Heimskringla - 12.01.1944, Page 4
4. SíÐA
WINNIPEG, 12. JANÚAR 1944
HEIMSKRINGLA
Ijctmskrimjla
(StofnuO 18SS)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 86 537
Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD.
Öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
Manager J. B. SKAPTASON, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ádvertising Manager: P. S. PÁLSSON
"Heimskringla'4 is published by and printed by
THE VIKING PRESS LIMITED
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 86 537
WINNIPEG, 12. JANÚAR 1944
Stærsti lofther í heimi
Það er ekkert óvanalegt, að Bandaríkin setji met í einu eða
öðru, ekki sízt því, er áhrærir fjölyrkju.
1 ræðu, sem H. H. Arnold, yfirmaður flughers Bandaríkj-
anna hélt 4. jan. í Washhington, kvað hann flugher Bandaríkj-
anna vera þann stærsta, sem til væri meðal nokkurrar þjóðar
í heimi
Veit þetta á nokkuð? Arnold segir áformið að stýfa vængi
flugliðsins þýzka. Sæust nú þegar nokkur merki þess, bæði í
flugvélatapi Þjóðverja og eyðileggingu verksmiðja af völdum
flugárása. Verksmiðjuiðnaðurinn væri orðinn svo óstarfshæf-
ur, að flugvélatapið væri óbætanlegt. Og þá færi að líta illa
út með sigurinn fyrir Hitler, sem hann lofaði þjóð sinni 1941,
en hún bíður enn eftir, örugg ef til vill eins og Goebbels segir,
en lang-þreyð, að líkindum.
1 stríðsrekstrinum telur Arnold mikilvægum áfanga hafa
verið náð með flugvéla-framleiðslunni.
Flugliðið í Bandaríkjahernum sagði hann nú væri alls
2,385,000 menn. Um tölu flugvéla vildi hann ekkert segja,
annað en það, að í nóvember 1943, hefðu 8,800 flugvélar verið
smíðaðar í Bandaríkjunum. Um sama leyti fyrir ári síðan, var
flugvélasmíðin rúmlega 5,000 á mánuði. Framleiðslan hefir
því sem næst tvefaldast á árinu, og í raun og veru meira en
það, því flugvélar þessa síðasta árs, eru miklu stærri og full
komnari, en þær er áður hafa verið smíðaðar í Bandaríkjunum
og raunar hvar sem er. Annar eins flugvélafloti og Bandaríkin
nú hefðu, væri að stærð og gæðum ekki til hjá nokkurri þjóð og
hefði aldrei verið.
Á komandi ári sagði Mr. Arnold að War Production Board
hefði gert ráð fyrir að smíða 145,000 flugskip, sem hann efaðist
ekki að efnt yrði. Er það dálítil viðbót við það sem fyrir er
Fram að 1. október 1943, sagði yfirmaðurinn, að 26,900
flugskip hefðu verið látin öðrum þjóðum af hendi á leiguláns-
skilmálum. Af þeim hefðu Rússar fengið 7,000.
Smáræði getur þetta ekki talist. En að sigra fyrst Þjóð-
verja og síðan Japan, eins og Bandaþjóðirnar hefðu á höndum
sér, væri heldur ekkert lítilræði. Að alt benti nú í þá átt, að
Þjóðverja biði ósigur, ekki síður af hrakförum þeirra fyrir
Rússum að dæma, en flugvélatapi þeirra, væri ljóst. En hann
áleit alt annað, en að stríðinu við Japa yrði á stuttum tíma
lokið. Það ^væri sagt, að það stríð væri hægðarleikur, þegar
við þá eina væri að eiga. En svo væri ekki. Til þess þyrfti
flutning langar leiðir, lengri en í stríðinu við Möndul-þjóðir
Evrópu. Til Kína þyrfti að gera veg að suðvestan og ná höfn-
um, sem nærri væru Japan, en þær, sem nú væri völ á. En
út í þetta mál er frekar farið í fréttagrein í þessu blaði frá
skrifstofu uppiýsingaráðs Bandaríkjanna, svo það skal hér
ekki endurtekið.
ÚR ÞINGTÍÐINDUM
ISLANDS
(Fréttaskýrsla Upplýsinga-
deildar utanríkisráðuneytisins
fyrir október 1943, er nýkomin
vestur. Kennir þar ýmsra tíð-
inda, er Vestur-lslendingar
munu hafa skemtun af að lesa.
Ein slíkra frétta, er grein sú,
sem hér fer á eftir.—Hkr.).
Tilraunastofa til athugunar á
hœfileikum manna til starfa
Emil Jónsson hefir í samein-
uðu þingi flutt svohljóðandi
tillögu til þingsályktunar:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta athuga
möguleika fyrir stofnun til-
raunastofu, þar sem prófaðir
séu hæfileikar manna til
ýmissa starfa (psykoteknisk
laboratorium). Sé í því sam-
bandi athugað, hvort ekki sé
tiltækilegt að tengja slíka
stofnun við háskólann, iðn-
skólann í Reykjavík eða aðra
opinbera stofnun, sem heppileg
þykir.
Verði niðurstöður þessarar at-
hugunar lagðar fyrir næsta
reglulegt Alþingi, og fylgir
henni greinargerð þar sem m.
a. segir:
Það hefir farið orð af því
æði oft hér á landi, að menn
lentu ekki á réttri hillu í lifinu,
og er enginn vafi á, að mörg
dæmi og átakanleg eru til um
þetta. Hefir ýmislegt valdið,
oft fjárskortur, sem hefir verið
þrándur í götu nauðsynlegs
náms, stundum vantrú á hæfi-
leikum eða starfi eða hvort-
tveggja, en langtoftast mun þó
þekkingarleysi hafa verið um
að kenna.
Af hálfu þeirra, sem menn
þurftu að ráða til starfa, hefir
æðioft frændsemi og kunnings-
skapur verið meira ráðandi en
gott var, þar sem hæfileikar til
starfsins áttu vitanlega að
skera úr um valið. Þarf ekki
orðum að því að eyða, hve
skaðlegt þetta er, bæði fyrir
þá, sem á þennan hátt lenda ef
til vill í alt öðru starfi en þeir
eru bezt hæfir til, og einnig —
og ekki siíður — fyrir þjóðar-
heildina, sem á þennan hátt
fær minni afköst og lélegri en
ella mundi. Þetta, sem hér hef-
ir verið sagt, hygg eg, að allir
viti og viðurkenni, en þrátt
fyrir það hefir ekkert verið
gert af hálfu hins opinbera til
að bæta úr því.
1 flestum eða öllum ná-
grannalöndum vorum er séð
fyrir leiðbeiningum í starfsvali.
Leiðbeiningastarfsemi þessi er
með ýmsu móti. í Noregi bef-
ir hún verið tengd iðnfræðsl-
unni, en i Danmörku mun hún
vera rekin sem sjálfstæð stofn-
un. 1 Þýzkalandi var að minsta
kosti skylda að hafa eina slíka
leiðbeininga og prófstofu í
hverjum bæ, þar sem íbúatal-
an hafði náð vissu marki, og
svo mun þetta hafa verið víð-
ar.
1 stofnunum þessum geta
unglingar og aðstandendur
þeirra leitað ráða um, hvaða
starf muni helzt vera við þeirra
hæfi. Að vísu mun ekki vera
hægt að mæla eða vega alla
þá eiginleika, sem til
starfs eru nauðsynlegir,
AGNES VIÐ HLJÓÐ-
FÆRIÐ
mjög marga þeirra er hægt að
kanna, svo að örugga vísbend-
ingu megi gefa <i mörgum til-
fellum.
Það hefir dregist miklu
Iengur en vera skyldi, að Hkr.
mintist hljómleiks þess er Miss
Agnes Sigurdson efndi til í
Winnipeg Auditorium fyrir
rúmum mánuði síðan. Ritstjóri
Heimskr. átti þess ekki kost
að vera þar og það er ekki
auðvelt að fá mann til að skrifa
hvers ^ um þag sem hér er um ag ræða,
en | vegna þess að þeir eru svo fáir
ÁVARP FORSETA TIL
ÞINGSINS
Þing Bandaríkjanna fékk í
gær að heyra ávarp forseta, þó
hann vegna kvefveiki gæti ekki
sjálfur á þingi verið.
Löggjafarmálin sem forset-
inn mælti með, voru í fimm
köflum.
Hið fyrsta og helzta var upp-
ástunga um lög er heimiluðu
að kalla menn til hvers þess
starfs er með þyrfti áhrærandi
stríðið. National Service Law,
er hún kölluð og mun svara
til Selective Service laga Can-
ada.
Forsetinn kvað ef til vill ekki
þurfa á þessum lögum að halda,
en til þess að ekkert brysti í
stríðinu, ef það skyldi harðna,
væru slik lög nauðsynleg. Þau
hafa og eflaust mikil áhrif við
komandi verkföllum.
Annað sem forsetinn fór frarn
á voru ný skattalög (A real
istic tax law). Fylgdi sú skýr-
ing'þessu atriði, að stríðsgróði
heima fyrir mætti ekki eiga
sér stað eins og áður, þegar
ungmenni landsins legðu líf
sitt í sölur frelsisins. (Stríðs-
gróði i Bandaríkjunum á s.
ári nam eitthvað um 8V2 biljón
dala). Segir forsetinn skatt-
inn áhræra bæði einstaklinga
og stofnanir.
Þriðja tillaga hans er að lög
in um að endurnýja ákvæðis
störf (contracts) í þágu stríðs
ins haldist óbreytt.,
Fjórða atriðið áhrærir verð
lag á nauðsynjum. Með þess-
um lögum segir forsetinn auð-
veldara að ákveða grundvallar
verð á bændaafurðum og sölu-
verð til neytenda.
Fimta tillaga hans er sú, að
endurnýja lög, um f járhagslegt
öryggi þjóðarinnar, sem úr
gildi séu 30. júní.
Öll þessi atriði segir forset-
inn farið fram á vegna stríðs-
ins og til að flýta fyrir sigri.
Forsetinn mintist í upp'hafi
máls síns á íran-fundinn og
kvað mikið með honum hafa
áunnist. Vonaði hann að ýms
mistök sem gerð hefðu verið
við lok fyrra stríðs, yrðu ekki
endurtekin.
Alt það starf sem á fundin-
um fór fram laut að því, að
tryggja friðinn eins og við
höfðum bezt vit á að stríðinu
oknu.
Engir leynisamningar voru
gerðir, en þá skulbindingu
gengumst við allir inn á, að
gera alt sem í okkar valdi
stæði til þess að herða stríðs-
sóknina og flýta lokum stníðs-
ins.
Árið nýbyrjaða verður að því
er til kosninga kemur pólitiskt
ár. En undir engum kring-
umstæðum, sagði forsetinn, má
slikt skerða þátttöku vora í
striðinu. Allur pólitískur og
fjármunalegur hagnaður verð-
ur að víkja fyrir því.
Jólavísa
Bráðum lengir birtu’ og dag,
bráðum hækkar sólin.
Allir kveða annað lag
eftir blessuð jólin.
-Freyr.
sem hafa nægilega þekkingu
og listasmekk til að dæma um
píanóleik Agnesar Sigurdson,
þannig að sá dómur sé á rök-
um bygður og þann sem þessar
línur skrifar skortir flest sem
til þess þarf að dæma um
hljómlist svo á föstum rökum
sé bygt. Ef eg því segi nokk-
uð um þann hljómleik Agnesar,
síðar í þessari grein, þá verður
það að mestu bygt á ummæl-
um annara, en þeirra þó sem
treysta má til að dæma um
hljómlist af þekkingu og af
sanngirni. Eitt geta þó allir
gert, þeir sem eyru hafa til að
heyra með, hvað þeim sjálfum
finst þegar þeir heyra leikið á
píanó.
Eitt er það í þessu sambandi
sem óhætt er að segja og ekki
þarf að rökstyðja, því það er á
flestra vitorði, sem nokkuð
þekkja til, og nú alment viður-
kent, að Agnes Sigurdson hefir
í vöggugjöf hlotið óvanalega
mikið af þeirri góðu gáfu sem
hljómlist nefnist, og hún hefir
svo að segja frá barndómi lagt
hina mestu alúð við list sína
og stundað hana með miklu
þreki, dugnaði og alúð, og nú
hefir hún náð svo mikilli orku,
tækni og næmleik, að jafnvel
daufir heyra og geta ekki ann-
að en haft unun af leik hennar.
Það er ekki hægt að komast
hjá því, að heyra hér eitthvað
annað, meira og betra heldur
en vanalega gerist, þó maður
geti kanske ekki gert sér grein
fyrir í hverju það liggur og því
síður skýrt það.
Það hlýtur að vera öllum
Vestur-Islendingum mikið
gleðiefni þegar fram koma hjá
einhverju af okkar unga fólki,
pilti eða stúlku, einhverjir sér-
lega góðir hæfileikar, sem þeir
svo sjálfir leggja mikla rækt
við að æfa og þroska sem bezt
þeir geta þangað til þeir skara
fram úr flestum og vekja þann-
ig á sér almenna eftirtekt og
aðdáun. En þeir vekja ekki
bara eftirtekt á sjálfum sér,
heldur einnig á ættlandi sínu
og þeirri þjóð sem þeir eru frá
runnir. Við tölum mikið um
þjóðrækni, íslenzka þjóðrækni,
og það er fjarri mér að leggja
þeirri viðleitni nokkuð miis-
jafnt til, en eg er fyllilega sann-
færður um, að í engu geta
Vestur-lslendingar sýnt eins
sanna og góða islenzka þjóð-
rækni, sem því að neyta allrar
orku til að þroska sem mest og
bezt sína eigin góðu hæfileika
og nota þá sem allra bezt, sjálf-
um sér og öðrum til gagns og
gleði í þeim þjóðfélögum sem
þeir tilheyra og eru nú hluti
af, þó lítill sé vegna hins ís-
lenzka fámennis. Hver ein-
staklingur verður að sækja
fram á þeim vettvangi sem
honum er skapaður, eða hann
hefir valið sér, og aðallega í
því þjóðfélagi þar sem honum
ber að inna af hendi sínar
borgaralegu skyldur.
Ef til vill munu nú ýmsir,
sem þessar Mnur lesa, hugsa og
kanske spyrja: “Hvað kemur
þetta því við, sem hér er um-
talsefni?” Það kemur því mjög
mikið við. Flestir þeir sem
hlústa á Miss Sigurdson leika
á píanó munu fljótlega kom-
ast að raun um, að hún er af
íslenzku bergi brotin og að þar
hafa forfeður hennar og for-
mæður verið í þúsund ár. —
Þaðan kemur því hennar með-
fædda snilligáfa, þó hún haíi
verið æfð og þroskuð hér í
landi og það einmitt í okkai
eigin heimahögum, Nýja-ls-
landi og Winnipeg. Þegar mað-
ur hugsar um þetta, dettur
manni í hug sagan sú, er lngi-
björg konungssystir fékk
Kjartani moturinn góða og
sagði honum að færa hann
heitkonu sinni á Islandi og
mundi hún þá skilja, að kona
sú, sem hann hefði átt tal við í
Noregi, væri ekki þrælaættar.
Eitthvað svipað mun flestum
skiljast sem heyra Miss Sigurd-
son leika á hljóðfærið. Hún ei
íslenzk listakona.
Maður hefir heyrt mikið tal-
að um hljómleik Miss Sigurd-
son í Winnipeg Auditorium og
alt á einn veg, alt af óblandinni
aðráun. Daglbaðið Winúipeg
Tribune fer mjög lofsamlegum
orðum um hljómleikinn og lýs-
ir honum all-nákvæmlega í
einstökum atriðum, en hér
verður engin tilraun til þess
gerð.
Eg þykist vita að eg segi það
eitt sem allir aðrir, er til þekkja
muni hugsa, er eg færi Agnesi
kærar þakkir og óska henni
einlæglega til hamingju með
sína “listtækni og guðagáfu á
glæstri sigurbraut.” F. J.
BORGFIRSKT LJóÐA-
SAFN
Bréf það er hér fer á eftir,
ber það með sér, að í ráði er að
gefa út all ítarlegt safn af Ijóð-
um eftir borgfirsk skáld. Leita
þeir er um söfnunina annast
til Borgfirðinga hér vestra, sem
af skáldamiðinum hafa bergt.
Er enginn efi á því, að hér eru
margir úr héraði þessu komnir
og meira en líklegt að fjöldi
þeirra sé hagyrðingar, auk
þess, sem nokkrir eru þekt
skáld.
1 bréfi til Heimskringlu,
komast forustumenn þessa
fyrirtækis svo að orði:
“Vér ætlum að í Vesturheimi
muni vera ekki allfá skáld
fædd í Borgarfjarðarhéraði, en
til þeirra getum við aðeins náð
með aðstoð íslenzku blaðanna
í Winnipeg. Og að ná til
þeirra er okkur hið mesta
kappsmál, bæði sökum þess, að
vafalaust mundu þessi skáld
auðga safnið að einhverjum
góðum kvæðum og sennilega
að einhverju leyti frá nýjum
sjónarmiðum; ‘en ekki þykir
okkur hitt minna vert, að hlut-
taka þeirra í útgáfu héraðs-
Ijóða hér heima á gamla land-
inu, væri ákaflega merkilegt
tákn hinnar ríku átthagaástar,
sem Vestur-lslendingar bera í
brjósti. Okkur þykir einnig
líklegt, að sum íslenzk skáld
vestan hafs, mundp hafa á-
nægju af að helga sér með
þessu móti ofurlítinn reit í
fæðingarhéraði sánu.
Ljósmyndir höfundanna von-
um við að amerísk stjórnarvöld
mundu leyfa að senda--------”
Hér á eftir fer bréfið til
Borgfirðinga frá útgefendun-
um:
Reykjavík, 19. okt. 1943
Fyrir tæpum fjórum árum
kom út ljóðasafn eftir fimtíu
Þingeysk skáld. Bókin vakti
allmikla athygli og þótti vera
héraðinu mjög til sóma. Það
er nú að vísu sennilegt að
Þingeyjarsýsla sér skáldauð-
ugust allra ’héraða landsins, en
þó mundu fleiri héruð geta vei
gert í þessu efni, enda hafa
ýmsir vakið máls á þvi, að þau
ættu að fylgja dæmi Þingey-
inga: láta nú eigi skutinn eftir
liggja þegar svo er vel róið
fram í. Þetta ætlum við að sé
merkara mál fyrir íslenzkar
bókmentir og alþýðumenningu
en þorri manna hefir enn gert
sér Ijóst. Það er ómótmælan-
lega kveðskapurinn, sem fram-
I ar öllu öðru hefir varðveitt og
i auðgað tungu þjóðarinnar alt
frá því að saga hennar hófst,
og alla tíð hefir alþýða manna
lagt hönd á plóginn. En fyrir
erlend áhrif er nú hvorttveggja
í hættu, tungan sjálf og hinir
dýru og fáguðu hættir ljóð-
anna, þeir er engin önnur ger-
mönsk þjóð á slíka. Islending-
ar virðast vera að gleyma hinni
alvöruþrungnu brýningu Ein-
•ars Benediktssonar í formálan-
um fyrir Hrönnum.
“Nú eins og til forna á Is-
lendingurinn að geta ort, sé
hann maður með mönnum”. —
Það má aldrei koma fyrir, að
íslenzk alþýða hætti að leggja
sinn skerf til bókmentanna, því
að þá hætta þær að vera rödd
þjóðarinnar og hún finnur ekki
lengur sjálfa sig í þeim.
Það er sumra ætlun, að til
þess að alþýðan geri sér að
nýju ljósan sköpunarmátt sinn,
mundi almenn útgáfa héraðs-
ljóða ef til vill hafa ríkari á-
hrif en flest annað. Að þeirri
skoðun höllumst við, sem hér
ritum nöfn okkar undir
Við vitum það með fullri
vissu, að Borgarfjarðarhérað —
en með því heiti er hér sem títt
endranær átt við svæðið vest-
an frá Langá og suður að Hval-
firði — hefir alið svo marga
hagyrðinga og skáld, þau sem
nú eru á Mfi, að vilji þessir
menn, karlar og konur, leggja
saman í Ijóðasafn, þá muni það
safn sóma sér ekki illa. Hér
veltur á því, að þeir skerist
ekki úr leik, sem liðtækir eru.
í því trausti, að þeir geri það
ekki, ritum við þetta bréf, því
að við höfum ákvarðað að beit-
ast fyrir útgáfu slíks safns á
næsta ári. Viljum við eindreg-
ið mælast til, að þér sendið
okkur, sem allra fyrst, eitthvað
af óprentuðum ljóðum eftir
yður, kvæðum og lausavísum,
en við höfum trygt okkur goða
aðstoð til að velja úr því efni,
sem okkur kann. að berast. —
Ennfremur óskum við að þér
sendið okkur mynd af yður
(helst nýlega sé þess kostur).
Þá óskum við einnig að fá að
vita fæðingardag yðar og fæð-
ingarár, og gjarna í fáum orð-
um helztu æfiatriði. Myndin
verður endursend á sínum
tíma. Hver sá höfundur, sem
tekinn verður með í bókina,
mun fá bundið eintak af henni.
Ytri frágangur hennar er okk-
ur hugleikið að verði sem vand-
aðastur.
Ekki verða tekin í bókina
ljóð eftir aðra en þá, sem fædd-
ir eru í héraðinu eins og mörk
þess eru greind hér að ofan. En
sakir ókunnugleika hlýtur okk-
ur að skjótast yfir ýmsa, sem
við mundum leita til ef við
kynnum skil á þeim. Því er
það bón okkar að þér viljið
koma þessum sömu tilmælum
til þeirra manna í grend við
yður, sem þér teljið að mundu
geta komið til greina í höf-
undasafn þetta.
Með bezta trausti og beztu
kveðjum,
Ól. Bergmann Erlingsson,
Njálsgötu 76.
Snæbjörn Jónsson,
Holtsgötu 7.
Námsskeið til sölu
við fullkomnustu verzlunar-
skóla í Winnipeg. Upplýsingar
gefur:
The Viking Press Ltd.
853 Sargent Ave., Winnipeg
/