Heimskringla - 25.03.1942, Qupperneq 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 25. MARZ 1942
“Þá er það þeim mun fallegra af yður að
láta þetta eftir mér. Æ, Mr. Wilding eg mun
aldrei gleyma þessu. Yður er óhætt að trúa
því.” * '
Hún var mjög falleg á þessu augnabJiki
og Barry fann að hjarta sitt slóst örara en
að vanda.
“Yður mun sjálísagt ekki furða á því er
eg segi að mig langar mjög mikið til að sjá
yður aftur,” svaraði Wilding. “Þetta lítur
kanske þannig út sem eg vilji nota mér á-
stæðurnar, en-----”
Hún var mjög alvarleg á svipinn er hún
svaraði: “Nei, þér vitið að eg undrast það
ékki, en þér verðið að trúa mér, Mr. Wilding;
væri mér það mögulegt þætti mér mjög vænt
um að hitta yður á ný, en eins og eg sagði
yður áður, er eg ekki minn eigin húsbóndi, eg
á við að eg get ekki hitt hvern og einn, sem eg
kynni að vilja umgangast. Verðið þér hérna
áfram? Þá getum við kanske komið okkur
saman um að eg skrifi yður til og láti yður
vita hvort aðstæðumar leyfa mér að hitta
yður á ný.”
Wilding varð þungbúinn á svipinn.
“Þér verðið að fyrirgefa mér þótt eg óski
öllum aðstæðum norður og niður.”
Hún hló.
“Sama segi eg. Það finst mér oft að þær
ættu að fara þangað. Eg skil það svo vel, að
yður finst eg vera mjög óþjál, en eg er það í
raun og veru ekki.”
Barry Wilding gat aldrei gert sér grein
fyrir því hvernig það atvikaðist, en hann var
sér þessa meðvitandi: Fyrst, hið háðslega
bros á vörum stúlkunnar og svo hrifningin
sem gagntók hann er hann faðmaði stúlkuna
að sér.
“Ó,” sagði hún, og upphrópunin kom eins
og stuna.
Wilding kysti hana.
Hann slepti henni svipstundis alveg lam-
aður af skelfingu yfir því sem hann hafði
gert.
“Fyrirgefið mér,” sagði hann í bænar-
rómi. “Eg gat ekki að þessu gert. Eg hlýt
að vera orðinn ruglaður.”
Unga stúlkan tók upp vetlingana sína.
“Nú verð eg að fara,” sagði hún bara.
6. Kapítuli.
Næsta morgun fékk Wilding bréf. Höndin
á bréfinu var svo falleg og fól í sér svo mik-
inn sérkennileika, að hann gat sér strax til
frá hverjum bréfið var. Og honum brást
það heldur ekki. . Þetta var fyrsta bréfið,
sem hann fékk þarna, og það var frá Miss
Kenwit og var á þessa leið:
“Kæri Mr. Wilding!
Mér finst það 9kylda mín að aðvara yður.
Viljið þér gera svo vel og taka þá aðvörun
til greina?
Forðist að koma nálægt Durdles húsinu
á meðan faðir minn er þar. Það eru góðar
og gildar ástæður fyrir því. Svo þakka eg
yður ennþá einu sinni fyrir hjálpsemi yðar.
Vinsamlegast,
Phyllis Kenwit.”
Bréf þetta varð Wilding að miklu um-
hugsunarefni. Hvaða ástæður voru það, sem
hún var að tala um? Hann ásakaði sig fyrir
tortryggnina, en benti ekki alt til þess að
unga stúlkan væri áhangandi einhverjum
glæpamanna flokk?
Til dæmis maðurinn, sem hún sagði að
væri faðir sinn. Læknir? Hversvegna mundi
læknir hafa svona hræðilegan svertingja í
þjónustu sinni, og grimma hunda til að fæla
fólk frá húsinu? Og þessa lygasögu um að
hann hefði keypt húsið! Stúlkan hafði auð-
sæilega trúað því, er hún sagði honum frá
því, en það var svo sem auðvitað að maður-
inn hafði logið þessu til að fá grundvöll fyrir
staðhæfingar sínar.
Þegar hann hugsáði í ró og næði um
þetta, var honum ljóst að hann hafði kvöldið
áður gert það, sem hann hefði aldrei trúað að
hann gerði; hann hafði gengið á bak orða
sinna. Hann hafði heitið Coventry og sjálf-
um sér því að flytja strax inn í húsið. Og nú
hafði hann veitt ókunnugum manni, sem hann
hafði fylstu ástæðu til að ætla að væri glæpa-
maður, leyfi til að búa þar í þrjá mánuði.
Hann fór að hugsa um ungu stúlkuna.
Það var einkennilegt að hann skyldi hitta
hana á ný — ennþá undarlegra var það, að
hún skyldi vera flækt inn í málefni hans á
þennan hátt.
Hann gekk fram og aftur um gólfið, með
fyrstu pípu dagsins í munninum, en hafði
samt ekki kveikt í Ihenni, og komst að þeirri
ákvörðun að hann yrði að bjarga stúlkunni
frá þeim illu áhrifum, sem hún auðsæilega
var háð. Hann gat ekki verið ánægður með
neitt minna. Phyllis Kenwit, ef hún annars
hét það, skyldi einhverntima verða konan
hans, og hann ætlaði sér ekki að láta hana
svertast af slíkum félagsskap og hún var nú í.
Hann fann til hryllings, er hann hugsaði
til þess að hún byggi undir sama þaki og þessi
hræðilegi svertingi. Og enga ró gat hann
fundið, fyr en hann kæmist að því, hvað unga
stúlkan var að gera þarna i húsinu. Það mál-
efni mundi enga eirð gefa honum fyr en það
væri til lykta leitt.
Barry Wilding hafði aldrei látið langt
líða milli ákvarðana sinna og athafna. Áður
en ein stund var liðin, hafði 'hann sett far-
angur sinn ofan í ferðatöskuna, lokað íbúð-
inni sinni og lagt af stað til Paddington stöðv-
arinnar.
Brátt steig hann út úr lestinni í litla
þorpinu, Ludgate, þar sem hann hafði komið
fyrir tveimur dögum síðan. Hann snæddi ó-
brotna máltíð á veitingáhúsinu og lagði svo af
stað til Durdles hússins.
Hann sigraði samt þá freistingu að at-
huga húsið nánar í þetta skiftið, en lagði leið
sína til sveitaþorpsins Hillsdown, sem er langt
þorp og mjótt og eitthvað eina mílu frá Dur-
dles húsinu.
Honum þótti þar allfagurt, og í stuttri
hliðargötu sem lá út frá aðalstrætinu, fann
hann veitingahús, sem hann hafði oft óskað
sér að finna á ferðalagi sínu um heiminn.
Það var skemtilegt og aðlaðandi veit-
ingahús, sem virtist brosa móti Wilding er
hann kom auga á það. Sandi var stráð á
þrepin og frá eldhúsinu heyrðist glamra í
diskum. Hann gat ekki staðist þetta. Hann
gekk upp að húsinu og fór inn.
1 drykkjustofunni, sem var til hægri við
ganginn, glóðu spegilfagrir bikarar á göml-
um skyngdum mahoganí borðum. Á bak við
borðið stóð maður rjóður í vöngum. Hann var
í vesti með glóandi gyltum hnöppum.
“Góðan daginn,” sagði hann, var mál-
rómur hans djúpur og þægilegur.
“Góðan daginn,” svaraði Wilding, “gerið
svo vel og látið mig fá glas af öli.”
Hann sat með ölkolluna á borði fyrir
framan sig og litaðist um. Herbergið var
eins og draumsýn. Gluggarnir voru með
litlúm rúðum. Fyrir þeim hengu mjallhvitar
gluggablæjur en fyrir utan þá kinkuðu fjöllit
blóm kollunum. Veggirnir voru þiljaðir með
þiljuim, sem velvild og góður efnahagur virt-
ust stafa frá.
Þar voru mörg smáborð með góðum og
þægilegum stólum í kring. Alt þetta hafði
þægileg og sefandi áhrif á skap Wildings, og
hann fann.til þakklætis að hafa fundið slikan
stað.
Hann stóð upp og gekk að borði veitinga-
mannsins.
“Eruð þér gestgjafinn hérna?” spurði
hann.
“Já, herra minn, og eg heiti Joe Ship-
pam.”
“Eg hefi hugsað mér að dvelja á þessum
slóðum um tíma. Getið þér leigt mér her-
bergi?”
“Það hugsa eg, en eg skal samt spyrja
konuna miína að því.”
“Mrs. Shippam, sem var lítil og hnellin,
brosti.þegar hún heyrði erindið.
“Til allrar hamingju höfum við allmarga
gesti sem stendur,” sagði hún, “en við höfum
samt eitt herbergi eftir, sem þér getið fengið
ef yður leiðist ekki að ganga upp eitt auka-
þrep og komast nær himninum eins og maður
kemst að orði.”
“Þess þarf nú ekki því áð þetta er himin-
inn, Mrs. Shippam! Eg segi yður það satt
að á öllu mínu ferðalagi um heiminn, hefir
mig aldrei dreymt úm að komast í slíka para-
dis sem þessa.”
“Það er fallegt af yður að segja þetta,
herra minn, en eg hefi gert mér það að reglu
að láta gestum mínum líða eins vel og unt var,
og þá koma þeir til mín aftur.” Mrs. Ship-
pam var mjög skrafhreyfin kona.
“Þér gátuð ekki fundið betri aðferð.”
“Nú skal eg sýna yður herbergið, herra
minn. Viljið þér borða hádegisverð?”
“Já.”
“Bita af steiktri lúðu og svolítið af
hænsnaketi aukreitis. Hvernig Líst yður á
það?”
“Mér líst ágætlega á það, Mrs. Shippam.
Reyndar borðaði eg svo lítið af brauði og osti
í Ludgate, en hið góða öl yðar hefir aukið
mér matarlystina.”
“Mér fellur vel við menn, sem eru lystar-
góðir,” svaraði veitingakonan.
Herbergið hans var lítið en tandurhreint
og angaði af blóma ilman. Wilding tók það
samstundis. *
“Eg veit ekki hve lengi eg dvel hér, en eg
skal tilkynna yður með nægum fyrirvara
hvenær eg fer í burtu.”
“Já, þakka yður fyrir Mr. ----”
“Wilding. Barry Wilding,” svaraði hann.
Það vildi svo til að þegar hann sagði
þetta, þá stóð hann í dyrunum að drykkju-
stofunni og virtist sem annar hinna tveggja
manna,. sem þar stóðu gefa hinum leynt
merki, en hvort sem honum missýndist það
eða ekki, leit hann upp samstundis og starði
áfjáður á Wilding, en þegar hann starði á
móti leit maðurinn undan.
Wilding gekk fram í ganginn og sagði við
veitingakonuna:
“Hvaða menn eru þetta?”
“Hann leit á yður eins og hann þekti
yður, herra minn. Þetta er listamaður, sem
kom hingað vegna þess, að hann hafði heyrt
hve fagurt væri hérna. Vinur hans, sem með
honum er, er skáld. Á eg að kynna yður
þeim, herra minn? Mér finst altaf svo
skemtilegt að gestir mínir þekkist.
“Já, þakka yður fyrir, Mrs. Shippam,”
sagði Wilding, sem áleit að hann hefði góða
ástæðu til að kynnast þessum náungum bet-
ur.
Er hún hafði kynt þá, bauð Wilding þeim
að drekka með sér glas af víni og þáðu þeir
tilboðið tafarlaust.
“Yður finst það sjálfsagt ósvífið hvernig
eg glápti á yður áðan, Mr. Wilding,” sagði
annar þessa nýju kunningja hans, er nefndi
sig Ebury, “en satt að segja varð eg hrifinn
af nafninu yðar. Barry Wilding er sérstak-
lega ihljómfagurt nafn, og þar sem eg er lista-
maður þá vekur fegurðin eftirtekt mína í
hvaða myn'd sem hún birtist mér.”
“Þannig er mér líka farið,” sagði vinur
hans. “Þér kannist víst ekki við nafn mitt,
Mr. Wilding — Oswald Gardiner,” sagði
skáldið. “Það var í raun og veru mér að
kenna að Ebury starði svona ókurteislega á
yður, því að þegar eg heyrði nafn yðar, sagði
eg við hann: “Þetta nafn ætla eg að nota í
næstu bókina mina!” og samstundis sneri
hann sér við og leit á yður. Leyfist mér að
spyrja hvort að þér búið ihérna í gistihúsinu?”
“Já, alveg eins og þið herrar mínir, sem
þpfið komið 'hingað vegna fegurðar þessa
staðar. Eg hefi ásett mér að heimsækja
fegurstu staðina hérna í nágrenninu”, svaraði
Wilding og vonaði að svarið léti þeim eðlilega
í eyrum.
“Við verðum að hittast oftar,” sagði
Gardiner.
“Það mundi mér þykja vænt um,” svar-
aði Wilding kurteislega.
Um leið og hann dreypti á glasinu sínu
athugaði hann þessa nýju kunningja. Ebury,
málarinn, leit út fyrir að vera um tuttugu og
fimrn ára gamall. Kinnbein hans lágu hátt,
en munnurinn var ófríður og gáfu bæði þessi
einkenni hans, Ihonium gráðugan svip, sem
hendur hans styrktu, en Barry hafði ætíð
þann vana að taka eftir höndum manna, svo
að lítið bæri á. “Óþverra menni,” hugsaði
hann með sér.
Oswald Gardiner var alt öðruvísi í útliti.
Hann var feitlaginn mjög, en vinur hans
magur. Lítill vexti, en hinn hár. Hann var
'hláturmildur, en Ebury var hörkulegur og
miskunarleysislegur á svipinn. Wilding hik-
aði ekki við að taka hann fram yfir hinn. Það
sem þeir höfðu sagt ihonum um sjálfa sig var
vel til fundið, en var það satt? En hvað sem
því leið, hvaða rétt hafði hann til að ætla,
þótt hann annars héldi að allir væru að
blekkja sig; að þessir menn hefðu nokkurn
sérstakan áhuga fyrir sér?
Hann gat ekki svarað þeirri spurningu.
# # #
Hádegisverðurinn var ágætur. Að hon-
um loknum gekk Wilding út í garðinn á bak
við húsið. Settist á bekk inn í sumarskála,
sem þar var og kveikti í pípunni sinni og
hugsaði um hvað hann ætti að gera núna,
þegar hann var þarna kominn svona nálægt
eigninni sinni.
Hann vissi mjög vel hversvegna hann var
þarna. Það var bara vegna þess að hann lang-
aði til að vera nálægt Phyllis Kenwit. Hann
ætlaði sér að bjarga henni á einn eða annan
hátt, þótt það væri gegn vilja hennar sjálfrar
og giftast ihenni strax og hún vildi taka hon-
um. Þetta var ekki lítil áætlun, og Wilding
skildi að hann þurfti tírna til að leggja á ráðin
til að koma henni í framkvæmd.
Hann ætlaði að láta þennan dag líða hjá.
Það var eins gott að lofa fólkinu í Durdles
húsinu að jafna sig áður en hann gerði at-
löguna.
Þegar hann hafði ráðið ráðum sínum
ætlaði hann að nota þessar fristundir sínar,
sem hann kallaði, eins vel og honum væri
unt. Hann klæddi sig í gömul og þægileg
föt og gekk sér ‘lengi til skemtunar um
eina þá fegurstu sveit, sem finst í Englandi.
Hann kom nógu snemma heim til að fá sér
bað áður en hann borðaði. En máltíðin sem
hann fékk var ein sú besta sem hann hafði
bragðað á æfinni.
Litla borðstofan var tóm, en eitthvað
klukkan tíu komu þeir Ebury og Gardíner inn
og kinkuðu til hans kolli þar sem hann sat í
drykkjustofunni.
“Það var gaman að sjá yðr aftur,” sagði
Gardiner brosandi, “viljið þér ekki taka eitt
tár með mér áður en við förum að sofa, Mr.
Wilding?”
Það var engin ástæða til að afþakka boð-
ið, sem var gert á mjög vingjarnlegan hátt, og
Wilding gekk að borðinu.
Joe Shippam framreiddi vínið og drakk
sjálfur glas eftir boði þeirra.
”Það er farið að kólna,” sagði Ebury er
hann gekk að arninum, og fylgdu hinir dæmi
hans og gengu þangað líka með glös sin.
“Skál!” sagði Wilding og drakk þeim til.
Stuttu síðar tók hann að syfja og fór að
geispa í ákafa.
“Afsakið mig, herrar mínir, en eg iheld
að eg fari og leggi mig til hvíldar,” sagði
hann. “Eg er ekki vanur loftslaginu hérna.
Það virðist hafa svæfandi áhrif á mig.”
Það var áreiðanlegt að honum fanst hann
vera frámunalega sifjaður. Hann gekk geisp-
andi upp stigann og komst með naumindum
inn í herbergið sitt. Þá var eins og hann
misti alla meðvitund. Hann reikaði þvert
yfir gólfið, með hendurnar réttar fram fyrir
sig. Strax og hann komst að rúminu,
steyptist hann ofan á það og misti svo með-
vitundina.
7. Kapítuli.
Þegar Barry Wilding vaknaði næsta
morgun, fanst honum að höfuð sitt væri blý-
þungt og að einhver væri að lemja á það með
þungri sleggju. Hann litaðist um í herberg-
inu, sem ljómaði af geislum morgunsólarinn-
ar, og néri á sér augun, en sár kendi til af
því.”
Hann var háttaður í rúminu! Það var
fyrsta atriðið, sem hann furðaði sig á. Hver
hafði gert það? Hann hafði ómögulega getað
komist í það hjálparlaust, því að það síðasta
sem hann mundi var þetta, að hann hafði
oltið ofan á rúmið og verið þá í fötunum. Það
hafði gerst stuttu eftir klukkan tíu kvöldið
áður.
Hafði honum verið gefið svefnlyf?
Þeirri hugsun skaut upp í huga hans
eins og leiftri. Það gat útskýrt þennan
skyndilega svefn, sem á hann sótti eftif að
hann drakk vínið, en áður hafði hann verið
vel vakandi. Hann hafði imeira að segja
hugsað til þess með ánægju að lesa leynilög-
reglusögu um kvöldið. Hann ætlaði einmitt
að sækja hana þegar Ebury hafði ásamt
Gardiner komið inn.
Hann settist upp í rúminu og var nú fær
um að hugsa skýrt. Hver var tilgangurinn
með þessu Ijóta bragði? Hann gat síðar náð í
þann, sem hafði gert honum þennan grikk, en
nú þurfti hann að vita hversvegna þetta hefði
verið gert.
Honum varð litið á handtöskuna sína og
þaut út úr rúminu. Hún var læst. Já, hann
hafði læst henni þegar hann fór í hana síðast
til að ná fötunum.
Lyklarnir hans og peningarnir lágu á
náttborðinu. Hann gat ekki hafa lagt þá þar
sjálfur, nema að hann hefði háttað og búið
sig til hvíldar án þess að vita af því.
Strax og hann opnaði töskuna, sá hann
að einhver hafði snúið öllu þar um. Eins og
margir þeirra manna, sem verða að sjá um
sig sjálfir, hafði hann mjög sterka tilfinningu
fyrir því, að hafa alt í röð og reglu. Hann
var iþví viss um, að hann hafði skilið við alt
í töskunni í réttri röð, en nú var það alt í
óreglu.
Barry varð þungur á brúnina þegar hann
stakk hendinni inn í hólf eitt í töskunni og
fann að það var tómt. ÞorpararnLf höfðu
verið að stela skjölunum hans. Öll skjölin
sem snertu Durdles húsið höfðu verið þarna,
nú voru þau farin!
Einstöku menn sýna bestu mannsparta
sína þegar á reynir. Barry Wilding var/ í
þeirra tölu. Er honum -skildist að hann
stæði andspænis þeim örðugleikum, er krefð-
ust allrar orku hans til að sigrast á, þá settist
hann niður og kveikti i pípunni sinni og var
hinn rólegasti. Hann reyndi að finna ástæð-
una fyrir þessu síðasta bragði í hinni leynd-
ardómsfullu atvikaröð, sem hafði hent hann
upp á síðkastið.
Hann hafði ekki lokið við að reykja píp-
una, þegar barið var að dyrum ihjá honum.
Það var Mrs. Shippam. Hún kom inn með
bakka. Hún reyndi að setja upp hörku svip,
sem henni mistókst samt. En er hún bauð
honum góðan daginn var rómurinn þurlegur.
“Eg hélt að yður langaði i tesopa,” sagði
hún og lét bakkann á borðið.
Wilding leit framan í hana.
“Eg var ekki drukkinn í gærkveldi, Mrs.
Shippam. Eg vil ekki að þér skuluð trúa
slíku um mig.”
“Nei, því skyldi eg gera það, herra
minn?” svaraði hún, en nú var rómurinn alt
annar.