Heimskringla - 09.02.1944, Page 3
WINNIPEG, 9. FEBRÚAR 1944
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
á þann hátt, sem stjórnin telur
nægja.
49. gr.
Meðan Alþingi stendur yfir,
má ekki taka neinn alþingismann
fastan fyrir skuldir, án samþykk-
is þeirrar deildár, er hann situr
í, né heldur setja hann í varð-
hald eða höfða mál á móti hon-
um, nema hann sé staðinn að
glæp.
Enginn alþingismaður verður
krafinn reikningsskapar utan
þings fyrir það, sem hann hefir
sagt í þinginu, nema þingdeildin,
sem í hlut á, leyfi.
50. gr.
Nú glatar alþingismaður kjör-
gengi, og missir hann þá rétt
þann, er þingkosningin hafði
veitt honum.
51. gr.
Ráðherrar eiga samkvæmt
embættisstöðu sinni sæti á Al-
þingi, og eiga þeir rétt á að taka
þátt í umræðum eins oft og þeir
vilja, en gæta verða þeir þing-
skapa. Atkvæðisrétt eiga þeir
þó því aðeins, að þeir séu jafn-
framt alþingismenn.
52. gr.
Hvor þingdeild og sameinað
Alþingi kýs sjálft forseta sinn.
53. gr.
Hvorug þingdeildin getur gert
samþykt um mál, nema meira en
helmingur þingdeildarmanna sé
á fundi og greiða þar atkvæði.
54. gr.
Heimilt er hverjum alþingis-
manni að bera upp sérhvert al-
ment mál í þeirri þingdeild, sem
hann á sæti í, ef hún leyfir það,
og beiðast um það skýrslu ráð-
herra.
55. gr.
Hvorug þingdeildin má taka
við neinu málefni, nema einhver
þingdeildarmanna flytji það.
56. gr.
Nú þykir þingdeild ekki á-
stæða til að gera aðra ályktun
um eitthvert málefni, og getur
hún þá vísað því til ráðherra.
57. gr.
Fundir beggja þingdeilda og
sameinaðs Alþingis skulu haldn-
ir í heyrandi hljóði. Þó getur
forseti, eða svo margir þing-
menn, sem til ‘er tekið í þing-
sköpum, krafist, að öllum utan-
þingsmönnum sé vísað burt, og
sker þá þingfundur úr hvort
ræða skuli málið í heyranda
hljóði eða fyrir luktum dyrum.
58. gr.
Þingsköp sameinaðs Alþingis
og beggja deilda þess skulu sett
með lögum.
V.
59. gr.
Skipun dómvaldsins verður
eigi ákveðin nema með lögum.
60. gr.
Dómendur skera úr öllum á-
greiningi um embættistakmörk
vfirvalda. Þó getur enginn, sem
um þau leita úrskurðar, komið
sér hjá að hlýða yfirvaldsboði i
bráð með því að skjóta málinu
til dóms.
61. gr.
Dómendur skulu í embættis-
verkum sínum fara einungis eft-
ir lögunum. Þeim dómendum,
sem ekki hafa að auk umboðs-
störf á hendi, verður ekki vikið
úr embætti nema með dómi, og
ekki verða þeir heldur fluttir í
annað embætti á móti vilja
þeirra, nema þegar svo stendur
á, að verið er að koma nýrri skip-
un á dómstólana. Þó má veita
þeim dómara, sem orðinn er
fullra 65 ára gamall, lausn frá
embætti, en eigi skal hann missa
ueins í af launum sínum.
62. gr.
Hin evangeliska lúterska
kirkja skal vera þjóðkirkja á Is-
landi, og skal ríkisvaldið að því
leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
63. gr.
Landsmenn eiga rétt á að
stofna félög til að þjóna guði
með þeim hætti, sem bezt á við
sannfæringu hvers eins; þó má
ekki kenna eða fremja neitt, sem
er gagnstætt góðu siðferði og
allsher j arreglu.
64. gr.
Enginn má neins í missa af
borgaralegum og þjóðlegum rétt-
indum fyrir sakir trúarbragða
sinna, né heldur má nokkur fyr-
ir þá sök skorast undan almennri
félagsskyldu.
Enginn er skyldur til að inna
af hendi persónuleg gjöld til
neinnar annarrar guðsdýrkunar
en þeirrar, er hann sjálfur að-
hyllist.
Nú er maður utan þjóðkirkj-
unnar, og geldur hann þá til Há-
skóla Islands, eða einhvers
styrktarsjóðs við þann skóla, eft-
ir því sem á verður kveðið, gjöld
þau, er honum ella hefði borið
að greiða til þjóðkirkjunnar,
enda heyri hann ekki til öðrum
trúarbragðaflokki, er viðurkend-
ur sé í lpndinu.
Breyta má þessu með lögum.
VII.
65. gr.
Hvern þann, sem tekinn er
fastur, skal án undandráttar
leiða fyrir dómara. Sé hann eigi
jafnskjótt látinn laus, skal dóm-
ari, áður sólarhringur sé liðinn,
leggja rökstuddan úrskurð á,
hvort hann skuli settur í varð-
hald. Megi láta hann lausan
gegn veði, þá skal ákveða í úr-
skurði, hvert og hversu mikið
það skuli vera.
Úrskurði dómara má þegar
skjóta til æðra dóms, og fer um
birting og áfrýjun slíks úrskurð-
ar sem um birting og áfrýjun
dóms í sakamálum.
Engan má setja í gæsluvarð-
hald fyrir sök, er aðeins varðar
fésekt eða einföldu fangelsi.
66. gr.
Heimilið er friðhelgt. Ekki
má gera húsleit né kyrrsetja bréf
og önnur skjöl og rannsaka þau,
nema eftir dómsúrskurði eða eft-
ir sérstakri lagaheimild.
67. gr.
Eignarétturiún er friðhelgur.
íngan má skylda til að láta af
Lendi eign sína, nema almenn-
igsþörf kref ji; þarf til þess laga-
yrirmæli, og komi fult verð
yrir.
68. gr.
Enginn útlendingur getur
fengið ríkisborgararétt nema
með lögum.
Um heimild útlendinga til
þess að eiga fasteignaréttindi hér
á landi skal skipað með lögum.
69. gr.
Engin bönd má leggja á at-
vinnufrelsi manna, nema al-
menningsheill krefji, enda þarf
lagaboð til.
70. gr.
Sá skal eiga rétt á styrk úr al-
lennum sjóði, sem eigi fær séð
rrir sér og sínum, og sé eigi öðr-
m skylt að framfæra hann en
á skal hann vera skyldum
sim háður, sem lög áskilja.
71. gr.
Hafi foreldrar eigi efni á að
fræða sjálf börn sín, eða séu
börnin munaðarlaus og öreigar,
er skylt að sjá þeim fyrir upp-
fræðingu og framfæri af al-
mannafé.
72. gr.
Hver maður á rétt á að láta í
MANNSANDINN
Hugann lengi hafði eg bundið
hærri sýn, og getað fundið
leið, yfir djúpa, dimma sundið,
djúp, sem lítið kannað var.
Þegar röðul-geislar glóðu,
gullnu lífsins ari hlóðu;
englar vors á verði stóðu,
verðir lífsins alstaðar.
Sól og vor og sannleiks geislar
sýnir birtu alstaðar.
Urður og Skuld og — Eg var þar.
"pegar bárur hugar, háar,
himni móti, stórar, smáar
risu hægt, en risu hærra
reginleið, er tíminn bar.
Glóði ljós í goða-sölum,
glitraði á hallar-svölum;
mótuðust í mannlífs dölum,
munar-heima spurningar.
Mynduðu fagrar myndir orða,
manndómsvizku spurningar
óðs og sögu — Eg var þar.
Titrar blítt á tímans öldum
töframál, er þúsundföldum
tónahreimi heiminn fyllir
hér og þar, og alstaðar.
Skuldar-heimur, láð og lögur,
lofts og skýja, nes og gjögur;
óskapnaðar undrin fögur
óma dul-leiks raddirnar.
Óskapnaðar hugar-heimur
hreyfir fögru raddirnar
æ>og síð, og — Eg er þar.
Skuld er mannsins munar-draumur,
minjasafn og þögull glaumur,
eilíf stærð, er aldrei fæðist,
eilífleikans skýjafar,
Forlaganna faðir og móðir,
framstreymis er rennur slóðir,
sjálfsorkunnar systir og bróðir,
sólbros þess, sem er og var.
Sólbros lífsins endur-óma,
eftirlíking þess sem var
bergmál alls, og — Eg verð þar.
Þegar fram með friðar ströndum
frelsis dreki, seglum þöndum
tekur höfn í ljóssins löndum,
lífsins straumar mætast þar;
þar sem friðar blikar boði, >
bróðurandans morgunroði
hvar ei framar rúnir rista
refsinornir heimskunnar.
Hvar ei framar rúnir rista
risar dauðrar menningar —
dauðra alda — Eg verð þar.
S. B. Benedictsson
ljós hugsanir sínar á prenti; þó
verður hann að ábyrgjast þær
fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar
tálmanir fyrir prentfrelsi má
aldrei í lög leiða.
»*. - f - \
73. gr.
Rétt eiga menn á að stofna fé-
lög í sérhverjum löglegum til-
gangi, án þess að sækja þurfi um
leyfi til þess. Ekkert félag má
leysa upp með gtjórnarráðstöf-
un. Þó má banna félag um sinn,
en þá verður þegar að höfða mál
gegn félaginu, til þess að það
verði leyst upp.
74. gr.
Rétt eiga menn á að safnast
saman vopnlausir: Lögreglu-
stjórninni er heimilt að vera við
almennar samkomur. Banna má
mannfundi undir berum himni,
þegar uggvænt þykir, að af þeim
leiði óspektir.
75. gr.
Sérhver vopnfær maður er
skyldur að taka sjálfur þátt í
vörn landsins, eftir því, sem ná-
kvæmar kann að verða fyrir
mælt með lögum.
76. gr.
Rétti sveitarfélaganna til að
ráða sjálf málefnum sínum með
umsjón stjórnarinnar skal skip-
að með lögum.
77. gr.
Skattmálum skal skipa með
lögum.
78. gr.
Sérréttindi, er bundin séu við
aðal, nafnbætur og lögtign, má
eigi taka í lög.
John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MANUFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og “Sea Island Cotton”
Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar.
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboðsmaður íyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
arskrá þessi kemur til fram-
kvæmda, þótti eigi séu þeir ís-
lenzkir ríkisborgarar.
DÁN ARFREGN
79. gr.
Tillögur, hvort sem eru til
breytinga eða viðauka á stjórn-
arskrá þessari, má bera upp bæði
á reglulegu Alþingi og auka-AI-
þingi. Nái tillagan samþykki
beggja þingdeilda, skal rjúfa Al-
þingi þá þegar og stofna til al-
mennra kosninga af nýju. Sam-
þykki báðar deildir ályktunina
óbreytta, skal hún staðfest af
forseta lýðveldisins, og er hún þá
gild stjórnskipunarlög.
Nú samþykkir Alþingi breyt-
ingu á kirkjuskipun ríkisins
samkvæmt 62. gr., og skal þá
leggja það mál undir atkvæði
allra kosningabærra manna í
landinu til samþyktar eða synj-
unar, pg skal atkvæðagreiðslan
vera levnileg.
80. gr.
Með stjórnskipunarlögum
þessum eru úr gildi numin
stjórnarskrá konungsríkisins Is-
lands frá 18. maí 1920 og stjórn-
skipunarlög frá 24. marz 1934
og 1. sept. 1942.
81. gr.
Stjórnskipunarlög þessi öðlast
gildi 17. júní 1944, enda hafi
meiri hluti allra kosningabærra
manna í landinu með leynilegri
atkvæðagreiðslu samþykt þau.
Þó getur Alþingi ákveðið, að
stjórnskipunarlög þessi taki
gildi fyr, að fram farinni þeirri
a llsher j ar atkvæðagreiðslu, er
getið var.
Ákvæði um stundarsakir
kosningarrétt og kjörgengi til
Alþingis, svo og embættisgengi,
halda, að öðru jöfnu, þeir menn,
er þann rétt hafa, þegar stjórn-
Hinn 24. janúar 1944 andaðist
Mrs. Solveig Pálmason á spítala
í Niagara Falls, Ont.
Útförin var haldin hinn 26.
jan. frá heimili dóttur hennar,
Mrs. Altan Ralph, 2063 Dixon
St. Séra R. J. Hartlig stýrði út-
fararathöfninni. Hún var jörð-
uð í Lundy’s Lane grafreit. Lík-
menn voru þessir: Flt.-Sgt. Man-
ford Ralph, R.C.A.F., Ottawa,
Sgt. Angus Ralph, R.C.A.F., La-
chine, Pte. Leonard Ralph, Mc-
Masters University og Ernest
Ralph, allir dóttursynir hinnar
látnu, og Roy Summers og
James Gibb. ,
Mrs. Solveig Jónsd. Pálmason
var fædd á Islandi í Svefneyjum
á Breiðafirði hinn 15. júní 1862.
Hún giftist Sigurði Þorgeir
Pálmason 20. ágúst 1881, og það
sama ár reistu þau bú á Berja-
dalsá við ísafjarðardjúp og þar
stundaði hann sjósókn í 11 áneða
til þess, þau fluttu til Canada og
settust að í Keewatin, Ont., 1892.
Við dauglaunavinnu og landbún-
að vann Sigurður með dugnaði
og ráðdeild. Hann lézt hinn 10.
ágúst 1934.
Þau Sigurður og S°lveig eign-
uðust tvö börn, mistu þau annað
í æsku. Dóttir, sem á lífi er,
heitir Kristín Þóra og er gift hér-
lendum manni, Mr. Alton Ralph
og búa þau í bænum Niagara
Falls, Ont. Kristín Þóra er fædd
á fslandi 1884 og var því ung að
aldri þegar hún kom hér. Giftist
1904 og síðan verið í fjarlægð við
Islendinga', en ritar og talar sitt
móðurmál prýðilega. Þau hjón,
Kristín Þóra og Alton Ralph eiga
8 börn sem keppa fram menta-
brautina og öll þeirra hafa þegar
náð.
Mr. og Mrs. Alton Ralph hafa
haft mikinn áhuga fyrir því að
menta börn sín.
Bróður mun Solveig heitin
hafa átt á Islandi, Hafliða Jóns-
son að nafni, er hann vélstjóri á
einu af skipum Eimskipafélags
íslands.
Eftir lát manns síns bjó Sol-
veig hér í Keewatin við góð efni,
en var biluð að heilsu í mörg ár,
og var því af og til hjá dóttur
sinni í Niagara Falls, þar til hún
fluttist alfarin til hennar fyrir
2 VL> ári síðan. Sá er skrifar þess-
ar fáu línur hefir lifað í nágrenni
við þessi góðu og vel kyntu hjón,
og er því ljúft að rita um minn-
ingu þeirra.
S. S., Keewatin, Ont.
KENSLUBÆKUR í
ÍSLENZKU
1 Undanfarin ár hefir vöntun
kenslubóka í íslenzku hamlað
tilfinnanlega íslenzku kenslu á
heimilum og í Laugardagsskól-
um. Úr þessari þörf hefir nú
verið bætt. Þjóðræknisfélagið
hefir fengið allmikið af þeim
bókum sem notaðar eru við
lestrarkenslu í barnaskólunum
á Islandi. Bækurnar eru
flokkaðar (graded) þannig að
börnin geta skrifast úr einum
bekk í annan upp í 6. bekk.
Eins og kunnugt er, er út-
gáfukostnaður á Islandi afar
hár á þessum timum; við hann
bætast flutningsgjöld og
skattar. Verð það sem lagt
hefir verið á bækurnar er eins
lágt og mögulegt er og svarar
naumast samanlögðum kostn-
aði. Aðal takmarkið er að
sem flestir fái notið bókanna.
Bækurnar eru þessar:
Eftir Isak Jónsson:
Gagn og gaman (staf-
rofskver) .............45
Stgr. Arason tók saman:
Gula hænan, I...........25
Gula hœnan, II..........25
Uhgi litli, 1...........25
Ungi litli, II..........25
Freysteinn Gunnarsson
tók saman:
Lestrarbók, 1. fl. 1. h...30
Lestrarbók, 1. fl. 2. h...30
Lestrarbök, 1. fl. 3. h...30
Lestrarbók, 2. fl. 1. h...30
Lestrarbók, 4. fl. 1. h...30
Lestrarbók, 4. fl. 2. h...30
Lestrarbók, 5. fl. 1. h...30
Lestrarbók, 5. fl. 2. h...30
Lestrarbók, 5. fl. 3. h...30
Pantanir og andvirði sendist
til Miss S. Eydal, 695 Sargent
Ave., Winnipeg.
Deildir félagsins verða látn-
ar ganga fyrir og eru þær þvi
beðnar að senda pantanir sínar
sem fyrst.
Fræðslumálanefnd
Þjóðrækinsfélagsins
Sveitamaður átti erindi við
yfirlækni geðveikraspítalans og
gerði orð fyrir hann. “Eg ætlaði
að fá að tala við herra yfirvitfirr-
inginn,” sagði hann.
Ársþing Þjóðræknisfélagsins
Tuttugasta og fimta ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga
í Vesturheimi verður haldið dagana 21., 22. og 23. febrúar
n. k. og hefst með venjulegum hætti á mánudaginn þann
21., kl. 9.30 f. h. í aðalsal Goodtemplara hússins á
Sargent Avenue.
Samkvæmt 21. grein laga félagsins er deildum utan
Winnipeg-borgar heimilt að senda fulltrúa á þingið, sem
hver um sig geta farið með alt að tuttugu atkvæði fjar-
verandi félagsmanna.
Umboð erindreka skal vera skriflegt og undirritað af
forseta og skrifara hlutaðeigandi deilda.
Fyrir hönd stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins.
J. J. BILDFELL, ritari