Heimskringla - 21.07.1943, Blaðsíða 1
We recommend for
your approval our
“C.B-4 WHITE LOAF"
(Canada Approved)
as an excellent source of the
Vitamin B Complex
“The Quality.Coea In before theNameGoeaOn”
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 35 5S5
Frank Hannibal, Mgr.
Wedding and Birthday Cakes
made to order
■+
We recommend for
your approval our
"C.B.4 WHITE LOAF"
(Canada Approved)
as an excellent source of the
Vitamin B Complex
“The QualityGoes In before theNameGoes On'
CANADA BREAD CO. LTD.
Winnipeg Phone 35 5G5
Frank Hannibal, Mgr.
Wedding and Birthday Cakes
made to order
•+
LVII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 21. JÚLI1943
NÚMER 42.
FJALLKONAN
Frú Guðrún Skaptason
Á Islendingadeginum á Gimli 2. ág. n. k. verður frú
Guðrún Skaptason, kona Capt. Josephs B. Skaptasonar,
fjallkona.
* < HELZTU FRÉTTIR * «
Frá Rússlandi
í heimsfréttunum birtust
þessi góðu tíðindi s. 1. laugar-
dag:
Rauði herinn hefir enn einu
sinni vakið undrun og eftirtekt
alls heims. Eftir að hafa
hrundið til baka her Þjóðverja,
sem í 10 daga hefir háð hina
hörðustvi sókn, sem nokkru
sinni hefir átt sér stað, að því
er Þjóðverjar sjálfir segja, hafa
nú Rússar snúið vörn sinni upp
í sókn, og ruðst 30 milur eða
meira áfram gegn um garna-
flækju varnarvíra og sprengju-
stráð svæði og halda enn á-
fram, í áttina til járnbrauta-
miðstöðvarinnar Bryansk.
Komist þeir til Bryansk, bíð-
ur Þjóðverja ein hin ægileg-
asta hrakför. Það eina sem j
bjargaði þeim frá stórkostlegu j
mann- og vopnatjóni, væri að
yfirfeefa borgina, sem skjótast.
Um að þessi sókn vekti fyrir
Rússum, hefir vel verið haldið
leyndu. í London var búist
við,‘ að Stalin mundi biða til
hausts með hana, en láta sitja
við varnir og gagnsóknir yfir
sumarið.
En að Hitler mistókst sókn
sín nú, með einum fjórða úr
miljón hermönnum, er hann
sendi út af örkinni við Orel
og Belgorod, sannfærði herfor-
ingja Rússa um, að leikurinn
væri að minsta kosti að vera
jafnari milli hers þeirra sjálfra
og liðs Hitlers.
Rauði herinn sá sér nú fyrst
nokkurt tækifæri og var sem
leiftur kominn í sókn. Hepn-
aðist hún svo, að Þjóðverjar
töpuðu 10 hersveitum gersam-
lega og á 200 mílna svæði í
suður frá Moskva, er herlina
Þjóðverja nú meira og minna
ótrygg.
Og hvað nú? Haldi rauði
herinn áfram að hafa þannig
yfirhöndina nokkrar vikur,
verða áhrifin af því, áSamt
Sikileyjar-sókn bandaþjóð-
anna, brátt mikil vonbrigði
fyrir þýzku þjóðina.
Hitler réði því sjálfur, að
þessi sókn var hafin á Rússa.
Herforingjar hans voru á móti
henni, en hann tók þá her-
stjórnina í sínar hendur og rak
einhverja af herforingjum sín-
um. Herforingjarnir vildu láta
sóknina bíða þar til í • ljós
kæmi, hvar bandaþjóðirnar
herjuðu á möndulþjóðirnar í
vestri eða suðri. En hann gaf
þá, 5. júli, hernum sjálfur skip-
un um að fara af stað við
Kursk og Orel og þau áhlaup
mundu gera út af við Rússa og
olla úrslitum stríðsins.
Hitler þurfti eflaust eitthvað
að gera til þess að friða þjóð-
ina heima fyrir, sem gagnstætt
skipunum hans er að yfirgefa
borgirnar, sem harðast kenna
á sprengjuárásum Breta.
Hann hefir nú komið sínu
fram, með þeim' árangri, að
hann hefir tapað svo miklu af
mönnum, skriðdrekum og flug-
förum, að vafasamt er að hann
geti héðan af hafið stórfeng-
lega sókn á hendur Rússum.
Draga þýzkir fregnritar ekki
fjöður yfir þetta, og telja Hitl-
er einan um það að saka, en
herforingja hans ekki.
“Hitler veit nú ekki hvaðan
veðrið á sig stendur,” segja
rússnesk biöð um leið og þau
geta þess, að ibúar Moskva
hafi úm miðja nótt hópast sam-
an til að fagna þessum síðasta
sigri, sem þeir segja beztu
fréttina sem þeim hafi borist,
siðan Stalingrad var frelsuð.
Sprengjuárás á Róm
Síðast liðinn mánudag gerðu
banda-þjóðirnar árás á Róm.
Sprengdu þær upp járnbraut-
arstöðvar og verksmiðjur, en
hlifðust við kirkjur og safnhús
líkneskja úr trúarsögunni. —
Voru til þessa valdir banda-
i rískir menn fyrir nokkru, er
■ vel voru kunnugir borginni, og
hafa verið að undirbúa árásina
! síðan. Eitthvað af íveruhús-
i um brann, þó til þess væri ekki
I ætlast. En árásin var orðin
I óumflýjanleg vegna þess, að
herlið Þýzkalands og mikið af
þann kost, að gefast upp með
heiðri og lifa landinu og þjóð-
inni til heilla eða drepast fyrir
þá Mussolini og Hitler.
Þeir mega kalla skrín og
minjar í Róm heilagar, sem
það vilja, en það er ekki heil-
agara í augum þess er þetta
ritar en mannslífin sem fórnað
hefir verið i þessu stríði.
Slítur sambandi við Vichy
Loksins hefir eyjan Martin-
ique, skamt undan suðaustur-
f strönd Bandaríkjanna, sUtið
sambandi sínu við Vichy-
stjórnina í Frakklandi. Það er
fátt hægt að hugsa sér skop-
legra en það, hvað eyja þessi
hefir lengi þverskallast við að
ganga í lið með bandaþjóðun-
um og vera þó undir handar-
jaðri Bandaríkjanna, hefir
leyft sér að taka og fastsetja
flugför og herskip, ef þangað
hafa borið, og ef til vill verið
skjól kafbátum Þjóðverja. Alt
og sumt sem Bandaríkin að-
höfðust, var að hætta að skifta
við eyjuna. Biðu eyjaskeggjar
við það hnekkir, ef ekki hung-
ur, en George Robert, aðmíráll,
sem á eyjunni réði, hefir ef-
laust litið á sig sem konung í
ríki sínu, fullan vonar um kom
andi dýrð. Ibúarnir undu þessu
hið versta, en ekki kom þó
breytingin sem nú er á orðin
af því, heldur hinu, að þeir sem
mest hafa að segja utan Frakk-
lands um stjórnmál þess,
æsktu, að Henri Hopinot, yfir-
maður franskra her- og friðar-
mála í Washington, væri skip-
að eftirlit Antilla-eyjanna,
Martinique og Gúadeloupe, en
George Roberts rekinn. Banda-
ríkin hafa samþykt þetta og
hafa nú byrjað viðskifti aftur
við eyjarnar, íbúum þeirra til
ánægju. Roberts hefir nú tæki-
færi að fara heim til Vichy og
athuga hvernig stjórnarástand-
ið er þar og vinna þar fyrir
Hitler og Laval, ef honum er
það geðfeldast.
HIRÐMEYJAR A ÍSLENDINGADEGINUM A GIMLI 2. ÁG. 1943
Miss Guðrún H. A. Skaptason Miss Helen K. Sigurðsson
“Kattaraugun”
Radar heitir eitt þeirra á-
halda, sem notuð eru í þessu
stríði, og sem meiri þátt hefir
átt í' sigrum bandaþjóðanna,
eða Englands og Bandarikj-
anna, að minsta kosti, en nokk-
urt annað vopn. Áhaldið er
bygt á verkunum rafeinda
bylgja og var fundið upp við
radió-rannsóknir, enda kallað
“radió-augað” af sumum. —
SKALD A ÍSLENDINGADEGINUM 2. AGÚST A GIMLI
vopnaframleiðslu landsins var . ^ ...
að flytja til borgarinnar og Var|Notkun t>oss 1 st”ðl"“ ei' f° s'
skákað í þvi skjóli, að þar væri in 1 Þvl> að sja, eða ollu he ur
benda a, ef flugfor nalgast og
segja til hve langt þau eru í
burtu, jafnvel í 50 mílna fjar-
lægð, í myrkri, sem í björtu.
Páll S. Pálsson
Einar P. Jónsson
öllu óhætt.
Hvað Mussolini segir við
þessu, er ekki neitt sagt um
ennþá. En blöð í Berlín voru
óð og uppvæg út af því, að
hinni helgu borg skyldi ekki
vera hlíft.
Það var eitthvað annað, að
sprengja upp Varsjá, Rotter-
dam og London og kirkjur,
sem Coventry, Canterbury og
Westminster, eins og Þjóðverj-
ar gerðu ásamt Itölum, þvi
Mussolini bað iHtler að Jofa
sínu flugliði að vera með i
þessu til að sýna hve órjúfan-
legt samband þeirra væri.
Mussolini þarf nú ekki held-
ur að fara til Blálands, til að
sjá “rósir springa út” eins og
sonur hans lýsti sprengjuárás-
unum á borgir Blálendinga.
Loftárásin á Róm var hafin
tveimur eða þrem dögum efíir
að Bretar og Bandatíkjamenn
höfðu boðjð ítölsku þjóðinni
Þetta litla áhald var í raun og
veru það, er bjargaði Englandi
í fyrstu flugárásum Þjóðverja
á það, eftir fall Frakklands.
Það var á verðinum og ekkert
flugfar Þjóðverja kom Bretum
að óvörum.
Það mun samt hafa verið í
Bandaríkjunum, sem áhald
þetta var fyrst uppgötvað. Það
var fyrir meira en 20 árum,
sem menn er við radio-rann-
sóknir áttu, urðu varir við
verkanir þess. Var þvi mörg-
um þjóðum kunnugt um það
að nokkru. En Bandaríkja-
menn héldu áfram að bæta það
og fullkomna. Og i striðsbyrj-
un lögðu vísindamenn Breta og
Bandaríkjanna vit sitt saman
og árangurinn af því varð þetta
áhald, sem nefnt er radar.
Bandaríkin hafa ennþá bætt
þetta áhald og nú er talið víst,
að það sé það, sem dregið hefir
úr kafbátaiðju Þjóðverja á At-
lanzhafinu. Því er ennfremur
haldið fram, að með því hafi
Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna
upp aftur og aftur orðið var við
skip Japana í myrkri og fjar-
lægð og margir sigrar hans á
sjónum við Japani, séu þessu
áhaldi að þakka. Og að Banda-
ríkin hafa nú stytt leiðina til
Tokio, um Aleutian-eyjarnar,
er þessu áhaldi mest að þakka.
A eyjum þessum eru eilífar
þokur og dimmviðri. Þar hefði
ekki mikið verið hægt að gera
Þjóðverjar höfðu eflaust á-
hald þessu líkt, er þeir gerðu
sem mestan óskunda á Atlanz-
hafinu; skipið Hood er talið
víst að á þann hátt hafi verið
fundið og sökt. Það var eitt-
hvað skrifað um þessar til-
raunir fyrir stríðið og Þjóð-
verjar og Japar, sem aðrir,
höfðu með því fengið hugmynd
um það. En nú er talið að
þeir hafi ekki fullkomnað
hana, sem Bandaríkin; en nán-
ar er ekki leyft i svip frá þvi
að segja.
Ein notkun þessa áhalds er
sú, að vita hvað leiðangrum
líður, er yfir höfin sigla. Skip-
in í þeim geta vitað hvað fjarri
þau eru hvert öðru í hvað
dimmu sem er, eða séu með
flotanum. Það hjálpar þeim að
halda hópinn. Á þann hátt
geta og not þessa áhalds kom-
ið sér vel á friðartímum.
íslenzkt nafn á radar, höfum
vér ekki rekist á; og orðið, sem
yfir þessari grein stendur, er
heldur ekki ætlast til að skoð-
ist, sem nafn
enska orðinu.
eða þýðing á
$265,000,000 á dag
Tvö hundruð sextíu og fimm
miljón dalir, er mikið að svara
út á dag, en það er þójiað, sem
Bandaríkin kosta nú stríðið.
Undanfarin þrjú stríðsár, hefir
kostnaðurinn verið að meðal-
tali 90 miljón daMr á dag. En
án þessa nýja áhalds og erfitt ■ frá fyrsta júlí þessa árs, er
reynst að koma Jöpum burtujhann áætlaður hátt á þriðja
þaðan. | hundrað miljón, sem að ofan
Svo nákvæmlega mælir það
vegalengdina sem skipin eru í
burtu, að þegar sjóher Banda-
ríkjanna átti í orustunni við
Guadalcanal, varð eitt skip
hans vart japanskra skipa eina
nóttina fyrir norðan eyjuna, 8
mílur burtu, og skaut á þau og
hitti eins og með byssu væri í
mark skotið á fárra faðma
færi.
segir.
Útgjöldin til stríðsins hafa
vaxið óðum undanfarin ár. —
1941 voru þau 6 biljón, 1942,
26 biljón og 1943 yfir 72 biljón
daM. Á árinu sem í hönd fór 1.
júlí, er áætlunin 97 biljón dalir.
Útgjöld til vanalegs stjórnar-
reksturs eða önnur en til stríðs-
ins, nema 7 biljón dölum.
Framh. á 4. bls.
RÆÐUMENN A ÍSLENDINGADEGINUM 2. AGÚST A GIMLI
Hinrik S. Björnsson
Frú Ingibjörg Jónsson
Gutt. J. Guttormsson