Heimskringla - 25.03.1942, Page 1

Heimskringla - 25.03.1942, Page 1
4----—-------------- The Modern Housewife Knows Quality That is Why She Selects “CANADA BREAD” “The Quality Goes in Before the Name Goes On” Wedding Cakes Made to Order PHONE 33 604 i---------------——- ■ ALWAYS ASK FOR— “Butter-Nut Bread” The Finest Loaf in Canada Rich as Butter—Sweet as a Nut Made only by CANADA BREAD CO. LTD. Phone 33 604 LVI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN,, 25. MARZ 1942 <' HELZTU FRÉTTIR * * Stríðið Ástralía: 1 síðustu viku var sagt frá för Douglas MacArth- urs til Ástralíu til að takast þar á 'hendur herstjórn. Síðan hefir mikið gerst i Ástralíu. Um miðja s. 1. viku hófu Ástraling- ar flugárás á iher Japana í Nýju Guineu og öðrum eyjum. Var það ein hin mesta sigurför sam- bandsþjóðanna í strlíðinu. Flug- förin komu Japönum í opna skjöldu þar sem þeir voru að setja lið á land í Nýju-Guineu og söktu eða eyðilögða fyrir þeim 23 skip; voru ein 10 eða !2 af þeim iherskip, tundur- spillar. Einnig voru 3 flugför skotin niður. í þessari svaðil- för mistu Astralingar aðeins eritt flugfar. Hafa Ástralingar siðan gert Japönum nokkrar skráveifur og er nú eftir vik- una talið að Japanir hafa tap- að um 40 skipum og nokkuð fleiri flugskipum. Hefir þessi skellur vonandi dregið úr sókn Japana um tíma að minsta kosti; verði nú Ástralingum veitt sú aðstoð, sem þessi hern- aðar-framkoma þeirra verð- skuldar, gæti svo farið, að Kyrrahafssigrum Japana fækk- aði úr þessu. Það er að minsta kosti það sem almenningur vonar, að nú verði ekki legið á liði sínu. Burma: Á Burma herstöðv- unum, var sagt í gær, að Jap- anir hefðu heldur haft betur, brátt fyrir þó varnarlið sam- bandsþjóðanna virtist þar dag- ana áður vera komið í sóknar aðstöðu; berjcist nú Kínverjar þar með Bretum. Um stríðið þarna má þó segja, að hvorki reki né gangi. Rússland: Rússar halda enn uppi sókn á öllu stríðssvæðinu. f^eir hafa nú slegið skjaldborg um Kharkov og eru 200,000 Þjóðverjar þar innilokaðir og eiga sér ekki undankomu von. Préttir síðustu dagana halda Kússa að nokkru nú sezta um Novgorod. Féllu einn daginn bar 1800 af Þjóðverjum. Tapi ^jóðverjar þeirri borg, er það hiikill hnekkir sókn þeirra á Uorður-vígstöðivunum og við Leningrad. í gær var S fréttir fært, að ^jóðveja hefðu komið með bálfa miljón manna af nýju liði frá öllum löndum Evrópu °g ætlað að hefja sóknina á ^loskva. En Rússar voru við bví búnir og lið það hefir ekki heitt unnið á enn sem komið er. Er nú sagt, að f jórir fimtu af öllu liði Hitlers sé í Rússlandi. Kr ilt til þess að vita, að ekki skuh vera hægt að draga að ráði úr þeirri sókn hans á þenn- an samherja sambandsþjóð- unna. Libya: Þar gengur í sama bófinu og áður; engin breyting ^rá þvi síðustu viku. Bataan: Á Bataan-skaganum a Luzon-eyju, sem er það eina, s®m nú er ekki í höndum Jap- ana af Philipseyjunum, berst bð MacArthurs ennþá. Japanir &afu liði þessu kost á að gefast UPP um síðustu ihelgi. En liðið báði ekki boðið. Það berst er* *nþá, sem það gerði, meðan MacArthur var þar og hefir sfaðið af sér einar tvær hrotta arásir Japana. Það skildi ekki að því koma, að foringi Jap- ana> sem þarna sækir nú á, eftir að fremja hari kari (sjálfsmorð) sem fyrirrennari hans, út af því að ná ekki Bat- aan-skaganum? ' J. S. Woodsworth dáinn James S. Woodsworth, for- ingi C. C. F. flokksins 4 Can- ada, dó s. 1. laugardagskvöld í Vancouver. Hann var 68 ára. Woodsworth var fæddur í Ontario og var prestssonur. — Eftir að hann útskrifaðist af Manitoba-háskóla, stundaði hann nám í tvö ár við Oxford, varð síðan prestur og þjónaði söfnuðum í Manitoba, Saskat- öhewan og Ontario. Hann var fjögur ár prestur við Grace- kirkjuna í Winnipeg. En hug- ur hans beindist þá að hag al- mennings og þörfin á að bæta hann á raunverulegan hátt, varð honum svo xnikið áhuga- mál, að hann barðist eftir það bæði utan þings og innan fýrir því máli. Hann gaf sig fyrst að störf- um innan samtajka verka- manna, en stofnaði síðan nýjan flokk er hann nefndi Canadian Commonwealth Federation og sem svarar mjög til alþýðu- flokksins á íslandi. Störf hans voru helguð þessum flokki til hins síðasta. Woodsworth var sambands- þingmaður fyrir Winnipeg North Centre í 21 ár. Fyrir einu ári varð hann að láta af þingstarfi vegna vanheilsu. — Filutti hann og um það leyti frá Winnipeg til Vanoouver, sér til heilsubótar, en sem varð árangurslaust. Woodsworth lifa kona hans, tvær dætur og fjórir synir. Er ein d.óttir hans Mrs. A. Mac- Innis fulltrúi á fylkisþinginu í British Columbia. Mr. M. J. Coldwell, sam- bandsþingmaður frá Saskat- chewan, er liklegastur talinn til að taka við forustu C. C. F. folkksins í Canada; ihann hefir verið leiðtogi flokksins á þingi síðan striðið hófst; Woods- worth var svo andstœður striði, að flokkur hans taldi hann ekki heppilegan leiðtoga á þinginu meðan á því stóð. En hann var foringi C. C. F. flokks- ins eins fyrir því. Ný herkvöð I ræðu sem Mackenize King forsætisráðherra Canada hélt á sambandsþinginu í gær, kvað hann að því myndí koma, að menn frá 21 til 30 ára aldurs yrðu kallaðir í stríðið til varn- ar þessu landi. Hann gat og þess, að menn, sem sérstaklega væru hæfir til vissra verka í þágu stríðsins, yrðu einnig kallaðir, þó ekki væru í stríð- inu. En verkveitendur verða skyldaðir til að taka einlhvern i þeirra stað, en ekki fækka starfsmönnum fyrir það. Eaton’s fél. nærgætið við vinnufólk sitt 1 þessum mánuði hafði is- lenzk stúlika, Guðrún Stefáns- son, 692 Banning St., unnið í 25 ár hjá Eaton’s félaginu í Winnipeg. Eins og siður er fé- lagsins, þakkaði það henni hina löngu og trúu þjónustu með því að afhenda henni'$100 að gjöf og veita henni tveggja mán- aða ihvild frá vinnu á þessu ári, með fullu kaupi. Aðrir minja- gripir og góð orð fylgdu þessu. j KOMIN TIL ENGLANDS Ingibjörg Sveinsson Stúlka sú, er mynd þessi er af, er dóttir Bjarna Sveinsson- ar og Matthildar konu hans í Keewatin, Ont. Fór hún til Is- lands fyrir nokkrum árum að sjá ættjörðina, en ílengdist þar, nam hjúkrunarfræði á Lands- spitalanum í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan 1938 með á- gætum vitnisburði. Starfaði hún tvö ár, sem umsjónarkona við hjúkrunarstofnun á Húsa- vík og á Seyðisfirði, í stað for- stöðukvenna þessara stofnana, er hvorri var veitt árs-hvíld frá starfi. Að því búnu hugsaði Ingibjörg sér að halda heim- leiðis til Canada. En þegar til Englands kom, bauðst henni atvinna. Þrátt fyrir þó hugur- inn drægi hana til skyldfólks síns hér, afréð hún að taka boð- inu urn vinnu í London. Hugs- aði hún sér að ilokinni veru sinni á Islandi, að halda til Danmerkur áður en hún kom vestur. Hafði hún kynst kon- um þaðan er sama starf og hún höfðu með höndum og var orð- in fær í danskri tungu, því námsgreinar hennar voru á dönsku kendar. Hitt hafði hún einmig hugsað sér, að dvelja eitt ár í Englandi til að kynn- ast starfi sínu, sem víðast. Það ætlar Ihún sér nú að efna, þó stríðið aftraði því að hún kæm- ist til Danmerkur. I Morgunblðinu í Reykjavík, var Ingibjargar minst mjög hlýlega er hún útskrifaðist 1938 og dáðst að framikomu hennar og friðleik. Á hún til þeirra að telja, því móðir henn- ar og móðursýsturnar, Stefan- ía, gift Ólafi kaupm. Davíðs- syni og Jórunn, kona Magnúsar Jónssonar, voru með mestu fríðleikskonum sinnar sýslu taldar. Guðrún er dóttir Þórarins heit- ins Stefánssonar og konu hans Steinunnar, er til Vesturheims fluttu um síðustu aldamót og bjuggu lengst af í Fra-mnes- bygðinni í Nýja-Islandi. ÚR ÖLLUM ÁTTITM Nurzynski, pólskur blaða- maður, var nýlega hálshöggv- inn af Þjóðverjum. Hann komst einhvernveginn yfir fréttir frá Bretum og birti þær í blaði er hann gaf út á laun. Tvö hundruð manna, er ein- hverja samvinnu áttu við hann, hafa verið fluttir í fangaver Þjóðverja. • * * Þýzk-lúterskir trúboðar á Nýju-Guinea, gengu í þjónustu Japana, um leið og her þeirra kom til eyjunnar, vísuðu Jap- önum leiðir um landið og á brýr, sem þeir höfðu fyrir þá gert yfir ár o.g ófærur; hafði samvinna þeirra við Japani lengi átt sér stað. • • • Foringja úr sjóliði austur- strandar Canada, létu það uppi við fregnrita í gær, að Þjóð- verjar væru vissir með að koma kafbátum sínum fyrir í St. Lawrence-flóanum á kom- andi sumri. Þeir töldu meira að segja ekki óhugsandi, að þeim fylgdi móðurskip. Flug- þðið hélt þeim nú hættu búna. Á Norður-Atlantshafinu, hefir ekki enn orðið þýzks móður- skips vart. En það sama verð- ur ekki sagt um Suður- At- lanzhafið. • • • Þjóðverjar hófu árás á Dover á Englandi s.l. mánudagskvöld. Árásin var sögð hörð og olli nokkru manntjóni. # • * Dr. H. F. Ward, a'ldraður. prestur frá New York, sem staddur er í Winnipeg, flutti erindi i Grace-kirkjunni í gær- kvöldi og hélt því fram að kristnasta þjóðin á þessari jörð væru Rússsar. Aðrar þjóðir sem væru að reyna að vera kristnar, gætu það ekki vegna auðvaldsins. • • • Á borgarafundi sem haldinn var í Winnipeg s. 1. mánudae var rætt um þörfina á stjórn í þessu landi, sem óháð væri öllum flokkum. Var haldið fram, að formaður slikrar stjórnar væri enginn ákjósan- legri, en Lieut.-General A. G. L. McNaughton, yfirmaður Can- ada-ihersins á Englandi. Kváðu fundir um þetta hafa verið haldnir víða í Canada og menn yerið hugmyndinni fylgjandi. • • • Af erindi Sir Stafford Cripps til Indlands eru ekki neinar úr- slitafréttir enn komnar. Blöðin virðast vongóð um árangurinn. • • • C. N. R. er sagt, að flytja muni eitthvað af skrifstofum sínum frá Montreal til Winni- Peg. • • • Nokkur hundruð canadiskra hermanna og 50 hjúkrunar- kvenna, kom-u til Bretlands í gær frá Canada. Ferðin gekk ágætlega; liðið var aldrei ó- náðað af óvinunum á hafinu. • • • Howard Green, íhaldsmaður frá Vancouver á sambands- þinginu, hreyfði því í gær, að Canada sendi lið til Ástralíu, hvað látið sem væri; taldi það ávalt bera vott um samhygð með hinni fámennu þjóð, er nú væri í svo mikilli hættu stödd. • • * Rúmanía hefir tapað 115,000 hermönnum í stríðinu yið Rússa og er skapþungt út af því. • • * Fylkisþinginu í Manitoba er búist við að verði slitið n. k. laugardag. Það eru nokkur mál í höndum nefnda, en þar sem allir eru sammála um alt á þinginu, er ekki búist við, að mikið verði annað gert við þau mál, en að greiða atkvæði um þau. • • * • I bardaganum á Indlandseyj- um notuðu Japanir óspart ensku kunnátta sína til að gabba her Hollendinganna, skipa þeim að gera þetta eða hitt og þóttust vera enskir fyr- irliðar. SMÆLKI Það sem manni má þykja betur um með öðru í sambandi við tíðina í vetur, er að gömlu mennirnir geta ekki komið og sagt manni montnir, að þeir hafi einu sinni áður lifað hér eins góðan vetur. • • • Confucius, uppi á 6 öld f. Kr. sagði: Gerið ekki öðrum það, sem þér vidjið ekki að þeir geri yður. Biblían: Alt sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Hver er munurinn? • « • Konur í Bandaríkjunum nota eins mikinn varalit á einu ári og þarf til að mála 40,000 hlöð- ur fagurrauðar. • • • Heiðursmerki hefir fólag, semlítur eftir gætilegum akstri (National Safety Council) veitt 81 af bíl- og vagnstjórum Win- nipeg Electric félagsins fyrir að komast hjá slysum á árinu 1941. Fimtán þessara vagn- stjóra hafa ekki orðið fyrir neinum slysum í 10 ár eða meira. • • • “Þessi ávísun er óefað góð,” sagði bankaþjónninn undur kurteislega, “en hafið þér ekk- ert á yður, sem gefur til kynna, hver þér eruð?” Stúlkunni félst hugur en sagði áður en hún vissi af: “Eg hefi fæðingarblett á vinstra fæti fyrir ofan hné.” • * • Skoðið aldrei neitt það yður til gæfu eða upphefðar, sem kemur yður ti/1 að svíkja loforð yðar eða tapa sjálfsvirðing- unni. Marcus Aurelius \ • • • Eg vil borga gott með góðu; eg vil einnig borga ílt með góðu. Laotze • • • Skrafið eitt eldar ekki hrís- grjónirt.—Kínverskur málsh. • • • Gef oss trú á mátt réttlætis- ins. I þeirri trú ættum við hiklaust að framkvæma skyld- ur vorar eins og vér skiljum þær. Abraham Lincoln • # • Líklega þarf maður að læra kristindóminn á óvita aldri. Laxness. FJÆR OG NÆR íslenzkur maður skýtur 9 timburúlfa. 6 leggja ó flótta Víglundur Guðmundsson frá Mikley, sem um nokkur ár hef- ir verið búsettur við Hole Riv- er, austan Winnipeg-vatns, og stundað dýraveiðar, mætti í vetur 15 timburúlfum í einum hóp á stöðuvatni skamt frá kofa sínum. Hann skaut 9 af þeim, en þá loks lögðu 6 á flótta. Stuttu áður hafði annar veiðimaður, Gus Gilbertson, sem bjó í nágrenni við Víglund, orðið úlfahópsins var, en varð að láta undan síga því að hann var vopnlaus. Úlfahópur þessi hafði undan- farið verið á stöðugu flakki þar um slóðir, og alt af orðið grimmari og nærgöngulli. Timburúlfar eru hugaðir og hlífa engu þegar þeir fara margir saman. Voru þeir orðnir hinir mestu vágestir bæði fyrir menn og dýr. Víglundur er stiltur maður og yfirlætislaus, karlmenni að burðurn, fullhugi NÚMER 26 UMFERÐASTJóRI í B. C Sigurður Sigmundsson Fyrir viku síðan barst sú frétt hingað austan að frá Ot- tawa, að ungur Islendingur, Sigurður Sigmundsson, sem hefir verið “Transportation As- ;sistant” í þjónustu Winnipeg Electric Railway Co., s. 1. f jög- I ur ár, hafi verið skipaður “Re- 1 gional Controller for British I Columbia” í samráði við “Dominion Transit Controller” og undir leiðsögn hans. Aðal verksvið Mr. Sigmundsson verður það, að koma skipulagi á öll fólks- og vöruflutnings- tæki í British Columbia til að koma í veg fyrir eyðslu á þeim hlutum sem notaðir eru í sam- bandi við flutning, og sem á þarf að halda í stríðs þarfir þjóðarinnar. Eins og gefur að skilja er þetta ábyrgðarfull staða, og er hún viðurkenning um hæfilegleika, dugnað og framtakssemi þessa unga manns. Mr. Sigmundsson var fæddur í Reykjavik á Islandi og kom til þessa lands með foreldrum sínum á unga aldri, og fékk alla sína skólamentun hér í Winnipeg. Á miðskólanum hlaut hann verðlaun (Governor General’s Medal) og seinna á Manitoba háskólanum fékk hann “scholarship” og þegar hann útskrifaðist 1930, hlaut hann verðlaun fyrir að skara fram úr, og fókk stöðu hjá Win- nipeg Electric Railway félag- inu, þar sem hann hefir unnið síðan og getið sér ágætan orð- stír, og unnið sig áfram í þá stöðu sem hann nú heldur. Mr. Sigmundsson er sonur þeirra hjóna Jóhanns Sig- mundssonar og Þórdísar Sig- urðardótur, sem búa hér í Win- nipeg. Árið 1935 kvæntist hann Önnu Rósu, dóttur Ólafs og Önnu Pétursson. Þau eiga tvö börn, ólaf Jóhann og Elinu. Mr. Sigmundsson gerir ráð fyrir að flytja héðan til Van- couver, og byrja þar starf sitt á morgun, fimtudaginn 26. þ. m. Framtíðar heimili þeirra hjóna verður fyrst um sinn í Vancouver. P. hinn mesti og skytta ágæt. — Hefir hann með þessu unnið hið mesta þarfa og hreystiverk, sem er þess vert að í frásögur sé fært. (Að mestu þýtt úr Free Press). J. S. frá Kaldbak • • • S. 1. sunnudagskvöld flutti séra Philip M. Pétursson erindi á Y. M. C. A. hér í Winnipeg á hermanna samkomu sem hald- in er þar á hverju sunnudags- kvöldd eftir messu. Á fjórða hundrað manns var þar komið saman. Veitingar voru undir umsjón skozkra kvenfélaga, en samkoman undir umsjón Y. M. C. A., og stjórnað a-f Mr. Geo. Douglas.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.