Alþýðublaðið - 20.05.1960, Side 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson.
Landsliðið vann
+ í GÆRKVÖLDI fór fram
fyrsti kanttspyrnukappleikur
sumarsins á leikvanginum í
Laugardal og léku tilrauna-
landslið og lið íþróttafréttarit-
ara. Landsliðið sigraði með 3
mörkum gegn 1 í frekar til-
þrifalitlum leik. í fyrri hálf •
leilc skoraði Þórður Jónsson
fyrir landsliðið og fleir mörk
voru ekki skoruð fyrir hlé. —
Síðari hálfleikur var heldur
líflegri en sá fyrri og þá skor-
aði Þórólfur Beck úr víta-
spyrnu fyrir landsliðið og auk
þess Ingvar Elísson. Mark
blaðaliðsins skoraði Berg-
steinn M'agnússon. — Eins og
fyrr segir var leikur þessi ekki
til að gefa vonir um góðan ár-
Framhald á 14. síðu.
Juventus vann
TORINO félagið Juventus
tryggði sér meistaratitilinn í
I. deild ítölsku knattspyrnunn-
ar £.11. sinn með því að sigra
Milan með 3—1. í öðrum leik
sigraði Sampdoria Fiorentina
með 2—1, en Fiorentina hefði
getað ógnað sigri Juventus, ef
því hefði tekizt að sigra Samp-
doria.
2 Frjálsíþróttamót
TVÖ frjálsíþróttamót verða
haldin hér í Reykjavík næstu
daga, þ. e. Sveinameistaramót
Reykjavíkur (drengir 16 ára á
þessu ári), 25. maí og svo hið
árlega EÓP-mót 30. maí.
Á EÓP-mótinu verður keppt
í eftirtöldum greinum:
100 m. hlaup
800 m. hlaup,
3000 m. hlaup,
110 m. grindahlaup,
400 m. grindahlaup,
4x100 m. boðhlaup,
kúluvarp,
sleggjukast,
hástökk,
þrístökk.
Þátttökutilkynningar eiga að
berast til Sigurðar Björnssonar
eða Helga R. Traustasonar, c/o
Sambandinu í síðasta lagi 25.
maí.
Á Sveinameistaramótinu
verður keppt í 60 m., 80 m.
grind, 300 m., 600 m., 4x100 m.
kúluvarpi, kringlukasti, há-
stökki, langstökki og stangar-
stökki. Frjálsíþróttadeild KR
sér um mótið og þátttökutil-
kynningar eiga að berast. til
Helga R. Traustasonar í síð-
) asta lagi 21. maí eða á morgun.
ÞESSI MYN.D er frá leik Eng-
lands og Júgóslavíu fyrir
nokkru, en jafntefli varð 3 gegn
3. Þ:að er júgcslavneski mark-
vörðurinn Miiutin Soskic, sem
bjargar af fótum enska mið-
herjans Baker. Áður fyrr var
hinn þekkti Beara í marki Júgó
slafíu. Hann var ballettdansari,
en það virðist eftir stellingum
Soskic að dæma, að hann einn-
ig fengist eitthvað við ballett.
ÞAÐ verða ekki nema 9
frjálsíþróttamenn frá Suður-
Afríku í Róm og þeir eru ekki
af lakari endanum: Edmund
Jefferys í 100 (10,2) og 200 m.
(20,8) full beygja. Malcolm
Spence 440 vds (45,9), Gordon
Day (46,1), Brian Davis (47,5)
og Potgieter (46,3). Allgóð 4x
400 m. boðhlaupssveit það!
Keith James keppir í maraþon,
Georg Halz í göngu, Jacobus
Malan í 110 m. grind (14.1) og
Stephan du Plessis í kringlu-
kasti 56,32 m.
ítalir verða að sjálfsögðu
með stærsta hóp keppenda í
Róm, talið er að keppendurnir
verði um 300. Kanadamenn
senda 99.
• •
Það verður erfitt fyrir Banda
ríkjamenn að velja sína þrjá
keppendur í hástökki OL. Hér
eru beztu afrek þeirra það sem
af er sumrinu: Thomas 2,17,1,
Dumas 2.14, Wyborney 2,10,8,
Grundy 2,08 9, Barnes 2,08,3,
Wvatt 2,07, Faust og Lewis 2,
05,7. Þeir skipta tugum, sem
stokkið hafa 2 metra og hærra
í Bandaríkiunum.
jþróttafréttir
í STUTTU MÁLI
DAGANA 2. og 3. júlí næstk.
verður háð stórmót í frjálsí-
þróttum í Moskvu og hefur
mörgum fremstu íþróttamönn-
um heimsins verið boðið. 'Verða
hér eins konar „fyrirolympíu-
leikar“. — Rússar hafa m. a.
boðið 4 Svíum, þeim Petters-
son, Waern, Fredriksson og
Asplund.
• •
Pólverjinn Kowalski varð
fyrstur Evrópumanna í ár til
að ná betri tíma en 47 í 400 m.;
hann hljóp á 46,9 fyrir nokkr-
um dögum.
A-Þjóðverjar náðu ágætum
áransri 1 frjálsíþróttum um síð-
ustu helgi. — Matuschewski
1:49.9 í 800 m„ Preussger og
Jeitne- 4,40 m. á stöng. (Preus-
sger slasaðist illa í fyrra og
keppti ekkert, en hann virð-
ist nú vera búinn að ná sér).
Köhl setti met í kringlukasti,
55.47 m„ Grodotzki sigraði í
míluhlaupi á 4:03.6, millitími í
1500 m. 3:48 2 mín. — Stein-
bach hefur stokkið 7,86 m. í
langstökki, aðstæður voru lög-
legar.
• •
PARRY O’Brien var heldur
slappur á síðasta mótinu, hann
sigraði að vísu en varpaði ,,að-
eins“ 17.98 m. — Á sama mcti
sigraði I.sw Merrimann i 880
vds í 1:49,6 mín.
Knatfspyrnusnillingunnn
Ferenc Puskas
í SAMBANDI við úrslita-
leikinn um Evrópubikarinn í
knattspyrnu, sem fram fór hinn
18. maí s. 1. milli Real Madrid
og vestur-þýzka liðsins Ein-
tracht í Hampden Park Glas-
gow, er sérstök ástæða til að
minnast Ferenc Puskas, Ung-
verjans fræga, sem nú leikur
í liði Real Madrid.
Puskas er nú 34 ára og einn
af aðalsnillingum spánska liðs-
ins. En þátttaka hans í leiknum
hafði nærri orsakað, að Ein-
tracht hætti við keppnina.
Margir minnast enn hins
sögulega lokaleiks í heims-
meistarakeppninni í Bern 1954,
þegar vestur-þýzka liðið sigr-
aði ungversku snillingana, Þá
lék Puskas í liði’ ættlands síns,
Ungverjalands. Eftir leikinn
lét hann falla í viðtali, nokkur
kjarnyrði um þýzka liðið, sem
fór mjög í taugarnar á þýzku
knattspyrnuforystunni og það
svo, að þýzkum liðum var bann
að eftirleiois að leika gegn liði,
þar sem Puskas væri með.
Þannig stóðu málin, þegar
Eintracht komst í úrslit. Hins-
vegar leystist vandinn, er
Puskas sendi þýzka knatt-
spyrnusambandinu bréf, þar
sem hann baðst afsökunar á áð-
urnefndum ummælum sínum.
Ferenc Puskas er í knatt-
spyrnu eftir stríð orði'nn að
nokkurs konar þjóðsagnaper-
sónu. Þeim sem eitt sinn hafa
fengið tækifæri til að sjá hann
í leik, gleymist það aldrei.
Hann var hin mikla stjarna,
• m skærast skein £ ungverska
liðinu, sem sigraði svo glæsi-
lega í Olympíuleikunum 1952,
en sem leystist upp í bylting-
unni 1956, svo sem kunnugt er.
Puskas flýði fósturjörð sína og
gerðist atvinnumaður og gekk
kaupum og sölum á hinum al-
þjóðlega sölumarkaði atvinnu-
menngkunnar í knattspyrnu.
Það er óþarfi að geta þess, a9
Puskas varð eftirsótt „vara“ á
þessum markaði og í sjálíu sér
ekkert undarlegt, þó að Real
Madrid yrði hlutskarpast á
þessu sviði.
Hér komst Puskas í góðan
íélagsskap, m. a. með di Ste-
fano og Didi þeirra Brazilíu-
manna eftir heimsmeistara-
(Framhald á 14. síðu.)
ASTON VILLA er nú kom
ið til Noregs og lék gegn
félaginu Raufoss, sem
hafði styrkt lið sitt með
Rolf Björn Backe frá Gjö-
' * vik-Lyn. Englendingarnir
unnu stóran sigur, skor-
uðu 13 mörk gegn 1. —
Norsku blöðin hrósa mjög
leik Aston Villa og segja,
að hann hafi verið lær-
dómsríkur fyrir norska
| knattspyrnu.
Alþýðublaðið — 20. maí 1960