Heimskringla - 01.04.1942, Page 7
WINNIPEG, 1. APRIL 1942
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA '
Ferðahugleiðingar
Eftir Soffonías Thorkelsson
------ Framh.
Eg held að allir pólitísku flokkarnir hafi verið sammála
um að kjósa forseta, og gera fullan skilnað við Dani, eftir að
þýzki herinn tók Danmörku, og danski konungurinn gat ekki
náð til íslands með stjórnar og veldissprota sínum, og var mikið
um það rætt hver mundi hljóta þann heiður að verða kosinn
fyrsti forseti landsins.
Heyrði eg stungið upp á fjórum, sem allir þóttu líklegir til
að vera stöðunni vaxnir, og hafa traust þjóðarinnar. Voru þeir
Sveinn Björnsson sendiherra, Jónas alþingismaður og formað-
ur framsóknarflokksins; Hermann Jónasson forsætisráðherra;
Vilhjálmur Stefánsson, doktor í imannfræði, búsettur í New
York. Það mun hafa verið einhver undirbúningur með forseta
kosninguna veturinn sem eg var heima, því búist var við hún
færi fram nœsta sumar, 1941, en ekki var sá undirbúuningur í
hámælum hafður. Það var nokkuð talað um það að Sveinn
Björnsson sendiherra væri mjög á móti því að skilið yrði við
Dani, fyrri en sá tími kæmi er um hafði verið samið, 1943, að
íslendingar segði konungi sínum upp stöðunni.
Bretinn lét þá til sín heyra. Lagði þann úrskurð á óbeð-
inn, að þeir skyldu ekki gera það, að skilja við Dani að svo
stöddu en kjósa sér landstjóra til þriggja ára. Kom þetta frá
Bretum sem ráðlegging til íslendinga, en sagt var af þeim
sem málum þessum voru fullkunnugir, að 'hún hefði verið
þeirrar tegundar að ekki gæti það komið til mála að ganga
fram hjá henni, því vitanlega réðu Englendingar öllu hjá ís-
lendingum sem þeir vildu, því landið var og er algerlega á þeirra
valdi, en vissulega hafa þeir farið vel með það vald. En það
bar á talsverðri óánægju út af þessu. Það mun mörgum ís-
lendingi haf»fundist hann vera búinn að vera full lengi undir
Dani gefinn, og þeim vera mál að slíta sambandinu nú, en ekki
að bæta við það enn þremur árum; það væri lika óvíst hvernig
ástandið yrði að þeim árum liðnum; það gætu þá orðið aðrar
og stærri tálmanir en nú.
Englendingar héldu því fram, að þeir væru að berjast fyrir
frelsi og jafnrétti annara þjóða, og fanst mönnum sem þeir
hefðu átt að unna íslandi þess, að fá sjálfstæði sitt, er konung-
urþeirra var sama sem fangi þýzku hervaldanna, og gat ekki
gengt þeim skyldum við Islendinga er honum bar að inna af
bendi. Eg heyrði ekki getið um að Englendingar hefðu fært
neinar ástæður fyrir þessu, eða hvað þeim gekk til þess. Þó er
ekki ólíklegt að svo hafi verið, því þeir eru ekki þektir að því
að vanihugsa stjórnmál sín, nema hafi það verið þegar þeir
lögðu út í þetta stríð óundirbúnir.
Fyrirmælum Englendinga var fylgt, og landstjóri var kos-
inn, Sveinn Björnsson sendiherra, prýðilegur maður, sem eng-
inn hafði nema gott eitt um að segja. Mann, sem hafði fengið
meiri reynslu í utanríkismálum en nokkur annar núlifandi Is-
lendingur. I sendiherra stöðunni hafði hann sannað sig til
þjóðarinnar að skyldurækni og góðum hæf-ilegleikum, að sigla
í kringuim Skerin, og leiða málin giftusamlega til lykta fyrir
Islendinga.
Sveinn er ekki þektur að þvi að taka neinn þátt í pólitík, og
engum mun vera það full-ljóst hvar hann er með eða móti, og er
það líka kostur, og hann ekki lítill á manni í hans stöðu. Eg
álít að þjóðin hafi verið heppin í valinu, og eg vona að hún
verði líka lánsöm undir hans stjórn, að honum megi auðnast,
með lipurð sinni og mannkostum, að firra stjórnendur landsins
því ofstækis æði í fram-tíðinni er þeir hafa oft beitt hver annan,
er hefir spilt hæfilegleikum og starfskröftum þeirra svo að þeir
hafa ekki orðið þjóðinni að hálfum notum og þeirn sjálfum til
hinnar mestu vanvirðu, og sannað öllu öðru betur að þeir eru
ekki vel þroskaðir stjórnmálamenn, gæfa þjóðarinnar í framtíð-
inni hlýtur að hvíla á því að afar miklu leyti, að vitrir og góð-
gjarnirmenn fari með völdin. Sveinn Björn-sson landstjóri er
einn þeirra manna er eg ber mikið traust til, um góða dóm-
greind og stillingu. Eg óska þjóðinni til blessunnar með hann
se-m æðsta mann sinn og honum með stöðuna og staðinn sögu-
fræga, höfuðbólið Bessastaði, til ábúðar.
Það mætti margt um það segja hvernig breska hernum
var tekið er hann kom til landsins, öllum að óvörum, en eg vil
ekki vera fjölorður um það, aðeins -minnast á nokkur atriði,
eins og þau komu mér fyrir sjónir, og getur fólk kanske dregið
nokkrar ályktanir af þeim.
Hertakan setti alJa hljóða, og munu flestir hafa hugsað
líkt þessú. Þetta átti þá gamla íslad eftir, að vera herskildi
numið, og frjómold þess og möl verða hermanna fótum troðin.
Allir voru hljóðir og stiltir, enginn sýndi æðru, alt var kyrt og
hljótt, margir 1-itu hver til annars án þess að segja orð, og héldu
ferð sinni á-fram, nokkrir töluðust við í hljóði með áhyggjusvip
og gáfu hermönnunum grunsamlegt auga, sem mest virtust
vera unglingar, er kunnu víst ekki mikið til hermensku, og ekki
hermannalegir á útliti, er gáfu það til kynna strax fyrsta morg-
uninn, að þeir höfðu meiri áhuga fyrir fallegu stálkunum en
hermenskunni, er voru þar á vaðbergi, og gáfu þeim svo hýrt
auga og hlýleg bros að eg fann mjög til afbrýði fyrir íslenzku
Piltana.
Þessir ungu hermenn höfðu víst aldrei séð eins fallegar
stúlkur á Bretlandi, það segir sig sjálft, að það þarf að fara vel
nieð kvenfólk, eins og húsdýrin, svo það verði fallegt; og
sama er með karlmenn: eigi þeir ilt verða þeir ljótir og rýrir.
En Bretar eru ekki þektir að því að fara vel með kvenþjóðina,
eitthvað hkt þvi og íslendingar gerðu fyrir mannsaldri síðan;
á því sviði hefir þeim vissulega farið fram, og mega þeir og
þær þakka Vestur-lslendingum nokkurn hluta þess; að því leyti
sem ótal mörgum öðrum gætir meiri menningar hjá Islend-
ingum nú en nokkurn gat dreymt um að mundi geta átt sér stað,
eftir svo stuttan tíma, sem liðinn er síðan við fluttum af
landinu.
Mér kom margt til hugar morgunin 10. maí, er eg stóð við
gluggan í stofum minum á Hótel Borg. Eg man sumt af því
enn, er eg var að yfirlíta brezku hermannahópana í kringum
Austurvöll er höfðu komið um nóttina. Hér er hún komin hin
hrezka æska, lítil vexti og rýr í útliti — vonandi að stðerð
hennar sé hið innra, það hlýtur að vera svo, þvi að á herðum
hennar hefir -hvílt og hvilir enn hin mikla ábyrgð og þungi
hrezka heimsveldisins. Ekki voru þeir hermannalegir; ólíkir
eru þeir islenzku piltunum sem eru gerfilegir og stórir vexti.
Fyrir Wlorgunmat...
five roses
rolled oats
five roses
EDIBLE BRAN
FIVE roses
CRACKED WHEAT
five roses
WHEAT CRANULES
hollasta og bezta fœða
LAKE OF THE WOODS MILLING
WINNIPEG
Co. Limited
MANITOBA
- Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldg.
Skrlfstoíusími: 23 674
Stundar sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
Er að finna á skrifstofu kl. 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
Talsími 33 158
Office Phone
87 293
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
109 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hotms:
12—1
4 P.M.—6 P.M.
AND BY APPOINTMENT
Dr. S. J. Jóhannesson
215 RUBY ST.
Beint suður af Banning
Talsimi 30 877
Viðtalstími kl. 3—5 e.h.
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími: 26 821
308 AVENUE BLDG.—Winnipeg
Mér fanst sem þynfti marga þessara brezku unglinga til að
jafnast við einn þeirra að líkamsburðum. Sumir þessara her-
manna voru varla meira en fimm fet á hæð og grannir eins og
skólastúlka. Nokkrir þeirra voru í fötum sem hefðu passað
næstum þvi helmingi stærri manni. Ermarnar *náðu fram á
fingrgóma, skálmarnar hvíldu á skónum á jörðunni, með stór-
um brotum á ristinni, og í sama hlutfalli var víddin óhæfileg.
Gat þetta virkilega verið Bretinn? Var það mögulegt að mér
hefði bæði misheyrst og missýnst þennan morgun? Nei, það
var óhugsandi. Þetta var Bretinn sjálfur, þar kominn með flota
sinn og fótgöngulið. 1 huga minn kom ein spurningin af ann-
ari: Er sól hans að ganga til viðar? Er staðan orðin honum of
stór eins og hermönnum hans fötin, er þeir klæðast — staðan
sem hann he-fir skipað i heiminum um aldir með mestu prýði?
Sannarlega væri þess óskandi að svo væri ekki, því þrátt
fyrir alt hans herbraml -hefir þjóðunum liðið langbest undir
hans frjálsmannlegu stjórn. Undir stjórnarvæng hans hefir
lýðræðið þroskast -í heiminum. Jafnvel frelsis- og lýðræðisandi
Bandaríkjanna er frá Bretum runnin, þótt þó skrítið kunni að
þykja. Hann hefir altaf reynst vinum sinum hollur og sigr-
uðum þjóðum bróðir-í raun; hefir skilið öllum stórveldum betur
meginmátt góðrar samvinnu meðal þjóða. Hann átti lang-
mestan þáttinn í því að reisa Evrópu við eftir heimsstríðið
1914-18. Það var hans verk að varna því að Frakkar gengu
þýzku þjóðinni -milli bols og ihöfuðs er hún lá í sárum. Það var
hann, ásamt Bandaríkjunum, sem gerði alt sem hann gat með
stórlánum og margvíslegri annari hjálp, að lyfta þýzku þjóð-
inni á fæturna aftur. Það var hann sem gekk lengst í því að
létta af -henni herskattinu-m til ý-msra þjóða er hún gat ómögu-
lega risið undir. Þeir réttu þýzku þjóðinni bróðurhönd i fullri
vináttu og kom þar grein-ilega -í ljós sáttfýsi og manngildi
brezku þjóðarinnar. Nú bita Þýzkarar eins og nöðrur þá sömu
hendi er rétti þeim hjálpina þegar þeim lá mest á.
Þýzka þjóðin var ósköp óheppin. Það þrýsti sér til valda
hjá henni maður, sem var og er djöfulóður, en hún sá það ekki
fyri en um seinan, vegna þess hermannakulturs er hún hafði
verið alin upp við á keisaratímabili hennar á átjándu og nítj-
ándu öldinni. 1 reyndinni er þýzka þjóðin góð, vitur, þróttmikil
og þrifin, en fyrir augum hennar hvílir enn skýla sú, er keisarar
hennar bundu henni og innræti það er þeir gróðursettu með
henni, takmarkalausan þorsta til hérmensku og yfirráða í heim-
inum. Þetta er kanske ekki óeðlilegt, því þegar þröngt hefir
verið orðið um þær heima fyrir þá sýnir veraldarsagan það að
þjóðirnar hafa sprengt af sér böndin og breitt sig yfir lönd ná-
grannaríkjanna með báli og brandi. Það var orðið þröngt um
þýzku þjóðina heima fyrír og hún fékk fyririiðann Hitler, er
var ótrauður að myrða til beggja handa.
Nei, brezka veldið má ekki falla. Það yrði mannkyninu í
heild óbætanlegt tjón. Ennþá eru engar af þjóðunum færar
að taka við af Englendingum. Bandaríkin, mundu margir
segja, en mér finst þeir ekki geta komið til mála. Menning
þeirra, á m-örgum sviðum, er vissulega of sundurlaus og óráðin
til þess að þeim sé trúandi til að vera heimsveldi. Dómsvald-ið
og löggæsluvaldið sagt að vera í ólagi miklu, sem þó er óneit-
anlega grundvöllurinn undir góðri og traustri þjóðfélagsskipun.
En marga og góða kosti hafa þeir, því er ekki að neita. Nóg er
einstaklingsfrelsið þar og ef til vill um of. Nokkur partur þjóð-
arinnar var ekki nógu þroskaður til þess að fara rétt með það
og hefir því komist allmikiJl glundroði á ýmislegt í þjóðfélagi
þeirra.
En hvað er um Rússann, kom í hug minn. Við vitum lítið
um hann. Mest sem okkur hefir borist þaðan er einhliða lof
eða staðhæful-ítið last, en eitt vitum við þó, að hjá honum er
að skapast föst og ákveðin menning, (en því miður undir ein-
veld-i), sem er ólík þeirri er við höfum vanist og sem mörgum
fellur ekki vel á bragðið, því eftir því sem eg fæ best skilið, er
undirstaða hennar jöfnuður og bræðralag. En þessi sérkenni-
lega menning Rússa, sem mun hafa náð undursamlega miklum
þroska, — þegar tekið er tillit til þess hvað ung hún er, mætti
ætla hana enn -barn í reifum, — mun eiga mikla framtíð í vænd-
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 Somerset Bldg.
Offlce 88 124 Res. 27 702
UM SKATTA
Leslie, Sask.,
28. marz 1942
Soffonías Þorkelsson,
Winnipeg, Man.
Kæri vin:
Mér datt í hug er þú í n. s.
blaði mintist á það, í Ferða-
hugleiðingum, að engin stjórn
nema á Islandi mundi leggja
tolla eða skatta á flutnings-
gjöld, að benda þér á Saskat-
chewan stjórnarbræðsluskatta-
flækjur. Það er ekki aðeins
lagður skattur á flutnings-
gjöld, heldur einnig skattaðir
skattar sambandsstj.. Eg skal
taka til dæmis 3<t skatt er sam-
bandsstj. lagði á gasolíu s. 1.
sumar. Á viðskiftareikningum
hér er þessi skattur hafður sér
í dálk. En samt er lagður á
hann fræðsluskattur (Educa-
tion tax) fylkisstjórnarinnar.
Þetta sama á sér stað á öllum
vörum sem skattaðar eru af
sambandsstjórninni. Að það er
söluverð, en ekki innkaups-
verð, sem skatturinn er lagður
á, sýnir að bæði flutningsgj. og
álagning er sköttuð. Trúi eg
varla að Islendingar séu Pat-
terson fremri í skattaprjóni. —
Eftirfarandi vísa gufaði upp úr
tvískattaðri gasolíu:
Að skatta alla skatta er
“Pabba” litla prik
í “plattformi”. — Það hefði
þurft að færa það —,
sumir ahafa sagt það væri
frumlegt fanta-strik
Thorvaldson & Eggertson
LögfrœOingar
300 NANTON BLDG.
Talsíml 97 024
M. hjaItason, m.d.
ALMENNAR LÆKNINGAR
Sérgrein: Taugasjúkdómar
Lætur úti meðöl í viðlögum
VlðtaLstímar: kl. 2—4 e. h.
7—8 að kveldinu
Sími 80 857 643 Toronto St.
A. S. BARDAL
selur líkkistur og annast um útfar-
ir. Allur útbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
843 SHERBROOKE ST.
Phone 86 607 WINNIPEG
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave., Phone 27 989
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding & Concert
Bouquets & Funeral Designs
Icelandic spoken
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy Sts.
Phone 22 866
Res. 114 Grenfell Blvd.
Phone 62 200
THE WATCH SHOP
THORLAKSON & BALDWIN
Dlamond and Wedding Rings
Agent for Bulova Waitches
Marriage Licenses Issued
699 SARGENT AVE
en fjandinn sjálfur neitaði að
læra það.
Að svo mæltu þakka eg þér
fyrir það sem komið er af
Ferðahugleiðingum og get full-
vsisað þig um að þær hafa átt
hér vinsældum að fagna. —
Skrifa þú, við skulum lesa.
Með vinsemd og bestu kveðju,
Rósm. Arnason
Bœkur til sölu á Heimskriuglu
Endurminningar, 1. og n.
hefti, alls 608 blaðsíður, eftir |
Friðrik Guðmundsson. Verð
upphaflega $2.50, báðar bæk-
urnar; nú $1.00.
Hetjusögur Norðurlanda, um ;
200 blaðsíður að stærð, eftir
Jacob A. Riss. Islenzkað hefir
Dr. Rögnvaldur Pétursson. —
Verð 35c.
Minningarrit
Þeir, sem eignast vilja 50
ára minningarrit Sambands-
safnaðar, geta eignast það með
því að senda 50£ til Davíðs
Björnssonar, 702 Sargent Ave.
Ritið er mjög eigulegt, með
myndum og ágripi af sögu
kirkjunnar á íslenzku og ensku.
um, hvert sem mönnum fellur það betur eða miður. Ekki skildi
mig furða á því þó margur mannshugurinn stefndi inn á
bræðralagsleiðina, þar sem allir ynnu fyrir einn og einn fyrir
alla. Þá losaðist heimurinn við hermenskuna og allar þær
höimungar sem henni fylgja. En Rússinn hefir enn ekki náð
því hámarki að houm sé treystandi að taka stöðu Bretans sem
heimsveldi.
Nei, við verðum að treysta Bretaum í samvinnu við
bræður okkar og nágranna, hina ómetanlega hjálipfúsu Banda-
ríkjaþjóð, sem elskar lýðræði meira en alt annað. Við óskum
þess víst öll að brezka heimsveldið sigri og fái stjórnað heim-
inum enn lengi unz önnur koma fram er sanna sig þeim betri.
Það var ekki Mkamsstærð Bretans sem gerði hann að heims-
veldi, heldur hinir andlegu yfirburðir — þeir búa vonandi að
þeim enn og fá, með bandamönnum sinum, bjargað heiminum
úr þeim hörmungum sem hann er staddur í nú. Þeir hafa marg
sannað það að þeir eru lang bestu sátta semjarar, mestu stjórn-
mála vitringar, þjóðfélags og fjármálamenn, sem heimurinn
hefir þekt. Framh.