Heimskringla


Heimskringla - 25.03.1942, Qupperneq 4

Heimskringla - 25.03.1942, Qupperneq 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. MARZ 1942 (StofnuO 18S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VTKING PRESS LTD. 653 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. öll viðskiíta bréf biaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON TTitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” Is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 25. MARZ 1942 TÍMARITIÐ XXIII ÁR Támarit Þjóðræknisfélagsins flytur í ár f jöldan allan af ritgerðum, sögum og kvæðurn og er með fjölbreyttara móti. Fyrsta og veigamesta ritgerðin, er um Columbus og Cabot og Ameríkufundi þeirra, eftir Halldór Hermannsson. Tín- ir höfundur upp alt það sem álitið mun vera nokkur drög til vesturheimsferða þessara manna, en vinsar úr og vísar á bug öllu því er skoðað er ágizkanir einar. Það er góðra gjalda vert, að halda sig við staðreyndirnar en það er þó því að- eins bezt gert, að líkur allar séu ekki þar með skoðaðar úr sögunni. Eins og fyr haillast höfundur að því, að Columbus muni ekki um landið í vestri neitt hafa frétt af íslendingum, hafi trauðla til Is- lands komið og saga Finns Magnússonar um að Magnús Eyjólfsson, biskup, hafi talað við Columbus (á latínu) muni vera tilgáta. Stefna Columbusar í suðvestur er hann fór í landaleitina, ætlar höfund- ur að beri einna ljósastan vott um þetta. Þá voru nærri fimm aldir liðnar frá Vín- landsfundi Leifs. Er á nokkuð furðu- legra hægt að benda í sögunni en það, að Evrópumenn skyldu ekkert fræðast á þessum langa tíma um heiminn í vestri og vera alóljóst im Grænland og Vínland og heimildir Islendinga um þessi lönd? Island var þó í sambandi við Norðurlönd, og þau aftur við Evrópu fyrir sunnan sig, allar þessar aldir. Er það og ekki neinn stuðningur málstað þeirra, er ætla Vin- land ekki hafa verið eins týnt og látið er, að sögurnar um landafundi þessara fimt- ándu-aldar manna (eða Columbusar, þvi Cabot vissi eitthvað betur) hafi verið skrifaðar með það fyrir augum, að gefa þeim sem mestan eða allan heiðurinn af landafundinum? Ef ennfremur Cabot vissi um sagnir íslendinga, sem játað er að hann hafi gert, og Bristol-búar, er erfitt að skilja að Columbus, sem alls st'aðar var, hafi ekkert um þær vitað. Hafi svo þeim sögum fylgt, að Leifur hafi komist eins langt suður og til Bandaríkjanna, og Columbus lendir rétt fyrir sunnan þau, þó hann veldi suður- leiðina, þá munar þar minstu, og ekkert ólíkt því, sem hann hafi ætlað sér að “hafa fugl” af Vínlandi, þó hann héti ferðinni til Asíu, sem hann ef til vill hefir mest gert til að gefa þeim góðar vonir, er gerðu hann út. Ef þetta varð að dylja, var ekki óeðlilegt að lýsing hans af Is- landi yrði sú, að hún gæti ekki við neitt land í heimi átt. Með þessu er ekki verið að gagnrýna áminsta grein H. H. Höfundur hennar heldur sér við staðreyndir og skrifar fflestum íslendingum fróðlegar um fund Ameríku; hafa fyr birst greinar eftir hann í “Timaritinu” um það mál. En það er þetta, sem horfir svo skrítilega við — að skoðun margra íslendinga — hvað geysilega fáfróðir Evrópumenn, aðrir en Norðurlandabúar, gátu verið í lok fimtándu aldar — ekki aðeins um Grænland og Vínland, heldur einnig Is- land. Þó hafði ísland þá átt trúarlegt samband við kaþólska í fleiri aldir sunn- an að, er múnka sína höfðu alls staðar snuðrandi og stelandi nýtum fræðum frá öðrum. Frá Norðurlöndum virtust menn geta siglt blindandi til íslands á þessum öldum; það var þeim ekki duldara en það. Þegar á alt þetta er litið, er erfitt að gera sér grein fyrir að Columbus hafi ekki verið neins vís um Vínland. Hafi hann grunað vegalengdina styttri en al- ment var álitið að hún vær til Asíu, virð- ist Jiík/legra en nokkuð annað, að þá hug- mynd hafi hann haft úr Vínlandssögunni. Og það gat hvatt hann meir en nokkuð annað til ferðarinnar. Vonbrigði hans út af því, að landið (eða Vínland) var ekki Asía, eins og hann hélt, eru eðlileg. En ekki nú meira af tilgátum í þetta sinn. Grein Guðrúnar H. Finnsdóttur um E. Pauline Johnson (áttatíu ára minning), er skemtilega skrifuð og læsilegasta greinin í öllu ritinu. “Litlu sporin”, smá- saga eftir Svanhildi Þorsteinsdóttur, er og vel gerð svipmynd og sönn, því miður, þó sorgarsaga sé. Margt fleira sér til gagns og gamans finna lesendur í ritinu. “Fjóluhvamm- ur”, heitir sjónleikur í einum þætti, eftir dr. J. P. Pálsson, og sem vera mun með því betra er höfundurinn hefir skrifað; þá eru ritgerðir um Hon. Joseph T. Thor- son og W. J. Líndal dómara, eftir rit- stjórann; um Halldór Hermannsson eftir dr. R. Beck og grein um 3 merka Vestur- íslendinga (Jón Jónsson frá Sleðbrjót, Magnús Jónsson frá FjalH og Jón Sig- urðsson frá Torfastöðum) eftir séra G. Árnason. Ennfremur grein eftir Þ. Þ. Þ. sem hann nefnir “Norður á Ross”, og saga “Hafliði”, ein af hinum ógleyman- legu minningum íslendinga hér í landi, eftir æfintýraskáldið J. M. Bjarnason. Af kvæðum er einnig mikið í ritinu. Lengst þeirra er kvæði eftir Will Carle- ton, þýtt af Sig. Júl. Jóhannessyni, og heitir “Á sveitinni”. “Þar sem mig dreymdi”, heitir og kvæði eftir Ragnar Stefánsson, vel kveðið, og má það um flest hinna kvæðanna segja. Aftast í ritinu er fundargerð 22. árs- þings Þjóðræknisfélagsins, er fyllir nærri 34 blaðsíður í ritinu; hefir oss stundum fundist, að komast mætti af með minna rúm fyrir þingfregnirnar og þær ekki þurfa að vera ólæsilegri fyrir því. Bæði vegna innilhalds ritsins og eins hins, að það er málgagn Þjóðræknisfé- lagsins, ætti það skilið, að komast inn á hvert íslenzkt heimili bæði austan hafs og vestan. En slíkt má um fleiri íslenzk tímarit segja, en sem ekki munu eiga því láni fremur en það að fagna. “HVAÐ HAFA ÞEIR OKKUR FÆRT?” Þetta er fyrirsögn á grein, er birtist í fylgiriti blaðsins Winnipeg Tribune s. 1. viku um íslendinga. Segir greinarhöf- undur, J. C. Royle, frá ýmsu er landar hafist hér að og minnist á nokkuð margt í þvi sambandi. En fátt af þvi er þess eðlis, að fræða nokkuð um lyndisein- kunnir Islendinga. Þeir komu, segir í greininni, til Nýja-íslands og settust þar að í óbygðu landi; eru því í tölu frum- byggja Canada. Þá halda þeir uppi tveimur kirkjum, hafa verið góðir við- skiftamenn og borgarar, en frá þessu er svo stuttaralega sagt, að ekki verður neitt af því dregið að þeir séu í neinu frábhugðnir öðrum innflytjendum þessa lands. Virðist þó sem það sé fyrst og fremst um að ræða, er verið er að greina sundur innflytjendurna, eftir þjóðerni. Myndir fylgja greininni af Sigtryggi Jónassyni, “landnámsföður” íslendinga í Oanada, af Gretti Jóhannssyni, konsúl, af frú G. F. Jónasson, sem fjallkonu á ís- lendingadeginum á Gimili 1941, af nokkr- um börnum á Laugardagsskólanum ís- lenzka og einum kennaranna, ungfrú Vil- borgu Eyjólfsson, af fimm skáldum (Magnúsi Markússyni, E. P. Jónssyni, P. S. Pálssyni, Sig. Júl. Jóh. og Skúla John- son) og af stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins. Blaðið helgar íslendingum heila síðu, sem þakka ber og góðan vilja. En til- ganginum virðist alls ekki hafa verið náð með þessu skrifi. íslendingar hafa sýnt, að þeir eru í hópi fremstu námsmanna þessa lands; á það er ekki minst. Heldur er ekki minst á að þeir eigi frægasta landkönnuð þessa lands, Vilhj. Stefáns- son, eða vísindamann, sem dr. Thorberg Thorvaldson, forseta Vísindafélags Can- ada og fleiri lækna, lögfræðinga og kennara en nokkur annar þjóðflokkur, að tiltölu við fólksf jölda. Ekki er heldur að því vikið, að þeir hafi sérkent sig fyrir að hafa átt meiri þátt í húsagerð þessa bæjar, en nokkurt annað hinna þjóðarbrotanna, miðað við fólksfjölda, og að í íþróttum unnu þeir þessu landi þann heiður, að eignast heimsmeistara í hockey-leik. Ennfremur er þess að geta, að Islendingar eru gömul bók- mentaJþjóð, með rásfastri menningu og það hefir hugsjónalíf og lyndiseinkunnir þeirra mjög mótað. Hér í landi hafa þeir haddið bókmentastarfi nokkru uppi og gefa í þessum bæ, meðal annars, út tvö blöð á sínu máli, sem bæði eiga orð- ið lengri sögu sér að baki, en blaðið Win- npeg Tribune! Hefði farið vel á, að hið yngra blað hefði borið þá virðingu fyrir ellinni, að geta þeirra í grein sinni. En á þetta alt brestur svo, að af greininni verður engra sérkenna Islendinga vart og einskis, sem til kynna gefur, að sagt verði, að þeir séu af þjóð komnir með sérkennilegri og sjálfstæðri andlegri menningu, þjóð, sem í fórum sínum á, meðal annars, elzta þjóðþing í heimi! Greinin er handahófsverk frá þessu sjónarmiði skoðuð, en að öðru leyti að vísu meinlaus og gagnslaus. Um mynd- irnar er svipað að segja; í vali sumra þeirra virðist mikið hafa ráðið hverjum vænst um þykir að horfa á myndir af sér í blöðum. Á mynd skáldanna saknar maður þessara, úr því sérstök hópmynd var af þeim birt: Gutt. J. Guttormsson- ar, Þ. Þ. Þorsteinssonar, Gisla Jónsson- ar, dr. S. E. Björnssonar, Kristjáns Páls- sonar og fleiri. Með svo stórri mynd af skálduim, hefði nafna þessara verið sjálf- sagt að geta. Blaðið eða Ihöfundur þessara skrifa, hafa ekki verið öllum hnútum eins kunn- ugir og vera skyldi. Þó ihöfum vér heyrt, að þeir hafi notið aðstoðar Grettis Jó- hannssonar, konsúls, við starfið. Hefði hann, með lítilli fyrirhöfn, getað skipu- lagt þetta, svo að meira gagni hefði orð- ið, en raun er á, og eins og efflaust hefir fyrir blaðinu vakað með þessu. Þetta er af góðvild og í vináttu skyni við íslend- inga gert af blaðsins hálfu; það má eng- inn misskilja. ÞJÓÐSTJÓRN í HERSHÖNDUM Úr nýlega útgefinni bók, Alvalda skóli (The Sohool for Dictators) eftir ítalskan útlaga Signor Silone, er eftirfarandi kafli þýddur. Mr. W. er amerískur metn- aðar maður, fer um Evrópu að læra far Fasista, til að beita því sér tiil upphefðar; Próf. Pickup er hans náðunautur, þeir hitta í Sviss Thomas the Cynic (efa- blandinn og bermæltur) sem sýnir þeim að Fasism og Nazism stafa ekki frá heimsspeki né stjórnspeki né nokkurri speki, heldur digurmannlegum látum, yfirgangi með hryðjuverkum, unz al- menningur hafði sterikan beyg af þeim, þá studdi herlið þessa flokka til valda og lögreglulið. Prófessor Pickup: Meistari Bermæltur, þú mátt ekki halda, að eg reyni að gera 1-ítið úr Mr. W., þó eg segi eins og er, að eg get ekki hugsað mér hann sem for- ingja óaldar flokka. Mr. W.: Dirfist þú að bregða mér um hugleysi? P. P.: Nei, það orð myndi varla hitta það rétta. Thomas: Ef mér hefir verið sagt rétt frá, þá barðist Mr. W. mjög hraustlega á vestur vigstöðvunum, særðist i orustu en neitaði að láta binda sár sín fyr en fylk- ing óvinanna var rékin á flótta. Þetta las eg í bæklingi sem þú fékst mér sjálf- ur, prófessor. P. P.: Æ! Þá sögu bjó eg til sjálfur þegar vinskapur okkar Mr. W. stóð sem hæst. En nú get eg sagt þér eins og er; Mr. W. var langt frá orustuvelli þegar hann .... Mr. W.: Nóg um það! Thomas: Eg leyfi mér að samfagna þér Mr. W. og taktu það fyrir alvöru en ekki háð. Ef okkar heiðursverði pró- fessor segir nú satt, sem eg vona, þá sannar hann óafvitandi að þú átt sam- merkt við marga fræga og sigursæla framkvæmdamenn. Þegar eg las bækl- inginn varð eg smeikur, það verð eg að játa, að þú dygðir ekki til að stjórna borgarastriði. Hann er uppveðraður og framhleypinn, hugsaði eg, gengur út í opinn dauðann í fyrstu stræta vígum og lætur drepa sig. En nú er eg alveg ó- hultur um þig. Sá sem er foringi borg- ara stríðs sýnir kjark sinn með því einu að vísa sínum fylgismönnum í lífshásk- an, hvað þá óvinum, með ískaldri ró, en ganga aldrei í háskan sjálfur. Vitanlega má hann ekki láta bera á því, að hann sé Mfshræddur. Skyldur foringja og skyld- ur þeirra sem foringjum fylgja eru sund- urleitar, það kemur því betur í Ijós sem fleiri aldir líða og það sýnir sig að for- ingjum er óhættara en fylgifiskum, þó fólki sé ennþá mikið til ókunnugt um það. Fulltíða fólk eins og það gerist, lít- ur upp til yfirvalda eins og börn til for- eidra. Hvaða foreldrar yfirgefa börn sln í háska? Hvaða börn mundu ekki slegin ótta og örvænting ef látin yrðu ein í hættulegum vanda? . . . Fas- ismi er afspringur stríðs og fremur á sínu sviði sama gald- ur og stríðs formælendur við stríðs heyjendur: áróður, ein- kennis búninga og stríðs blekk- ingar til að hafa sitt fram i stjórnmálum. Fasistar fóru að hermanna sið, spöruðu sízt ill- ræði ef ekki kom öðru við, sigr- uðu von bráðar aðra flokka og kúguðu til fylgis. Stjórnmála flokkar eru í eðli sínu friðsam- legt lið, foringjarnir ræðupalla garpar af öðru frægir en hug- rekki, herliði þeirra fylkt til blaða bardaga og kosninga. •— Foringjar í stjórnmálum af hin- um gamla skóla höfðu met og völd af ýmsurn kostum: þeir voru mentaðir, reyndir í land- stjórn, umburðarlyndir við mótstöðumenn, ókunnugir eignabraski eða fyrirlitu það, forðuðust lýðskrum og yfirlæti, en þesssir kostir voru nú gerðir að athlægi. . . Foringja Fasista er öðru vísi farið. Hann er vit- anlega skepna skaparans en skapari hans er stfíðið, nýrrar aldar maður, því að með stríð- inu “byrjaði sagan á ný.” Hans fylgismenn héldu lífi á víg- völlum, voru ráðþrota er striði lauk og k.unnu, sér enga forsjá. Hans ráð eru hernaðar brögð, fyrst af öllu hernaður innan- lands til valda, þar næst hern- aður utanlands, sambreysking- ur af ofbeldi og áróðri, fé kúg- að af eigna stéttum með Leyni- legum hótunum, öreigar beittir skrumi, mótstöðumönnum skotið skelk í bringu með heift og hryðjuverkum. Sama lag er innan flokksins, mál ekki lögð til umræðu með foringja og fylgismönnum, heldur taka þeir við skipunum hans um- ræðulaust. Þeir eru hross en hann situr á baki með taum- hald og spora. í stuttu máli foringi fastista hefir kosti her- foringja eða látalæti og meir af látalátum en kostum.” Næst þessu eru krufðar sög- ur um hreystilega framgöngu þeirra Hitlers í stríðinu og tjáð hversu nauðsynlegt sé foringj- unum að slíkum sé komið á loft og almenningur trúi þeim, það geti svo farið að foringj- arnir sjálfir festi trúnað á þeim, þegar fram líða stundir, en þá sé þeim hætta búin. Pró- fessorinn þolir ekki mátið og segir: “Áður en þú ferð lengra, Meistari Bermæltur, vildi eg mega benda þér á að þú gerir lítið úr og níðir alt sem heilagt er. Eg á ekki von á að geta sannfært þig en skal samt gefa þér vísbendingar, því að sam- vizka mín bannar mér að þegja. Borgara styrjöld fasista er að sumu leyti réttvís barátta og fróm, eins og Livius og Cic- ero sögðu, trúarstríð, háð í guðsótta. Hetjuhugur foringj- ans þarf ekki að sýna sig í lík- amlegri hugprýði, heldur er kjarkur hans skapandi og fórn- andi, kjarkur til að ráða lífi og dauða annara. Þeim kjarki má vel vera samfara nokkur beyg- ur, jafnvel blygð sem kauðar halda kanske sé hugleysi, því að sjálfsfórn leiðtogans er al- gerlega andlegs eðlis. Hann veit vel að hann verður’að forð- ast háska og halda Mfi, þvi að hann verður að ljúka sínu er- indi. Hann verður sömuleiðis að gefa fjöldanum, þursalegum af efnishyggju, háleita ástæðu til að deyja fyrir einhvern. Ef hetja hverfur verður þjóðin vandalaus og sekikur í hvun- dags háttu lýðræðis. Fasista foringi hefir sama hlutverk og heimspekingar áður á dögum og trúar höfundar: að venja fólk við dauðann. Heimspeki hefir aldrei náð til fjöldans, trúin hefir tapað tökum á hon- um fyrir löngu, þess vegna hefir múgurinn týnt vitund- inni um dauðann, snúist gráð- ugur að því að njóta lífsins og þeim sauruga gróða sem við nautnum má gefa. AJlur glundroði mannfélagsins stafar frá þessu, vinir mínir. Mannfé- laginu verður ekki vel skipað til frambúðar, segi eg yður, nema menn, sérstaklega verka- menn, hverfi aftur til þess að horfa á bleikan bana. Orðtak fasista, “að lifa við háska” merkir ekki annað en þetta. — Aðalgalli lýðræðis og sósíal- isma er sá á vorri öld, að þær stefnur eru fyrirmyndir lífs. En til hvers eru hugmyndir um Mísfyrirmyndir á vorri herskáu öld? Auðsjáanlega til þess eins að fjölga þeim sem skerast úr leiik og flýja úr fylkingu. 1 borgarastríði er smáum hópi fasista lendir saman við sósial- ista múg, þá leggja þeir síðar- nefndu á flótta, eðlilega, því þeir eru af sinum foringjum aldir upp til lífs en ekki til dauða. . . . Eg þykist sjá fram á að eg verð af því, sem veld- ur heimspekingum mestrar fullnægju, að sjá sitt fyrir- komulag heilagt gert og stöð- ugt með stórum fjölda páslar- votta. Því miður þekkir Mr. W. ekkert á fórnarinnar mikla mœti í heimsskoðun fasista. Og að hugsa sér að jafnvel Karl Marx hafði skímu af þeim undirstöðu sannindum, hann kallaði ofbeldið ljósmóður sög- unnar. Thomas bermæltur: Ljós- móður en móður ekki. Ofbeldi fasista leiddi ekki nýtt mann- félag í ljós, heldur reyndi að eyða þvi fóstri nýs mannfélags sem kapitalismi hafði getið í sínum kviði. Fóstureyðing fór fram og hún sorgleg en fæðing ekki. Mr. W.: Hvenfum frá kvenna kvilla fræði og að stjórnmál- um, gerið svo vel. “MannMfið er barátta,” sagði prófessorinn á latínu. “Af- reksverk eru aldrei gagnslaus, þó ekki verði látin í askana. Af hetjudáðum spretta heilagar lýgisögur. Jafnvel þó engar sögur fari af afreksverki, þá borgar það fyrir sig sjálft. — Kristinn píslarvottur lætur líf- ið fyrir sína trú, öruggur af því hann þykist hafa vissan og mikinn ágóða af skiftunum, í- myndar sér hann fái eilíft sælulíf fyrir að skilja við það jarðneska. Fasistar gera betur, þeir hafa enga von um annað lif, þeirra hvatir, þegar þeir láta lífið fyrir foringjann, eru hreinni og óeigingjarnari en þess kristna. Þeir gefa foringj- unum Mf sitt eins og stúlku blóm, ætlast ekki til neinna launa, deyja með bros á vör- um. Mr. W.: Góði maður, þetta leiðist mér að heyra. Þú veist að eg hefi ekki hug á listinni aðeins vegna listarinnar. Mín melting er góð, blöðþrýstingur í réttu lagi, lungun hraust, þvagið eggjahvítulaust og búið að skera úr mér botnlangan, þar af leiðandi hef eg engan trúarbug til dauðans. Ef til þess kemur að eg þarf að beita ofbeldi til að ná völdum, þá skal það verða ofbeldi ómeng- að og skrautlaust. Thomas: Ætlarðu að bera byssu sjálfur? Mr. W.: Eg sendi mína fylgd- armenn. Próf. P.: Heldurðu að marg- ir verði til að berjast lengi í blóðugri borgara styrjöld fyrir tóma peninga? Til hvers eru þeim peningar ef þeir verða drepnir? * Mr. W.: Það væri ekki í fyrsta sinni. Það eru forlög leiguliða. Próf. P.: Þarna kemur fram þín veila: Þú þekkir ekki menn- ina. Jafnvel sá aumasti meðal slíkra verður að hafa einhverja missýning til þess að leggja líf sitt í sölurnar fyrir foringjann, annars tæki hann við pening- unum og stryki eða gengi í lið óvinanna. Þú getur ómögu-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.