Heimskringla - 05.11.1941, Side 6

Heimskringla - 05.11.1941, Side 6
6. SÍÐA HEIUSERINGLA WINNIPEG, 5. NÓV. 1941 Sonur Öræfanna En það var árangurslaust. Hann var dekkri á hörund en flestir aðrir drengir af hvítu kyni. Hann var fallega búinn, en hvort liturinn stafaði af blönduðu blóði eða að hann var svona útitekinn varð ekkert dæmt um. Hann var feiminn, en alvarlegur og skyn- samlegur í tali. Þeir gátu ekki fengið hann til að játa að frásögn hans væri ekki sönn, og þeir ákváðu að heimsækja Olgu þegar næsta morgun. Þegar birti fylgdi Sam þeim til staðar þess, þar sem Olga var að veiða. Hún var eins og hundelt hind. Þeir reyndu með vin- gjarnlegu viðmóti að sefa hana, en hræði- legur ótti hafði gripið hana. Kris, annar fylgdarmaður þeirra var giftur innfæddri konu og gat því túlkað mál þeirra. “Segið henni hverjir við erum,” sagði Hillguard. “Segið henni að við séum vinir Sam Moreland og þekkjum ættingja hans, föðursystir Sam Morelands, hinn núverandi eigandi laxaniðursuðunnar. Að það sé henni að þakka að við gátum ferðast hér um þessar slóðir. Segið henni að við viljum henni ekk- ert ilt, og segið henni hvað drengurinn hefir sagt.” Eftir miklar málalengingar, sem veiði- mennirnir hlustuðu á með óþolinmæði, sagði Kris Olgu þetta alt saman og þýddi svar hennar. “Hún segir að það, sem drengurinn hafi sagt ykkur sé með öllu staðhæfulaust. Og það hélt eg líka strax,” sagði hann sigri hrós- andi. “Hún segir að hann sé sonur Péturs.” “Og hvar er Pétur?” spurði Hillguard. “Dáinn. Hún segir að hann hafi verið veiklaður á geðsmununum og að drengurinn sé það einnig við og við. Hún segir að hann sé sonur sinn, og að hann hafi hinar undar- legustu grillur, segist vera hvítur drengur, sem hafi komið hingað í gömlum bát, er liggi einhverstaðar á ströndinni. Hún spyr hvern- ig slíkt mætti verða að hann einn hefði kom- ist í land er allir hinir druknuðu?” “Það er skynsamleg spurning,” sagði Wilson, “eg er hræddur um, Hillguard minn góður, að þetta sé nú endir þessa æfintýris.” “Hún segir að fyrra nafnið hans sé Sam, en hún viti ekki hvar hann hafi náð í seinna nafnið. Hún virðist vera í mikilli geðshrær- ingu.” “Hann minn sonur,” sagði hún', “hann ekki hvítur drengur — hann minn sonur. Hann tala lýgi.” “Hann greip nafnið þegar eg nefndi það. Ertu nú sannfærður minn góði vinur?” “Eg get svarað því bæði játandi og neitandi.” “Er það þar með sagt að þú trúir henni ekki?” “Auðvitað trúi eg henni. En heyrðu nú Wilson. Þessi litli náungi hefir náð hylli minni og það á svipstundu. Eg er hrifinn af því hvernig hann gengur, talar og svipnum í augum hans. Mig langar til að hjálpa hon- um — sjá hvað honum tekst að gera úr sjálfum sér. Þessir barnalegu órar lækka hann ekkert í mínum augum — þú ættir bara að heyra sögurnar, sem hún Júní litla dóttir mín segir mér stundum. Öll börn skálda sögur, og þessi saga: sem hann hefir samið handa okkur, sannar að hann hefir fjörugt ímyndunarafl. Og ef það sannaðist nú að hann væri, — en það er ómögulegt. En eg játa það hreinskilnislega, að eg held að það sé vel þess virði að veita þessum dreng sómasamlegt uppeldi.” Og þar sem vinur hans félst á þetta, þá útskýrði Hillguard fyrirætlan sína fyrir Olgu, en Kris túlkaði mál hans. Hann bauð Olgu tíu daii á mánuði, og á meðan þetta tilboð var gert störðu báðir amerísku mennirnir á andlit Olgu, sem var óhreint mjög og afskap- lega hrukkótt, þótt hún væri ennþá ekki fertug. Svörtu augun hennar voru lítil og lágu djúpt, varirnar voru svartar og munn'- vikin sigin. “Eg vildi bara að svipur hennar lýsti einhverri mannlegri geðshræringu,” sagði Hillguard við vin sinn, “eg hugsa að hún hafi ekki skilið orð af því, sem Kris sagði við hana.” En nú bar nokkuð við, sem kannske var venjulegt, en skaut báðum mönnunum skelk í bringu. Tvö stór tár hrundu niður vanga hennar. Þeim Wilson og Hillguard féll illa að sjá konur gráta, en þessi tár dökku konunnar komu þeim mjög undarlega fyrir sjónir. Þrátt fyrir tárin sást engin svipbreyting á andliti hennar. Það var eins og að sjá skynlausa skepnu tárfella. Er Kris hafði lokið máli sínu, þurkaði hún af sér tárin með hrjúfri hendinni og leit á amerísku mennina. Sam stóð hjá henni og horfði á hana með tindr- andi augum. Hún greip hendi drengsins. “Ætlið þið að senda hann í skóla?” spurði hún hægt. “Já,” svaraði Hillguard með mestu þolin- mæði, “eg ætla að veita honum tækifæri.” “Og hann á að læra að verða hvítur mað- ur? Verða ríkur — ekki fátækur Indíáni?” “Hann á að fá tækifæri til þess að bjarga sjálfum sér og einnig þjóðflokki sínum.” “Þú sendir hann heim þegar laxinn kem- ur?” “Hún á við á sumrin,.” sagði Kris. “Jú,” svaraði Hillguard, “hann skal koma heim á hverju sumri þega skólinn er úti.” “Þá skal eg leyfa honum að fara. Pétur var flón og eg er það kannske líka.” Hún lagði hendi drengsins í hendi Hillguards. “Þú taka hann — og gleymdu ekki að senda Olgu tíu dali.” 6. Kapítuli. Sam gekk á skólann í Unalaska og lærði alt sem lært varð í skólanum, auk fjölda margs annars, sem hann lærði utan skólans. Á sumrum fór hann heim til hinna frjálsu öræfa sinna. Þótt hann lærði margt nýtt, gleymdi hann þó engu af sínum fornu fræð- um, er voru honum sannreynd — sálinni í öræfunum og storminum í fjöllunum. Á meðal annarar fræðslu öðlaðist hann mjög daufa þekkingu á guði hvítu mannanna. Það virtist vera ósýnilegur guð — kærleik- ans guð, algerlega ólíkur guðum hatursins, sem ríktu í auðnum óbygðanna, og hann lét sólina skína! Fyrir sjónum hans og þeirra, sem á hann trúðu, voru ríku mennirnir ekk- ert betri en fátæka fólkið og hvítir menn ekkert betri en Indíánarnir. Þetta virtist Sam fögur kenning. 1 kristna heiminum, sem var suður frá mundi enginn munur gerður á honum og öðrum, þótt hann væri fátækur efSa vafi gæti leikið á því hvort hann væri hvítur maður eða ekki. Þetta var kjarni kenningar þeirrar, er sonur guðs hinna hvítu manna hafði kent. Það stóð skýrum stöfum í biblí- unni. Hann þurfti aldrei að óttast menn- inguna, eða hina umburðarlyndu og góðvilj- uðu menn, sem bjuggu innan vébanda hennar. Þetta var honum hin mesta hugfró. Honum skildist nú að sú ályktun var röng er hann hafði gert forðum, að mátturinn væri sama og rétturinn, og að bráðin væri réttmæt eign ræningjans. Hann ætlaði sannarlega að láta af sinni gömlu trú og gerast kristinn maður. En hugsanir þær og hugmyndir, ér vér höfum öðlast á áttunda árinu gleymast ekki svo auðveldlega. Þær eru rótgrónar og rétta upp höfuðið þegar oss varir minst. Þegar Sam sat í kirkjunni gat hann sungið sálmana eins vel og aðrir drengir á hans aldri, og hann gat með einfeldni og í einlægni flutt barnslegar bænir til guðs kærleikans og miskunseminnar. En á sumrin, er hann stóð aleinn úti á öræfunum og ljósum roða sló á tindana, er sólin .braust fram úr skýjunum, birtust honum á ný hinir fornu guðir hans. Er hann eltist reyndi hann að safna sér eins miklum upplýsingum og honum var unt um Morelands fjölskylduna. Hann frétti um lát föður síns árið 1909. Um för “Laxins” með ekkjuna og börnin rétt eftir jarðarförina. Hann heyrði einnig talað um mann einn, Leonard St. John að nafni, sem var eitthvað skyldur móður hans, er væri nú útskrifaður úr háskólanum. Þessi ungi maður var auð- sæilega erfingi að laxveiðastöðinni og niður- suðuverkstæðinu, og vann hann þar. Hill- guard var ekki skyldur Morelands fjölskyld- unni, en þar var gömul vinátta á milli og voru þessar f jölskyldur báðar í sömu stétt í Seattle. Sam óx og varð hár og grannur drengur, eigi var hann mjög fríður, en aðlaðandi vegna þess hve hraustlegur hann var í útliti og fjör- legur. Hár hans hrökk ennþá, en var nú orðið svart; hann var þeldekkri en margur kynblendingur, og úr augum hans stafaði ljómi, sem ekki leiftrar í augum bæjarbú- anna. Hann var alvörugefinn eins og hann hafði ætið verið, en bros hans var mjög að- laðandi — alt fas hans lýsti árvekni og eftir- tekt, sem næstum því átti ekki sinn líka. Hann var næstum því tuttugu ára gamall þegar hann útskrifaðist úr skólanum, og bauð Hillguard honum þá í fyrsta sinnið að heim- sækja sig í Seattle. Hann hafði verið hepp- inn. Hann hafði um þriggja mánaða tima, unnið upp á hlut i gamalli og auðugri námu á Shumagin eyjunni, og fékk nú i sinn hlut að frádregnum öllum kostnaði, þrjú þúsund dali í gulli. 1 næstkomandi apríl mánuði sigldi hann með einu laxveiðaskipinu suður á við. Var það mesta hreystiför þegar á það er litið, að nú kannaði hann algerlega ókunna stigu. Það eru engar borgir í Alaska, aðeins þorp, og ennþá hafði ekki séð nema hin minstu þeirra, og ljóshafið frá Seattle streymdi á móti hon- um eins og ógnandi eldflóð. Stundarkorn fanst honum hann vera algerlega einmana — án öræfanna sinna og fjallanna — og laf- hræddur. En hann varð að yfirstíga óttann. Þetta var menningin og kristindómurinn, þar sem hver maðurinn var bróðir hins, hvað sem ætterni hans leið eða stöðu. Sumir farþeganna litu á hann og furðuðu sig á því hve fölur hann var. Þrátt fyrir ár- veknina, sem látbragð hans lýsti, hvíldi yfir honum sakleysissvipur, sem ekki finst eða sést á börnum bæjanna. 1 yfirbragði hans og svip brá fyrir skuggum raunalegra minn- inga og þekkingar á óvenjulegum atburðum, sem gerst höfðu langt í burtu, og einnig ein- í lægni og barnalegt hispursleysi. Er hann steig í land gekk til hans maður með gyltan borða á húfunni. “Mr. Sam?” “Já, herra”, svaraði Sam brosandi. “Eg er ökumaður Mr. Hillguard. Hann gat ekki sótt yður sjálfur, vegna þess að Miss Júní, dóttir hans hefir boðsfólk heima hjá sér. Hann bað mig því að flytja yður heim.” Einu sinni hafði Sam séð litla bifreið í Unalaska og fanst hún mesta furðuverk, en aldrei hafði hann búist við að sjá slíka vél og bifreiðina sem beið hans þarna. Ökumaður- ínn opnaði dyrnar að bílnum með hinni mestu kurteisi. “Mig langar mest til að sitja hjá yður í framsætinu, ef yður væri það sama,” sagði hann alúðlega, “því að þá getum við talað saman á leiðinni.” Hann skildi ekkert í því, hversvegna mað- urinn brosti svona yfirlætislega en hann fann það samt ósjálfrátt að alt var ekki eins og það átti að vera, og að hann hefði þarna hitt fyrir eitt hinna óteljandi atriða menningar- innar, sem sífelt er að rekast á í viðskiftum mannanna. Hann settist hjá ökumanninum, « en var í vandræðum og leið illa og kveið fyrir því sem verða mundi. Vagninn rann upp á hæð þá, sem kend er við önnu drotningu, sneri inn í trjágöng og staðnæmdist fyrir framan reisulegt hús. Meðfram allri húshliðinni voru svalir og úti á þeim var margt fólk, og allir þögðu og störðu á hann. Sam hafði aldrei nokkurn- tíma dreymt um að til væri svona glæsilegt fólk. Karlmennirnir voru allir frakka klædd- ir með hvít hálsbindi, og fann hann nú í fyrsta skifti til þess hve illa búinn hann var. Áður hafði hann verið hreykinn af fötum sín- um, þau voru keypt í fínustu búðinni í Un- alaska. Þau voru blá, en skyrtan hans rönd- ótt, en hálsbindið skræpótt með sterkum lit- um. Honum fanst að alt þetta ókunnuga fólk horfði á fötin sín og brosti hvað framan í ann- að. Stúlkurnar voru dásamlegar, en það var engin alúð í hinum tindrandi augum þeirra. “Þökk fyrir keyrsluna,” sagði hann við ökumanninn og gekk upp þrepin til alls þessa brosandi fólks, sem honum fanst hræðilegra en hinn grimmasti óvinur, sem hann hafði nokkru sinni fyr hitt. Lítill maður í stuttum, gráum frakka gekk. eitt skref fram á móti honum. Sam rétti honum hendina. “Eruð þér Mr. Hillguard?” spurði hann. Litli maðurinn brosti ekki en sumir af áheyrendunum skelli hlógu. “Já, það er svo langt síðan eg sá hann að eg hefi gleymt hvernig hann er í útliti--” “Nei, eg er þjónn hérna. En langar yður að sjá Mr. Hillguard?” En þetta átti ekki að enda þarna. Ungur maður, einn þeirra sem hafði hlegið hátt, gekk fram úr hópnum og tók að sér stjórnina. Hann var best búinn allra mannanna — hár vexti, vel búinn og fríður sýnum. Hann virt- ist vera elzti maðurinn þarna, einum átta ár- um eldri en Sam. “Þér skuluð ekki ómaka Mr. Hillguard, Williams,” sagði hann við þjóninn, “hann bíður eftir einum vina sinna inni í lestrar- herberginu. “Eg skal sjá um þennan mann.” Hann sneri sér að Sam. “Hvað viljið þér?” Sam leit á unga manninn, sá fyrirlitn- inguna í augum hans og varð ofsalega reiður. Þá hvarf feimnin af honum, og vegna ein- hverra einkennilegra hugsanatengsla mintist hann þess er hann mætti villikettinum forð- um. Þetta var ennþá hræðilegri óvinur. Klær hans voru ekki úr horni og beini, heldur út fyrirlitningu. Djöflaklóin gat tætt hold hans sundur, en þessi óvinur ætlaði sér að misþyrma sál hans. Ungi maðurinn horfði framan í Sam með svip, sem hann hafði aldrei áður séð á mann- legu andliti. “Eruð þér einn af fjölskyldunni hérna?” spurði Sam gætilega. “Nei, en eg er vinur þeirra og-----” “Hvað meinið þér þá að spyrja mig um erindi mitt?” Sam laut .áfram og eitthvað sem fæðst hafði í eyðimörkinni birtist í sál hans. “Hlóguð þér ekki að mér rétt núna þegar eg kom inn?” Síðar skeði það að ungi maðurinn vakn- aði oft og tíðum af værum blundi og bölvaði sjálfum sér fyrir svarið er hann greiddi við spurningu Sams. Það var eitt þessara svara, sem hrjóta af vörum manna án þess að þeir viti*af því. En það var banahöggið á sjálfs- virðingu hans, að hann afneitaði sinni eigin breytni, að hann laug — í áheyrn þeirra sem hann vildi að virtu sig og hann var sér þess meðvitandi að þeir vissu allir að hann laug. “Það var ekki eg sem hló að yður,” svar- aði hann. Hitt fólkið var löngu hætt að brosa. “Hvað — hvað heitið þér?” “Sam Moreland.” Hefði svarið verið eitthvað annað, hefði ungi maðurinn getað náð sér og sigrað í þess- ari sennu. En nú hrökk hann saman og starði á Sam með galopnum augum . Þetta var nafn, sem hafði óviðjafnanlega þýðingu fyrir hann. Hann hafði hugsað um það með sjálfum sér er hann var einsamall. Hann hafði heyrt söguna um skjólstæðing Hill- guards, en hann var alls ekki við því búinn að standa svona andspænis honum. “Eg er Leonard St. John,” sagði hann, “þér finnið Mr. Hillguard í lestrarstofunni.” Þetta var bara stundarsigur fyrir Sam. Veröld sú er hann hafði séð í draumum sínum var hrunin saman. Hann flýtti sér gegnum forstofuna, var næstum dottinn endilangur um gólfábreiðu er hann sá fólk, sem var að dansa horfa á sig hlægjandi eins og hitt fólkið hafði gert. En hann gat ekki framar boðið því byrgin. Eldurinn í brjósti hans var kulnaður út og skildi hann eftir dofinn og varnarlausan. Sam stóð í miðju hins mikla sals eins einmana og forðum er forlögin höfðu varpað honum upp á eyðiströndina. En á þessu beiska og dimma augnabliki braust sólin skyndilega fram úr skýjunum. Ung stúlka gekk skyndilega til hans. Hann gat ekki séð hana, þótt hann starði eins og blindaður á hana. Bros hennar var ekki fyr- irlitningarfult. Þetta var sólin, sem hann gat ekki horft í gegn, er hún braust fram á milli skýjanna. Hún ávarpaði hann en hann heyrði ekki til hennar. Hún snerti við handlegg hans og hendi en hann var tilfinnigarlaus. Hún leiddi hann gegnum stóran sal fram hjá mörgu fólki sem glápti á þau forviða og inn í hlýtt og fagurt herbergi. Þar stansaði hún og leit á hann. “Hirtu ekkert um þá drengur minn,” sagði hún, en er henni varð litið á hversu há- vaxinn hann var, endurtók hún: “Þér skuluð ekkert hirða um þá, en hvað — hvað er yður á höndum, herra minn?” Og nú leit hann á hana. Hún var ung, ennþá yngri en hann, en samt eins gömul og kynþátturinn hennar — hún var eilíf, hún var ódauðleg, hún var gædd styrkleika þess afls, sem hann hafði aldrei dreymt um. Og þetta var bara upphafið! Bara upphafið. Hún var bláeygð. Hann hafði aldrei séð neitt eins blátt, nema bláma himinsins í skýja-rofum. Hár hennar var gult, gljáandi og skein eins og gull. Þekti hann slíkan ljóma? Gat hann gleymt honum? Andlit hans ljómaði líka. Hann hreyfði varirnar og yfir þær streymdu einkennileg orð, sem hún skildi ekki fyr en löngu löngu síðar. En með- fætt kveneðli hennar sagði henni samt að þau væru eigi meiningarleysa. Hún var full- vaxin þótt hún væri aðeins nítján ára, og því skyldi hún ósjálfrátt það, sem vitsmunir hennar gátu annars eigi gripið. “Þú ert dóttir sólarinnar,” sagði hann blátt áfram og eðlilega. Hvorugt þeirra skildi þessa stund til fullnustu. Það var eitt þessara yfirnáttúr- legu fyrirbrigða, sem falla af himnum ofan. Orðin, sem streymdu yfir varir þeirra gátu eigi komið frá alsgáðum huga — á björtum morgni er kæmi eftir þessa leyndardómsfullu nótt. Hin hikandi orð er lýstu tilfinningum og draumum þeirra hefðu ekki getað verið mælt eftir svo skamma viðkynningu. En þarna, þetta kveld virtust þau eðlileg, sönn og óhjákvæmileg. Hin fyrsta viðkynning Sams og menn- ingarinnar hafði eins og yfirþyrmt hann. Hann var eins og mölbrotinn og bjargarlaus, og þessi Ijósálfur hafði bjargað honum — móður eðli hennar vaknaði er hún sá þessa einmana og yfirgefnu æsku. En á vissan hátt hélt hann uppi sókninni og það sem hún sagði var aðeins endurskinið frá þeim eldi, sem logaði í sál hans. Drengurinn, sem faðir hennar hafði sagt henni frá, hafði staðið fyrir hugskotssjónum hennar eins og æfintýra Prins, og ef til vill hafði hún þráð þessa sam- fundi þeirra. Þau voru bæði ung og róman- tísk. Hún var klædd bláum kjól, hreinn eins og litur loftsins. Hár hennar var gylt eins og sólin. Bros hennar var vingjarnlegt og blíð- legt. Hann hafði staðið aleinn, smábarn á eyðiströnd------ Hann stóð nú frammi fyrir henni og gat varla dregið andann. Hann neri augun eins og barn, sem vaknar af værum blundi. “Er þú í raun og veru?” spurði hann. “Já,” sagði hún eins og með ekkka, “eg er Júní—” “Júní”, ljómandi bros lék um varir hans. “Auðvitað ert þú Júní.” Og með rödd, sem titraði af geðshræringu bætti hann var í lág- um rómi: “Eg elska þig Júni, eg elska þig-”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.