Heimskringla - 25.03.1942, Side 7
WINNIPEG, 25. MARZ 1942
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
Ferðahugleiðingar
Eftir Soffonias Thorkelsson
------ Framh.
Islenzkir daglaunarfienn hældu því mikið að vinna fyrir
Bretann. Hann borgaði samkvæmt hæsta kauptaxta þeirra,
gerði enga kröfu ti'l þess að væri kepst við vinnuna, aðeins það
að altaf væri haldið áfram en í hægðum sínum. Heyrði eg
menn, þennan og hinn, minnast á að þeir væru bestu vinnu-
veitendur sem þeir hefðu unnið fyrir.
Meðlimir verkamannafélagsins Dagsbrún höfðu komist að
þeim samningum við Bretann að þeir tækju félagsmenn sína í
vinnu öðrum fremur. Stóð það tii áramótanna 1940-41. Þá
gekk yfir eitt alsherjar verkfall um land alt eins og farsótt í
gamla daga. Það var varla vinnandi maður í landinu í árs-
byrjun, nema bændur. Þeir gerðu ekki verkfall við baulur sín-
ar og búfé. Heldur ekki menn sem voru á höfum úti. Þeir
drógu sig til lands.
Sýnilega var engin ástæða fyrir hendi að láta þetta fólk
rjúka út í verkfall öllum til tjóns, því 1 flestum tilfellum krafð-
ist það aðeins þess sem vinnuveitendur hefðu átt að vera búnir
að greiða því fyrir löngu—dýrtíðar uppbót á kaupinu. Þeim
var það fullljóst að þeir hlytu að verða við kröfum þeirra. Fólk-
ið gat ekki komist af án þess að fá hana. Flestir verkveitendur
höfðu borgað þessa uppbót að nokkru leyti en ekki öllu, nema
ríkisverzlarirnar og Reykjavíkurbær. Þeir voru á eftir öllum
með þessa kaupuppbót, sem mun þá hafa numið nálægt einum
þriðja af grunnkaupi. Eg hafði tilhneigingu að komast eftir
hvernig stóð á því að ekki hafði verið samið við fólkið áður en
kom til verkfalls. Svarið sem eg fékk hjá þremur stórum
verkveitendum var þetta: “Það má alls ekki veita vrekafólki
það sem það biður um, því að fyrirhafnar og kostnaðarlausu
því geri maður það þá er það vist til að biðja um miklu meira
næst.” Vegna þess að eg hefi fengist við verksmiðjuiðnað og
fólkshöld fanst mér þetta vera einkennileg skýring á málinu og
hreint ekki í samræmi við mína reynslu. Mér varð það á að
segja það einum þessara verkveitenda að þeir væru betur
skinnaðir en sinnaðir. Meira um þá seinna.
Þegar þetta alsherjar verðfall, er þeir nefndu svo, var sett á
báðu Bretar verkamannafélagið Dagsbrún að það leyfði mönn-
um sínum að vera kyrrum við vinnu hjá sér því þeim lægi svo
mjög á að hraða verki því sem þeir væru að vinna að. Sögðust
þeir skyldu bonga þann taxta sem um yrði samið. En það var
ekki fáanlegt og hætti margur maðurinn vinnu sinni nauð-
ugur hjíá þeim. Þar var þvergirðingurinn og fyrirhyggjulaus
stífni 'hjá verkamannafélaginu að sínu leyti eins mikil og hjá
verkveitendum. Ólag, ólag og meira ólag.
Þegar allir landar hættu hjá þeim vinnu létu Bretar her-
nienn sína vinna að því sem lá allra mest á og varð landanum
hieira en lítið bylt við það. Héldu að þeir mundu ef til vill
komast af án sín og hefði það orðið mjög alvarlegt fyrir þá því
ekki var neina aðra vinnu að hafa í landinu fyrir þá menn er
hjá Bretum höfðu unnið.
Þá ikomu þessi frægu áróðursbréf (er svo voru nefnd) á
gang. Fóru þau alveg með allan vinskap milli hersins og
Bagsbrúnar því meðlimir hennar, en þó aðallega yfirmenn, voru
sannaðir að því að hafa látið semja þau og útbreiða og eftir
Verkfallinu létti tóku Bretar alla aðra menn í vinnu fyr en með-
limi félagsins. Verkfallið stóð ekki yfir rneira en eina eða tvær
vikur. Áróðursbréfin voru þess efnis að meðlimir verkamanna-
félagsins skoruðu á hermennina að þeir neituðu yfirmönnum
sínum að vinna þau störf er þeir sjálfir höfðu unnið að fyrir
herinn, eða leysa af hendi no-kkra vinnu er talist gæti verka-
mannsstarf eða fagverk. Bréfið var langt og ítarlegt með
hiikilli hvatningu til hermanna að neita yfirmönnum sínum
hm að vinna. Það var vel samið og þóttust menn finna orða-
lag eins sérstaks manns á því en það sannaðist aldrei hver
hafði samið það. Karlar nokkrir úr félaginu voru sendir með
bessi bréf.til hermannanna og hafði þeim ekki veitst tími til að
afkasta miklu er þeir voru allir teknir fastir af bresku lögregl-
Unni og leiddir í fangabúðir hennar. Seinna bættust fleiri við
sem sannaðist að riðnir höfðu verið við málið. Minnir mig að
þeir væru að öllum samantöldum 6 eða 7. En upphafsmaður
þeirra náðist ekki þótt allir iþættust vita hver hann var, og
réttarhöldin væru bæði mörg og ítarleg. Bretanum var það
mikið á'hugamál að ná í forsprakkann.
Nú hafði landanum stórlega yfirsést. Hann var kominn i
hann krappann. Honum hafði víst ekki hugkvæmst það að
hann mætti ekki hafa dálítil afskifti af bresku hermálunum upp
á eigin spýtur. En Bretinn var sá versti og aftók að þeir fengju
^ð ráða þar neinu. Yfirheyrslan mun hafa staðið yfir í tvo
mánuði. Á meðan höfðu sÖkudólgarnir frítt rúm og fæði og
hokkrar leiðbeiningar að þeir mættu ekki egna herinn til ó-
hlýðni við yfirmenn hans. . Leit svo út að þeir mundu allir
sendir til Englands til fangavistar. Mál þetta vakti mikið um-
tal í bænum og fanst sumum sem þeir ættu hegningu skilið en
það kom bara til af því að karlahróinn voru gallharðir kom-
hxúnistar og Rússa vinir en þá var ekki komið í móð að dást að
hónum og hæla. Skrítinn er heimurinn og fólkið sem í honum
hjarir. Nei, skrítinn getur Ihann varla kallast heldur eitt vit-
firrin^aspil.
En þetta fór alt vel og betur en áhorfðist. Hermann Jónas-
son, forsætisráðherra, sagði mér það eitt kvöld er eg var hjá
honurn heima, að yfinmaður hersins hefði komið til sín og af-
hent sér öll málskjölin og fangana og sagt sér að láta dæma þá
efti,r íslenzkum lögum! Urðu allir þessum málalokum mjög
fögnir. Voru þeir dæmdir til fangavistar í Reykjavík. Dómur-
ihn kom út eftir eg kom vestur og cman eg það eitt að þeir fengu
hiargra mánaða fangelsi, en þó mismunandi, sennilega eftir því
hvað hver var búinn að koma út mörgum áróðursbréfum til
hermannanna. Þetta var landanum lexía. Hann hefir ekki
hákað neitt við bresku hermálin síðan. Hermann og Jónas
áiáttu þeir skamma og alla ráðherrana. Það sagðist ekki svo
hijög á þvi. Annars var það rétt merkilegt ihvað Bretinn þoldi
hommúnistum þann vetur. Blað þeirra, Þjóðviljinn, flutti þær
^ótarskammir um hann sem var engin bót mæiandi og það
hieðan stóð á yfirheyrslu þessa máls. Allir sáu að hér stefndi
til nýrra vandræða. Bretinn mundi ekki þola þeim það til
lengdar. Hann hlyti að taka það mál í sínar hendur og þagga
hiður í ofstopamönnum þessum, ef íslenzku ríkisvöldin gerðu
hað ekki, sem þeim bar margföld skylda til, því Bretar höfðu
reynst Islendingum góðir og hlyntir og hliðrað til við þá í öllu
sem þeim var hægt og oft tekið sér í mein til að verða við ósk-
um og þörfum þeirra. Það viðurkendu allir nema Þjóðviljinn
og flokkur hans.
Þá voru þrír ráðandi flokkar í landinu er allir höfðu menn
í ráðuneytinu eftir að bræðingsstjórnin var mynduð. En það
var í byrjun stríðsins. Ráðuneyti þessu gat ekki komið saman
um að hafa framkvæmdir í málinu. Alt var látið hólkast þar
til það var orðið um seinan og Bretinn hafði lokað blaðinu og
tekið ritstjórana til fanga, Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjart-
arson og Sigurð Guðmundsson (minnir mig þriðji ritstjórninn
héti), og sent þá til Englands. Þá kendu ráðiherrarnir hver
öðrum, að hann og hann hefði staðið í vegi þess að nokkuð
hefði verið gert. Til ráðherranna heyrði eg ekki en flokksblöð
þeirra færðu fólkinu eiminn og óminn af pexi þeirra. En því
var ekkert gert af stjórninni? varð mörðum á að spyrja. Það
var ekkert leyndarmál að öllum ráðherrunum og flokksmönn-
um þeirra var jafn illa við kommana og hefðu viljað mikið til
þess gefa að forsprakkar þeirra væru allir í svartholinu eða á
Rússlandi. En svona stóð á því, að ráðherrarnir bjuggust við
því að 'kosningar mundu fara fram næsta sumar og voru
hræddir um að það mundi verða notað sem vopn á sig og flokk-
inn sinn í kosningunum ef þeir skærust í málið og létu gera
blaðið upptækt og höfðuðu málsókn á ritstjórana. íslendingar
eru mjög næmir fyrir því ef frelsi þeirra er að nokkru leyti
haggað.
Einar Olgeirsson og hinir ritstjórarnir voru allir sendir til
Englands og voru þar í nokkra mánuði. Síðan voru þeir sendir
heim aftur. Sennilega hefir breska stjórnin náðað þá gegn lof-
orði þeirra að þeir höguðu sér betur, og er það tilgáta mín sem
hefir við það að styðjast að eg varð oft var að hún var Islend-
ingum sérlega vinveitt og hlífði þeim oft við hirtingu er þeir
höfðu unnið til. Framh.
Leiðrétting við síðustu grein mína
Misritast hefir í siðustu grein minni: Álagning á klæða-
vöru er 46% en ekki 64% eins og þar stendur.
Einnig að síldarlýsið var um 35 þúsund tonn og álíka mikið
af síldar méli, en ekki 65 þúsund tonn eins og segir í blaðinu.
SIGRÍÐUR BJARNA-
DóTTIR JOHNSON
1864—1941
Það hefir dregist lengur en
skildi að verða við tilmælum
barna þessarar góðu konu að
rita nokkur minningarorð um
æfiferil hennar.
“Mörg láttaus æfin lífsglaum
fjær,
sér leynir einatt góð og fögur.
En guði er hún alteins kær,
þó engar fari af henni sögur.
Svo dylst oft lind und bergi blá
og bunar hárhrein skuggafalin.
Þó veröld sjái ei vatnslind þá
í vitund guðs hver dropi’ er
talin.—(St. Thorst.)
Sigríður var fædd á Stóru-
Ásgeirsá í Víðidal í Húnavatns-
sýslu á íslandi 22. marz 1864.
Foreldrar hennar voru Bjarni
Helgason frá Gröf ( sömu sýslu
og Helga Jónasdóttir, ættuð úr
Eyjafirði. (Einhverra orsaka
vegna hefir sú missögn slæðst
inn í þessa árs Almanak Thor-
geirsson’s að Sigríður hafi
fæðst í Gröf, og að faðir henn-
ar hafi verið Halldórsson). For-
eldrar hennar bjuggu lengst af
á Hrappstöðum í Víðidal, þar
til j.887 að þau brugðu búi, og
fór þá Sigríður' með móður
sína og yngsta bróður sinn til
Ameríku. Faðir hennar og hin
systkinin komu feeinna, nema
einn bróðir, Tryggvi, sem
seinna varð þingmaður frá
Húnavatnssýslu, og dó á Is-
landi 1929. Systkinin sem hing-
að fluttu voru: Ósk Johnson, nú
ekkja eftir Þórð Johnson frá
Akranes. Nú til heimilis hjá
fósturdóttir sinni að Linton, N.
D., séra Jóhann Bjarnason, dá-
inn 18. jan. 1940; Helgi, bjó
nærri Addingham, Man., dáinn
1931; Bjarni, dáinn 10. apríl
1900; Björn, bóndi nærri Víðir,
Man.; Mrs. Thorbjörg Eyjólfs-
son í Mountain-bygð, N. D.,
ekkja Páls Eyjólfssonar, sem
seinast átti heima að Wynyard,
Sask., ættaður úr Suður-Múla-
sýslu; Sigurður, áðurnefndur,
til heimilis í San Diego, Calif.
Áður en Sigríður flutti til
Vesturheims fór hún einn vetur
á kvennaskólan á Blönduósi í
Húnavatnssýslu. Var Þórdís
Eggertsdóttir (seinna Mrs. El-
don) þá kennari þar, og urðu
þær vinkonur upp frá þvi. Sjálf
varð Sigríður að vinna fyrir
kenslunni, og hefði fegin viljað
halda áfram námi, því það var
hennar mesta unun; en erfiðar
kringumstæður heimilisins ollu
því að það gat ekki orðið.
Hún kom vestur um haf, eins
og áður er sagt, 1887. Vann
fyrst í Winnipeg, og giftist þar
27. sept. 1889, Guðmundi Jóns-
syni, snikkara, frá Elliðavatni
nálægt Reykjavik, föður Stef-
aníu leikkonu og Jóns gull-
smiðs er lengi bjó á Mountain,
N. D., og síðar í Rugby, N. D.,
nú vestur á Kyrrahafsströnd.
— Þessi tvö börn frá fyrra
hjónabandi Guðmunds og fyrri
konu hans Önnu Stefánsdóttir
prests að Viðvik í Viðvikur-
sveit.
Urn haustið 1889 fluttu þau
til Mountain, N. D.; næsta sum-
ar voru þau til heimilis á bú-
jörð sem undirritaður átti þá í
Hallson-bygð, og kyntist hann
þeim þar fyrst vel, og hélzt sá
kunningsskapur ætíð síðan. —
Næst náðu þau í heimilisrétt á
bújörð í Svoldar-bygð, N. D.
Seldu það svo eftir 6 ár, og
fluttu til Mountain í annað
sinn. Voru þar í 9 ár. Þá
fluttu þau til Hallson-bygðar,
og bjuggu þar í 3 ár. Síðan til
Mountain í þriðja sinn og
dvöldu þar í 5 ár. Fluttu þá
enn burt frá Mountain 1914 og
norður til Canada, ásamt fleir-
um héðan úr bygðinni. Náðu í
tvær bújarðir, heimilisrétt og
“preemption”, 10 milur þaðan
sem nú er bærinn Climax,
Sask. Bjuggu þar í 6Ví> ár,
fluttu þá enn á ný til Mountain
í bygðina þar sem þau höfðu
unað sér best, og hér dvöldu
þau þar til vegir þeirra skild-
ust, hérna megin grafar, 1.
júní 1926. — Eftir það var Sig-
ríður hjá börnum sínum á víxl,
innvafin ástríki og umönnun.
Þau Sigriður og Guðmundur
eignuðust 9 börn. Mistu 2 í
æsku, og það þriðja 19 ára að
aldri; mjög efnilega stúlku,
sem Jensína hét, dáin 27. marz
1920. Þau sem eftir lifa, talin
eftir aldursröð eru: 1. Anna
Kristrún, gift Óla Bjarnasyni
Dalstead, búsett í Grand Forks,
N. D.; 2. Bjarni Valtýr, kvong-
aður Málmfríði Kristjánsdóttur
Halldórssonar, búa nálægt
Langdon, N. D.; 3. óskar
Tryggvi, kvongaður Elizu Mag-
núsdóttur Isfeld (Brazilíufara),
búa skamt frá Mozart, Sask.;
4. Guðrún Ingibjörg, gift Victor
Crowston, frá Hallson-bygð. —
Eiga heima í Cando, N. D.; 5.
Sólveig Aldíis, gift Victor Ás-
bjarnarsyni Sturlaugsson úr
Svoldarbygð, formanni á Bún-
aðartilraunastöð ríkisins nærri
- NAFNSPJÖLD -
—=y
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. SkrifstofusímJ: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finna á skriístofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími 33 158 Thorvaldson & Eggertson L6g]rce0ingar 300 NANTON BLDG. Talsíml 97 024
Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hotjrs: ■ 12—1 4 P.M.—6 P.M. AND BY APPOINTMENT M. HJALTASON, M.D. ALUENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl í viðlögum Vlðtalstímar: kl. 2—4 e. h. 7—8 að kveldinu Sími 80 857 643 Toronto St.
Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY ST. Beint suður af Banning Talsimi 30 877 Viðtalstími kl. 3—5 e.h. A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST. Phone 86 607 WINNIPEG
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simir 26 821 308 AVENUE BLDG.—Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave., Phone 27 989 Fresh Cut Flowers Dally. Planits in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquefcs & Funeral Designs Jcelandic spoken
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 508 Somerset Bldg. Office 88 124 Res. 27 702 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 Grenfell Blvd. Phone 62 200
Langdon, N. D.; 6. Elín Thor-
björg, (Mrs. Nagel) til heimilis
í Sacramento, Calif. — Öll börn
þeirra hjóna vel gefin og mynd-
arleg. Sum af þeirn gædd góð-
uim leikarahæfileikum.
Sigríður var bráðmyndarleg
kona, bæði í sjón, og á velli.
Ti-guleg í allri framkomu, gest-
risin og glöð heim að sækja,
hvernig sem á stóð. Skemtin í
samræðum, og hafði ákveðnar
skoðanir um öll þau almenn
mál sem hún hafði kynt sér
nokkuð til hlítar, og gat varið
mál sitt vel, ef svo bar undir.
Hún fylgdist undursamlega vel
með stjórnmálum, bæði hér og
heima fyrir konu sem hafði
eins miklum hemilisstörfum að
gegna, en mestan áhuga bar
hún fyrir öllu sem gerðist
heima á gamla landinu, því
þangað stefndi hugurinn mest.
Hún notaði allar mögulegar fri-
stundir til að auðga andann.
Hafði unun af skáldskap, bæði
í bundnu og óbundnu máli; en
þó sérstaklega öllu íslenzku af
því tagi. Samt var hún um-
hyggjusöm húsmóðir, ástrík
móðir og fyrirmyndar eigin-
kona. Þetta vita allir sem
þektu vel til, að ekki er oflof.
Þeir sem þekkja nokkuð ítar-
lega til frumbýlingsáranna á
þeim tíma sem Guðmundur og
Sigríður voru að koma upp
þessum barnahóp, fara nærri
um hversu mikla^umhyggju og
erfiði það útheimti að sjá um
alt, utanhúss og innan, þegar
húsfaðirinn þurfti að vera í
vinnu, oft og tíðum svo langt
frá heimilinu að gat ekki kom-
ið heirn nema um helgar. Gegn-
um alt þetta komst hún, méð
óbilandi kjarki og þrautseigju,
þrátt fyrir fátækt og marga
flutninga, aftur og fram. Og
svo heilsuleysi mannsins síns
síðustu 5 eða 6 ár æfi hans. En
auðvitað voru þá börnin þeirra
farin að leggja þeim lið.
Sigríður Bjarnadóttir var
einlæg trúkona á lúterska
vísu, þó hún væri ekki að
flagga með það, fyrir hverjum
sem var, og aldrei heyrði eg
hana hallmæla nokkrum þeim
sem hún vissi að voru þó á önd-
verðum meið í þeim efnum, en
THE WATCH SHOP
THORLAKSON * BALDWIN
Diamand and Wedding Rings
Agent for Bulova Watchies
Uarriage Licenses Issued
699 SARGENT AVE
leitaðist við að lifa samkvæmt
sinni trú.
Allir sem þektu hana vel
munu minnast hennar með hlý-
hug, og þakklæti fyrir ánægju-
lega og góða samfylgd. — Eg á
enga betri ósk, til ykkar, barn-
anna hennar, en þá: að minn-
ingin um hana, og það sem hún
lifði fyrir verði ykkur leiðar-
vísir, til æfiloka.
Því trú ihennar flytur fjöll:
hún framtíð vígði spor sin öll. 'V
Hún kveikti eld á arni nýjum, v
svo auðnin bygðist vonum
hlýjum,
hún vöggu nýrri valdi stað;
og vögguljóðið fyrsta kvað!”
(Jakobína Johnson)
úr kvæði hennar til landnáms-
kvenna á 50 ára afmæli isl.
bygðarinnar í N. Dak. — Sig-
ríður var ein af þeim.
Sigríður lézt að heimili dótt-
ur sinnar, ^Mrs. Dalstead, í
Grand Forks, 9. apríl 1941. út-
fararathöfnin fór fram á Moun-
tain þ. 19 s. m. Séra H. Sig-
mar flutti kveðjuorð á bæði ís-
lenzku og ensku. Mrs. Sigmar
söng einsöng, “Hærra minn
Guð til þín”. Miss Marian
Hamilton frá Langdon söng:
“I Love to Tell the Story of
Jesus, and His Love”. Mr. Jess
Crowston söng “The Old Rug-
ged Cross”. — Auk þess söng
stór söngflokkur marga af
hennar uppáhaldssálmum. Hún
hafði óskað þess að það yrði
sungið meira en vanalega við
útför sína. — Líkmenn voru
Halldór K. Halldórsson, H. J.
Hallgrímsson, Jón Sturlaugs-
son, Kristján og Jens, synir
Bjarna Johnson, og Leonard
Dalsted.
Thorl. Thorfinnson
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
LESIÐ HEIMSKRINGLU
BORGIÐ HEIMSKRINGLU