Heimskringla - 12.01.1944, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.01.1944, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 12. JANÚAR 1944 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA líklegast að bæta því við að Corell er ekki prestur, til að forða honum frá hneisu. Hann er einn af frægustu líffræðing- um nútíðar. Eg má ekki dvelja lengur við vísindin þótt það sé freistandi því það er meira mark tekið á visindaþulum en vesalings prestunum. Eg get samt ekki lokið við þennan kafla án þess að geta ofurl'ítils atviks, sem gerðist við Valparaiso háskólann (The Valparaiso University) þegar eg var þar að böglast við að læra ofurlítið í almennum vís- indum. Þá var þar próf. í jarð- fræði sem Bennett hét og var víst gallharður guðleysingi, en annars dugandi kennari. Fyrsta kenslustundin byrjaði með því að Dr. Bennett sýndi okkur dá- litla steinvölu og mælti eitt- hvað á þessa leið: “Hér sjáum við efniviðinn í jarðarkrílinu en sjálfur er þessi efniviður tegldur og samansoðinn í verk- smiðju náttúrunnar án þess guð komi þar til.” Eg man að mér varð fremur bylt við þessa stað- hæfingu og var eg þó ekkert sérlega trúhneigður á þeim ár- um, en það kom nú samt við til- finningarnar ósjálfrátt. Svo líða stundir og eg var einu sinni staddur í tíma hjá þessum sama kennara, er einnig kendi lífeðl- isfræði. Nú var framþróunar kenning Darwns til umræðu og prófessorinn hélt afar snjalla ræðu og líkti breytiþróuninni við járnbrautarlest sem leggur land undir hjól. “Þetta er líf- lestin og við fyrstu stöð er ein- sellungunum skipað að fara úr lestinni. Þessar lægstu lifver- ur komast aldrei lengra. Svona gengur það koll af kolli þar til að endastöðinni er náð og mað- urinn stígur þar út úr lestinni. Við hlustuðum hugfangin á þessa skáldlegu lýsingu þar til ungfrú ein af frönsku kyni hóf sig upp úr þögninni og baðst leyfis að spyrja einnar spurn- ingar. Jú, það var nú velkomið. Jó, ungfrúna fýsti að vita hver hefði verið farstjórinn á þessari lífsins lest. Frönsk var hún, en Snorri íslendingur, samt voru þau lik að þessu leiti, að bæði drógu ályktanir um hið óþekta frá þvi þekta — bæði skynsemistrúar. En prófessorinn brá illa við og gat ekki svarað. “Jú, ef ung- frúin vill endliega vita það þá væri henni hollast að fara til klerkanna þeir gætu eflaust gefið henni góð svör og gegn.” Frá þeim degi var ungfrú Clarisse Violaine mikil hetja í okkar augum; en aldrei vissi eg til að hún legði spurninguna fyrir guðsmennina. Eg þekti ungfrúna allvel og v.issi að hún hafði vaxið upp úr kaþólskunni án þess að vanþroskast út úr trúnni. Það er tiltölulega fá- gætt fyrirbrigði. Fáir hafa þor til þess að mæta lífsgátunum með fullri djörfung. Fjöldinn af kirkjun- um hafa hlaðið utan um sig svikavígi af kreddum og kirkju játningum og öllum þeirra kröftum er varið til þess að viðhalda þessum varnargörðum því virkisveggirnir hrynja tíð- um í vorleysingum vitsmuna þroskans. Tiitölulega fáir menn hafa haft djörfung til að byggja kirkjur sínar á bersvæði þar sem vindar allra átta geta um þær leikið. Sumum finst þetta bera vott um syndsamlegt sjálfsálit og guðlaust dramb- læti. Hér ris mannskepnan upp andspænis rökum lífsins og' hygst að leita sannleikans upp á sitt eindæmi. Hvaða guðs- traust felst í slíku framferði? Mikið og skynsamlegt ef glögt er greint. Segir ekki sjálf ritningin að guð faðir hafi, í árdaga, blásið lífsanda í manneskjunnar nas- ir. Þetta hlaut því að vera vizkunnar og sannleikans andi og mætti honum þá ekki allvel treysta til vegvísunar að föður- húsunum. 1 heilbrigðu sjálfs- trausti felst einnig traustið til gjafarans. Frikirkjan stendur enn á veðramótum allra átta. Á þessu sunnuhvoli stendur hún sem minnismerki um framsækna feður en þeir bygðu hana til að vera andlega uppeldisstöð. — Mörgum finst nú að þetta trú- arfrjálslyndi vera búið að vinna sitt gagn og þess naumast fram- ar þörf þar sem það þykir nokk- urnvegin full sannað að Jónas hafi aldrei farið í hvalinn og “á hlóðum andskotans engar glóðir brenna.” Hvað höfum við þá með kirkjur að gera? “Við lítum á presta sem al- gerlega óþarfa stétt,” sagði einn kunningi minn við mig i hjartans einlægni fyrir skemstu, og þetta mun vera talsvert almenn skoðun. Sjálfs- virðingin krefst af okkur end- ursvars. Annars kunnum við að taka þessa trú, og þá verða allir straumar að stöðuvötnum i trúar heiminum. En þar sem um sjálfsvörn er að ræða treystum við naumast alger- lega á eigin vitnisburð, ótt- umst að sjálfselskan skapi hjá okkur falsrök. Þessvegna ekki nema eðlilegt að okkur verðij að leita vitnisburður hjá speki-' mönnum, þeirra sem lengst og! dýpst skygnast til orsakanna og skýrast skilja samböndin í þroskasögu þjóðanna. Engan nútíðar fslending veit eg dóm- færari í þéim efnum en Sigurð Nordal. Hann segir: “Hörðust og sárust trúarhvörf verða i hugum þeirra manna, sem i senn eiga við allar efasemdir skýrustu dómgreindar og ó- ræka reynslu trúmannsins að búa. Örfá stórmenni heyja slíka baráttu. Flestir skella öðrum hvorum heiminum í lás, afsala sér kostum trúarlífsins eða bæla skynsemina.” Hverjir eru þessir kostir trú- arlífsins, og fyrir hverju er að berjast? Fyrir framan mig liggur bók, sem þótti svo ágæt að hún var endurprentuð átján sinnum á fjórum árum. Bókin heitir: “This Believing World” og er skrifuð af Lewis Browne. Hún fjallar um þroskun trúarbragð- anna og er strang vísindaleg að uppistöðu. Til hennar myndu fáir prestar trúvörn sækja því hún hermir frá auvirðilegum uppistöðum flestra trúar- bragða, alt frá Druita kukli Kelta til hins blinda ofstækis Muhamedanna. Alt um það viðurkennir höf þýðingu trúarbragðanna fyrir framvindu menningarinnar með svofeldum orðum: “Menn- ingin er í raun og veru ekkert nema sigur mannsandans yfii' óttanum, og þessir sigrar voru i fyrstunni, aðallega unnir fyr- ir trúna.” 1 öðrum stað kemst hann þannig að orði: “Trúin lagði einnig undirstöðu mann- félagsins. Hún veitti mannin- um ekki einungis djörfung til að lifa sjálfum sér heldur jafn- vel ennþá fremur að lifa í fé- lagsskap.” Já, enn hefir nú ekki menn- ingin unnið fullnaðar sigur á óttanum? Ekki neitt þvílíkt. Ein helst bölvun mannlifsins er óttinn. Menn óttast, hvern annan, i hinni grimmu sam- kepni, samtíðarinnar. Verka- menn óttast að aðrir taki frá sér atvinnuna og sLíkt hið sama á sér stað með lækna, presta og ‘ jafnvel vísindamenn. Hinir snauðu óttast þá auðugu, sem geta hrundið þeim út á kaldan klakann. — Þeir ríku óttast þá snauðu sem kunna að gera upp- reisn og ræna þá reitunum. — Flokkarnir óttast hver aðra því valdið getur skapað kúgun og harðstjórn. Þjóðirnar óttast hver aðra og hervæðast til að vera ekki varbúnar, þær bíða tækifæra og leita lags hvenær hentugurtími gefist til að hefja stríð og fyrsta skotið er riðið af áður en heilanum gafst tóm til að hugsa til afleiðinga. Þessi ótti lamar menn, spillir þeim, gerir þá grálynda og grimma. Hvernig getum við losnað við hann? Með ein- hverju sem er sterkara en ótt- inn. Þá kemur einkum tvent til greina: hugsjónir og trú.1 Hvorugt getur án annars verið eins og síðar mun sýnt verða. ! Hugsjónirnar lyfta mannii upp úr eigingirnis þröngsýn-| inu, eyðir hjaðningavígum heimskulegra flokkadrátta, samstilla kraftana í framsókn að háleitum og hamingjuvæn- legum takmörkum, stæla vilja- þróttinn til merkalegra mann- öómsverka, dreifa ráðleysis þokunni svo fólkið getur greint sínar gæfu götur í heiðsýn hugans. Allir hamingjusæl- ustu sigrar mannkynsins hafa unnist fyrir hugrekki hugsjón- anna. Þær lyfta hversdags- manninum upp úr meðalmehsk- unni og gera hann að hetju. Dæmin eru deginum ljósari en fleiri en svo að þau verði hér öll greind. “Eg lít í anda liðna tið.” Eg sé opin, smá- skip láta frá feðraströndum, í Noregi eða Bretlandseyjum. — Þar eru landnámsmenn á ferð með alt sitt innanborðs. Átta- vitalausir, landabréfslausir og fátækir að vatni og vistum sigla þeir djarflega um hin stormkviku Norðurhöf. Heimssagan hermir ekki frá stærra áræði. Hvað kom þessum víkingum til að láta aðra, í skógarskjólum ættlandsins, til að hreppa Kald- bak á Islandi? Hugsjónin um dáðríkt og frjálsmannlegt líf þar sem menn mættu njóta sín í fullu frelsi Þessir áar vorir áttu sér svo innviðasterka manndóms hugsjón að þeir vildu heldur láta lífið en sæmd sína. Mörgum kann nú að virðast sem ættirnar úrkynj- uðust i hinu nýja landnámi en svo öflug var samt þessi hug- sjónaorka að þjóðin lifði til að opinbera þau undur að þrátt fyrir örbirgð, hungur og ein- angrun getur andleg menning þrifist og dafnað; og geymt sér þrótt til að framleiða bók- mentalega silfuröld við næsta fjörkippinn. Þá er Danmörk, ekki síður, sláandi dæmi um megin hug- sjónanna. Fyrir áttatíu árum lá þetta litla þjóðfélag í sárum sínuhi; rænt sínum beztu land- eignum i grimmum og mann- frekum ófriði við ásælna stór- þjóð. I stað þess að örvinglast stæltu Danir viljann til sigurs móti reiðum rökum og með lýðskólum sínum kendu þjóð- inni bæði að rækta landið og sjálfa sig. Danaveldi varð aldrei stórveldi öðrum til þján- ingar en sjálfu sér til glötunar. það varð annað og meira: góð- veldi sjálfu sér til gæfu. Það ér ekki af tilviljun að engin smáþjóð hefir tekið innrás ó- sigrandi ofbeldisafla með jafn viturlegum viðbrögðum né sýnt mótþróa sinn með jafn ósigr- andi stefnufestu. Engin þjóð á öruggari endurreisn eftir ham- farir þessarar heljarslóðar af því engin þjóð á hollari hug- sjónir um nothæft lýðræði. “Hver þjóð sem í gæfu og gengi vill búa á guð sinn land skal trúa,” segir Einar. Trúin er lífsvaki hugsjón- anna. — En hér mun bezt að skilgreina hvað við er átt með orðinu trú. Svo mörg leirvötn heiðindómlegrar • hjátrúar, kirkjulegra kennisetninga, guðfræðilegra glamuryrða, heimspekilegra hugaróra, hafa fallið inn í krystalselfu kristin- dómsins, að þegar um trú er talað birtist oftast, á hugar- himni mananna, einhver vofu- leg mynd afskræmdrar trúvit- undar, sem hefir alist og af- lagast í athafnasnauðu volæði, i rökkur kynnum einhverrar kapellunnar. Eg býst ekki við því, fremur en þið, að þessar blóðrunnu hungurvofur blási lífsanda hugsjónanna í sálirn- ar. Til þess að verða lífgjurtir nýrra gróðurlanda hafa þær helst til lengi verið handfjötl- að gluggablóm í stássstofum kirkjudómsins. Þegar eg tala um hina sigr- andi, sáluhjálplegu trú þá á eg við trúna á mátt hins góða, göfuga og sanna. Engin getur leitað sannleikans, með æfi- langri árvekni, nema því að- eins að Jiann trúi á lýsandi og lífgefandi mátt hans. Engin getur ræktað kærleikskendina, með fullkomnri samvizkusemi, nema þvi aðeins, að hann trúi á frelsandi, mannbetrandi áhrif bróðurhyggjunnar. Engin get- ur ræktað réttlætið nema þvi aðeins að hann treysti á getu- magn þess til að vernda hinn veika og færa þjáðum frið. Mér er nokkurnvegin sama hvaða nafni þið nefnið þetta traust á íbúandi meginmátt veraldar veruleikans. Eg veit samt að þegar hann birtist ykkur sem uppspretta sann- leikans og verndarvættur mannkærleikans og réttlætis- ins, þá getið þið ekkert orð fundið betur viðeigandi en nafnið, sem þið lærðuð í heima- húsum af móðurvörum: orðið guð. Þess oftar sem vér hugs- um til þessa nafns og því ör- uggari sem trú vor verður á varanleik þeirra verðgilda, sem við það tengjast í hugum frjálsra og skynsamra sálna, þess auðveldara mun oss reyn- ast að vinna sigur í lífsbarátt- unni. Kirkjan okkar, hin frjáls- lynda kirkja íslendinga í Vest- urheimi, stendur á sjónarhól sögunnar og mun standa þar enn um sinn. Vel gæti svo far- ið að niðjar landnámsmann- anna verði að útskýra tilvist þessarar kirkju eitthvað á þessa leið: “Þessi kirkju bygðu feður vorir i fátækt sinni svo að vér gætum þar guð dýrkað í fullu frelsi, leitað sannleik- ans án hindrunar, þroskað kær- leikann án útúrdúra. Þeir gáfu ckkur þessa kirkju svo við mættum efla hana. Þeir bygðu hana í þeirri trú, “at nokkur mundi stjórnari himintungl- anna, og hann réði skini sólar, dögg himins og ávexti jarðar- innar.” Þeir bygðu hana í þeirri trú að í henni og fyrir hana myndu hugsjónirnar þroskast til drjúgra dáða og heiðra nafn íslendinga á vest- urvegum. Já, þeir bygðu hana efalaust í góðum tilgangi en okkur virtist það ekki ómaks- ins vert að viðhalda henni. Vona,ndi verður samt engin tila að kveða um okkur eins og Einar ljóðar um Rómverja. Frægðar þjóðin frelsið af sér kúgar, fórnast sjálf við altar nýrrar trúar glatar eigin heiðri í hörga- spilling, hrapar sjálf til dauðs í goðsins falli . . . .” Nei, kirkjan okkar lifir, sem vænlegasti vaxtarbroddur ís- lenzkrar menningar i Ameríku; lifir sem eilífur vitnisberi um sannleiksást, hugsjóna auðlegð og skýhsemistrú íslendinga. “Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast. Perlan ódauðlega í hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi hel og kasti mold og grafi, kvistist lifsins tré í dauðans arin, sökkvi jarðarknör í myrkva marinn, myndasmiðar andans skulu standa.” —E. B. Texti þessarar ræðu var “Kveld í Róm eftir Einar Bene- diktsson. H. E. Johnson KAUPIÐ HEIMSKRINGLU bezta íslenzka fréttablaðiö BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld BACONBRITAIN 1944 Canada’s Guarantee 450 MILLION POUNDS Canada will try to deliver 600 MILLION POUNDS to help Britain maintain the present weekly ration of 4 oz. per person. To meet this need every pig possible will be needed and more sows should be bred now. In hog production the largest item of expense is feed COSt. Practical trials on a wide scale show that under fartn conditions and with good management a pig can be raised to 200 lbs. (150 lb. carcass) on an equivalent of 1000 lbs. of barley or wheat. This includes the sow’s feed. After making a liberal allowance for other costs, such as interest, deprecia- tion and labour, the net returns on grain fed to hogs under good manage- ment, should not be less than the amount shown below. B-1 Hog Price Barley Feed Wheat at Farm per Bushel per 100 lbs. per bushel per 100 lbs. 15c. 74c; $1.54 $0.91 $1.51 I6c. 81Cí $1.69 $1.00 $1.66 17c. 88C; $1.83 $1.09 $1.81 Quality premium or bonus on hogs not included in above. BREED SOWS FOR BRITAIN For Jurther information consult your Provincial Debartment of Agriculture, Agricultural College, nearest Dominion Experimental Farm or Live Stock Office oj the Dominion Department oj Agriculture. AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department of Agriculture, Ottawa Honoura ble James G. Gardiner, M inister

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.