Heimskringla - 25.06.1941, Síða 4

Heimskringla - 25.06.1941, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. JÚNI 1941 Itidmskrmgla (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgenidur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyrirfram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON tJltanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 25. JÚNI 1941 STRIÐ RÚSSA OG ÞJÓÐVERJA Vináttunni miklu milli Rússa og Þjóð- verja er lokið. 1 ágústmánuði 1939, er hennar varð fyrst vart, minti hún marg- an á málsháttinn: saman níðingar skríða. Það var fátt viðbjóðslegra, en að sjá myndir af Hitler og Stalin í faðmlögum, enda þótt skrípamyndir væru. En því er nú lokið. Hitler hefir þar svikið einn hlutleysis-samninginn enn; hann hefir svikið Rússa eins og hann hefir gert hálfa tylft annara þjóða í Evrópu áður, er í einlægni trúðu honum. Ef til vill hefðu illverk Hitlers nú verið færri, ef Stalin hefði aldrei lagt lag sitt við hann. Það er ekki unt að segja, hvað Þjóð- verjum og Rússum hefir farið á milli. Hitt er víst, að Rússland hefir ekki unað strekkingi Hitlers með her sinn austur að Svartahafi og suður á Balkan-skaga. En jafnvel þó Rússar hefðu af því mátt sjá, hvað þeirra beið, hreyfðu þeir hvorki legg né lið til aðstoðar þessum þjóðum, en sátu í þess stað á ráðstefnu hjá Hitler og hafa eflaust gert margvísleg kaup við hann, sem nú hafa verið svikin. Hvað því veldur að Hitler hefir gripið til þessa ráðs, að ráðast nú á Rússa, fyr- irvaralaust, er auðvitað ýmsu getið til um, en líklegast er að olíu og vörubirgða- skortur í Þýzkanlandi, hafi verið aðal- ástæðan. Hitler telur Rússa ekki hafa staðið við sína samninga, en það er sama afsökunin og hann hefir borið við í hvert skifti, sem hann hefir ráðist á hlutlausa þjóð. Það getur og verið nokkur ástæða, að árásir á Bretlandseyjarnar, hafa mis- hepnast og munu nú álitnar ógerningur. En að halda kyrru fyrir, er einnig hættulegt fyrir Hitler. Herinn verður að hafa eitthvað fyrir stafni. Þjóðin iiti á Þýzkaland sem sigrað, ef hann legði árar í bát. Hún sér fram á það, að langt stríð, er hættulegt. Innilokun Breta hefir liklegast haft alvarlegri af- leiðingar í för með sér fyrir nazista, en látið hefir verið uppi. 1 ræðu sem Churchill hélt s. 1. sunnu- dag um árás Hitlers á hendur Rússlandi, lýsti hann því ákveðið yfir, að Bretar aðstoðuðu Rússa á allan mögulegan hátt. Við skoðum Hitler og nazistahjörð hans erkióvin vorn. Allir sem móti honum berjast, eru samherjar vorir. “Hitler lítur á Bretland og Bandaríkin, sem aðal óvini sína”, sagði Churchill. “Vald þeirra á sjónum er það sem hann óttast mest. Árásin á Rússland, er því forspil að aðal áhlaupinu á England.” Bandaríkin hafa ekki, þegar þetta er skrifað, látið neitt uppi um hvernig þetta alt horfir við þeim. En að þau styðji Rússa á sama hátt og England, er líklegast talið, láni þeim á sömu skil- málum og Bretum, hernaðarvörur og hvað annað sem er. Það er og líklegt, að orð Roosevelts forseta á þingi, út af Robin Moor-málinu, hafi vakið óhug hjá Hitler og ýtt undir hann, að hefjast eitthvað stórt að meðan tími væri til þess. Það er með öllu óvist, hvernig Rússar reynast. Um herstyrk þeirra vita menn ekki fremur en um herstyrk Þjóðverja, áður en stríðið hófst. Hitt er víst, að þeim hefir skilað vel áfram í heimi vís- indanna síðari árin. Það hafa jafnvel nýungar frá þeim komið viðvíkjandi hernaði. Flutningur skriðdreka í loft- inu byrjaði hjá þeim; fallhlifar hernaður var og fyrst reyndar þar að sagt er. Hver veit hvað Þjóðverja bíður þarna. En hvort sem þeir reynast betur eða ver, er þó þetta að segja, að það er ávalt munur að mannsliðinu. Það eru því góðar fréttir fyrir Breta og þeirra samherja, að hafa nú fengið Rússland í lið með sér á móti Þjóðverjum. Það eru miklar nýjungar í stríðinu og ein bezta fréttin, í augum Breta og þeirra fylgis- manna. Þungbœrir kostir Auðmaður einn í Ástralíu arfleiddi bróðurson sinn að öllum eigum sínum með því skilyrði, að hann skuldbindi sig til að lesa aldrei blöðin. En hann skeytti ekki um arfinn, hann vildi heldur verða af honum en mega ekki lesa blöðin. KIRKJUÞING SAMEINAÐA KIRK JUFÉLAGSIN S Það er haldið að þessu sinni í Riverton og hefst n. k. föstudag. Það verður sett í Sambandskirkjunni kl. 7.30 að kvöldi. Verður þar margt presta og málsnjallra manna saman komið. Fyrir rúmri viku átti einn safnaðanna i kirkjufélaginu, Sambandssöfnuðurinn í Winnipeg 50 ára starfsafmæli. Var þess minst mjög há- tíðlega sem um hefir verið getið, en það sem þeim er þetta ritar, fanst þó mest til um, var hve málefni kirkjunnar voru þar rædd hispurslaust, víðtækara og kredddulausara, en menn eiga að venjast í öðrum kirkjum. Hugir manna voru ekki bundnir neinum kreddum, eða þessum forsendum, sem gera hverjum nútíðarmanni málefni kirkju og trúar óskiljanlegt, vegna breytinga sem orðið hafa á viðhorfi og þekkingu manna á hlutunum, á heiminum nú og fyrrum. Þarna var auðheyrt, að um lifandi nú- tíðarstofnun var að ræða. Kirkjuþing hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, hefir sömu aðferð í með- ferð mála sinna. Þangað skal þeim ráðlagt að koma, sem kynnast vilja skoð- unum nútíðar-trúmannsins á viðfangs- efnum trúar og kirkju. Og á því hafa margir þörf, því af öllum bágbyljum mannanna, kemst fátt nú í samjöfnuð við skoðanirnar sem boðaðar eru ennþá í flestum nútíðar kirkjum. Á kirkju- þinginu verða fyrirlestrar og ræður fluttar, þar á meðal sumar af menta- fólki heiman af Islandi, sem í sjálfu sér ætti að vera oss hvöt til að sækja sam- komur þingsins, meðal annars vegna meðferðar þess á íslenzku máli. Það er svipað og að vera kominn til íslands að hlýða á ræðuflutning þess. Þeir sem fá því komið við, ættu því að sækja þetta þing bæði fundi þess og samkomur. Hinn sanni auður mannsins, er fólginn í þvi, sem hann gerir gott í heiminum. HVAÐ GERA GOOD- TEMPLARAR? Nú, eigi síður en oft áður, spyrja þeir, sem miður vingjarnir eru bindindisstarfi, hvað Goodtemplarar hafist nú að, til hvers verið sé að halda félagsstarfi sem þeirra við? Það er nokkur von til þess að þannig sé spurt, þar sem vinsalan er víðast í ihöndum fylkisstjórna þessa lands. Með ágóðanum af henni í greip- um stjórna, verður vissulega óhægra um tök að vinna að vinbanni, þvi stjórnir setja hagnaðinn af henni áreiðanlega ofar siðferðishugsjóninni, sem þar er um að ræða. Er það hálf ílt til afspurnar af stjórnum, en um lit er ekki til neins að tala við blinda menn. En hvað hinu við- víkur, þá er samt hægt að hafa góð áhrif á einstaklinginn og það verða aðrir að gera úr því stjórnir ekki gera það, ef ekki á verr að fara í þjóðfélaginu. 1 því er starf Goodtemplaranna íslenzku fólgið. Að amast við félagsskap, sem í þá átt vinnur, i sömu áttina og önnur siðferðisfélög eða kirkjur vinna, er á- stæðulaust og fíflsháttur meiri, en búast mætti við af mönnum nú orðið. En það sem kom oss til að skrifa þessa grein, var þó ekki aðalstarf eða stefna Goodtemplara, heldur vildum vér með henni draga athygli að skýrslu, sem birt er á öðrum stað í þessu blaði, og áhrærir það aukastarf, ^sem hin fámenna sveit íslenzkra Goodtemplara hefir með hönd- um. Að leggja af mörkum á annað þús- und dali árlega til aðstoðar öðrum líkn- arfélögum, er þessari fámennu íslenzku félagssveit, engin skömm — og það er margur, sem minna lætur af hendi rakna ^n það, í þarfir þeirra, er ásjár og um- hyggju þurfa með. Ríkir menn án vizku, eru sauðir í gull- reifi.—Sólon. MENNINGARFÉLAGIÐ IDAKOTA Erindi flutt ó 50 ára minningarhátíð Sambandssafnaðar í Winnipeg af M. B. Halldórson Það er hlutverk mitt í kvöld að minn- ast með nokkrum orðum fyrsta vísisins til frjálslyndis í trúarefnum meðal Is- lendinga í Vesturheimi, menningarfé- lagsins í Dakota. Er mér manna skyld- ast þetta að gera því bæði er það að eg er einn af þeim örfáu núlifandi mönnum ^em í því félagi stóðu og eins hitt að ekkert félag sem ég hefi heyrt um getið hefir haft eins mikil og góð áhrif sem það, þegar þess er gætt að það var starfandi aðeins í fjögur ár, enda voru stofnendur þess það me$,ta mannval sem eg hefi nokkurntíma þekt'að viti og mannkostum. Félagið var stofnað 4. febrúar 1888 í húsi Stephans G. Stephanssonar skálds, skamt fyrir vestan Garðar, N. Dakota, og hlaut nafnið Hið íslenzka menning- arfélag. Var forseti kosinn Skapti B. Brynjólfsson; skrifari, Stephan G. Steph- ansson; gjaldkeri, ólafur ólafsson frá Espihóli. Nefnd var sett til að semja lög fyrir félagið og skrifara falið á hend- ur að rita forspjall fyrir lögunum. Set eg það forspjall hér því það sýnir anda þann er félagið var í stofnað. Einkunnar orð: Mannúð — Rannsókn — Frelsi Stefna félagsins er að styðja og út- breiða menning og siðferði, það sið- ferði og þá trú sem á er bygð reynslu, þekking og vísindum. 1 staðinn fyrir kirkjulegan flokkadrátt vill það efla mannúð og bræðralag í staðinn fyrir í- hugunarlausa játning, skynsamlega og óhindraða rannsókn, í staðinn fyrir blinda trú, sjálfstæða sannfæringu og í staðinn fyrir heimsku og hleypidóma andlegt frelsi og framför sem engar hömlur á ,eru lagðar. Ætla mætti að þetta forspjall myndi engan mann hneyksla. En öðru var nú að heilsa. Rétttrúnaðar lítilmenska og smásálarskapur réðist á félagið úr öllum áttum. Séra Jón Bjarnason ritaði grein um það í apríl númeri Sameiningarinnar 1888. Vissi auðvitað ekkert um það nema eftir afbökuðum kerlingaáögum en hvað gerði það til? Félagið bar ekki lúterskan hlekk um fótinn eins og Jón Ólafsson einu sinni komst að orði og það var nóg. Það var kallað allavega ónöfnum, apafélag og annað verra. Á fundi 23. júní 1888 sagði faðir minn fund- armönnum að félaginu yrði nú ekki lengur leyft að halda fundi sína í skóla- húsinu á Mountain, sem var aðal sam- komuhús bygðarinnar. Þar höfðu flestir fundirnir verið haldnir fram að þeim tíma og auðvitað borgað fyrir húsið. Voru fundir eftir það haldnir í heimahús- um. Ekki hafði þó annað óguðlegra farið fram á þessum fundum en að spek- ingurinn Ólafur Ólafsson hafði 15. april haldið fyrirlestur um spiritisma. Tek eg til þeirrar ræðu svo lengi sem eg hefi minni og rænu, því það var eiginlega ekki fyrirlestur. Ræðumað/ur talaði blaðalaust í fullan klukkutima og svo skýrt og skilmerkilega að það var eins og hann læsi upp úr bók; og það um efni sem fæstir fundarmanna og yfir höfuð allur fjöldi fólks hafði ekki heyrt nefnt á nafn. En nú skildi gengið milli bols og höfuðs á þessari ófreskju. Lúterska kirkjufélagið hafði þing sitt á Mountain þetta Ar og bauð til kappræðu um: “Er kirkjan með frjálsri rannsókn?” Ekki var eg á þeim fundi en útdrátt úr ræð-' um má.finna í bæði Hkr. og Lögbergi. Var fréttaritari Lögbergs, Einar Hjör- leifsson; segir hann svo frá að það hafi verið glímuskjálfti í mönnum um daginn og þeir hafi verið að hvísla: Skyldu menningarmennirnir koma? Þeir komu, og eitt er víst: Kirkjufélag- ið hefir aldrei boðið til kappræðu síðan. Strax á fyrsta ári fór menningarfé- lagið að tapa meðlimum. ólafur Ólafs- son, Stephan G. Stephansson og fleiri fluttu til Alberta 1888-9, aðrir fylgdu eftir en mjög fáir bættust við. Með- limir voru aldrei fleiri en fjörutiu, svo ekki var miklu af að taka. Síðasti fundur var haldin 12. júlí 1891. — En þó félagið yrði ekki eldra hefir andi þess svifið yfir vötnum trúfrelsisins og sjálf- stæðis í hugsunarhætti meðal Vestur- ::slendinga síðan. Því er haldið fram að engin sambands- taug sé milli menningarfélagsins og frjálstrúar hreyfingarinnar í Nýja-lslandi sem byrjuð var af séra Magnús Skaptason 1889, og sannast mála er það að séra Magnús sagði aldrei með ber- um orðum að hann hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum frá menningarfélags mönnum. — Hann sagði að það sem honum sneri var ritningar greinin “Farið þið frá mér bölvaðir o. s. frv.” Hann var uppyfir það haf- inn að leggja Guði sínum slíka óhæfu í munn. En eitt er víst: ekki fór að bera á frjálslyndi í trúarefnum hjá séra Magnúsi fyr en eftir að hann hafði verið á kirkjuþinginu og kappræðu- fundinum á Mountain 24. júni 1888. Enda hitti hann þar aft- ur aldavini ættar sinnar, þar sem voru Brynjólfur Brynjólfs- son og synir hans. Brynjólfur hélt svo upp á Jósep læknir á Hnausum, föður séra Magnús- ar, að hann lét syni sína þrjá heita eftir sonum Jóseps lækn- is: Skapta, Björn og Magnús. Magnús Brynjólfsson bar því nafn séra Magnúsar. En hvað sem því líður er hitt víst að þessi söfnuður er skil- getið afkvæmi menningarfé- lagsins. Séra Björn Pétursson kemur hingað beint frá Dakota haustið 1890 sem trúboði Úní- tara og stofnar söfnuðinn í febrúar 1891. Auðvitað naut hans ekki lengi við og þá hverfa áhrifin frá Dakota um tíma nema hvað séra Magnús naut altaf nokkurs styrks það- an á ýmsan hátt, enda fór hann suður í Bandaríki þegar hann hætti hér. En þá var þess ekki lengi að bíða að séra Rögnvald- ur kæmi og settist hér að; og þá byrjuðu aftur áhrifin frá Dakota. Hafa þau haldist við siðan. Og þau áhrif voru bæði bein og óbein því þó séra Frið- rik Bergman, sem gerði mögu- legt samband safnaðar síns við Únítara söfnuðinn þegar hann féll frá, fengi sitt frjálslyndi annarstaðar að, kom hann líka frá Dakota, og er eitt víst: sömu ástæðurnar fyrir hugs- unarhætti sínum heyrði eg frá fylgjendum hans sem eg endur fyrir löngu hafði heyrt menn- ingarfélagsmenn hafa yfir. Það sagði séra Rögnvaldur mér að þegar hann fór hingað norður 1896 til skólagöngu hafi það loforð verið af sér tekið að standa fast með frjálslyndis- málunum í trúarefnum og láta ekkert óunnið sem hann gæti fyrir þau gert. Veit eg að þetta er satt því sama loforð var af mér tekið þegar eg fór hingað til lærdóms 1893. Allir munu kannast við hve vel séra Rögnvaldur hélt þetta heit sitt, en hitt vita aðeins þeir er ár eftir ár voru á ein- hvern hátt samverkamenn hans, hvílíkur ótæmandi úr- ræðabrunnur hann var, hvern- ig hann ætið fann ráð þegar aðrir uppgáfust. Hve hann var vakinn og sofinn síhugs- andi um velferð þessara mála og eyddi fyrir þau allri sinni æfi. Fylgdi honum frá fyrstu til þess siðasta sama viljaþrek- ið, sama hugrekkið og sami ó- bifanlegi ásetningurinn sem eg svo vel man eftir hjá stofnend- um menningarfélagsins. Sjálfur á eg þeim félagsskap afar mikið gott upp að ynna, næst ætt minni og uppeldi var hann orsökin til þess að jafn- vel á skólaárum mínum var mér unt að vinsa víðteknar vit- leysur frá vísindum, slíkt er mjög örðugt þeim sem uppald- ir eru í rökfræðislausum rétt- trúnaði. Því er þeim mönnum svo sjaldan trúandi til umbót- anna, þeir eru oft ágætir á- burðarhestar en ekki meira. Hugsunarhætti menningarfé- lagsins þakka eg það, að frem- ur öllu öðru hefir mín guði gefna vitglóra -verið um æfina ljós á minum vegum og lampi minna fóta, svo að ef eg veit sannleikann í einhverju máli er það aðeins aukaatriði hvert nokkur annar maður viður- kennir þann sannleik eða ekki. Á V ARP dr. Richards Beck, forseta Þjóð- rœknisfélagsins, á 50 ára minn- ingarhátíð Sambandssafnaðar i Winnipeg. Frá fyrstu tíð hefir hinn kirkjulegi félagsskapur vor ís- elndinga í landi hér verið meg- instoð þjóðræknislegrar við- leitni vorrar, og hann er það enn í dag, þrátt fyrir það, að íslenzk tunga skipar, því mið- ur, eigi sama tignarsess í kirkj- um vorum og áður var; valda því drjúgum breyttar aðstæð- ur, sem eigi verða ræddar við þetta tækifæri. Hitt dylst eng- um, sem nokkuð verulega þekk- ir til sögu vorrar í landi hér, að dr. Rögnvaldur Pétursson hafði rétt að mæla, er hann komst svo að orði i grein sinni um “Þjóðræknissamtök meðal ís- lendinga í Vesturheimi”: “Sá félagsskapurinn, sem orðið hef- ir varanlegastur, er hinn kirkjulegi félagsskapur, og get- ur engum blandast hugur um það, að hann hafi verið öflug- asta stoðin fyrir þjóðerni vort hér.” Söfnuður sá, sem heldur há- tíðlegt 50 ára afmæli sitt hér í kvöld, hefir lagt merkilegan og víðtækan skerf til þjóðræknis- legrar starfsemi vorrar. Er mér því ljúft, fyrir hönd stjórn- arnefndar Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi og fé- laga þess, að þakka umrædd- um söfnuði af heilum huga margþætt starf hans í þágu sameiginlegra áhugamála vorra, varðveizlu íslenzkra menningarerfða og manndóms- hugsjóna, á liðnum aldarhelm- ingi. Færi eg jafnhliða söfn- uðinum, presti hans og forseta, kveðjur félagsins. Það yrði stórum lengra mál, en hæflegt væri í stuttu ávarpi, ef rekja ætti marghliða þátt- töku þessa safnaðar í þjóð- ræknismálum vorum, hlutdeild safnaðarfólks hans í þeirri starfsemi um 50 ára skeið. — Ekki kemst eg þó hjá því að minnast á nokkur höfuðatriði í því sambandi; annað væri lítt sæmandi tómlæti og blábert vanþakklæti, en hvortugt er frjósamt í félagsmálum. Þess ber þá fyrst að geta með þakklátum huga, cið sá maðurinn, sem meginþátt átti í viðgangi þessa safnaðar fyr á árum og var honum alla daga stoð og styrkur dr. Rögnvald- ur Pétursson, var einnig árum saman eins og alkunnugt er forseti Þjóðræknisfélagsins og jafnan óþreytandi forvígismað- ur þess og starfsmaður. Svipuðu máli gegndi um séra Ragnar E. Kvaran, er einnig skipaði forsetasess Þjóðrækn- isfélagsins og önnur embætti þess. Með sanni má segja, síð- an félagið var stofnað, að allir prestar þessa safnaðar hafa með mörgum hætti stutt að starfi þess og verið velunnarar þess. Safnaðarfólkið hefir og verið alveg sama sinnis gagn- vart félaginu eins og félaga- skrá þess ber með sér; allmarg- ir leikmenn úr þeim hóp hafa einnig svo árum skiftir átt sæti í stjórnarnefnd félagsins og skulu þessir nefndir: Gísli Jóns- son, núverandi ritstjóri Tíma- rits félagsins, í 10 ár, lengstum sem ritari; Páll S. Pálsson í 8 ár, og Bergþór E. Johnson, nú- verandi forseti safnaðarins, i 7 ár. Þá er ein sú hliðin á starf- semi Sambandssafnaðar í þjóð ræknisáttina, sem sérstaklega ber að minnast og þakka: margra ára ágætt starf Leik- félags hans. Með sýningu ís- lenzkra og erlendra merkisleik- rita hefir það eigi aðeins gert félagslif vort litbrigðaríkara, heldur einnig jafnframt ofið sterkan þátt í þjóðræknisstarf-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.