Heimskringla - 18.06.1941, Page 2

Heimskringla - 18.06.1941, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. JÚNÍ 1941 Gunnar Gunnarsson: HEIÐAHARMUR Saga Menningar- og fræð- slusamband Alþýðu.— Reykjavík, 1940. 251 bls. Ný skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson hefir löngum þótt til tíðinda teljast, ekki aðeins á Islandi, heldur kannske fyrst og fremst á Norðurlöndum og í Þýzkalandi. Venjulega kom nýja sagan árlega, ef ekki tvisvar á ári, fyrst á dönsku og síðan þýdd á önnur mál. Eina bókin sem fyrst kom í þýzkum búningi var Adventa, sem nú er lesin og rædd víðs- vegar um Ameriku af meðlim- um Book of the Month Club undir nafninu: The Good Shep- herd. Það sem gerir útkomu þess- arar nýju sögu að viðburði í ís- lenzkri bókmentasögu a. m. k., ef ekki í annálum norrænna bókmenta yfirleitt, er sú stað- reynd að hún er birt á íslenzku. móðurmáli höfundarins. í hartnær þrjátíu ár bjó Gunnar í Danmörk og reit bækur sin- ar á dönsku, þar sem hann hafði hvorki tíma né tækifæri til að skrifa þær á íslenzku. — Samt sem áður var hugur hans altaf óskiftur við íslenzka náttúru, islenzkt fólk, islenzka sögu og íslenzk efni yfirleitt. Af öllum þeim íslendingum, sem fengist hafa við bókmenta- gerð á erlendum málum, hefir enginn verið eins þrauttrygg- ur ættjörðinni í hugsun og efn- isvali og Gunnar Gunnarsson. 1 stað þess að þverra og hverfa óx heimþráin með árunum, uns hún varð svo sterk að ekki tjáði áð spyrna móti henni. — Þannig atvikaðist það að Gunnar flutti heim, fór alfar- inn af hinu frjósama sjálandi heim í Fljótsdal þar sem hann var borinn og barnfæddur. Þar settist hann að í skriðuklaustri, skamt frá efri enda Lagarfljóts undir skjólgóðum hlíðum Fljótsdalsheiðar. Hér hljómaði aftur mál það sem hann hafði numið af móður sinni í æsku. Vinir hans munu hafa beðið með óþreyju fyrstu sögunnar, sem hann mundi skrifa eftir heimkomuna. Mundi landið í návígi tapa æfintýraljómanum, sem hann hafði fyrst uppgötv- að í útlegðinni í Danmörku. Þess voru dæmi. Og hvernig myndi honum takast að skrifa islenzkt mál eftir þrjátíu ára útlegð? Mundi danskur vani ekki vilja stýra pennanum? Það er ekki ólíklegt, að Gunnar sjálfur hafi á stundum spurt sjálfan sig svipaðra spurninga. Fæstir menn skifta hömum á fimtugsaldri eins auðveldlega og tvítugir unglingar. En það hefir Gunnar Gunnarsson gert. Ritgerð hans um Jóhann Sig- urjónsson bar þess ótvíræðan vott. Og þessi nýja bók færir mönnum heim sanninn um það, að Gunnar er allur kominn heim. Hún er skrifuð á góðri, kröftugri og hreinni íslenzku, alveg vetlingatakalaust, og ó- snortin af öllum dönskum vana. Þó er hún skrifuð í hin- um venjulega, einkennilega stíl Gunnars, stíl sem oft minnir mig á list Óðins, þá er hann lýsir í Hóvamálum 137: orð mér af orði orðs leitaði. Þessi stíll Gunnars hefir fyll- ingu, sem stundum bregður til höfga; hann virðist vera full- jkomið tæki til þess að birta hugblæ höfundar, hið góðlát- lega gaman hans, og hinn þunga undirstraum ættjarðar- ástar hans, ást á landi og lýð. Þeir sem kynst hafa Gunnari af þeim bókum hans, er komið hafa út á ensku á Ships in the Sky. The night ,and the Dream og The Good Shepherd munu varla verða fyrir vonbrigðum er þeir lesa þessa nýju bók hans, því hún er mjög gædd hinum sömu kostum, enda sprottin úr sama umhverfi: lífi íslenzkra bænda og kotunga á síðasta fjórðungi 19. aldar. — Heiðaharmur er, að nokkru leyti, sagan af hörmum heið- arbúa á Jökulsdalsheiði og Möðrudalsöræfum, sagan af baráttu þeirra við óblíðu nátt- úrunnar, sagan af beljandi ám sem brjóta haglendi og tún, sagan af sandfoki og stormum, sem fletta jarðveginum af ber- um grundvellinum, eins og torfskurðarmaður torfi úr flagi, og rjúfa jafnvel hús á kotung- unum, hversu vel sem þau eru hlaðin í öndverðu. Harðærið, sem rak fólk til Ameríku á ár- unum 1870—80, legst með tvö- földum þunga á fátæklingana í heiðinni. Og þó þrauka þeir meðan þeir halda fjöri og kröft- um, fjötraðir við kotin sín af töfrum fjallanna og trygð við torfuna. En persónugerfingur þessar- ar búand-trygðar við torfuna, maður sem lifir ættjarðarást sína í verki, er bóndinn Brand- ur á Bjargi. Honum er í sveit komið uppi við fjöllin; heiða- búar gista hann haust og vor á kaupstaðarferðum sinum. — Hann ann þeim og heiðinni og vakir yfir þeim og hlutskifti þeirra. Þegar einhver heiðar- búi flosnar upp þá er Brandi FEDERRL GRRIR LlffllTED MANNA BRÝN ÞÖRF / i Canada kappa lid Nú tjáir ekki að líka ... Þú ert hérmeð skoraður til skyldu . . . Frelsi Canada er í voða . . . Nú þarf þín með Konungur þinn og land þití þurfa þín við! Nú ertu krafinn um skyldu þína hátt og snjalt, og þeir sem elska Canada og alt sem þessi mikla Dominion geymir og táknar munu ekki þurfa neinnar frekari brýningar við. Nú er kominn tími til að hefjast handa og beita allri orku! Framtíð vor, heimili vor, vor trú, vort frelsi eru í voða! Hlédrægum orða eða froðu köppum gefst ekki rúm framar. Nú er ÞtN stund komin, nú er BARDAGA MANNA stund komin! Nú þarf þín við til hildarleika Kaup óbreyttra liósmanna _____ J$1.30 á dag með húsnœði, föt- fæði, aðgerðum lœkna og ytannsmíði. Meðlag skuldaliða í Æ / peningum: $35 til eiginkonu, $12 dali mán. fyrir hvert barn, 2 en ekki íleiri. Soldáti með konu og 2 börnum fær í borgun alls $99.30 á mánuði. AUKA- GJALD: frá 25<t til 75i á dag til æfðra iðnaðar manna, meðan vinnu þeirra þarf með. Canada’s mikli, hvatfæri her, búinn öllum skæðustu megin tólum nútíma hernaðar — bryndrekum og öðrum stáli vörðum hjóla hertólum og byssum bíður nú búinn. Komdu í hann STRAX! Komdu og vertu kvikur köggull í þeirri skjótvirku, harðvirku BAR- DAGA vél. Svaraðu kalli Canada lands og komdu í hann strax! Komdu í Canada her að mölbrjóta haun Húna! Canada her þarf manna með í þessar deildir: Stórskota lið, verkfrœði, merkja sendinga, bryndreka, stálbyrða vagna, fótgönguliðs, flutnings og vista, hjúkrunar og ýmsar aðrar atverka deildir. Herinn er við því búinn að kenar margar iðnaðar greinir og temja þig við að beita vopnum sem duganlegast. Farðu til nœstu skráningar stöðvar. Fáðu að vita hvernig ofannefndar starfadeildir vinna og hvar þér hentar bezt að vera; aðgœttu hvar þínir hœfi- leikar geta komið að mestu gagni. Hertu þig svo til hildar leika. Leitaðu til næstu nýliða stöðva eða næstu herbúða DEPARTMENT OF NATIONAL DEFENGE CANADA innan rifja svo sem hann hefði mist nánasta ástvin. Hann stenst ekki reiðari en ef ein- hver hallmælir heiðunum, nema ef vera kynni að honum væri enn verr við að heyra lof- gerð vesturfara-agentanna um Ameríku og sjá á eftir góðu fólki vestur um haf. Hvort- tveggja veit til landauðnar í huga Brandi. Og Brandur sparar ekkert til að hjálpa heið- arbúum og hlynna að kotum þeirra. Samt lifir hann það að sjá þá alla flytja úr heiðinni, hvern á fætur öðrum, ár frá ári. Þann straum getur hann ekki stöðvað, en mörgum heið- arbúanum býður hann heim til sín, förnum og lúnum, svo að hann geti borið beinin á hans heimili. Þetta eru harmar heiðarinnar. En Brandur á dóttur, sem hann vildi kalla Bjargföst, en j var skírð Bergþóra eftir nöfnu ' sinni hinni frægu á Bergþórs- i hvoli. Og þessi unga Berg- jþóra kafnar vissulega ekki undir nafni. Hún erfir skap- ferli föður síns, eins og hún mun eflaust erfa landið eftir hann dauðan, og skila því eins ósnortnu og mannlegur mátt- ur megnar i hendur niðjunum. i Þrátt fyrir ófarir og ósigra j heiðar-búa hefir lesandinn það á tilfinningunni, að öllu sé ó- j hætt, meðan Bergþóra er við ! lýði og alt hennar ekki al- i dauða. j Með sögu þessari hefir Gunn- ar Gunnarsson lagt sitt orð í | belg i umræðum hinna ís- lenzku skálda um kotbóndann og framtíð hans. Laxness hóf umræðurnar með Sjálfstœðu j fólki. Bjartur í Sumarhúsum jer ógleymanleg hetja, en höf- I undurinn dæmir hann til eilífs ' ósigurs samkvæmt kenningu j sameignarmanna. Sturla í Vogum er hressilegur karl, sem rífur sig upp úr eymdinni og gerist kaupfélagsmaður. — Brandur á Bjargi er ósnortinn af öllum félagshreyfingum, — hann kemst hvorki í færi við kaupfélaga né sameignarmenn. Hann er kannske ekki eftir nýjustu tísku, en kjarninn í honum er kjarni islenzku þjóð- arinnar óheflaður og uppruna- legur. Og meðan menn og kon- ur eins og Brandur og Berg- þóra alast upp í íslenzkum jarðvegi þá er þjóðin ekki heill- um horfin, hvaða hörmungar sem yfir hana kunna að dynja. (Dr.) Stefán Einarsson enn í fersku minni, því þar komust þau bæði í hann krapp- an stórskipin, Heimskringla og' Lögberg, en þótt illa liti út um tíma þá draslaðist alt af sem betur fór, síðan hefir verið lygnara um landann, og þið nú- verandi kapteinar haldið öllu í góðu horfi. Það er ósk mín að þér endist aldur og heilsa að halda um stjórnvöl “Heimskringlu” um mörg ókomin ár. Þinn einl. H. E. Magnússon Á C. C. F. FLOKKURINN, UNDIR FORYSTU MAJOR JOHN COLDWELL FRAM- TIÐ FYRIR HÖNDUM í CANADA B R É F 8346—28 Ave. N. W. Seattle, Wash. 8. júní 1941 Ritstj. Stefán Einarsson Góði vin: Eg sendi þér hér með and- virði “Heimskringlu” sem fyrri skyldi verið hafa; — með kæru þakklæti fyrir blaðið árið sem leið. Það er álit mitt og margra landa hér á ströndinni, að und- ir þinni leiðsögn hafi “Heims- kringla” siglt hagstæðastan byr, og orðið fyrir minstum á- föllum síðan henni fyrst var ýtt úr nausti, fyrir meira en 50 árum síðan. Margui* hefir þó knár við stýrið staðið á þessu tímabili, og oft orðið í úfin sjó að leggja, svo lá við skipbroti, og 'má hér aðeins til dæmis nefna er “Heimskringlu” var lagt í orustuna miklu, milli Labbakúta og Spenmanna, fyr- ir þjóðhátiðina 1930, Þetta er Inngangsorð: Það var dálítið einkennilegt að lesa greinina í “Liberty” timaritinu 31. marz s. 1. eftir Leonard L. Knott, um foringja C. C. F. flokksins, Major John Coldwell og framtíðarvonir hans hvað flokkinn snertir, ekki sízt fyrir þá sök, að þó “Liberty” megi skoðast fremur frjálslynt, þá virðist það frekar hneigjast að því að halda lýð- ræðinu við í því formi sem það nú er án nokkurra verulegra breytinga, en “Liberty” hefir oft birt góðar greinar um ýms mannfélagsmál eftir merka höfunda, og bendir greinin sem hér ræðir um á, að engin auð-( sæ dauðamerki séu enn yfir C. C. F. flokknum. Þetta er ekki síður merki- legt vegna þess, að eins og kunnugt er, hafa stjórnmála- andstæðingar flokksins nú ný- lega hringt líkaböng sinni yfir moldum hans, þó að vinur vor Mr. J. J. Swanson héldi uppi drengilegri vörn fyrir hönd flokksins og sýndi ótvírætt fram á, að það væri með öllu ótímabært fyrir andstæðinga hans að setjast að erfisöli eftir hann, þar eð alt benti til að hann væri vel lifandi og hon- um yxi fiskur uiji hrygg með ári hverju og að margir ágætir menn hyltu skoðanir hans og stefnuskrá sem hina einu, ör- uggu endurbót á ýmsum þjóð- félagsmálum vorum. Bendir grein Mr. L. L. Knott, sem hér birtist á eftir á, að Mr. Swanson hafi fylli- lega vitað hvað hann var að segja. Mr. Knott farast orð á þessa leið: “Major John Coldwell er einn af nýtustu þingmönnum sambandsþingsins. Hvernig mun honum og flokki hans reiða af héðan í frá? Hann er nú miðaldra maður, góðmann- legur á svip og ágætum hæfi- leikum búinn. Hann er fædd- ur á Englandi og alinn þar upp við íhalds stjórnmálastefnuna, en er nú fornigi C. C. F. flokks- ins á sambándsþingi Canada. Nafnið Major er ættarnafn en eigi hernaðarstaða. Næsta ár verður C. C. F. flokkurinn tíu ára gamall. Ná- kvæmlega hvar hann var fyrst stofnaður, er eigi með öllu ljóst, en nokkrir flokks- menn muna eftir fundarhöld- um á litlu kaffihúsi yfir einni af verzlunarbúðunum á Young stræti í Toronto-borg. Það sem varðar mestu er, að flokk- urinn er umbótaflokkur, and- stæður auðvaldinu og ákveð- inn í að hnekkja valdi þess,

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.