Heimskringla - 09.02.1944, Blaðsíða 6

Heimskringla - 09.02.1944, Blaðsíða 6
í>. SIíJA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. FEBRÚAR 1944 Er eg kom ofan hitti eg Mörthu. Hún var að koma inn, og fanst mér að eg kæmi í fyrsta skiftið inn í húsið. Hún var alminleg við mig, alveg eins og hún hafði verið fyrsta daginn, sem eg kom. En hvorki í orðum né tilliti sýndi hún þann kunningskap, sem maður hefði getað bú- ist við milli okkar, sem höfðum í sameiningu bjargað flóttamanni frá fangelsi, elt þjóf og séð hann fluttan á aftökustaðinn. Yfir höfuð höfð- um við reynt svo margar geðshræringar í sam- einingu að þær hefðu átt að fæða af sér meira en litla samúð milli okkar. En hin rólega og vingjarnlega kveðja Mörthu benti ekki til neins þvílíks, því ályktaði eg, að Martha hefði ákveðið að gleyma þessu öllu saman eins vel og henni var unt. En það leið ekki á löngu áður en hún fór að tala um rótina að öllu þessu. “Pabbi er heldur en ekki orðinn vinur Mal- lucs,” sagði hún. “Hann hefir verið yfir í rann- sóknarstofunni hans síðustu tvo dagana, og Mal- luc og Suzy borðuðu miðdegisverð hérna í gær.” “Eg ætla að heimsækja þau í Jcvöld,” svar- aði eg, “og horfa á rannsóknarstofuna, þegar þér eruð komin í rúmið. Lenni ætlar þangað líka, en ekki til að horfa á rannsóknarstofuna.” “Hvernig gengur hólmgöngunni?” “Því ekki að gleyma henni ásamt öllum þessum óþægindum, sem fyrir hafa komið?” “Eg hefi verið góð meðan þér voruð í burtu, en þetta, sem þér mintust á hefir ekki mist neitt af aðdráttarfli sínu fyrir það. Það er alveg ó- trúlegt hvað maður er fljótur að venjast því sem er óvenjulegt.” “Þetta hefir búið í eðli yðar þótt þér vissuð ekki af því, væri ekki svo munduð þér ekki bera jafnvel og þér gerið, óvenjulega atburði.” “Þér hafið kanske rétt fyrir yður. Eg er hrædd um að eg sé ekki það dygðablóð, sem eg hélt að eg væri. Eigum við að baða okkur í fyrramálið og sjá hvort nokkuð leyndardóms- fult kemur fyrir?” “Já, umfram alla muni,” svaraði eg, “en mér finst að framundan séu órólegir tímar. — Síríus fer víst hækkandi, og við erum öll svolítið rugluð.” “Mér finst eg vera gremjulega mikið með öllum mjalla, en það gleður mig hreint ekki. Þetta tedrykkjusamsæti, sem eg var í, ætlaði alveg að gera út af við mig úr leiðindum. Mér er meinilla við að vera innan um tómt kven- fólk.” Mér datt í hug, að þetta væri kanske sann- ara en hún sjálf vissi. Það er vafalaust tímabil á æfi hverrar ungrar stúlku, er hún þarfnast áhrifa og handleiðslu manns fremur en konu — venjulega á þeim árum þegar allar æskuvinur og leiksystur hennar eru giftar. Frá 25—30 ára aldri hefir samveru með öðru kvenfólki enga hrifning í för með sér, einkum ef hægt er að vera í öðrum félagsskap. Frá sextán ára aldr- inum og upp til 25 ára er tíminn fyrir stúlkur að vera ástfangnar. Eftir þann tíma eru ásta- draumar ekki takmarkið, heldur hjónaband. Eg var kannske fremur ungur 'til að gera slíkar bollaleginningar um ástalíf kvenfólksins, en með mína frönsku mentun og kenningar, stóð eg ekki á sama stigi og Ameríkumaður á mínum aldri; auk þess langaði mig til að verða rithöf- undur, og hafði kynt mér þessi efni vel og lengi. Eg var of ungur til að vera kaldhæðinn í heim- speki minni og ekki nógu gamall til að hlægja að henni. Eg leit á lífsskoðanir mínar með al- vöru og um kvöldið lentu þær í eldraun mikla. Martha fór snemma í rúmið og stuttu síðar fórum við Lenni í áttina til heimilis Mallucs. Hann gekk heim í íbúðarhúsið, en eg fór til efnarannsóknarstofunnar. Eg var í fremur æstu skapi yfir því að hitta Malluc á ný, en það var af tilhlökkun, því að mér féll svo vel við manninn, þrátt fyrir það, þó að framkoma hans væri stundum einkennileg. Aðdráttarafl hans á mig var miklu fremur á tilfinningarnar en skynsamlega íhugun, þótt árangurinn hefði orðið hinn sami, hefði eg íhugað málið. Eg gekk upp að byggingunni, og áður en eg gat barið að dyrum, opnaðist hurðin og Malluc kom á móit mér, en ekki heilsaði hann mér með handabandi. “Mér þykir vænt um að sjá yður, herfor- ingi,” sagði hann. “Komið inn, þetta er einn af gestum mínum, Mr. Smith. Hann ætlar að fara í burtu í kvöld.” Ungur maður sat við skrifborðið. Hann reis úr sæti sínu og hneigði sig og settist svo á ný. Hann var snotur maður, með stór og greind- arleg augu og skýra drætti í andlitinu. Eg mint- ist ekki að hafa séð hann fyrri, og taldi það sjálf- sagt að hann væri einn skjólstæðinga Mallucs, er hefði nú safnað nægilegum kröftum til að fara á ný út í heiminn til að freista hamingj- unnar. Hann var alls ekki illmannlegur, en var snotur í útliti og greindarlegur á svip. “Viljið þið ekki afsaka mig augnablik?” sagði Malluc. “Eg þarf að skrifa bréf, og að því búnu skal eg fylgja þessum vini mínum til dyra.” Hann settist við skrifborðið, fékk sér papp- ír og penna og fór að skrifa. Eg litaðist forvitn- islega um í skrifstofunni, sem var rúmgott og að því er virtist, vel útbúið herbergi með sterku rafmagnsljósi, og virtist fremur vera rann- sóknarstofa í eðlisfræði en efnafræði. Það var vel upplýst, svo bjart að mann tók í augun, og dálítil stund leið, þangað til eg gat vanist birt- unni þarna. Svo fór eg að athuga unga mann- inn, og furða mig á hvað fyrir hann hefði komið. Hann var af sömu stærð og Malluc, og prúðbú- inn, og bjóst eg við að fötin væru af húsráðanda, því þau báru sama snið og hann hafði á fötum sínum, og var enginn vafi á því, að fötin komu frá ágætis skraddara. En einhvernveginn fanst mér að maðurinn væri ekki tilheyrandi hæðstu stétt mannfélags- ins. Hann leit á mig við og við eins og hann væri feiminn eða hræddur, og héldi að eg þekti fortíð sína. Malluc hafði nú lokið bréfinu, lok- aði umslaðinu, sem hann ritaði utan á. “Gerið þér svo vel,” sagði hann, “þetta ætti að duga yður, vinur minn. Þessi leikhússtjóri er góður vinur minn, og er eg viss um að hann gerir mér þennan greiða með mestu ánægju. Jæja, þá er best fyrir okkur að halda af stað.” Þeir stóðu á fætur, og hneigði Mr. Smith sig fyrir mér. Glampa brá fyrir í st'óru, dökku aug- unum hans, sigrihrósandi og eins og dálítið ógn- andi leiftri, sem virtist segja: “Það skal ekki líða á löngu þangað til eg er alveg eins mikill og þú,” eða eitthvað því um líkt. Malluc sneri sér við og leit á mig með glettnissvip; mér datt í hug hvort hann héldi að eg væri með sjálfum mér að dæma þessar tilraunir hans að hjálpa olnbogabörnum lífsins. “Eg kem strax aftur, herforingi, verið bara eins og heima hjá yður,” sagði hann og fór út. Eg reis á fætur til að skoða áhöldin í stof- unni, síðan settist eg við skrifborðið og leit á vísindaleg tímarit, sem lágu á borðinu. Blaða- úrklippa gægðist fram úr hillu yfir skrifborð- inu, og hið stóra letur á fyrirsögninni greip eftirtekt mína. Eg tók blaðaúrklippuna og leit á hana hirðuleysislega, en varð brátt áhuga- samari um efnið. “Druknar er hann reynir að flýja,” las eg. “Bill Balton, þjófur og morðingi, missir lífið er hann reynir að sleppa frá lögreglunni.” Eg las greinina með hjartslætti miklum. Martha og eg höfðum séð Malluc sigla í burtu með glæpamanninn á miðvikudagskvöld. Fjór- um dögum síðar hafði lík hans fundist á fleti, 18 mílur frá ströndinni, og var dregið til lands af fiskibát einum. Líkið þektist bráðlega á öllum myndunum, sem höfðu verið tatóveraðar á það. Það var álitið að Balton, sem var allgóður sund- maður, hefði lagst til sunds frá landi í þeirri von, að finna bát úti fyrir, eða verða á leið ein- hvers skips. Eftir þetta virtist enginn vafi vera, og hafði reyndar aldrei verið neinn, á því, hvernig Bal- ton hefði lokið æfinni. Malluc hafði séð fyrir þessu óarga dýri í mannsmynd, rétt eins og hann hefði verið rotta, og það sem eftirtektaverðast var var þetta, hversu röggsamlega hann hafði framkvæmt athöfnina, og hversu slunginn hann hrffði verið að varast öll merki, er gætu leitt til uppljósfunar verksins, svo að hann stæði aldrei reikningsskap af gerðum sínum. En þetta voru einkenni Mallucs, hann vissi hvað hann gerði. Eg vissi ekki hvað orðið var af Jeannat, en eg hefði þorað að leggja allar eignir mínar að veði fyrir því, að honum var algerlega borgið. Malluc kom brátt aftur og afsakaði sig fyrir að hafa farið. Hann kom mér fyrir í hæginda- stól hjá skrifborðinu, en settist sjálfur í skrif- borðs stólinn. ' “Eg býst við að þér séuð að íhuga til hvaða flokks glæpamanna þessi ungi n>aður heyrir, sem hérna var inni, og eg hefi nú á ný sent inn í hinn hættulega frumskóg hversdagslífsins.” “Hann leit ekki út fyrir að vera hættuleg- ur,” sagði eg. “í raun og veru fanst mér andlit hans viðkunnanlegt, hann gat vel hafa verið annaðhvort skáld eða listamaður.” “Hann er listamaður í sinni grein,” svaraði Malluc og leit hvast á mig. “Eg held, svei mér, að þér hafið ekki þekt hann. Eg hélt fyrst að þér gerðuð það að þóknast mér.” “Við hvað eigið þér?” spurði eg. Hann hló. “Þetta var Jeannat.” “Jeannat,” hrópaði eg. “Það er alveg ó- mögulegt!” “Samt er það satt. Andliti hpns var breytt. Það gerði mjög dugandi uppskurðarlæknir, sem áður var sérfræðingur í þessari grein. Því mið- ur lenti hann í klandri og var dæmdur í 5 ára fangelsi, en slapp eftir 3 ár. Jeannat vat ágætis efni í höndum hans, því að ranga augað, nefið og eyrun gáfu svo gott tækifæri til breytinganna. Finst yður að eg hafi breytt rangt?” “Nei,” svaraði eg, “en þetta er óskiljan- legt.” “Jeannat er himin lifandi glaður,” sagði Malluc, “ekki einungis yfir frelsinu, en nú hefir hann tækifæri til að leika hin alvarlegu hlut- verk, sem hann hefir svo lengi þráð, en árang- urslaust. Eg hefi gefið honum meðmælabréf til leikhússtjóra eins, sem eg þekki. Er hann hefir unnið sér inn orðstír í leikhúsinu, getur hann alt af komist að sem kvikmyndaleikari.” “Það lítur út fyrir að þér séuð nokkurskon- ar töframaður,” sagði eg, “leikið þér þetta oft?” “Nei, ekki nema brýn nauðsyn krefji, og þegar eg veit að hlutaðeigandi hefir vegna ó- hjákvæmilegra atvika lent í ógæfunni, og hefir ekki úttekið hegningu sína. En eg hefi mikla samúð með þeim, sem hafa verið í fangelsi. Eg fæst ekki við lægstu tegund glæpamanna, vegna þess, að kráftar mínir og möguleikar eru svo takmarkaðir, og kýs eg því að hjálpa þeim, sem fyrir einhverra hluta sakir hafa orðið fyrir hræðilegri ógæfu og mist góðar stöður í mann- félaginu.” “Veit dóttir yðar um alt þetta?” spurði eg. “Hún veit ekki að eg hafi nokkuru sinni hjálpað glæpamönnum undan refsingu,” svar- aði hann, “en hún veit að eg hjálpa þeim, sem komnir eru úr fangelsi. Og nú skal eg trúa yður fyrir leyndarmáli; Suzy er ekki dóttir mín. Eg gerði hana að kjördóttur þegar hún var fimm ára gömul; foreldrar hennar voru mjög góðir vinir mínir, einkum faðir hennar. Þau fórust mjög sviplega, og eg tók Suzy að mér. Undir eins og henni býðst góður maður, sem henni líst vel á, mun eg gefa henni heimanmund, og fagna því að hún giftist.” “Veit Suzy þetta?” spurði eg. “Já, en hingað til hefir hún verið lítið hrif- in af því. Eins og allar ungar og andlega vak- andi stúlkur, er hún haldin af hetjudýrkun, og af því að eg hefi ætíð verið góður við hana, og gert alt, sem eg gat fyrir hana, lítur hún upp til mín, sem þess fullkomnasta manns, sem til sé. Þetta er óheppilegt og rangt álit vegna þess, að það er bygt á fordómum og röngum sjónarmið- um. Eg býst við að eg sé góður maður, eftir þvi sem menn alment dæma um venjulegar dygðir. Eg geri engum ilt verði hjá því komist; eg borga skuldir mínar, reyni að vera hjálpsamur og breiði ekki út háskalegar kenningar. En það er vegna þess að eg hefi árum saman ekki verið háður neinum freistingum. Eg hefi tamið and- ans hæfileika mína, svo að þetta háir mér ekki, og gleðst nú yfir því andlega ástandi, sem er eign hverrar skynsamrar manneskju. En nú er nóg rætt um mig; eg bauA yður ekki hingað til að ræða um sjálfan mig, heldur vegna þess, að mig langaði til að gera þá tilraun hvort þér þekt- uð Jeannat og honum væri óhætt. “Já, á því er enginn vafi að honum er ó- hætt,” svaraði eg, “ef hann sjálfur getur haldið sér saman.” “Já, hann um það,” sagði Malluc. “Enginn getur hjálpað heimskingjum. Annars er ekki eins og að hann hafi framið glæp og hefði því vonda samvizku. Enginn maður sofnar viljandi á verði, og það er glæpur að skjóta þá fyrir það. Eg hefi sofnað á baki asna, sem gekk brún hengi- flugs, og standandi við stýri í hvirfilbyl. Hann leit á mig brosandi. “Þér munduð einnig sofna í flugvélinni yðar ef þér þyrftuð að vera nógu lengi í henni.” “Það var enginn vafi á, að það var rétt að frelsa Jeannat,” sagði eg, “en það er býsna örð- ugt að vita hvar takmörkin skulu sett.” “Það er ekki auðið að setja þau,” svaraði Malluc skjótlega. Eg neyddist til þess vegna þess, eg frelsaði líf hans; en nú hefi eg ákveðið að stunda aðeins þá, sem hafa tekið út sína hegningú.” Hann tók blaðagreinina, er skýrði frá flótta og druknun Baltons. “Hérna er dæmi þess hvílík hætta það er, að brjóta lögin,” sagði hann. “Það var þessi samvizkulausi morðingi, sem braust inn í hús Hobarths og stal hálsmeninu. Hann hafði læðst hér um nágrennið dögum saman, og á meðan hann lá í leyni og beið eftir tækifæri til að stela frá mér, sá hann mig leiða Jeannat heim til mín og þekti hann. Hann hélt auðsæilega að eg hjálpaði glæpamönnum til undankomu, og er hann hafði stolið frá Hobarth, kom hann hingað og krafðist þess, að eg ferjaði sig yfir flóann, og hótaði mér að hann skyldi annars ákæra mig fyrir lögreglunni.” “Þér vilduð ekki segja okkur frá þessu um daginn,” sagði eg. “Það var vegna þess að mér var ókunnugt hvað um hann hefði orðið. Hann hafði hald á mér, bæði á mér sjálfum og svo á Jeannat. Eg gat ekki látið slíkt illmenni ganga laust, en ef eg kallaði á lögregluna, mundi hann segja þeim að Jeannat væri hjá mér. Andlit hans var enn- þá í umbúðum, svo að þeir mundu hafa upp- götvað hver hann var. Læknirinn hafði þá lent aftur í fangelsi og eg líka ef til vill, að eg tala nú ekki um alt annað, sem hefði komið fyrir. Eg varð að fá lengri tíma, svo eg ákvað að fara með hann til Boston og afhenda hann lögreglunni þar, og treysti eg því að eg gæti sent lækninum boð, að hann yrði að gera Jeannat svo úr garði, að honum væri óhætt ef lögreglan skoðaði hann. Balton vissi sem sé ekki, að við hefðum skorið hann upp. Ef hann fékk viðvörunina í tíma var engin minsta hætta að hann þektist. Auk þess var ýmislegt annað, sem þurfti að taka með í reikninginn, en eg vonaði að þetta væri nægi- legt.” “Mig furðar bara á að þér skylduð ekki fleygja honum í sjóinn án frekari umsvifa,” sagði eg. “Eg verð að játa, að mig sárlangaði til þess. En það kemur ekki saman við skoðanir mínar að hamla þroskun nokkurrar mannssálar, hversu lítilmótleg sem hún er. Allar mínar til- raunir miða að því að hjálpa þeim á hærra stig, sem einhverra hluta vegna dragast aftur úr. Balton mundi áreiðanlega hafa verið dæmdur til dauða, en kanske sloppið með æfilangt fang- elsi, en hvort sem var, fékk hann þó ætíð svolít- inn tíma til að betrast.” “En hvað gerðist svo?” “Við komum um borð í snekkjuna og sigld- um af stað. Eg sendi Balton fram í stafn. Eg breytti svo stefnu og stefndi til Hull. Balton var gamall sjómaður, og þegar hann varð þessa var, hefir honum víst skilist hvílíka flónsku hann hafði framið, er hann hugðist að neyða mig til að ferja sig til Cape Ann. Við vorum all nærri ströndinni er hann sá, að eina lífsvon sín var sú að stinga sér í sjóiún, og reyna að bjarg- ast af sem best hann gat. Eg stóð sem snöggv- ast og horfði í olíugeyminn og er eg leit upp var hann farinn. Eg sneri strax við og fór hægt til baka sömu leið. Það var logn og tunglsljós og eg hlaut að sjá hann ef hann hefði verið á sundi. En hann hefir sennilega stungið sér til að láta skipið renna yfir sig en hefir orðið fyrir kjöln- um, sem var mjög djúpt. Hvað sem því leið var hann allur á burtu og tók eg mér það ekki mjög nærri. Fimm dögum síðar sá eg þessa grein og létti mjög fyrir brjósti, því að það gat altaf verið möguleiki þess, að hann hefði komist í laúd. Eg geymdi greiúina til að sýna yður og Miss Hobarth hana.” Stundarkorn var eg kominn á fremsta hlunn með að segja honum hvað við Martha höfðum hugsað um hann, en fanst ekki að eg mætti það, fyr en eg spyrði hana ráða. Það var auðvitað ekki minsta ástæða til að efast um sannindi þessarar frásagnar hans, þar sem hann hafði enga ástæðu til að segja mér slíka sögu væri hún ekki sönn. Þótt eg hefði ætíð varið hina hörkulegu aðferð hans, fann eg samt að tilfinningar mínar gerbreyttust gagnvart hon- um. Eg hugsaði um hvaða áhrif það hefði á huga Mörthu gagnvart honum og var ekki laust við að eg fyndi til stings í hjartanu, er eg hugsaði til þess, að þetta mundi vafalaust vekja til lífs hinar gömlu tilfinningar hennar í hans garð. “Eg hefi aldrei á æfi minni verið í meira uppnámi en þegar eg kom heim og hugsaði til alls þess, sem fyrir hefði kömið, ef þetta villu- dýr hefði ekki rutt sjálfu sér úr vegi,” sagði Malluc, og eg mintist þess hvernig hann hafði hrækt í sjóinn. “Það varð mér áminning um að glettast ekki tli við lögin. En eg ætti víst að sýna yður teikningarnar af uppfyndingunni minni.” Hann reis á fætur og gekk yfir að hinum enda herbergisins. En nú hafði eg engan áhuga framar fyrir uppfyndingunni hans, því í þeim svifum varð mér litið á þerriblaðið á borðinu. Var það hreint og ónotað nema að hann hafði þerrað bréfið er hann skrifaði nýlega handa Jeannat. Er eg nú starði hugsunarlaust á þetta mark á blaðinu, tók eg með undrun eftir líkingunni á þessari hrikalegu og bröttu stafagerð á nafninu undir bréfinu, og það var eins og eg væri sleg- inn, því að því undanteknu að C stóð öfugt, hefði undirskrift bréfsins vel geta verið gerð af mér. Cullam stóð þar. • Eg get ekki skýrt það hvernig sannleikurinn birtist mér svona skyndilega. Það gerðist með leiftur hraða en samt í einstökum atriðum, sem komu í réttri röð eins og hamars- högg á heila minn, hvert öðru þyngra. Cullam er óvenjulegt nafn, alveg eins og Malluc. Eigandi þess, sérvitringur og upp- fyndingamaður, aðlaðandi, einráður og sér- góður, en að öllu samanlögðu eftirtektaverður maður, sem alls eigi var hæfur til að ganga í náið samband við jafn óskaplega íhaldsama konu og móðir mín var — eða Mörthu, sem að þessu leyti minti mig mjög á hana. Frásögn Mallucs um æsku sína ílaug mér nú í hug. Hún kom heim — dvölin í Heidelberg, og tvö ár í Frakklandi og ítalíu — það var í raun og veru alt, sem eg vissi um hann föður minn. Það hafði gamall vinur minn sagt mér, því að móðir mín vildi aldrei nefna hann á nafn. Svo hafði Suzy minst á hvérsu líkir við værum. Eg mundi eftir orðum hans: “Eg hugsaði að þér gætuð gert það,” er eg rétti upp peninginn, sem hann hafði beygt, og allra helst hin mikla geðshræring Mörthu, er eg hafði stælt rödd hans.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.