Heimskringla - 18.06.1941, Side 4
4. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. JÚNÍ 1941
|feímskritt0k
(StofnuO 1886)
Kemur út á hverjum miSvikudegi.
Eigendúr:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
011 viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist:
Manager J. B. SKAPTASON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Uitanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla" is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 18. JÚNÍ 1941
RÆÐ A
flutt á 50 ára minningarhátíð Sambands-
safnaðar í Winnipeg 15. júní 1941
af séra Guðmujndi Arnasyni
Texti: . . . og drottinn sagði við
mig: fay þú og spá hjá lýð mín-
um.—Amos 6:15.
Vér minnumst hér í dag fimtíu ára
afmælis þessa safnaðar, sem, þó að hann
hafi ekki borið sama nafn frá byrjun,
hefir samt verið ein og hin sama stofn-
un og á óslitna fimtíu ára sögu að baki
sér.
Fimtíu ár eru langur tími eða
skammur, eftir því á hvaða mælikvarða
þau eru mæld. 1 sögu hinna eldri þjóða
eru fimtíu ár stutt tímabil, en hér í þessu
nýja landi eru þau hlutfallslega langt
tímabil. Það eru ekki ýkja margar
stofnanir hér í þessum bæ, sem eru
mikið eldri en fimtíu ára, enda gæti það
ekki verið , þar sem varla eru meira en
sextíu ár liðin síðan bærinn fór að vaxa
að nokkru ráði.
Það var ekki tilviljun, að hinn fyrsti
íslenzki frjálslyndi söfnuður var stofn-
aður hér í Winnipeg. Fyrir fimtíu ár-
um, og enda nokkru fyr, var Winnipeg
orðin miðstöð andlegs og félagslegs lífs
meðal Vestur-lslendinga; hér voru þeir
flestir; hér voru blöð þeirra, þau er
nokkrum verulegum viðgangi náðu, gef-
in út; hér voru hinir beztu starfskraftar
.þeirra í allskonar félagsmálum saman
komnir. Hin frjálslynda trúmálahreyf-
ing átti að vísu ekki hér hin fyrstu upp-
tök sín; hún var til nokkru fyr bæði i
Nýja-lslandi og í íslenzku bygðinni í
Norður-Dakota, en það var óhjákvæmi-
legt að aðal-aðsetur hennar yrði hér, því
að beztu skilyrðin voru hér fyrir hendi,
eins og bent hefir verið á.
Það er talið, að þessi söfnuður hafi
verið stofnaður fyrsta febrúar árið 1891
og sé því rúmlega fimtíu ára gamall nú.
Reyndar má segja, að stofnun hans hafi
byrjað nokkru fyr, eða skömmu eftir
komu Björns Péturssonar árið 1890. —
Hann hóf hér það ár, sem kunnugt er,
únítariskt trúboð með hjálp frá The
American Unitarian Association. — Hér
er ekki tími til þess að minnast þessa
merkilega manns eins rækilega og þyrfti
og ætti að vera gert, en sannarlega væri
það óviðeigandi ef ekki væri gerð nokk-
ur tilraun til þess að lýsa starfi ha;is
og meta það við þetta tækifæri.
Björn Pétursson var gamall maður,
þegar hann hóf þetta starf, hann var
kominn á þann aldur, þegar flestir menn
kjósa, að fara að eiga náðuga daga, ef
þess er kostur, og hætta að standa í
stórræðum. En hann hefir eflaust verið
maður, sem ekki gat hætt að starfa fyr
en dauðinn kallaði hann burt frá starf-
inu. Og í flutning frjálsra trúarskoðana
hafði hann þá nokkrum árum áður fund-
ið starf, sem heillaði hug hans og var
honum kært. Hann gaf sig því á vald,
helgaði því alla sína krafta það sem eftir
var æfinnar; og í þessu starfi yngdist
hann upp, varð að nýjum manni, eins og
allir miklir áhugamenn verða, þegar
þeir verða hrifnir af nýrri hugsjón og
finna að líf þeirra hefir fengið nýjan
tilgang og ákveðið markmið til að
stefna að. Saga Björns Péturssonar
minnir mann á frásögnina um Amos
spámann, sem kom frá hjörð sinni til
hins helga staðar Betel og byrjaði að
flytja boðskap sinn þar. Og presturinn
Amazía, sem öilu réði þar, sagði við
hann: “Haf þig burt, vitranamaður, flý
til Júdalands! Afla þér viðurværis og
spá þú þar! En i Betel mátt þú ekki
framar koma fram sem spámaður, því að
þar er konunglegur helgidómur og rík-
ismusteri.” Og Amos svaraði prestin-
um á þessa leið: “Eg er enginn spá-
maður og ekki af spámannaflokki, —
(það var ekki atvinna hans að segja
fyrir óorðna hluti eins og sumra hinna
spámannanna) — “En drottinn tók mig
frá hjarðmenskunni, og drottinn sagði
við mig: Far þú og spá hjá lýð mínum.”
— Hér er maður, sem finnur hina innri,
ómótstæðilegu köllun tii að flytja boð-
skap sinn, boða öðrum þann. sannleik,
sem hann hefir sjálfur fundið. Og hann
spyr um einkis manns leyfi, hann veit,
hvert er sitt hlutverk og hann vinnur
það þar sem honum þykir hentast, hverj-
ir sem hrópa: Haf þig burt héðan! Hér
mátt þú ekki spá!
Birni Péturssyni er þannig lýst af
þeim, sem bezt máttu þekkja hann, að
hann hafi ekki verið mælskur maður,
að hann hafi átt fremur erfitt með að
gera hugsanir sínar ljósar bæði í ræðu
og riti, en að ljúfmenska hans og miklir
mannkostir hafi laðað fólk að honum.
Það hafa eflaust verið þessir síðartöldu
kostir, sem hvað mest hjálpuðu til þess,
að hann gat safnað um sig nokkrum hóp
ágætra manna og kvenna og myndað
söfnuð. En gatan var ekki greið. Þeir
voru víst margir, sem vildu segja við
hann, líkt og Amazia forðum: Haf þig
burt héðan! — Og eins og gengur í deil-
um og flokkserjum, voru sumar aðferð-
irnar ekki sem drengilegastar; menn
gerðu í blöðunum gys að elli hans og
fleira af því tagi var notað á móti hon-
um. En hann tók því öllu rólega og hélt
sinni stefnu. — Og honum varð mikið,
ótrúlega mikið ágengt á þeim stutta
tíma, sem hans naut við í þessu starfi.
— Þegar heilsa hans var þrotin og dauði
hans nálgaðist, talaði hann um það við
vini sína að bráðum mundi sér fara að
batna og að bráðum mundi hann geta
farið að prédika aftur í kirkjunni sinni.
Hugur hans var allur við það starf. Og
eflaust hefir hann í anda séð hið fyrir-
heitna land. Þegar hann að síðustu leit
yfir starfið, sem hann hafði byrjað að
vísu seint á æfinni, en unnið svo trúlega
og giftusamlega meðan dagur entist.
Eftirmaður hans, séra Magnús Skapta-
son, var honum að ýmsu leyti ólíkur.
Hann var hraustmenni til sálar og lík-
ama; hann forðaðist ekki deilur, heldur
gekk ótrauður fram fyrir skjöldu og
barðist fyrir sínu málefni, þegar honum
fanst þess vera þörf. Hann var hrein-
skilinn og drenglyndur hreystimaður.
Og það voru þeir eiginleikar, sem, öðru
fremur, öfluðu honum vinsælda og fylg-
is. Leiðtogahæfileikar hans voru ef til
vill ekki eins miklir og sumra annara
þeirra presta, sem þessum söfnuði hafa
þjónað, en hann vann afar-mikið verk,
bæði sem prestur þessa safnaðar og eins
áður, fyíir útbreiðslu frjálslyndis í trú-
málum. Starf hans í Nýja-fslandi var
mjög þýðingarmikið, þótt lítið áfram-
hald yrði af því eftir að hann fór þaðan,
þangað til það var aftur hafið þar af
öðrum síðar. Og með útgáfu tímarita
sinna ruddi hann nýjum hugsunum
braut. Það, að hann hvað eftir annað
réðist í svo erfið fyrirtæki, sýnir hve
mikill kjarkmaður hann var.
* * *
Þjónustutími þessara tveggja manna
markar hið fyrsta tímabil í sögu safn-
aðarins, næstum tíu ár, má segja, eða frá
1890 og fram að aldamótum. Annað
tímabilið hefst skömmu eftir aldamótin
með þjónustu þeirra séra Jóhanns P.
Sólmundssonar sem að vísu þjónaði söfn-
uðinum mjög stuttan tíma og sr. Rögnv.
Péturssonar og nær yfir hér um bil 20
ára skeið. Á þessu tímabili er það þjón-
ustutími séra Rögnvalds, einkum fyrri
hluti hans frá 1903 til 1909, sem er mest-
ur uppgangstími safnaðarins, Þá var
ný kirkja bygð og safnaðarmeðlimum
fjölgaði all-mikið. Eg hefi annars stað-
ar skýrt frá starfi Drs. Rögnvalds Péturs-
sonar í kirkjumálum yfirleitt og prests-
starfi hans við þennan söfnuð, og er til-
gangslaust að endurtaka nokkuð af því
hér.
Þriðja tímabilið í sögu safnaðarins
byrjar með sameiningu hans og meiri-
hiuta meðlima Tjaldbúðarsafnaðar um
1920. Ber söfnuðurinn nafnið Sam-
bandssöfnuður íslendinga í Winnipeg
síðan. Með þessari sameiningu bættust
söfnuðinum miklir kraftar. Með komu
séra Ragnars Kvarans árið 1922 fékk
söfnuðurinn ágætan leiðtoga og Vestur-
íslendingar einn hinn fjölhæfasta gáfu-
mann í sinn hóp. Því miður varð söfn-
uðurinn að sjá á bak honum til íslands
eftir ellefu ára dvöl hér vestra.
(Eg læt hér aðeins getið þeirra presta
safnaðarins, sem dánir eru.)
* * *
Þegar litið er yfir þetta 50 ára tímabil,
sem söfnuðurinn hefir starfað, vaknar
sú spurning eðlilega í hugum vorum,
hver sé árangurinn af starfinu. En það
er einmitt sú spurning, sem aldrei verð-
ur svarað til fulls. Árangurinn er bæði
sýnilegur og ósýnilegur. Hinn sýnilegi
árangur er öllum, sem til þekkja, ljós, og
það er auðvelt að meta hann; en hinn
ósýnilegi árangur verður aldrei metinn,
það er enginn sá mælikvarði til, sem á
hann verði lagður. Hvern þátt hefir
þessi söfnuður og þeir menn, sem við
hann hafa starfað um lengri eða skemri
tíma, átt í þyi að ryðja frjálsum og skyn-
samlegum trúarskoðunum braut og
breiða út meðal íslendinga, beggja megin
hafsins, meira víðsýni og betri skilning á
trúmálunum? Hver getur svarað þeirri
spurningu? Það getur enginn svarað
henni, en það er víst, að áhrifin hafa
verið mikil og víðtæk, meiri og víðtæk-
ari en vér oftast nær gerum oss grein
fyrir.
Um safnaðarstarfið í þrengri merk-
ingu ætla eg ekki að fjölyrða hér. Það
hefir auðvitað ekki ávalt gengið jafn
vel, enda væri það ómögulegt. — Það
hafa án efa mörg mistök verið gerð,
mörg tækifæri verið látin ónotuð og ó-
skynsamlega ráðið fram úr sumúm
vandamálum. Slíkt á sér æfinlega stað.
Það hafa ekki allir, sem hafa verið í
“þessum söfnuði, verið jafn trúir málefn-
inu. Sumir þeirra hafa þreyzt og litið
til baka eftir að þeir lögðu hönd á plóg-
inn; sumir hafa komið um stundarsakir,
fyrir forvitnis sakir eða af nýungagirni,
en hafa horfið aftur von bráðar, og
nokkrir hafa komið á næturþeli, eins og
Nikódemus til meistarans, og sagt: vér
erum vinir yðar, en vér getum ekki látið
það uppskátt opinberlega. En svona er
það í hverjum frjálslyndum söfnuði í
stórri borg, þar er altaf tiltölulega margt
af þeim, sem skortir alvöruna og stað-
festuna til þess að vera stöðugir verka-
menn í hvaða víngarði sem er, eða sem
af einhverjum ástæðum koma að vín-
garðshliðinu en hika við að ganga inn.
En á móti öllu þessu má setja hina,
sem ávalt hafa starfað með óbilandi á-
huga og þolgæði jafnt og stöðugt; menn
og konur, sem aldrei hafa látið hug-
fallast, hversu erfiðlega sem hefir geng-
ið. Hér í dag sé eg nokkra, sem þannig
hafa starfað frá byrjun eða því nær frá
byrjun, fjörutíu til fimtíu ár. Eg þarf
ekki að nefna nöfn þeirra, yður er öllum
kunnugt um hverjir þessir menn og þess-
ar konur eru. Og eg sé hér marga, sem
árum saman hafa verið góðir og trúir
starfsmenn, stoðir og styttur þessa safn-
aðar, og sem áltaf hafa verið reiðubúnir
til að vinna fyrir hann. Það er þetta
fólk, sem hefir borið hita og þunga dags-
ins í safnaðarstarfseminni; það er fólkið,
sem hefir lært að vinna hvað með öðru
og með leiðtogum sínum, prestum safn-
aðarins, hverjir sem þeir hafa verið; því
ber heiðurinn og þess nöfn ættu að vera
óafmáanlega grafin á minnisspjöld þessa
safnaðar; þeim ber að þakka engu síður
ekki síður en hinum, sem oftar eru með
nöfnum nefndir, þegar endurminning-
arnar frá liðnum árum eru rifjaðar upp.
En á þessari afmælishátíð viljum vér
ekki aðeins horfa til baka, heldur líka
fram á við. Hvað er með framtíð þessa
safnaðar og allra annara stofnana sömu*
tegundar vor á meðal?
Sumir spádómar rætast og sumir spá-
dómar rætast ekki. Oss hættir öllum
við að vera bjartsýnir á gleðistundunum
og þá spáum vér mörgu fögru, sem er
eðlilegt. En þess á milli, í hinu hvers-
dagslega umstangi og önnum, þegar
fram úr mörgu þarf að ráða og sumar
fyrirætlanirnar virðast ætla að stranda á
erfiðleikum, fyrirséðum og ófyrirsjáan-
legum, þá lækkar von vor flug sitt og
bölsýni kemur í stað bjartsýni; þá verða
spádómarnir um framtíðina ekki eins
glæsilegir. En í raun og veru rætast
hvorki beztu né verstu spárnar; veru-
leikinn er þar einhvers staðar mitt á
milli. — Svo í stað þess að spá í þetta
sinni vil eg aðeins segja þetta: Það er
undir yður komið, öllum meðlimum
þessa safnaðar; öllum þeim, sem á ein-
hvern hátt vinna að málefnum hans,
ungum og gömlum; öllum vinum hans og
velunnurum; öllum, sem vilja styðja
frjáls samtök til eflingar bætandi og
göfgandi trúar-hugmynda og útbreiðslu
þeirra meðal fólks vors — það er undir
yður öllum komið, hver framtíð þessa
safnaðar verður. Þér getið látið hina
fegurstu spádóma og hinar hæstu vonir
hinna hátíðlegustu stunda ræt-
ast. — Horfið til baka og sjáið,
hversu vel og giftusamlega hef-
ir verið unnið á hinum liðnu
fimtíu árum, þrátt fyrir ótelj-
andi erfiðleika, og horfið fram
og vinnið þess heilagt heit, að
starfið skuli verða meira og
betra á komandi árum, meðan
yður endast líf og kraftar til að
leggja þar hönd að verki.
Hinn ágæti, enski skáld-
sagnahöfundur J. A. Cronin,
segir frá því, að þegar hann
ritaði fyrstu skáldsögu sína,
var hann staddur, sér til heilsu-
bótar, á bóndabæ á Skotlandi.
Eftir að hann hafði unnið vik-
um saman, misti hann alger-
lega kjark; hann kastaði burt
handritinu og hætti við verkið.
Svo gekk hann til bóndans, þar
sem hann var að grafa í mýrar-
bletti og sagði honum, hvað
hann hefði gert. Bóndinn svar-
aði honum dræmt: “Þú veizt
víst bezt sjálfur, doktor, hvað
þú átt að gera. En faðir minn
gróf í þessari mýri og hann gat
ekki breytt henni í haglendi,
eg hefi grafið í henni og eg get
ekki breytt henni í haglendi.
En hann vissi, og eg veit, að
verði nógu lengr grafið, þá
verður hér einhverntíma hag-
lendi. — Þeir sem byrjuðu
starfið fyrir hálfri öld vissu, að
það bæri ávöxt á sínum tima;
vér vitum það líka nú. En það
hefir borið ávexti og mun bera
þá í enn ríkari mæli aðeins
vegna þess, að það voru ávalt
einhverjir til, sem ekki þreytt-
ust á að vinna erfiðasta verkið.
Að endingu vil eg þá óska
þessum söfnuði, presti hans og
öllum, sem að málefnum hans
starfa á einn eða annan hátt
og öllum hans meðlimum og
vinum blessunar og heilla í
framtíðinni fyrir mína hönd,
hins Sameinaða Kirkjufél. ís-
lendinga í Vesturheimi og safn-
aða minna. Megi blessun guðs
vera með þessari stofnun, og
megi hér í þessari kirkju jafn-
an verða fluttur hinn hái boð-
skapur andlegs frelsis, sann-
leiks og trúar.
RÆÐ A
flutt við afmœlisguðsþjónustu
Sambandssafnaðar sunnudag-
inn 15. júní af séra P. M. P.
If I were to choose a text for
this momentous occasion in the
history of our church, I would
take the words of the great
preacher, James Freeman
Clarke:
“All human knowledge, hu-
man endeavour, earthly
progress, depends on faith
that beyond what we know
there is a great world of
truth and good still to be dis-
covered”.
0
And these words recall the
words of the hymn:
“The Lord hath yet more light
and truth
to break forth from his word.”
It is in this spirit that every
free religious movement has
been founded, from the earliest
times when men refused to bow
down to doctrines which pur-
ported to be the repositories of
all truth, and right down to
our own day. And it was in
this spirit, I feel, that fifty
years ago a small group of
earnest men and women came
together and organized the
First Icelandic Unitarian
Church here in Winnipeg.
The men and women who
came to this country from Ice-
land, where they had been
members of a state-supported
church, faced the problem here
of organizing and supporting a
church of their own, without
state subsidy.
The state church in Iceland
was and still is, a Lutheran
church with a heritage of
Lutheranism dating back to
the days of the Reformation.
But even so, it was a Lutheran-
ism unlike, in many ways,
that which was encountered
here and in the United States,
in the Missouri and the Nor-
wegian Synods of that day.
The orthodoxy of these syn-
ods was extreme, as it still is
in many places.
The Icelandic people here,
because of their religious con-
nections in the old country,
came under the direct influ-
ence of these synods on set-
tling here. Some felt that
these synods had little in com-
mon with the state church in
Iceland and therefore held
themselves aloof from them,
and refused to take member-
ship in the churches here then
being organized. These men
were independent in mind and
action, and refused to be bound
spirituaily. They felt, in the
words of the hymn, that “the
Lord hath still more light and
truth to break forth from his
word,” than the strict and
creed-bound religion taught by
the orthodox church bodies
here recognized. They felt that
religious truth should not, and
indeed, could not, be circum-
scribed in any way.
These people had heard of
Robert Ingersoll and his teach-
ings. They were not prepared
to go to the lengths he did in
rejecting religion altogether,
but they followed him far. —
They knew of Kristofer Jan-
sen, the Norwegian poet and
theologian who was preaching
Unitarian doctrine amongst
his people in Minnesota. And
finally they came under the di-
rect influence of Björn Péturs-
son, of sainted memory, who
had become one of Kristofer
Jansen’s ardent disciples.
Björn Pétursson- translated
some of Jansen’s tracts on
Unitarianism, and he went
about amongst his people
preaching Unitarianism purely
as a result of his zeal for the
teachings which so well ex-
pressed his own points of view
in religion. Then later, he
carried out his work under the
auspices of the American Uni-
tarian Association. The final
step was the crystallization of
the liberal religious tendencies
amongst the Icelandic people
in the formation of the First
Icelandic Unitarian Church of
Winniþeg on the first day of
February, 1891.
From that day to this the
story of the church has been
unbrokén. There have been
nine ministers who have serv-
ed the church in the past fifty
years, and this building in
which we now stand is the
third that has been occupied
by the congregation since its
inception.
The present name, First Fed-
erated Church, was adopted in
1921 when two 'streams of
liberal religious thought merg-
ed into one, the Liberal Re-
ligious congregation from the
Tabernacle church and the
Unitarian congregation. When
this union took place the name
of each group was dropped and
the present name adopted.
And here, now, — in this
building, an endeavour is be-
ing made to carry on the tra-
ditions which were established
by its founders, to work for
the ideais which they envision-
ed, and to hold to the principle
of progress, in the faith that
“beyond what we know, there
must be a great world of truth
and good still to be discover-
ed.”
▲
In the course of our observ-
ance of this anniversary, when
we read greetings, as I did a
moment ago, from such per-
sonages as the Bishop of Ice-
land and the Minister of Ec-
clesiastical Affairs in Iceland,