Heimskringla - 24.03.1943, Side 6

Heimskringla - 24.03.1943, Side 6
6. SXÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. MARZ 1943 “Þetta er nóg,” sagði Moxley og reis á fætur. “Þú hefir sagt mér nóg. Reydu ekki að segja neitt meira. Lomar, eg skal segja þér að hér er eitthvað ilt á seiði. Þetta er mál sem lögreglan þarf að fást við. Ef eg hefi ekki mjög rangt fyrir mér, þá er þessi morðtilraun, sem systir mín varð fyrir í sam- baijdi við fund okkar á veginum hérna um kvöldið.” Hann gekk burt frá rúminu og dró lækn- irinn með sér út í horn nálægt glugganum, e;n . út um hann mátti sjá hið dökka fljót, sem flaut þögult undir ísnum, sem alt af varð þykkri. Kaldur gustur utan frá hafinu þaut veinandi fram hjá húsinu. Glugginn barðist eins og bann væri ekki lokaður. Málarinn hrökk við. “En hvað það er hvast í kvöld. En hvern- ig stendur á því að glugginn er ekki lokaður?” 1 þungum þönkum lokaði hann glugg- anum. “Já, já,” tautaði hann, “það er betra að snúa sér strax til lögreglunnar.” 6. Kap.—Svarið. Það leit út fyrir að málarinn ætlaði að verða sannspár, er hann sagði að leyndar- málið viðvikjandi stúlkunni sem þeir fundu yrði aldrei opinbert neinum. Dagarnir komu og iiðu og ekkert gerðist nýtt í málinu, er hvetti lögregluna, sem var orðin áhugalaus fyrir því, að reyna á ný. Þetta var þeim mun undarlegra, vegna þess að blöðin höfðu birt alt i sambandi við mál vesalings veiku stúlkunnar og hafði það vakið athygli al- mennings. En almennings áhuginn hélst vakandi vegna þess að, alt af ber eitthvað nýtt við, og nú höfðu ritstjórnarnir fundið nýtt áhugamál handa fólkinu til að hugsa um, svo að Annetta gleymdist. Stórauðugur maður hafði horfið á svo grunsamlegan hátt að blöðin gátu birt hinar fáránlegustu bollaleggingar út af hvarfi hans, og það vanræktu þau ekki heldur. Af þess- v ari ástæðu og svo vegna þess að morðtilraun- in, sem Ellen varð fyrir var aldrei birt, þá gleymdu blöðin Annettu og vandræðum hennar. Lögreglan misti móðinn, og Dr. Lomar lét þá skoðun i ljósi að þeim tíma væri varp- að á glæ, sem eytt væri til áð grufla í þessu. Miss Moxley varð, eins og læknirinn Hafði spáð, alveg jafngóð eftir þrjá daga, en vesalings veika stúlkan var altaf jafn veik. Tilraunirnar með söng og hljóðfæraslátt, sem virtust ætla að vera til einhvers i fyrstu, reyndust árangurslausar. Sjúklingurinn vaknaði aldrei til réttrar meðvitúndar. Hljóð- færaslátturinn hafði altaf einhver áhrif á hana, því að hún hætti á meðan að rétta og kreppa hendurnar, en sú breyting varð ekki varanleg, og vonir Júlían um bata vegna þessa ráðs urðu því að engu. En dag nokkur varð þó breyting á sjúkl- ingnum. Þau tóku eftir því að drættir komu í andlit hennar og limi, og þegar Lomar læknir sá þetta, brá fyrir vonarglampa i augum hans. Hann hafði lengi verið njög alvarlegur á svip og þegjandalegur. Stundum var hann eins og utan við sig og í þungum þönkum. Aldrei hafði hann átt við slikt sjúkdómstiÞ felli. Alt frá þeim tima, sem þeir höfðu fund- ið Annettu, hafði hún aldrei vikið úr hugsun hans, og aldrei hafði hann getað fundið neitt ráð til að lækna hana. Sjúkdómur hennar var reyndar óskiljanlegur eldri og reyndari læknum, en það var Lomar engin huggun. Hann var þannig gerður að örðugleikamir hvöttu hann til frekari tilrauna uns sigur væri fenginn. “Eg skal ráða þessa gátu eða liggja dauður ella,” sagði hann við sjálfan sig, og fanst honum því að hann berðist jafnt fyrir sínu lífi og sjúklingsins. Hann rannsakaði sjúklingin oft og nákvlæmlega, og engin hreyfing fór framhjá honum eða ný breyting. Kvöld eitt rakst hann á atriði í bók einni, sem lýsti sjúkdómseinkennum sjúklings í þýzku sjúkrahúsi; sjúklingur þessi dó af ó- þektum sjúkdómi. Líkið var svo skorið upp og kom það þá i ljós að banameinið var mein- semd í heilanum. Læknarnir sögðu að það hefði mátt bjarga lífi sjúklingsins með upp- skurði. Þessi meinsemd hafði stafað af falli, sem hann fékk á höfuðið. Daginn eftir að læknirinn hafði lesið þessa lýsingu athugaði hann Annettu mjög nákvæmlega. Hann gat ekki leynt ánægju sinni er þeirri rannsókn var lokið. Miss Moxley, sem glögg var á svipbrigði manna, en sérstaklega las hún svip læknisins, stöðvaði hann við dyrnar og sagði ákveðin, þótt hún væri hálf feimin: “Þér færið góðar fréttir, en eruð hræddir um að við verðum fyrir vonbrigðum, þess- vegna viljið þér ekki segja frá þeim.” Eg hugsa að eg hafi fundið hvað að henni gengur,” sagði læknirinn. “En af því að eg er enginn sérfræðingur í þessum efnum, þá ætla eg með yðar leyfi að kalla hingað fleiri lækna til að ráðgast um við þá. Eg geri þetta seinni partinn í dag.” Hann var allur brosandi og gladdi það mjög stúlkuna. “Ef þetta er svo þá vitið þér hvernig á að lækna hana.” “Lækna hana. Um það sagði eg ekkert. Nei, öðru nær. Það eru mikil líkindi til þess að þessi sjúkdómur sé banvænn.” Hún leit á hann með ótta og örvæntingu og gekk í burtu án þess að segja neitt. — Vesalings læknirinn brosti heldur ekkert er hann gekk út. Hann hafði rétt nýlega hrósað sigri yfir fundi sínum, en eftir þetta samtal var hann alveg niðurbeygður. En samt sem áður leitaði hann til tveggja frægra lækna og síðari hluta þessa sama dags stóðu nokkrir virðulegir læknar umhverfis sjúkrasæng Annettu. Hefði málarinn átt að borga þeim öllum, mundi það hafa kostað hann mikið fé, en til allrar hamingju var Lomar vinur hans, og hinir virðulegu læknar fengu svo mikinn áhuga fyrir sjúkdóminum, að þeim fanst, sem rétt var, að þeir græddu sjálfir á að kynnast honum. Á meðan að læknarnir voru inni urðu þau systkinin að vera annarstaðar, er sam- ræðunum var lokið voru þau kölluð inn. Lomar neri saman höndunum af ánægju. I gleði sinni virtist hann ekki muna eftir Miss Moxley, og þegar Moxley spurði hann hvern- ig ástand sjúklingsins væri, talaði hann með svo mikilli hrifningu að listamaðurinn hefði ekki getað það betur. ' , “Eg hafði rétt fyrir mér, eg hafði rétt fyr- ir mér! Þeir hafa látið í ljósi að þeir séu mér samþykkir!” Miss Moxley fór að gráta og hljóp út úr herberginu. “Hún er utan við sig af gleði,” sagði Moxley. “Nei, auðvitað er hún það ekki,’' sagði læknirinn og beit á vörina af gremju. “Eg hefði átt að vita betur. Eg sagði henni í morgun, að ef hugmynd mín um sjúkdóminn væri rétt, mundi hann leiða sjúklinginn til bana. Þú verður að segja henni að eg hafi haft rangt fyrir mér. Eg hélt það þá, en nú sé eg að það Var ekki rétt. Ef sjúklingurinn vill láta skera sig upp má lækna hana, eða hún deyr. Án uppskurðarins er hún dæmd til langra þjáninga og dauða.” “Þetta er hræðilegur vandi að velja um,” sagði Moxley óttasleginn. “Mér svíður það sárt að eg get ekki boðið betri kjör, en vísindin á því stigi, sem þau nú eru geta ekkert betra boðið. Það er eitthvað, ekki stærra en litli fingurinn á hendi minni, sem þrýstir á heilann og étur sig inn í hann. Haldi þetta áfram þá leiðir það til bana. Eina sem hægt er a?V gera er að skera þetta burtu. Þetta er sjaldgæf og mjög hættuleg tilraun, sem maður les um í gömlum bókum, eg vissi ekki fyr en nú, að þessi uppskurður hefði verið nýlega gerður hér á Englandi og hepn- ast vel. Því munt þú skilja að slikir upp- skurðir eru ákpflega fágætir. Nú hvílir þetta á þér, hvert sjúklingurinn verður fluttur á sjúkrahúsið og skdrinn upp eða hún verður hér heima og deyr.” “Mundi uppskurður þessi, væri hann gerður, gefa henni minnið aftur?” spurði Moxley áhyggjufullur. “Ekki þarf það að vera. Afleiðingar þessa sjúkdóms eru svo margvíslegar og ó- þektar. Þetta mein í heilanum hefir verið þarna lengi áður en slysið kom fyrir hana, vitum við ekkert um hverhig hún verður fyr en það er reynt að lækna hana. Á eg að skera hana upp eða ekki?” Tveimur timum síðar gaf Moxley svar sitt: “Eg leyfi að hún sé skorin upp.” 7. Kap.—Moxley byrjar rannsókn sina. Moxley stóð við gluggann og við hið daufa ljós, sem streymdi inn las hann bréf eitt, en boðberinn, sem hafði flutt það stóð með húfuna í hendinni og beið eftir svari. Bréfið var á þessa leið: # Sjúkrahúsinu, 30. des. 1884 Unga stúLkan hefirfengið málið. Hún heitir Dye. Faðir hennar á heima í Flood stræti. Lomar. Bréfið var stutt, en ekki var hægt að misskilja það. “Það er ekkert svar við þessu,” sagði Moxley. Þegar hurðin hafði lokast eftir boðber- anum, tók hann að ganga hratt fram og aftur um gólfið. Hárið reis á höfði hans en hálsbindið fór úr lagi og hinn kviki hugur hans reikaði frá einu atriðinu til annars, er snertu þá möguleika, sem bréf læknisins hafði opnað fyrir honum. Nú var áreiðan- lega tækifæri til að fá meiri upplýsingar um stúlkuna, en samt var hann í efa um hvernig hann ætti að fara að því. Hann spurði sjálfan sig að því hvort ekki væri réttast, að afhenda málið þeim, sem l höfðu það fyrir atvinnu að njósna um slíkt, eða að hann ætti að reyna að gera það sjálfur og hjálparlaust. Ef hann tæki fyrri aðferðina, mundi mál- ið verða í höndum skynsams og æfðs manns, sem starfaði að því, sem hann kunni, en í síð- ari tilfellinu yrði það óæfður maður, sem mundi rækja rannsókniha með fullum vilja og hvíldarlausum áhuga, og persónulegum áhuga, sem Moxley gerði sér þó ekki grein fyrir af hverju stafaði. Er Moxley reyndi að komast að ákvörð- un i þessu efni þá opnaði Ellen hurðina og kom inn. Hún kallaði upp yfir sig er hún sá hann: “Ó, Júlían, þú hefir heyrt eitthvað frá sjúkrahúsinu?” “Já, það hefi eg. Annetta hefir sagt hvar faðir hennar sé.” Miss Moxley varð svo glöð að hún lagði handleggina um háls bróður síns og kysti hann, og furðaði sig á því. “Eg er svo glöð að eg gæti farið að gráta,” sagði hún. “Bara að hún yrði nú heil- brigð, Júlían. Hún verður alveg jafn góð þrátt fyrir alt. Hver hrinti henni fram af brúninni? Hversvegna gerði hann það? Og hversvegna hefir faðir hennar ekki svarað auglýsingunni?” “Þú gleymir því systir góð að hún hlýtur að vera mjög veik ennþá. Þetta var afskap- lega hættulegur uppskurður, sem örðugt er að lifa af. Lomar sagði mér um þetta. Þeir urðu að skera inn í sjálfan heilann.” Hrollur fór um Miss Moxley. “Æ, talaðu ekki um þetta Júlían.” “Fyrirgefðu, eg gleymdi hversu viðkvæm þú ert. Við skulum tala um önnur efni. Mig langar til að spyrja þig um skoðun þina á vissu atriði, sem eg hefi hugsað mikið um. Á eg að tilkynna lögreglunni þessar nýju upp- lýsingar, eða á eg að rannsaka þetta sjálfur?” Gerðu það sjálfur og þá getur þú vænst eftir góðum árangri. Við erum búin að reyna lögregluna. Hvað hefir hún gert fyrir okkur? Við erum búin að reyna þá til hlítar. Nú verður þú að reyna að gera þetta sjálfur, og mistakist þér----” “Mistakist mér? Hvað þá?” * “Þá verðum við að reyna hvað eg get gert.” Þetta var svo skoplegt að þau fóru Tbæði að hlægja. “En við vitum lítið hvað næstu dagar geyma í skauti sínu. “Já, eg hugsa að þú hafir rétt fyrir þér Ellen. Einkamál okkgir hafa verið rædd nóg i blöðunum. Það er komið meira en mál til að við föllum i gleymsku aftur. Lögreglan og það, sem eg hefi á móti þeim. Nú ætla eg að blöðin séu eitt og hið sama og það er einmitt að reyna sjálfur, að minsta kosti þangað til eg mæti einhverjum örðugleika, sem mér er of- vaxinn. Og eg ætla að byrja strax.” Að svo mæltu tók listamaðurinn, Júlían Moxley, hatt sinn og yfirhöfn og gekk út í rökkrinu þennan dag í desember, til að greiða úr þessu vandasama leyndarmáli. “Dye! Dye! Eg ér alveg viss um að eg hefi aldrei heyrt það nafn fyr en nú,” sagði hann við sjálfan sig er hann hélt af stað.. ,“Það er varla líklegt, að það sé meira en ein fjölskylda með þessu nafni hér í bænum.” Til þess að ganga úr skugga um þetta og spara sér ómak og óþarfa spurningar, gekk Moxley inn í búð og fletti upp í nafnaskrá bæjarins. Hann varð fyrir vonbrigðum, en þó kom honum þetta ekki alveg á óvart. Hann leit yfir öll nöfn, sem byrjuðu á Dy, en gati hvergi fundið Dye. Hann hugsaði sér að Lomar hefði tekið skakt eftir, og hann fór að setja saman alla þá stafi, sem hægt var að bera fram Dye, en það gekk ekkert betur, þar fanst ekki Digh, Dygh né Dey. Hann átti því einskis annars úrkostar en fara niður í Flood stræti og spyrjast fyrir um manninn. Til allrar hamingju var þetta ekki löng gata, en það bættist upp af íbúafjöldanum. Þetta var iþvergata milli tveggja vel lýstra aðalstræta, var því auðvelt að finna hana og ekki neitt varasamt að ferðast þar. En húsin voru hrörleg og alveg troðfull af mjög sund- urleitum lýð. “ódýr leiguhús,” hugsaði Moxley með sér er hann rendi augunum yfir framhliðar hinna hrörlegu tígulsteina byggina. “Eg hefi tekið að mér meira en lítið verk,” hugs- aði hann. “Eg mætti því alveg eins vel byrja á fyrsta húsinu og reyna svo hvert af öðru. Eg fæ aldrei sannar fréttir með þvi að leita fyrir mér af handahófi.” Moxley hafði ekki rangt fyrir sér er hann hugði þetta fyrirhöfn. Hefði ekki svona mikið legið við, mundi hann hafa gefist upp áður en hann var hálfnaður. Við dyrnar á nr. 40 lagði hann sömu spurninguna fyrir hálfvaxinn dreng, er kom til dyranna þegar hann hringdi, og fékk hjá honum sama svar- ið: “Það er enginn með því nafni hér.” “Ertu viss um það?” “Já,.það er eg viss um,” svaraði drengur- inn, “en eg skal spyrja hann pabba að því, ef þér viljið.” Faðir drengsins var stuttur og kubbvax- inn maður, lævíslegur á svip. Hann kom neð- an úr kjallara og þurkaði sér um andlitið með erminni á treyjunni sinni. Hann leit á Mox- ley með allmikilli forvitni, er málarinn bar fram spurninguna: “Eg er að leita eftir manni, sem heitir Dye.” “Þér finnið hann víst ekki hérna. En hvað viljið þér honum?” “Fyrst að hann er ekki hér, þá sé eg ekki hvað yður kemur það við,” svaraði Moxley fremur stuttur í spuna. “Það býr enginn hér með því nafni, og það er satt, en eg hefi leigt tvö herbergi, manni, sem heitir Dye, þessvegna spurði eg.” “Ó, það var ástæðan fyrir spurningu yðar. Get eg fengið að tala við húsráðand- ann. Segið honum að eg verði að tala við hann strax.” t | Refsandlit mannsins stafaði forvitninni er hann svaraði: “Hér sjáið þér húsráðandann. Hvað get eg gert fyrir yður?” “Er hér hvergi staður, sem eg get talað við yður einslega án þess að aðrir heyri?” spurði hann. “Jú, vist er hér slikur staður,” sagði mað- urinn ákafur. “Komið hérna inn.” Stuttu síðar sat Moxley inni í herbergi húsráðandans. Þá tók listamaðurinn upp nafnspjald sitt og rétti húsráðanfla. Maður- inn tók við því áfjáður og las það. /“Já, svo er.það, Moxley, listamaður. Það gleður mig að kynnast yður, Mr. Moxley. Eg heiti Belfrey.” “Mr. Belfrey,” sagði málarinn eftir stutta umhugsun á meðan hann horfði gaumgæfi- lega á húsráðanda, “eg er hingað kominn í áriðandi erindagerðum, en það má ekki hafa þær í hámælum. Mig langar til að fá sér,- átakar upplýsingar, og er eg fús til að greiða ríflega þóknun fyrir þær.” “Það var auðséð að þetta var rétt af stað farið. Gleðin, sem skein út úr hinu refslega andliti mannsins, er hann heyrði talað um borgun, var svo greinileg að ekki varð vilst á því. “Æ, minnist þér ekki á það, Mr. Moxley. Geti eg orðið yður til einhverrar hjálpar, þá blessaðir látið mig bara vita það.” “Þakka yður fyrir. Nú skal eg segja yður hvernig þessu er farið. Mig langar til að vita alt, sem eg get um þennan leigjanda yðar, sem kallar sig Dyé, alt sem hægt er, en ekki má hann fá að vita neitt um það, að eg sé að spyrja um hann. Mig langar til að fá þessar upplýsingar fyrir sjálfan mig og engan annan.” Andlit hins kæiia manns varð ennþá Iengra, er hann heyrði þetta. “Jæja, fyrst og fremst, hver er hann þessi Dye?” “Eg væri fús að gefa fáeina skildinga til að vifa það. En eftir því að dæma, sem eg hefi séð til hans, og því fólki, sem spyr eftir honum, þá er hann talsvert fágætur og leyndardómsfullur maður.” “Hvaða fólk hefir spurt eftir honum?” Andlit mannsins varð ennþá slóttugra en áður. ‘T>ér til dæmis. Enginn annar nema einn annar, og það hefir enga þýðingu, svo að við þyrfum ekki að tefja okkur á því, og þar sem þetta átti bara að vera milli hennar og mín, mun eg ekkert um það segja. En þegar eg tala við slíkan mann sem yður, þá get eg sagt yður, að maðurinn, sem kallar sig Leander Dye, kom í þetta hús fyrir næstum þrem vikum síðan og bað um herbergi til leigu, en af því að útlit hans var þannig að mér lék grunur á, að eg mundi altaf eiga Jeiguna hjá honum, og þar sem Belfrey er fátækur maður, sem þarf að lifa eins og aðrir, sagði eg manninum, sem var fremur larfalegur, að eg vildi ekki taka menn í hús mitt, sem stönsuðu bara einn dag ecfc svo. Ef hann vildi fá herbergi hjá rrfér, þá yrði hann að borga þriggja mánaða leigu fyrir- fram. Eg var næstum oltinn um af furðu þegar hann dregur upp þessa líka litlu seðla hrúgu, eins stóra og kreftur mannshnefi, og taldi mér út leiguna, alla í einu. Hann flutti strax inn í herbergin. Eg gerði þau hrein og hann bar inn tvær kistur. Eftir það sá eg hann ekki í tvo daga.” I

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.