Heimskringla - 26.01.1944, Page 2

Heimskringla - 26.01.1944, Page 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JANÚAR 1944 FÖRUMENN Úr endurminningum frá æskuárum. Eftir Guðm. Jónsson frá Húsey Það voru margar tegundir af förumönnum á ferðinni á þeim árum. Beiningamenn langt að komnir, höfðu verið tíðir gestir á Fljótsdalshéraði fram um miðja 19. öld; en þegar eg man fyrst eftir, um 1870, voru þeir að mestu horfnir. Eg heyrði oft tal- að um þann gestagang og þótti hann öllum óskemtilegur. Þetta munu hafa verið eftirstöðvar af Móðuharðindunum, því flestir höfðu þessi menn verið langt að komnir. Þeim mun hafa þótt vissara að það fréttist ekki ná- kvæmlega af högum þeirra, því margir þeirra reyndust ekki sannir þurfamenn. Samgöngur voru strjálar á þeim árum, milli landsfjórðunga, svo þessir menn voru því nær þeir einu sem báru fréttir, og jók það fremur vin- sældir þeirra, að þeir sögðu skemtilega frá. Þessir menn voru ætíð ríðandi og höfðu laus- an hest til að flytja á gjafirnar, sem oftast munu hafa verið mat- vara og fatnaður, en sjaldan pen- ingar. Faðir minn sagði oft frá þess- um mönnum, þar á meðal einum sem Sigurður hét, og var kallað- ur Sigurður “silkiblaðka”. Var það viðurnefni dregið af höfuð- búnaði hans. Hann kom austur á Héráð á hverju vori, þegar gróður var sprottinn, og varð gott til fanga. Hann hafði borið. sig mjög aumlega, og sagst eiga heilsulausa konu og fjölda barna í ómegð. Þó fór víst marga að gruna margt um hag hans, því einlægt voru börnin jafn ung, þótt árin liðu. En svo fréttist það úr átthögum hans, að hann væri gildur bóndi og jarðeigandi suður í sveitum. Honum var því illa tekið þegar hann kom næst, og eftir það kom hann aldrei. Þessi tegund förumanna hafði verið landplága fram undir mína daga en var þá að hverfa. Sýslu- menn gengu þá líka hart eftir að vinnuhjúalögunum frá 1862 væri hlýtt, en eftir þeim var öll óþörf umferð og betl, stranglega bannað. Það var önnur tegund af um- ferð sem lengst hélst við. Það voru kallaðar “húsgöngur”. — Menn sem ekki nentu að vinna og héldu sér uppi í ferðalagi. Eg þekti nokkra menn slíka, en fleiri kvenmenn en karlmenn. — Anna Erlendsdóttir var þeirra frægust. Hún gekk um frá því eg man fyrst eftir þar til um aldamótin, eða um 30 ár. Hún var ungleg í sjón og hélt sér vel, stór og þrekleg og ekki ólagleg í andliti. Ekki man eg eftir að eg heyrði sérstaka orsök til þessar- ar einþykni hennar, en eflaust hefir þar verið ólag á uppeldinu, því ekki varð annað séð en að þetta væri rótgróið þrályndi. — Ekki bað hún að gefa sér, en þegar hún kom á bæ, gekk hún inn óboðin og bað annað hvort húsbændanna “að lofa sér að dvelja eina eða tvær nætur.” — Helst vildi hún sitja auðum höndum og skrafa, en þó bauðst hún til að gera eitthvað einstöku sinnum og vann þá vel, því hún var bæði lagvirk og dugleg þegar hún vildi vinna. En ekki var til neins að biðja hana að vinna, og því síður að hafa í hótunum við hana. Hún var jafnlynd og svar- aði fáu, þótt hreytt væri að henni ónotum. En fór þá burtu ef henni þótti sér misboðið. Hún var þrifin og ætíð þokkaleg til fara. Mun henni hafa orðið gott til fata þegar hún vann hjá hús- freyjum. En aldrei var það leng- ur en fáa daga í einu. Oft var henni stefnt á mann- talsþing og skipaði ssýlumaður henni þá í ákveðnar vistir og hótaði hörðu ef út af bæri. Hún var flutt nauðug í vistirnar, en aldrei var hún þar nema fáeina daga. Og ekki gátu menn fengið af sér að loka húsum fyrir henni. Það var ekki venja að frávísa í þessum sveitum. Að síðustu var henni leyft að fara um tvo hreppi, Hlíð og Tungu, og því mun hún hafa hlýtt að mestu leyti; og í þeim hreppum mun hún helst hafa átt sveitfesti. Fleiri voru slíkir menn, sem gengu um tímum saman, en enginn þeirra var eins þrautseigur eins og Anna. Það var talsverð umferð á Hér- aði á vetrum af sjómönnum og ýmsum umrenningum úr fjörð- unum. Mest var um þann gesta- gang um 1880. Þá voru Norð- menn nýlega sestir að á Seyðis- firði og ráku síldarveiði í stórum stíl. Þangað þyrptust þvf marg- ir lausamenn og umrenningar úr ýmsum áttum og höfðu góða at- vinnu yfir sumarið. En á vetr- um var þar lítið um vinnu. Það vildi nú svo til fyrir mörgum þessum náungum að sumarkaup- ið eyddist áður en langt leið á veturinn, og margir þeirra áttu hvergi heimili. Þá var beinasti vegurinn að fara að ferðast. Þeir komu því hópum saman upp í Hérað og þóttust vera að heim sækja frændur og vini, og marg- ir fóru norður í Þingeyjarsýslu. Af þessu varð ónota gestagang- VICTOR KÓNGUR EMMANUEL SÆMIR ITALSKA PRESTA HEIÐURSMERKI FYRIR MÓTSTÖÐU TIL ÞYZKARA Victor kóngur heimsótti borgina Trani, og afhenti nokkur heiðursmerki prestum og leikmönnum sem sýnt höfðu Þjóð- verjum mótstöðu. Erkibiskup Petronelli hlaut silfurmedalíu fyrir að bjóða sig fram til afsöku í stað 150 ítalskra gislinga, sem kærðir voru fyrir að hafa hjálpað Bretum að komast inn í borgina. Með erkibiskupnum á myndinni er Lt. Denys Hart frá Linden Orchard, Gt. Bookham, Surrey, fyrirliði brjóstfylkingar Breta í áhlaupinu. Hinir á myndinni eru venjulegir prestar sem aðstoðuðu við athöfnina. ur, einkum við fjöll og heiðar, þegar tíð var vond. Þeir söfnuð- ust þá saman á næstu bæjum svo húsfylli varð, því ekki var lagt á fjöll í tvísýnu. Eg man eftir því einu sinni í vondri tíð að það voru orðnir 24 þessir ferðmenn á tveim bæjum við Hellisheiði. — Þeir höfðu verið að tínast þangað í nærri tvær vikur í ritjuveðrum, en þorðu ekki að leggja á heið- ina. Enginn þeirra borgaði fyrir sig og fáir höfðu orð um það. Að síðustu sendi Jón Sigurðsson vinnumann sinn til að fylgja þeim yfir fjallið. Um þetta var mér vel kunnugt, því annað heimilið var Bakkagerði í Jök- ulsárhlíð, en hitt var Ketilsstað- ir. Þar bjuggu þá Jónar 3, faðir minn og bróðir en náfrændi okk- ar, Jón Sigurðsson á Ketilsstöð- um. Oft var gestkvæmt á þess- um bæjum, af þessum ferða- mönnum, fyrir utan aðra ferða- menn, en þessa vissi eg óþægi- legasta heimsókn. Þessu farg- ani létti þá af eftir fá ár því Norðmenn fóru að flytja sér nóg lið til sumarvinnu og dreyfðist þá þessi lausamannahópur. Það var óvíða seldur greiði á Héraði á þessum árum, en þó fór svo að þeir sem við heiðar bjuggu neyddust til að auglýsa greiðasölu. En það hafði lítið að þýða. Flestir þessir umrenning- ar gátu ekki eða vildu ekki borga, og bændur nentu ekki að vera að rekast í því. Þeir buðu helst borgun sem menn yildu ekki taka borgun hjá. 1 sambandi við þetta datt mér í hug einn ferðamaður sem mikið var talað um á þessum árum. Hann kom frá Ameríku að haust- lagi; hafði verið þar nokkur ár, og lék það orð á að hann hefði mikið af peningum, enda reynd- ist það svo að hann var vel efn- aður. Hann lét mikið yfir sér, fór hægt yfir og sagði frá ferð- um sínum, og þóttist vera að líta eftir jarðnæði. Sumstaðar bauð hann borgun, þar sem hann gisti, en þá tók hann oftast upp 50 kr. gullpening, og kvaðst ekki hafa smærra. Auðvitað höfðu fáir bændur svo mikið heima um há- vetur að þeir gætu skift þessu, svo þarð varð að bíða þar til hann kæmi næst. Þó heyrði eg að honum hefði orðið hált á þessu að endingu. Einn náunginn sem hafði frétt af þessu bjó sig undir komu hans með nóga silfurpeninga og tals- vert af kopar. Hann tók því til sín gullpeninginn en fékk hin- um sjóð mikinn og bað hann að telja. Gestinum þótti víst súrt í broti en gat ekki aðgert. Ekki hafði hann boðið gullinginga fyr- ir næturgreiða eftir það. Þá voru tveir menn heima á þessum árum, sem máttu teljast förumenn, en þó nokkuð á ann-j an hátt en þeir sem áður er getið., Það voru þeir Halldór Hómer og Gilsárvalla-Gvendur. Eg hef séð þeirra getið á prenti oftar en einu sinni, en flest hefir það verið fremur ýkjukent, og ekki lýst þeim rétt nema helst skrípa-j látum þeirra. En það var um þá eins og aðra menn að þeim varj ekki alls varnað, þrátt fyrir bjálfaskapinn. Halldór Hómer var Borgfirð- ingur að ætt, eða að minsta kostij ólst hann upp þar. Ekki þektij eg foreldra hans eða systkini og ekki heyrði eg þess getið að það fólk væri neitt frábrugðið öðru fólki. Eg heyrði talað um móð ur Halldórs, að hún hefði verið mjög grunnhyggin, og haft mesta álit á gáfum Halldórs, og hylli þeirri er hann nyti hjá höfðingjum, og bendir það ekki á gáfur hennar. Föður hans heyrði eg lítið getið. Halldór var lítill maður og væskilslegur, smáleitur í andliti og sviplítill, en ekki ófríður. — Hann var fram úr hófi montinn, og reyndi að gera sig sem merki- legastan. Voru því svipbrigði hans eflaust að miklu leyti gerð af æfingu. Hann þóttist vera skáld mikið, og kallaði sig stundum “Hómer íslendinga”. Hvernig hann fékk þetta viðurnefni í fyrstu, veit eg ekki, en líklegast þykir mér að einhver gárungur hafi gefið honum hugmyndina, því varla hefir hann vitað mikið um Hóm- er hinn gríska. Halldór var oftast í ferðalög-j um, sumar og vetur, og það mun hann hafa verið eftir að hann fékk fullan þroska. En aldrei vissi eg til þess að hann tæki handarvik þar sem hann var | gestur ,og að líkindum hefiri hann aldrei lært nokkurt verk að1 vinna. Hann byrjaði víst að| ferðast um utan sveitar sinnar um 1880, eða þá sá eg hann fyrst. Ekki betlaði hann, og enginn ó- þokkaskapur fylgdi honum. — Hann vildi ferðast eins og heldri maður, og sagðist vera í kynnis- ferðum og heimboðum til frænda sinna og vina. Þannig fór hann um alt Fljótsdalshérað, Vopnafjörð og næstu firðina fyr- ir sunnan. Oft var hann svo bú- inn á vetrardag að hann var í sið- um lafafrakka inst af yfirhöfn- um. Þar yfir hafði hann aðra kápu, nokkru styttri, en yzt fata stuttan slopp. Hann var því ekki ólíkur tilsýndar rendum tafl- manni í þessum búningi. Ætíð var hann þokkalega búinn og i góðum fötum þótt þau væru nokkuð sundurleit. Höfðu hon- um eflaust verið gefin þau þar sem hann framdi skrípaleiki sína. Hann sagðist hafa verið fæddur í þennan heim til að verða prestur, og var fús til að fremja prestsverk, því til þess þyrfti sérstaka gáfu, en ekki lær- dóm. Hann var því ætíð reiðu- búinn að fremja aukaverk sem prestur, og eins að halda ræður. Þegar hann hafði meira við bað hann að lána sér svart pils er hann hengdi um herðar sér í hempu stað og setti sig í merki- legar stellingar. Helst vildi hann gefa saman hjón. Hélt hann þá yfir þeim ræðustúf og tók það ætíð fram að þau ættu að vera hvert öðru til ánægju, “bæði í hvílunni og utan hvílunnar.” — 'Hann skírði líka börn en ekki var það eins hátíðleg athöfn, enda var barnið oftast köttur eða hvolpur, eða þá dulukrakki. Oft kom það fyrir að þessum ný- giftu hjónum kom ekki saman, og óskuðu þau þá skilnaðar. Það var honum illa við, en lét þó til leiðast, sagði að það sem hann hefði samtegnt mætti enginn annar sundur skilja. Hélt hann þá oft stranga hegningarræðu yfir hjónunum. Að því búnu áttu þau að halda sitt í hvorn enda á bandi eða dulu, sem hann skar í sundur á milli þeirra. Var þá oft valin seig dula og bitlaus hnífur, svo örðugt reyndist að slíta hjónabandið. Við öll þessi tækifæri hélt Hómer ræður, og voru þær oft hlægilegt samband af viti og vit leysu. Stundum hélt hann ræð- ur um andleg efni en ekki voru þær langar. Eina ræðu hélt hann oftast sem hann kallaði “Fjall- ræðuna”. Hann kunni hana því hann flutti hana ætíð eins. Er ekki ólíklegt að einhver gárung- ur hafi haft þar hönd í bagga. Hún hljóðar svo: “Ekki var Djöfullinn ónýtur þá, þegar hann tók hann með sér upp á eitt ofurhátt fjall, og sagði: Alt þetta mun eg gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig, — nefnilega f jallið. — Eh hann rak hann frá sér með einu orði og sagði: Farðu frá mér Djöfullinn þinn, því eg hefi ekkert gaman af þér, þessa litlu stund. — —” Ræðan var dálítið lengri eftir því sem á stóð; en þetta var sá hluti hennar sem ætíð var eins, og sem hann lagði mesta áherzlu á. — Halldór dansaði oft í þessum prestlega búningi. Það var nokkurskonar Vikivakadans sem hann hafði búið til sjálfur. Söng hann þá undir, oftast kveðlinga eftir sig sjálfan að meira eða John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og “Sea Island Cotton” Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta 1 L minna leyti. Hann var hjóllið- ugur dansari, og fylgdi vel hljóð- fallinu á sinn hátt. En kveðling- ar hans voru nokkuð sundurleit- ir. Hann byrjaði t. d. oft á þess- ari alkunnu vísu: “Rauðakussa rekur við”, en orti svo oftan við hana á ýmsan hátt. Með þessum skrípalátum fór hann bæ frá bæ, og hentu flestir gaman að og gáfu honum fatnað og peninga. Voru það engu síð- ur mentaðir menn og enda prest- ar, sem létu hann leika listir sín- ar. Þó mun honum hafa fénast einna bezt í kaupstöðum, og þar sem ungt fólk var saman komið. Hann sat um að vera í brúð- kaupsveizlum, eða þar sem ein- hver samkoma var, því þar var mest spilað með hann. Á þennan hátt ferðaðist hann um mestan hluta af báðum Múla- sýslum. En hann var lengi á leiðinni og kom því hæfilega oft á sömu stöðvar, og var því ekki j.31a liðinn. Þar sem honum var lítið sint kom hann ekki aftur, en valdi fremur fjölmennari heimilin. Ekki var hannn ill- máll eða hlutsamur um aðra menn, og skilríkin var hann ef hann var beðinn fyrir bréf eða orðsending. Aldréi vissi eg til að hann væri kærður fyrir flakk. Eg hygg að mönnum hafi þótt réttast að lofa honum að háfa ofanaf fyrir sér á þennan hátt, því ekki var talið hægt að fá hann til að vinna. Annars hef eg einhverstaðar séð honum lýst svo að hann hafi verið vel vinnufær þegar hann vildi, og enda verið orðlagður glímumaður. Eg heyrði hvorugs getið; enda leit hann ekki þess- lega út að hann hefði þrek til að vinna og því síður vilja. Móðir Halldórs hafði haft sér- stakt eftirlæti á honum frá barn- æsku, og mun það hafa átt þátt í því að gera hann að undri. Það var haft eftir henni að snemma hefði mátt sjá að Halldór var meira mannsefni en hin börnin hennar. Dróg hún það mest af því að fyrst þegar börnin fóru að leika sér úti þá átu þau stundum mold; en það gerði Halldór aldrei. En hann át skít, en það var fyrrum álitið gáfumerki. Þó álíta víst flestir aðrir að Halldói hefði verið þeirra heimskastur, og sumt gamalt fólk trúði því að hann væri umskiftingur. A Guðmundur frá Gilsárvöllum feða Gilsárvalla Gvendur, sem hann var oftast kallaður). Ekki man eg nú að ættfæra hann, en svo mikið er víst að hann var af myndarlegu og góðu fólki kom- inn í aðra ættina, og svo mikið er víst að hann taldi til frændsemi við Gunnarsættina, (séra Sigurð Gunnarsson á Valþjófsstað, en síðar í Stykkishólmi). En hin ættin þótti blendnari. Svo mik- ið er víst að ekki er líklegt að þeir Halldór og Gvendur hafi verið skildir, því leitun mundi verða á ólíkari mönnum, bæði í sjón og allri háttsemi. Það ^ina sem þeim var sameiginlegt, var að hvorugur toldi í vist og voru því oft á flækingi til og frá um alt Austurland. Þó var verka- hringur Guðm. þrengri, því ekki vissi eg til þess að hann færi nema um Fljótsdalshérað og næstu firðina fyrir sunnan. Guðmundur var stór maður vexti, samanrekinn og tröllsleg- ur, bæði að vaxtarlagi og and- litsfalli Hrottalegur og sóðaleg- ur í allri framkornu. Oftast mun hann hafa haft heimili að nafn- inu en sjaldan mun hann hafa verið þar til lengdar. Hann var mjög gefinn fyrir ferðalög, og var oft í sendiferðum fyrir ýmsa, líkt og Hallgrímur Víg- lundsson. Oft sótti hann feikna bagga í kaupstað fyrir Héraðs- menn, því hann var rammur að afli. Og svo var hann skilvís að aldrei misfórst neitt hjá honum, þótt hann hefði erindi og bréf f yrir marga. Kaupmenn á Seyð- isfirði höfðu reynt hann svo að 1 skilvísi að þeir afhentu honum vörur eftir munnlegum skilmæl- um frá honum sjálfum. Var það meira traust en allur fjöldinn hafði. Þó hafði hann tæplega verksvit, og aldrei var hægt að kenna honum neitt. Oft var hann á ferð erindislaust, og sagðist þá vera að fara “sinna ferða”. En ætíð var hann þá tilbúinn að fara kaupstaðarferð ef einhver bað hann þess. Helst vildi hann vinna einhver óþrifaverk, sem aðrir menn sneiddu hjá. Hann sótti mjög eftir að drepa hesta og sundra þeim, og fór oft krók á leið sína til að ná í þá atvinnu. En ekki gat hann neitt það verk unnið sem handlægni eða vandvirkni þurfti. Hann mun hafa verið talinn fífl í æsku sem ekkert væri hægt að kenna, og sulnir trúðu því að hann væri umskift- ingur eins og Halldór Hómer. Þeir voru í flestu ólíkir eins og áður er getið. Guðmundur var hreinlyndur og reyndi aldrei að sýnast meiri eða betri maður en hann var. En það gerði Halldór. Það var drenglyndi til í Guðm., sem oft brá fyrir, eins langt eins og vitið náði. Eflaust hafa þeir báðir farið á mis við heppilegt uppeldi, en sinn á hvorn hátt. Annar við ofmikið dálæti en hinn of lítið, og báðir hafa að líkindum borið þess merki alla æfi. Ekki heyrði eg þess getið að Guðmundur væri geðvondur eða að hann ætti í illdeilum og ekki var hann umtalsillur í garð ann- ara, nema ef vera skildi um Hall- dór Hómer. Þeir voru engir vin- ir, eða nær því að vera fjand- menn. Var það eflaust nokkuð strákum að kenna sem sátu um að koma þeim saman. Mun það hafa byrjað með því að þeir voru borðsettir saman á Eiðum. — Hómer fann að því að Guðm. kynni ekki borðsiði, en Guðm fanst H. ekki koma það við. — Halldór reiddist svo að hann hætti að borða, og sagðist ekki geta verið þektur að því að broða með slíkum dóna. “Farðu í bolv. rass”, sagði Guðm. “Eg fæ þá þess meira.” Enda var sagt að hann hefði lokið því sem þeim var báðum ætlað. Eftir það heyrði eg að Halldór hefði verið hræddur við Gvend, og forðast að verða á vegi hans. En nýlega las eg það eftir Sigfús Sigfússon, þjóðsagnahöfund að Guðm. hefði hræðst Halldór, því hann hefði verið ágætur glímumaður, og hefði lagt Guðm. eitt sinn er þeir áttust við í styttingi. Það þykir mér ótrúlegt. Eg heyrði þess aldrei getið að Hómer hefði ver- ið glíminn, og þó svo hefði verið

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.