Heimskringla - 19.04.1944, Síða 6
6. SIt)A
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19. APRlL 1944
Nú langar mig til að koma yður í skilning um að
eg er alþýðu stúlka. Eg er fædd og uppalin í
fátækt í New York borg. Þér eruð fæddar og
aldar upp í sællífi og auð Lundúna borgar. Eg
hefi þolað skort og erfiðleika, sem þér ekkert
þekkið til, jafnvel þótt þér læsuð um það, mund-
uð þér ekki þekkja það né skilja. Svo komið
þér með ósvífnis hroka stéttar yðar og ætlið að
þér getið mútað mér til að svíkja húsbónda
minn. Eg er hér til að ljúka settu verki, og því
setta verki skal eg ljúka þrátt fyrir alla þá pen-
inga, sem allir Longworth hafa yfir að ráða eða
munu nokkru sinni ráða yfir. Hefi eg talað
nógu greinilega?”
“Það hafið þér sannarlega gert, Miss Brew-
ster. Eg held ekki að nokkur gæti misskilið
yður.”
“Það þykir mér afskaplega vænt um. Það
er aldrei hægt að vita hvað skilningssljóvir
sumir geta verið.”
“Yður finst þá að starf yðar og Mr. Went-
worths sé ámóta?”
“Það finst mér. Við höfum bæði verið
send til að ljúka vissu starfi, og við höfum bæði
leyst starfið af hendi. Það hefir verið reynt að
múta okkur og ræna húsbændur okkar ávexti
þess kostnaðar, sem þeir lögðu í til að fá starfið
unnið. En mitt hlutverk er þó ólíkt hans að
þessu leyti, að húsbændur Wentworths hefðu
ekki tapað neinu þótt hann hefði þegið mútuna,
þar sem minn húsbóndi tapaði öllu því sem
kostar til.”
“Þetta er alt saman mjög áheyrilegt, Miss
Brewster, en leyfið mér nú að segja yður að þér
hafið farið skammarlega að ráði yðar, og er til
svívirðingar fyrir kvenþjóðina. Yður hefir
tekist eftir mjög stutta viðkynningu að ávinna
yður traust manns — það er til stétt kven-
manna, sem þekkir aðferðirnar til þess — eg
þakka guði fyrir að eg er ekki ein þeirra; eg
kýs fremur að tilheyra þeirra stétt, sem þér
hafði nýlega reynt að ófrægja. Sumir menn hafa
meðfædda virðingu fyrir konum; Mr. Went-
worth er auðsæilega einn þeirra, og þar sem
hann gætir sín fyrir slægð annara karlmanna,
var hann ekki á verði fyrir konuslægð. Þetta
notuðuð þér yður og gátuð því svikið þessar
upplýsingar frá honum, sem þér vissuð að hann
hefði aldrei í té látið, ef hann hefði grunað, að
þær yrðu prentaðar í blöðunum. Þér stáluð frá
honum þessum upplýsingum á alveg jafn au-
virðilegan hátt, eins og þessi náungi, er stal
skýrslunum frá Mr. Kenyon og Mr. Wentworth
í Ottawa. Yður ferst nú að tala um heiður og
vöndugheit úr því þér getið framið svo and-
styggilegt verk. Yður ferst að tala um, að yður
verði ekki mútað, þegar maður reynir hið eina
ráð sem til er til að koma yður til að breyta rétt,
og heiðarlega! Framferði yðar kemur mér til
að skammast mín fyrir að vera kvenmaður. Sið-
spiltan kvenmann gæti eg skilið, en þér og yðar
líkar eru mér alveg óskiljanlegir, sem vinna
starf sitt á þeim grundvelli að þær séu kven-
menn, fríðar með þægilega framkomu og notið
þessa hæfileika eins og þjófurinn og falsarinn
nota þá hæfileika, sem guð hefir gefið þeim
sjálfum sér og öðrum til ills. Hvernig dirfist
þér að halda því fram, að starf yðar sé saman-
berandi við starf Mr. Wentworths? Mr. Went-
worth er heiðarlegur maður í heiðarlegri stöðu.
En yður og yðar stöðu bresta mig orð til að lýsa
eða fyrirlitningu minni. Vasaþjófnaður er stór-
heiðarlegur atvinnuvegur samanborin við því-
líka atvinnu.”
Edith Longworth var nú risin á fætur. —
Andlit hennar var blóðrjótt og hún krefti hnef-
ana. Hún talaði með ofsa, sem hún sá eftir
síðar meir, er hún hugsaði um þetta; en reiðin
og vonbrigðin yfir því að hafa mistekist svona
gersamlega náðu valdi yfir henni, einkum vegna
þess að hún hafði verið svona viss um sigurinn.
Andstæðingur hennar stóð þar föl af reiði.
Edith hugsaði að hún mundi slá sig, en hafi
blaðastúlkunni dottið slíkt í hug, þá hefir hún
hugsað sig um og hætt við það. Fáein augna-
blik liðu án þess að hvorug þeirra segði orð. Svo
sagði Jennie Brewster með óeðlilegri rósemi:
“Eg hefi ekkert á móti því að þér segið
skoðun yðar á mér, og eg býst líka við að eg hafi
rétt til að segja mína skoðun á Kenyon og
Wentworth. Þeir eru báðir flón, og þér eruð
þriðja flónið, er þér haldið að þér getið breytt
ákvörðun stúlku, þegar tveimur ungum mönn-
um hefir mistekist það. Haldið þér eitt augna-
blik, að eg mundi veita yður, konu úr þeirri
stétt, sem eg hata, það sem eg neitaði ungum
manni eins og Wentworth? Máltækið segir, að
ekkert flón sé eins ámátlegt og gamalt flón, en
það ætti að breyta honum og hafa hann svona:
Ámátlegasta flónið sem til er, er stúlka, sem alla
æfina hefir fengið alt, sem hana langaði til að fá.
Þér eruð----”
“Eg vil ekki standa hér og heyra á ósvífni
yðar. Eg vil ekkert hafa saman við yður að
sælda framar,”
“Ójú, þér skuluð standa þarna,” æpti hin og
stóð með bakið upp að hurðinni. “Þér komuð
hingað af sjálfsdáðum, en þér farið ekki héðan
út fyr en eg vil. Eg skal segja yður fleiri sann-
indi á fimm mínútum en þér hafið heyrt alla
yðar æfi. Eg skal þá fyrst og fremst segja yður
að atvinna mín er alveg eins heiðarleg og at-
vinna þeirra Wentworths og Kenyon. Hvað
gerir Kenyon annað en reyna að komast að því
í námunum sem þeir, sem námurnar eiga, reyna
af öllum mætti að leyna? Hvað gerir Went-
worth annað en að snuðra í bókunum, og eins og
leynilögregluþjónn að reyna að finna það, sem
hinir reyna af öllum mætti að fela? Hvað er
námubrask yfir höfuð að tala og í insta eðli sínu
annað en feykileg svikamylla, sem á engan
meiri óvin en dagblöðin? Því er það ekki að
furða, þótt allir, sem að því standa óttist ekkert
meira, en dagsbirtuna? Hafi faðir yðar grætt
eina miljón á námum, þá hefir hann gert það á
kostnað þeirra vesalinga, sem lent hafa í svika-
vef hans. Eg ræki líísstarf mitt á minn hátt,
hinir tveir vinir yðar á sinn. Og það er skoðun
mín að lífsstaða mín sé langt um heiðariegri en
þeirra. Er þér haíið nú oroið að hiusta á hvað
eg hefi að segja, getið þér farið, en eitt langar
mig til að segja yður og það er þetta, eg óska
ekki eftir að sjá yður né taia við yður noKkurn
tíma framar!”
“Eg þakka yður fyrir að fá leyfi til að fara
héðan, og af öllu hjarta óska eg hins sama og þér
að við hittumst aidrei framar. En samt sem
áður sé eg mjög eftir að eg skyldi tala við yður
á þann hátt, sem eg gerði. Það er auðvitað
ómögulegt fyrir yður að sjá málið frá sama sjón-
arhóli og eg sé það, eins og mér er ómögulegt
að sjá það frá yðar. Engu að síður vildi eg
óska að þér gleymduð því, sem eg sagði, og
hugsa heldur fremur um sjálft málefnið, og ef
þér komist þá að því, að þér getið á einn eða
annan hátt gengið að tilboði mínu, stendur yður
1 það ætíð til boða. Ef þér hættið við að senda
þetta símskeyti er eg fús til að borga yður þre-
falt fyrir það á móts við það, sem þér fáið hjá
“Argus”. Eg býð yður ekki þessa upphæð
til að múta yður, heldur eingöngu til þess að þér
bíðið ekkert tjón við að gera það sem eg álít að
sé góðverk. Mér finst það sem sé stór synd að
tveir efnilegir ungir menn tapi áliti sínu og lífs-
stöðu fyrir þær sakir, að annar þeirra var svo
einfaldur að vera of opinskár við stúlku sem
hann treysti.”
Edith Longworth var ung og þessvegna var
þess ekki að vænta að hún væri neinn meistari í
samningalægni, en hún hefði samt átt að vita
svo mikið, að síðasta setningin þurkaði alger-
lega út alt, sem hún áðúr hafði sagt.
“Það var nú ekki frítt við að eg dáðist að
yður, Miss Longworth er þér heltuð yfir mig
skömmum eins og þér gerðuð áðan. En þegar
þér byrjið aftur, að reyna að múta mér og þre-
faldið fúlguna, þá hverfur öll sú virðing, sem
eg hafði fyrir yður. Þér getið nú farið til baka
og sagt þeim, sem sendu yður, að ekkert vald á
jörðunni getur hindrað mig í að senda frétt-
irnar.”
En þarna sagði Miss Brewster of mikið.
Því það er örðugt að sjá það fyrirfram hvað
skeð getur á þessari jörð.
8. Kapítuli.
Edith Longworth fór niður í klefann sinn
og grét vel og lengi yfir ónýtisför þeirri, sem
hún hafði farið. Jennie Brewster hélt áfram að
skrifa og stansaði við og við er henni datt í hug
ein eða önnur orðhepni, sem hún hefði átt að
segja við Edith Longworth, en hafði ekki haft
á takteinum þegar mest lá á.
Kenyon varði tímanum við að ganga fram
og aftur um þilfarið, og reyndi að vona hins
bezta um heppileg úrslit farar Miss Longworth,
og að hún kæmi brátt til baka — en sú von lét
hann lengi bíða. Stjórnmálamaðurinn frá New
York sat inni í reykingasalnum og sagði gaman-
sögur, sem hann tafðist við er hann sleit frá-
söguna til að bjóða öllum hópnum að drekka
með sér. Longworth gamli sást lengstum í
stól sínum á þilfarinu og Wentworth, sem fram-
vegis ásakaði sjálfan sig þunglega sagði ekki
orð við neinn, ekki einu sinni Kenyon. Hið
mikla gufuskip hélt áfram að rista bárurnar, er
voru tiltölulega léttar alveg eins og ekkert ætti
að ske eða gæti skeð. Það hafði verið regn einn
dag og illviðri eina nótt. Laugardagsmorgun-
inn kom og allir bjuggust við að koma til
Queenstown um kvöldið. Snemma þennan
morgun tóku skýin að þyngjast, en til þess hafa
þau heimild, einkum þegar maður nálgast ír-
land-
Wentworth, sem var höfundur allrar þess-
arar ógæfu, hjálpaði Kenyon lítið til að bera
hana. Er Kenyon mintist á þetta reif Went-
worth með báðum höndum hár sitt eða stakk
þeim í vasana og hafði þvílíkt orðbragð, að
það var lítið til uppbyggingar á móts við hvað
það var kröftugt. Þeim mun meira sem Ken-
yon bað hann um að vera rólegan, þess óstiltari
varð hann. Annars fór hann mest einförum og
var á svipinn eins og þrumuský. Þegar hinn
geðgóði Fleming klappaði honum á bakið, stökk
Wentworth upp og öskraði: “Ef þér gerið þetta
aítur slæ eg yður í rot!”
Fleming sagði síðar, að hann hefði alveg
orðið stein hissa. Hvað sem hann nú meinti
með því og bætti við að yfirleitt væru Englend-
ingar undarlegir menn. En hann hafði samt
sem áður náð sér strax og sagði:
“Komið og fáið yður eitt glas með mér. Þá
jafnið þér yður.”
Wentworth fanst ekki ómaksins vert að
neita boðinu. Hann stakk höndunum í vasana
og reikaði í burtu frá hinum vinsæla stjórn-
málamanni frá New York.
Wentworth dró saman öll atriði þessa vand-
ræðamáls á þessa leið er John Kenyon nefndi
það við hann: “Það þýðir ekkert að tala um
þetta framar eða einu sinni að hugsa um það.
Við getum bókestaflega hreint ekkert gert. Eg
skal taka alla skuldina og skönjmina á mínar
hendur. Þú skalt ekkert líða við vangá mína.
Nefndu.svo þetta aldrei framar við mig. Eg
ætla gleyma þessu óþverra atriði sé mér það
mögulegt.” Það var því eigi nema eðlilegt að
John Konyon, sem gramdist þetta mjög, leitaði
æ meir og meir til trúnaðarkonu sinnar, Edith
Longworth, sem einnig hafði mikinn áhuga í
þessum efnum. Miss Longworth hafði nú þeim
mun meira næði, sem frændi hennar sat lengur
og oftar í reykinga salnum. Einhver hafði
komið honum til að spila amerískt fjárhættu-
spil, og við þennan spennandi leik eyddi Wil-
liam Longworth miklu af frístundum sínum og
einnig af vasapeningunum.
Jennie Brewster sást sjaldan á þilfarinu.
Hún var önnum kafin að rita margar ágætar
greinar um “Lífið á sjónum”, eins og hún kallaði
greinarnar, er áttu að birtast í sunnudaganúm-
eri New York blaðsins “Argus”. Þessar grein-
ar áttu svo síðar að koma út í bókarformi.
Eins og allir vita var lýsing hennar á geð-
góðum stjórnmálamanni frá New York og illa
lyntum Englendingi aðal rúsínan í þessari bók,
sem hefir fengið afskaplega útbreiðslu og á að
vera ósvikin og ekta amerísk fyndni. Er Miss
Brewster sézt á þilfarinu gekk hún þar einsömul
með þrjóskusvip, einkum þegar hún gekk fram
hjá þeim Kenyon og Miss Longworth, en þau
sáust oftast saman.
Þennan laugardagsmorgun voru þau ein á
þilfarinu. Samræður þeirra beindust eins og af
sjálfu sér að því efni, sem þeim bjó ríkast í
huga.
“Vitið þér,” sagði Miss Longworth, “að eg
hefi alt af trúað því að hún kæmi og hirti pen-
ingana.”
“Eg er alls ekki svo trúaður á það,” svaraði
Kenyon.
“Eg hefi verið að hugsa um að hún ætli að
halda okkur á pínubekknum fram á elleftu
stund, og koma svo á síðasta augnabliki og
segja að hún tæki tilboðinu.”
“Ef hún gerði það,” sagði Kenyon, “þá
mundi eg ekki treysta hénni. Eg mundi láta
hana skilja að ávísun yrði send henni þegar við
værum viss um að greinin yrði ekki notuð.”
“Álítið þér að það væri bezta aðferðin ef
hún kæmi til að fá peningana fyrir að senda
ekki símskeytið. Haldið þér ekki að bezt væri
að fá henni peningana og treysta drengskap
hennar?”
Kenyon hló háðsíega. “Eg held ekki að eg
bygði mikið á drengskap hennar.”
“Þá verð eg að segja yður að eg er á annari
skoðun. Eg er viss um að ef hún segist ætla að
gera eitthvað þá efnir hún það.”
“Eg hefi enga slíka trú á henni,” svaraði
Kenyon. “Þvert á móti tryði eg henni vel til að
fá hjá yður féð og senda svo símskeytið.”
“Um það efast eg... Eg held að stúlkan álíti
að hún í raun og veru sé að breyta rétt og finn-
ist að hún hafi framið lofsvert afreksverk á
rösklegan hátt. Ef hún væri ekki það, sem hún
kallar heiðarleg, mundi hún ekki hafa orðið
svona reið og hún varð — það var ekki þar fyrir
að eg reiddist ekki líka og sýndi það, þótt eg
geti alls ekki afsakað það neitt.”
“Eg er viss um að þér gerðuð ekkert því-
líkt,” sagði Kenyon ákafur. “Að minsta kosti
er eg sannfærður um að hvað sem þér gerðuð
þá var það algerlega rétt, að þér höfðuð- fulla
ástæðu til að segja það sem þér sögðuð.”
“Eg vildi bara óska að eg gæti sjálf sagt hið
sama.”
“En eitt langar mig til að spyrja yður um,”
sagði Kenyon. En hvað spurningin fól í sér
fékk enginn að vita. Hún var aldrei borin fram
og seinna þegar Edith spurði hvað það hefði
verið, þá hafði Kenyon alveg gleymt því. Gufu-
skipið titraði alt eins og í jarðskjálfta. Það
komu þrjú heljar högg, líkast því sem sleði
heggur er hann hittir misfellur faldar undir
snjónum.
Miss Longworth og Kenyon þutu á fætur.
Gufa frá vélinni slapp einhversstaðar út með
skerandi blísturshljóði, miðskipa, og lagði
mökkinn út um hvert op. Svo varð alt hljótt.
Vélarnar voru stöðvaðar og skipið hallaðist á
hliðina. Er Edith gat áttað sig á öllu þessu stóð
hún fast hjá Kenyon og hélt báðum höndum
dauðahaldi um handlegg hans.
“Hvað, hvað er þetta?” æpti hún lafhrædd.
“Eitthvað hefir farið úr lagi,” svaraði hann.
“Ekkert alvarlega vona eg. Viljið þér bíða
hérna augnablik á meðan eg fer og spyrst fyrir
um það?”
“Já,” svaraði hún og slepti handlegg hans.
“Það er heimskulegt af mér, en eg er dauð-
hrædd.”
“Þér viljið kanske ekki vera einar?”
“Ó, mér líður miklu betur nú, en þegar
fyrsta höggið kom, þá hélt eg að skipið hefði
rekist á klett.”
“Það er ekkert þvílíkt hér um slóðir,” svar-
aði Kenyon. “Þetta er bjartur dagur og skipið
hlýtur að vera á réttri leið. Það hefir eitthvað
brotnað í vélinni, hugsa eg. Bíðið hérna á
meðan eg grenslast eftir því,” og Kenyon þaut
af stað og mætti einum skipverjanum, sem
kom á móti honum.
“Hvað gengur á?” kallaði Kenyon til hans.
Maðurinn svaraði engu.
Er Kenyon kom ofan í stigann sá hann að
alt var fult af gufu niðri og þar rakst hann á
einn foringjann.
“Hvað gengur á? Gengur eitthvað að?”
“Hvernig ætti eg að vita það?” svaraði for-
inginn. “Gerið svo vel og spyrjið einskis. Þetta
verður alt útskýrt á sínum tíma.”
Þetta var nú ekki mjög huggunarríkt. Fólk
tók að streyma upp á þilfarið, hóstandi og
hvæsandi af gufunni, sem það hafði gleypt.
Brátt varð þilfarið, sem áður hafði verið autt,
alþakið fólki, allavega búnu og sumt af því var
sama sem ekkert búið.
“Hvað er þetta?” spurðu allir, en enginn
gat svarað neinu. Foringjarnir, sem hröðuðu
sér fram og aftur, svöruðu þessari spurningu
út í hött. Menn athuguðu það ekki að foringj-
arnir vissu ekkert meira um þetta en þeir sjálf-
ir fyr en þeir höfðu komist að hvað hafði komið
fyrir, svo að vélarnar höfðu stansað. Bráðlega
kom skipstjórinn í ljós, tólegur og brosandi.
Hann sagði að engin hætta væri á ferðum. Eitt-'
hvað hefði bilað í vélunum. Hann vissi ekki með
vissu hvað það væri, en hann vissi, að engin
hætta væri á ferðum; alt skyldi verða lagað á
svipstundu. Fólkið skyldi bara vera rólegt.
Hann krítaði liðugt á sjómannavísu, og er það
ætíð notað í slíkum aðstæðum til að gera far-
þegana rólega. Smátt og smátt tíndust menn
niður í klefa sína þegar þeir urðu þess varir að
skipið var ekki að sökkva. Brátt komu allir í
ljós á ný alklæddir. Gufan sem hafði fylt salinn
hvarf brátt en alt var rakt eftir hana. Brátt
var hringt til morgunverðar eins og ékkert hefði
í skorist, og hafði það ef til vill meira en nokkuð
annað sefandi áhrif á farþegana. Fyrst átti að
borða morgunverð voru ekki líkindi til að skip-
ið væri að sökkva. En samt voru það margir
þennan morgun, sem virtust hafa litla matar-
lyst. En öllum bar saman um að það væri lán
með óláni að veðrið var svona gott og lyngt.
En þeir sem skildu sæferðir og sjómensku leist
illa á hve skipið hallaðist, sem er mjög alvar-
legt merki, en flestir farþegarnir tóku ekki
mikið eftir því. Að morgunverði loknum komu
farþegarnir upp á þilfarið á ný. Foringjarnir
og hásetar gættu sín nú að sýnast rólegir og
eðlilegir. Allar fyrirskipanir komu rólega og
voru framkvæmdar með sömu rónni og endra-
nær. Foringjarnir voru áfram á stjórnpallin-
um þótt vélarnar gengju ekki og enginn væri
lengur við stýrið, því að engin skrúfa hreyfðist
lengur. En maðurinn sem stýrði stóð þar samt
eins og hann var vanur. Þessi ró áhafnarinnar
hafði tilætluð áhrif, farþegarnir urðu rólegir,
þótt margir þeirra biðu bara eftir átyllu til að
sleppa sér af skelk, og þegar á daginn leið virtist
almenn öryggistilfinning hafa náð haldi á öll-
um. Þeir óskuðu sjálfum sér til hamingju í
hljóði yfir því, að þeir hefðu sýnt mikinn hetju-
skap í jafnmikilli hættu og yfir þeim vofði. En
þeir sem tóku eftir skipstjóranum veittu því
samt eftirtekt að hann veitti sjóndeildarhringn-
um nákvæma athygli og var áhyggjufullur, en
allur sá víði hringur þar sem himinn og haf
mættust var auður. Þar var ekkert segl að sjá.
Frá vélarúminu heyrðust hamarshögg, og kom
það flestum á þá skoðun að vélarnar væru ekki
ver en það brotnar, að þeir treystu sér til að
gera við þær. Eitt vissu þeir nú með vissu að
axelin voru óbrotin. Hvar sem skaðinn var, var
hann í vélinni sjálfri. En öllum farþegunum
fanst það samt «óviðkunnanlegt að gufuskipið
var hætt að vinna — það stóð í stað, eins og það
væri dautt, þar sem það lá bjargarlaust og
mikilfenglegt. Skipstjórinn settist við borðend-
ann glaður og öruggur að vanda, brosandi og
kurteis við alla alveg eins og ekkert hefði í-
skorist; og þeir sem báru leyndan ótta í brjósti
fundu styrk og huggun í því.
“Hvað hefir eiginlega komið fyrir?” spurðí
einn farþeganna skipstjórann. “í hverju felst
skemdin?”
Skipstjórinn leit niður eftir borðinu.