Heimskringla - 25.06.1941, Síða 5

Heimskringla - 25.06.1941, Síða 5
WINNIPEG, 25. JONÍ 1941 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA semi vora, sem meta ber að verðleikum. Slíkar sýningar eiga bæði menningargildi og stuðla að varðveizlu íslenzks máls hérlendis. En jafnframt því sem marg- háttuð þjóðræknisstarfsemi þessa safnaðar er þökkuð að makleikum, skal áhersla lögð á það, sem hugsandi mönnum og konum, er þeim málum unna, hlýtur að vera augljóst, sem sé þetta: að aldrei hefir í sögu vorri verið meiri þörf vakandi og markvissrar þjóð- ræknisviðleitni en einmitt á þessum tímum; aldrei brýnni þröf á sem almennustum skiln- ingi vor á meðal á þeim sann- leika, að því aðeins verðum vér sem bestir borgarar í landi hér, að vér varðveitum íslenzkar menningarerfðir og íslenzka manndómslund, frelsisást og framsóknarhug, sem verið hafa prýði hinna bestu og sönn- ustu íslendinga. En öll eigum vér, sem íslenzkt blóð rennur í æðum, þegnrétt í hinu íslenzka ríki andans; óhögguð standa orð skáldsins: Eitt er landið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja; eina tungu, anda, blóð, aldir spunnu tveggja: Saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra, tár þín líka tárin vor tignarlandið kæra. Þjóðræknisfélagið hefir það sem eitt af aðalhlutverkum sín- um, að byggja brú yfir hið breiða djúp, sem, landfræði- lega, skilur Islendinga austan hafs og vestan. Það hefir einn- ig unnið að því og vinnur sífelt að því, að brúa það flokkslega djúp, sem staðfest hefir verið milli Islendinga í landi hér, en sem, góðu heilli, er áreiðanlega stöðugt að mjókka og grynnka. En í félagsmálum vorum og þjóðræknismálum hefir aldrei sannarF reynst en nú, að “sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér”. Því segi eg á ný með hinu spaka og sann-þjóðrækna skáldi: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan, plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman! Höggmynd af íslenzkri stúlku UM SVEIN BJÖRNSSON, RÍKISSTJÓRA ÍSLANDS Fyrir nokkru barst sú fregn! hingað að brjóstmynd, sem danskur myndhöggvari Christ- ian Warthoe gerði af íslenzkri stúlku, er hann nefnir “Noel”, hafi víða í Bandaríkjunum hlot- ið lof og aðdáun, sem framúr- skarandi listaverk. Og þar sem að stúlkan, sem sat fyrir myndinni, er ein úr okkar ís- lenzka hóp hér í Winnipeg, er okkur það skylt að taka tillit til þess, sem annara þjóða menn segja um myndina og um stúlkuna sem sat fyrir henni. Við getum ekki annað en bætt viðurkenningu okkar við hitt alt, sem sagt hefir verið, og þakkað henni og myndhöggv- aranum fyrir það, sem unnið hefir verið með þessu til að fræða menn um ísland og fs- lendinga. Mr. Warthoe segir í bréfi að fólk sé ætíð að spyrja sig hvort hann sé fslendingur vegna hrifningar þess af mynd- inni sem hann gerði. Með þessari mynd hefir Mr. Warthoe náð hámarki í list sinni. Hún hefir verið sýnd á sýningu í Barbazon Plaza Art Gallery, á American Scandi- navian Center, og í stærstu silfurverzlun Dana í New York, George Jensen’s Silver Store. Mynd af líkneskinu kom í norska blaðinu Nordisk Tid- í þeim anda hefi eg viljað flytja kveðjur Þjóðræknisfé- lagsins við þetta söguríka tæki- færi; í þeim anda skal þjóð- ræknisbarátta vor háð; ef vér gerum það, munum vér enn ganga sigrandi af hólmi. Awarded The Gold Championshiþ Medal Silver and Bronze Medals London, England 1937 PHONE 57241 Inde ependently Owned and Operated The Riedle Brewery Limited Winnipeg, Manitoba This aaverttsmeni is not tnsertea 0y the (Jovernment Liquor Control CommtssUm. The Commission is not responsible /or statements made as to quality ol products advertised ende, og grein var rituð um það í mörgum dagblöðum í New York auk dönsku blað- anna Dannevirke og Nordlyset. Einnig hefir grein uni það komið í Minneapolis Tribune. j Fyrir nokkrum mánuðum gaf Mr. Warthoe Grand View Col- lege, dönskum háskóla í Des Moines, Iowa, myndina, og þá fór fram stór og vegleg athöfn er skólinn tók á móti henni. I Forseti skólans, Dr. Alfred C. Nielsen, flutti stutta ræðu og fór mörgum lofsamlegum orð- um um Mr. Warthoe og hina tignarlegu mynd, sem skólinn hafði eignast. Hann sagði með- al annars að “Noel”, (nafnið sem þeir gefa styttunni), tákni kvenlegt eðli norrænu þjóð- anna, sem er hreint, fagurt og sterkt. Hann hafði orð eins vinar Warthoes eftir honum og sagði: “Hun er stærk og fin. Hun ser langt ind í framtiden; men hendes röst er mild og hendes haand ligger varmt i Nutiden”. (Hún er sterk og fín. Hún sér langt inn í fram- tiðina; en rödd hennar er mjúk og hlýja hönd hennar liggur í nútíðinni). Hátt á fjórða hundrað manns var við þessa athöfn, er háskól- anum var afhent brjóstmynd þessi og var einróma í því að láta þakklæti sitt í ljósi bæði við myndhöggvarann og hana, sem sat fyrir myndinni, þó að enginn þar vissi hver hún var, nema myndasmiðurinn sjálfur. En þessi unga stúlka er dótt- ir þeirra hjóna Guðmundail Anderson og Matthildar Júlí- önu Fjelsted konu hans, 800 Lipton St., hér í Winnipeg, og heitir Mildred. Hún var ein af stúlkunum héðan, sem var í ís- lenzka skálanum á heimssýn- ingunni í New York 1939, og það var þar, sem myndasmið- urinn Christian Warthoe kynt- ist henni. Hún var kosin af Norðmönnum til að sýna “Sil- ver fox furs” sem þeir höfðu þar til sýnis og voru mörg þús- und dollara virði. Þeir nefndu hana “The Fairest of the Fair”. Warthoe varð einnig snortinn af henni og fékk hana til að sitja fyrir. Nú þakkar hann henni það, að hún hafi hjálpað sér að ná hámarki í list sinni, og hljóta almenna viðurkenn- ingu. Hann sendi henni, 1 þakklætisskyni, brjóstmynd, sem var mótuð eftir þeirri, sem hann gerði, og gaf Grand View College, og er þessi mynd nú hjá foreldrum hennar, og hrif- ur hvern sem sér hana. Þannig hefir Islenzk stúlka óbeinlínis átt þátt í því að auka frægð fslendinga og íslenzku þjóðarinnar, og kynna mönn- um hana, sem lítið eða ekkert vissu um hana áður. Þetta er þjóðræknisstarf, eigi síður en margt annað, og það er mikil ánægja að þaka Miss Mildred Anderson fyrir þann þátt sem hún hefir átt í þessu máli. P. M. P. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta íslenzka vikublaðið New York City, '21. júní 1941 Editor Heimskringla, 853 Sargent Ave., Winnipeg, Canada. Kæri vinur: Mér hefir borist svohljóðandi símskeyti frá ríkisstjórn fs- lands: Kosning ríkisstjóra og inn- setning í embættið fór fram 17. júní með miklum hátíðleik. At- höfninni var útvarpað. Við- staddir voru fulltrúar erlendra ríkja ásamt fleira stórmenni. Ríkisstjóri Sveinn Björnsson var strax innsettur í embættið og gaf drengskaparheit um að halda stjórnarskrána. Síðan af- henti forsætisráðherra honum í nafni ríkisstjórnarinnar með- ferð æðsta valdsins, sem ráðu- neytið hafði farið með frá 10. apríl 1940, en forseti samein- aðs alþingis árnaði honum allra heilla í starfinu þjóðinni til gæfu. Ríkisstjórinn flutti þvínæst ávarp og var þvínæst hyltur á svölum Alþingishúss- ins af miklum mannfjölda. Aðalatriði ávarpsins, sem út á við beinast eru eftirfarandi: Um leið og eg tek við þessu virðulega starfi er mér skylt að minnast Hans Hátignar Kristjáns X, sem til 10. apríl 1940 fór með æðsta vald fs- lands, sem mér nú er trúað fyr- ir í eitt ár. Hann staðfesti með undirskrift sinni 1918 að ísland skyldi vera fullvalda ríki. Hann tók ályktun Al- þingis 10. apríl 1940 með virðu- legri stillingu, fullkomnum skilningi og samsinti skilyrðis- laust réttmæti og nauðsyn þeirrar ákvörðunar. Konungur má nú teljast einingarmerki og næstum því þjóðhetja dönsku þjóðarinnar á reynslutfma hennar. Oss ber að minnast sérstak- lega dönsku þjóðarinnar í erf- iðleikum hennar. Þótt þeir væru ekki væri sami hlýhugur og virðing til hennar nú meðal allra íslendinga hvað sem for- tíðinni líður. Skilningur á- byrgra Dana á sjálfsfor- ræðisþörf íslendinga fer vax- andi ár frá ári. Forustumenn Dana hafa látið hana í ljósi opinberlega við mörg tækifæri. Við óskum þess að danska þjóðin fái sem fljótast aftur fullkomið og óskorað frelsi og fullveldi. Með samskonar hug ber oss að minnast hinna frændþjóð- anna á Norðurlöndum, finsku þjóðarinnar, sem er í sárum eftir vopnaárás voldugs ná-! granna stórveldis, en varðist; af ógleymanlegri hetjudáð; norsku þjóðarinnar, sem varði ( land sitt með ógleymanlegri hreysti og verst enn. Við ósk- um þess öll að norska þjóðin fái sem fyrst aftur umráð yfir föðurlandi sínu, að það fái fult frelsi og fullveldi; sænsku þjóð- arinnar sem vegna kjarks, I dugnaðar, komst hjá hernámi þótt hún væri aðþrengd af, styrjaldarviðburðum. Það er ósk mín og von að við íslend- ingar eigum eftir að eiga sem ; mest mök við allar þessar þjóð- ir á sviðum menningar og öðr- um sviðum, enda fáum við Is- lendingar bezt notið vor í þeim frænda og vina hópi. Eg tel mér heimilt að full- yrða, að nú sem fyrr er það eindreginn vilji og ósk Islend- inga, að vér megum einnig eiga heima í hópi þeirra annara lýðræðisþjóða, sem vilja, byggja líf sitt og framtíð á grundvelli réttarins og orð- heldni. Við verðum að standa einhuga saman og halda fast á því, sem sannfæring vor segir að sé réttur vor. Við munum einnig virða rétt annara, en aldrei máttinn án réttar. Vegna hernáms erlends ríkis ! njótum vér ekki sem stendur ifylsta frelsis í athöfnum vor- um. Við reyndum og reynum enn að vera hlutlausir. Við höfum viljað og viljum enn eiga frið við allar þjóðir. Við höfum ekki einu sinni viljað bera vopn oss til varnar. Hér í landinu er nú á móti vilja vorum setulið frá öðrum ófriðaraðiljanum, en hinn hefir lýst leiðir að og frá landinu ó- friðarsvæði og beitt hernaðar- aðgerðum gegn íslenzkum rik- isborgurum. Þetta hefir sama sem dregið oss inn í ófriðinn gegn vilja vorum. Hlutverk vort er nú það að bjarga og varðveita þa“ð sem þjóðinni er dýrmætast, að tryggja frelsi og þjóðerni vort í framtíðinni og varðveita virðinguna fyrir sjálfum oss. Slíkt hefir reynst kleift undir sömu kringum- stæðum þjóðum, sem öllu vilja fórna heldur en missa frelsi og fullveldi sitt. Með beztu kveðjum, Thor Thors UM MARÍU MARKAN New York City, 21. júní 1941 Editor Heimskringla, 853 Sargent Ave., Winnipeg, Canada. Mér er það mikið gleðiefni að geta skýrt frá því, að María Markan hefir verið ráðin við Metropolitan operuna hér í New York frá 1. september næstkomandi. Óperan byrjar ekki starfsemi sína opinberlega fyr en í lok nóvember mánað- ar, en María byrjar æfingar og annan undirbúning þegar 1. september. Samningur Maríu gildir í eitt til þrjú ár og er eftir atvikum mjög hagstæður. Henni mun þegar á næsta söngári verða fengin stórkost- leg og vandamikil aðalhlutverk í nokkrum heimsfrægum óper- um. Þetta er glæsilegur sigur fyrir Maríu Markan og það lík- ist æfintýri hversu greiðlega hefir sótst fyrir henni að kom- ast inn í þetta aðalmusteri sönglistarinnar í heiminum. — María söng tvívegis fyrir stjórnendur óperunnar hinn 4. júní og síðan 11. júní. Er hún hafði sungið í seinna sinnið ýms vandasöm lög er forstjóri óperunnar Mr. Edward John- son óskaði að heyra var fundur settur á skrifstofu hans og eft- ir nokkrar mjög vingjarnlegar umræður var samningurinn gerður. Gildir hann til alt að þremur árum með stöðugt bættum kjörum fyrir Maríu. Mr. Edward Johnson og aðrir helstu forráðamenn óperunnar hafa komið mjög vingjarnlega fram í garð Maríu og látið í ljósi mikið álit á hæfileikum hennar. Þessi sigur er þeim mun eft- irtektarverðari, er það er at- hugað, að um 720 söngmenn og söngkonur víðsvegar úr heim- inum hafa síðastliðinn vetur þreytt söngraun í áheyrn stjórnenda óperunnar og af þessum fjölda hafa aðeins þrír hlotið stöður við óperuna. María Markan er nú á beinni leið til mikillar frægðar og munu allir íslendingar óska þess að gæfa og gengi fylgi henni á braut hennar. Með beztu kveðjum Þinn einlægur, Thor Thors FJÆR OG NÆR Þakkarcrvarp Hr. ritstj. Hkr.: Við undirrituð viljum hér með biðja þig svo vel að gera að ljá eftirfylgjandi línum rúm í blaði þinu: Því okkur hjónunum er bæði ljúft og skylt að votta kvenfé- laginu “Undína” hér í bygð okkar innilegast þakklæti fyrir þann heiður er þær hafa sýnt okkur með því að heimsækja okkur tvívegis — seinna skift- ið þ. 11. þ. m. með gjafir og góðvild, á afmælisdag annars okkar — Mrs. G. B. Kjartans- son, sem nú er 77 ára að aldri. Við höfum átt heima hér í bygð í 40 ár; og þegar svo er tekið að líða á æfina, er manni það sannarlegt gleðiefni þegar látin eru í ljósi ótvíræð merki þess,.að enn blómgist og dafni vinátta og velvild samferða- mannanna til manns, óháð breytingum tímans. Mr. og Mrs. B. Kjartansson —Hecla, P. O., 14. júní 1941. * * * Messur við Winnipegosis o. v. Við Winnipegosis 29. þ. m. kl. 3 e. h. I Concordia kirkju 6. júlí og sunnud.skóli. 1 Lög- bergs kirkju þ. 13. s. m. kl. 2 e. h. S. S. C. # * * Messuboð Messað verður í Bræðrasöfn- uði í Riverton, Man. sunnud. 6. júlí, kl. 2 e. h. Ferming ung- menna og altarisganga fer þar fram þann dag. S. Ólafsson Dominion Business College Student Wins International Typewriting Contest In the third Annual International Artistic Typewriting Contest recently conducted, the second place winner was Miss Lorraine Young, of St. James, Manitoba, a student of the Dominion Business College. Miss Young secured second place out of some thirty-six hundred contestants from the United States and Canada, receiving a Silver Trophy together with two special awards. In addition her class teacher, Miss M. Walker, received a special award. IT PAYS TO ATTEND A GOOD SCHOOL Enquire Today—NOW! DOMINION Business College The Mall, Winnipeg—37 181 St. James—61 767 Elmwood—501 923 ‘A BETTER SCHOOL FOR THIRTY YEARS’

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.