Heimskringla - 21.07.1943, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.07.1943, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. JÚLI 1943 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA SNJÓLAUG SESSELJA RUN ÓLFSDÓTTIR SOFFON1ASSON 1863 — 1942 Fjölþættara æfintýr hefir engin kynslóð íslendinga lifað, en sú sem flutti ung vestur um haf, tók þátt í landnáminu þar og átti hlut að því að breyta hinu einfalda og fátæka frumbýli í blómlegar sveitir og stórar borgir, með fjölbreyttu menningarlífi. Þetta æfintýri greinist af sjálfu sér í þrjá kafla: bernsku og æskuárin á Islandi, þroskaárin í frumbýl- inu og efri árin í nútíðar stór- inðaðarlandi. Þessir kaflar eru hver öðrum gerólíkir að því er snertir umhverfi og lífsskil- yrði. Áhrif þessa æfintýris á kynslóðina sem lifði það hafa auðvitað verið mikil og marg- þætt, einkum andlega. Liggur hér fyrir heillandi rannsóknar- efni fyrir vísinda og fræði- menn. Það er þó alls ekki til- gangurinn, með þessum Mnum, heldur er hann aðeins sá að minnast einnar konu, sem lifði æfintýrið alt. Hún kom gift kona, 25 ára að aldri til Ame- ríku, lifði frumbyggjalífi í Nýja íslandi og viðar, og sá þær breytingar sem þetta land tó'k á 54 árum. Samkvæmt embættisbók Tjarnaprestakalls í Eyjafjarð- arsýslu, var Snjólaug Runólfs- dóttir fædd 15. ág. 1863 og skírð 23. sama mánaðar. For- eldrar hennar voru: Runólfur ísaksson og Margrét Jónsdótt- ir, búandi hjón á Hreiðarsstöð-, um í Svarfaðardal. Ohio, og svo langt suður sem St. Louis, Missouri. Iþróttahöllin The Chicago Stadium, er stærst sinnar teg- undar í viðri veröld; hún rúm- ar 25 þúsund manns. Þar er risa-pípuorgel — hið stærsta sem nokkurn tíma hefir verið smíðað. Það hefir hljómmagn á við 2,500 hljóðfæra hljóm- sveit. Þá er að minnast á Field’s Museum. Það stendur í Grant’s listigarðinum. Þetta náttúru- gripasafn var gefið borginni af Marshall Fields, kaupmanni, og kostaði sjö og hálfa miljón dollara; það kvað líka vera hið stærsta sinnar tegundar í heimi. Það er i fjórum deild- um: jarðfræðilegri, jurtafræði- legri, dýrafræðilegri og mann- fræðilegri. Þar er hvert atvik, hvert atriði sett í sitt rétta um- hverfi. Ekki má algerlega ganga fram hjá nýja pósthús- inu í Chicago, það var fullgert 15. febrúar 1933 og kostaði með öllu og öllu 22 miljónir dollara; það kvað vera hið stærsta og fullkomnasta póst- hús í heimi — jafnvel enn stsgrra en nýja pósthúsið á Gimli. The Chicago Navy Pier er í senn bæði verzlunarflota- stöð og skemtisöð, stærst sinn- ar tegundar i heimi, hún er við mynni Chicago árinnar og er þrír fjórðu út mílu á lertgd og kostaði 5 miljónir dollara. Að sumrinu er hún starfrækt nótt og dag og eins að vetrinum ef veður leyfir. Þetta er Hnausa- bryggjan þeirra í Chicago. — Ghicago-búar —hafa þegar stækkað borgarstæðið um tvær og hálfa mílu út í vatnið, með leirurð og grjóti. Þeir byggja ekki eingöngu húsin, heldur og bæjarlóðirnar sjálfar. Frá að- eins einu einstaklings framtaki verð eg að segja; eg sá 8 feta háan steinsteypuvegg meðfram kirkjugarði; hann var svo lang- ur að eg sá ekki fyrir endann á honum. Þetta hafði einn virðu- legur ekkjumaður látið gera til minningar um konuna sina. —• Ekki veit eg hvort hann hefir orðið fyrir þeirri sorg að gift- ast aftur. Frh. á 7. bls. Eins og áður er vikið að, giftist hún á Islandi. Gekk hún að eiga frænda sinn, Svein- björn Tryggva <Soffoníasson Jónssonar af Laugalandsætt. Jón, afi Snjólaugar og Björn á Grund í Eyjafirði, afi Svein- bjarnar, voru bræður. Móður- amma Snjólaugar var hin vel- þekta gáfukona, Gróa Þorleifs- dóttir frá Pálmholti í Möðru- vallasókn. Eftir tveggja ára búskap á íslandi, fluttu þau hjónin, Sveinbjörn og Snjólaug, vestur um haf. Það var árið 1888. Bjuggu þau fyrstu 3 eða 4 árin í Víðinesbygð í Nýja Islandi. Þar munu þau hafa búið við mesta erfiðleika á lífsleiðinni.. Hafði Snjólaug oftar en einu sinni orð á því við þann er þetta ritar. Var hún þó ógjörn á að telja raunir sinar eða rifja upp erfiðleika liðinna ára. Frá Nýja Islandi fluttu hjónin til Austur-Selkirk. Þar munu þau hafa búið 5—6 ár. Komu þau þar fyrir sig nokkrum efnum og leið allvel. Fréttir munu Sveinbirni hafa borist af auð- ugum mólmnámum vestur í Klettafjöllum og öðrum gæð- um vestur þar. Tóku þau hjón sig því enn upp og fluttu til Peachland í British Columbia. Eftir eins árs dvöl þar færðu þau bústað sinn til bæjarins Kelowna í sama héraði og stundaði Sveinbjörn. þar smíð- ar. Þar voru þau 4 ár. Var þá enn haldið í vestur og ekki numið staðar fyr en vestur við Kyrrhaf. Komu þau þangað ár- ið 1901 og keyptu 14 ekrur af skóglandi nálægt Blaine í Washington-riki. Ruddu þau af því skóginn og bygðu þar hið myndarlegasta heimili. Vegn- aði þeim þar vel og komust í allgóð efni. Þar dó Sveinbjörn í byrjun nóvember, 1937. Hélt Snjólaug þar áfram búskap, með syni sínum, Franklin, þar til hann giftist og flutti suður í Oregon ríki. Var hún nú ein orðin eftir á heimilinu og hugð- ist i fyrstu að búa þar áfram. Því við þetta heimili hafði hún tekið fasta trygð. En nú var heilsa og kraftur að þrotum komin og fór hún þá til dóttur sinnar, Önnu (Mrs. Bring), sem býr þar í næsta nágrenni. Var henni hjúkrað þar af mestu alúð þangað til hún dó, 13. nóv. s. I. (1942). Hún var sungin til grafar 17. s. m., frá útfararstofunni i Blaine að viðstöddu fjölmenni og lögð til hinstu hvíldar við hlið manns síns í grafreit Blaine-bæjar á hinni fögru hæð austur af bænum. Sið- ustu kveðjur flutti sá er þessar línur ritar. Fimm börn Snjólaugar og Sveinbjarnar lifa foreldra sína. Þau eru: Margrét, gift enskum manni, býr í Vancouver, B. C.. Robert, giftur hérlendri konu, býr einnig í Vancouver; Soffía Aðalheiður, gift hérlendum manni, býr í Oakland, Calif.; Anna, gift hérlendum manni, býr í grend við Blaine; Frank- lin, giftur amerískri konu, er nú fluttur aftur á heimili for- eldra sinna, nálægt Blaine. — Eitt barn mistu þau í æsku og tvo efnilega, fullorðna; syni, Tryggva og Arna. Þetta ágrip bendir á marg- breytt æfistarf og stríð. En þetta starf var unnið með þrot- lausri elju og þreki, þrátt fyrir veila heilsu með köflum, og stríðið var háð æðrulaust og oft með bros á vörum. Heimilið bar Snjólaugu vitni um mynd- arskap hennar og gestum var þar fagnað með þeirri rausn, sem efni frekast leyfðu. Móð- urstörfin rækti hún með ástúð og sjálfsfórn. Snjólaug var í öllu myndar- kona. Skapgerðin var heil- steypt, fö^t og ákveðin. Ef hún lét uppi skoðanir sínar um menn eða málefni, var það gert SKIPABYGGINGAR TIL ÁSÓKNA Á KAFBÁTANA “Framfarir hafa átt sér stað í stríðinu á móti neðan- sjávar skipunum. Við höldum vel okkar og meir en vel,” sagði Mr. Churohill í ræðu er hann hélt 11. febr. 1943, og í það sama sinn, gerði hann kunnugt, að floti sameinuðu þjóðanna væri 1,250,000 smálestum stærri en hann hefði verið sex mánuðum áður, og að sú smálestatala væri það mikið hærri að frádregnum öllum þeim skipstöpum er sam- bandsþjóðirnar hefðu orðið fyrir. Menn og konur í brezkum skipakvíum vinna ósleitilega að því, að eyðileggja það bitrasta vopn er Þjóðverjar hafa í höndum, þar sem kaf- bátarnir eru, og þeim mun takast, að slá það algerlega úr höndum þeirra með tíð og tíma. Myndin sýnir einn þess- ara dyggu verkamanna Breta þar sem hann er við vinnu sína í einni skipakví þeirra. L John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, VVinnipeg Umboðsmaður íyrir Manitoba, Saskötchewan og Alberta blátt áfram og krókalaust og skoðanir hennar voru bygðar á viti og skilningi meir en alment gerist, því hún var hin mesta skýrleikskona. Eins og maður hennar, var hún bókhneigð og las meir en aðrir. Hún var all- lengi bókavörður lestrarfélags- ins Jón Trausti, og leysti það starf af hendi með sama mynd- arskap eins og annað sem hún lagði hug eða hönd að. Það var skemtilegt að tala við Snjólaugu, því auk þess hve skýr hún var, var hún líka skemtilega fyndin, og var fyndni hennar létt og græsku- laus. Hún fylgdist betur með almennum málum og af meiri skilningi en allur þorri fólks gerir. 1 trúmálum var hún frjálslynd og hneigðist tals- vert að andatrú á síðari árum sínum. Fór hún með þau mál með stillingu og skynsemd eins og skapgerð hennar og gáfur stóðu til og forðaðist allar öfg- ar í því eins og öðru. Andlega næring sótti hún eingöngu í ís- lenzkar bækur og rit. Islenzk tunga var alla æfi hennar tunga og íslenzkt fólk var hennar fólk. Hún unrti Islandi alla sína daga þó meir en tveim þriðju hlutum æfinnar væri eytt fjarri ströndum þess. Hún var í öllu prýði þess hóps sem lifði æfintýrið þríþætta, serp þessi minningarorð gátu um í byrjun. Okkur, sem með henni lifðum þetta æfintýri er sökn- uður og sjónarsviftir að burt- för hennar. Sá hópur er nú óðum að hverfa úr sögunni. Um það þýðir ekki að fást, en það skarð verður aldrei fylt, þvi æfintýrið er einstætt og verður aldrei endurtekið. Þökk fyrir samfylgdina, Snjólaug, og verði þér að trú þinni á nýtt og fegurra æfin- týri á vegum guðs þíns. A. E. K. Góðar bœkur A Primer of Modern Ice- landic, Snæbj. Jónsson.. 2.50 Icelandic Lyrics, Dr. R. Beck .......... 3.50 Debt-and-Tax Finance Must Go, S. Halldorson .25 Undir ráðstjórn, Hewlett Johnson ...... 3.00 Smoky Bay, Stgr. Arason kennari ..............$2.25 Icelandic Poems and Stories, Dr. R. Beck ....$5.50 BJÖRNSSONS BOOK STORE 702 Scrrgent Ave. Winnipeg SUNDURLAUSIR ÞANKAR Eftir Rannveigu Schmidt Er það ekki einkennilegt, hvað margt fólk, konur sem karlar, aka bifreiðinni sinni ár- um saman eins og vitlausar manneskjur, án þess að nokk- urntíma verði að slysi . . . hvað margir litlir menn stæra sig af að líkjast Napóleon . . . að á amerísku köllum við eigin- manninn “’husband”, sem altaf minnir okkur Islendinga á “húsbónda”, en amerísku heim- ilin svo mörg, þar sem konan er húsbóndinn. . . Að meðan hæst stóð skothríðin á Lund- únaborg var sjónleikurinn “Þrumukletturinn’*’ leikinn þar á leikhúsi og var fult hús á hverju kvöldi, en þetta var sjónleikur um borg, sém var að undirbúa sig dauðanum. . . Að Madame Chiang Kai-Shek, sem var hér í Bandaríkjunum ný- lega og var alstaðar tekið for-1 kunnar vel, notaði ensk orð í ræðum sínum, sem voru svo sjaldgæf, að amerísku blaða- mennirnir urðu að fara í orða- bækurnar, til þess að sjá hvað þau þýddu. . . Margt er minnisstœtt . . . Þegar enski filmleikarinn! Brian Aherne var spurður hver væri sú mesta sæmd, sem hon- um hefði verið sýnd um æfina,! en hann svaraði, “þegar konan mín tók bónorðinu mínu”. . .' Þegar eg heimsótti hana Ninu Sæmundsson einu sinni í Holly-, wood og hún sýndi mér margar | fagrar myndastyttur en það! eina, sem hún var verulega | montin af að hafa búið til voru! svefnherbergis - húsgögnin | hennar, en þau hafði hún út- skorið mjög fagurlega. . . Ein- hver átakanlegasta sjón, sem eg hefi séð. . . Það var á þingi amerísku þermannanna frá fyrri styrjöldinni, sem eg einu sinni var viðstödd í Red Lodge, Montana; alstaðar voru menn i einkennisbúningum, og gleði og glaumur á götunum, þar sem skrúðgöngurnar fóru um án afláts; þá kom miðaldra maður einn gangandi eftir gangstéttinni; hann var í göml- um og slitnum einkennisbún- ingi og studdi sig við staf . . . náfölur var hann í framan, hvítur fyrir hærum og ekkert nema beinagrindin; hann hafði auðsýnilega legið rúmfastur, en farið á fætur til þess að taka þátt í gleðskap hinna fornu félaga sinna. Hann starði á skráðgönguna og var að reyna að ganga eftir hljóm- falli söngsins. Allir miðaldra hermennirnir í skrúðgöngunni þóttust vera ungir í annað sinn og þessi veiki maður reyndi af öllum mætti að vera með . . . hann stulaðist áfram um stund . . , -nam svo staðar . . . tók enn nokkur skref . . . svo datt hann á götuna og lá þar í yfirliði. Hann var borinn í burtu — en fáir tóku eftir þessu og söng- urinn og ærslin héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist. | Einhversstaðar segir hann Matthías: “f ástarsökum hefnir hver annars og veit ekki af”. . .| fhugunarvert, að enginn er al- gerlega gagnslaus; jafnvel þau okkar sem verst erum má nota öðrum til viðvörunar. . . Mað- urinn hér í Bandaríkjunum, sem fékk skilnað frá konunni sinni, vegna þess að hún fékst ekki til að láta kartöflur í kjöt- súpuna. . . Þegar hún Mary Piokford var á ferðalagi um Norðurálfuna með manni sín- um Douglas Fairbanks á árun- um og þau komu til Kaup- mannahafnar. Hún stóð á svölunum á d’Angleterre hótel- inu og ávarpaði lýðinn — þús- undir manna — sem stóð á götunni fyrir neðan . . . “mér er það sérstök ánægja”, sagði hún, “að vera komin til Sví- þjóðar”. . . Einhver nöldraði: “eg vorkenni mannkyninu þeg- ar konur segja sannleikann hver um aðra”. . . Þegar eg einu sinni fyrir löngu síðan var að böglast við að lesa franska rithöfundinn Proust o,g fanst hann torskilinn, en hann Hall- dór Laxness sagði við mig, að enginn gæti skilið Proust nema. þeir sem sjálfir væru rithöf- undar. .. Danskt fólk setti ofan í við mig á árunum í Kaup- mannahöfn er eg sagði “hann” og “hún” um fólk, sem viðstatt var i stofunni, en þetta er megnasta ókurteisi í Dan- mörku — og, mér dettur í hug, líka hér í Bandarikjunum, þótt enginn hafi fundið að þessu við mig hér . . . en nú er kelsa vör um sig. . . Skringilega að orði komist: “eg hefi heiðinna manna heilsu”, segir hún Elin Sigurðsson frændkona mín í Winnipeg. . . Það var hann Ein- stein sem sagði, að tómur magi væri ekki sem beztur pólitískur ráðanautur. . . Minnisstætt úr ríkinu Nebraska: öll skiltin með tilvitnunum úr Biblíunni, sem þar eru meðfram þjóðveg- unum . . . en í ríkinu Idaho eru svalir framan á hverju húsi og konurnar hengja þar upp þvottinn sinn til þerris. . . Þegar hún Lauga einu sinni var að segja mér sitt af hverju um konu, sem við báðar þekt- um og klykti út með: “eg hata hana eiginlega með innilegustu aðdáun”. . . Heldurðu, Pétur, að ef maður ræður til sín fallega stúlku sem einkaritara, aukist áhugi hans á viðskiftunum?” spurði forstjóri nokkur stallbróður sinn. “Ekki veit eg það,” svaraði hirtn, “en hitt er áreiðanlegt að áhugi konunnar hans á við- skiftunum eykst um allan helming.” BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld BREZKAR KONUR BYGGJA "LANCASTER'' LOFT- DREKA TIL ASÓKNA A ÞÝZKALAND Brezkar konur hjálpa ötullega til að framleiða fleiri “Lancaster” flugskip — heimsins stærstu sprengjuloft- dreka — til að styrkja árásir sambandsþjóðanna í ásókn þeirra á hergagna-verksmiðjur og hergagnageymslur Þjóð- verja, er uppihaldslaust eru háðar nótt og dag. — Myndin sýnir eina þessa konu að verki.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.