Heimskringla - 12.01.1944, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.01.1944, Blaðsíða 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA NÝÁRSHUGLEIÐINGAR __ (Rœða flutt í Sambandskirkj- i Winnipeg 2. jan. 1944. af séra H. E. Johnson) Mönnum er gjarnt að gera upp reikningana við áramót: rifja upp fyrir sér árangur hins umliðna og mynda áætl- anir um hið ókomria. Hið byrj- andi ár er eins og ónumið land, sem gefur góðar vonir um betra og bjartara líf. Við vitum líka, að því meiri gaum sem við gef- um að reynslunni, þess líklegri erum vér til að búa vel í hag- inn fyrir framtíðina. Þessvegna horfum vér bæði fram og aftur eins og hinn tvíhöfðaði Janus, Rómerja guðinn, sem fyrsti mánuður ársins er heitinn eft- ir. Við, sem erum komin til nokkurs aldurs, minnumst tið- um ennþá minnisstæðari tíma- móta, aldamótanna síðustu. Ársól vorrar aldar skein á vonarbjarta veröld. Skynsem- in fullyrti að heimurinn væri á hraðgengu og öruggu fram- faraskeiði. Það virtist lítill vafi á þvi leika því þessi álykt- un studdist við ýmsar stað- reyndir. Við, sem kyntum gamlárs- brennu-bál á vetrarhjarninu, sáum ilifylgjur mannkynsins eyðast og hverfa eins og skugg- ana fyrir flöktandi geislum aldamóta brennunnar. Þarna skaust hungurvofan inn í skuggann. Öldum saman hafði hún ógnað oss og sogið merg- inn úr mannfólkinu en nú myndu hennar dagar taldir, Þarna sáum við framan í sjálf- an dauðann í ógnarmynd sótt- kveikjunnar. Við röktum blóð- feril hennar í gegn um aldirnar en nú höfðu vísindin dregið úr henni fjanda kraftin og þegar þeim gæfist tóm til, að gefa sig að mannbetrun í staðinn fyrir að verja öllum mætti til vígbúnaðar, mátti vel trúa þeim til að finna meðöl við flestum manna meinum. Hér birtist ó- frelsis ófreskjan á flótta. — Kirkju og konunga harðstjórn var loksins aflétt og frelsis roði á himni og í huga, birtist fagnandi heimi í lýðræðis ný- skipun aldarfarsins. Vanþekk- ingar vofan visnaði og tærðist í ljósalöndum vísindanna. — Aldrei framar myndi mann- kynið teygjast inn á tálstigu hjátrúar og hindurvitna, eins og áður fyr á rökkur-ráfi fá- ráðra feðra. Kreddu-krömin var í andarslitrunum og hjúfr- aði sig hrædd og lifsflótta inn í hrynjandi skuggaskýli rétt- trúnaðarins, sem var nú ber- sýnilega að verða að afvega- leiðandi rangtrúnaði. . . Aldrei höfðu heimsþjóðirnar horft með sigursælli fullvissu til framtíðar sinnar. Við litum nýjan heim í sköpun og nýtt mannkyn í endurfæðingu. — Ljósmóðir allra þessarar ný- sköpunar hugsuðum við okkur vísindin, raunvisindi þátíðar- innar. Þau áttu að bera kynd- il þekkingarinnar okkur til vegvísunar inn í Bjarmalöndin. Þau höfðu þá þegar gefið okk- ur uppistöðuna í alla þessa vonardrauma með framþróun- ar kenningunni. Höfðum við ekki vaxið upp úr skepnu- skapnum og menningin sprott- ið, eins og fegursti lífsbroddur allrar sköpunar, fram úr myrkviði villumenskunnar. — Voru nokkur líkindi til að við færum nú að faka bakföll? Hálf öld er nú liðin að mestu síðan þessir draumar vörpuðu vonár ljósi yfir veröldina. Hví- lík óskapa ár hafa þetta ekki verið? 1 hálfa öld höfum við vaðið elfur blóðs og tára á hel- vegum tveggja heimsstyrjalda. Tvær kynslóðir hins kristna heims hafa borið fram sínar blóðfórnir. Tvær kynslóðir hinnar uppvaxandi æsku hafa hnigið í blóð sitt eða horfið iheim, af vigaslóðum, lemstrað- ir, vonsviknir, éttaviltir. Þetta voru einmitt þeir sem áttu að crfa unaðslöndin, sem blindar og sturlaðar þjóðir ætluðu sér að byggja með því að eyða því flestu, sem gengnar og grafnar kynslóðir höfðu bygt og rækt- að í búlöndum jarðlífsins. Já, vitlaus er þessi veröld, sagði gamla konan þegar for- vitnin dró hana á danssam- komu í fyrsta sinni. Hvað myndi hinni öldruðu verða nú að orði? Getur maður annars hugsað sér nokkurt vanvit öllu meira en þetta, að eyðileggja auðæfin með eldi og sprengj- um og limlesta og sálga æsk- unni. Samt eru til menn, já ótal menn, jafnvel heilar þjóð- BUSINESS EDUCATION Day or Evening Classes To reserve your desk, write us/call at our office, or telephone. Ask for a copy of our 40-page illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. • Air-Cooled, Air-Conditioned Classrooms The "SUCCESS" is the only air-conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. TELEPHONE 25 843 SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. crt Edmonton St. WINNIPEG ir sem álíta þetta ekki nema eðlilegt og hver veit nema stjórnvizku komandi ára finn- ist það nauðsynlegt að ein- angra þá í vitra hælum, sem ennþá kunna að halda sér við þá sérvizku að einstaklingnum og þjóðunum sé eðlilegast að haga sér skynsamlega. Kaldhæðnislaust held eg nú samt að undirniðri þrái flestir menn andlegt og líkamlegt heilbrigði bæði fyrir sig og heildina. En til þess að njóta þessa heilbrigðis þurfum við fyrst og fremst að kanna á-. standtð, skilja orsakirnar og þá fyrst er nokkur von um að mönnum takist að fjnna með- ölin. Heims öngþveitið er að vísu sprottið upp úr spillingu og heimsku aldanna en er þó að mörgu leiti frábrugðið öilu, er áður gerðist. Áður fyr var það afleiðing ytri kringumstæða, nú stafar það ekki frá skorti á veraldar gæðum heldur af misnotkun þeirra. Gáum nú að: Menn hungraði af því þá skorti þekkingu til að framleiða gnægð þeirra gæða, sem heldur mönnum við heimili, heiisu og hamingju. Menn gátu þá næstum afsakað styrjaldir, þótt vitaskuld væru æfinlega betri vegir færir til lífs og iukku. Nú hafa vísindin opnað okk- ur allar leiðir að óþrjótandi forðabúri náttúrunnar en samt getur sulturinn sorfið að engu síður en áður fyr. Sjálf of- gnóttin skapar nýja hungurs- öld. Stjórnir landanna beita sér fyrir auðæfaspilling í stór- um stíl. Árvötnin eitrast í Ameriku, þar sem þúsundum svína, og nauta er kastað í fljótin til að grynna á gnægt- unum. Brazilia eyðir miljón- um dollara á ári til að brenna kaffi. Einhvernvegin urðu þeir að losna við það. Þeirra eigin þegnar gátu ekki keypt sér hressingu fyrir peningaleysi. — Bandaríkin gátu ekki keypt það af þvi þau sátu uppi með gull- forða heimsins. England gat ekki keypt það af því það hafði ofmikið af kolum og verk- smiðjuvarningi. Islartd varfc að spara við sig af því það hafði ot mikið af fiski o. s. frv. Það kemur nú líka upp úr kafinu að þeir sem hafa nóg til að bíta og brenna éti sér oft til heilsuspillis. Því er meðal annars haldið fraíri, af mjög merkum íslenzk- um lækni, í nýprentaðri bók, að vor eigin þjóð kunni ekki betur en svo að hagnýta sér guðs góðu gjafir, að fjöldinn, á Fróni byrli æskunni ólyfjan með heimskulegu mataræði. — Mikið tii þess að vita ef satt er, að “gáfaðasta” þjóð veraldar- innar hafi ekki, á þessu menn- ingar hástigi, lært betri manna- siði. En hamingjan góða, er þetta ekki altof efnisiegt, matarkyns til að vera kirkjulegt umræðu- efni. Bræður og systur. Sálar- ástandið sem þetta ástand skapar er andlegt. Fólkið sem bíður í vonleysi og úrvinda- kvíða, í þessari aljarðar sturl- un, bíður margþætt og sorglegt sálartjón. Til hvers erum við hér ef ekki til þess að öðlast betri skilnings á skyldum vor- um og hvaða skyldur höfum við gagnvart guði, gagnvart lífinu, gagnvart okkur sjálfum, sem meira ber að meta en, að verja lífi voru og kröftum í heilhuga baráttu fyrir heilbrigðara og betra heimslífi? Ástandið skap- ar ekki einungis andlega aftur- för heldur er það líka ávöxtur vorrar andlegu örbirgðar og sálrænu úrkynjunar. Af á- vöxtunum þekkjum vér innræt- ið. Þetta kemur enda ennþá bet- ur í ljós þegar vár athugum á- vöxt þess frelsis er áarnir hafa okkur afrekað. Eg þarf ekki að lýsa því. Það lýsir sér sjálft. Stjórnmála leiðtogarnir lýsa hver öðrum og flokkunum í dagblöðunum. Menn segja að litið mark sé á því takandi þótt pólitískir andstœðingar ausi hvern annan auri. Eg myndi svara að sé það alt uppspuni er alt of mikið af mannskemm- andi lýgi í mannheimi, en sé það satt — eða bara að ein- hverju leyti satt — þá er okkar þjóðmálum illa komið. Nú er svo komið, að umræður um stjórnmál og enda trúmál eru útilokuð frá fjölda mörgum mannfundum. Með öðrum orð- um mönnum er óheimilt að tala um sín jarðnesku og eilífu vel- ferðarmál í siðaðra manna sam- kvæmi. Til Mtils gagns hafa feðurnir barist og dáið fyrir málfrelsið ef við, erfingjar þess, leggjum haft á tungu vora og hættum að ræða og hugsa um þau mál, sem á öllum öldum hafa verið aðal málefni allra þjóðskörunga. Hvað um blysberann, visind- in. Reyndust þau villuljós. Já að sumu leyti. Nokkru fyrir heimsstríðið síðasta var eg staddur í Seattle- borg þegar fimmskipafloti amerískra orustudreka brun- aði inn á höfnina og varpaði atkerum. Almenningi gafst kostur á að fara um borð og at- huga skipin og foringjarnir út- skýrðu alt sem leyfilegt var að skoða. Fáir Bandaríkjaþegnar munu hafa farið frá borði án þess að finna til einhverskonar upplyftingar yfir afrekum vís- indanna, sem höfðu framleitt þetta furðusmíði, alsett marg- brotnum vélum svo að segja frá kjöl upp ií masturstoppa. Óvíða getur maður fremur séð hversu haganlega og undursamlega, liggur mér við að segja, að vís- indin hafa notfært sér afl og efni til að ná ákveðnu og hnit- miðuðu takmarki. Svo hvarfl- ar sú hugsun að manni að þessu mikla völundar smiði verði kanske sökt á hafsbotn með einu hæfnu skoti, í næstu styrj- öld, verði gröf 1,500 hraustra sjómanna, sem harmaðir verða af, ef til vill, sex þúsund ást- vinum, er lengi hafa þráð heim- komu þeirra úr helgreipum. Helskotið var lika undrasmíði vísindanna. Já, þetta á nú nátt- úrlega við vigvélarnar sem fyr- ir vigvélum falla. En hvar, á jarðríki, er það stórhýsi bygt, það listasafn til sýnis, sá skóli rekinn, það musteri vígt, sú verksmiðja starfrækt eða það heimili helgað samstarfi ást- vina, sem ekki getur orðið skot- mark óvina i næstu styrjöld? Hvar er það barn fætt nú er ekki gæti orðið fyrir skoti, eit- urgasi eða sprengju í næsta stríði? Já, en visindunum er ekki um að kenna, segja menn. Getum við mælt þau undan allri ábyrgð? Getum við mælt nokkurn lifandi mann eða mannfélags stofnun undan á- byrgð eigingerða? Erum við ekki öll að einhverju leyti á- byrg gagnvart ástandinu? St. G. segir: “Og mér finst oft í ó- dáð glæpamannsins eg eigi hlut, þó væri sýkn og fjærri.” Að því er visindin snertir þá skortir þau, eins og reyndar flest í nútíð, siðferðislegan grundvöll og þau þjóna réttlæt- inu og ranglætinu með ná- kvæmlega jafn hlutlausri trú- mensku. Samt ber eitt við þau að virða, þau leita sannleikans með þrotlausri árvekni. Á mörgum sviðum hafa þau líka aukið þekking þjóða og um sið- ast liðin aldamót virtist mörg- um unglingi sem honum hefði hlotnast fullnaðar vissa í flest- um greinum. Menn töluðu um rás sólkerfanna í háværri hrifn- ing, og um ódeiliseindir sem efnivið allrar heimsbyggingar- innar, og um framþróun teg- undanna sem örlagaþáttinn i framvindu jarðlífsins. Ef við nú göngum undir hönd vísindanna og sjáum heiminn í skygni þeirra verður fyrir okk- ur völundarsmíði er erfitt reyn- ist að greina og uppistaðan margflóknari en okkur grunaði, i ráðvendni vorrar miðskóla menningar, um aldamótin. Firðsjáin bendir okkur feikna leiðir út i heiminn þar sem mil- jón sólna bruna á sínum afmörk uðu himinbrautum, en engin veit hvað margir dimmir hnett- ir vagga sér i ljósflæði þessarar eilífu alheims hringrásar, né hverskyns líf kann að þróast í þessu uppheims geislaskini. Til himins hafa kynkvislir mann- kynsins horft á liðnum öldum og eignast þær hugmyndir sem Snorri Sturluson lýsir svo snild- arlega í eftirfarandi orðum: “Af þvílíkum hlutum grunaði þá at nokkur mundi stjórnari himintunglanna, sá er stilla mundi gang þeirra at vilja sín- um sjálfs, og mundi sá vera ríkr og máttugr; og þess væntu þeir, ef hann réð fyrir höfuðskepn- unum, at hann mundi ok fyrri WINNIPEG, 12. JANÚAR 1944 verit hafa enn himintunglin, ok þat sá þeir, ef hann ræðr gang himintungla at hann mun ráða skini sólar ok dögg himins ok ávexti jarðarinnar.... Þat vissu þeir eigi, hvar riki hans var; enn því trúðu þeir at hann réð öllum hlutum á jörðu ok í lofti. .... Enn til þess at heldr mætti frá segja eðr í minni festa, þá gáfu þeir nöfn með sjálfum sér, ok hefir þessi átrúnaðr á marga lund breyzt, svá sem þjóðirnar skiptast ok tungurnar greind- ust.” Skynsemis trúin er alda gömul hjá Islendingum. Hún er vor trúar arfleifð. Já, látum nú svo vera, að vís- indin geti ekkert ráðið við út- haf algeimsins, þau geta kan- ske, alt um það, leitt okkur í all- an sannleika viðvíkjandi efnis- byggingunni á VQrri eigin jörð. Við lítum í smásjána, sem stækkar þúsundfalt, og sjáum marga furðulega hluti, en bak við þennan heim dvelja aðrar ósýnilegar veraldir, ómælan- legrar smæðar. Vísindi nútim- ans fullyrða, að allir hlutir séu samsettir af örsmáum efnis- eindum (frumvægi) sem aftur eru bygðar upp af ennþá smærri frumögnum (atoms), en að hver frumögn saman- standi af heilu sólkerfi ennþá minni einda er þeir nefna pro- tons, electrons, neutrons o. s. frv. Alt er nú orðið svo óend- anlega óskiljanlega smátt. Þeg- ar þeir Crookes, Rutherford, Weichart, Millikan og Oliver Lodge eru rétt byrjaðir að átta sig á þessum undrum kemur undramaðurinn í raffræðinni, og unitarinn Charles Broteus Steinmetz og slær því fram að efnið sjálft sé aðeins “line of force” blundandi orka. Robert Millikan felst á þessa skoðun og segir að efnið einkennist ein- ungis af kyrstöðunni (inertia). Efnafræðingurinn frægi, Will- iam Ostwald gengur enda lengra og segir: “There is not a slightest bit of evidence that matter exists. What we know is energy and matter is a pure hypothesis, created out of im- agination to have something to which to attach energy. (Laus- leg þýðing: “Það er ekkert sem sannar tilveru efnisins. Það eina sem við þekkjum er orkan og efnið er einungis huggerf- ingur sem ímyndunin myndar svo við höfum eitthvað til að festa orkuna við). Meðan vísindin bylta sér í þessum óræðum væri ekki úr vegi að taka undir með Einari Benediktssyni: “Sama vald sem veldur sólna tafli, veitir sér í gegnum mannsins æðar. Milli Iægsta djúps og hæstu hæðar heimsál ein af þáttum strengi vindur.” Það er óravegur milli Snorra Sturlusonar og Einars en spekimönnum allra alda ber oftast saman hvort sem þeir greina tilveruna gegnum inn- blástur andans eða rannsóknar- leiðir vísindanna. Hugmyndin um heimin sem eina samstæða heild frá einni og sömu upp- hafslind komin er æfa gömul og finst í hugmyndum grískra heimsspekinga; þeirra: Þalis, Anaximander, Anaximines og Heraclitus.» Heppilega kemst frændi minn að orði, eins og oftar, þar sem hann talarum heimssál “er saman strengi vinur.” Mér duttu í hug orð hans þegar eg las um litþræðina í (chromo- zones) kynfrumunni sem vind- ast saman og mynda þá lífs- veru, sem vér stundum köllum i gletni “homo sapiens” (hinn skynjandi mann), en vesalings “homo” verður tíðum “homo alient” (hinn óþekti maður), eins og Alexie Corell kemst að orði í bók sinni “The Man Un- known” og á hann þar við að við þekkjum okkur ekki sjálfa né vitum hvað með okkur býr af ónotuðum kröftum. Eg verð

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.