Heimskringla - 09.02.1944, Qupperneq 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 9. FEBRÚAR 1944
1944 (63. löggjafarþing)—1. mál.
Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um
stjórnarskrá lýðveldisins Islands
(Lagt fyrir Alþingi á 63. löggjaf-
arþingi, 1944).
I.
1. gr.
ísland er lýðveldi með þing-
bundinni stjórn.
2. gr.
Alþingi og forseti lýðveldisins
fara saman með löggjafarvaldið.
Forseti og önnur stjórnarvöld
samkvæmt stjórnarskrá þessari
og öðrum landslögum fara með
framkvæmdarvaldið. Dómend-
ur fara með dómsvaldið.
II.
3. gr.
Sameinað Alþingi kýs forseta
lýðveldisins.
4. gr.
Kjörgengur til forseta er hver
35 ára gamall maður, sem full
nægir skilyrðum kosningaréttar
til Alþingis, að fráskildu búsetu
skilyrðinu.
5. gr.
Til þess að kosning forseta lýð-
veldisins sé lögmæt, þurfa meira
en % hlutar þingmanna að vera
á fundi og skila þar gildu at-
kvæði. Rétt kjörinn forseti er
sá, er fær meira en helming
greiddra atkvæða, þeirra sem á
fundi eru. Ef sá atkvæðafjöldi
næst ekki, skal kjósa af nýju ó-
bundinni kosningu. Ef enginn
fær þá heldur nógu mörg at-
kvæði, skal kjósa um þá tvo, er
flest fengu atkvæði í síðari ó-
bundnu kosningunni. En ef
fleiri hafa þá hlotið jafnmörg
atkvæði, ræður hlutkesti, um
hverja tvo skuli kjósa. Ef þeir
fá báðir jafnmörg atkvæði í
bundnu kosningunni, ræður hlut
kesti, hvor þeirra verður forseti.
/ »
6. gr.
Forseti lýðveldisins skal kosir^n
til 4 ára. Kosning nýs forseta
skal fara fram á síðustu 6 mán
uðum áður en kjörtímabil hans
er lokið.
7. gr.
Nú deyr forseti eða lætur af
störfúm, áður en kjörtíma hans
er lokið, og skal þá kjósa nýjan
forseta til næstu 4 ára. Alþingi
skal koma saman í því skyni inn-
an mánaðar.
8. gr.
Nú verður sæti forseta lýð-
veldisins láust eða hann getur
ekki gegnt störfum um sinn
vegna dvalar erlendis, sjúkleika
eða af öðrum ástæðum, og skulu
þá forsætisráðherra, forseti sam-
einaðs Alþingis og forseti hæsta-
réttar fara með forsetavald. For-
seti sameinaðis Alþingis stýrir
fundum þeirra. Ef ágreiningur
er þeirra í milli, ræður meiri
hluti.
9. gr.
Forseti lýðveldisins má ekki
vera alþingismaður né hafa með
höndum launuð störf í þágu opin-
berra stofnana eða einkaatvinnu-
fyrirtækja.
Ákveða skal með lögum
greiðslur af ríkisfé til forseta og
þeirra, sem fara með forsetavald.
Óheimilt skal að lækka greiðslur
þessar til forseta kjörtímabil
hans.
10. gr.
Forseti lýðveldisins vinnur eið
eða drengskaparheit að stjórm
arskránni, er hann tekur við
störfum. Að eiðstaf þessum eða
heiti skal gera tvö samhljóða
frumrit. Geymir Alþingi annað
en þjóðskjalasafnið hitt.
11. gr.
Forseti lýðveldisins er ábyrgð-
arlaus á stjórnarathöfnum. Svo
er og um þá, er störfum hans
gegna.
Forseti verður ekki sóttur til
refsingar, nema með samþykki
Alþingis.
Sameinað Alþingi getur sam-
þykt, ,að forseti lýðveldisins
skuli þegar láta af störfum, enda
beri 19 þingmenn hið færsta
fram tillögu um það, % hlutar
þingmanna séu á fundi, og sé til-
lagan samþykt með a. m. k. %
gildra atkvæða þeirra, sem á
fundi eru.
12. gr.
Forseti lýðveldisins hefir að-
setur í Reykjavík eða nágrenni.
13. gr.
Forseti lýðveldisins lætur ráð-
herra framkvæma vald sitt.
Ráðuneytið hefir aðsetur í
Reykjavík.
14. gr.
Ráðherrar bera ábyrgð á em-
bættisrekstri sínum. Ráðherra-
ábyrgð er ákveðin með lögum.
Alþingi getur kært ráðherra fyr-
ir embættisrekstur þeirra. —
Landsdómur dæmir þau mál.
FÓTGÖNGULIÐ OG FLUG-STÓRSKOTALIÐ BANDA-
MANNA VINNA SAMAN, Á ÁÐUR ÓÞEKTAN HÁTT
Þessi mynd er frá áttundu herdeildinni. Sýnir hún for-
ingja fótgönguliðsins og flug-stórskotaliðs Bandamanna þar
sem þeir eru að talast við. Þegar í harðbakka slær fyrir fót-
gönguliðinu er tafarlaust símað til herbúða flugmannanna að
koma á vettvang, og er þá ekki lengi að bíða að sprengjum og
kúlum rigni svo þétt yfir óvinina, að þeir sjá sér þann kost
bestan, að gefa upp sókn og leggja á flótta.
Það er tiltölulega stutt síðan að þessir samherjar hafa
skilið til fulls hve áríðandi þessi samvinna er. Við nánari
kynningu vita þeir að hvorugur má án annars vera og að
annar hlutinn má sín einskis án aðstoðar hins. — Sannast hér
sem fyr: “Að enginn lifir sjálfum sér”, og að samvinna og
skilningur er sá grundvöllur sem byggja verður á til framfara
og sigurs í lífsbaráttunni. Hafa nú báðir aðilar fullan skiln-
ing á samstarfinu, því fótgönguliðinu er gefið tækifæri að
fljúga yfir orustuvellina, og flugmennirnir kynna sér aðferðir
og mannraunir fótgönguliðsins.
15. gr.
Forseti lýðveldisins skipar ráð-
herra og veitir þeim lausn. Hann
ákveður tölu þeirra og skipar
störfum með þeim.
16. gr.
Forseti lýðveldisins og ráð-
herra skipa ríkisráð, og hefir for-
seti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnar-
ráðstafanir skal bera upp fyrir
forseta í ríkisráði.
17. gr.
Ráðherrafundi skal halda um
nýmæli í lögum og um mikilvæg
stjórnarmálefni. Svo skal og
ráðherrafund halda, ef einhver
ráðhepra óskar að bera þar upp
mál. Fundunum stjórnar sá ráð-
herra, er forseti lýðveldisins hef-
ir kvatt til forsætis, og nefnist
hann forsætisráðherra.
18. gr.
Sá ráðherra, sem mál hefir
undirritað, ber að jafnaði upp
fyrir forseta.
19. gr.
Undirskrift forseta lýðveldis-
ins undir löggjafarmál eða
stjórnarerindi veitir þeim gildi,
er ráðherra ritar undir þau með
honum.
20. gr.
Forseti lýðveldisins veitir þau
embætti, er lög mæla.
Engan má skipa embættis-;
mann, nema hann hafi íslenzkan l
ríkisborgararétt. Embættismað-
ur hver skal vinna eið eða dreng-
skaparheit að stjórnarskránni.
Forseti getur vikið þeim frá
embætti, er hann hefir veitt það.
Forseti getur flutt embættis-i
menn úr einu embætti í annað, j
enda missi þeir eniskis í af em-|
bættistekjum sínum, og sé þeim
veittur kostur á að kjósa um em-
bættaskipun eða lausn frá em-
bætti með lögmætum eftirlaun-
um eða lögmætum ellistyrk.
Með lögum má veita ákveðn-l
um embættismannaflokkum
sömu réttindi, sem veitt eru dóm-
urum þeim, er ekki hafa umboðs-
störf á hendi.
21. gr.
Forseti lýðveldisins gerir
samninga við önnur ríki. Þó
getur hann enga slíka samninga |
gert, ef þeir hafa í sér fólgið af-
sal eða kvaðir á landi eða land-
helgi, eða ef þeir horfa til breyt-
inga á stjórnarhögum ríkisins,:
nema samþykki Alþingis komi
til.
22. gr.
Forseti lýðveldisins stefnir
saman Alþingi ár hvert og ákveð-
ur hvenær því skuli slitið. Þingi
má eigi slíta fyrr en fjárlög eru
samþykt. Forseti lýðveldisins
kveður Alþingi til aukafunda,
þegar nauðsyn er til.
23. gr.
Forseti lýðveldisins getur
frestað fundum Alþingis tiltek-
inn tíma/þó ekki lengur en tvær
vikur, og ekki nema einu sinni
sama þingi. Alþingi getur þó
veitt forseta samþykki til af-
brigða frá þessum ákvæðum.
. ~ i
24. gr.
Forseti lýðveldisins getur rof-
ið Alþingi. Skal þá láta nýjar
kosningar fara fram svo fljótt
sem föng eru á, enda komi Al-
þingi saman eigi síðar en 8 mán-
uðum eftir þingrof.
25. gr.
Forseti lýðveldisins getur
látið leggja fyrir Alþingi frum-
vörp til laga og annara sam-
þykta.
26. gr.
Ef Alþingi hefir samþykt laga-
frumvarp, skal það lagt fyrir
forseta lýðveldisins til staðfest-
ingar, og veitir staðfestingin því
lagagildi. Nú synjar forseti
lagafrumvarpi staðfestingar, og
fær það þó engu að síður laga-
gildi, en leggja skal þá svo fljótt
sem kostur er undir atkvæði
allra kosningabærra manna í
landinu til samþyktar eða synj-
unar með leynilegri atkvæða-
greiðslu. Lögin falla úr gildi, ef
samþykkis er synjað, en ella
halda þau gildi sínu.
27. gr.
Birta skal lög. Um birtingar-
háttu og framkvæmd laga fer að
landslögum.
28. gr.
Þegar brýna nauðsyn ber til,
getur forseti lýðveldisins gefið
út bráðabirgðalög milli þinga.
Ekki mega þau þó ríða í bág við
stjórnarskrána. Ætíð skulu þau
lögð fyrir næsta Alþingi á eftir.
Nú samþykkir Alþingi ekki
bráðabirgðalög, og falla þau þá
úr gildi.
Bráðabirgðalög má ekki gefa
út, ef Alþingi' hefir samþykt
fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.
29. gr.
Forseti lýðveldisins getur á-
kveðið, að saksókn fyrir afbrot
skuli niður falla, ef ríkar ástæð-
ur eru til. Hann náðar menn og
veitir aímenna uppgjöf saka. —
Ráðherra getur hann þó eigi
leyst undan saksókn né refsingu,
sem landsdómur hefir dæmt,
nema með samþykki Alþingis.
30. gr.
Forseti lýðveldisins veitir,
annaðhvort sjálfur eða með þvi
að fela það öðrum stjórnarvöld-
um, undanþágur frá lögum sam-
kvæmt reglum, sem farið hefir
verið eftir hingað til.
III.
31. gr.
Á Alþingi eiga sæti alt að 52
þjóðkjörnir þingmenn, kosnir
leynilegum kosningum, þar af
a. 8 þingmenn í Reykjavík. —
Kosning þeirra er hlutbund-
in. Jafnmargir varamenn
skulu kosnir samtímis og á
sama hátt.
b. 6 þingmenn í þessum kaup-
stöðum, einn fyrir hvern
kaupstað: Hafnarfirði, ísa-
firði, Siglufirði, Akureyri,
Syðisfirði og Vestmannaeyj-
um.
c. 27 þingmenn í þeim ein-
mennings- og tvímennings-
kjördæmum, sem nú eru,
öðrum en kaupstöðum. Skal
kosning vera hlutbundin i
tvímenningskjördæmum og
jafnmargir varamenn kosn-
ir samtímis og á sama hátt.
Deyi þingmaður, kosinn í
einmenningskjördæmi, eða
fari frá á kjö^tímanum, þá
skal kjósa þingmann í hans
stað fyrir það, sem eftir er
kjörtímans.
d. Alt að 11 þingmenn til jöfn-
unar milli þingflokka, svo
að hver þeirra hafi þingsæti
í sem fylstu samræmi við at-
kvæðatölu sína við almenn
ar kosningar. Heimilt er
flokkum að hafa landslista i
kjöri við almennar kosning-
ar, enda greiði þá kjósendur
atkvæði annaðhvort fram-
bjóðanda í kjördæmi eða
landslista. Frambjóðendur
þess flokks, sem landslista
hefir í kjöri og nær jöfnun-
arþingsæti, taka sæti eftir
þeirri röð, sem þeir eru í á
listanum að lokinni kosn-
ingu. Skal að minsta kosti
annað hvert sæti tíu efstu
manna á landslista skipað
frambjóðendum flokksins i
kjördæmum utan Reykja-
víkur. Að öðru leyti fer um
skipun jöfnunarþingsæta
eftir kosningalögum. Jafn-
margir varamenn skulu
kosnir jöfnunarþingsætum,
samtímis og á sama hátt.
Þingmenn skulu kosnir til
4 ára.
32. gr.
Alþingi skiftist í tvær deildir,
efri þingdeild og neðri þingdeild.
Á þriðjungur þingmanna sæti í
efri deild, en tveir þriðju hlutar
í neðri deild. Verði tala þing-
manna þannig, að ekki sé unt að
skifta til þriðjunga í deildirnar,
eiga þeir þingmenn, einn eða
tveir, sem umfram eru, sæti í
neðri deild.
33. gr.
Kosningarétt við kosningar til
Alþingis hafa allir, karlar sem
konur, sem eru 21 árs að aldri
eða eldri, þegar kosning fer
fram, hafa ríkisborgararétt hér á
landi og hafa verið búsettir í
landinu síðustu fimm árin áður
en kosning fer fram. Þó getur
enginn átt kosningarétt, nema
hann hafi óflekkað mannorð og
sé fjárráður.
Gift kona telst fjár síns ráð-
andi, þótt hún eigi óskilið fjárlag
með manni sínum.
Kosningalög setja að öðru leyti
nánari reglur um alþingiskosn
ingar.
34. gr.
Kjörgengur við kosningar til
Alþingis er hver ríkisborgari,
sem kosningarétt á til þeirra.
Þeir dómendur, sem ekki hafa
umboðsstörf á hendi, eru þó ekki
kjörgengir.
IV.
35. gr.
Reglulegt Alþingi skal saman
köma ár hvert hinn 15. dag febr.
mánaðar, eða næsta virkan dag,
ef helgidagur er, hafi forseti lýð-
veldisins ekki tiltekið annan
samkomudag fyr á árinu.
Breyta má þessu með lögym.
36. gr.
Alþingi er friðhelgt. Enginn
má raska friði þess né frelsi.
37. gr.
Samkomustaður Alþingis er
jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar
sérstaklega er ástatt, getur for-
seti lýðveldisins skipað fyrir um,
að Alþingi skuli koma saman á
öðrum stað á fslandi.
38. gr.
Hvor deild hefir rétt til að
bera fram og samþykkja fyrir
sitt leyti frumvörp til laga og
annara samþykta. Einnig má
hvor þingdeild, eða sameinað Al-
þingi, senda forseta lýðveldisins
ávörp.
39. gr.
Hvor þingdeild getur skipað
nefndir innandeildarþingmönn-
um, til að rannsaka mikilvæg
mál, er almenning varða. Þing-
deildin getur veitt nefndum
þessum rétt til að heimta skýrsl-
ur, munnlegar og bréflega, bæði
af embættismönnum og einstök-
um mönnum.
40. gr.
Engan skatt má á leggja, né
breyta, né af taka, nema með
lögum; ekki má heldur taka lán,
er skuldbindi ríkið, né setja eða
með öðru móti láta af hendi nein-
ar af fasteignum landsins né af-
notarétt þeirra, nema samkvæmt
lagaheimild.
41. gr.
Ekkert gjald má greiða af
hendi, nema heimild sé til þess í
fjárlögum eða fjáraukalögum.
42. gr.
Fyrir hvert reglulegt Alþingi
skal, þegar er það er saman kom-
ið, leggja frumvarp til fjárlaga
fyrir það fjárhagsár, sem í hönd
fer, og skal í frumvarpinu fólgin
greinargerð um tekjur ríkisins
og gjöld.
Frumvarp til fjárlaga og fjár-
aukalaga skal leggja fyrir sam-
einað þing og afgreiða þar við 3
umræður.
AFRAÐIÐ STRAX AÐ SA MIKLU
Takið yður í vakt að panta út-
sœðið snemma meðan nóg er til.
LYNG-KIRSIBER
Lyng-kirsiberin
vaxa upp af fræi
á fyrsta ári. Rauð-
gul á lit, á stærð
við venjuleg kirsi-
ber. Óviðjafnanleg
í pæ og sýltu. Einnig mjög góð til
átu ósoðin, á sama hátt og jarðber.
Ef þurkuð í sykri jafngilda þau rús-
ínum fyrir kökur og búðinga. Afar
ávaxtamikil. Geymast langt fram á
vetur ef höfð eru á svölum stað. —
Pantið útsæði strax. Bréfið á 150,
burðargjald 30; V2 'únza 500 póstfritt.
FRI—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1944
Betri en nokkru sinni fyr
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown, Ontario
43. gr.
Sameinað Alþingi kýs 3 yfir-
skoðunarmenn, og skulu þeim
veitt laun fyrir starf sitt. Þeir
skulu kosnir með hlutfallskosn-
ingu. Yfirskoðunarmenn þessir
eiga að gagnskoða árlega reikn-
inga um tekjur og gjöld landsins
og gæta þess, hvort tekjur lands-
ins séu þar allar taldar og hvort
nokkuð hafi verið að hendi
greitt án heimildar. Þeir geta
hver um sig, tveir eða allir, kraf-
ist að fá allar skýrslur þær og
skjöl, sem þeim þykir þurfa. Síð-
an skal safna þessum reikning-
um fyrir hvert fjárhagstímabil í
einn reikning og leggja fyrir Al-
þingi frumvarp til laga um sam-
þykt á honum og athugasemdir
yfirskoðunarmanna.
Rétt er yfirskoðunarmönnum,
einum eða fleirum, að fá að sjá
reikninga og bækur ríkisféhirðis,
og ' sömuleiðis stjórnarráðsins,
fyrir ár það, sem er að líða eða
liðið er. Þykí þeim nokkuð at-
hugavert, skulu þeir gera eftir-
mönnum sínum vísbendingu um
það skriflega.
44. gr.
Ekkert lagafrumvarp, að fjár-
lögum og fjáraukalögum undan-
skildum, má samþykkja fyr en
það hefir verið rætt þrisvar sinn-
um í hvorri þingdeild.
45. gr.
Þegar lagafrumvarp er sam-
þykt í annari hvorri þingdeild,
skal það lagt fyrir hina deildina,
svo sem það var samþykt. Ef
þar verða breytingar á gerðar,
fer frumvarpið aftur til fyrri
þingdeildar. Ef hér verða aftur
gerðar breytingar, fer það af
nýju til hinnar deildarinnar.
Nú gengur enn eigi saman, og
ganga báðar deildirnar saman i
eina málstofu, og er þá málinu
lokið með einni umræðu í sam-
einuðu Alþingi.
Þegar Alþingi skipar eina mál-
stofu, þarf meira en helmingur
þingmanna úr hvorri þingdeild
að vera á fundi og eiga þátt í at-
kvæðagreiðslu til þess, að fulln-
aðarsamþykt verði lögð á mál;
ræður þá atkvæðafjöldi úrslit-
um um einstök málsatriði. En
eigi ná þó lagafrumvörp, önnur
en frumvörp til fjárlaga og fjár-
aukalaga, fullnaðarsamþykki,
nema tveir þriðjungar atkvæða
þeirra, sem greidd eru, séu með
þeim.
46. gr.
Alþingi sker sjálft úr, hvort
þingmenn þess séu löglega kosn-
ir, svo og úr því, hvort þingmað-
ur hafi mist kjörgengi.
47. gr.
Sérhver nýr þingmaður skal
vinna eið eða drengskaparheit að
stórnarskránni, þegar er kosning
hans hefir verið tekin gild.
48. gr.
Alþingismenn eru eingöngu
bundnir við sannfæringu sína og
eigi við neinar reglur frá kjós-
endum sínum.
Embættismenn þeir, sem kosn-
ir verða til Alþingis. Þurfa ekki
leyfi stjórnarinnar til þess að
þiggja kosninguna, en skyldir
eru þeir til, án kostnaðar fyrir
ríkissjóð, að annast um, að em-
bættisstörfum þeirra verði gegnt