Heimskringla - 21.07.1943, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.07.1943, Blaðsíða 4
4. SíÐA heimskringla WINNIPEG, 21. JÚLI 1943 lícimskrimila (StofnuO 18S6) Kemur ut á hverjum miOvikudegi. Eigenriur: THE VIKING PRESS LTD. 1 S53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerS blaSslns er $3.00 árgangurinn, borglst fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viSskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager J. B. SKAPTASON 858 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Uitanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 21. JÚLI 1943 ISLENDINGADAGURIIsN Islendingadagurinn á Gimli verður haldinn 2. ágiúst og er eini þjóðhátíðar- dagurinn, sem haldinn verður á þessu ári í Manitoba, svo að kunnugt sé um. Bifrastarbúar, sem haldið hafa dag sinn á Hnausum um mörg ár, en hættu við það á s. 1. ári, vegna erfiðleika, sem af stríðinu stöfuðu, eins og þvi, hvað margir ungir menn hafa úr bygðinni farið, hafa nú á þessu ári tekið höndum saman við Winnipeg-íslendinga um hátiðahald- ið á Gimli. Er mikill styrkur að því og mælir alt með að hátíðin verði á þessu ári fjölmennari, en nokkru sinni fyr. Skemtiskráin hefir verið birt í ís- lenzku blöðunum og mælir hún með sér sjálf. Söngfólk, ræðumenn og .skáld er fram á hólminn ganga, eru einvalalið; við góðri skemtun má búast. Og enrtþá hefir íslendingadagsnefndin verið svo giftudrjúg, að hafa fengið ís- lending að heiman til að flytja ræðu á hátíðinni, sem oss hér er ávalt sér- stakt fagnaðarefni. Er ræðumaðurinn Hinrik S. Björnsson, sonur Sveins Björnssonar ríkisstjóra Islands, en er starfsmaður á sendiherra skrifstofu Is- lands í Washington. Þar er um ungan mentamann að ræða ,sem Vestur-íslend- inga, eldri sem yngri mun fýsa að kynn- ast. Heimskringla vill vekja athygli allra Islendinga sem kost eiga á því, að sækja hátíðina. Hún er svo sterkur þáttur í þjóðræknisstarfinu hér vestra, að þó menn yrðu meira að leggja á sig til að sækja hana, en aðeins að skemta sér, væri það þess vert og langt fram yfir það. MEIRI UPPLÝSINGAR Sambandsstjórnin hefir nýlega sent út bækling, 'sem ein nefnd hennar hefir samið. Heitir nefndin Consumers In- formation Service of the Wartime In- formation Board, Sem á íslenzku mætti í stuttu máli kalla skömtunarfræðara. — Bæklinginn hafa þeir samið í samvinnu eða með fengnum upplýsingum frá flest- um deildum stjórnarinnar: Akuryrkjud., vopnafraínleiðslud., heilbrigiðismálad., styrkveitinga og eftirlaunad., fiski- málad., fjármálad., nefnd sem um söfnun járnarusls annast, verðlagsráðinu og formanni sjálfboðasveitar kvenna i hern- um. Ritlingurinn fræðir meðal ánnars um það, að forfeður vorir hafi getað lifað án sykurs þar til á þrettándu öld; án kola til hitunar þar til á fjórtándu öld. án smjörs og brauð þar til á fimtándu öld; án tóbaks og jarðepla, þar til á átjándu öld; án gass, eldspítna og raforku þar til á nítjándu öld; án bíla og dósamats þar til á tuttugustu öld. Hversvegna, er spurt í bæklingnum, hafa menn nú svo miklar áhyggjur út af skömtun og skorti á því, sem svo auðvelt er að vera án? Væri ótilhlýðilegt að bæta við þetta, að forfeður vorir virðast einnig hafa komist af og við sjálfir, án þessara “skömtunar fræðara”, langt fram á tuttugustu öldina? Þjóðverjar eru að gera uppkast að nýj- um Evrópusamningi, er þeir ætlast til að i augum manna líti betur út, en Atlanz- hafssamningurinn. Bara að hann verði endingarbetri, en sumar vörur, sem bún- ar eru til í Þýzkalandi! RÆÐ A flutt við setningu kirkjuþings Sameinaða Kirkjufélagsins 25. júní 1943 ó Gimli. Háttvirtu kirkjuþingsmenn og gestir: Eg hefi það hlutverk í fjarveru forseta kirkjufélagsins, Mr. Sveins Thorvaldson- ar, að bjóða yður velkomin hingað á þennan stað, til að halda hið 22. þing hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi. Við þetta tækifæri er skylt að minnast með no'kkrum orðum, þeirra helztu at- burða, sem snerta starfsemi félagsins á hinu liðna ári. Margra hluta vegna eru þessir at- burðir örðugir. Er fyrst að minnast þess skaða, sem félagsskapur vor hefir beðið á hinu liðna ári við fráfall séra Guð- mundar Árnasonar, er lézt s. 1. vetur. Hefir kirkjufélagið mist þar ötulan og dugandi forseta og prest, ágætum hæfi- leikum búinn, er um langa hríð vann mikið og þarft verk í þágu kirkjumála vorra og útbreiddi þau. Hann var manna kunnugastur nauðsynjamálum félagsins og vegna hæfileika sinna og þekkingar á þessum sviðum, mjög vel hæfur til að ráða fram úr þeim á heppilegan hátt. Eg veit að eg tala fyrir munn allra yðar er eg þakka fyrir þetta jtarf og lýsi því yfir, að vér hörmum fráfall hans og minnumst hans með hlýhuga og virð- ingu. Mjög mikil eftirsjá er og að því fyrir þetta þing, að núverandi forseti kirkju- félagsins, Mr. S. Thorvaldson, getur ekki sitið þetta þing né stýrt því. Hefir hann um nokkurt skeið verið lasinn og er það ástæða þess, að hann er ekki hér. Er það ósk vor og von, að hann fái bráðlega fulla heilsu á ný og geti framvegis eins og að undanförnu tekið þátt í stjórn kirkjufélagsins og starfað þar með ráð- um og dáð eins og að undanförnu. Þriðja atriðið í þessum vandræðabálki vorum er það, að frú Marja Björnson, forseti Kvenfélaga Samibandsins, getur eigi sitið þetta þing sakir veikinda. Þarf eigi að orðlengja það hvílíkub hnekkir það er. Oss er öllum kunnugt um áhuga hennar og ötulleika og hve vel hún starfar að áhugamálum Kirkjufélags vors. Er oss öllum mikil gleði að því, að sú frétt hefir borist oss, að hún sé á góð- um batavegi, og muni framvegis geta starfað að stjórn mála vorra eins og að undanförnu. Erfiðleikar timanna, sem nú standa yfir, eru öllum svo kunnir, að eigi þarf að telja þá hér. En eins mætti geta. Ýmisleg lagaákvæði, sem styrjöldin veld- ur, hafa gert söfnuðunum erfiðara en áður að vinna inn fé á þann hátt, sem áður var venja til. Ennfremur hefir mikill hópur ungra 'manna og kvenna, flutt úr heimahögunum og starfar nú langt burt í fjarlægð, utanlands og inn- an. En eigi látum vér svo á að starfskraftar þessa unga fólks séu oss glataðir, miklu fremur lítum vér svo á, að það starfi nú, þótt á annan hátt sé, að þeim aðal á- hugamálum, sem kirkja vor hefir og ber fyrir brjósti. Þetta áhugamál er frelsi hvers manns til að trúa á guð og dýrka hann á þann hátt, sem vit hans og sam- vizka bjóða honum. Hver maður á sið- ferðislega kröfu til þessa réttar og sið- ferðileg tilvera mannkynsins byggist á því, að hann sé ekki fótum troðinn né afnuminn. Fyrir þessum rétti er hið unga fólk að berjast. I þeirri baráttu fylgja þvi vorar hugheilustu óskir og vort hugheilasta þakklæti. Innilegasta von vor er sú, að það komi sigurvegarar úr þeirri baráttu, að fyrir þá miklu fórn, sem það er að færa þessari hugsjón, megi spretta ævarandi friður og rétt- læti og það megi koma heim aftur til átt- haganna og taka við og leiða til full- komins sigurs, þaú áhuga- og velferðar- mál, sem vér erum að starfa að hér og höfum starfað að, þótt í ófullkomleika sé. Þrátt fyrir alla þessa misbresti, er vér höfum beðið á hinu liðna ári, vandræði, sem ætíð hljóta að koma fyrir í heimi hverfulleikans, hefir starfsemi vor í kirkjumálunum haldið áfram eins og að undanförnu. Séra Guðmundur sálaði Árnason þjónaði söfnuðum sínum vestur frá eins og að undanförnu, alt til þess er hann veiktist s. 1. haust. Séra P. M. Pétursson hefir þjónað íslenzka og enska söfnuðinum í Winnipeg, auk þess flutt við og við messur i Piney, ferðast til Minnesota og flutt guðsþjónustur fyrir frjálslynda söfnuðinn í Underwood og sótt prestafélagsfund unítara prestanna er haldin var í Minnesota-ríkinu s. 1. vetur. Eg hefi þjónað söfnuðunum i Nýja íslandi, auk þess flutt messur i Leslie, Wynyard og Lundar. Höfum við leitast við eftir föngum að flytja guðs- þjónustur þar, sem engir fastir söfnuðir eru. Útvarpsmessur hafa og verið flutt- ar eins oft og fengist hefir leyfi til þess. Vil eg fyrir hönd kirkjufélagsins þakka almenningi fyrir hinn drengilega styrk, sem hann hefir veitt því fyrirtæki. Til nýlundu í starfsemi hins liðna árs má telja ungmennafélagsmót það, er haldið var fyrstu daga júlí-mánaðar s. I. ár. Tókst það mjög vel. Auk presta kirkjufélagsins vorú þar tveir ung- mennafélagsleiðtogar frá Bandaríkjun- um. Tókst mót þetta vel og er vonandi, að þingið sjái sér fært að styrkja það þetta ár eins og undanfarið ár, og að allir hlutaðeigandi sýni áhuga í að rækja það og gera það eins gott og aðlaðandi og framast eru föng á. Ennfremur má telja það með góðum fréttum, að kirkjufélagið hefir fengið nýjan starfsmann, séra Halldór Johnson. Er hann yður svo kunnur, að eg þarf eigi að verja löngum tíma til að kynna hann fyrir yður, eg læt mér nægja að geta þess, að kirkjufélagsstjórnin telur sig hepna að hafa fengið hann fyrir starfsmann. Vil eg bjóða hann velkom- inn og óska þess að honum megi líða vel hjá oss og að starf hans megi verða hon- um til gleði og öðrum til góðs. \ HELZTU FRÉTTIR Frh. frá 1. bis. Kven-konsúll Kona hefir verið skipuð af King-stjórninni í ræðismanns- embættið i New York. Heitir hún Miss K. Agnes McCloskey. Hún hafði áður unnið 35 ár í utanríkisdeild sambandsstjórn- ar og hefir líklegast tekið mörgum ráðgjafanum fram, sem þar hefir verið. Þetta er í fyrsta sinni sem kona skipar þessa stöðu fró Canada. Ekk- ert er ólíklegt, að þeim eigi eftir að fjölga við starfa sem þennan. Líf sábv rgðarf élög Þýzkalands Fyrir vátryggingarfélögum í Þýzkalandi þykir nu horfa illa. Er mannfallið í Rússlandi aðal- ástæða þess. Blað í Sviss, er frá þessu segir, heldur þvi fram, að árið 1939, hafi lög verið gefin út um það, að lífs- ábyrgðarfélög yrðu að standa straum af öllu mannfalli í stríðinu. Hlunnindi þau fylgdu þessu, að þau gátu fært ið- gjöldin upp um hálfan eyri (cent) á hverju hundraði. Það átti að sjá öllu borgið. Þetta eru í fáum orðum þau helztu atriði úr starfsemi hins liðna kirkjuárs, og áður en eg lýk máli mínu, mun eg án þess að telja upp nöfnin, minnast þeirra manna og kvenna, sem á þessu liðna ári hafa horfið úr hópi vorum til landsins fyrir handan hafið mikla. Vér minn- umst þeirra með þakklæti fyrir vel unn- ið starf, fyrir vináttu þeirra og hverja fórn þeirra í þágu áhugamála vorra. Einnig vil eg bjóða alla þá, sem hafa gengið á þessu ári í félagsskap vorn, vel- komna og óska þeim til hamingju með það spor. Hver áramót eru eins og vatnaskil á heiðum uppi. Þaðan sjáum vér fram á ófarna leið og svo til baka um farinn veg. Hinn ófarni vegur er áhugamál vort á þessari stund. Framtíðin krefst af oss fyrirhyggju, vonar, trúar og bjart- sýnis á forlögum starfs vors og stefnu. Ef vér höfum þetta, þá er engin ástæða til að óttast um framtiðina. Að svo mæltu segi eg þetta þing sett, óska eg þeim, sem að því starfa, gengis og gleði, og að þeir með vinnu sinni megi leggja grundvöll til gæfu- rikrar framtíðar kirkju vorrar. E. J. Melan 1 Þetta gekk sæmilega meðan á stríðinu í Póllandi, Noregi og Vestur-Evrópu stóð. Félögin græddu ekki mikið en þau voru ánægð eða urðu að gera sér það að góðu. En svo byrjaði stríðið við Rússa. Þá versnaði sagan. — Undir eins árið 1941, fór að brydda á tapi hjá félögunum, þrátt fyrir það, þó þau fjölg- uðu viðskiftamönnum mikið. Allur sá hópur, sem kallaður var í stríðið til Rússlands, keypti þá Mfsábyrgðir. En 1942 var þó svo komið, að fé- lögin urðu að hækka gjaldið um 2% og nægði samt ekki. Eftir veturinn 1943 i Rússlandi, fór að horfa til alvarlegra vandræða fyrir félögunum, sem ekki hefir verið ráðið fram úr. Haldi svona áfram, munu margir fara að telja lífsábyrgð- ir sínar farnar og að reyna að halda þeim við, sé ekki til neins. BIÐUR AÐ HEILSA ÍSLENZKAR KENSLUBÆKUR Á öðrum stað í þessu blaði auglýsir Þjóðræknisfélagið islenzkar kenslubæk- ur, er því hafa áskotnast að heiman. Heimskingla vill draga athygli að þessu. Það hefir lengi verið umkvörtunarefni hér, að bækur væru engar til, sem hent- ugar væru til kenslu börnum í þessu landi. Vér höfum séð nokkrar .af þess- um bókum og teljum þær bæta að fullu eða eins miklu leyti og hægt er úr þess- ari þörf. Þar er bæði um bækur að ræða fyrir byrjendur, léttar eins og þær eiga að vera, og einnig fyrir eldri nem- endur, sem að efni til eru fjölbreyttar og eiga við sem kenslu eða lesbækur, hvar sem er. Þeir sem áhuga hafa fyrir að kenna börnum sínum íslenzku, og þeir eru von- andi margir enn, ættu að ná sér í þessar bækur. Væru þær hér yfirleitt á ís- lenzkum heimilum, gætum vér hugsað oss, að börn mundu brátt veita þeim at- hygli og áhugi ef til vill vakna hjá þeim fyrir námi móðurmálsins. Jean Francos Pouliot, segir að sam- bandsþing Canada sé ekkert orðið annað en slæm matsölukompa. Þetta er lik- legast ekki fjarri sanni. Þar er lítið um kjöt, ekki einungis á þriðjudögum, held- ur flesta aðra daga vikunnar, af þing- tíðindunum að dæma. * * * Canadamenn eru ekki eins ómentaðir og þeir eru stundum sagðir vera, ef þeir hafa getað gert tekjuskýrslur Sam- bandsstjórnarinnar fyrir árið 1942 eins úr garði og vera ber. Hverjum manni eða konu, sem hefir tekist það, ætti að vera veitt mentastigið Bachelor of Arts. Eg hefi nýlega fengi bréf frá R. H. Ragnar, þar sem hann biður mig að skila kveðju til vina og kunningja. Eg veit að þeir eru svo margir að mér yrði ómögulegt að koma kveðju til þeirra allra hvers um sig. eg teK því það ráð að biðja íslenzku blöðin fyrir kveðjuna. Ragnar var í Louisiana þeg- ar hann skrifaði bréfið; óvíst hvar hann er nú. Hann segir þetta meðal annars: “Hér í hinni sólriku Louisiana verður mér oft að hugsa eins og Hjálmar sagði: “Fagurt er Sar- gent Ave.” — Munurinn á mér og blessuðum lögmanninum er sá að eg undi mér ljómandi vel norður á Sargent, en hann hafði valið sér bjartari bústað og rólegra setur suður í bæ. En eg er nú samt viss um að það er andlegur gróði að hafa sitið að kaffi sumbli á Wevel með skáldum, listamönnum og öðrum slíkum merkis olnboga- börnum mannfélagsins. Það væri gaman að koma á Wevel fyrir kaffi eftir að veltast hér í sandi og mold í 120 gráðu hita á daginn, en það er nú ekki því að heilsa. En eg umber þessa útlegð með mestu þolinmæði eins og Væringjar til forna í Mikla- garði. Þeir sigursælu víking- ar hefðu nú samt verið meira að mínu skapi én þessir nútíma hermenn, sem drekka Coca- Cola í stað öls og blóta Hvíta Krist og Mariu mey....... Þó eg sé alfarinn frá Can- ada, þá hugsa eg oft norður og tók mér nærri slysaförina frægu er þeir fóru til Frakk- lands í fyrra og fanst mér þetta kvæði vera fögur minning um góða drengi (hann sendi enskt kvæði er hann biður mig að þýða). Mér hefir gengið her- menskan vel og er á förum héðan, að minsta kosti er svo í ráði nú. Fari eg úr landi má vera að það verði bið á að eg stýri Frónsfundum eða stjórni kór á Islendingadögum; en eg hefi meiri brennandi áhuga á þeim málum nú en nokkru sinni fyr. Berðu kunningjum mínum kæra kveðju. Með yinarkveðjum, Ragnar Eg veit að margir hugsa 'til Ragnars og sakna hans; bjóst því við að þeim þætti gaman að vita eitthvað um hann. Sig. Júl. Jóhannesson NORRÆNA MóTIÐ Mót það er Viking Club, fé- lag Norrænna manna, efndi til í Vasalund laugardaginn 17. júM tókst prýðilega. Veður var ákjósanlega hagstætt og skemtigarðurinn, Vasalund, er fagur og ánægjulegur. Aðal samkoman hófst kl. 7 að kveldinu undir stjórn Jónas , Th. Jónasson, forseta Viking Club. Aðal ræðumaður var dr. Riohard Beck, er nefndi erindi sitt “Our Common Herltage of Ideals”. Ræðumaður lagði á- herzlu á frelsisþrá og frelsis baráttu Norðurlanda þjóðanna. Samfara þessari frelsisþrá var meðvitund um rétt hvers ein- staklings, og mintist ræðumað- ur orða Njáls, “Með lögum skal land vort byggja, en með ólög- um eyða.” Svipuð hugtök er að finna hjá öllum Norður- landaþjóðum. Um þessar hug- sjónir er verið að berjast í dag, og við Norðurlandamenn stöndum sem einn maður til að verja þær hugsjónir er við höf- um barist fyrir í þúsund ár. Var góður rómur gerður að ræðu Dr. Becks og flutti Mr. Carl Kummen, konsúll Norð- manna, ræðumanni þakkir fyr- ir erindið. Mr. Kummen benti á s'kyldleik Norðmanna og Is- lendinga, og mintist á æfintýri er henti dr. Beck er hann kom til Noregs 1930. Bóndi einn í Guðbrandsdal, áleit hann vera Norðmann; þegar hann frétti dr. Beck væri Islendingur mælti bóndinn: “Hví varstu svo lengi að heiman.” Sameinaður karlakór Norð- manna og Svía, undir stjórn H. Hoiness og Arthur Anderson söng nokkur lög, og voru þeir endurkallaðir. Vinar kveðjur fluttu Mr. Manson og Major Strange. Mr. Manson er Skoti og er hér á ferð sem erindsreki akuryrkju- ráðgjafa Bretlands. Mr. Man- son kvað sitt nafn vera sam- j drátt af nafninu Magnússon. j Mr. Kummen dró athygli að þeirri miklu hjálp er Skotar veittu norskum börnum um þessar mundir. Major Strange flutti vina- kveðju frá St. George Society hér í bæ. Mintist á sígildi Hávamála og fór með vísuna: “Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur et sama. Ek veit einn at aldrigi deyr, dómur af dauðum hvern.” Eftir nónið fóru fram íþrótt- ir fyrir börn og unglinga, undir umsjón J. G. Jóhannson og Carl Simonson. Einnig var samsöngur undir stjórn Harry Cleven og Dr. Moffet. Einnig voru þar nokkrar hljómplötur af Norðurlanda lögum, og kom Mr. A. S. Bardal góðfúslega með nokkrar íslenzkar hljóm-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.