Heimskringla - 29.07.1942, Side 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. JÚLI 1942
Itetmskringla
(StofnuO 1886)
Kemur út á hverjum mUfvikudegi.
Elgendur:
THE VIKING PRESS LTD.
(53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
, Talsimi: 86 537
Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn, borglst
fyrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskiíta bréf blaðinu aðlútandl sendist: .
Manager J. B. SKAPTASON
858 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Dltonáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 29. JÚLÍ 1942
SJÁUMST Á GIMLI 3. ÁGÚST
Heimskringla hefir verið beðin að
minna á íslendingadaginn, 3. ágúst á
Gimli. Henni er þetta ljúft, enda þótt
hátíðin sé búin að mæla svo lengi með
sér sjálf, að um hana sé.fátt hægt að
segja, sem flestir viti ekki fyrirfram. En
það er um merkingu dagsins sem lengi
má ræða, því hún er í raun réttri miklu
meiri og víðtækari, en við fáum í fljótu
bragði gert okkur grein fyrir.
Eitt af því sem sérstaklega minti mig
á þetta, var frétt, sem eg datt nýlega
ofan á. Eg var að blaða í gömlum
“Þjóðólfi” frá árinu 1897. 1 einu eða
tveimur tölublöðum var þar getið um,
að nú ætluðu Reykvíkingar og nær-
sveitamenn að efna til góðrar skemtunar
með því að halda “íslendingadag”. Eg
leitaði í nokkrum blöðum til baka frá
árinu 1897, en gat ekki orðið annars
var, en að þetta væri fyrsti þjóðhátíðar-
dagurinn frá árinu 1874, er Kristján
níundi Danakonungur færði Islandi
stjórnarskrána. En þá voru Vestur-ís-
lendingar búnir að halda Islendingadag
samfleytt í meira en 20 ár. Fór mig nú
að gruna að þarna hefði verið að ræða
um einhver áhrif frá hátíðahöldum Vest-
ur-lslendinga, frá íslendingadegi þeirra.
En þá í svip var ekki með vissu um
þetta hægt að segja. Þó fór nú svo, að
eg styrktist í grun mínum um þetta, því
eftir hátíðina heima, var farið að deila á
nefndina í blöðunum fyrir að kalla há-
tíðina íslendingadag eins og hún aug-
íýsti hana. Töldu þau það ótækt fram-
vegis, ef haldið yrði áfram þessari minn-
ingarhátíð, sem sjálfsagt þótti að vísu að
gera, vegna þess að áhrif hennar væru
góð og þjóðleg. Þetta nafn, Islendinga-
dagur, geti vel átt heima hjá Vestur-
Islendingum, sem innan um aðrar þjóðir
byggju, en heima væri ekki um það að
ræða. Þar væri aðeins ein þjóð og dag-
urinn yrði að kallast: “Þjóðhátíðardagur
Islands.”
Þetta skal nú ekki selt dýrara en það
er keypt. Á hinu er enginn efi, að þjóð-
ernisleg áhrif Islendingadagsins eru og
hafa ávalt verið geysimikil á Vestur-
Islendinga. Þeir hafa á þeim degi að
segja má raunverulega lifað æsku-
drauma sína og minningar um ættjörð
og þjóð, minningar, sem ekkert nema
algleymið sjálft mun frá þeim taka.
Frá þjóðræktarlegu sjónarmiði er þvi
enginn efi á að Islendingadagurinn er
mikilsverður. En hinu má þá ekki
gleyma, að hann er það því bezt, að
hann sé vel sóttur.
SKRÍTLUR
1 samsæti sem fregnritum var haldið í
London, var margt annara gesta og þar
á meðal frú Winston Churchill. 1 veizl-
unni spurði hún fregnritana, hvort þeir
gætu ekkert sagt sér um það til hvers
Hess hefði komið til Bretlands. Fregn-
ritana furðaði á spurningunni og spurðu
hvort maður hennar hefði ekki sagt
henni neitt um þetta. Frúin sagði und-
ur sakleysislega og blátt áfram, nei —
hann segir mér aldrei neitt. Sýnir þetta
að Churchill er um sumt að minsta kosti
alveg eins og aðrir menn.
* * *
— Hérna eru tvær-Jcrónur, Sigga mín,
o.g legðu þær nú í bankann.
— Nei, það geri eg ekki. Eg er á móti
öllum burgeisum og “kapitalistum”, al-
veg eins og kennarinn!
GULLNA HLIÐIÐ
1 vetur þegar eg lá veikur færði ein
ágæt vinkona mín mér leik Davíðs Stef-
ánssonar, Gullna Hliðið, til að lesa. Mér
var það hin mesta afþreying. Nokkru
seinna gaf einn vinur minn mér bókina,
og hefi eg í enga bók eins oft litið síðan.
Það er engin furða, því bókin er frá enda
til enda það snildarverk sem mjög erfitt
er á við að jafnast. Höfundurinn hefir
tekið gömlu þjóðsöguna “Sálin hans
Jóns míns” og gert úr henni sjónleik,
sem sýnir spor fyrir spor söguna frá því
að Jón liggur dauðvona og andast þang-
að til kerling hans er búinn að koma
skjóðunni með sál hans alla leið inn um
hlið himnaríkis í óþökk Sankti Péturs og
allra heilagra. Annað eins þrekvirki er
sannarlega í frásögur færandi, sérstak-
lega þegar það er gert með snild Davíðs
Stefánssonar, þar sem svo að segja hvert
orð eða setning vekur aðdáun.
Maður mundi nú halda að leiksvið er
sýnir moldarkofa langt inni í heiði á Is-
landi þar sem karlfauskur sem er sauða-
þjófur, drykkjusvoli, hórkarl og illmenni
er að sálast, hefði fátt aðdáunarvert að
sýna. En það er alt annað. 1 kofanum
eru tvær konur sem þrátt fyrir umhverfi
og tötra eru aðdáunarverðar ef mann-
legar verur nokkurntíma geta það orðið.
Þessar konur eru kerling Jóns Jónssonar,
karlsins sem er að andast, og Vilborg,
sem enginn veit hvaðan komin er frekar
en kona Kains. Kerlingin er sönn ímynd
kvenlegrar ástar, umhyggju og trygðar;
er full angistar og ótta yfir sálarvelferð
karlsins. En hin er eitt þetta kvengull
sem ótrúlega víða er að finna, sem leitað
er í alskonar vandræðum og veikindum.
Kunna meira eða minna góð ráð við öllu,
eru ætíð reiðubúnar að hjálpa öðrum og
aldrei láta hugfallast. Það er ekkert að
hneykslast á tiktúrum hennar við með-
ala tilbúninginn. Það er svo sem ekki
spánýtt, þegar til meðala eða meðala-
leysis komur, þar sem sjálfir spreng-
lærðir læknarnir tyggja upp ár eftir ár
endaleysur sem hver heilvita maður
hlýtur að vita og sjá að er heimska.
Hugrekki hennar hitar manni um
hjartaræturnar. Hún hræðist bókstaf-
lega ekkert. Jafnvel þegar kofir^i fyllist
af fjórum púkum sem komu til að ógna
dauðvona sjúklingnum, þrífur hún eldi-
brand úr glæðunum, gerir með honum
krossmark, veður inn fyrir púkana, dríf-
ur þá út með særingum sem vel sæmandi
væru þaulæfðum galdramanni, eltir þá
út í myrkrið og skilur við þá með: “1
nafni Guðs föðurs, sonar og heilags
anda”, á bjagaðri latínu. Þvílík kona.
Kerling Jóns er alt öðruvísi. Hún er
engin bardaga manneskja en seig er hún
og ýtin. Hún hafði gifst Jóni í óþökk
'foreldra sinna, því hún hafði unnað hon-
um og ann honum enn, eftir að hafa alið
honum tíu krakka sem nú voru allir
komnir út í veður og vind; hafði liðið
með honum fátækt og basl, órækt og ó-
virðing, því Jón hafði komist undir
manna hendur og verið kaghýddur fyrir
þjófnað. Og nú vár eftir hið erfiðasta
af öllu: að koma sál hans inn um hlið
himnaríkis. En hvernig?
Kerling var ekki ráðalaus. Þegar Jón
byrjaði að taka andvörpin greip hún
skjóðu og hvolfdi henni opinni yfir vitin
á honum, náði þannig sál hans í skjóð-
una og batt rækilega fyrir með sokka-
bandinu sínu.
Rétt á eftir kemur hreppstjórinn og
ætlar að taka Jón fastan fyrir nýjan
þjófnað, en það verður lítið úr erindinu
því líkaminn liggur dauður í rúmfletinu
en sálin er í skjóðunni. Hann fer því og
þar endar fyrsti þáttur leiksins.
Annar þáttur fer fram í klettahlíð á
leiðinni upp til himnarikis. Það er þykt
veður og þokuslæðingur þó gullin bjarmi
sé yfir fjallahlíðinni. Kerling kemur
sparibúin og heldur á skjóðunni. Hún
sezt niður til að hvíla sig.
Það fer nú að heyrast til Jóns í skjóð-
unni. Hann er með skætingi við kerl-
inguna fyrir að vera nokkuð að bjástrast
við þetta, fyrir seinlæti hennar og hvað
annað. En hún svarar ekki nema góðu,
biður hann að vera þolinmóðan og lesa
bænirnar sínar því ekki muni af veita
um það lokið er ferðalaginu.
Og nú byrjar prédikun leiksins.
Uppi i klettunum heyrast hljóð og
maður og kona koma hrapandi niður,
það eru hjónin sem ólu Jón upp, sveltu
hann og börðu, áttu þannig mikirín þátt
i því að hann varð að ógæfumanni. Þau
og kerlingin mælast við nokkrum orðum,
svo hörfa þau niður á við.*
Næst kemur hrapandi þjófurinn sem
kom Jóni fyrst til að stela, næst böðull-
inn sem Jón hafði hýtt. Þá konan sem
tælt hafði hann til lauslætis, þar næst
drykkjumaðurinn sem kom honum til
að drekka í óhófi, næst ríkisbubburinn
sem saug út úr honum og öðrum fátækl-
ingum hvern eyri er þeir áttu og síðast
sýslumaðurinn sem dæmt h'afði Jón til
hýðingar fyrir sauðaþjófnað.
Alt þetta fólk stansaði dálitla stund
hjá kerlingunni og yrtist á við hana og
skaut þá Jón stundum orði inn í svo hélt
það áfram ferð sinni. í hvert sinn er
einhver nýr kemur hefir kerling á reið-
um höndum stef úr sálmi sem sérstak-
lega á við þá persónu, því öllum hafði
þeim verið úthýst við gullna hliðið fyrir
illverk sín. Og í hvert sihn sem eitt-
hvert þeirra fer stendur óvinurinn inni á
milli klettanna og vísar þeim veginn.
“Hann er svartur og sviðinn með tvo
hnýfla upp úr glóandi skallanum.” Kerl-
ingin sér hahn ekki fyr en alt hyskið er
farið, þá kemur hann í ljós og les fyrir
þeim langa rullu um veldi sitt og hve
auðvelt sér veitist að ná mannssálum,
jafnvel fast upp við sjálft gullna hliðið.
Mikael höfuðengill birtist þá og les upp
dálítinn kvæðispotta, en heldur finst Jóni
“það bragðlaust hjá honum”. óvinurinn
kemur þá aftur og flytur enn nokkrar
þulur. En kerlingar auminginn krýpur
þá niður og les ferðabæn sína. Grípur
svo skjóðuna og byrjar að klifra upp
klettana og með því endar annar þáttur.
1 þriðja þætti er kerling komin upp á
klettana, komin upp í glaða sólskin og
logn. “Breið er mörk á báða bóga” en
framundan iðgrænar og grösugar slétt-
ur alt upp að gullnu hliði hinnar himn-
esku Jerúsalem. Hún er í “landareign
Drottins”, eins og hún kemst að orði og
fer að dálítilli lind til að þvo sér áður en
hún haldi lengra. Hún stingur skjóð-
unni niður í lindina til að kæla Jóni, sem
segist vera að stikna og drepast úr
þorsta.
Nú komu fyrst á móti kerlingu for-
eldrar hennar og fyrverandi sálusorgari,
öll í hvítum skrúða og haldandi pálma-
viðargreinum í krosslögðum höndum á
brjóstum sér.
Presturinn: “Vér heilsum þér í nafni
hinnar eilífu þrenningar,” og í prédikun-
arrómi.
“Það er engin von að þú formerkir það
af ásjónu vorri hver vér^erum, því langt
er síðan vér vorum fyrir Herrans náð
burt kölluð úr hinum mikla eymdadal,
hvar menn ganga bölvuninni íklæddir
eins og hverju öðru hafnar fati,. og tenn-
ur syndarinnar eru sem líónstennur sem
bíta til dauða. Eg er þinn gamli sálu-
sorgari og guðs-þénari en þetta eru þínir
jarðnesku foreldrar.”
Eftir nokkuð lengra samtal þar sem
prestur talar mest og í sama tón fara
þau þrjú. En þá kemur óvinurinn í eng-
ils líki “með eldrauðan hárlubba sem
hylur hnýflana.” Hann seilist í skjóð-
una en kerling grípur hana í ofboði. —
Hann þykist vera Mikael höfuðengill og
fer með vers því viðvíkjandi en kerling
þekkir hann og segir:
“Vík frá mér Satan.”
Hann fer, og þá koma tveir gamlir
vinir, Jón og Helga, sem er hin mesta
gæða manneskja sem alt vill öllum fyrir-
gefa. Verður kerling þeim mjög fegin.
Þau eiga langt samtal og þá koma aftur
foreldrar kerlingar og klerkurinn; og að
síðustu fjórir englar, fiðlungur sem leik-
ur á fiðlu og þrír synir Jóns og kerlingar.
Þeir spila og syngja nokkur smákvæði
og fylgja svo kerlu upp að hinu gullna
hliði.
En nú er eftir það sem erfiðast er af
öllu, það að koma Jóni inn fyrir hliðið.
Kerling marg ámálgar við hánn að nú
verði hann að brjóta odd af aflæti sinu,
lesa bænir sínar, haga orðum sínum
gætilega, standa ekki uppi í hárinu á
Lykla-Pétri og sýna einlæga iðrun fyrir
syndir sínar.
Jóni leiðist í henni rausið og skipar
herini að fara að berja að dyrum.
Kerling ber þrjú högg og Lykla-Pétur
kemur til dyra. “1 andliti og fasi minnir
hann á gamlan djákna”. Eftir töluvert
langan inngang kemst kerling að efninu
og segir Pétri að hún sé hér með sál
karlsins síns í skjóðunni og biður hann
að hleypa honum inn. Pétur uppástend-
ur að Jón komi úr skjóðunni og kerling
játar því ef hann megi þá vera í skyrt-
unni sinni og nærbuxunum, því annars
kunni að setja að honum.
Karl kemur svo úr skjóðunni, og byrj-
ar Pétur að spyrja hann spjörunum úr.
Davíð skóld Stefánsson frá Fagraskógi
Leikrit hans, Gullna hliðið, sem grein þessi fjallar um,
hefir verið leikið 60 sinnum í Reykjavík og ávalt við mikla
aðsókn.
Það gengur fyrst ekki svo illa
en svo fer að þykna í Jóni.
Samtalið eykst orð af orði þang
að til hann segir Pétri að hon-
um farist ekki að tala þar sem
hann hafi afneitað frelsaranum
þrisvar áður en hanaræksnið
galaði tvisvar. Er þá Pétri
nóg boðið. Hann fer nú og lok-
ar hliðinu.
Nú kemur kölski aftur og
ætlar að grípa Jón en hann
hnígur niður í opna skjóðuna
og kerling er þá ekki sein að
binda vel fyrir.
Eru nú góð ráð dýr, en eftir
nokkra umhugsun ræðst kerl-
ing í að berja í annað sinn.
Kemur þá Páll postuli til dyra,
og fer heldur vel á með honum
og kerlingu. En svo fer Jón í
skjóðunni að skjóta orðum inn
í samtalið og endar það með
því að hann minnir Pál á að
hann hafi verið við líflát Stef-
áns píslarvotts, ásótt kristna
menn og fleira, svo Páll reiðist
og fer. Hliðið lokast.
1 þriðja sinn ber kerling og
kemur þá María mey. Hún er
ekkert annað en blíðan og góð-
girnin og lofar kerlingu að hún
skuli tala máli Jóns við son
sinn. Hún fer svo og enn er
hliðið lokað. En þá kemur
Pétur út í annað sinn. Kerling
er þá undur auðmjúk við hann.
Minnist ekkert á Jón en biður
hann að lofa sér að skygnast
ofurlítið inn um hliðið inn í alla
dýrðina. Pétur lofar henni
það góðfúslega, en ajt í einu
tekur kerling undir sig stökk
og einhendir skjóðuna langt
inn í himnaríki.
Kölski verður uppvægur. —
Pétur ráðalaus en kerling kveð-
ur í snatri og hleypur í burtú.
Hér endar þjóðsagan og hér
enda eg. Svo forhertur sem eg
er blöskrar mér að sjá Jón á
augnabliki verða að uppljóm-
uðum engli eins og leikurinn
sýnir.
Það er líka að bera í bakka-
fullan lækinn. Leikurinn er
| búinn að sýna þó þessu sé
slept:
Fyrst — Hve miklu hrein og
sérplægnislaus konuást getur
áorkað.
Annað — Að menn hljóta að
dæmast eftir verðleika þeirra
þrátt fyrir alla prédikun um
endurlausn.
Þriðja — Hvílík endemis
fjarstæða hugmyndir kristins
rétttrúnaðar um framhald lífs-
ins eftir dauða líkamans eru.
Eg á hér ekki einungis við hið
allra versta, svo sem upprisu
líkamans með allri þeirri
fuggulykt sem þeirri kenningu
fylgir, ekki heldur guðlastið
um eilífa útskúfun óskírðra
ungbarna sem hver maður með
rauðan blóðdropa í æðum ætti
að skammast sín fyrir að hafa
eftir; heldur það að nokkur
maður sem á jörðunni lifir eða
hefir lifað, sé verðugur þess
að ganga beint inn í helgidóm
sjálfs guðdómsins, eins og
endalaust er kent. Ekki það
að liðan manna sé eigi eins
góð og hugsunarháttur þeirra
leyfir, en mér er mjög mikill efi
á því að nokkur maður, að spá-
mönnum og sjálfum höfundum
trúarbragðanna meðtöldum sé
enn þangað kominn. Það er
haft eftir klerki einum þröng-
sýnum og óbilgjörnum að eftir
dauða sinn hafi hann komið á
miðilsfund og sagt: “Eg pré-
dikaði mikið um dýrðina drott-
ins þegar eg var á lífi en ekki
er eg en farinn að sjá hana.”
Hann má herða sig ef hann er
farinn að sjá hana árið 2942.
I prologus sínum fyrir leikn-
um segir höfundurinn: “Sízt er
vort mark að særa þá sem
trúa.”
Trúa! Trúa hverju?
Ekki þarf hann áð óttast að
hann særi íslenzka frjálstrúar-
menn og eru þeir þó eins miklir
eða meiri trúmenn sem nokkrir
aðrir. Eða þekkir hann ekk-
ert til þvílíkra manna?
Þekkir hann ekkert annað
en kvarnafull kindarhöfuð sem
alt andlegt taka jafngilt hve
mikil endaleysa sem það kann
að vera eða heilalausa hnull-
unga sem ekkert kannast við
sem þeir ekki geta á þreifað?
Er nú svo komið fyrir vesalings
Fjallkonunni sem ætíð hefir
látið sér annara um vitsmuna-
legu en líkamlegu velferð
barna sinna og sem fæddi af
sér og ól upp menn eins og
Magnús Stephensen, Geir Vída-
lín, Björn Gunnlögs^on, Mag-
nús Eiríksson, Matthías Joch-
umsson, Einar Kvaran, Harald
Níelsson og marga aðra ágæt-
ismenn, að hér er hver úlpan
(orðin) annari lík. Ekki “spari
neinar”? Ekkert eftir nema
miðlungsmenn og þar fyrir
neðan.
En hvað sem öllu þessu líður
er eg höf. mjög þakklátur fyrir
leikinn og margt annað. Hann
er eins og eg kvennavinur. —
Konur eru æðri verur en við
karlmenn. Hugsa minna en
vita þó meira því þær hafa á
einhvern hátt greiðari aðgang
að alvizkunni. Sjá þær mjög
oft lengra og skýrara fi’am í
tímann og færi því margt bet-
ur ef þær fengju meiru að ráða.
M. B. H.
Skoti nokkur hafði haft
spurnir af því, að læknir einn
tæki< fimm shillinga gjald af
sjúklingum sínum, er þeir
kæmu í fyrsta skifti til hans,
en svo ekki nema 21/, shilling
fyrir næstu heimsóknir.
Skotinn fór til læknisins og
sagði:
“Jæja, þá er eg kominn aft-
ur.”
“Eg man ekki til að hafa séð
yður áður,” svaraði læknirinn.
“Mikil ósköp, eg var hér hjá
yður í síðustu viku.”
“Nú, einmitf það. Hvernig
líður yður?”
“Ekki sem best,” svaraði
Skotinn.
“Jæja,” svaraði læknirinn.
“Þér skuluð þá bara halda á-
fram með lyfin, sem eg ráð-
lagði yður seinast. Þetta verða
21/, shillingur, þökk fyrir.”