Heimskringla


Heimskringla - 18.06.1941, Qupperneq 3

Heimskringla - 18.06.1941, Qupperneq 3
WINNIPEG, 18. JÚNl 1941 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA þ. e. a. s. á lagalegan hátt og samkvæmt stjórnarskrá lands- ins. Það má segja um C. C. F. flokksmennina að þeir séu hin- ir friðsömustu byltingamenn er þekkjast, og Major John Coldwell myndi aldrei stjórna blóðþyrstum uppreisnarmönn- um í áhlaupi. Þrátt fyrir hinar miklu fram- farahugmyndir hans á þjóðfé- lags og hagfræðisskipulaginu, þá styðjast skoðanir hans nokkuð við eldri erfðakenning- ar. Hann er Englendingur, al- inn upp við íhaldsskoðanir. Persónuleiki hans hefir mót- ast af uppfræðslu og lífsskoð- unum Exeter háskólans,-og þó að með aldrinum að lífsskoð- anir hans og viðhorf hafi tekið miklum breytingum, þá reisir hann engar skýjaborgir, en stendur föstum fótum á hinu raunverulega leiksviði lífsins, og nýtur nú sem sambands- þingmaður fyrir sléttukjör- dæmið Rosetown-Biggar eins mikillar persónulegrar virðing- ar og trausts eins og nokkur hinna hæfustu þingmanna. Gamlir stjórnmálamenn hafa það að segja um hann, að hann sé eins hygginn og áhrifamik- ill stjórnmálamaður eins og flokkur hans sé enn sem komið er áhrifalítill, að þessi fyrver- andi skólakennari frá Saskat- chewan, og núverandi foringi C. C. F. flokksins sé eins snjall og rökfimur kappræðandi eins og nokkur þingmaður í sam- bandsþinginu. Hann er skoð- aður sem stjórnmálagarpur- inn, í fylkingar broddi hóps af lítt reyndum hugsjónamönn- um,* * og er hann áreiðanlega miklu hættulegri andstæðing- ur hinum eldri stjórnmála- flokkum, en fyrirrennari hans James S. Woodsworth. Mr. Coldwell yrði aldrei ánægður með að vera einn á sýningar- sviðinu eins og Henri Bour- assa, þjóðernissinninn frá Que- bac, sem um 10 ára skeið stóð einn síns liðs í sambandsþing- inu. Mr. Coldwell vill vera flokksforingi og nái hann ein- hverntíma nokkurri stjórnmála viðui’kenningu, þá vill hann njóta siíkrar verðskuldunar1 með sterkum flokk að baki sér. Mr. Coldwell hefir valið sér C. C. F. flokkinn og stjórn- málastefnu hans, og framtíð Mr. Coldwell er að miklu leyti j háð áhrifum og útbreiðslu flokksins, og framtíð flokksins er engu síður háð forýstu Mr. Coldwells. C. C. F^flokkurinn var stofn- aður árið 1932, á erfiðleika timabili í landinu, þegar R. B. Bennett og íhaldsflokkur hans voru við völd, og framtíðar-j horfur fyrir frjálslynda flokk-( inn og framsóknarflokkinn ^ voru óvænlegar. Krepputíma- bil um allan heim virtist því gefa góðar vonir um stofnun, j vöxt og viðgang stjórnmála- BURMA HERMENN Maðurinn sem á mynd þessari er að tala við flugmann, er frá Burma og nafn hans er þýtt “Sacrificial Hawk”. Hann er vélfræðingur. Sá sem í flugvélinni er, er foringi Burma flugsveitarinnar. Hann hefir skotið niður 27 þýzk flugför. flokks með nýtt umbóta hag-^ fræðiskipulag á stefnuskrá sinni, en þegar að næstu kosn- ingum kom, þá var það frjáls- lyndi flokkurinn sem tók við völdum af íhaldsflokknum, en C. C, F. flokkurinn náði aðeins örfálum þingsætum. En kreppan er nú aðeins smáræði í samanburði við yfirstandandi stríð. Á átta ár- j um tók C. C. F. flokkurinn hæg- fara framförum. Nú á minna en tveim árum síðan stríðið hófst, er það al- menn skoðun flokksmanna hans, að honum hafi aukist mikið stjórnmálalegt fylgi. — Margar orsakir liggja þar til grundvallar: Vantraust og myrkvi sá er féll á Chamber- lain stjórnina á Bretlandi. — * Það má geta þess, að í C. C. F. flokknum eru margir ungir sem eldri mentamenn, j ágætum hæfileikum búnir, þó að þeir hinir yngri hafi enn eigi stjórnmálareynslu að baki sér. Aukið traust til verkalýðsþing- manna og þátttaka þeirra í brezka stjórnarráðinu, hin ná- lega daglegu útvarpserindi manna eins og J. B. Priestleys, sem tala ákveðið um nýtt skipulag og hagfræðilegann jöfnuð, sem kæmist á að stríð- inu loknu. Þetta alt hefir aukið og styrkt fylgi og skilning á stefnuskrá C. C. F. flokksins. Það er einnig almenn skoðun nú, að lýðræði og auðvald sé að skilja leiðir og að nýtt skipu- lag sé í vændum. Hinir einu stjórnmálaflokk- ar í Canada er hafa nýtt skipu- lag á stefnuskrá sinni eru C. C. F. flokkurinn og “Social Credit” sinnar, ásamt sam- bandsmönnum þeirra, Herridge og skoðanabræðrum hans. — Sem afleiðing af þessu er gert ráð fyrir nýrri stjórnmála af- stöðu. Það sem C. C. F. menn nefna íhaldsflokkinn, er verði skipaður hinum íhaldssamari þingmönnum úr bæði frjáls- lynda flokknum og íhalds- flokknum. Aftur á móti þeir hinir frjálslyndari framsókn- armenn úr báðum flokkum munu segja sig úr lögum við hina og þá sé C. C. F. flokkur- inh eini stjórnmálaflokkurinn, er þeir geti sameinast. Fyrir því gera C. C. F. menn sér von um að verða næsti opinberi andstæðingaflokkur í þinginu, og þakka þeir það íhalds- flokknum, sem hafi þegar fall- ið í almennjngsáliti og hrörnað stórlega meðan leiðsögn Dr. Manion naut við, og jafnframt vegna hagfræðisskoðana öld- ungaráðsmanns Arthur Meigh- ens. Þetta eru nú ef til vill persónu- legar óskir og skoðanir stjórn- málaleiðtogans frá sléttufylkj- unum, en þær eru á nægilega skynsamlegum rökum bygðar til að gefa gaum að brautryðj- endum þessa umbótaflokks, mönnum og konum, og hvað þeir myndu gera, ef þeir næðu völdum. Stofnandi C. C. F. flokksins er Mr. James S. Woodsworth í Winnipeg, en hann hefir nú sakir vanheilsu eigi getað sint stjórnmálum í nálega heilt ár, en er nú svo að segja orðinn átrúnaðargoð ýmsra manna. Enginn rétt- sýnn maður myndi efast um hinar einlægu skoðanir Mr. Woodsworths. Hann hafði bjargfasta trú á alþýðunni, svo sterka, að hann sagði upp góðri stjórnarstöðu og vann með öðr- um verkamönnum á hafnar- bryggjum Vancouver-borgar. Hann er hatursmaður striðs. Allur stjórnmálaferill hans hef- ir verið í andstöðu við þær skoðanir hans, að hann vildi Vinarminning um MUNDA FRA GRUND Óðum fækka fornir vinir mínir f jölga sár um leið og vinur deyr. Missirinn mér auðu sætin sýnir sem eg veit að fyllast aldrei meir. Þin eg minnast vil í litlu ljóði lítið þó að verði sagt um þig, þér eg ávalt þakka vinur góði þína trygð og gæðin öll við mig. Þú varst Mundi, góður glaður drengur góður orðstír um það vitni ber. Nú er okkar samferð leyfð ei lengur líf og friður guðs sé æ með þér. Vinur. eigi berjast fyrir þær. Og hann fór í raunveruleika í fangelsi fyrir afstöðu sína í verkfallinu í Winnipég árið 1921. Vegna manngildis hans og yfirburða og virðingarsætis þess er hann skipar í stjórn- málasögu Canada og vegna á- hrifa hans í áhugamálum C. C. F. flokksins og hins almenna trausts er hann naut, þá er ef til vill vel farið, að hann, sakir vanheilsu, varð að hverfa af starfsviðinu skömmu eftir byrj- un þessa stríðs. Hann hefði aldrei verið skilinn af fjölda Canadamanna, jafnvel eigi af sínum eigin flokksbræðrum. — Það er eitt„ sem hann auk per- sónuleika síns og einlægni sinnar hefir skilið eftir hjá C. C. F. flokknum. Hann hefir gefið honum meginatriði stjórnmálaskoðana sinna í einni setningu: “Einhverntíma hlýtur samvinna til almenn- ingsheilla að koma í staðinn fyrir samkepni til einstaklings ágóða.” Eins lengi og Mr. Woodsworth lifir, verður hann hinn sjálfkjörni leiðtogi flokks- ins. En öll starfsemin hefir fallið á herðar Mr. Coldwells. Hann er eigi í öllum atriðum algerlega sammála fyrri for- ingja sínum, en það er engum efa undirorpið, að hann er á- kveðinn merkisberi framtíðar- vona, stefna og skoðana flokks- ins og að hann er vel fær um að útbreiða þær, færari en nokkur annar maður í Canada. Til þess að ganga í allan sann- leika um C. C. F. flokkinn, þá fór eg beina leið til Mr. Cold- wells. Hann sagði nákvæm- lega hlað flokkurinn vildi gera, og hvaða líkur væri til að hann gæti komið því í fram- kvæmd. Eg held, að af öllum þeim heimsóknum, sem eg hefi átt i Ottawa, þá hafi heimsókn- in til hans verið ein af hinum allra ánægjulegustu er eg hefi haft þar. Eg heimsótti hann snemma á þessu þingtímabili. I þingsalnum er hann snjall og sannfærandi ræðugarpur. Við skrifborðið heima hjá sér er hann aðlaðandi í viðræð- um. Hann er svo heppinn að hafa þann hæfileika sem marga skoðanabræður hans skortir, að geta útskýrt stefnu- skrá C. C. F. flokksins með hugsunarfræðislegri röksemi. Framh. DAUÐIR MENN STARFA Fyrir 10 eða 12 árum flutti William Seabrook heiminum þá undraverðu og ótrúlegu fregn, að dauðir menn voru lífgaðir við á Suðurhafseyjun- um. Flestir hugðu að þessi sögn væri aðeins hugarburður fregnritans og hirtu svo ekki frekar um hana; en menn og konur sem þekkja eyjarnar í Caribeiska hafinu og Mið-Ame- ríku, vita að hún hefir meira við að styðjast, því þau hafa séð þessa ^lifandi-dauðu með sínum eigin augum. Seabrook sagði að nokkrir jarðyrkjumenn á Haiti létu vinna, á sykurekrum sínum, menn sem hefði verið dauðir og grafnir, dregnir upp úr gröf- inni, gæddir einskonar lífi, viljalausu, og síðan settir til að starfa á ökrunum. Að þess- ir “mekanisku” menn byggju ekki í sömu híbýlum sem aðrir jarðyrkjumenn; að þeir töluðu ekki eitt orð, litu aldrei á mann, borðuðu engan rétt sem kjöt eða salt væri í, en þeir hlýddu húsbændum sínum og ynnu fyrir þá árið út og árið inn, án þess að krefjast nokk- urra launa. Þetta reu “zom- bis” — sálarlaus lík, sem tekin eru upp úr görfunum og lífg- uð við, svo að þau ganga, hreyfa sig og starfa eins og þau væru lifandi. Útskýringin á þessu ótrúlega fyrirbrigði er þannig: Mið-Amerika er fræg fyrir vissar tegundir af John S. Brooks Limited . DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna |! og “Sea Island Cotton” ;! Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. !; Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta eitri sem er í Cactus-jurtinni, og er hægt að brugga úr henni drykki sem hafa allra-ein- kennilegustu áhrif á líkams- byggingu manna. Innbúar þeirra landa hafa, öldum sam- an, þekt eina slíka blöndu; hver sem hana drekkur, verð- ur sem hlýðinn þræll, vits- munalaus og viljalaus. Ef þetta eitur er sett í fæðu manns, þá deyr hann innan fárra klukkutíma. Allir lækn- ar myndu gefa þann úrskurð að hann væri dauður. Jafnvel þegar yfirvöldunum þótti dauðsfallið grunsamlegt og létu gera líkskoðun til að ganga úr skugga um orsökina, varð aldrei fundið neitt eitur í blóðinu, svo þau neyddust til að úrskurða að hjartabilun hefði orðið hinum dána að bana, og síðan að láta jarða hann. Væri hann svo látinn liggja í gröfinni hlyti hann að deyja til fulls á þriðja eða fjórða degi og þá fara að rotna; en væri hann grafinn upp innan tuttugu og fjögurra klukku- stunda varð hann “zombi”, nefnilega þræll einhvers. Af þessari ástæðu létu ætt- ingjar hvers dáins manns á Haiti halda vörð um gröf hans, svo þeir væru vissir um að hann yrði ekki grafinn upp; einkanlega ef dauðann ber að höndum méð óvenjulegum at- vikum. Þeir hlaða haug úr stórum steinum á gröfinni og halda óslitinn vörð um hana í fjóra daga og fjórar nætur. Og enn í dag eru flestir grafreitir á eynni bygðir nálægt alfara- vegum, þar sem vel sést inn í þá. En ef þeim sem gáfu manni eitur inn lukkaðist að ná hon- um úr gröfinni innan 24 kl. tíma, endurlífguðu þeir hann að hálfu leyti og annaðhvort notuðu hann sjálfir eða seldu einhverjum jarðyrkjumanni hann; og vann hann þá þar sem fullgildur verkamaður, hlýðinn og þægur — og launa- laus. Að þessar skepnur eru kunnar um alt það hérað, með þessu vissa nafni, er vottur um tilveru þeirra; jafnvel þó hvorki Seabrook né aðrir, sem um þá tala hefðu séð þá. Ýms útlend stór-félög notá þessa “zombi”, því það er gróða- bragð. Þó þarf að gæta allrar var- úðar í meðferð þeirra. Hvernig færi t. d. ef einhverjum zombi væri gefið salt i mat sínum, viljandi eða óviljandi? Salt er hið eina gagneitur móti þessu eitri; aðeins við að bragða það raknar maðurinn við. Hann fer þá aftur að geta hugsað; þó hann aldrei eftir það verði hæfur til að búa sam- an með öðrum mönnum sem jafningi þeirra. Eitt alkunn- ugt tilfelli er vert að minnast á: Á páskadag einn var kven- maður nokkur á akri með nokkra zombi og átti að lita eftir þeim. Hana langaði ákaft til að fara til næsta þorps og sjá páska-skrúðgönguna; og hún afréði að taka þessa zombi með sér. Þegar þangað kom lét hún þá setjast niður á markaðsplássinu; horfðu þeir á skrúðgönguna ósjáándi, hlut- tekningarlausum augum. En Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO.. LTD. Birgðir: Henry Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ANÆGJA vegna hins almenna hátíða- halds, keypti hún nokkrar sykurkökur handa þeim; þó rannsakaði hún fyrst, að ekk- ert salt væri í þeim. En henni sást þó yfir eitt. Pistacio- hnetunni, sem var ofan á hverri köku, hafði verið dýft í salt. — Óðara en zombi-arnir höfðu étið kökurnar stóðu þeir upp og labbaði þá hver til síns heima-þorps, í margra mílna fjarlægð. Endinn á þeirri sögu er aðeins gefin í skyn. . . . Ættingjar þeirra, sem hugðu þá dána fyrir mörg- um árum, annaðhvort tóku þeim fegins hendi, eða fóru undan óttaslegnir. Sama eðlis- hvötin sem vísaði þeim veg til sinna fyrri heimkynna, dróg þá svo aftur til næsta dvalarstað- að, grafa sinna. Þeir fundu svo grafreitinn og grófu sig þar niður. Þessi frásögn Seabrooks vakti mikla athygli um allan heim; og hafði sterk áhrif til að afnema þetta mannúðarlausa atferli. Og sökum hinna ströngu ráðstafana sem Haiti- stjórnin hefir gert, er þessi sví- virðing á dauðum mönnum nú algerlega lögð niður. Það eru engir zombis til nú á dögum. —Þýtt. B. Þ. Spjátrungur kom inn í rak- arastofu og hafði lítinn hund meðferðis. — Klippið þér hunda hérna? spurði hann og ætlaði að vera skemtilegur á kostnað rakar- ans. En rakarinn svaraði: — Já, gerið svo vel að fá yður sæti! * * * — Þekkir þú ungfrú Hólm? — Ójá, hana hefi eg þekt í mörg ár. Við vorum meira að segja jafnaldrar, þegar við vor- um börn! Landnómssögu Islendinga í Vesturheimi má panta hjá Sveini Pálma- syni að 654 Banning St., Dr. S. J. Jóhannessyni að 806 Broad- way, Winnipeg og Björnson’s Book Store and Bindery, 702 Sargent Ave., Winnipeg.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.