Heimskringla - 12.01.1944, Page 5
WINNIPEG, 12. JANÚAR 1944
HEIMSKRINGLA
5. SIÐA
RADDIR almennings
Einhver slettireka, sem
nefnir sig “Athugull”, er í síð-
ustu Hkr. að fleipra fram í þær
umræður sem farið hafa fram
niilii P. B. og mín. Hann hælir
E- B. á hvert reipi, eins og til
Þess að byggja upp hans “mor-
aIe”, en ræðst að mér með
Persónulegum aðdróttunum. —
Ekki hefi eg orðið vör við það
að P. B. hafi hrópað á hjálp og
ótrúlegt þykir mér að honum
sé þægð eða þörf í þessum
sjálfboðaliða, sem er þó ekki
nieiri hetja en það, að hann
Þorir ekki að segja til nafns
síns og virðist aðeins hætta sér
út í kappræðurnar af því að
honum finst, að þarna sé um
“ójafnan leik” að ræða og mér
sé “þungur róðurinn” eins og
hann svo skáldlega kemst að
orði.
Þessi persóna ákærir mig um
að eg sé gamall kommúnisti,
en sé nú búin að breyta um
skoðun og muni skoðanasyst-
kinum rnínum í Reykjavík og
hér vestra koma kynlega fyrir
sjónir að sjá mig nú róa á
“bfaeði borð skútu kapitalis-
nians.” Ekki vanta hin skáld-
!egu tilþrif!
Hvort eg hefi nokkurn tima
verið kommúnisti eða ekki,
kemur umræðuefninu alls ekki
við fremur en það, hvort P. B.
hefir nokkurn tíma verið kapi-
talisti, C. C. F., Liberal, Con-
servative eða fasisti; það var
nefnilega ekki verið að ræða
um þær persónur, sem tóku
þátt í umræðunum. Það var
verið að reyna að ræða mál-
efnið sjálft á grundvelli stað-
neynda og rökfærslu. Getur
“Athugull” skilið það, að sið-
aðir menn reyna að kappræða
á þeim grundvelli en ekki með
Persónulegum skætingi?
Annars væri ekkert athuga-
vert við það, þótt eg hefði verið
kommúnisti og hefði breytt um
skoðun. Menn eru altaf að
l®ra og þroskast, eða gleyma
og hrörna, og skoðanir þeirra
hneytast samkvæmt því. En
sannleikurinn er þessi: Eg hefi
aldrei tilheyrt kommúnista-
flokknum. Eg hefi lítinn þátt
tekið í stjórnmálum og hefi
aldrei tilheyrt nokkrum stjórn-
Piálaflokk. 1 kosningum hefi
eg veitt stuðning þeim fram-
hjóðanda, sem eg hefi álitið
hæfastan og líklegastan til
þess að verða kjördæminu og
þjóðinni að sem mestu gagni,
oftast án tillits til flokkslegrar
afstöðu hans. Eg tek því ekki
oaeð þökkum að nokkur leyfi
sér að reyna að skipa mér í ein-
hvern sérstakan flokk í fortíð,
eútíð eða framtíð.
Eg hefi haft og hefi enn,
ookkurn áhuga fyrir því að
afla mér upplýsinga um hina
Paiklu tilraun sem Rússar hafa
oaeð höndum. Sú tilraun er svo
Pierkileg og stórkostleg og
^hun sennilega hafa svo mikil
á'hrif á framtíð mannkynsins,
að hver og einn ætti að reyna
kynna sér hana hleypidóma-
^aust, reyna að sjá báðar hlið-
ar, kosti og vankosti. Eins og
eg hefi þegar drepið á í grein-
mínum til P. B., hefi eg
0r<5ið hrifin af mörgu sem eg
hefi heyrt og lesið um Sovét- (
ríkin. En eg held að eg geti
með sanni sagt að eg hafi aldrei |
verið blindur dýrkandi kom-!
múnismans á Rússlandi. Eg
hefi ávalt verið andvíg vissum
kenningum og starfsaðferðum
kommúnista og er enn. Þetta
hafa kunningjar mínir altaf vit-
að, og þeim mun því alls ekki
þykja “kynleg” afstaða min til
þessara mála.
Næst þegar “Athugull” hætt-
ir sér út í kappræðu yiðureign
annara, væri honum sæmra að
koma fram undir sánu eigin
nafni eins og maður, en svíkj-
ast ekki aftan að fólki, undir
gerfinafni, eins og gunga.
Ingibjörg Jónsson
GIJÐRÚN ESPÓLÍN HALL
7. nóv. 1865 — 23. des. 1943
og nú, þó að hún sé farin, lifa
margar ágætar minningar hjá
vinum og skyldmennum sem
eftir eru, sem minna á fagran
dag sem liðinn er. — Sólin er
sezt, en minningar hins liðna
bjarta dags eru eftir og munu
lengi lifa.
Hún dó, eins og áður er get-
ið, 23. des. Útförfn fór fram
frá útfararstofu Bardals, 28.
des að mörgum vinum við-
stöddum. Mrs. Lincoln John-
son söng “Nearer My God to
Thee” og “Nú legg eg augun
aftur.” Séra Philip M. Péturs-
son flutti hin síðustu kveðju-
orð og jós hana moldu. Jarðað
var í Broodside grafreit, þar
sem hún var lögð til hvíldar
við hlið manns hennar, Jóns
sál. Hall. P. M. P.
DEILDIN “FRÓN’
Guðrún Espólin Hall, ekkja
Jóns heitins Hall, andaðist að
heimili sínu, fimtudaginn 23.
des. s. 1. eftir langvarandi van-
heilsu, rúmlega 78 ára að
aldri. Hún var orðin ein síns
liðs. Hún hafði mist manninn
sinn, Jón Hall, fyrir tæpum
fjórum árum, og var sjálf farin
að missa þrótt og fjör og þráði
hvíld.
Hún var dóttir þeirra hjóna
Jóns Jónatanssonar Jónssonar
prests á Bægisá Þorlákssonar,
og Rannveigar Hákonardóttur
prests í Stærraskógi sem til-
heyrði Espólíns ættinni. Hún
var fædd á Höfða á Höfða-
strönd í Skagafjarðarsýslu, 7.
nóv. 1865. Föður sinn misti
hún á unga aldri, eða þegar
hún var tiu ára að aldri, er
hann var fyrir slysi og drukn-
aði.
Er sá, er þessar línur ritar,
veit bezt, kom hingað til þessa
lands aðeins ein systir hennar
auk hennar sjálfrar, Rannveig
(Mrs. Josephs), sem dáin er
fyrir nokkrum árum.
Hér giftist Guðrún Jóni
(Halldórssyni) Hall, ættuðum
frá Hornafirði í Austur-Skafta-
felissýslu. Hann dó 18. apríl
1940. Þau voru greiðasöm og
eignuðust marga ágæta vini,
sem sakna þeirra beggja sár-
um söknuði, fyrst við fráfall
Jóns sál. og nú við lát ekkju
hans, tæpum fjórum árum
seinna.
Eftir að hann dó fór henni
einnig smáhnignandi, þar til
að hún kvaddi einnig. Og þó
að vinir hennar, allir hinlir
mörgu, viti að hvíldin er henni
kær, sakna þeir hennar og
hinna mörgu ágætu eiginleg-
leika, sem einkendu hana, og
syrgja hana.
Hún var mikil trúkona, en
óháð. Hún var dygg og trú.
Hún sagði hiklaust meiningu
sína í öllum málum! Hún var
ættfróð með afbrigðum og
hafði mikinn áhuga fyrir þeim
málum, og að geta ættfært
hvern þann íslending sem varð
á vegum hennar. Hún fylgdist
vel með flest öllum málum,
sem gerði hana skemtilega við-
tals og fræðandi.
Alt þetta og margt annað
einkendi hana, og vinir hennar
elskuðu hana vegna þessara og
annara ágætra eiginlegleika,
WARTIME PRICES AND
TRADE BOARD
M. FEODOR GUSEV
★
Hinn nýji Rússneski
sendiherra í
Bretlandi.
Bændum yfirleitt mun þykja
vænt um að frétta að meira
verði til af gaddavír þetta ár
en fengist hefir að undanförnu.
Framleiðsla hefir verið aukin
samkvæmt fyrirskipun frá W.
P. & T. B.
Foreldrum með smábörn
mun einnig þykja vænt um að
frétta að barnarúm úr járni
(metal cribs) verði fáanleg
bráðlega.
Spurningar og svör
Spurt: Eg keypti næpur í
desember mánuði og aftur í
janúar, en verðið var hærra í
janúar. Er ekki hámarksverð
á næpum?
Svar: Næpur eru háðar há-
marksreglugerðunum. Verðip
var 21 cent fyrir fjögur pund í
desember, en 22 cent í janúar.
Á vetrarmánuðunum má altaf
búast við ei-litilli verðhækkun
til þess að mæta geymslu
kostnaði, og tapi sem orsakast
af rýrnun.
Spurt: Mér finst hnetur
hærri í verði en undanfarin ár.
Er ekkert ákveðið hámarks-
verð?
Svar: Innkaupsverð er ekki
háð hámarksreglugerðunum
vegna þess að hnetur eru að-
fluttar, en álagning hjá um-
boðsmönnum, heildsölum og
smásölum er takmörkuð. Verð
á hnetum er hærri í ár vegna
þess að innkaupsverðið er
hærra.
Spurt: Getur kjötsali neitað
að selja, eða láta, mör með
mögru kjöti?
Svar: Það kemur oft fyrir að
kjötsalar hafa engan mör til
þess að selja eða láta með
mögru kjöti. Státurhúsunum
er skipað að taka frá alla feiti
áður en skrokkarnir eru send-
ir til kjötsalanna. Feitin er
notuð í sprengiefni og önnur
hergögn.
Spurt: Mér er sagt að niður-
soðinn lax sé nú fáanlegur en
verði skamtaður. Eg hefi ekki
séð hann nokkursstaðar í búð-
unum.
Svar: Það er ætlast til að
niðursoðinn lax verði fáanleg-
ur eftir 17. janúar, en surnar
verzlanir verða kanske að bíða
dálítið lengur vegna flutnings-
erfiðleika.
Spurt: Með hvaða seðlum
fæst niðursoðinn lax, og hve
mikið fæst með hverjum seðli?
Svar: Niðursoðinn lax fæst
með kjötseðlum. Hver seðill
er fyrir einn fjórða úr pundi.
Laxinn fæst í % punda, V2
punda og eins punda dósum.!
Það þarf fjóra kjötseðla fyrir
eina dós, ef hún er pund á
þyngd.
A
Kjötseðlar nr. 34. gildir 13.
jan. 1944.
A
Spurningum á íslenzku svar-
að á íslenzku af Mrs. Albert
Wathne, 700 Banning St. Wpg.
Fimtudagskvöldið, þann 20.
janúar næstkomandi, verður
skemtifundur haldin af deild-
inni “Frón” í Góðtemplarahús-
inu.
Vandað verður til skemti-
skrárinnar svo vel, sem unt er.
Að visu getur enginn ætlast
til, að þar komi fólk fram að
skemta, sem aldrei hefir verið
á skemtiskrá hér fyr. Það
virðist nú, sem þeim fari óðum
fækkandi meðal vor, er skemt
geta á íslenzkum samkomum.
Þeir eldri fara burt eða falla
frá, en fáir nýir koma fram á
sjónarsvið í stað þeirra. Þrátt
fyrir það eru enn til margir
mætir menn og konur, sem
skemta vel og gott er að koma
til að sjá og heyra, og færa
altaf eitthvað nýtt og fræðandi
fram. Og ekki megum við láta
þá flónsku fram úr oss fara, að
alt sé lélegt, af þvi það er ekki
nýtt. Vér megum ekki gefast
upp þó stundum blási óbyrlega
og bálveður ómenskunnar þjóti
umhverfis oss stundum.
í þetta sinn verður sú breyt-
ing gerð á þessum skemtifund-
um “Fróns”, að samskot verða
tekin. Áleit nefndin rétt að
lofa fólki að vita af þessu fyrir j
fundinn, svo það geti notað
tækifærið og fjölment á sam-
komu þessa til þess að sýna
viðleitni sína i því að styrkja
lestrarfélag “Fróns”, sem
þarfnast peninga til starf-
rækslu bókasafnsins. En allir
vita, að starfræksla bókasafns-
ins er ein bezta útbreiðslu
starfsemi íslenzks máls og
anda meðal Winnipeg-íslend-
inga, allan ársins hring.
Munið eftir að fjölmenna á
Fróns-samkomuna á fimtudags
kvöldið þann 20. næstkomandi.
(Einn úr nefndinni)
John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MANUFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og “Sea Island Cotton”
Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar.
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
um og 35 miljónir manna vinn-
andi að framleiðslu í einni og
annari mynd.
Ekkert af þessu er berandi
saman við ástandið 1918. Og
svo kemur annað til greina. —
Lögregla Hitlers hefir náð
þeim tökum á þjóðinni, að hún
getur ekkert gert annað en að
hlýða. Ennfremur er nazista
liðinu heitið formensku og góð-
um stöðum að stríðinu loknu í
hinu víðlenda ríki Hitlers. Það
eitt er ærið til að halda þeim
við verkefnið. Þeir munu því
ekki gefast upp fyr en í fulla
hnefa. Framtíð þeirra er, sem
Hitlers, úr sögunni, ef stríðið
tapast.
—(Þýtt úr ChrúSc. Monitor).
KENSLUBÆKUR í
ÍSLENZKU
FRÁ UPPLÝSINGARÁÐI
BANDARÍKJAHERSINS
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
þvf gleymd er goldin skuld
Frh. frá 1. bls.
landinu hafa meira að bíta og
brenna, en þeir hafa oft áður|
haft.
Japanska þjóðin er um
75,000,000 í heimalandinu, en
auk þess hefir hún nú 400,000,-
000 þrælum á að skipa til
vinnu, í sigruðu héruðunum í
Kína, Mansjúríu, Formosa,
Philipseyjum, Malaya og hol-
lensku nýlendunum.
Það eina sem Bandaþjóðirn-
ar hafa fram yfir Japan, er
stóriðnaðurinn, sem gerir þeim
kleift að framleiða meira af
byssum, srkiðdrekum, skipum
og flugförum. 1 þessu eru
þær mikið á undan Japan.
Það sem veikir Japan skað-
lega, er að þeir hafa ekki næg-
an skipastól. Hafa þeir þar og
einna mest kent á tapi fyrir
Bandaþjóðunum. Af Jöpum
hafa þær sökt 1,500 skipum.
Hafa tveir þriðju þeirra verið
kaupför, en einn þriðji herskip.
Um fæðuforða Þjóðverja,
hefir ráðið það að segja, að
hann sé ekki nærri eins lítill og
ætlað sé, eða verið hafi í sið-
asta stríði. Þjóðverjar, sem
við iðnað starfa og herinn, er
fæddur alveg eftir þörfum,
skortir ekkert. Skamtar sem
skipaðir hafi verið og almenn-
ing áhræri, séu heldur ekki það
takmarkaðir, að heilsu þjóðar-
innar saki. Kjöt og feitmeti
hafi þjóðin nú meira af en
1918. Skamtur brauðs, hveitis
og hvaða helzt kornvöru sem
er, sé nú 82 únzur á mann, en
ihafi verið 40 únzur 1918. Upp-
skera var og eins mikil á árinu
1943 og nokkru sinni fyrir
stríð.
Með yfirráðum allrar Vest-
ur-Evrópu, hefir Þýzkaland 325
miljón mönnum á að skipa. —
Allar iðnaðar- og auðslindir
Vestur-Evrópu, eru í höndum
Hitlers. Er af því auðsætt
hvernig Þjóðverjar fara að
hafa 300 herdeildir undir vopn-
Undanfarin ár hefir vöntur.
kenslubóka í íslenzku hamlað
tilfinnanlega íslenzku kenslu á
heimilum og í Laugardagsskól-
um. Úr þessari þörf hefir nú
verið bætt. Þjóðræknisfélagið
hefir fengið allmikið af þeim
bókum sem notaðar eru við
lestrarkenslu í barnaskólunum
á Islandi. Bækurnar eru
flokkaðar (graded) þannig að
börnin geta skrifast úr einum
bekk í annan upp í 6. bekk.
Eins og kunnugt er, er út-
gáfukostnaður á Islandi afar
hár á þessum tímum; við hann
bætast flutningsgjöld og
skattar. Verð það sem lagt
hefir verið á bækurnar er eins
lágt og mögulegt er og svarar
naumast samanlögðum kostn-
aði. Aðal takmarkið er að
sem flestir fái notið bókanna.
Bækurnar eru þessar:
Eftir Isak Jónsson:
Gagn og gaman (staf-
rofskver) ...............45
Stgr. Arason tók saman:
Gula hænan, I. ..........25
Gula hænan, II..........25
Ungi litli, 1..............25
Ungi litli, II. ..........25
Freysteinn Gunnarsson
tók saman:
Lestrarbók, 1. fl. 1. h...30
Lestraribók, 1. fl. 2. h..30
Lestrarbök, 1. fl. 3. h...30
Lestrarbók, 2. fl. 1. h...30
Lestrarbók, 4. fl. 1. h...30
Lestrarbók, 4. fl. 2. h...30
AFRAÐIÐ STRAX AÐ SA MIKLU
Takið yður i vakt að panta út-
sœðið snemma meðan nóg er til.
SYKUR T0MATAR
127o til 1470 sykurefni
Fyrstir allra tómata er framleiða
þroskaða ávexti
f| Hugsið yður marga
fsœta tómata ávexti
|með meiru en 12%
jsykur. Ekkert líkt því
ilnokkru sinni áður.—
| Veitið athygli fegurð
1 og jafnvœgi 1 i m a
Sávaxtarins, oft tvö fet
I á lengd. Þær eru
Ssmærri en vanalega,
;en útlitið og sætleik-
■ inn er svo mikill, að
| ekkert líkt því hefii
Ijáður sézt. Þær halda
ijsér vel og eru fjarska
igóðar í fína rétti, sal-
at, sósur og juice o.s.
1 frv. — ómótstæðileg.
ÍVerið fyrstir að ná i
liijþær. Pantið nú. Pkt.
ISaf 100 fræum 15c; 2
Jpk. 25c, (4 oz. 65c.
(Póstgjald greitt.)
FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1944
Betri en nokkru sinni áður.
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario
Lestrarbók, 5. fl. 1. h...30
Lestrarbók, 5. fl. 2. h...30
Lestrarbók, 5. fl. 3. h...30
Pantanir og andvirði sendist
til Miss S. Eydal, 695 Sargent
Ave., Winnipeg.
Deildir félagsins verða látn-
ar ganga fyrir og eru þær því
beðnar að senda pantanir sínar
sem fyrst.
Fræðslumálanefnd
Þjóðrækinsfélagsins
Bœkur til sölu á Heimskringlu
Endurminningar, 1. og H.
hefti, alls 608 blaðsíður, eftir
Friðrik Guðmundsson. Verð
upphaflega $2.50, báðar bæk-
urnar; nú $1.00.
Hetjusögur Norðurlanda, um
200 blaðsíður að stærð, eftir
Jacob A. Riis. íslenzkað hefir
Dr. Rögnvaldur Pétursson. —
Verð 35c.
★ ★ ★
Sögubækur, Ljóðmæli, Tíma-
rit, Almanök og pésar, sem
gefið er út hér vestan hafs,
óskast keypt. Sömuleiðis, “Ti-
und” eftir Gunnst. Eyjólfsson,
“Út á Yiðavangi” eftir St. G.
Stephansson, Herlæknissög-
urnar allar, sex bindin.
Björnssons Book Store
702 Sargent Ave.
Winnipeg, Man.
LEIKURf LIFSIN S
verður ykkur auðveldari ef þið eruð vel
undirbúin.
Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein-
mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun,
og það fólk sem hennar nýtur hefir venju-
lega forgangsrétt þegar um vel launaðar
stöður er að ræða.
Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við
fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg.
Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu
viðvíkjandi, það margborgar sig.
THE VIKING PRESS LIMITED
Banning og Sargent
WINNIPEG :: :: MANITOBA