Heimskringla - 24.03.1943, Side 5

Heimskringla - 24.03.1943, Side 5
WINNIPEG, 24. MARZ 1943 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA Mongólíu og Turkestan og ef þeim svo sýnist í Mansjúríu og Koreu. Það má einnig af því ráða, að áhrif kommúnista í Kína, fari vaxandi en ekki minkandi. Það er ekki ólíklegt að svo fari, að Rússar verði voldugasta viðskifta þjóðin í Asíu að stríðinu loknu, nema því aðeins, að stóriðnaður rísi á skömmum tíma upp í Kíná með aðstoð, eða fyrir atbeina vor og Breta. Rússneskur veruleiki Við höfum ekki heyrt mikið um kínverska kommúnista tal- að, siðan stríðið braust út eystra og þeir gerðu samning við Chiang Kai-Shek-stjórnina, samning sem að mestu, en ekki ávalt hefir verð haldinn. En kínversku kommúnistarnir hafa í kyrþey verið að koma ár sinni betur fyrir borð í sum- um héruðum í Norður-Kína en áður, einkum þeim er að landa- mærum Rússa liggja. Að stríð- inu loknu og með Rússa sem • sigurvegara, hlýtur samband þessa flokks og Rússa að styrkjast. Af þessum staðreyndum að dæma, dylst ekki, að Rússland er bæði öflugt og sjálfstætt í þessu stríði hvort sem er í Ev- rópu eða Asíu, og það verður það eins að stríðinu loknu. Án þess að við kynnum okkur og tökum ■ fyllilega til greina styrk Rússa, getum við ekki lagt þann grundvöll, sem æski- legur er að stríðinu loknu að varandi friði. Það er fyrst og fremst áríð- andi að vi§ áttum okkur á því, i viðskiftum vorum við Rússa, að þeir eru engin börn og að bjóða þeim upp á þann barna- skip, sem öðrum þjóðum er stundum boðinn, er ekki til neins. Rússland er eina stór- veldið, sem sneytt hefir getað hjá stríði úr tveimur áttum. Á sama tima og Bandaríkin þutu •óviðbúin i stríð bœði í austri og yestri, áttu Rússar ráð í fórum sínum til að halda Jöpum i skefjum, meðan þeir eiga við Þjóðverja. Og það er vafasamt að það hafi verið þeim nokkuð minni vandi, en Bandaríkjun- um og Bretum. Þegar Þjóðverjar réðust á Rússa, var viðnámið erfitt, en eigi síður ákveðið. Hvað Rúss- ar lögðu mikið í sölurnar, hvað þeir eyðilögðu borgir og mann- virki hispurslaust, þótti mörg- um viðurlitamikið. Tap þeirra var og er óumræðilegt. En það lýsir mikilli óframsýni af vorri hálfu að ætia, að Rússar verði þessa vegna með fagur- gala lokkaðir til að v&ita öðr- um umboð sitt í hendur um að endurskipuleggja Asíu, eða að stjórna Evrópu, eftir stríðið. Af hverju? Af því að Rúss- ar hafa, þrátt fyrir hina voða- legu baráttu, sem þeir hafa átt í, ávalt neitað að líta á það sem mútur, sem við höfum að þeim rétt. Þeir gáfu því engan gaum, er Bandaríkin vöktu máls á að fá flugstöðvar í Síberíu, til að sækja þaðan með tíð og tíma á Japan; ennfremur að gera samninga um landamæri Pól- lands; að uppræta áróðurs-fé- lag sitt (The Communist In- ternational). Þeir neituðu ný- lega, að senda fulltrúa Ntil Af- ríku jafnvel til að tala við for- seta Bandaríkjanna og forsæt- isráðherra Bretlands. Ef við getum ekki nú með tylliboðum fengið Rússa á vort mál, hvaða líkindi eru þá til þess, eftir að stríðið er unnið? Vi?f getum hafa gleymt þvi, en Rússar hafa vissulega ekki gert það, sem fyrir kom eftir stríðið 1914-18. Á þeim dögum var innanlandsbylting í Rúss- landi og mikil hungursneyð. En þrátt fyrir það, sendu Bretar og Frakkar hermenn til Rúss- lands til að reyna að kollvarpa stjórnskipulaginu, sem þar var verið að koma á fæturnar og sem er það sama og nú er í Rússlandi. Rússar muna, að Winston Churchill var því fylgjandi, að þetta væri gert og að Woodrow Wilson leit ekki við friðarskilmálum Lenins 1919, og að Bandaríkin vildu næstu 16 árin eftir þetta ekk- ert með Rússa hafa að gera. Rússar ætla sér að sjá svo um, að nú fari ekki eins. Þeir eru reiðubúnir að skifta við oss eftir stríðið alveg eins og þeir vinna nú með oss í stríð- ifiu, en þeir hafa ekki dulið oss þess, að það yrði að gerast á þeirra skilmálum. Og þessir skilmálar hafa nú verið birtir oss og eru ekki myrkir. í fyrsta lagi neita Rússar að skuldbinda sig til eða lofa nokkru um að rjúfa friðar- samninginn við Jaþan. . | 1 öðru lagi áskilja Rússar sér að hafa óbundnar hendur í þeim málum, er áhræra samn- inga um lönd þau, er að landa- mærum Rússlands liggja. í þriðja lagi, krefst Rússland og kveðst geta framfylgt því i verki, fullkomins jafnréttis og samvinnu við Bretland og Bandaríkin í málum þeim er að öryggi friðar lúta eftir þetta stríð. Lýðrœðið óákveðið Þegar eg var í London s. 1. sumaf, kom nokkuíi fyrir, er sýnir hvað öðrup þjóðum finst eðlilegt, að þessar þrjár þjóðir fari með heimsmálin. Stjórn- málamaður eins landsins í Ev- rópu, sem útlagi er í London, vildi fá einhverju komið fram og fór á fund rússneska sendi- herrans. Þegar einn af vorum stjórnmálamönnum þar heyrði þetta, spurði hann útlagann: “Nægði yður ekki að Bretland og Bandaríkin veittu þetta? Það litur út fyrir að þér haldið að samþykki Rússlands væri þar nauðsynlegt.” Evrópu stjórnmálamaðurinn svaraði: “Bretar og Bandaríkjamenn eru vissulega ágætustu menn og eg efast ekki augnablik um góðan vilja þeirra, en lýðræðis- stjórnir ykkar eru sífeldum breytingum háðar og utanrík- ismál ykkar breytast oft með þeim. í Rússlandi, er aftur að- eins einn stjórnarflokkur og við, smærri þjóðir Evrópu, höf- um lært af bitri reynslu, að það er valt að eiga örlög sín í höndum þjóða, sem skifta um stefnu, eftir hverjum pólitísk- um goluþyt.” Það er því miður satt, að utanríkismálastefnur Breta og Bandarikjanna, hafa oft orðið að fótboltaleik pólitiskra gæð- inga, og það er blátt áfram sannleikur, að eins og nú hagar til í Rússlandi, græðir það á utanríkismálakrit og ó- samkomulagi Bretlands og Bandaríkjanna á þeim vett- vangi. Gott dæml af þessu átti sér nýlega stað. Fáum dö,gum eftir að Dwight Eisenhower, yfirherforingi í Norður-iAfríku, gerði samning- inn við Darlan, sendi Stalin Roosevelt forseta sjálfur skeyti otg fullVissaði hann lum að, Rússland væri mjög vel ánægt með samninginn. Á sama tíma fara eigi að síð- ur vinstri blöð Bandaríkjanna af stað og hrakyrða þennan sama samning. Þó rí'kisritaradeildin í Wash- ington lýsti yfir velþóknun sinni á Robert D. Murphy, ýfir- manni stjórnarsveitarinnar í Norðúr-Afríku, færðust margir Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar það i fang, að ganga í lið með vinstri blöðunum í að gera hávaða út af þessu. Að Stalin var með samning- unum við Darlan, stafaði aðal- lega af þvi, að það flýtti fyrir aðstoð 1 stríðinu frá Banda- ríkjunum og Bretum. Hitt sak- aði heldur ekkert Rússland, þó vinstri blöðin notuðu það til þess að benda á samband vort við afturhaldsöfl Evrópu. Þegar á gögn þessi er litið, sem hér hefir verið bent á, dylst það ekki, að það er ógern- ingur fyrir nokkra eina þjóð að ætla sér að ákveða framtíð heimsins. Viðhorf bandaþjóð- anna allra er þar ekki hið sama. Rússland sker sig ef til vill greinilegast úr. Þó hér sé stundum talað um stjórnskipu-, lag Rússlands, sem eina útgáfu af lýðræðisskipulagi voru, fer mjög fjarri að svo sé. Þar, stjórnar einn flokkur og þeir; sem andstæðingar hans gerast, eru teknir í hnakkann af lög- ( reglunni. Þar er og þjóðeign, rikið á alt, og þegnarnir eru þjónar þess. Þetta skipulag hefir reynst vel í friði og stríði, og leiðtogum þess mun ekki koma til hugar að hverfa frá j því, eða að breyta því á minsta , hátt í séreigna-áttina. Véri mættum eins vel nú þegar kasta frá okkur allri von um það. Hins sama sérkennileika gætir hjá ýmsum fleiri banda- þjóðunum, þó þetta sé ábæri- legast með Rússland, vegna þess að það er stærsta landið og voldugasta fjármunalega, sem hernaðarlega og verður að takast til greina, ef komandi friður á að verða varanlegur. En þrátt fyrir þessi ólíku viðhorf, ætlum vér bandaþjóð- irnar hafa í víðum skilningi sameiginlegan grundvöll að byggja varanlegan frið á. Bret- ar, Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar og aðrar bandaþjóð- ir, geta í einlægni og með á- huga unnið saman í stríðinu. Hví ekki í friði? Ástæðurnar eru að vorri skoðun í þrennu fólgnar fyrir samvinnunni og eru þessar: I fyrsta lagi eru þjóðir þess- ar ekki þungt haldnar af þeim hugsunarhætti að þær séu hin eina útvalda þjóð, eins og Þjóð- verjar og Japar eru. Þetta leið- i^ þær i enga freistni til heims- drotnunar. * I öðru lagi rekur ekkert eftir þessum þjóðum til landvinn- inga, því þær hafa nóg lönd. Suma af fýrstu bolsevikunum dreymdi drauma um heimsyfir- ráð ráðstjórnar ríkisins, en Stalin kom þeim fyrir kattar- nef. I þriðja lagi eru allar þessar þjóðir friðelskendur og bera heita þrá i brjósti um varan- legan frið, svo þær geti helgað krafta sína því framkvæmda- lífi, sem þær trúa hver um sig á. Bandarikin ráðgótan Allar þessar þjóðir eiga það til, sem með þarf til þess að koma á varanlegum friði, bæði í Evrópu og Asíu. En áður en eg reyni til að útskýra þessi atriði frekar, verðum við (Bandarikjamenn) að ákveða hvað það er, sem við erum að berjast fyrir. Til þessa höfum vér skilið eftir í huga samherja vorra efa um fram- tíðar áform vor. Það hefir rignt yfir þá fregnum og til- lögum um ásetning vorn, en sem engir hafa skilið. Sumir af oss tala um, að mola sundur brezka ríkið, en aðrir um að reisa það við. Ýmsir af oss segja með stolti, að þetta sé “Amerikuöldin”, eða hvetja oss til að skifta öllu sem við eigum með ógæfusömum; aðrir eru varla með sjálfum sér út af því, að þeir sjá ekki hvernig við getum borgað striðsskuldirnar og krefjast þess, að stjórnin lofi engu um það hér eftir, að gera neitt frekar i málum þeim er áhræra oss áð stríðinu loknu. Það eru þannig Bandaríkin, en ekki Rússland, sem er mesta ráðgátan í heiminum. Það er sú ráðgáta en ekki hin ímynd- aða ráðgáta Rússlands, sem okkur varðar mestu, og sem ekki verður lausn fengin á hjá öðrum en sjálfum oss. THE ICELANDIC CANÁDIAN Þriðja ritið af The Icelandic Canadian er nýkomið út. Það er svipað að stærð og lesmáli og fyrri ritin hafa verið, en af islenzku efni er þar meira hlut- fallslega en áður og væntum vér að mörgum líki það vel. Lesmálið byrjar með grein eft- ir Mrs. Salverson, sem rit- stjórnina annast, ágætlega skrifaðri og er hlut hinna minni máttar þar vel á lofti haldið, sem í mörgu öðru, er höfundur ritar. Um Leif Ei- ríksson og fund Ameríku skrif- ar dr. R. Beck. Um Canada, á- sigkomulag þjóðfélagsins og hvernig þar hefir myndast heilbrigð og frjáls þjóðarsál úr öllurn þjóðarbrotunum, skrifar W. J. Líndal dómari. Um Sig- trygg Jónasson og fyrstu land- námsárin hér skrifar W. Kristj- ánsson góða grein. Á bók Vil- hjálms Stefánssonar, Græn- land, er athygli vakin af Helen Sigurdson, er ritdóma hefir áð- ur skrifað. Lestina af löngu lesmáli rekur svo varðlauna- saga eftir Effie Butler. En þar með er ekki alt innihaldið talið, því auk þessa er langur bálkur um íslendinga, sem ýmislegt hafa sér til ágætis urinið og fylgja frásögninni af því mynd- ir, 27 talsins í þetta sinn — og sem er ef til vill markverðasti kafli ritsins. Þá eru fréttir af starfi Canadian Club og fleira. Eitt kvæði er í ritinu: “Even- ing Star” eftir Esther Guðjón- son. Þó niðurskipun efnisins mætti að ýmsu leyti bæta, til þess að gera ritið ásjálegra og efnið aðgengilegra, ætlum vér, af þessu hefti að dæma ekki sízt, að það sé undir gæfu- merki fætt og eigi langa fram- tíð fyrir höndum. DANARFREGN KAUPJÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaðið Þann 11. jan. s. 1. andaðist að heimili sínu í Seattle, Wash., húsfrú Solveig Tryggvi. Solveig sál. fæddist að bæn- um Hallbjarnareyri í Snæfells- nessýslu 11. marz árið 1875. Faðir hennar var Georg Thor- steinson Árnasonar Thorstein- sonar sýslumanns í Borgar- fjarðarsýslu, en móðir hennar hét Guðrún Jónsdóttjr. Sol- veig kom til Ameríku árið 1892. Fyrsti dvalarstaður henn- ar vestan hafs var Victoria, B. C., Canada. Hún giftist 20. okt. árið 1894 eftirlifandi eigin- manni sínum Jónasi Tryggva (Tryggva Jónassyni) bróður Hermans Jónassonar skóla- stjóra og alþingismanns. — Tryggvi er hæfileikamaður mikill eins og hann á kyn til og listhneigður mjög, einkum í söngment. Fyrstu árin eftir giftinguna bjuggu þau hjón í Victoria en síðar á Point Rob- erts, í Blaine, Bellingham og Seattle. Auk eiginmannsins eftirskil- ur hún 7 börn á lífi: 1. Miss Sarah Tryggvi, kenn- ari, Spokane, Wash. 2. Mrs. Una Solveig Walton, vinnur fyrir herskipasmiðju í Seattle. 3. Hermann Georg Tryggvi, Quartermaster á bandarísku herflutningaskipi, hefir gert fjórar ferðir til Islands. 4. Oliver Tryggvi, lautínant að nafnbót og skipstjóri í strandvarnarliði Bandaríkj- anna. 5. Baldur Tryggvi, herlæknir með kapteins nafnbót í Banda- ríkjahernum og að líkindum nú átaddur í Norður-Afríku. 6. Einar Tryggvi, herverk- fræðingur og vinnur við land- mælingar og vatnsvarnir. 7. Haraldur Daníel Tryggvi vinnur fyrir Boeing loftskipa- smiðjuna miklu í Seattle sem umboðsmaður hennar á vöru- kaupum í Detroit, Mich. Öll eru þessi börn hin mann- vænlegustu enda komist í á- ■byrgðarmiklar álits stöður. Tveir bræður Solveigar sál. eru enn á lífi: Kristens George í Seattle og Daniel Georgsson á Islandi. Þriðji bróðirinn, Georg læknir Georgsson er nú dáinn. Hann var mikilsmetinn læknir og naut almennra vinsælda sem læknir og sómamaður í hvívetna. Hann var héraðs- læknir á Fáskrúðsfirði. Þar var franskt sjómanna sjúkra- hús og Georg læknir gegndi þar læknisstörfum. Fyrir það starf var hann tvívegis sæmd- ur heiðursmerkjum af frönsku þjóðstjórninni. Solveig sál. var aldrei sæmd neinum heiðursmerkjum en börnin hennar eru hennar heið- ursmerki og við þann heiður mátti hún vel una. Hún var eins og komist er hér að orði “The eternal moth- er type“. Heimilið var hennar heimur, . ánægja hennar og* guðsþjónusta að fórna öllum kröftum og öllum áhuga fyrir þá sem henni voru næstir og kærastir. Hún var ein af þessum hóg- væru í landinu, hjálpfús og greiðvikin þar sem hún mátti. Heimilið hennar var rólegt og í alla staði hinn ákjósanlegasti dvalarstaður fyrir þá sem áttu þar skjól og griðarstað. Já, börnin hennar bera henni vitni og það var ánægja henn- ar og metnaður að ,horfa á framgang þeirra og vaxandi vinsældir, þar til hún sofnaði síðasta blundin og sjálfsagt hefir síðasta bænin verið fyrir velfarnaði sonarins sem hafði skrifað heim þá um daginn að hann væri kvaddur til herþjón- ustu á erlendri grund. Um morgunin var hún liðið lík, hafði andast i svefni án þján- inga *og það væri hjartalaus maður sem ekki gæti trúað þvi að hún vaki enn yfir velferð hans og ástvina 'sinna allra meðal hinna áistbjörtu verndar vætta guðs í geim. Hún var jarðsungin frá lík- fararstofu í Bellingham þann 15. jan s. I. af undirrituðum. H. E. Johnson Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar i Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Streét. /erð $1.00. Burðargjald 5C. CANAVA NEE0S40 MIUION POUNOS OFFAT \ , ••' • * -v \ S ", SayeFafsBones OG YFIRBUGIÐ ÓVININAS Nœst þegar þér steikið einhvern mat þá hugsið yður hvernig þeim yrði við, Adolph, Tojo og Benito ef þér heltuð fitunni niður bert bakið á þeim. Þér getið jafnvel gert betur en það. Úr fitu er búið til glycerine, og úr glycer- ine eru búnar til sprengjur til þess að vinna á loftskipum, kafbátum og bryn- drekum þeirra. Úr beinum fæst fita og lím til stríðsþarfa. Hver teskeið af floti, hvert lóð aí kjöt- fitu, hvert bein, soðið, hrátt eða þurk- að, verður að spara. Síið alt flot í . . . venjulegu sigti, í hreina, munnvíða \ fí könnu. Þegar safnast hefir pund eða 'J// meira, þá takið það til kjötsala yðar, sem mun greiða yður ákvæðisverð fyrir flotið og fituna, eða þér getið komið því til hvaða Salvage nefndar sem hef- ir með höndum söfnun slikra hluta í nógrenni yðar. Þér getið verið hergagnaframleiðari í yðar eigin eldhúsi. Svo — daginn út, svo dvíni sút, þá vinnið að því að halda saman hverjum dropa af floti, hverjum fitumola og hverju beini. Haldið þessu áfram til stríðsloka. DEPARTMENT OF NATIONAL WAR SERVICES NATIONAL SALVAGE DIVISION

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.