Heimskringla - 14.01.1942, Blaðsíða 8

Heimskringla - 14.01.1942, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JANÚAR 1942 Snotur nýr hattur á nýja árinu Huglétti veitir þaá hverjum og einum að heilsa órinu nýja með þokkalegum Homburg hatti eða snotrum snúðug- barða eftir nýjustu tízku. — Veljið úr, og verið fyllilega ónœgðir, þessum höttum með EATON marki: EATONIA á RENOWN á % BIRKDALE á ■Karlhattadeildin, The Hargrave Shops for Men, á Aðalgólfi T. EATON C?, FJÆR OG NÆR MESSUR 1 ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Við guðsþjónusturnar í Win- nipeg verður umræðuefni prestsins “Internationalism and Religion” við morgun guðs- þjónustuna, kl. 11 f. h. en við kvöldguðsþjónustuna, “Verður trúin takmörkuð?” Sækið messur Sambandssafnaðar. • • • Útvarpsguðsþjónustcr Útvarpað verður sunnudags- morguninn kl. 11 f. h. 25. þ. m. frá Sambandskirkjunni í Win- nipeg. Þessi útvarpsguðsþjón- usta fer fram undir umsjón Únítara safnaðarins (ensku- mælandi) og verður á ensku. Útvarpað verður yfir stöðina CKY. • • • Séra Guðm. Árnason og Dr. og Mrs. Sveinn Björnsson frá Árborg voru stödd í bænum í gær í kirkjumála erindum. • * • Séra Halldór Jónsson og frú lögðu af stað í gær vestur til Wynyard, Sask. Séra Halldór messaði við báðar guðsþjónust- •urnar í Sambandskirkju s. 1. sunnudag. Kom kona hans að sunnan um sama leyti til móts við hann hér. I Wynyard dvelja þau um hríð, en hafa ráðgert að flytja vestur á strönd til Pt. Roberts í næsta mánuði. Er starfi hans í svip lokið hjá Sambandssöfnuðunum í Sask- atchewan, en eftir er vonast, að hann verði á komandi sumri aftur ráðinn þangað. Að því mun nú verið að vinna. Á sunnudagskvöldið var prestshjónunum haldið sam- sæti í samkomusalnum að messu lokinni. • • • Alaska-myndir Dr. Lárus A. Sigurðsson ferð- aðist til Alaska s. 1. sumar og tók hreyfimyndir af ýmsum stöðum sem hann kom þar á. Þær eru litmyndir og sýna náttúrufegurð Alaska í sínum eðlilegu litum, og hafa allir sem þessar myndir hafa séð dáðst mjög að þeim. Dr. Sig-1 urðsson hefir lofast til að sýna þessar myndir seinna í þessum mánuði í Sambandskirkjunni í Winnipeg til arðs fyrir sumar- heimilið á Hnausum. Einnig verður fleira á skemtiskránni sem öllum verður ánægja af. Hugmyndin er að setja engan inngang en að leita aðeins sam- skota. Þessi myndasýning og samkoma verður nánar auglýst siðar. • • • Hans Andersen, lögfræðing- ur frá Reykjavík á Islandi, er nám í alþjóðalö^im stundar í Toronto í vetur, lagði af stað frá Winnipeg í gær austur til Toronto, en hann hefir verið hér vestra yfir hátíðirnar að heimsækja frændfólk sitt. — Eignaðist Mr. Andersen hérj fjölda vina, enda er hann mað-j ur hinn viðkynnilegasti. Menta- braut á hann eina hina glæsi- legustu sér að baki heima, hef- ir lokið lögfræðinámi aðeins 21 árs gamall; talar hreina og fagra ensku. Hann er hár mað- ur vexti og myndarlegur á- sýndum, gáfulegur, hægur og kurteis í allri framkomu. — Fylgja honum héðan beztu ósk- ir kunningja hans. * • • Mr. E. E. Vatnsdal, bóndi frá Smeaton, Sask., kom til Winni- peg s. 1. fimtudag, frá Portage La PraiHe, en þar hefir hann dvalið um þriggja vikna tíma hjá dóttur sinni, Mrs. F. M. Bjarnason. Hann hélt daginn eftir til Dakota, í heimsókn til sonar síns Theodórs að Hensel. Eftir nokkra daga viðdvöl þar, fer hr. Vatnsdal vestur, fyrst til Oregon, en þar er tengdasystir hans Anna Vatnsdal og síðan til San Diego. Eru tvær dætur hans og tveir synir þar búandi. Heim til Smeaton, Sask., bjóst hann aftur við að verða kom- inn í byrjun apríl mánaðar. * • • Afmæli stúknanna “Heklu” og “Skuldar” verður haldið næstkomandi fimtudag, 15. jan. 1942 í G. T. húsinu á Sargent Ave. Til skemtana verða ræð- ur og söngur. Ennfremur verð- ur drukkið kaffi. Stúkurnar búast við, að allir Goodtempl- arar og boðnir vihr þeirra sæki afmælið. • • • Séra Egill Fáfnis frá Glen- boro, var staddur í bænum s. 1. viku. Erindi hans til bæjarins var að skira ungan frænda sinn, son Dr. Eggerts Stein,- Þórssonar og frú Gerðu Jónas- dóttur konu hans; nafn unga sveinsins er Óttar. • • • Lynn G. Grímson, Assistant Attorney General í North Da- kota, hefir verið kallaður til herþjónustu og byrjar nám á herforingja skóla í Fort Ban- ning, Georgia, 24. jan. Hans embættisbræður héldu honum gildi að skilnaði með gjöf og góðum óskum en embætti sitt fær hann þegar hann kemur aftur. Kona hans og dóttir, Janet, dvelja hjá foreldrum hennar í Minneapolis, fyrst um sinn. Foreldrar Lynns, dómari og Mrs. Grímson búa í Rugby, N. Dak., en bróðir hans, Dr. Keith S. Grímson í Chicago. • • • Laugardagskvöldið, 10. þ. m. gifti séra Phlipi M. Pétursson að hiemili hans, 640 Agnes St., Jóhann Sigurð Sölvason og Dorothy Ragnheiði Halldórson, sem eru bæði ættuð frá Wyn- yard, Sask. Brúðguminn er sonur þeirra hjóna, Sigurð Sölvason og Jóhönnu Stefáns- dóttur en brúðurin er dóttir Óla Júlíus Halldórssonar og Láru Goodman konu hans. — Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður hér í Winnipeg. • • • Line Elevators skora á stjórnina að skorða hveitiverð við $1.26 The north-west line elevators ASSOCIATION hefir sent enn eitt erindi til Ottawa og skorað á hlut- aðeigandi stjórnarvöld að athuga hve van- hluta hveitibændur verða vegna afskifta hennar af hveitiprísa skorðum. THE LINE ELEVATORS fylgja þvi fram við stjórnina, að verð á hveiti vestan- lands yerði skorðað við $1.26 bushelið, miðað við No. 1 Northem afhent í Mont- real. Með því myndi hveitiprísinn í Fort William og Vancouver verða hér um bil $1.15 bushelið, í minsta lagi. BÆNDUR sem vilja kynna sér erindi nefnds kornsölufélags um þetta efni, leiti til fulltrúa Line Elevators í sinu Fund heldur þjóðræknis- deildin Frón mánudaginn 19. janúar í G. T. húsinu. Þar fara fram margvíslegar skemtanir. 'Aðalræðumaður þetta ( kvöld verður Bragi Freymóðsson. Fundur byrjar stundvíslega kl. 8 e. h. — ekki 8.15 eða enn seinna. Menn eru beðnir að gæta þessa og koma í tíma. • * • Aðferð Grikks er ekki ný; óþörf senda skeyti. Hver hefir sett r-ið í óðarsmiðar heiti? (Sbr. síðasta tölubl. Lögb.) Gefðu ekki um, þótt gaman sé, að gabba þér snjallari, og gubbaðu ekki, greppur, spé gerfinafns í vari. bygðarlagi. LINE ELEVATORS ASSOCIATION Dr. G. J. Gustafson, Ph. T. D. ISérfrœðingur í raflœkningum • 701 Confederation Life Bldg., Winnipeg. Andspænis City Hall Sérfræðingur á kvilla í hörundi, blóðí, taugum, liðamótum, slímhúð höfuðbeina, lendagigt, læragigt, gigtarkvillum. Sér- jft stök athygli veitt augum, eyrum, nefi, koki, blóðþrýsting, æða- § hnútum, fótaveiki. — Hittist 10—12 árd. — 2—4 síðd. Blaðið Wnnipeg Free Press segir: “Canada hamrar á Hitl- er.” Og svo verður Hitler einn- ig var dálítillar fífugolu frá Rússum. • • “Það eru skárri launin, sem Líndal dómari hefir, $6,200”, er Heimskringlu skrifað. En, minn kæri, þetta er ekki rétt með farið. Laun héraðsdóm- ara eru $6,500! MARÍA MARKAN SINGS FIRST ROLE AT METROPOLITAN By Francis D. Perkins After three appearances in Sunday night concerts, Maria Markan sang her first complete role at the Metropolitan Opera House yesterday evening as the Countess in the season’s fourth performance of Mozart’s “Le Nozze di Figaro.” Mme, Markan, who has been heard as the Countess in the Glyndebourne festival in Eng- land, sang the role yesterday as one who knew the music but was not entirely familiar with her surroundings; the ruffling of her voice in her first aria, “Porgi amor”, could be assign- ed to nervousness attending what was a virtual Metropoli- tan debut. Later, with occasion- al exceptions, the tones were steady and the singing was generally expressive and mu- sicianly in its freedom.The tone quality had it unevennesses; the best top notes were clear and firm, but rather hard, the middle register was generally appealing, but here the timbre was sometimes veiled, and the tone production did not always give a sense of ease. She could be credited with generally well wrought dynamic shading in a vocal performance which gave suggestions rather than a con- clusive demonstration of what may be expected from her in later appearances. Mme. Markan’s acting gave an impression of stage experi- ence and her performance fit- ted well into the general stage picture and revealed the moods of the character, although her make-up and costume some- times suggested a seniority not corresponding to her actual twenty-six years. The audience gave her a very cordial wel- come.—Herald Tribune. "FIGARO' IS PRESENTED Maria Markan, Icelandic so- prano, made her first operatic appearance at the Metropoli- tan as the Countess in last night’s performance of Mozart’s “The Marriage of Figaro”. The artist had been heard previous- ly this season at two of the company’s sunday evening con- certs, but had not before been allotted a stage role at the house. Miss Markan has essayed the Countess’s music in Germany and in Denmark before she was chosen by Fritz Busch to sing it under his direction at the Glyndebourne Festival in England. In spite of this ex- perience in the work she was obviously too nervous to do herself full justice last night. It was doubtless due to this circumstance that in the two solos, “Porgi amor” and “Dove sono” as well as in the only other chief number assigned the Countess, the “Zephyr” duet with Susanna, Miss Mar- kan’s tones were consistently marred by a pronounced tre- molo and often wandered from pitch. In the ensembles and the re- citatives elsewhere during the opera Miss Markan had herself under better control, with re- sultant gain in vocal steadiness and correct intonation. —New York Times. Lf FSSPEKI ROBERTS INGERSOLL Frh. frá 5. bls lífsins. — Eftirtektin myndast jafnskjótt og þarfir þess, óskir og eftirlanganir skapast. Hinir björtu og tælandi litir ljóss og loga vekja athygli á sér, en meðfædd varkárni og smávax- andi dómgreind benda á óþekta hættu. Látið kassa í Kœliskápinn WvmoLa Æ GOOD ANYTIME Áður en raddbönd og tunga hafa öðlast fullkomna starfs- hæfileika, skapar eftirhermu- hneigðin nýtt tungumál, að vísu broslega skrítið, en það stendur til bóta. Hugsanir fæðast hálfskapaðar og van- skapaðar, meðan skilningurinn hefir ei náð tökum á viðfangs- efnum dagsins. Smám saman fær hugurinn gleggra og fast- ara form, og innan skamms tíma er hugmyndin um rétt og rangt gróðursett. Samhygð með olnbogabörnum heimsins vaknar, og tárum er úthelt vegna manna og málleysingja, er saklausir líða. Hagaðu ekki uppeldi barns þíns eftir gömlum og úreltum fyrirmyndum. Gef því nægilegt andlegt ljós og loft; ver rétt- látur og sanngjarn og innræt því að stefna upp og áfram, til ljóssins og lífsins. Gleym ekki að réttur þess er jafnhár þínum; útrým þeirri skoðun, að þér beri að skipa, en því að hlýða. Lít á kenn- inguna um yfirmann og undir- gefinn sem úrelta kreddu í upp- eldismálum. Lát barn þitt hafa fult frelsi, þá mun það kappkosta að líkj- ast þér í háttum og siðum. Ef þú aftur á móti ætlar að neyða það með harðri hendi til hinna sömu hluta, þá rekur þú þig á eitthvað voldugt og sjálfstætt, SARGENT TAXl 7241/2 Sargent Ave. SIMI 34 555 eða 34 557 TRUMP TAXI ST. JAMES er neitar að hlýða svipunni; það er einmitt eitt af gæfu- ríkustu fyrirbrigðum mann- legrar náttúru. Barnið ann hinu skáldlega, leyndardómsfulla og stórfeng- lega. í þess heimi er ekkert samband með orsök og afleið- ing. Álfkonan veifar hendinni og konungssonurinn kemur. — Einföld ósk færir tafarlaust þráðann hlut, og jarðfastar staðreyndir verða háðar vernd- argripum og töfrum. Einstakl- ingurinn lifir lífi heilarinnar, og barnið er heillað af afrekum samtíðar sinnar. Innræt barni þínu að heim- ilið er staðurinn sem gerir það hamingjusamt. Kenn því enn- fremur, að hver sem ekki vill vinna, en lifir á annara erfiði, er óheiðarlegur maður, hvort sem hann er keisari eða ræn- ingi. Framh. • * • Útvarpað verður frá Fyrstu lútersku kirkju á íslenzku sd. 18. jan. kl. 7 e. h. yfir stöðina CKY. FUNDARB0Ð Ársfundur Sambandssafnaðarins í Winnipeg fer fram sunnudagana þann 1. og 8. febrúar ncestkomandi, eftir guðsþjónustu. Kosning embœttismanna. skýrlur og fleira. i; B. E. JOHNSON, forseti ;; D. BJÖRNSSON, ritari i KAUPGJALDS SK0RÐUR MEÐAN STRÍÐ STENDUR Fyrriskipanir til canadiskra vinnuráða og verkafólks um kaupgjald meðan stríð helzt og dýrtíðar uppbót samkvœmt tilskipun stjórnarráðs 8253. SÚ tilskipun Dominion stjórnar — sem sam- kvæmt lögum um stríðs ráðstafanir skorðar kaupgjald og kveður vinnuráða til að greiða dýrtíðar uppbót—gerði ráð fyrir skipun nefnda, eina fyrir land alt (National) og eina fyrir hvert fylki (Regional), til að fylgja fram stjórnarinn- ar vilja og tilætlun. Verkasvið þjóðnefndar Erindi skulu stíluð til The Secretary, National War Labour Board í Ottawa, frá þeim sbm ráða verkum og þeim sem verkin stunda í eftirtöldum atvinnugreinum: (1) rekstur gufu eða annara skipa eftir áætlun, járn- brautir, skipasíki eða símar, ásamt öllum störfum sem að þeim lúta, innan fylkja eða utan eða milli fylkja. (2) flutningar með loftförum, bílum er flytja fólk eða þunga, innan fylkja eða utan eða milli fylkja. (3) rekstur raforku vera eða raforku flutnings innan fylkja sem utan eða þeirra á milli. (4) námuverk; (5) skipasmíðar; (6) allar framkvæmdir í Yukon eða Northwest Terri- tories. Verkasvið fylkjanefnda Þeir sem ráða vinnu og þeir sem fremja verk í öðrum atvinnugreinum en nú voru taldar skulu stíla nú erindi til Regional War Labour Board % hlutaðeigandi fylkis stjórnar. Tilskipunin mælir svo fyrir, að enginn verkveitandi megi færa úr skorðum hinn lögboðna kaupgjalds taxta, að viðlagðri laga refsingu. Ágrip af áminstri tilskipun með úrskurðum . eru í Bulletin No. 1, útgefinni af þessari nefnd, National War Labour Board, til leiðbeiningar, sem fæst með því að snúa sér til hvaða Regional War Labour Board sem vera skal. HUMPHREY MITCHELL Minister of Labour and Chairman The National War Labour Board Ottawa, Canada, January 12, 1942

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.