Heimskringla - 28.04.1943, Blaðsíða 2
2. SlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. APRIL 1943
FRÁ STJóRNARRÁÐI
ÍSLANDS '
(Sent íslenzku blöðunum af
sendiráðinu i Washington)
Upplýsngastarfsemi
Ráðuneyti Islands hefir á-
kveðið að með byrjun ársins
1943 skuli hafin upplýsinga-
starfsemi, sem meðal annars
skuli hafa það markmið að
veita fulltrúum ríkisins erlend-
is upplýsingar um hið helzta
sem gerist í þjóðmálum vorum
hér heima, bæði stjórnmálum,
atvinnumálum og mentamál-
um. Það verður að teljast þýð-
ingarmikið að fulltrúar Islands
erlendis starfsemi sinnar vegna
geti fylgst sem bezt með öllum
slíkum málum, og þar sem ó-
kleift mundi verða að senda
þeim öllum þau blöð, tímarit,
skýrslur og bækur sem upplýs-
ingar geyma um þessi efni, mun
í þessari fréttaskýrslu verða
viðað saiman öllu því helzta,
sem talið verður nauðsynlegt
og æskilegt að þeir fái vit-
neskju um. Án staðgóðrar
þekkingar á mönnum og mál-
efnum íslenzku þjóðarinnar
mundi starfsemi fulltrúanna
ekki ná tilgangi sinum nema
að litlu leyti.
Fulltrúunum munu oft ber-
ast fyrirspurnir um hin ólík-
ustu atriði að því er Island
snertir. Ekki mega þeir vænta
þess að þessi frétta- og upplýs-
ingastarfsemi verði þannig að
hún veiti þeim alla þá fræðslu,
sem nauðsynleg er, því það
væri ekki mögulegt að gera
skýrslurnar svo fullkomnar. En
reynt mun verða að vanda til
þeirra eftir beztu föngum og
sjá um að í þeim verði þær
upplýsingar, sem helzt mega að
gagni koma í starfsemi fulltrú-
anna, þannig, að þeir eigi sem
auðveldast með að fylgjast
með íslenzkum málefnum og
að þeir geti að jafnaði haft við
hendina nýjustu upplýsingar
um þau, sem völ er á.
Svo er til ætlast að fulltrúar
geri útdrátt úr fréttaskýrslun-
um sem íslenzku fólki í um-
dæmi þeirra megi vera gagn
og ánægja af að fá vitneskju
um, og að fulltrúarnir dreifi
upplýsingum þessum meðal
landsmanna í hæfilega mörg-
um eintökum. Sé ekki ætlast
til þess að upplýsingar séu birt-
ar þannig mun verða tekið
fram við hvern kafla að hann
sé ekki til birtingar.
Þær fréttir og upplýsingar
sem aðallega verða sendar eru
sem hér segir í stórum drátt-
um:
Stjórnmálafréttir:
1. Breytingar á stjórn landsins.
2. Kosningar til Alþingis.
3. Flokkaskifting.
4. Yfirlit yfir störf Alþingis.
5. Yfirlit yfir helztu lög.
6. Yfirlit yfir helztu mál, sem
efst eru á baugi með þjóð-
inni á hverjum tíma.
Atvinnumál:
1. Atvinnukjör landsmanna.
2. Landbúnaðarmál.
3. Sjávarútvegsmál.
4. Iðnaðarmál.
Samgöngur.
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin skuld
Viðskifti og verzlun.
Peningamál.
Bókmentir og listir.
Almennar upplýsingar um
land og þjóð.
Starfsemi ráðuneytisins.
Þessi upplýsingastarfsemi
verður fyrst um sinn hagað
þannig, að í byrjun hvers mán-
aðar verður samin skýrsla um
næsta mánuð á undan og þar
gefnar upplýsingar um þau
efni sem að framan eru nefnd.
Um hver áramót verður samið
efnisyfirlit, yfir það sem i
skýrslunum hefir verið skráð
og getur þá skýrslusafn þetta
þegar fram í sækir orðið að
svipuðu gagni og handbækur
með upplýsingum um Island.
★
Ný ríkisstjórn
Hinn 16. des. 1942 tilkynti
ríkisstjóri Alþingi að hann hafi
talið sér skylt, að skipa stjórn
utan þings, eftir að hafa kann-
að að árangurslausu allar
hugsanlegar leiðir til myndun-
ar stjórnar þingmanna, sem
hefði fyrirfram trygt meiri-
hluta Alþingis.
Voru þá þessir skipaðir í
stjórn:
Forsætisráðherra: Dr. jur.
Björn Þórðarson lögmaður í
Reykjavík.
Utanríkis- og atvinnumála-
ráðherra: Vilhj. Þór banka-
stjóri.
E>ómsmálaráðherra: Dr. jur.
Einar Arnórsson hæstaréttar-
dómari.
Fjármálaráðherra: — Björn
Ólafsson stórkaupmaður.
Hinn 22. des. var fimti mað-
urinn skipaður í stjórnina, sem
félagsmálaráðherra: Jóhann
Sæmundsson yfir-læknir.
Samkvæmt stjórnarúrskurði
dags. 16. des. og 22. des. 1942
um breytingu um stundarsakir
á konungsúrskurði 29. des.
1924 um skipun og skifting
starfa ráðherra og fleira, er
skifting mála meðan núverandi
ríkisstjórn situr, sem hér segir:
Forsætisráðherra dr. juris
Björn Þórðarson fer með öll
þau mál, er samkvæmt kon-
ungsúrskurði 29. des. 1924
heyra undir forsætisráðherra,
nema utanríkismál. Auk þess
fer hann meö kirkjumál, heil-
brigðismál, — þar undir
sjúkrahús og heilsuhæli, — svo
og tryggingamál, sveitarstjórn-
armál, — þar undir fátækra-
mál og atvinnubótafé.
Utanríkis- og atvinnumála-
ráðherra Vilhjálmur Þór fer
með utanríkismál og þau mál,
er samkvæmt téðum konungs-
úrskurði heyra undir atvinnu-
og samgöngumálaráðherra, og
ekki eru með þessum úrskurði
falin öðrum ráðherrum.
Dóms- og mentamálaráð-
herra dr. juris Einar Arnórsson
fer með öll þau mál, er sam-
kvæmt téðum konungsúrskurði
heyra undir dóms- og kirkju-
málaráðherra, og ekki eru með
þessum úrskurði falin öðrum
ráðherra.
Fjármála- og viðskiftamála-
ráðherra Björn Ólafsson fer
með öll þau mál, er samkvæmt
téðum konungsúrskurði heyra
undir fjármálaráðherra, og auk
þess verzlunarmál, önnur en
útflutningsverlzun.
Félagsmálaráðherra Jóhann
ÍM GLAD WE
BOUGHT THOSE
V, VlCTORYv'
^ I BONDS/
YES.THE VICTORY BONDS
WE BOUGHT IN 1943 >
ARE PAYING FOR A j
, UOT OF TMINGS WEV/
V NEED NOW. / /
VICTORY BONDS WILL HELP TO MM(E DREAMS COME TRUE-
Sæmundsson fer með það af
þeim málum er skv. téðum
konungsúrskurði heyra undir
forsætisráðherra og atvinnu-
málaráðherra. með alþýðu-
tryggingamál, húsnæðismál,
og byggingafélög, sveitastjórn-
mál — þar undir fátækramál
og atvinnubótafé, — og önnur
félagsmál.
Stefnuskrá nýju
ríkisstjórnarinnar
Þegar er Alþingi hafði feng-
ið tilkynningu um hina nýju
ríkisstjórn flutti forsætisráð-
herra svohljóðandi ávarp þar
sem hann lýsti yfir þvi hver
verða myndi aðalverkefni rík-
isstjórnarinnar:
Herra forseti! Háttvirtir al-
þingismenn; Eins og yður er
kunnugt, hefir hið háa Alþingi
reynt, að því er virðist til
þrautar sem stendur, að mynda
stjórn, er fyrirfram hefði stuðn-
ing Alþingis. Með því að þetta
hefir ekki tekist þá hefir herra
rikisstjórinn farið þá leið, að
skipa menn í ráðuneyti án at-
beina Aiþingis. Nú hefi eg og
samstarfsmenn minir í hinu
nýja ráðuneyti tekist þann
vanda á hendur. Kemur þá
væntanlega í ljós, er ráðuneyt-
ið ber fram tillögur til úrlausn-
ar brýnustu vandamálunum,
hvort hið háa Alþingi vill
vinna með því eða ekki.
Ráðuneytið telur það höfuð-
verkefni sitt að vinna bug á
dýrtíðinni, með því fyrst og
fremst að setja skorður við
frekari verðbólgu, meðan leit-
ast er við að lækna meinsemd-
ina og vinna bug á erfiðleikun-
um.
Ráðuneytið ætlar sér að
vinna að því, að atvinnuvegum
landsmanna, sem nú eru marg-
ir komnir að stöðvun, verði
komið á heilbrigðan grundvöll,
svo að útflutningsvörur verði
framleiddar innan þeirra tak-
marka, sem sett eru með sölu-
samningum vorum, m. a. við
Bandaríkin i Norður-Ameríku.
Þá verður einnig þegar í stað
að gera þær ráðstafanir um
innflutningsverzlun landsins,
að henni verði komið í það
horf, sem skipakostur lands-
manna og ófriðarástandið ger-
ir nauðsynlegt.
Ennfremur ber nauðsyn til,
að verðiagseftirlitið verði Iátið
taka til allra vara og gæða,
sem seldar eru almenningi, og
að tryggja í þeim málum svo
örugga og einbeitta fram-
kvæmd sem verða má.
Jafnframt verða að sjálf-
sögðu athuguð ráð til að stand-
ast þau útgjöld, sem dýrtíðar-
ráðstafanirnar hljóta að hafa í
för með sér.
Ráðuneytið mun kosta kapps
um að efla og treysta vináttu
vð viðskiftaþjóðir vorar. Eins
og stendur verður lögð sérstök
áherzla á vinsamlega sambúð
við Bandaríki Norður-Ameríku
og Stóra Bretland.
Ráðuneytið vill eftir föngum
vinna að alþjóðar heill. Auðvit-
að mun það geta sætt mismun-
andi dómum, hvort því tekst að
finna réttar leiðir. Ef hinu háa
Alþingis og ráðuneytinu tekst
að sameina krafti sína til
lausnar framangreindum
vandamálum, þá vonar ráðu-
neytið, að samvinnan verði
þjóðinni til hagsmuna.
Áramótarœður
Um áramótin fluttu rikis-
stjóri og ráðherrar allir ræður
í útvarpið. Fer hér á eftir út-
dráttur úr ræðum ríkisstjóra,
forsætisráðherra, utanríkis- og
atvinnumálaráðherra og fjár-
málaráðherra:
Ræða ríkisstjóra:
Rikisstjóri hóf mál sitt á þvi
að minnast sjómanna þeirra,
sem fórnað höfðu lífi sínu í
þágu þjóðarinnar á hinu síð-
asta ári, og vottaði aðstand-
endum þeirra samúð sina.
Því næst vék ríkisstjóri að
stjórnmálaviðburðum síðasta
árs og lýsti þeirri von sinni, að
atburðir ársins hinir síðustu
mættu leiða til góðs, en lét þess
jafnframt getið, að máske vær-
um við nú að komast yfir örð-
ugasta hjallann.
Þá vék ríkisstjóri að ófriði
þeim er nú geisar, og gat þess
að ýmsir bjartsýnir menn von-
uðu að honum yrði lokið á
þessu ári, en þótt slíkt væri að-
eins von en ekki vissa, væri
réttmætt að beina athyglinni
að viðhorfinu er ófriðnum lýk-
ur. Vék ríkisstjóri sérstaklega
að ummælum Roosevelts
Bandaríkjaforseta, en hann
taldi að takmark lýðræðisþjóð-
anna að ófriðnum loknum ætti
að vera það, að þjóðunum yrði
trygt ferfalt frelsi: Málfrelsi,
trúfrelsi, frelsi án skorts og
frelsi án ótta. Vék ríkisstjóri
því næst að þessum liðum öll-
um, og flutti um þá snjalt mál.
Þá vék ríkisstjóri að starfi
brezka hagfræðingsins Sir Wil-
liam Beveridge, áætlunum
hans og tillögum um hvernig
skapa megi í framtíðinni ör-
yggi gegn skorti, eftir því, sem
aðstæður eru þar í landi. —
Þrautirnar, sem við væri að
glírna i þessu efni í Bretlandi
væru: Skortur á lífsviðurværi,
veikindi, vanþekking, um-
byggjuleysi og óhollusta og að-
gerðarleysi.
Ríkisstjóri ræddi um það að
lokum, hve rík ítök jafnrétti
ætti nú með hinum striðandi
þjóðum, og nefnd dæmi þess, er
hann hafði kynst hér á landi,
og taldi, að slikt, hugarfar
myndi ekki aðeins hjálpa til
þess að vinna ófriðinn, heldur
og að vinna friðinn á eftir. —
Komst ríkisstjóri svo að orði i
því sambandi: “Mér er kunn-
ugt um hitt og þetta hér á
landi, sem ber vott um að slík
hugarfarsbreyting sé ekki orð-
in svo almenn enn með okkur
sem skyldi. Eg held að það sé
nauðsynlegt, ef við eigum að
yfirbuga vandkvæðin, sem ó-
friðarástandið hefir skapað
okkur, að hugarfarið breytist
í þessa átt. Og eg efast um að
við verðum megnugir að vera
með ií því að “vinna friðinn” aO
ófriðnum loknum, nema að
okkur takist að eignast slikt
hugarfar og breyta samkvæmt
því.” Ennfremur sagði ríkis-
stjóri: “Góðvinur föður míns
sagði við mig fyrir tuttugu ár-
um, að faðir minn hefði einu
sinni mælt við sig eitthvað á
þessa leið: “Ef allir Islending-
ar, sem komnir eru til vits og
ára, gerðu sér það að reglu að
lesa Fjallræðuna, ekki einu
sinni, heldur oft á ári, myndi
islenzku þjóðinni farnast betur
en ella.” Kvaðst ríkisstjóri
vilja gera þessi ummæli föður
síns að nýársósk til íslenzku
þjóðarinnar, og árnaði jafn-
framt einstakling hverjum og
þjóðinni í heild árs og friðar.
Rœða forsœtisráðherra
Frá upphafi vega höfum vér
aldrei þurft á einum og sama
tíma, að snúast við jafnmörg-
um, miklum og óvæntum við-
horfum og skapast hafa síð-
asta ár.
Einangran lands vors er úr
sögunni. í einni svipan var
land vort gert að einu höfuð-
vígi. Inn í landið hefir borist
meira fjármagn en oss hefir
nokkurn tíma dreymt um. —
Þegar nú sú ólga og truflun í
þjóðlífinu, sem þessar stað-
reyndir hafa haft í för með sér
blönduðust saman við gömul
og viðkvæm innanlandsmál
verður skiljanlegt, að fulltrúa
þjóðarinnar gat greint á um
það hvernig taka bæri á þeim
viðfangsefnum, er fyrir liggja.
Afleiðing þessa ágreinings varð
sú, að núverandi ríkisstjórn
var skipuð. Þessi stjórn hefir
tekist á hendur þungar skyld-
777////
//////*
■^ThFSí
LAKE OF THE WOODS MILLING
CO. LIMITED. WINNIPEG
«CCCOOOOCCCOOCCCOOCCGOCOOOCOOCOOOOCOCCCOCOOOCOOCCO«
John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MANUFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og “Sea Island Cotton” j!
Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. jj
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
ur. Hún hefir lofað því að
reyna að vinna bug á dýrtíð-
inni og að þrýsta niður verð-
bólgunni. Ennfremur að vinna
að því að atvinnuvegunum
verði komið á svo heilbrigðan
grundvöll að framleiðsla vara
til sölu erlendis geti haldið
áfram skv. því, sem samningar
við viðskiftaþjóðir vorar gera
ráð fyrir, og stjórnin vill finna
ráð til að skipakostur lands-
manna komi þeim að sem best-
um notom. Þeir, sem hafa
fengið mikið undanfarin ár
mega vera við því búnir, að
hagnaður þeirra rýrni, og að
þeir verði að bera nokkrar
byrðar. Stjórnin litur svo á,
að hún hafi, að svo stöddu eng-
an rétt til að krefjast af al-
menningi, engri stétt, neinna
fórna, enda þurfi þess ekki, því
I það er ekki fórn heldur aðeins
I framsýni að verja nokkru af
afla sínum til þess að styrkja
grundvöllinn undir framtíðar-
hag. Vér verðum að sýna það
í verki, að vér metum þjóðar-
hag meira en stundarhag ein-
staklingsins, og marka honum
því hæfilegan bás. Stjórnin'
getur ekki lofað yður því að
leysa af hendi nein afrek, en
hún heitir því að vinna eftir
beztu getu.
Rœða utanríkis- og
atvinnumálaráðherra
Á meðan eg fer með utanrík-
ismál mun verða lögð stund á
vinsamlega samvinnu við öll
þau ríki sem við náum til að
hafa viðskífti við, og að sjálf-
sögðu lögð áherzla á fulla að-
gæzlu á lögmætum rétti ís-
lands gagnvart öðrum ríkjum.
Vér óskum, að sú stund rnegi
sem fyrst renna upp, að frænd-
þjóðir vorar allar á Norður-
lönum verði aftur frjáisar og
fái að nýju aðstöðu til að knýta
sín á milli keðju frændsemi,
vináttu og samstarfs. — ísland
mun kappkosta að fá að vera
með, þegar sú keðja verður
endurknýtt.
Er vér nú lítum yfir liðið ár,
virðist mér vart komist hjá að
minnast þess að í landi voru
hefir dvalið mjög fjölmennur
erlendur her. Það verður aldrei
komist hjá að af slíku sambýli
verði nokkrir örðugleikar og ó-
þægindi. Vér höfum eigi held-
ur farið algerlega varhluta
þessa; meðal annars hafa kom-
ið fyrir slys, raunaleg slys. —
En þegar alls er gætt, ætla eg
að oss sé rétt og skylt að viður-
kenna, virða og meta, hversu
'herstjórnin hefir lagt sig fram
um að afstýra árekstrum, ó-
höppum og óþægindum, og
hversu þetta hefir yfirleitt
tekist. — Af fenginni reynslu
um þetta tel eg oss óhætt að
horfa vonbjartir til framtíðar-
innar hvað sambýlið snertir.
•
Eins og nú er aðstöðu, eru
megin viðskifti vor við tvö
lönd: Stóra-Eretland og hin
voldugu Bandaríki Norður-
Ameríku.
Vöruskifti vor við Stóra-
Bretland hafa verið þann veg
fyrirfarandi, að oss er skylt að
meta fyllilega þá fyrirgreiðslu
og greiðvikni, sem oss hefir
verið sýnd með afgreiðslu
ýmsra nauðsynja og annara'
vara, meira að magni og leng-
ur, en heimilt var að gera ráð
fyrir fyrirfram. — Vér skiljum
og fullvel þær ástæður, sem
valda því að vörukaup þaðan
verði fábrotin nú um stund.
Megin viðskifti vor eru nú
við Bandaríkin, og flestallar
nauðsynjar, er vér þörfnumst
utan frá, koma nú eingöngu
þaðan, að undanskildum kol-
um, salti og sementi, sem enn
fæst frá Bretlandi. Óánægju-
raddir heyrast um, að seint
gangi með uppfyllingu ýmissa
ó'ska vorra um vörur og að-
flutningar gangi mikið seinna
en æskilegt þætti. Hvort
tveggja þetta má með nokkr-
um rökum segja. Sérstaklega
hefir þó gengið seint með flutn-
ingana.