom á morgnana. Hún vissi upp á hár hvernig hann vildi að öllu væri hagað til á borðinu, og átti hver hlutur að vera þar á sínum rétta stað, svo að hann gæti auðveldlega fundið hann. Kvöldið áður hafði hún tekið þar til mjög nákvæmlega, og nú þurti hún ekkert nema að þurka af því rykið. Skyndilega kom hún auga á nokkuð. Það var smátt í sjálfu sér, en hún tók eftir því. Húsbóndi hennar notaði altaf penna, en ekki lindarpenna. Á glerskál á borðinu lágu fjórar pennastengur. Mjór og breiður penni fyrir svart blek, og mjór og breiður fyrir rautt blek. Glerskálin stóð ætíð hægra megin á hinu stóra skrifborði fyrir framan hillurnar, sem leyniskúffan var í. Hún var alveg viss um að skálin hafði staðið á réttum stað kvöldið áður, því áður en hún fór, hafði hún lagt lyklana í skúffuna. Alt annað var með kyrrum fjörum á borðinu. Hún var vön að leggja umslög eða pappírsblað á borðið áður en hún skildi við það, þannig að hún gat séð ef eitthvað var hreyft á því, en við því hafði enginn hreyft, en skálin með pennastöngunum var nú vinstra megin á borðinu. Hún stóð og starði eins og í leiðslu á pennastengurnar. Þessi maður, sem hafði reynt að brjótast inn, hafði komið aftur. Hann hafði brotist í leyniskúffuna eða reynt að brjótast inn í hana. Hún settist og beygði sig niður svo að augu hennar voru jafnhá skrifborðinu og gat hún þá ekki betur séð, en að rykið fyrir framan leyniskúffuna væri ójafnara, en á hin- um stöðunum á borðinu. Skúffan var ekki opnuð með lykli heldur fjöður, sem þrýst var á. Það hafði Sali sýnt henni. Þegar hún hafði skilið við um kvöldið stóð orðið “óopnuð yfir skúffunni, nú stóð þar “opnuð”. Það var ekki liklegt að þarna fyndust fingarmörk. Þjófurinn var vafalaust of gæt- inn til þess, en samt gat það verið. Venjulega var ekkert dýrmætt geymt í skúffunni yfir nóttina, en í gærkveldi hafði hún lagt lyklana í hana. Og hún hafði verið opnuð síðan. Það var auðséð. Hún studdi á leynifjöðrina og skúffan opnaðist. í henni var bara einn lykill, sem gekk að fundarsal stjórnarnefndarinnar, en litli lykillinn, að leynispjaldinu í veggnum var á brottu. Hún sat og horfði óttaslegin á tómu skúffuna er Guntersted kom inn.. Hún stóð ekki upp, þótt hún sæti í stóln- um hans, heldur horfði á hann náföl í framan. “En barnið gott. Þér eruð veikar,” sagði hann. “Nei,” hvíslaði hún, “en hér hefir eitt- hvað komið fyrir.” Hann hengdi hattinn sinn á snagann við drynar og kom að borðinu. “Gekk yður eitthvað illa í gærkveldi?” spurði hann. “Nei,” svaraði hún. “Eg lauk við það, sem þér fóluð mér að gera. Eg varð ekki fyrir neinni hindrun — en einhver hlýtur að hafa farið hingað inn eftir að eg fór í gærkveldi.” Hún skildi ekki svipinn á andliti Gunter- steds. Þar sást hvorki ótti né óróleiki. “Af hverju haldið þér það?” spurði hann. “Eg held ekkert um það, eg veit það,” svaraði hún. Og er hann kom nær borðinu rétti hún út hendina yfir borðið og sagði óró- lega: “Snertið ekki við peinu, það eru kannske fingramörk á því.” “Segið mér hvaða ástæðu þér hafið fyrir, að ætla að einhver hafi snert við borðinu?” Hún benti á skálina með pennastöngun- um á. “Hún hefir verið flutt til. Eg lét hana á réttan stað áður en eg gekk niður járnstigann. Eg læt hana ætíð fyrir framan leyniskúffuna og flyt hana þegar eg kem á morgnana. Hún var færð þegar eg kom áðan, og á rangan stað. Eg varð áhyggjufull vegna þess að eg gerði eins og þér sögðuð mér og lét í hana lyklana og breytti orðinu. Nú er lykillinn farinn — sá sem gengur að spjaldinu. Þar af leiðir að einhver hlýtur að hafa verið hér eftir að eg fór. Guntersted brosti. Hann lagði hendina á öxl hennar. “Afsakið góða mín,” sagði hann. Það var hugsunarleysi af mér, að athuga það ekki, að þér munduð óttast um þetta. Eg veit að þér athugið vel starf yðar og umhverfi. Eg kom hingað sjálfur í gærkveldi — mig langaði til að sjá hvernig yður hefði gengið að ljúka erindinu, hvert þér hefðuð skilið nokkur merki á vínglasinu. Skálina setti eg röngu megin með vilja, til þess að sjá hvort að þér tækjuð eftir því, alveg eins með orðin. En nú bið eg yður á ný að afsaka þetta að eg gerði yður þannig hrædda að nauðsynja- lausu.” “Alfrey létti mikið fyrir hjartan ag stóð upp úr stólnum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.