Heimskringla - 19.04.1944, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.04.1944, Blaðsíða 1
We recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend tor your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LVIII. ÁRGANGUR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 19. APRIL 1944 NÚMER 29. GOTT OG GLEÐILEGT SUMAR! «' HELZTU FRÉTTIR « - Forseti háskólaráðsins Hjálmar A. Bergman dómari, hefir verið kosinn forseti stjórn- arráðs Manitoba-háskóla, í stað Dysart dómara, er af því starfi lét. Mr. Bergman var áður vara- forseti. Fyrir skömmu var hann, sem kunnugt er, skipaður dóm- ari í áfríunarrétti Manitoba- fylkis. Islendingar óska til lukku. Vatutin látinn Rússneski herforinginn, Nicol- ai F. Vatutin, lézt s. 1. laugdag áj sjúkrahúsi í Kiev. Hann var 45 ára gamall og talinn í flokki fremstu hershöfðingja Rúss- lands. Hann var stjórnari Fyrsta úkranska hersins og sá er borg- unum Kiev og Kharkov náði úr greipum Þjóðverja. Það er þessi sami her, sem nú berst í Rúmaníu og er kominn til Tékkóslóvakíu. Vatutin lézt eftir uppskurð á sjúkrahúsi. Sýkin sem leiddi hann til bana, hafði gert vart við sig fyrir einum eða tveim mán- uðum. Það er alment talið, að fyrir aðgerðir hersins sem hann stjórnaði í Suður-Rússlandi, hafi hrakfarir Hitlers byrjað. Fyrir sigra sína á nazistum, hafði Va- tutin verið sæmdur fimm stjörn- um af stjórn Rússlands. Við herstjórninni tók í hans stað 5. marz, George K. Zhukov, marskálkur. Bardaginn á Krímskaga Á þriðjudagskvöld voru frétt- irnar þær, að Rússar væru komnir í námunda við borgina Sevastopol, aðalborgina á Krím- skaga; hún er suðvestan til á skaganum. Hafa þarna ægileg- ir bardagar staðið yfir undan- farna daga og Þjóðverjar reynt að halda hverri hæð eða fjalli, sem unt hefir verið. En ekkert hefir dugað. Rússinn hefir alls staðar hrakið þá burtu. Tilraun hafa Þjóðverjar gert til að kom- ast undan eftir Svartahafinu, en það hefir hroðalega mishepnast. I einni slíkri tilraun, fórust 1,000 Þjóðverjar. Lið Þjóðvqrja á Krímskaga var talið um.150,000, en nú eftir 10 daga látlausar or- ustur,' hafa 71,500 tapast af liði þeirra, verið drepið, sært, eða tekið fangar. Þess er talið stutt að bíða, að nazistar gefist upp. Standa nú reykjarmekkirnir hátt í loft upp frá borginni Sevastopol, bæði af eyðileggingarstarfi Þjóðverja og af sprengjum Rússa. Stríðið á Indlandi Harður bardagi stóð yfir í gær um borgirnar Imphal og Ko- hima, sem báðar eru sagðar mikl- ar herstöðvar Breta. Sóttu Jap- ar hart fram og hugsa sér ef- laust að vera búnir að taka þess- ar borgir áður en rigningar byrja. fréttir eru óljósar, en vörn Breta og Indverja er sögð sterk og eins oft um sókn af þeirra hálfu að ræða og vörn. En Japar eru einnig sterklið- aðir fyrir norðan báðar þessar borgir og alveg óvíst um leikslok þarna. Á brezka þinginu var í gær kvartað yfir því, að menn fengju ekki að vita hvað þarna væri að gerast og hvort að hrakfarir Breta væru að nokkru að kenna ósamkomulagi herforingjanna eystra (Stilwell og Mountbat- ten). Hægt að verjast kreppu eftir stríð “Það er óþarfi að kreppa skelli á eftir styrjöldina. Ef málið er tekið réttum tökum, ætti að geta hafist öld mikillar velmegunar.” Þetta er álit nefndar einnar, sem sett hefir verið á laggirnar í Bandaríkjunum, til þess að at- huga vandamálin eftir stríðið, en formaður hennar er fjármála- maðurinn Bernard Baruch, sem undirbjó að miklu leyti hina gíf- urlegu hervæðingu á iðnaðar- sviðinu í Bandaríkjunum. Nefndin kemst að þeirri nið- urstöðu í áliti, sem hún hefir samið, að ef gengið verði að því með oddi og egg, að undirbúa I íriðinn, eins og gengið hefir ver- j i að því að vinna sigur í stríðinu, ! muni ekki þurfa að óttast það, að sama eymdin taki við fáum i árum eftir að stríðinu er lokið og eftir síðasta stríð. Hert að hlutlausum þjóðum Haft er fyrir satt að Banda- þjóðirnar séu að gera kröfur á hendur hlutlausum þjóðum í stríðinu, að hætta að skifta við Þýzkaland. Bandaríkin hafa farið fram á það við Svía, að þeir minkuðu til muna viðskifti sín við Þýzka- land. Viðskifti þessi voru fyrir nokkru eitthvað takmörkuð, en það þykir ekki nóg. 1 annan stað eru Bretar að setja Tyrkjum stólinn fyrir dyrnar með hin miklu viðskifti þeirra við Þjóðverja. Þriðja hlutlausa þjóðin, sem hert verður að, er Spánn. Eftir brezkum fréttum að dæma, eru I Spánverjar að taka yfir banda- j rískar eignir í Morokko Spán- 1 verja. Hlutleysi þjóðanna sem ekki eru í stríðinu hefir ekki verið sem bezt haldið. Þær hafa skift við hvaða þjóð, sem þær hafa átt kost á að skifta. Maður veit satt að segja ekki hvort slíkt er hlutleysisbrot. En það sem er víst, er það að bæði viðskifti Svía og Tyrkja við Þjóðverja, hafa numið geysimiklu síðustu árin. Og það er auðvitað ástæð- an, að Bandaþjóðirnar setja þeim þessa kosti. UM SUMARKOMUN A Vorið er æska ársins. Tennyson. • Angan sumarsins er sætari en vín.—Longfellow. • Nú er sumar og hýrt yfir að líta, grundin glitrandi af silki- njúku grasi og brosandi blóm- im, laufin gljá í sólskininu á rjánum. — Sástu árið nokkru inni fegurra?—Virgil. • Fyllum blómapottana okkar á umrum til þess að hafa eitthvað, ?m minnir á fegurð sumarsins í iesember.—Bulwer-Lytton. VESTUR-ISLENDINGAR í BOÐI FORSETA SÞ. Á mánudagskvöld hafði forseti sameinaðs þings, Gísli Sveinsson kvöldboð að Hótel Borg, þar sem hann bauð nokkrum Vestur-ls- lendingum, sem hér eru staddir. Var þessi dagur valinn vegna 25 ára afmælis Þjóðræknisfélags- ins vestra. Þangað var boðið öðrum for- setum Alþingis, ráðherrum for- mönnum þingflokkanna og fl. Gísli Sveinsson ávarpaði gest- ina og þá fyrst og fremst Vestur- Islendinga þá, er viðstaddir voru. Ág. H. Bjarnason mælti fyrir minni Vestur-lslendinga og rakti nokkuð viðskifti og kynni þeirra við heimaþjóðina á síðustu ára- tugum. Sérstaklega mintist hann Stephans G. Stephansson- ar, en hann mún hafa verið sá fyrsti, er boðinn var hingað í kynnisför, sumarið 1918, og Rögnvaldar Péturssonar, er var fyrsti forseti Þjóðræknisfélags- ins vestra og ötulasti forvígis- maður þess félagsskapar til dauðadags. Engan mann kvaðst Á. H. B. hafa þekt, sem borið hefði eins ríka ást í brjósti til ís- lands sem Rögnvaldur Péturs- son, enda hafði hann komist svo að orði, að sér hefði verið rænt að heiman barnungum. Hann fluttist vestur tveggja ára gam- all. Á. H. B. lýsti m. a. heimsókn sinni til Klettafjallaskáldsins, en ræðumaður dvaldi eitt sinn nokkra daga á heimili Stephans G. Stephanssonar. Síðasta kvöld- ið, sem hann var þar, sýndi Stephan honum heimagrafreit á hæð nokkurri nálægt heimilinu, Þar stóðu þessi orð yfir “sálu- hliði”: “Kominn heim”. Á. H. B. spurði Stephan, hvað hann meinti með þeirri áletrun, og fékk þá að vita, að í þann reit hefði Stephan látið ofurlítið af íslenzkri mold, er hann tók með sér, þegar hann fór héðan í hinsta sinn. Þeirri mold kvaðst Stephan ætla að sameinast, er þar að kæmi. Valdimar Björnson sjóliðsfor- ingi hafði fyrstur orð fyrir Vest- ur-lslendingum. Þakkaði hann fyrir hönd þeirra gestrisni og hlýhug, sem Vestur-lslendingar hafa mætt hér á landi, er gerði þeim veruna hér ánægjulega og ógleymanlega. Hann mintist sérstaklega á Dóra Hjálmarsson majór, er var meðal gestanna, en hann hefir nú hæstu stöðu af Is- lendingum í Bandaríkjaher. — Vildi svo til, að þessi dagur var 35 ára afmælisdagur Dóra, en forseti Gísli Sveinsson hafði áð- ur skýrt frá því. Valdimar vék m. a. máli sínu að starfsemi Þjóðræknisfélags- ins vestra, sem þyrfti að vera annað og meira en ræður og fundahöld. Þjóðræknisstarfið þyrfti að ná til heimilanna, og 3VO væri vissulega á mörgum vestur-íslenzkum heimilum. Sr. Friðrik Hallgrímsson dóm- orófastur mintist kynna sinna af Vestur-lslendingum, og þá sér- áaklega hins mikla starfs sr. lóns Bjarnasonar, er um langt ;keið var forystumaður landa /estra. Hann lýsti og vesturför sr. Kjartans Helgasonar og hve miklum vinsældum hann hefði íáð í fyrirlestraferð um íslend- ngabygðir. Sr. Kjartan flutt | neð sér einkennilegar smágjafir, Hlýtur verðlaun cg cikar fyrir hunangsgerð Mrs. Steinunn S. Eyjólfsson er hann útbýtti á íslenzkum heimilum vestra. Voru það smápakkar er hann tók upp úr vestisvasa sínum. 1 þeim voru fræ íslenzkra jurta, einkum af þrílitri fjólu eða þrenningar- grasi. Ætlaðist hann til, að fræi hinna íslenzku skrautjurta yrði sáð við hin íslenzku heimili vestra. Þetta finst mér, sagði ræðumaður, vera táknrænt fyrir starf hugsjónamanna, er sá fræ- kornum sínum þar sem þeir koma. Fleiri ræður voru fluttar. — Ólafur Thors talaði m. a. um ætti- jarðarást Islendinga beggja meg- in hafsins, Vilhjálmur Þór sömu- leiðis, og þó einkum landnem- anna vestra. Árni G. Eylands mintist Rögnvaldar Péturssonar. Dóri Hjálmarsson þakkaði góðar viðtökur hér á landi, og lýsti vellíðan sinni hér, sagði m. a., að hér væri gott loftslag. Það markaði hann m. a. á því, að góð- kunningi sinn einn, sem verið hefði ákveðinn republikani, hefði sagt sér í gær, að næst ætlaði hann að kjósa Roosevelt. Gísli Sveinsson mælti fyrir minni Gunnars Björnssonar og fjölskyldu hans, og Eysteinn Jónsson mintist Bandaríkjaþjóð- ar, og vináttu þeirrar, er stjórn Bandaríkjanna hefir sýnt Islend- ingum á marga lund, m. a. með því að senda hingað ágæta Vest- ur-lslendinga til ýms^a starfa. Var kvöldveizla þessi hin á- nægjulegasta, enda stjórnað með hinni mestu rausn og myndug- leik af forseta sameinaðs þings, Gísla Sveinssyni.—Mbl. 23. feb FJÆR OG NÆR I samkepni, sem árlega er haldin við lok ársfundar Mani- toba Beekeepers Association sem fram fer í janúarmánuði, hefir Mrs. Steinunn S. Eyjólfsson, Ár- borg, Man., hlotið fyrstu verð- laun í tvö ár samfleytt. í samkepninni 1943, hlaut hún bikar og Beekeepers Equipment fyrir bezta hunang framleitt í Manitoba-fylki á árinu 1942. — Bikarinn var gefinn af Manitoba Co-Op. Honey Producers félag- inu, 123 Bannatyne Ave., Win- nipeg. 1 janúar á þessu ári (1944), hlaut hún aftur verðlaunabikar- inn og nokkra fjárhæð í pening- um, er American Can Co., veittu. Mrs. Eyjólfsson tqk stutt námsskeið í hunangsflugnarækt við Búnaðarháskóla Manitoba 1943 og var styrkur til þess veittur úr mentasjóði North Star Co-Op. Creamery í Árborg, að tilhlutun U. F. W. í Árborg. Fyrir þetta þakkar Mrs. Eyjólfs- son nefndum félögum. Það gagn sem hún segist af því námi hafa haft, hafi verið sér og verði sér og sínum mikilvægt. Mrs. Eyjólfsson er kona Sveins Eyjólfssonar bónda í grend við Árborg; hún er vel gefin kona og heiður sá er henni hefir hlotn- ast, ber með öðru myndarskap hennar vitni. Foreldrar hennar voru hin valinkunnu hjón, Mr. og Mrs. Stefán Guðmundsson, Árborg, Man. Thorsteinn Bergmann, sem á síðast liðnu hausti flutti vestur til Vancouver, kom til bæjarins s. 1. mánudag og segist alkominn austur. Hann fer ufn næstu helgi norður til Geysis, þar sem hann segist verða til heimilis fyrst um sinn. Thorsteinn lét vel af dvölinni vestra. Hann fann nokkra landa þar héðan að austan, sem svo mikið er af vestra; líður þeim fleStum vel. Hann fann Stefán Eymunds- son og sagði hann sællegan, loft- ið ætti vél við hann og honum hefði hvergi betur liðið síðan hann kom vestur. Magnús Skaptfeld og Búa Thorlacíus fann hann; þeir hafa keypt 5 ekrur af landi á Lulu- eyju í Frazer-ánni og búa þar vel. Thorstein Einarsson við Cafnp- bell River hitti hann einnig og fleiri landa þar. Jónas Pálsson söngkennara sagði hann liggja á sjúkrahúsi í Westminster talsvert veikan. Thórð Helgason og Magnús Elíasson hitti hann einnig vestra og sagði þeim líða vel. Hann kom og á heimili Mr. og Mrs. Sigurður Sigmundsson; Mr. Sig- mundsson vinnur, sem kunnugt er, fyrir Sambandsstjórnina. Mrs. Magnea Sigurðsson frá Storð, sem vestur fór fyrir tæpu •jri, er að koma austur fyrir tíma, m mun aftur hverfa vestur. Thorsteinn kunni ljómandi vel dð sig vestra; hann dvaldi tím- inn sem hann var þar hjá Ólafi rónssyni frá Borðeyri. En fjöl- nent og fjörugt þótti honum f T^ancouver — full fjörugt fyrir Tamla menn. Þar er nú áætlað ilt að 500,000 íbúar og flestir sýnast hafa góða atvinnu. Fast- eignir eru í háu verði og hafa peir sem að austan komu og keypt gátu fyrir 4 til 5 árum hús eða eignir, oft grætt um tvo óriðju á kaupunum. Einstöku landar hafa komið sér þannig fyrir. I Vancouver fanst honum dýrara að búa en hér vestra og líklegast víðast. Það er svo mik- ið um að vera. 1 Vancouver og nágrenninu eru um tvö þúsund Islendingar sagðir. ★ ★ ★ Árslokahátíð Laugardagsskólans Á laugardagskvöldið þ. 6. mai næstkomandi, fer fram í Fyrstu lút. kirkju árslokahátíð Laugar-, dagsskóla Þjóðræknisfélagsins; hafa kennarar skólans lagt í það mikið verk, að gera samkomuna svo úr garði, að hún verði þeim! öllum, sem hana sækja sem allra ánægjulegust og eftirminnileg. Mikið veltur að sjálfsögðu á því, að nemendur mæti stundvíslega þessa laugardagsmorgna, sem eftir eru af kenslu- og æfinga- tímanum, eins og þeir í rauninni ættu ávalt að gera, því með þeim' hætti einum nær skólinn tilgangi sínum. — Skólinn þarf að færast í aukana; hann verður að vera margfalt fjölsóttari næsta ár, auk þess sem þeir nemendur, sem nú sækja hann, mega ekki láta und- ir það höfuð leggjast, að æfa sig í íslenzku í sumarleyfinu. ★ ★ ★ Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni, þann 15. apríl, að prestsheimilinu í Sel- kirk, Sveinbjörn Johnson, bóndi við Árborg, Man., og Sigríður Sólveig Vídal, Hnausa, Man. — Framtíðarheimili ungu hjónanna verður við Arborg, Man. Dánarfregn Aðfaranótt miðvikudags, 11. apríl, andaðist að Odda, heimili Kristbjargar Eiríkson, í grend við Riverton, Björg Johnson, móðursystir hennar, 89 ára að aldri. Björg sál. hafði mörg ár átt heima í Winnipeg. I júlí- mánuði s. 1. sumar, fór hún til systurdóttur sinnar í Riverton. Hún átti einn son, Chris, sem á heima í Minneapolis. Útförin fór fram frá Sambandskirkjunni í Riverton og jarðað var í River- ton grafreit. Séra Eyjólfur J. Melan jarðsöng. ★ ★ ★ Gifting Laugardaginn, 15. þ. m. fór fram gifting að heimili séra Philip M. Pétursson, 640 Agnes St., er hann gaf saman í hjóna- band Omer Myron Black og Re- ginu Guðrúnu Halldórsson, dótt- ur þeirra hjóna Jóns Halldórs- sonar og Lilju Möller Halldórs- son, sem búa í Norwood, Man. Brúðguminn er af hérlendum ættum. Þau voru aðstoðuð af Sam Halldórsson föðurbróður brúðarinnar, og Halldóru Hall- dórsson systur hennar. ★ ★ ★ Finnur Stefánsson, til heimilis hjá dóttur sinni, Mrs‘. B. C. Mc- Alpine, 544 Toronto St., Winni- peg, dó í morgun (19. apríl). — Hann var á 86 ári. Kona hans dó 1930. Hann lifh tveir synir og þrjár dætur: Stefán í Van- couver, B. C., Friðrik í Ft. Wil- liam, Ont.; Mrs. Jóhanna Eager, Winnipeg, Mrs. Harry Thomson og Mrs. C. B. McAlpine. ★ ★ ★ Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.