Heimskringla - 05.11.1941, Side 2

Heimskringla - 05.11.1941, Side 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. NÓV. 1941 KRISTÍN ÞORSTEINS- DóTTIR SIGURÐSSON (1869—1941) Þarm 23. júní, 1941, andaðist meðal þeirra voru Kristín Þor- steinsdóttir og Ásmundur Kristjánsson frá Máná á Tjör- nesi. Móðir Ásmundar var Guðrún Andrésdóttir, frá Héð- inshöfða á Tjörnesi. Þau Ás- mundur og Kristín voru gefin saman i hjónaband af séra Jóni Bjarnasyni, 5. des. 1890. Fyrst bjuggu þau í Winnipeg og Ás- mundur stundaði húsabygging- ar. Síðan stunduðu þau bú- skap í Argyle-bygðinni um nokkur ár en fluttu þaðan til Alberta árið 1900. Þau Ásmundur og Kristín námu land í Markerville bygð- inni og bjuggu þar um sjö ára bil. Síðan áttu þau heima í Markerville bænum. Ásmund- ur var mesti hagleiks og dugn- aðar maður, en heilsubilaður um margra ára skeið, og dó í apríl 1925. Börn þeirra hjóna voru fjög- að heimili sínu í Islendinga-, Ur, og öll vel gefin: Sigrún, bygðinni í Alberta-fylki, hús-(Mrs. Plummer, var mikilsmet- frú Kristín Sigurðsson. Hún, in kenslukona í Calgary, dáin var kona Ófeigs bónda Sigurðs-j fyrir tveim árum síðan. Vil- sonar sem allir Vestur-íslend- hjálmur, dó 21 árs eftir lang- ingar kannast við, einkum frá'vinnan sjúkdóm. Jóhanna, var því er hann hafði með höndum kenslukona í Caigary, nú gift framkvæmdir í að reisa St. G. j. s. Johnson að Markerville, St. Minnisvarðann “í reitnum og á 2 börn. Edward, yngstur, inn við ána.” Heimili þessara ágætu hjóna hafa líka ótal ís- lenzkir ferðamenn gist. Kristín sál. var fædd 1. marz 1869 að Mýrarseli í Húsavíkur- sókn í Þingeyjarsýslu á Islandi. Faðir hennar var Þorsteinn Snorrason bónda á Stóru- brekku í Hörgárdal, Guð- mundsssonar bónda í Forna- haga í sömu sveit, Rögnvalds- sonar Arnfinnssonar Jónssonar. Kona Guðmundar Rögnvalds- sonar, og móðir Snorra, var Guðrún Guðmundsdóttir ívars- sonar. Kona Snorra á Stóru- brekku, var Guðrún Gunnars- dóttir ljósmóðir. Bjuggu þau Snorri og Guðrún allan sinn búskap á Stórubrekku, og þóttu merk hjón. Móðir Krist- ínar var Sigurveig Jóhannes- er i hernum á Englandi, nú á annað ár. Kristín sál. giftist eftirlifandi manni sínum, ófeigi Sigurðs- syni, 4. júlí 1926 og bjó með honum á landnámsjörð hans, til dauðadags. Yfir heimilinu hvíldi snilliblær atorku og ráð deildar samfara fegurðár- smekk. Gestrisnin var einlæg og ótakmörkuð. Hjónin voru svo samtaka og ung í anda. Þau nutu sameiginlega svo mikillar ánægju, t. d. af ferða- lögum vestur á Kyrrahafs- strönd og heim til Islands 1930. Kristín sál. var fríð kona, smávaxin og nett, og prúð í allri framkomu. Hún bar það með sér að hún hafði notið góðs uppeldis. Alla æfi hafði Kristín Þorsteinsdóttir Sigurðsson Við minnumst þín Ijúft í ljóði, og lítum á sætið þitt auða. Með næmleika nánustu vina við nefnum ei sorg eða dauða, — og höfnum því hugsana snauða. Við dáumst að dygðum og þreki, í daglegri umhyggju þinni. þú annaðist ástvini þína sem eldur í hjarta þér brynni þó bærir þú söknuð í sinni. Við þökkum þér dýrmæta dæmið, — og dagsverk þitt mæt hlýtur gjöldin. Því áhrif þín örvandi geym- ast, og eigi mun húmt bak við tjöld- in, þar ástúðin ein hefir völdin. Við söknum — en syrgjum þó eigi, er sólin um kvöld gengur undir. Því máttug er vissan um morgun, — og morgunsins endurfundir sálunnar sælustundir. Jakobína Johnson Tjr . ... T, ,hún mesta yndi af bókum — dottir, Kristjanssonar, Joseps- é t e„„ bó af ská]dskan sonar frá Halldórsstöðum j serstaklega þo ,at skaldskap, , , ; - . . , , og brefin hennar baru vott um Reykjadal 1 Þ.ngeyjarsyalu - „ 68an ski]ni 8(. «ZvStaanneSar' ? m,65,r!ugan hugsunarhátt. Hún var Sigurveigar var Sigurlaug * • * , . , v ; +•' , , , s s með afbrigðum velvirk og unni Knstjansdottir bonda á Breiðu- » *• • - - .. __, .... _ .ifegurðinm í smau og storu. rayr, i somu sve.t, Snemma a.Samú5 hennar með þBelm sem buskapararum s.num tlutt, J«- át(u erfltt var nœm, t hannes Knstjansson aS Laxa- Iyndi8 áberandl. Eg fann það myr,. sem , hans hondum var5 ± að hún ]éf mi njóta þess að viðkunnu hofuðbóh. Sonar- * •* , 6 , . sonur hans, Johann skald S.g- 0 f6|k okkar tn vlna 4 ætt. urjonsson, gerði siðar garðmn . TT, , .. *. , . „ „ ö jorðinni. Hun sknfaði mer a- frægan viða um lond. . ,. . , , . „ . gæta lysing af heimferðinm Þau Þorsteinn og Sigurveig^ 1930; henni var létt um að bjuggu fyrst í Aðal Reykjadaln- skrifa og kom vel fyrir sig orði. um, síðan að Langavatni í Reykjahverfi og síðast þrjú ár að Brekkukoti í sömu sveit. SUNDURLAUSIR ÞANKAR Það gegnir furðu, hvað allir Vestur-lslendingar virðast kunna að hnoða saman bögu . . . og tek eg auðvitað svona til orða af eintómri öf- undsýki, því stuðlar og höfuð- stafir hafa mér altaf verið ó- skiljanleg ráðgáta. . . Gaman- stef um Gunnbjörn Stefánsson, eftir Hjálmar Gíslason, sem komu í Heimskringlu um dag- inn, fanst mér ansi sniðug . . . þótt eg hvorugan manninn þekki . . . stefin mintu helst á brúnirnar á okkur . . . en a þessu herrans ári 1941 þykir það hámark fegurðar á kven- manni, að hún hafi augabrúnir í breiðara lagi. . . Hvað það er sjaldgæft, að fólk geti talað meir en eitt Norðurlandamál- anna, sænsku, norsku og dönsku. . . Dani talar aldrei vel norsku eðe sænsku og Norðmuður eða Svíi komast aldrei upp á að tala hin málin nema með því að gleyma sínu eigin máli. . . þetta er auðvitað vegna þess, að málin eru svo lík og þó svo ólík. . . íslending- ar eiga líka erfitt með að tala meir en eitt af þrem málunum . . . þó þekki eg Islending, sem lék sér að því, að tala bæði sænsku og dönsku prýðilega . . . en það var hann Sigfús okkar Halldórs frá Höfnum . . . og er þetta því betur .gert, að Is- lendingar yfirleitt sjaldan tala dönsku vel. . eg hefi þekt landa sem dvöldu í Danmörku í 20 til 30 ár og aldrei komust upp ,á að tala málið almennilega . . . ekki þar fyrir, eg hefi líka þekt Dani, sem áttu heima á íslandi í 50 ár og aldrei lærðu að tala íslenzku, svo það væri í nokkru lagi. . . Að fólk, sem er nískt á peninga, oft er gestrisið . . . að sumt fólk er svo þræl-leið- inlegt, að þegar við höfum tal- að við það um stund, þá finst okkur við sjálf vera orðin hund- leiðinleg. . . Að Windsor-hjón- in, hágöfugu, hafa með sér 106 ferðatöskur, þegar þau fara í hálfsmánaðar-ferð . . . og eg man eftir amerískri konu einni, sem eg átti samleið með í bíl fyrir nokkru . . . hún hafði með sér 13 ferðatöskur og á hverju hóteli, sem við gistum, jafnvel þótt viðstaðan væri bara eina nótt, þá heimtaði hún að þjónn- inn draslaði öllum 13 töskunum upp á herbergið . . . og aðra konu, sömu þjóðar, þekti eg, sem einu sinni skrifaði mér frá HREINDÝR Eftir Bertel Sigurðsson gamanvísurnar, sem hann Halldór læknir Gunnlaugsson New York . . . sagðist vera ny- setti saman á árunum. . . Hall- k°min ^ París og ferðaðist j En mest dáðist eg að henni í sorgum og missi. Þá var hún svo norræn — svo stilt og Þar andaðist Þorsteinn frá, hetjuleg_skrifaði engin æðru- konu og þrem dætrum, orð en alt bar vott um djúpa Kristínu, þá 10 ára, og Jó- (]otn{ngU fyrir höfundi lífsins, hönnu og Snjólögu Guðrúnu. og örlögunum, svo torskilið Þá flutti Sigurveig með dæt- gem bað jögmál þó er, hverri ur sínar til sonar síns frá fyrra syrgjandj sál hjónabandi, Halldórs Egilsson- j ar ' ls]enzku ar, er bjo að Kagaðarholi i Ás- . _ • tt' . - , T,ri. I konu og moður er sart saknað, um í Hunavatnssyslu. Eftir, . . ... . , . — ,, _ I en um leið af djupn ast og sjo ar flutti hun aftur norður . , . , _ , ,.x * T , . , , -r • a.' I virðingu þakkað æfistarfið að Laxamyn, þa var Kristin A , . , . vestræna landnaminu. dóttir hennar farin að vinna fyrir sér sjálf. Árið 1889 fór stór hópur af!— Seattle, Wash Þingeyingum til Ameríku. Á í október 1941. Jakobína Johnson Verðmæt bréf / geta ekki tapast eða eyðilagst í ÖRYGGISHÓLFI Staðurinn fyrir borgarabréf, eignabréf, vá- tryggingar skírteini og önnur verðmæt skjöl, er í yðar eigin öryggishólfi í bankanum. Þér getið leigt það fyrir minna en lc á dag í næsta útibúi Royal Bankans. THE ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $950,000.000 dór, sem á að hafa sagt í æsku: “Þetta er satt; eg las það danskri bók”. . . Hugsið ykkur, ef alt væri satt, sem við lesum í bókum og blöðum. . . Og mér dettur í hug grein, sem eg las á dögunum í Vísi . . . (hún kom líka í Heimskringlu) . . . um hann Thorvaldsen. . . Alveg varð eg grallaralaus, mín elsk- anlegu, þegar eg las þá grein. , Svo Danir eiga enga mikla menn, nema þá sem Island hef- ir gefið þeim! . . . Má eg auð- mjúklegast leyfa mér að nefna bara einn Dana, sem líka var uppi á nítjándu öldinni . hann Hans Christian Ander- sen . . . ó, hann var náttúrlega af íslenzkum ættum?? Ef eg man rétt, þá var hann einnig töluvert þektur maður á þeim tímum. . . Enginn neitar því, að Thorvaldsen er frægur í Norð- urálfunni, en það er eg viss um, að það má telja þá á fingrum sér, sem vita deili á honum hér í landi . . . en ungir og gamlir um allan heim vita hver Hans Christian Andersen var. . . Stundum get eg roðnað og bygðast mín af öllu gortinu í okkur Islendingum . . . og hefi þó oft sjálf verið brotleg í þá átt. . . Já, eg man eftir ræðu, sem minn gamli kunningi hann Haraldur Sawyer hélt fyrir mér í skilnaðarsamsæti einu í San Francisco á árunum. . . Hann sagði, Haraldur, að þeir sem þektu konu þessa færu nærri um, að ísland ætti ítök í flestum, ef ekki öllum frægum mönnum heimsins. . . “Voru ekki Homer og Shakespeare íslenzkir, kanske”, sagði hann Haraldur. . . Eg átti fyrir þvi og nú arfleiði eg ykkur af sneiðinni, Pétur og Páll. Snurfusið í þessu kvenfólki. . Árið 1921 þótti það prýði mikil á kvenmönnum, að hafa breiðar augabrúnir . . , árið 1931 þótti sá kvenmaður Ijótur og illa vaninn, sem hafði breið- ar augabrúnir — og við plokk- uðum og plokkuðum auga- eg léttilega í þetta skifti” hún hafði bara haft með sér 24 koffort . . . þegar minst er á koffort, dettur mér alt af í hug sagan um hann Mark Twain — og gleymið nú ekki að segja til, ef þið hafið heyrt söguna. . . . Mark Twain kom einu sinni á gistihús . . . hann tók gesta- bókina og fór að skrifa nafn sitt í hana . . . en þegar hann sá, að gesturinn, sem á undan honum var hafði skrifað: “greifafrú X með tvær þjón- ustumeyjar”, þá skrifaði hann: “Mark Twain með tvö ferða- koffort”. Margt er minnisstœtt Tannlæknirinn okkar i San Francisco, sem leit út eins og Gyðingur, en var það ekki . . . eg þekti hann vel og spurði hann einu sinni í stríðni, hvort hann væri Gyðingur, en hann svaraði: “Þetta sagði maður við mig einu sinni, en sá maður er ekki lengur á lífi”. . . Danski leikarinn Poul Reumert — maðurinn hennar önnu Borg, þegar hann lék Tartuffe eft- ir Moliere á árunum í Kaup- mannahöfn . . . eg hefi heyrt samleikara hans segja, að Reu- mert sé ekki eingöngu besti leikari Dana, heldur líka besti eikari Norðurálfunnar... Hjón, sem við þekkjum í Spokane, Washington, sem sverja og sárt við leggja, að þau hafi aldrei haft einu sinni pinulega lítið rifrildi sín á milli í öll þau 15 ár, sem þau hafa verið í því svokallaða heilaga hjónabandi . . . þau ættu að fá verðlaun . . . þau ættu að “útstillast” í búð- argluggum. Rannveig Schmidt 1 lyfsölunni: Afgreiðslumaðurinn: Þessir dropar drepa allar kvefbakterí- ur. • Kvefaður kaupandi: Drepa! það er ekki nóg. Eg vil að þær líði langan og þjáningarfullan dauðdaga. Saga hreindýra hér á landi, alt til þessa dags, er raunasaga rányrkju og1 hrottaskapar. — Þessi aðfluttu, heillandi fögru dýr, áttu að prýða bygðir og ör- æfi landsins og færa íbúum þess nýja möguleika til bættr- ar afkomu í búnaðarmálum, um ófyrirsjáanlegar aldir. Stolt og fögur gengu þau af skipsfjöl, upp til hinna gróður- sælu beitilanda, inn til skjól- riku dalanna. Enginn land- nemi hefir nokkru sinni fagn- að leiðarlokum með jafn á- hyggjulausum unaði, eftir margra vikna hrakning, með litlu skipi, á öldum úthafsins. Nú voru þau aftur frjáls, í pjanadls náttúrunnar. Ilmur gróðursins fylti vit þeirra ang- an vorsins. Sumarið leið, haustið kom, skuggar norðurs ins stigu hærra og hærra til loftsins, unz þeir byrgðu það alt. Það var kominn vetur. Hin- ir nýju landnemar voru ekki varbúnir þessum dutlungum náttúrunnar. Aldrei hafði lík- ami þeirra notið annars eins gróðurs og þroskast, eins og á þessu fyrsta landnámssumri 1771, sem nú var liðið. Með harðnandi vetri leituðu þau nær bygðinni, til mannanna báru þau engan kala, þeir höfðu aldrei sýnt þeim annað en gott eitt. Árin liðu, nýir landnemar voru fluttir inn á hið gróður- sæla haglendi, juku kyn sitt og gengu fram í þroska og hvers- konar ágætum. Mennirnir, sem lagt höfðu fram fé og erfiði, við að koma þessum nytjadýrum til landsins, voru nú komnir undir græna torfu. Sex tugir ára voru farnir hjá, heil manns- æfi. Nýir menn voru að hreiðra um sig í bólum feðra sinna, út yfir þau sáu þeir ekki. Dýrun- um fjölgaði ört, þau flokkuðu sig um bygðir og öræfi lands- ins. Mennirnir höfðu nú haft þau fyrir augnagaman í meira en hálfa öld. Skilyrði gefand- ans geymdust nú engum leng- ur, þau hafa eflaust fallið í gröf gleymskunnar með sjálf- um þeim. Menn tóku nú að kvarta fyrir yfirvaldi landsins um alskonar átroðning og bit- haganíðslu af völdum þessara dýra. Jafnvel gengu þeir svo langt i rætni sinni, að þeir kendu þeim illar heimtur á fé sínu; þau nörruðu fénaðinn svo langt inn til öræfanna, að þeir næðu honum ekki saman í göngum á haustin. Yfirvaldið gerði það sem verst var, það þagði og lagði málið þar með í gerð almennings. Hana hef eg lesið, með sárum trega, á auðn- um og öræfum þessa lands. Svo var það einn sólbjartan maímorgun, 1932, um það bil er hreinakýrnar voru að ljúka við að fæða nýja kynslóð í heiminn og ástalíf móðurinnar stóð í al- gleymingi ódauðlaikans, yfir unnum sigri á dauða og þján- ingum. Alt var svo fagurt og gott og lífið óendanlegt. 1 miðjum þessum hugleiðingum leit forustukýrin upp frá gróðr- inum, hún hafði tekið sér stöðu með flokk sinn, i hraunbolla suður og upp frá Hafnarfirði, hún horfði leitandi augum yfir hraunbreiðuna, ekkert óvana- legt var að sjá en norðan and- varinn, sem barst að vitum hennar, sagði þó að maður væri þar á næstu grösum. — Hann þurfti hún ekki að óttast, þau voru vinir, en þó, það gat verið með honum hundur, lykt- in hafði þó ekki sagt neitt til um það. En hún bar ábyrgð á flokknum, og svo hafði verið um mörg ár, hann bar líka tak- markalaust traust til hennar og þessu trausti hafði hún aldrei brugðist. Kálfurinn hennar, sem verið hafði að leikjum með félögum sínum þar skamt frá, kom nú á hröðu brokki til ihóður sinnar, hann var þyrstur eftir ærslin, greip spenann og hin kostaríka móð- urmjólk endurnærði hann og hresti. Með móðurlegri á^t og umhyggju strauk hún úr .hverri misfellu i hárafari hans, með rakri tungunni. Hár hvellur rauf morgunkyrðina, kálfurinn hennar misti spenann og barð- ist um, með opið, blæðandi sár á hægri síðu. Sjálf kendi hún brunaverkjar í vinstra aftur- fæti. Maðurinn var vaknaður til vitundar um ágæti hrein- dýranna. Meira en heil öld er nú liðin síðan þetta voðaskot rauf morgunkyrðina, og ný nafnbót bættist málinu: Hreindýra- skytta. Fjöldi manna báru hana um miðja öldina sem leið. Nú er hún ófáanleg. Þetta heillarídi barn norðursins er stráfallið, nema fá hundruð, sem ennþá byggja Vestur ör- æfin, og mennirnir, sem næstir þeim búa, sýna þeim fulla vin- semd og skilning, En þrátt fyrir það mun móðirin hvísla i eyra barnsins síns, frá kyni til kyns: “Þar sem maðurinn fer, þar er dauðinn”. Þetta er aðeins fimm mín- útna frásögn af því, sem hér hefir verið að gerast í 170 ár. Þó er sagan öll og sönn. Hitt er mér Ijóst, að það mætti smíða henni fegurri ramma en mér hefir auðnast að gera. ▲ Mér skilst nú að það sé farið að þófna i setunni og mál að rísa á fætur, að hrinda þessu stórmáli á réttari leiðir. Við skulum því ganga út úr fortíð- inni og líta á skin hins kom- andi dags, (saga Geirfuglsins má ekki endurtaka sig) á þess- ari framfara og menningar öld, sem við erum svo stolt af, og tilviljunin hefir leyft okkur að lifa á. Já, vist er um það, þörf- in er brýn og aðkallandi. Eg vil því í þessum kafla leitast við að skýra kynni mín af hreindýrunúm, og hvað við eigum að gera þeim til vernd- ar i framtíðinni og okkur til hagsbóta. Almenn skoðun landsmanna er sú, að hreindýrin séu eins- konar flökkudýr, sem hvergi eiri stundinni lengur. Þessar | J

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.