Alþýðublaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 8
JÓN nágranni kom
seint heim í fyrrinótt
og átti í dálitlum erf-
iðleikum með að opna
húsdyrnar hjá sér.
Hann virtist dansa
með lykilinn allt í
kringum skráargatið,
en fann það aldrei.
Samvizkusamur og
framkvæmdasamur,
atvinnulaus lögreglu-
■þjónn var á vakki
þarna við húsið og
fylgdist vel með að-
förum Jóns. Svo gekk
hann til hans, potaði í
bakið á Jóni með ein-
um fingri og sagði:
— Heyrðu, á ég að
hjálpa þér að finna
skráargatið?
— Nei, takk, sagði
Jón. — Ég finn það
sjálfur. Vilt þú ekki
bara halda húsinu
kyrru á meðan?
Fínt fólk
ÞEGAR Truman fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna
fór til heimaborgar sinnar,
Independence í Missouri til
að kjósa í kosningunum
1948, höfðu blöðin sent út
herskara blaðamanna, sem
áttu að fylgjast með hverri
hreyfingu Trumans.
En þegar blaðamennirnir
komu til flugvallarins í
Kansas var þeim sagt, að vél
forsetans hefði þegar lent,
og hann væri kominn á leið
heim til sín.
Blaðamennirnir fengu
leigðan lögreglubíl með sír-
enu og óku með ýlfri í
gegnum umferðina beint til
heimilis Trumans. Þegar
þangað kom var þeim sagt,
að hann væri ekki kominn.
Nokkru síðar kom svo Tru-
man. Einn blaðamanninn
spurði hann áhyggjufullur,
hvort eitthvað hafi orðið að
á leiðinni.
— Nei, ekki annað en við
vorum stöðvaðir af lögreglu
bíl og urðum að víkja til
hliðar, sagði Truman. — í
þessum bíl voru víst ein-
hverjir höfðingjar, sem
þurftu endilega að komast
áfram!
ÞESSAR tvær myndir eru
frá Suður-Afríku. Litlá
myndin er af Henri Ver-
woerd, augnabliki eftir að
stórbóndinn David Pratt
hafði skotið tveimur kúlum
'í andlit hans. Stærri mynd-
in sýnir blökkumenn gera
útför hinna 74 kynbræðra
sinna, sem lögreglan í
Sharpville felldi á torginu
fyrir utan lögreglustöðina
þar.
Þessir tveir atburðir eiga
báðir rætur í 300 ára sögu
Suður-Afríku og endur-
spegla átök hinna ólíku afla,
sem þar kljást um völd og
áhrif, fyrst og fremst til-
raun hvítra manna til þess
að halda völdum, baráttu
blökkunianna fyrir jafnrétti
og yfirráðum og ósættanleik
enskumælandi manna og
Búa, afkomenda hinna púrí-
tönsku Hollendinga, er
byggðu landið í kringum
Höfðaborg fyrir rúmum
þremur öldum.
Hvítir menn í Suður-Af-
riku kalla sig Afrikander.
Þeir eru að meirihluta af
hollenzkum ættum, en auk
þess enskum og allmargir
afkomendur franskra húg-
enotta búa í landinu.
Það var hollenzka skipið
Haarlem, sem var á leið til
Indlands, er fyrst lenti við
suðurodda Afríku, nálægt
því þar sem Höfðaborg reis
síðar. Skipið fórst í lending
unni, en nokkrum árum síð-
ar fann annað hollenzkt
skip skipbrotsmennina við
beztu heilsu og í ágætu
skapi. Þeir höfðu ekki orðið
varir við neina af plágum
hitabeltisins, frumskóga,
eiturslöngur eða villidýr.
Og hvergi höfðu þeir orðið
varir við svertingja eða
mannætur. Þetta var árið
1647. Fjórum árum síðar fól
Austur-indíafélagið hol-
lenzka flotaforingjanum Jo-
hann Van Riebeck að stofn
setja áningarstöð við Góðr-
arvonarhöfða fyrir þau skip,
sem sigldu til hinna fjar-
lægari Austurlanda. Átti
hann einkum að sjá um að
rækta matjurtir þar til þess
að skipshafnir gætu endur-
nýjað þar matarbirgðir sín-
ar. Allar jurtir náðu góðum
þroska þarna, og hófst nú
barátta Búanna fyrir lífs-
rými í sólinni.
Landið var ekki eins ó-
by-ggt og skipbrotsmennirn-
ir á Haarlem höfðu haldið.
í savannalendum hásléttunn
ar voru verur, sem líktust
mönnum: Búskmenn, ljótir
og villtir. Og skammt undan
voru Hottentottarnir með
stóra þjóhnappa, sem
gegndu sama hlutverki og
hnúðar úlfaldanna, það er
að segja voru forðabúr.
Hollendingarnir höfðu
litlar áhyggjur af þessum
úrkynjuðu mannverum, og
litu ekki einu sinni á þá sem
menn. Þeir smituðu þá líka
brátt af bólusótt, sem út-
rýmdi þeim á stórum svæð-
um.
f hálfa aðra öld var
Höfðanýlendan paradís á
jörðu. — Hollendingarnir
lögðu samt á þessum tíma
grundvöllinn að þeim vand-
ræðum, sem eru að sliga
Suður-Afríku í dag. Þeir
tóku negrana'fyrir þræla og
vegna skorts á kvenfólki
áttu margir Búar börn með
blökkukonum og smám
saman myndaðist nýr kyn-
flokkur, metis, hinir lituðu
íbúar Höfðanýlendunnar.
1795 komu Englendingar
til sögunnar. Þeir hernámu
Höfðanýlenduna og 1815
varð hún brezkt land í frið-
arsamningunum eftir Na-
póleonsstyrjaldirnar. —
Nokkru síðar komu 5000
enskir innflytjendur þang-
að.
Búarnir kunnu illa yfir-
ráðum Englendinga, og nú
hófust hinir miklu fólks-
flutningar þeirra, Voortrek,
norður á bóginn, yfir há-
sléttur og eyðileg fjöll, allt
til Natal við Indlandshaf og
dalanna í Oraníu. Englend-
ingarnir fóru í humáttina á
eftir, og Búarnir námu ekki
staðar fyrr en í Transvaal.
Þessir fólksflutningar
leiddu til aukinna viðskipta
hvítra manna og innfæddra,
einkum hinna fjölmennu
ættkvísla Bantúnegranna,
Xhosas, Vendas, Basutos og
Zúlúanna. Búarnir kölluðu
alla svertingja Kaffa. Þeir
áttu í stöðugum styrjöldum
sín á milli og var reglan sú,
að allir herteknir karlar
voru drepnir, en konur og
börn hneppt í þrældóm.
Þarna norður í Transvaal,
Oraníu og Natal stofnuðu
Búarnir ríki sín og hófu bú-
skap. Þeir áttu í stöðugum
bardögum við innfædda,
sem aldrei létu þá í friði.
Þeir erjuðu jörðina með
byssu sér við hlið.
Kaffarnir settust einnig
um kyrrt og leituðu vinnu
hjá Búunum og í dag koma
að jafnaði 20 000 Bantúnegr
ar á ári til Suður-Afríku í
leit að betri lífskjörum en
þeir búa við heima fyrir.
Gullöld Búanna var á
seinni helmingi 19. aldar.
Enginn skipti sér af þeim
og þeir skiptu sér ekki af
neinum. Sískeggjaðir og al-
varlegir, vinnusamir og
harðgerir erjuðu þeir jörð-
ina, stunduðu kvikfjárráekt
og héldu fast við trú feðra
sinna. Þegar óveður Búa-
stríðsins skall yfir voru
Transval og Oranía sjálf-
stæð ríki og þar kom fram í
dagsljósið hinn mikli for-
ingi Búanna, Kriiger forseti,
og brezkur liðsforingi lýsti
Búunum sem beztu her-
mönnum heimsins. Hann hét
Winston Cruchill.
Gullið og demantarnir
spilltu Búunum. Þeir gerðu
allt, sem í mannlegu valdi
stóð til þess að koma í veg
fyrir að grafið væri eftir
þessum . dýrmætu efnum í
beitarjörðum þeirra. En Uit
landers, útlendingarnir dróg
ust að gullnámui
brezka stjórnin vai
í að nota þessi mi
æfi í sína þágu. Bús
enn mesta viðbjóS
og hata tgullið og
ana, sem eru undir
megunar þeirar.
Bretar seildust ti
áhrifa í löndum
innlimuðu Natal í '
Ienduna, hertóku
og stofnuðu vernd
Bechuanaland. k
enskum uppruna u
jafnfjölmennir Búi
Búastríðinu laul
sigri Búanna, og síi
sífellt sigið á ógæ
fyrir þeim. Kynþái
málið varð hálfu
er fjöldi Hindúa :
Suður-Afríku. Þei
fyrstu ætlað að vin
urekrunum í Nata:
urðu snemma kaui
fjármálamenn, seri
fé með okurvöxtui
menn kúga Hind
Hindúarnir fyirrlít
mennina og kúga
megni.
Þannig er jarð\
sem atburðirnir
g 20. maí 1960 — Alþýðublaðið