Heimskringla


Heimskringla - 14.01.1942, Qupperneq 3

Heimskringla - 14.01.1942, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA WINNIPEG, 14. JANÚAR 1942 til áveituskurðir til að dreifa vatninu frá jökulsánum yfir kornræktarsvæðin. En þegar bómullarekrurnar komu til sögunnar líka, reyndist vatnið ekki nóg handa hvorutveggju. Nú fær Usbeskistan nóg korn frá Síberíu og ræktar eingöngu bómull. Og skurðirnir hafa verið auknir og endurbættir, svo að vatnið nýtist betur og er jafnframt notað til rafmagns framleiðslu. Fyrsta rafstöðin í Usbesgistan var bygð fyrir fá- um árum, eða 2 árum eftir að Usbeskistan varð ráðstjórnar- riki. Lenin kvað einhverntíma að hafa sagt: Byklting — það er alræði öreiganna og rafvirkjun fyrir alt landið. Skilyrðið fyrir því, að þjóðin hafi gott af að ráða yfir framleiðslutækjunum sjálf, er það, að þau séu full- komin og samkvæmt kröfum tímans. Aflstöðin, sem reist var við Bossu 1926 hafði aðeins fjórar litlar túrbínur, sem fram- leiddu 4600 kílóvatt alls, en eftir sex ár var aflið þrefaldað. Fuglinn Rok Til 1921 hafði fólkið í Us- beskistan ekki hugmynd um önnur samgöngutæki en úlf- aldann, hestinn og asnann. Það þekti ekki einu sinni vagna. Þó að veturinn stæði ekki nema rúma tvo mánuði voru sleðar notaðir allan ársins hring, þeg- ar þungavara var flutt. Fólk þekti ekki hjólið. En 1921 kom fyrsta flugvélin. Hún vakti auðvitað mikla furðu, en þó ekki uppnám eða óðagot, eins og búast hefði mátt við. Allir þektu gömlu þjóðsöguna um fuglinn Rok, sem hægt var að setjast á og láta fljúga með sig yfir fjöll og dali. Og þessvegna þótti eng- um tiltökumál, þó að menn sæ- ust koma út úr fuglinum. Fólk hafði að vísu hugsað sér hann öðruvísi. Svo komu bensíngeymar meðfram vegunum og bifreið- arnar fóru að bruna um landið. Fólk tók því líka með ró. Emír- inn hafði átt skrautlega úlfalda til ferðalaga og því skyldi þá ekki Lenin, sem var enn vold- ugri en emírinn, ekki eiga enn furðulegri dýr. Hvar, sem bif- reið kom í þorp hópaðist fólkið að og hafði með sér hey og vatn til að gefa bílnum. Norski höfundurinn Otto Luihn og þýzki blaðamaðurinn Kirsch hafa sagt margar skrítnar sög- ur af kynnum Usbeska af véla- menningunni. Fólki þótti það merkilegra, þegar það sá fyrsta hestvagn- inn. Það hafði heyrt sögur frá öðrum löndum ,um, 'að þar hefðu menn sleða á keflum, en það hafði ekki trúað þessu. — Þarna var vél, sem ekki var flóknari en svo, að fólkið gat skilið hana og það var stór hrif- ið af þessu hugviti. Samskon- ar hrifningu vakti fyrsta reið- hjólið, sem sást í Síberíu. Fólk þar hafði lengi þekt bifreiðar og flugvélar og vissi, að vél knúði þessi tæki áfram — en reiðhjólið hreyfðist vélarlaust! 1 Mið-Asíu var fólk afar hissa á, að reiðhjólin vlldu hvorki mat eða drykk. Fornaldarborgir í Tashkent, sem er víðlend- asta borg Asíu, voru fyrir tíu árum vatnsrennur í öllum strætum og þar tók fólk gult og leirblandið vatn til drykkj- ar og þvotta. Og þessar vatns- rennur voru sorpræsi um leið. Húsin voru lágir leirkofar og sneru bakhliðinni að götunni. Nú er komin fullkomin vatns- og sorpleiðsla í alla borgina og nú er hún böðuð í rafljósi, sem fólk þekti ekki einu sinni að nafninu til fyrir tuttugu árum. Nú er borgin í neon-ljósi frá auglýsingum verzlunarhverfis- ins og kvikmyndahúsanna, og nýtísku funkishús eru risin á rústum leirkofanna. Gistihús- in hafa öll nýtízku þægindi. En Samarkand, borg Timur Lenks og Alexanders mikla á sér enn merkilegri sögu en Tashkent. Árið 330 f. Kr. tók Alexander Samarkand og hélt þaðan síðar til Indlands. En löngu fyrir tíð Alexanders höfðu grískir lærðir menn tal- að um hin gömlu ríki Mið-Asíu, sem nefndust Sogdiana og Mar- giana. Þar bjuggu gamlar arískar þjóðir og trúðu á Zoro- aster. Rússneskir vísindamenn, sem hafa kannað fornsögu þessara landa hafa einnig fund- ið vitnisburð um annan átrún- að, sem er miklu eldri og stafar frá bernsku mannkynsins. Og í Pamir eiga einu óblönduðu aríarnir í veröldinni heima. Kýros Persakonungur hafði lagt landið undir sig á undan Alexander og fyrir hans tíma var þjóðin á háu menningar- stigi að því er séð verður af gömlum skilríkjum. — Þegar Alexander mikli var í Samar- kand hafði borgin nær eina miljón íbúa og Alexander sat þar um hríð áður en hann gerði Babylon að höfuðborg. Það var í fylliríi í Samarkand sem Alexander rak Kleitos vin sinn í gegn með sverði. 500 árum síðar, eða 200 e. Kr., lögðu kín- verskir hirðingjar landið undir sig og nú hófust áhrif mon- gólskra þjóða í Usbeskistan. — Kínverjar voru duglegir kaup- menn og öldum saman varð landið nú miðstöð verzlunar milli Austur- og Vestur-Asíu. Um 1000 árum síðar hófst ný öld. Arabar lögðu mndir sig landið og fluttu með sér mú- hameðstrú. Bróðir spámanns- ins, Hassim-ibn-Abbas er graf- inn í Samarkand og þessvegna er borgin heilög í augum mú- hameðstrúarmanna. Eldgam- all kóran, afar stór, sem geymd- urur er í kapellu Usbeskistan, þykir einn af mestu helgidóm- um Islams. Berserkurinn Djengis Khan fór yfir landið með herskara sína. Eftir hann kom Timur Lenk — þjóðhetjan mikla. — Nafn hans er enn á vörum allra Usbeska. Fólkið kann hvorki að lesa né skrifa, en minnið er í góðu lagi og þjóðsögurnar geymast vel. 1 Samarkand er talað um Timur Lenk, eins og hann hefði verið uppi skömmu fyrir rússnesku byltinguna. — Hann dó í Samarkand árið 1405 og er grafinn í veglegri kirkju, sem hann lét byggja sjálfur. Við höfðalag hans er grafinn kennari hans og til fóta einn af lærðustu mönnum þeirra tíma, stjörnufræðingur. Til vinstri handar er sonur hans og til hægri ráðgjafi hans. En fall- egasta húsið í Samarkand og máske allri Asíu er grafhýsið Bibi-Chanum, sem Timur Lenk lét reisa yfir uppáhaldskonu sína. Ekki fékk hún þó að hvíla í grafhýsinu, sem bygt var yfir hana, heldur í lítilli hvelfingu til hliðar. Islamstrúin kennir, að konan hafi ekki sál og megi þvi ekki hvílast í helgidómi. 1925 var fjölkvæni enn í Mið- Asíu og konur gengu kaupum og sölum. Konur urðu að ganga með slæðu — vef úr hrosshári — fyrir andlitinu og var það mest kvöl, þegar heitt var. — Konan var eign mannsins og alveg réttindalaus. Hefir sovét- stjórninni gengið illa að fá þessu breytt. Englendingar hafa ekki kært sig um að breyta fornum venjum í ný- lendum sínum, en Rússar vilja breyta þjóðum þeim, sem þeir ráða yfir, í tískuhorf. Nú eru konur jafnfætis körlum að lög- um um alla Mið-Asíu. Slæðan er ekki bönnuð, en þær konur, sem kjósa að vera án hennar, njóta verndar gegn árásum. í ráðstjórnunum eiga konur sæti eigi síður en karlar, og stúlk- urnar úr kvennabúrunum ganga nú á skóla og lifa frjálsu lífi. Það er hætt að byggja skrautleg grafhýsi yfir látnar| ambáttir, en í staðinn eru reist barnahæli, ellihæli, spitalar og skólar. Rússar byrjuðu að nema | land í Usbeskistan 1865, en ekki markaði sá innflutningur spor í lífi þjóðarinnar. Keisarastjórnin rússneska viðurkendi emírinn af Bochara sem þjóðhöfðingja og keisarinn lét sér nægja að taka skatta af landinu. Síðari emírinn, Olim Khan, sem var annálaður fyrir grimd, flýði 1920 til Dosjambe, sem nú heitir Stalinabad og hafði með sér auðæfi sín, en gat ekki flutt ambáttirnar. — Stofnaði hann nýtt kvennabúr í Dosjambe og tók í það falleg- ustu stúlkurnar í bænum, nauð- ugar viljugar. Nú starfa marg- ar fyrverandi “drotningar” úr kvennabúrunum á sjúkrahús- um og í verksmiðjum og þykir betra en áður. Eftir heimsstyrjöldina tóku Bretar landið til þess að verja Indland gegn þýzkri innrás i Indland. Emírinn var rekinn á flótta eftir langa viðureign, en Rússar náðu landinu. Eftir það lifði emírinn landflótta í Af- ganistan, en fangelsi hans, þar sem hann píndi fólk til dauða að gamni sínu, er nú þjóð- menjasafn. Nýr heimur Endurreisnarstarfið á þess- um slóðum er aðeins fárra ára gamalt, en það boðar nýja tíma. Gleymda landið á nýja framtíð fyrir höndum, og hin gamla höfuðborg Alexanders mikla verður höfuðborg á ný. 1 gamla daga risu bygðirnar upp kringum kirkjur og must- eri. Nú myndast þeir kringum verksmiðjurnar. Og verksmiðj- urnar eru reistar þar, sem ork- an og hráefnin voru fyrir hendi. Bómullaruppskeran i Usbeski- stan er unnin í verksmiðjum á staðnum. Og þarna fundust fyrir skömmu afar auðugar járn- og kolanámur, svo að þarna verða reistar málmsmiðj- ur, sem framleiða þann iðnað, sem Rússa skortir mest. Þar, sem úlfaldalestirnar mættust forðum, er nú miðdepill flug- leiðanna um Asíu. Þarna eru að rísa upp stórborgir. Síðan að kvenfólkið var leyst úr þrældómi er það næsta skrefið að gera fólkið læst og skrifandi. Hefir verið búið til nýtt latinustafrof handa þeim þjóðflokkum, sem ekkert rit- mál höfðu. Það eru enn marg- ar sveitarstjórnir í Usbeskistan, sem ekki halda neina gerðabók, því að enginn í hreppsnefnd- inni kann að skrifa. En það er altaf einhver, sem man vel og getur sagt eftir á, hvað gert hefir verið og úrskurðað. I nýju skólunum sitja gamlir bændur og ambáttir úr kvenna- búrunum hlið við hlið og læra að lesa og skrifa og furða sig á, hve stór og margbrotinn heim- urinn er. En fyrst og fremst er þó lögð stund á að kenna börn- unum. Konur í Usbeskistan höfðu þá hjátrú, að ekki mætti snerta við smábörnum. Þau voru lögð í umbúðir og látin eiga sig. Móðirin mátti lúta yfir barnið, þegar hún gaf því brjost, en ekki snerta það. Með slíkum óþrifnaði varð barna- dauðinn vitanlega ferlegur. Nú er mæðrunum kent á barna- heimilum, hvernig þær eiga að hirða börnin og hefir heilsu- farið stórbatnað síðan, en gamla fólkið hristir höfuðið yfir öllu nýja siðleysinu. Usbeskistan er alls ekki stjórnað sem nýlendu, heldur er það sjálfstætt land, og þó að fólkið hafi vefið á lágu stigi, þá tekst því furðu vel stjórnin. Usbeskistan hefir ekki verið sjálfstætt land nema í 15 ár og enn styttra er síðan við- reisnarstarfið hófst í landinu. En þarna í eyðimörkinni og á steppunum eru að rísa upp RANNS0KN UTSÆÐIS Bœndum er hérmeð boðið til að skilja eftir sýnishorn af útsœði sem þeir œtla sér að nota nœsta vor, hjá ein- hverjum kornhlöðu ráðsmanni Federal Grain Ltd., til rannsóknar án endur- gjalds. blómlegar borgir. Hinar gömlu menningarþjóðir Mið-Asíu eru að vakna af dvala. Tækniöld- in er gengin í garð í hinu gamla ríki Alexanders mikla og Tim- ur Lenks.—Fálkinn. JÓHANNA ÓLAFIA CARRIE 1883 — 1940 “Lifið er fljótt en þess lukka er svo kvik Lifsporið mjótt eins og þegj- andi strik Lífstarf og þróttur sem lýsandi ryk Leiftur um nótt eða haföldu blik.” Jarðneskar leifar Islendinga hvíla víðsvegar um víðan reit þessarar miklu heimsálfu, og ýmsir ganga til hvíldar langt um aldur fram, og gröfin þeirra gleymist íslendingum, margra þeirra er ekki minst í íslenzku blöðunum. Langar mig örfáum orðum að minnast þessarar konu, sem er horfin af sjónarsviði lifsins um aldur fram og sem ekki hefir verið minst í íslenzku blöðunum. Hún dó snögglega að heimili sínu i Cypress River, Man., 24. sept. 1940. Hún var fædd á Saurbæ i Kolbeinsdal í Skagafjarðarsýslu 4. okt. 1883. Kom hún vestur um haf með foreldrum sínum 1888. Kom til Winnipeg á afmælinu sínu er hún var 5 ára gömul. Foreldrar hennar voru Frið- rik Friðriksson Benjamínsson- ar og Ingibjargar Þorbergsdótt- ur hreppstjóra í Hattardal í Húnaþingi og kona hans Guð- laug Sesselja Pétursdóttir Guð- laugssonar Jónssonar prests á Barði í Fljótum, en móðir henn- ar var Jóhanna ólafsdóttir Jónssonar Þorleifssonar á Stór- holti í Fljótum. Er Guðlaug Sesselja systir Elinar Þiðriks- son á Steinstöðum í Nýja Is- landi, Stefáns Péturssonar er lengi bjó í Winnipeg (nú dá- inn) föður Herberts læknis, nú í flugher Breta, og þeirra systkina. Hún er komin yfir áttræt, en stendur enn í stríði lífsins sem hetja, enda hefir hún sýnt þrek og manndóm í harðri og langri lífsbaráttu, hefir ætíð verið hin mesta myndar kona. Lengst mun sú framliðna hafa verið í Winnipeg framan af árum, vann þar að staðaldri eftir hún fór að stálpast. Hún kom hér vestur nokkru áður en faðir hennra dó og stundaði hann í banalegunni, hann dó 22. júní 1925. Heimili þeirra ,var þá (og er enn) í Assiniboia ár d'alnum um 15 mílur norð- austur frá Cypress River, var þar landnám fjölskyldunnar. Um þetta leiti kyntist hún eftirlifand'i manni sínum, J. Alexander Carrie og giftust þau 16. júní 1926, bjuggu þá fyrst í því nágrenni, en síðan í mörg ár nálægt Stockton, Man. Voru þau flutt til Cypress River þorpsins nokkru áður en hún dó. Barna varð þeim ekki auðið en einn dreng fóstruðu þau, Leonard að nafni. Systkini hennar á lífi eru: Jón, Pétur og Jóhannes hér í þessu bygðar- lagi, Rósa (Mrs. Lewis) í Win- VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar reynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, jlept, 160, Preston, Ont. nipeg, og Snæbjörn í San Fran- cisco, Cal. Var hann um skeið í Bandaríkja hernum á Hawaii eyjunum og hlaut hann á þeim tírna heiðurspening fyrir skot- hæfni. Eru þau sytkini vel gefin og vönduð í allri fram- komu. Jóhanna sál. var dugleg og yel látin. Starfsvið hennar lá lítið meðal íslendinga, átti því lítinn þátt í ísl. félagsskap, en þar sem hún kom fram lagði hún gott til mála. Hennar er sárt saknað af vinum og ætt- ingjum. Þyngstur harmur var kveðinn að móðurinni, sem mörg sár hafa verið slegin á íangri æfi, en hún hefir jafnan tekið því sem að höndum ber sem hetja, með andlegum þroska og skilningi. G. J. Oleson Jens bókhaldari kemur heim, ljómandi af gleði, faðmar kon- una sína og segir: — Elsku Gudda, skrifstofu- stjórinn hefir fengið nýja stöðu! — Vertu ekki að fagna því. Það kemur einhver þursinn í hans stað. — Já, það er eg! Það er eg! AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department of Agriculture, Ottawa Honourable James G. Gardiner, M inister RÉTTILEGA FÓÐRUÐ SVlN OG UNDIRBÚIN FRAMLIEÐA BETRA Fóðrun svína krefst skipulagningar og nærgætni, ef hinn bezti árangur á að fást hvað viðvíkur skrokk- gæðum og hagnaði. Athugulir svínafóðrendur gera sér far um að blanda fóðrið með nægilegum holdgjafarefnum og málm- efnum, er fullnægir þörfum þeirra þannig, að þau nái tilætluðum skrokkþunga. Reynslan hefir sýnt, að þessi aðferð er nauðsynleg til þess að draga úr fóðurkostnaði og tryggja góð slátur- svín. Bændur, sem hafa í hyggju að nota hveiti til svína- fóðurs, ættu að blanda það með grófu korni nú þegar. Leitið frekari upplýsinga hjá Landbúnaðarráðuneyti fylkis yðar, Landbúnaðarskólanum, næsta Tilraunabúi eða Landbúnaðarráðuneytinu í Ottawa. 149 1 FLESK HANDA BRETUM

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.