Heimskringla - 24.03.1943, Síða 4
4. SiÐA
HEIMSERINGLA
WINNIPEG, 24. MARZ 1943
Heiutskringla
(StofnuB 18S6)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist
fyrirfram. Allar borganir sendlst:
THE VIKING PRESS LTD.
öll viðskifta bréf blaðinu aðlútandl sendist:
Manager J. B. SKAPTASON
853 Sargent Ave., Winntpeg
Rltstjóri STEFAN EINARSSON
Uitanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg
“Heimskringla” is published
and printed by
THE VIKING PRESS LTD.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 24. MARZ 1943
EFTIR HVERJU SÆKIR
RÚSSLAND?
(Eítir Demaree Bess)
(Grein þessi er úr hinu víðlesna riti Satur-
day Evening Post; hún er all víðfe0mt yfirlit
yfir viðhorfið í heimsmálunum er svo margir
hafa nú skemtun af að lesa um.—Ritstj. Hkr.)
Þegar Joseph Stalin neitaði allri þátt-
töku í Casablanca fundi Roosevelts og
Churchills nýlega, var það mörgum í
Bandarí/kjunum vonbrigði. Höfðu ýmsir
á orði að ávalt væri Rússland sama ráð-
gátan.-* í reyndinni fer þessu þó mjög
fjarri; við Rússland er ekkert leyndar-
dómsfult. Það var engin þörf á, að
Stalin færi til Afríku; hann hafði áður
sagt Churchill forsætisráðherra og
Roosevelt forseta, hvernig Rússland
byggist við að heyja þetta stríð og
hvernig frðar það æskti.
Stríðs og friðaráform þessa samherja
vors, eru ekki neitt leyndarmál; það er
þessvegna ekkert því til fyrirstöðu, að
þau séu rædd í heyranda hljóði. Þörfin
á þessu er því meiri, sem vitanlegt er, að
margir Bandaríkjamenn, jafnvel í stjórn-
arstöðum, eru þeirrar skoðunar, að Rúss-
land sé og verði okkur eilíf gáta. Sam-
vinna vor við hið mikla land er nú sú,
að við verðum að gera okkur sem ljós-
asta grein fyrir henni. Gerum við það
ekki, ef við ekki skiljum til hlítar stefnu
Rússa, getur svo farið, að stríðsráðstaf-
anir vorar verði ekkert annað en tómur
misreikningur og hann af alvarlegra tæi
og friðaráformin jafnvel enn hættulegri
og fjær marki.
Til þess að skilja Rússland og sam-
bandið milli stefnu vorrar og þess, verð-
ur að líta til baka til sumarsins áður en
ráðist var á Pearl Harbor; það duldist
engum þá, að við vorum bandaþjóð
Rússa, þó utan við stríðið stæðum Og
nokkrir mánuðir liðu áður en við lýstum
yfir stríði á hendur nokkurri þjóð. .1
ágúst mánuði 1941, sem var nokkru eftir
að Hitler réðist á Rússland, hvatti stjórn
vor í ræðu og riti Rússa til að veita Þjóð-
verjum viðnám, og stóð við þau orð sín,
með því að senda þeim í snatri talsverð-
an vopnastyrk.
Það var áður en Hitler lýsti yfir striði
á hendur Bandaríkjunum, að við höfðum
lofað Rússum aðstoð í stríðinu við Þýzka-
land. I loforðunum gengum vér nærri
eins langt og Bretland, sem þá var þó i
stríðið komið. Við gerðum þetta ekki í
neinni blindni. Aðstoðin studdist við
skýrslur Harry Hopkins og annara sendi-
herra í Rússlandi, er hiklaust héldu
fram, að Sovétstjórnin hefði bæði ein-
dreginn yilja til og efni á að heyja og
halda áfram stríði við Þjóðverja í það
óendanlega.
Þessar athafnir stjórnarinnar, sem
ráðist var í áður en við vorum formlega
komnir í stríð, voru sjáanlega að vilja
mikils meirihluta þjóðarinnar gerðar.
Hugur almennings var þá svo bundinn
við stríðið í Evrópu, að Kyrrahafsmál-
unum var mjög lítill gaumur gefinn. Það
var þá ekki óalgengt, að Mta á Japa, sem
trúður, sem ekkert væri að vísu á móti,
að setja ofan í við, svo hægt væri að
gefa sig óskiftur við stríðinu í Evrópu,
en sem samt sem áður fórst fyrir.
Flugförin og skriðdrekarnir, sem við
sendum til Rússlands fyrir árásina á
Pearl Harbor, áttu sinn þátt í viðnám-
inu, sem Rússar fengu veitt, og þegar
þeir hrundu sókn Þjóðverja á Moskva í
desember 1941, varð það Ijóst, að Rússar
voru gæddir miklum kostum sem hei^-
menn og vierðskulduðu fyllilega það
traust, sem brezkir og bandarískirktjórn-
málamenn höfðu til þeirra borið. Það
var þetta traust á Rússlandi, meira en
nokkuð annað, sem kom Roosevelt for-
seta og nokkrum af meðstjórnendum
hans til að taka þá stefnu, að tefla á þá
tvísýnu, sem einna mesta má telja i öll-
um stríðsrekstrinum.
1 hverju var þetta tafl fólgið? 1 þeirri
ákvörðun stjórnarinnar, að láta skeika
að sköpuðu með alt á Kyrrahafinu, en
beina aðal hernaðartilraununum til Ev-
rópu. Það sem bæði Bretland og Banda-
ríkin komu sér saman um, var að halda
áfram að víggirða Rússland fyrir Hitler
og þessi ákvörðun var endurnýjuð eftir
að báðar enskumælandi þjóðirnar voru
sjálfar komnar í stríð við Þjóðverja og
Japa — og jafnvel eftir að flota vorum
hafði mestum verið sökt við Pearl Har-
bor. Það hefir verið tilkynt af stjórn-
unum, að Bandaríkin og Bretland hafi
árin 1941 og 1942, sent Rússlandi 4600
flugvélar, 5,800 skriðdreka og ikynstrin
öll af öðrum hernaðarvörum. Til þess að
koma vörunum til Rússlands, þurfti mik-
inn skipaflota. En það versta var, að
fleiri tugum skipanna var oft sökt með
öllu á, einmitt á þeim tíma, sem vér vor-
um hættulega illa útbúnir að skipum,
skrlðdrekum og flugförum.
Til þess að takast þetta á hendur,
þurfti meira en litla dirfsku, en árangur-
inn hefir nú réttlætt hvernig teflt var.
Rússneski herinn hefir notað skriðdrek-
ana og flugförin eins vel og ákosið var;
hann gerði ekki einungis það, sem af
honum var vænst, heldur meira. Ef þetta
er eini hagurinn sem við gerðum okkur
von um af þessum viðskiftum, má vel við
það una.
En Bandarákjamenn margir búast við
meiru en þessu. Eitt af þvi er það, að
Rússland hjálpi þeim til að sigrast á
Japan. Annað er, að þeir búast við að
Rússar verði hjartanlega sáttir og sam-
mála um landaskiftinguna, eins og
Bandaríkin vilja að hún verði, að loknu
stríði. Þetta er hættulegur hugsunar-
háttur vegna þess, að hann kemur í bága
við þær staðreyndir, sem kunnar eru.
9
Hverjar eru þær staðreyndir? Hin
fyrsta og stærsta er sú, að Sovétstjórnin
er í fylsta skilningi sjálfstæðasta stjórn-
in í heimi. Hún hefir ekki bundið sig
neinum samningum við nokkra þjóð, er
hindri frelsi hennar er til eftirmála
stríðsins kemur, hvort sem er í Asíu eða
Evrópu. Atlantshafssamningnum, sem
er að visu mjög óákveðinn og meira
heit, en nokkuð annað, hafa Rússar tek-
ið vel og munu vera honum fylgjandi, en
skuldbundin samþykt um það, er engin
til af þeirra hálfu. Jafnvel þegar sem
verst leit út fyrir þeim í striðinu, neituðu
leiðtogar þeirra að bindast nokkrum
loforðum um eftirmál stríðsins fyrir
hjálpina, sem Bretar og Bandaríkjamenn
höfðu veitt þeim, enda þó þeir dyldu
ekki að þeir væru einlæglega þakklátir
fyrir hana.
í stað þessa, fóru Rússar fram a samn-
inga við Breta um nokkur lönd, eftir að
Hitler hafði gert innrás í Rússland. Þeir
fóru fram á viðurkenningu frá Bretum
um kröfur þeirra til þriggja Eystrasalts-
landanna, nokkurs hluta Finnlands og
Rúmanáu. Þeir kröfðust ennfremur að
landamæri milli Rússa og Póllands yrðu
ekki ákveðin fyr en siðar. Þeir sóttust,
með öðrum orðum, eftir sömu viður-
kennngu frá Bretum á þessum kröfum
sínum og þeir gerðu frá Hitler árið 1939.
Bretar virtust tilleiðanlegir með að
veita þessar kröfur. Sir Stafford Cripps
mælti eindregið með þeim, jafnvel eftir
að hann var kominn í brezka ráðuneytið.
Eins gerði blaðið London Times, eitt
voldugasta blað Breta. Frá sjónarmiði
brezku stjórnarinnar, var það talið sikyn-
samlegast og einlæglegast, að verða und-
ir eins við þessum kröfum Rússa og taka
sem fyrst af allan vafa um það. En
stjórn Bandaríkjanna var ekki á þessu
og fyrir áhrif frá Washington, var bæði
Bretum og Rússum þröngváð til að fella
úr samningum Rússlands og Bretlands
1942 alt sem að kröfum Rússa laut til
ofan nefndra landa.
Þrátt fyrir þetta, hafa Rússar aldrei
vikið frá þessum kröfum. Þeir hafa að-
eins lofað, að láta þær liggja í þagnar-
gildi sem stendur. Og þar sem þeir hafa
látið þessar óskir sinar svo ótvirætt uppi,
fyrst með því að semja við Þjóðverja um
þær og síðar Breta, þarf enginn að vera
hissa á því, þó Rússar taki aftur ÖII þessi
lönd, sem þeir réðu yfir 1939 og 1940 og
geri þau að hluta Sovét rikisins.
Nazistar og Slafar
Frá sjónarmiði Rússa, eru landakröfur
þeirra hóflegar. Þær fara ekkert út
fyrir landamæri ríkisins á keisaratím-
unum, og uppræta aðeins þau ríki, er
sett voru á stofn með Versalasamning-
unum til þess eins, að bægja Sovét-ríkinu
sem mest frá öllu sambandi við Evrópu.
Það er ekki ónauðsynlegt nú að minnast
þess, að Rússland, eigi síður en Þýzka-
land, fordæmdu þau atriði Versala-samn-
inganna, sem að Austur-Evrópu lutu, og
það er ekki fjarri, að gera ráð fyrir í lok
þessa stríðs, að Rússar standi vel að vígi
með að fá þeim ki'öfum sínum framgengt
í Austur-Evrópu, sem þeir óskuðu 1918,
en voru ekki þess megnugir að koma
fram.
Þegar Hitler réðist á Rússland, reyndi
hann að vinna sér stuðning hjá öðrum
þjóðum með því að benda á “rauðu
hættuna”. En Þjóðverjar sjálfir og
fylgifiskar þeirra — nauðugir viljugir
að vísu — Ungverjar og Rúmenar, óttuð-
ust aldrei eins mikið bolshevismann, eins
og hugsanleg samtök allra slafneskra
þjóðflokka (Pan-Siavism). Samkepni
milli Slafa og Þjóðverja, hefir i margar
aldir verið ríkjandi í Evrópu, og á sér
afar djúpar rætur. Þessar mannmörgu
þjóðir báðar, fullar ílöngunar um völd
og yfrráð, hafa aldrei getað unnið vel
saman. Og jafnvel áður en Hitler rauk
á Rússland 1941, hafði Stalin byrjað, en
mjög gætilega þó, að vekja upp gömlu
pan-slafisku hreyfinguna, sem ríkjandi
var á tíð keisaranna.
1 þessu stríð hefir Hitler reynt að ráða
bætur á þessum þjóðernisríg fyrir fult
og alt með því að gera Slafa að þrælum
sínum. Þó Nazistar háfi látið sem þá
fýsti að gera sigruðu Vestur-Evrópu
þjóðirnar sér að vinum, hafa þeir ekki
borið það við, er um Slafa hefir verið að
ræða. Að undanteknum Búlgörum og
Slóvökum, hafa nazistar aldrei sýnt Slöf-
um annað en megnustu fyrirlitningu.
Þetta hefir náð til Tékka, Pólverja, Serba
og sjálfra Rússa jafnt.
Útlitið eftir stríðið
En afleiðingin af þessari fyrirlitningu,
sem nazistar hafa sýnt Slöfum og grimd-
inni, sem þeir hafa haft í frammi í slaf-
neskum löndum, er sú, að Slafar eru sam-
einaðri en þeir hafa nokkru sinni áður
verið, og mæna nú til Rússlands í von um
frelsi. Á ferð um Balkan löndin 1941,
duldist mér það ekki, að hugur manna
var hlýr til Rússlands hjá Slöfunum, sem
undir oki Hitlers eru, eins og í Tékkó-
slóvakíu, Júgóslavíu, jafnvel í Póllandi,
sem mjög er fráhverft Rússum og hjá
bandaþjóð Hitlers, Búlgörum. Sigri
Rússland í þessu stríði, er það deginum
ljósara, að áhrif Rússa mega sin meira í
þessum löndum en áhrif Breta og Banda-
ríkjamanna.
Að þessu er þannig háttað, er ekki
bolsévismanum að kenna eða þakka i
sjálfu sér, heldur á það sér stað
þrátt fyrir hann. — Það er þjóð-
ernisstefna Slafanna, sem miljónir Aust-
ur-Evrópumanna aðhyllast nú, sem ávalt
hafa á móti stjórnarstefnu Rússlands
verið, og sem jafnvel hafa úr Rússlandi
flúið hennar vegna. Þó Rússar hafi
sýnt, að þeir hafi lagt útbreiðslu bolsév-
ismans í öðrum löndum á hilluna, munu
leiðtogar þeirra vissulega færa sér við-
horf Slafa nú í þjóðernismálunum í nyt,
í löndum þeim er að Rússlandi liggja.
En þó þetta sé eins augljós hlutur og
nokkuð getur verið hafa Bretar og
Bandarikjamenn, sem við uppkast að
friðarskilmálum hafa átt, að stríðinu
loknu, aldrei tekið þetta mikið til greina.
Að gera ráð fyrir því, að Bretar og
Bandariikjamenn, ásamt smærri þjóðum
striðsins með stjórnir sínar í útlegð í
Lohdon, geti fyrirfram og einar ráðið
öllu um hverng alt fer í Evrópu eftir
stríðið, er óréttlætanlegt, þegar allar
staðreyndir eru til greina teknar.
Evrópa verður eftir þetta stríð næsta
ólík þvi, sem hún var að stríðinu 1918
loknu. Þegar því stríði lauk og Þýzka-
land var yfirunnið, voru sigurvegarar
Bandarikin, Bretland, Frakkland og
Italía. Rússland var algerlega úr sög-
unni; það hafði beðið ósigur í stríðinu
og logaði í innanlands byltingu. Rússar
áttu ekki hinn minsta þátt í friðargerð-
inni eftir stríðið 1914 til 1918.
íhugið hve gerólíkt ástandið nú er
þessu. Frakkland og Italía eru nú úr
tapað flota sínum, og þeir eru, eftir eins
sögunni, sem stórveldi. Frakkar hafa
árs harðstjórn Þjóðverja, and-
lega sem líkamlega þjakaðir.
Italía er ekki aðeins sigruð,
heldur og í rústum. Og stríð- j
inu lýkur ekki fyrir Bandaríkj-
unum og Bretum með sigri
bandaþjöðanna í Evrópu, held-
ur byrjar þá fyrir alvöru stríð
þeirra gegn Japan.
Af öllum eyktamörkum nú j
að dæma, er alt útlit fyrir að
stríðið vinnist i Evrópu áður'
en það vinst á Kyrrahafinu.
Og það eru jafnmiklar líkur á
þvi, ef Japan heldur sér í skef j- j
um, að friður verði kominn fyr
á í Rússlandi, en í Bandarikj-
unum og Bretlandi. Er það þá
líklegt, að Rússar muni undir
eins leggja lykkju á leið sína
og fara með okkur út i stríðið
viðJapan? Ef fyrir því er gert
ráð, verður að spyrja nánar um
ástæðurnar til þess.
Það eitt er víst, að Rússland
er ekki einungis voldugt í Ev-
rópu og að vissu leyti voldug-
ast allra Evrópu þjóðanna,
heldur er það einnig voldUgt í
Asíu. Lönd Rússa þar eru
helmingi stærri, en öll lönd
Evrópu til samans og áhrif og
viðskifti Rússa í Asiu, eru meiri
en Breta og Bandarikjanna til
samans.
Sovétríkin hafa stöðugt ver-
ið að efla ríki sitt í Asíu síðan
1927. Þau hafa og varið tals-
vert miklu af tekjum stjórnar-
innar til þess, að koma *sér þar
upp voldugum her, vel útbún-
um með skriðdrekum og
sprengjuflugvélum. Þeir hafa
komið þar á fót stórkostlegum
vopnasmiðjum, svo herinn þar
þyrfti ekki að reiða sig á að-
stoð frá Rússlandi í Evrópu.
Á 16 árum má heita að þarna
myndist voldugt ríki út af fyrir
sig. Og það var þangað, sem
Rússar úr hernumdu héruðum
Rússlands hrúguðust, þegar
Þjóðverjar 1941 réðust á Rússa.
Þó eftir því hafi ekki verið
tekið, áttu sér þarna stað
mestu þjóðflutningar mann-
kynssögunnar á örstuttum
tima. Miljónir manna tóku þátt
í þeim. Og það merkilega er,
að þeim var þarna strax fund-
inn bústaður, sem ekki er lík-
legt, að þeir yfirgefi, að stríð-
inu loknu. Voru Rússar svona
við því búnir, er nú er komið
fram?
Á því er enginn efi, að Rúss-
um er jafn ant um að vernda
þetta Asiuríki sitt og Vestur-
Rússland. Það væri þvi ekki
síður, heldur öllu fremur, hag-
ur þeirra en vor Bandaríkja-
manna, að uppræta hið háttu-
lega vald Japana. En fara þeir
í stríð við þá undir eins? Af
öllu að dæma getur dráttur
orðið á því. Stalin er tregur
til að hefja strið að fyrra-
bragði. Hann hélt frið við
Þjóðverja, þar til þeir réðust á
Rússland, sumarið 1941. En
meðan hann var að reyna að
I forðast stríð, bjó hann sig und-
1 ir það og gerði það rækilega,
eins og nú er á daginn komið.
Stalin og Japan
Eg var í Mansjúríu 1931,
þegar Japar byrjuðu heims-
yfirdrotnunar-æfintýri sitt.
Hershöfðinginn í Mukden fór
ekkert dult með hvað fyrir
vekti og sagði Rússa næsta á
heráæltunarskránni. Við ætl-
um ekki lengur að eiga þá yfir
höfðum vorum. Sprengjuflug-
vélarnar þeirra í Vladivostok,
eru of nærri hjarta japanska
rikisins.
En í stað þess samt að ráð-
ast á Rússa, sneru Japar sér í
suður til Kina. Þeir héldu á-
fram suður, unz þeir réðust á
Pearl Harbor, Singapore, Phil-
ipseyjar og Indlandseyjar Hol-
lendinga.
Þeir gerðu þetta vegna þess,
að þeir komust að því, eftir
nokkrar tilraunaskærur við
Rússa á landamærunum, að
þeir voru þeim ofjarlar. Japar
hafa síðan hagað sér eins og
vatnið, leitað framrásar, þar
sem fyrirstaðan er minst.
Á Rússa hafa þeir ekki leitað
síðan, enda mun fáum sem
þeim Ijóst, hve Asíuher þeirra
er sterkur. Rússar hafa ekki
verið að segja neinum frá
þessu. Þeir hafa ekki einu
sinni gefið Bandaríkjunum
nokkrar upplýsingar um hvar
flugstöðvar þerra eru og ekki
leyft hernaðarflugvélum vor-
um að heimsækja þessa staði.
En það er eigi að siður aug-
ljóst, að hervörninni er vel
haldið þarna við, úr því Japar
hafa ekki, þrátt fyfir stríð
Rússa við Þýzkaland, vogað
sér að reyna að reka þá burtu
af þessum slóðum, sem svo
hættulegar eru Japan og þeir
hafa stöðugar áhyggjur út af.
Rússar hafa stöðugt neitað
að gefa nokkur loforð um þátt-
töku í Kyrrahafsstríðinu; þeir
hafa jafnvel neitað að ræða
nokkuð i^m það. Þeir hafa eytt
því með þvi að halda fram, að
þeir væru að leggja meira fram
en nokkur önnur þjóð í stríðinu
við Þýzkaland, sem svo stór-
fenglegt sé, að þeir megi ekk-
ert gera, er flækt geti þá inn í
annað stríð.
En hvað býr raunverulega
undir þessu? Við getum verið
vissir um, að Kyrrahafsstríðið,
er þeim eigi síður raunveru-
leiki, en stríðið við Þýzkaiand.
Þrátt fyrir samninga Rússa við
Hitler 1939 og það, að þeir
kunni að hafa átt þátt í að
hvetja Hitler til þess að heyja
stríð heldur í vestrinu, á
Frakka og Breta, var Stalin
allan tímann að búa sig undir
að taka á móti Þjóðverjum og
tók nokkur lönd á þeim £2
mánuðum til að efla hervarnir
sínar.
Rússar hafa hagað sér mjög
svipað þessu eystra. Nokkrum
vikum áður en Þjóðverjar réð-
ust á Rússa, gerðu þeir friðar-
samning við Japa. Sá samning-
ur gaf auðvitað Jöpum fríar
hendur til að eiga við Banda-
ríkin, Breta og Kína, á sama
hátt og Rússum í viðureign
sinni við Þýzkaland. Þann
samning, ef ekki verður rofinn
áður en stríðinu lýkur 4 Ev-
rópu, eru Rússar ekki liklegir
til að rjúfa. Rússar vita það,
að Bandaríkin verða að halda
áfram að berjast við Japa, unz
þeir gefast upp og að Bretland
hefir lofað þeim sinni aðstoð og
verður, hvað sem því líður, að
vinna með þeim að sínum eigin
hagsmunum, bæði á Indlandi,
Burma og Malayaskaga og
ennfremur vegna ÁstraMu og
Nýja-Sjálands.
Afstaða Rússa til Kyrrahafs-
! stríðsins, er þvi óháð. Geti
þeir haldið Jöpum í skefjum,
, þurfa þeir ekki í því stríði að
i lenda. Ráðist Japar á Rúss-
land, getur það reitt sig á alla
þá aðstoð sem við getum veitt,
því okkur gengur sama til að
hjálpa þeim eystra, móti Jöp-
um, og vestra móti Þjóðverjum.
Rússland þarf engar áhyggjur
að bera út af því, að Bretar og
við gerum nokkru sinni frið
við Japan á kostnað Rússlands,
eins og 1939 út af því að Bretar
og Frakkar reyndu að gera frið
við Hitler, á kostnað Rússa.
Rússar geta reitt sig á að
Kyrrahafsstriðinu höldum við
áfram til loka, hvort sem þeir
hjálpa þar nokkuð til'eða ekki.
Þyki Rússum liggja nokkuð við
að færa út landamæri sín
eystra, vegna hemaðarlegra á-
stæða, eins og í vestrinu, get-
ur svo farið að þeir fari af
sjálfdáðum i stríðið eystra til
að ná í eitthva,ð af herfanginu.
Bendir þetta nokkuð á um
hvað fyrir geti komið í Asíu, að
stríðinu loknu? Það virðist
mega af því ráða, að Rússar
hafi góða aðstöðu til að ná full-
komnari yfirráðum, en þeir nú
hafa í útskekkla ríkjunum í