Heimskringla - 14.01.1942, Qupperneq 7
WINNIPEG, 14. JANÚAR 1942
HEIMSKRINGLA
* 7. SIÐA
Ferðahugleiðingar
Eftir Soffonías Thorkelsson
En mér fanst sem fósturjörðin ekki fagna komu minni með
neinni blíðu, sem ekki var heldur að vænta, því eftir að hún
hafði veitt mér gott uppeldi og komið mér, sem kallað er, til
manns, hafði eg flutt mig til annarar heimsálfu og slitið kröft-
um mínum þar í þrotlausu striti og nú var eg að koma heim
til hvíldar. Veðrið var kalt þennan morgun, og eg fann ekki
mjög til þess, því eg átti nógan innri yl til að vega á móti því.
Engin tunga getur lýst því hvað móðurskautið er þeim mjúkt
sem það þrá, og vissulega fann eg til þess við landsýn þennan
morgun að ljóðalínur skáldsins Þ. Þ. Þorsteinssonar voru sann-
ar og vel sagðar. Hann þekkir það af eigin reynd, og gat líka
komið orðum að því tilfinningalífi sem hreyfir sér hjá öllum
sem eru fjarverandi föður foldu fyrir lengri tíma. Gott eiga
skáldin, þau geta málað hugsanir sínar þeim litum sem aðrir
skilja. En niðurlags vísan í löngu og ágætu kvæði er svona,
og grafi hver í eigin barm hvort hún finnur ekki bergmál
hennar:
Sú mold er magni blandin.
er maður fæðist af.
Hún á þig eilíflega,
hún allan mátt þér gaf.
Þar sjálfs þín sál þú finnur
og sælu drekkur teig.
Úr íslands yngi lindum
mér eina færðu veig.
En þar bað skáldið um meira en hægt er að veita. Það
getur enginn svalað annara þorsta með því að drekka sjálfur,
og heldur ekki fært föðurlands veigarnar öðrum.
Aftur er eg búinn að gleyma ferðinni í flaumi hugleiðinga
minna. Eg var sem sagt í hvinandi roki um borð á góða skipinu
Dettifoss inn Faxaflóa. Hann lá mjög á hléborða hliðina vegna
vindhæðar og kviku. Kom mér þá til hugar snjallasta sigling-
ar vísan er eg kunni, hún er eftir löngu liðinn Eyfirðing, Árna
Jónsson frá Stórahamri:
Öslaði gnoðin, beljaði boðinn,
blikaði voðin, Kári söng.
Stýrið gelti, aldan elti,
inn sér helti á borðin löng. \
Þetta getur maður kallað hagmælsku. Þvílíkur hrynjandi!
Eftir hann eru þó ekki til nema 2 vísur það eg veit til.
Inn undir botni Faxaflóa stendur Reykjavík, sem stafur á
bók en sézt ekki fyr en að henni er komið, eða inn fyrir Sel-
tjarnarnes; er það bæði að það skyggir á og einnig eyjarnar er
mynda ytri höfnina Engey og Akurey. Er það tilkomumikil
sýn, er skipið rennir sér inn á mlli eyjanna og bærinn blasir við
í hinum víðfeðma fjalla hring. Fyrst skal fræga telja Esjuna,
er St. G. Stephansson sagði í kvæði, að væri að lesa bænir
ofanlút. En eg gat ekki séð neinn bænasvip á henni þennan
morgun. Hún er að sönnu tiguleg og hnarreist eins og höfð-
inglegur kvenskörungur, en hlýleg fanst mér hún ekki, hvít og
grá undan vetrinum og yfirstandandi illviðri. Næst henni eru
Hvalfjarðar fjöllin, er eg man ekki hverju nafni nefnast; eru
þau líka falleg og sérstaklega einkennileg fyrir strítmyndaðan
topp sem upp úr þeim stendur.
Þá er Snæfellsnes á aðra hönd með fallegum fjallaklasa
með Snæfellsjökli á toppnum og er hann eitt af því fegursta er
sézt frá Reykjavík í heiðskíru veðri, og blóðrauðir og purpura
rauðir sólseturs geislarnir spegla sig á ísbungum hans, og hreif
sú sýn mig oft og eg held hún hljóti að geta hrifið alla sem
auga hafa að sjá með og tilfinningu fyrir fegurð náttúrunnar.
Hin fjöllin, er mynda hring í útsýni höfuðstaðarins, þótt
sum þeirra séu í mikilli fjarlægð, þá prýða þau þó mikið
Akrafjall, Hengillinn, Vífilfell, Bláfjöllin, Langahlíð og Keilir.
Þegar við komum inn á ytri höfnina, var komið fram undir
miðjan dag og urðu farþegar því fegnir að komast úr sjóvolk-
inu, eftir næstum því þrettán sólarhringa ferð. Það er ekki
laust við að svo langar sjóferðir séu þreytandi, þótt veður séu
góð. En það er eins og gengur og gerist á hafinu, að veður eru
misjöfn, sérstaklega að vetrinum eða fyrripartinn í apríl.
Vissulega hafði okkur liðið vel á skipinu og aldrei hefi eg
ferðast með neinu fari sem fer betur í sjó en Dettifoss gerir,
eða fer betur með farþega, því meðal annars eru vélarnar með
þeim ágætum að af þeim finst varla nokkur titringur og er það
geysi stórt atriði fyrir alla, en þó sérstaklega fyrir þá sem eru
breyttir eða taugaveiklaðir.
Eftir að inn á ytri höfnina var komið, hélst enn sama stór-
viðrið og lagðist skipið þar við akkeri og beið eftir lækni og toll-
bjónum, þeir sögðu varla stætt veður í landi, og var því ekki að
Undra þótt okkur fyndist hann hvass í birtinguna á Faxabugt-
ibni. Stúlka, sem eg þekti lítið eitt er eg mætti um daginn í
iandi, sagðist ekki hafa getað sofið þá nótt fyrir látunum í veðr-
inu, en beðið guð að gefa það að engir væru á sjó í svona veðri.
Vissulega vel meint af henni, en það er alveg víst að engin er
sá dagur eða nótt í árinu, hvað ömurlegt sem veðrið er, að ekki
séu mörg skip á sjó, stærri og smærri, við strendur landsins;
bvi fer nú oft sem fer að ekki verður farið í land á svipstundu
bó hvessi, en sjómenn eru öllu vanir og segja: “Nú jæja, það
flýtur á meðan ekki sekkur.” Það fylgir stöðu þeirra að vera
hetja og eru undir það búnir að mæta hverju sem er, íslenzku
sjómennirnir. En meira um þá seinna.
Skipstjóri sagði veður of hvast, að fara með skipið inn á
innri höfnina og vorum við óþolinmóð að komast í land. En
hvað gerði það til þótt við tefðumst nokkuð, við vorum komin
heim til fyrirheitna staðarins og gátum tekið undir með einu
af góðskáldum okkar Vestmanna:
Þótt að húmið hylji lönd
heljar greipum stríðsins anda,
hugheil vina og bræðra bönd
báru mig til æsku stranda.
Eg vissi að eg átti bæði vinarhönd og vinar bönd í landi er
biðu mín á hafnarbakkanum og hálf leiddist mér biðin, en á
meðan var eg að virða Reykjvík fyrir mér, reyna að ná af henni
heildar mynd í hugann, sem eg gleymdi ekki. Og einnig að
kveðja og þakka skipsfólkinu góða kynningu og alúðlega þén-
ustusemi. Og ekki mátti eg gleyma því, að þakka Dettifoss
flutninginn og hitt hvað hann fór vel með mig, ágætis skip
undir ágætri stjórn og get eg ekki við skipið og fólkið skilið
svo að eg minnist þeirra ekki litillega í þessum endurminninga-
hugleiðingum mínum; eg vonast til að ykkur leiðist ekki að
lesa um þá, sem hafa myndað lífstaug lands og íslenzku þjóð-
arinnar, og fært henni þá blessun í bú er hefir gert henni
mögulegt á síðustu áratugum að hefja bráðþroska verklega
menningu, og sjá eigin fari farborða fjárhagslega í gegnum
tvær heimsstyrjaldir. Framh.
- NAFNSPJOLD -
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldg.
Skrifstofusími: 23 674
Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
& að finna á skrifstofu kl. 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
Talsimi 33 158
Thorvaldson & Eggertson
LögfrœSingar
300 NANTON BLDG.
Talsiml 97 024
ENGLISH SECTION
A column sponsored by the Junior Icelandic League.
Address all contributions to Secretary Junior Icelandic
League, 558 Sherburn St., Winnipeg.
THE ICELANDIC
CHRISTMAS
By Mrs. S. Lindal
Christmas can be likened
unto a river into which have
flowed tributaries from every
side — from the most varied
religions and diverse civiliza-
tions and pagan customs —
mingling their waters so that
it is quite hard to discover the
far away springs where they
had their beginning. But up in
lonely remote Iceland dwells a
nation with a thousand years
of unbroken tradition.
Their Christmas has refiected
almost every phase of thought
and feeling from crude magic
and superstition to speculative
mysticism, from paganism to
the mystical philosophy when
the nativity is viewed as a type
of birth of God in the depths of
man’s nature. The yuletide ob-
servances there, as elsewhere
seem to have had at the begin-
ning but little relation to the
Nativity but to be a survival
from the old Norse festival of
the Feast of the Winter Sol-
stice or lengthening day, when
the sun began tó rise to new
vigor after his autumnal de-
cline.
They did not consider Yule
as a single feast day but as a
period of midwinter festivities,
sometimes of a duration of
thirteen days sometimes twen-
ty-one days. Supernatural be-
ings like goblins, ghosts and
the hidden folk used to come
and visit the homes of mortals
the night before Christmas and
old years eve and they had to
be appeased by various offer-
ings. This belief was not un-
natural as at this midwinter
season of darkness and howl-
ing winds and raging storms,
men could easily imagine that
they saw mysterious shapes
and heard voices of dread be-
ings whom the living shun. The
expectations of uncanny visi-
tors called for a house spot-
lessly clean and with as little
as possible about on which
they could work mischief. The
day before Christmas the whole
house was cleaned, scrubbed
and scoured, dusted and swept
and a lamp or candle was plac-
ed in every nook or corner.
The mistress of the house
next invited any unseen or sup-
ernatural being who might be
around to visit her house, pro-
vided they came with a friend-
ly motive. Tables were set
with food for them in case
they were hungry. This was
done both the night before
Christmas and old years eve-
There was a prevalent belief in
witchcraft, magic spells and
charms which mixed t'hem-
selves in strange ways with
Christian worship.
In Iceland and in þlaces
where the Icelanders emigrat-
ed it used to be the custom to
let candles or lamps burn all
night unti] the sun rose, as if
by any chance the lights went
out some dire calamity would
befall the family during the
ensuing year. Light was also
supposed to ward off witch-
craft. These superstitions may
have originated from the love
of light, shutting out the dark-
ness, as the yule log in pagan
times was used to give out
welcome warmth and light in
the midwinter cold.
When the house had been
cleaned and lighted up, which
had to be finished before six
o’clock the evening before
Christmas and all doors of
stables and cow houses and
sheep pens securely fastened
as malignant spirits might kill
the animals or any one in there,
all the household gathered to-
gether in the living room for
family worship. After this
those assembled greeted each
other with a kiss wishing each
other happiness and exchang-
ed presents. There were no
Christmas trees used in Ice-
land but every one received a
present. Children tried to be
as good as possible before
Christmas so they would re-
ceive a present, as any one not
receiving one was taken by the
black yule cat, who having no
soul was unable to receive the
gift of God, — peace on earth
and good will towards man-
Office Phone
87 293
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hohrs:
12—1
4 P.M.-6 P.M.
AND BY APPOINTMENT
Dr. S. J. Jóhannesson
215 RUBY ST.
Beint suður af Banning
Talsimi 30 877
Viðtalstimi kl. 3—5 e.h.
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími: 26 821
308 AVENUE BLDG.—Winnipeg
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 Somerset Bldg.
Office 88 124 Res. 27 702
ÞÝZKUR KAFBÁTUR GEFST UPP FYRIR FLUGFÖRUM
OG ER FLUTTR TIL BREZKRAR HAFNAR
Á mynd þessari er þýzkur kafbátur, sem gafst upp
fyrir árásum brezkra flugskipa. Var kafbáturinn þá
fluttur til brezkra hafna. Á dekkinu sjást kúluförin eftir
byssur flugvélanna. Skip úr brezka hernum kom á vett-
vang eftir að kafbáturinn hafði verið 13 klukkustundir
fangi flugliðsins og togaði hann til hafnar. Leikurinn
gerðist á Atlanzhafinu.
kind. Then they had their sup-
per. The main Christmas food
was boiled smoked mutton, rice
boiled in milk with raisins,
sugar and spices and various
kinds of bread and cake made
from white flour. Rye and
barley being the chief grains
then grown in the north, white
flour was considered a deli-
cacy. A special effort was made
even in the houses of the very
poor to prepare better food
than usual at Christmas and
even the animals were better
fed as all creation was suppos-
ed to rejoice at Christmas time.
All business, be it public or
private, was forbidden during
| feast days and onFy work of ut-
| most importance such as cook-
j ing meals and attending to ani-
^ mals allowed. From six o’clock
|the eve before Christmas until
t six Christmas day no other
iwork must be done. At mid-
! night before Christmas day, the
• people went to a service in the
! parish church. A third service
(was held in the church on
Christmas morning. Thus
there was family worship at
home in the evening, church
service at midnight and an-
other service Christmas morn-
ing. Every man, woman and
child who could possibly go to
church did so. The night be-
fore Christmas while the peo-
ple were in church one man
was left to take care of the
home. He was very often found
dead on their return, having
been killed, according to old
folk tale, in a most gruesome
manner by some ghost return-
ing to visit his former home or
neighborhood. Needless to
lsay every one preferred going
to church to staying at home.
Christianity contending with
paganism forbade dancing and
card playing at Christmas. If
there was dancing in a church
it invariably sank with all the
people. Likewise if there was
card playing at Christmas,
there would, before very long,
turn out to be one too many
face cards, which meant the
devil had taken a hand in the
M. HJALTASON, M.D.
ALMENNAR LÆKNINGAR
Sérgrein: Taugasjúkdómar
Lætur útl meðöl í viðlögum
Viðtalstlmar: kl. 2—4 e. h.
7—8 að kveldinu
Sími 80 857 643 Toronto St.
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um útfar-
ir. Allur útbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phone 86 607 WINNIPEG
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave., Phone 27 989
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding & Concert
Bouquets & Funeral Designs
Icelandic spoken
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 Grenfell Blvd.
Phone 62 200
THE WATCH SHOP
THORLAKSON & BALDWIN
Dlamond and Wedding Rings
Agent for Bulova WaÆches
Marriage Licenses Issued
699 SARGENT AVE
game which then ended with
some great catastrophe.
Out of the early paganism,
Catholicism and a deep con-
sciousness that a supreme pow-
er or essence of life guided and
governed them and the uni-
verse, the old Icelanders evolv-
ed a philosophy of life that
made them value véry highly
friendship, perseverance, cour-
age and honor. It is to be hoped
that future generations of Ice-
landers in Canada, when mingl-
ing their traditions with the
varied influences that make a
Canadian Christmas, will try
to keep ever uppermost the
ideals which our forefathers
cherished most, that they may
continue to keep Christmas
the chosen seasons of family
reunions, of happy visits, of
peace on earth and good will
and universal joy in the broth-
erhood of man.
Ljósmyndarinn: Nú ætla eg
að biðja yður að brosa til kon-
unnar yðar!
— Þér eigið að taka mynd-
ina, en eg hefi ekki beðið yður
að sletta yður fram í einkamál
hjónanna.
Hljómplata
“Draumalandið”, eftir Sigfús
Einarsson og “Svanasöngur á
heiði”, eftir Sigvalda Kalda-
lóns. Sungið af Maríu Mark-
an. Hljómplata þessi er seld á
aðeins einn dollar, ($1.00). Alt
sem selst af þessari ágætu
hljómplötu, gengur til “Rauða-
kross Islands”. Pantanir send-
ar hvert sem óskað er. Póst-
gjald 25^ fyrir eina plötu, 35tf
fyrir tvær. Vinsæl lög. — Vin-
sæl og fræg söngkona. —
Styðjið gott málefni.
Björnssons Book Store
702 Sargent Ave., Winnipeg