Heimskringla - 21.07.1943, Blaðsíða 8
8. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. JÚLI 1943
F JÆR OG NÆR
MESSUR í ISLENZKU
SAMBANDSKIRKJUNUM
Messur í Árnesi og Gimli
Sunnudaginn 25. júlí messar
séra Eyjólfur J. Melan í Árnesi
ki. 2 e. h. og á Gimli kl. 8 e. h.
★ ★ ★
Messa á Lundar
Séra Philip M. Pétursson
messar i Sambandskiékjunni á
Lundar sunnudaginn 1. ágúst
★ ★ ★
Messa í Underwood, Minn.
Sunnudaginn, 25.,júlí, verður
séra Philip M. Pétursson stadd-
ur í Underwood, Minn., og
messar í únítara kirkjunni þar.
★ ★ ★
Jarðaður var í gær í River-
ton, Pétur Guðmundsson, er
fórst ofan um ís á Winnipeg-
vatni á s. 1. vetri. Líkið fanst
fyrir fáum dögum suður af
Black Island.
★ ★ ★
1 bænum hefir verið síðustu
10 dagana, Guðm. Eyjólfsson
kennari frá Margaret, Man.
Hann hefir verið að leiðrétta
prófstíla fyrir mentamáladeild-
ina. Guðmundur er sonur Mr.
og Mrs. Ágúst Eyjólfsson, Otto,
Man.
★ ★ *
Sigurður Finnsson, bóndi í
Víðirbygð, kom til bæjarins
fyrir helgina. með honum var
kona hans að leita sér lækn-
inga.
★ ★ *
Sveinn Thorvaldson, M.B.E.,
frá Riverton, kom snöggva ferð
til bæjarins s. 1. mánudag, í
verzlunarerindum.
★ ★ ★
Guðjón Kristjánsson frá
Mikley, er um eitt skeið var
taflkappi Canada og margir
eldri Winnipeg-Tslendingar
kannast við, hefir verið í bæn-
um undanfarna viku. Hann fer
til vinafólks síns í Saskatchew-
an í dag og dvelur þar um viku
tíma. Hann ætlar að vera á
íslendingadeginum að Gimli og
að því loknu halda heim aftur
til Mikleyjar.
k'jmimmnaimiiiiininniiiiiniioiiiiiiiiiiianimiimiaimiiiini#
1 ROSE THEATRE|
= ----Sargent at Arlington---------- g
| July 22-23-24—Thu. Fri. Sat. §
= Henry Fonda ,
Barbara Stanwyck I
"YOU BELONG TO ME"
Pat O’Brien—Glenn Ford =
I "FLIGHT LIEUTENANT"
5 -----------------------------------
s July 26-27-28—Mon. Tue. Wed. n
Glasbake to the Ladies.
"THE BIG SHOT"
GEORGE FORMBY
I 'SOUTH AMERICAN GEORGE' |
£,iiiiiiiiiioiiiniiiiioiiiiiniiioiniiiiiiii[]||iiiiiiiiioiiiiiiiiiiii<»
Bjarni Loftsson frá Lundar,
Man., var staddur i bænum s. 1
mánudag.
★ ★ ★
Thorsteinn Bergmann, um
boðsmaður Heimskringlu í Riv-
erton, heimsótti skrifstofu
blaðsins s. 1. mánudag; þökk
fyrir komuna!
★ ★ ★
I bænum eru staddir P.O
Carl Sveinson frá Edmonton og
Pte. John Goodmundson frá
Dundurn, Sask. Þeir hafa
fengið að taka sér stundarhvílc
frá herþjónustu. Carl var einn
þeirra er á s. 1. ári fór sprengju-
för til Saarbrucken, en kom
þaðan nálega viðstöðulaust ti
Cailada. Mintist hann á mun-
inn sem sér hefði á því fundist
að fljúga að nóttu til í Evrópu
og hér vestra. Yfir Evrópu
grúfði myrkrið, bæði á megin-
landinu og á Englandi, en hér
skein alt í ljósadýrð og borg
irnar voru eins bjartar og um
hábjartan dag væri.
John og Carl fara á stað vest-
ur til Elfros, Sask., í kvöld, til
að heimsækja skyldmenni og
vini.
★ ★ ★
Einar Eyford, Lundar, Man.,
kom til bæjarins fyrir helgina.
Hann var á leið norður til Sel-
kirk til að vera á fundi Þjóð-
eyrisflokksins (Social Credit);
hann var kosinn fulltrúi úr
sinni bygð á fundinn.
★ ★ ★
Guðm. Jónsson frá Vogar,
Man., og sonur hans, Björn,
komu til bæjarins um síðustu
helgi. Guðm. er að leita sér
lækninga og mun verða nokkra
daga í bænum.
Sigurður Hornfjörð bóndi í
Framnesbygð, var staddur í
bænum í gær. Hann er fram-
fara og áhugamaður og hefir
gaihan af að ræða um þjóðmál,
enda eru nú kosningar á prjón-
unum í Selkirk-kjördæmi. —
Hann vildi að Bryce ynni og
hélt hann hafa mikið fylgi, en
óttast að margur verði vöðu-
selunum frá Ottawa að bráð.
★ ★ ★
Gifting
Síðast liðinn laugardag (17.
júlí) voru gefin saman í hjóna-
band Sgt. Árni Eggertson,
R.C.A.F., sonur Mr. og Mrs.
Árni G. Eggertson og Pearl
Josephine Irwin; brúíiurin er
af enskum ættum. Séra Valdi-
mar J. Eylands gifti.
★ ★ ★
Dánarfregn
Katrín Sigríður Pálsson lézt
að heimili sinu, 608 Toronto
St., hér í borginni, á föstudag-
inn var, 16. júlí. Hún var fædd
að Akratungu i Hraunhrepp, í
Mýrasýslu 12. ágúst 1857, og
ólst upp hjá foreldrum sínum
þar, þeim Sigurði Pálssyni
skipstjóra og Sigriði Ögmunds
dóttur, konu hans. Ung fór
hún til Reykjavíkur og lærði
þar saumaiðn, og starfaði við
það um hríð að námi loknu
Sumarið 1903 fluttist hún til
Canada, settist að í Winnipeg
og hefir átt hér heima síðan
Hér stundaði hún iðn sína fram
á síðustu ár. Hún lætur eftir
sig tvær systur á lífi hér vestra
Eru þær Mrs. John Ruth, Cy
press River, Man., og Mrs
Sarah Miller, Wetaskiwin
Alta. Jarðarförin fór fram frá
útfararstofu Bardals á þriðju
daginn 20. júlí. Séra Valdimar
J. Eylands flutti kveðjumál og
jós hina framliðnu moldu
Brookside grafreit.
★ ★ ★
Slagharpa (Piano)
óskast til leigu á barnlaust
heimili. — Heimskringla vísar
á leiganda.
★ ★ ★
Til leigu
Þrjú herbérgi með eða án
húsmuna. — Sími 23 718.
vwww‘Wwmmwmmww‘WM>wmwww<MWMMwmwmd
Islendingadagurinn
í Gimli Park
MÁNUDAGINN 2. ÁGÚST 1943
Forseti, H. Pétursson “Fjallkona", frú Guðrún Skaptason
Hirðmeyjar:
Miss Guðrún H. A. Skaptason — Miss Helen K. Sigurðsson
Formaður Iþróttanefndar, E. A. ísfeld, Winnipeg
Klukkan tíu fyrir hádegi íþróttir á íþróttavellinum
Skemtiskráin byrjar kl. 2 e. h. Dansinn byrjar kl. 9 e. h.
SKEMTISKRA
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
O Canada
Ó, Guð vors lands
Forseti, H. Pétursson, setur sam^
•komuna.
Karlakór íslendinga í Winnipeg.
Ávarp "Fjallkonunnar”, frú Guðrún
Skaptason
Karlakórinn
Hon. Stuart S. Garson, Premier of
Manitoba.
Karlakórinn
Minni íslands, ræða, Hinrik S.
Björnsson.
10. Minni íslands, kvæði, Páll S. Páls-
son.
11. Canadisk borgararéttindi og borg-
araskyldur, frú Ingib. Jónsson.
12. Karlakórinn
13. Landneminn, kvæði, Einar P. Jóns-
són
14. Endurminningar frá^ landnámstíð,
G. j. Guttormsson
15. Karlakórinn.
God Save the King
Kl. 4
Skrúðganga. Fjallkonan leggur blómsveig á landnema minnisvarðann.
Kl. 7 — Almennur söngur, undir stjórn Paul Bardal.
Kl. 9 — Dans í Gimli Pavilion. Aðgangur að dansinum 25 cent. O. Thorsteinsson Old
Time Orchestra spilar fyrir dansinum.
Aðgangur í garðinn: 25 cent fyrir fullorðna, 10^ fyrir börn innan 12 ára. Gjallarhorn
og hljóðaukar verða við allra hæfi. Sérstakur pallur fyrir Gullafmælis-
börnin og gamla fólkið á “Betel”
Karlakórinn syngur undir stjórn Gunnars Erlendssonar.
Takið eftir auglýsing um "Traina"-ferðir og fargjald, milli Gimli og Winnipeg
Sveinn Sigmundsson dó 16.
júlí á elliheimilinu í St. Boni-
face. Hann var 55 ára, átti fá
eða engin skyldmenni hér og
hvaðan hann var ættaður af
Islandi, getum vér ekki sagt
um.
★ ★ ★
Fargjald milli Gimli og Win-
nipeg á Islendingadaginn verð-
ur $1.40 fram og til baka með
járnbrautarlestunum.
★ ★ ★
f þjóðrœkniserindum
Dr. Richard Beck, forseti
Þjóðræknisfélagsins, kom á
laugardagsmorguninn vestan
úr islenzku bygðunum í Sask-
atchewan, þar sem hann hafði
verið i þjóðrækniserindum. —
Hann var aðalræðumaður á Is-
lendingadegi í Churchbridge
og flutti einnig erindi á sam-
komum, er þjóðræknisdeildirn-
ar í Leslie og Wynyard stóðu
að. flann sagði að samkomur
þessar hefðu verið vel sóttar
og lét hið bezta af viðtökunum
vestur þar.
Dr. Beck flutti aðalræðuna á
norræna móti Viking Club á
laugardagskvöldið. Hann hélt
heimleiðis á sunnudagsmorg-
uninn.
★ ★ ★
Gjafir til Sumarheimilis ísl.
barna að Hnausa Man.:
Mr. og Mrs. B. Kjartansson,
Hecla, Man..............$5.00
í minningu um séra Guðmund
Árnason frá Lundar, Man., og
Jón Jónsson frá Grund í Mikl-
ey, dáinn 1. júlí 1943, 97 ára.
Miss TUaðgerður Kristjáns-
son, Winnipeg, Man......$10.00
í minningu um þrjá vini, sem
að hún saknar mjög, þau séra
Guðmund Árnason, Miss Stein-
unni Vídal, Hnausa, og Dr. M.
B. Halldórson.
Mr. Gestur Pálsson, Hecla,
Man., gaf ullarteppi.
Mrs. Gísli Benson, Gimli,
Man., tvær sögubækur.
Meðtekið með samúð og
þakklæti,
Emma von Renesse,
Árborg, Man.
★ ★ ★
Eftirfyígjandi nemendur Mr.
O. Thorsteinssonar á Gimli,
Man., tóku próf við Toronto
Conservatory of Music:
Grade 4 piano: First class
honors, Margaret Jones; Hon-
ors, Elin Árnason.
Grade 3 piano: Honors, María
ísfeld.
Grade 2 Piano: First class
honors, Lucilla Jones; Honors,
Lilja Danielson.
Grade 1 píano: Honors, Juno
Jakobson og_ Eleanor Sigurð-
son.
Grade 1 violin: Honors,
Ragnhildur Arason; Pass, Mar-
lene Flesher.
★ ★ ★
Messur í Nýja Islandi
Sunnud. 25. júlí: Geysir,
messa kl. 11 f. h. V-íðir, messa
kl. 2 e. h. Riverton, ísl. messa
kl. 8 e. h. — Séra Guðm. P.
Johnson frá Blaine, Wash., pré-
dikar við allar þessar guðs-
sjónustur. Fólk vinsamlegast
beðið að fjölmenna.
B. A. Bjarnason
Látið kassa í
Kœliskápinn
WvmoLa
Æ GOOD ANYTIME
Atvinna fyrir kvenmann
Útlærð snyrtistúlka (hair-
dresser) óskast nú þegar. Gott
kaup og góður útbúnaður. —
Auglýsing nr. 619, National Se-
lective Service, Lindsay Bldg.,
Wirlnipeg, Man.
★ / ★ ★
Matreiðslubók
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street
/erð $1.00. Burðargjald 5í.
* ★ ★
Guðsþjónusta
er hér með boðuð í ísllenzku
lút. kirkjunn í Langruth kl. 2
e. h. sunnud. 25. júlí. Látið
þetta berast. R. Marteinsson
★ ★ ★
Bœkur til sölu á Heimskriuglu
Endurminningar, 1. og II
hefti, alls 608 blaðsíður, eftir
Friðrik Guðmundsson. Verð
upphaflega $2.50, báðar bæk-
urnar; nú $1.00.
Hetjusögur Norðurlanda, um
200 blaðsíður að stærð, eftir
Jacob A. Riis. Islenzkað hefir
Dr. Rögnvaldur Pétursson. —
Verð 35c.
★ ★ *
Hin nýja bók dr. R. Becks,
“Icelandic Poems and Stories”
er nú til sölu í Björnsson’s Book
Store, 702 Sargent Ave., Winni-
peg, og kostar $5.50 í Canada.
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin skuld
JOfíNSONS
ÓÖkSTÖREI
/Ævj 1
702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
| ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
I Forseti: Dr. Richard Beck
; University Station,
; Grand Forks, North Dakota
; Allir Islendingar í Ame-
; ríku ættu að heyra til
Þjóðrœknisfélaginu
; Ársgjald (þar með fylgir
; Tímarit félagsins ókeypis)
- $1.00, sendist fjármálarit-
; ara Guðmann Levy, 251
| Furby St., Winnipeg, Man.
Betra en ekkert
Hann hafði kynst frúnni lít-
ilsháttar og hún hafði boðið
honum í veizlu heim til sín. Þar
þekti hann afar fáa, en stóð nú
við hlið frúarinnar og var að
tala við hana.
“Ákaflega held eg, að það sé
leiðinlegur maður, sem stendur
þarna yfir við p-íanóið,” sagði
hann, til þess að segja eitthvað.
“Jæja, haldið þér það?” sagði
frúin. “Þetta er maðurinn
minn.”
“Já, einmitt það,” sagði gest-
urinn, hugsandi. “Er það ekki
einkennilegt, einmitt leiðinleg-
ustu mennirnir s-kuli eignast
lang-fallegustu og skemtileg-
ustu konurnar?”
^?AeWAR SAVINGS
*V*2>CERTIFICATES
C. C. F. Fundir
SÉRA PHILIP M. PETURSS0N
og
LLOYD C. STINS0N
bæjarfulltrúi
stuðningsmenn WILLIAM BRYCE I Selkirk kjördœmi
flytja rœður á eftirfarandi stöðum:
FRAMNES 26. júlí
ÁRBORG 27. júlí
GEYSIR ......_.. 28. júli
M. J. C0LDWELL, M.P.
aðstoðaður af séra Philip M. Pétursson
talar að LUNDAR 23. júlí
Fundarstjóri — B. E. Johnson
Fundir byrjar kl. 8.30
Merkið kjörseðilinn | BRYCE
KOSNINGAR — 9. ÁGÚST
Islendingadagurinn í Blaine, Wash.
Sunnudaginn 25. júlí 1943
Forseti dagsins...*............ Andrew Daníelson
Framkvœmdarnefnd: Andrew Daníelson, Magnús Elías-
son, A. E. Kristánsson, H. S. Helgason, Mrs. Carl
Westman.
Söngnefnd: H. S. Helgason, L. H. Thorláksson, E. K.
Breiðford.
Söngstjórar: L. H. Thorlaksson, H. S. Helgason.
SKEMTISKRÁ:
Ó, Guð vors lan-ds..................Söngflok-kurinn
Ávarp fonseta................... Andrew Daníelson
Einisöngur....................... ..Ninna Stevens
Ræða......................../Séra Sigurður ólafsson
Kvæði........................ Þ. Kr. Kristjáns-son
Einsöngur.....................................Júl. Samúel-sson
(a) Sólskrikjan, Jón Laxdal
(b) Skarph-éðinn í brennunni, Helgi Helgason
Ræða...............................M. M. Lind-fors
Ræða...............................Hon. Knute Hill
Einsöngur......................... Ninna Stevens
Kvæði...............................Jón-as Pálsson
Einsöngur.....................................Júl. Samúelsson
(a) Nú sé eg og faðma þig, Sig. Helgason
(b) Fíifilbrekka gróin grund, A. Thorsteinisson
Ræða.......................Séra A. E. Kristjánsson
Kvæði...................:........Jakobina Johnson
Allir syngja, undir stjórn H. S. Helgasonar:
(a) Ó, fögur er vor fósturjörð
(b) Hvað er svo glatt
(c) Eldgamla Isafold
(d) America
(e) God Save the King.
Skemtiskráin hefst 1.30 e. h.
Gjallarhorn flytur skemtiskrána til áheyrenda.