Heimskringla


Heimskringla - 19.04.1944, Qupperneq 3

Heimskringla - 19.04.1944, Qupperneq 3
WINNIPEG, 19. APRIL 1944 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA ÍSLENDINGAMÓT í SAN FRANCISCO Vestur-lslendingar í Norður Californíu og íslenzkir stúdentar frá Berkeley komu saman í First Lutheran Church í San Fran- cisco sunnudaginn 19. marz til þess að fagna komu herra Sigur- geirs Sigurðssonar biskups og hlýða á messugerð hans. Voru þar saman komnir alls um 300 manns, og höfðu sumir komið langt að til þess að mega hlýða á biskupinn, svo sjaldséðan gest heiman frá Fróni. Kl. 4 e. h. hófst íslenzk guðs- þjónusta, og messaði biskupinn, en séra O. Thorláksson þjónaði fyrir altari. Frú Thorláksson lék á orgelið, og sálmar voru sungnir á íslenzku. 1 ræðu sinni mintist séra Sig- urgeir á stöðu kirkjunnar og hlutverk í þjóðfélaginu. Kvað hann kirkjuna hafa verið mikils- verðari þátt í menningarlífi hverrar þjóðar en flestir vildu vera láta. Alveg eins og kirkju- byggingar hefðu fegrað borgir og bygðarlög, eins hefði hin and- lega kirkja, stofnunin, sett svip sinn á þjóðlífið, fegrað það og bætt. 1 messulok skírði biskup þrjú börn, dóttur Jóhanns Hannesson- ar, stúdents í Berkeley, og tvo syni Steinþórs Guðmunds frá Walnut Creek. Að lokinni messunni gengu menn niður í samkomusal kirkj- unnar, og voru þar bornar fram rausnarlegar veitingar af vestur- íslenzkum konum í San Fran- cisco og umhverfi. Forstöðu- kona veitinganna var Mrs. Brynjólfsson. Margar íslenzkar krásir voru á borðum, og voru menn hinir kátustu. Gamlir kunningjar, sem ekki höfðu sézt lengi, hittust og ræddust við. Er allir voru mettir, hófst söngur og ræðuhöld. Fyrst sungu tvær ungar stúlkur, þær Eileen Christoffersen og Leona Oddstad, nokkur ensk og íslenzk lög hvor, báðar af mikilli prýði, og hlutu lof allra fyrir. Síðan tók til máls prófessor Sturla Einarsson og bauð biskup- inn velkominn til San Francisco. Að því mæltu flutti séra Sigur- geir all-langa ræðu um Island. Eftir stutta og skemtilega frá- sögn af ferð sinni til Ameríku sagði hann Vestur-íslendingum frá breytingum þeim, sem orðið hafa á Islandi, síðan þeir fóru að heiman. Tók þar til helzt fram- kvæmdir í atvinnumálum, ný- byggingar um land alt, lagning vega og brúargerðir, vöxt kaup- túna og kaupstaða og þá einkum Reykjavíkur. Mintist hann á hitaveituna, sem tók til starfa skömmu áður en hann fór frá Reykjavík, og fór nokkrum orð- um um sambandsslitin við Dan- mörku, sem munu ganga í gildi hinn 17. júní n. k. Að lokum sagði biskupinn nokkuð frá kirkjumálum á Islandi síðustu ár, taldi þau hafa dafnað vel og áhuga manna vaxið í þeim efn- um. Var góður rómur gerður að ræðu biskups, enda var hún f jör- ug og skörulega flutt. Að lokinni ræðunni sungu stú- dentarnir tvö íslenzk lög, og allir viðstaddir tóku undir. Þá reis úr sæti sínu séra Thorláksson, sem hafði stjórnað samkomunni, og sagði biskupi frá gjöf, sem Vestur-Islendingar höfðu safnað til og ætluðu að senda biskupn- um til New York. Var það gerfileg skjalataska, áletruð silf- urstöfum, og í henni bók um San Francisco og umhverfi. Að lokum stóð upp dr. K. S. Eymundsson, kunnur læknir í San Francisco, og þakkaði bisk- upi komuna fyrir hönd allra Vestur-Islendinga, er viðstaddir voru. Síðan sagði biskup nokk- ur orð á ný, þakkaði fagra gjöf, gekk um og kvaddi alla með handabandi. Sleit þannig sam- komunni með gleðskap og vinar- hótum, og var þetta minnisstæð- ur dagur öllum Islendingum i N orður-Calif orníu. Haraldur Kröyer BISKUP ÍSLANDS í SEATTLE 11. marz mættu Kolbeinn Thórðarson og séra Haraldur Sigmar biskupi í Blaine og óku með honum í bifreið til Seattle. Fóru þeir hægt meðfram ströndinni eftir Chuckanut High- way svo að biskup gæti notið ferðarinnar sem bezt. Um kvöld- ið var biskup boðinn til Dr. Frið- riks Thorlákssonar, sem býr á fögru heimili hjá Lake Washing- ton. Meðal gesta voru Alfred Albert og Dr. Jón Árnason. — Biskup þekkir frændfólk þeirra á Islandi mjög vel. Brátt fór fólk að syngja íslenzka söngva og söng biskup þar við góða rödd. Blaðamenn í Seattle voru mjög hrifnir af hinni ágætu ensku biskups, svo og allir sem heyrðu hann prédika á ensku í Hall- grímskirkju, sunnudagsmorgun 12. marz. Um 250 manns sóttu guðsþj ónustuna og tóku þátt í henni kór Hallgrímssafnaðar og sérstakur stúlkna kór. Ben Hall- grímsson söng einsöng. Hin enska prédikun biskups vakti ó- vanalega athygli í borginni. For- maður fyrir Seattle Art Society var við messuna og tók myndir af biskupi á eftir. Síðar verður málverk gert af honum og verð- ur það geymt í Art Society með myndum af frægum mönnum, sem hafa heimsótt Seattle. Undir málverkinu verður minst á pré- dikun biskups. Um eftirmiðdaginn talaði biskup á ensku yfir útvarpið K. R. S. T. Var það mjög góð ræða. Fólk talaði um að Islendingar mættu vera hrifnir af svona biskupi, því það væri ekki auð- velt að prédika á erlenda tungu.. Um kvöldið prédikaði biskup aftur í Hallgrímskirkju, í þetta sinn á íslenzku. Þar sungu Tani Björnson söngstjóri og Elaine Frederick, dóttir forseta safnað- arins. 375 manns voru við mess- una. Þar á meðal 25 manns sem komu frá Everett. Um 200 voru við kveðju samsætið sem fylgdi messunni. — Þar flutti biskup kveðjur frá Islandi og rabbaði við fólk. Jón Magnússon, Karl Friðriksson og Jakobína John- son þökkuðu biskupi komuna og aðrir tóku í sama streng með stuttum ræðum. 13. marz mætti biskup 80 lút- erskum prestum frá Seattle og nágrenni. Einn af þeim hafði ferðast 100 mílur til að mæta biskupi. Biskup sagði þeim frá kirkju Islands og starfi hennar bæði heima og í sambandi við lúterskar kirkjur utanlands. Við lok ræðunnar töluðu ýmsir menn er vildu fræðast frekar um hagi þjóðfélags og kirkju Islands. Að beiðni séra Harald Sigmars lauk biskup fundi með því að lesa The World’s News Seen Through The Christian Science Monitor An lnternational Datly Newsþaper hMitktd by THE CHRISTIAN SCIENCE PUBUSHING SOCIETY One, Norway Street, Boston, Massachusetts ú Truthful—-Constructive—Unbiased—Free frotn Sensational- iam — Editorialf Are Timely and Instructive and Ita Daily Features, Together with the Weeldy Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. Price ? 12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Saturday Itsue, including Magazine Section, ?2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Obtainable at: Christian Science Reading Room 206 National Trust Building Winnipeg, Manitoba bæn og blessun á íslenzku og þótti það öllum bæði merkileg og hrífandi stund. Seinna bætt- ust við leikmenn og fundurinn hélt áfram langt fram á dag. Við fundarlok hélt biskup íslands ræðu á ensku og las síðan bless- un yfir áheyrendum á íslenzku. Um kvöldið var biskup gestur íslenzkra námsmanna í Seattle, en þeir eru Magnús Ingimunds- son, Stefán Ingvarsson, Styrmir Proppé, Vigfús Jakobsson og hr. og frú Þór Guðjónsson. Falleg stúlka: “Þér hljótið að hafa sýnt fádæma hreysti og hugrekki að bjarga mér, eins og þér gerðuð?” Slökkviliðsmaðurinn: “Já, eg varð að slá fjóra aðra niður, sem ætluðu að gera það.” 1 I. 1 s I 3 i i u i S 8 S 4 4 i I I 3 VERUM ATJ.TR SAMHENTIR Nó stendur yfir styrjöld sem er ekki háð eingöngu á stríðsvellinum, heldur og líka heimafyrir. Þetta er VORT stríð .. . allir verða að taka sinn þátt í því. Menn og konur í herklæðum berjast fyrir stórum hugsjónum ... fyrir FRELSI! Ekki einungis fyrir sínum eigin réttindum, heldur allra íbúa Canada. Er oss vansalausa að hafast ekki að, en láta þetta fólk berjast fyrir oss? Nei. Vor skylda er að sjá um að til séu nægileg skip, fæði, klæði og hergögn er þeir þarfnast. Vor skylda er að létta byrði þeirra, og sjá um að verkið vinnist sem fyrst! Spursmálið er ekki hvernig þér getið aðstoðað, heldur “hve mikið”! Hvað mikið getið þér lagt í sölurnar, sparað og lánað til þess að kaupa verðbréf ... kaupa alt sem þér getið. Hvert verðbréf sem þér kaupið hefir mikilvæga þýðingu. Verum allir samtaka. Sameinaðir vinnum vér. Hve fljótt, er oss öllum í lófa lagt. Sniðgöngum ekki skyldur vorar ... SIGURINN FYRST KAUPIÐ VICTORY BONDS NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.